Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016
23.3.2016 | 20:43
Össur
kom eins og menn bjuggust við.
Flennti út landsföðurlega Forsetagrein yfir þvert málgagnið.
Nú fara menn að koma að máli við hann og hann fer að kikna í hnjáliðunum af föðurlandsást.
Þá er það spurning hvort næsti kafli atburðarásarinnar fer í gang.
Össur er búinn að segja A. Hvenær kemur B? Og hvort þá kemur C? Ja, eða D?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2016 | 20:36
Revíuviðbrögð
finnast manni sumar opinberar ráðstafanir vera, bæði hérlendis og erlendis, þegar hryðjuverk eiga sér stað.
Það er verið að setja á allskyns byssusýningar og sérsveitarviðburði allt af því að ISIS er búið að fremja sín hryðjuverk í bili. Þetta hljóta að vera viðbrögð vanmáttugra stjórnmálamanna sem vita ekki í hvorn fót þeir eiga að stíga.
ISIS er búið að skila af sér sínu verki. Þetta hefur áreiðanlega gengið nærri þeim, skipulag, mannfórnir og flótti. Þeir eru ekki líklegir til frekari stórræða í bili.
Hér á Íslandi eru viðbrögð stjórvalda engu skárri. Það er sett á svona sýning í Leifsstöð og einhver nefnd um vástig heldur fund og sér enga ástæðu til að gera neitt.
Stjórnvöld hérlendis segjast vera tilbúin að bregðast við með öllum tiltækum ráðum. Nema því eina sem gæti dugað. Ytri landamæri Schengen eru þeim Humpfrey og Bernard svo mikilvæg að allt hverfur í skuggann. Það má ekki krefjast vegabréfa af þeim sem koma til landsins nema þeim sem eru Íslendingar eða fólk frá löndum utan ESB. Hælisleitendur og hverskyns flóttamenn frá EES geta valsað hér inn og út. Það hlýtur að vera mikið atriði að sýna þeim að löggan hérna eigi byssur þó að við höfum endursent til Noregs síðustu byssugjöfina.
Mér finnst þetta vera revíukennt allt saman og í besta falli bara dýrt og minna en einskis virði. Enda fráleitt að komið sé að næsta hryðjuverki ISIS. Þeir eru ekki svo vitlausir að velja sér ekki betri tíma en núna rétt eftir.
En hversvegna bara revíusýning en ekkert raunhæft?
23.3.2016 | 08:36
Misskilningur í Mogga
nánar tiltekið í Staksteinum:
"Í nýjasta hefti Þjóðmála er birt grein eftir Hersi Sigurgeirsson, dósent í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um kostnað- inn sem Íslendingar stæðu frammi fyrir ef Svavars-samningarnir svokölluðu hefðu verið sam- þykktir. Vinstri stjórnin beitti ótrúlegum vinnubrögðum til að þvinga þessa Icesavesamninga í gegnum þingið og í framhaldinu til að reyna að sannfæra þjóðina um að yrðu þeir ekki samþykktir biði landsmanna eymd og volæði.
Þetta var eitthvert ógeðfelldasta áróðursstríð nokkurrar ríkisstjórnar gegn þjóð sinni og þjóðarhagsmunum. Má með ólíkindum telja að forsprakkar þessarar ríkisstjórnar telji að þjóðin taki mark á þeim eftir þetta þegar þeir hefja upp raust sína.
Útreikningar Hersis sýna að hefði vinstristjórnin komið samningunum í gegn hefði skuldin sem þar með hefði verið hengd á þjóðina stað- ið í 208 milljörðum króna hinn 5. júní næstkomandi.
Greiðslur hefðu numið 26 milljörðum króna árlega á næstu átta árum með tilheyrandi lífskjaraskerðingu almennings. Enn hafa þau sem studdu þennan samning ekki útskýrt af hvaða hvötum þau fóru með offorsi gegn vilja og hagsmunum þjóðarinnar og reyndu að hengja á hana slíkan skuldaklafa.
Er ekki tímabært að þau geri hreint fyrir sínum dyrum? "
Þetta er kolröng ályktun eftir góðan pistil.
Fólk hefur ekki minnsta áhuga á hvað þau Steingrímur J og Jóhanna Sigurðardóttir segja hér eftir. Þau eru búin að sýna hvers þau eru megnug. Það er okkar kjósenda að gæta þess að þau komist aldrei aftur í áhrifastöður. Það getur haft stórslys í för með sér sem ekki er víst að þjóðin sleppi eins vel frá og því sem Hersir lýsir.
Það er misskilningur í Mogga að nokkur hafi áhuga á að hlusta á eitt né neitt sem þessi skötuhjú hafa að segja. Þau eru búin að tala og gera og þau hafa engu við að bæta. Þau voru sjálf miskilningur í valdastólum.
22.3.2016 | 13:37
RÚV í pólitíkk!
RÚV vill, RÚV ætlar, RÚV leggur til,...að að
1. þjóðfundur um heilbrigðiskerfið er í kvöld. Þar verða ráðherrar teknir á beinið. Kári klári þorir ekki íðá hjá RÚV!
Hvað ætlið þið að segja ykkur til málsbóta af þessu pólitíska þingliði? Hvern fjandann eruð þíð að ybba gogg við okkur útvarpskommana? Sliljið þið ekki að það erum við sem mótum vilja kjósenda?
2.þjóðfundur verður boðaður með dagskrá.Hann mun taka fyrir málefni hælisleitenda og flóttamanna. Það kemur hinsvegar þegar við erum búnir að móta landinu stefnu og setja kvóta á það hversu marga við viljum. Og búið ykkur undir það að við verðum rausnarlegir þegar kemur að íslensku ríkisfangi.
RÚV, RÚV skín á mig....
22.3.2016 | 09:20
Hryðjuverk í Brüssel
á tveimur stöðum nú í morgun.
Hvað skyldi þurfa til að íslensk yfirvöld hætti að elta bókstafinn í Schengen og fari að reyna að taka upp landamæraeftirlit hérlendis?
Gera algert hlé að aðstreymi hælisleitenda til Íslands. Er ekki þegar nóg af afgreiðsluleysi í málefnum þessa hóps em er farinn að hóta að drepa sig ef við ekki sýnum þeim undirgefni. Hætta að flytja inn múslímska flóttamenn en velja aðeins kristna sem hafa meiri möguleika að að aðlagast Íslensku þjóðfélagi.
Er útilokað að beita almennri skynsemi og hætta að hlusta á GGF?Þarf hryðjuverk víðar en Brüssel til að við rumskum?
21.3.2016 | 22:32
Svo kemur Össur
þegar nógu mörg núll eru komin fram í Forsetaframboð?
Þá koma menn að máli við Össur og hann lætur undan þrýstingi gömlu kommanna. Þeir eru kannski 15 % sem dugar gegn þeim sem komnir eru.
Þá, en ekki fyrr en þá, geta hægri menn í fyrsta sinn á möguleika á Forsetambættinu ef þeim þykir það eftirsóknarvert.
Hver gæti komið á eftir Össuri er meira spennandi en Össur verður nokkurn tímann.
21.3.2016 | 22:24
Góð þögn
hjá Sigmundi.
Dettur einhverjum í hug að Árni Páll í einhverskonar spámannsgervi á bak við nýtt alskegg sé að leita að einhverjum sannleika þegar hann krefst svara við einhverjum meintum ásökunum sínum í garð Sigmunds Davíð?
Heldur einhver að hann sé í frómum tilgangi að reyna að varpa sanngjörnu ljósi á einhver m0guleg sakarefni? Eða hver annar stjórnarandstæðingur sem er með sömu rullu.
Henry Ford hafði fyrir reglu: " Kartaðu aldrei. Útskýrðu aldrei" Þannig á að svara ómerkingum eins og þusa um þetta mál niðri á Alþingi. Sigmundur á sjálfur að ákveða hvað hann segir og hverjum hann svarar. Sama mættu fleiri sjórnarþingmenn gera í stað þess að útbía sig sjálfa á því að munnhöggvast við þetta uppbelgda stjórnandstöðulið sem engin völd hefur. Við skuldum þeim ekkert en kjósendur skulum við fúslega tala við í komandi kosningum.
Þetta er góð þögn og verðskulduð hjá Sigmundi því hann skuldar Árna Páli ekki neitt. Okkur er slétt sama hvað hann segir.
20.3.2016 | 16:39
Bjart framundan
var megin þemað í ræðu Seðlabankastjóra á ársfundi bankans. Ytri skilyrði hafa verið hagstæð og veldur olíuverðslækkunin ekki minnst þar um. Aukningin í ferðamannaiðnaðinum hefur verið ótrúleg. Margt hefur breyst í viðskiptaumhverfinu innanlands.
"Öfugt við mörg fyrri tímabil fullrar atvinnu er bæði ytra og innra jafnvægi þjóðarbúskaparins enn þokkalegt."
"...Áhætta í fjármálakerfinu hefur minnkað verulega á síðustu árum þar sem viðnámsþróttur þess hefur aukist eins og hann birtist í eiginfjárstöðu þess og fjármögnun, og þá er laust fé miðað við umsvif mun meira en var fyrir fjármálakreppuna. Eigið fé þriggja stærstu viðskiptabankanna var í lok síðastliðins árs 669 ma.kr. Eiginfjárhlutföll bankanna hafa hækkað um nær þriðjung síðan 2010, eða úr 21% í 28%.
Raunaukning eigin fjár á þessu tímabili nam um 180 ma.kr. Verulega hefur einnig dregið úr gjaldeyrisójöfnuði bankanna og regluverk kemur í veg fyrir of mikla áhættutöku í erlendum gjaldmiðlum. Þá hefur áhætta tengd lántakendum minnkað samfara efnahagsbata og hraðri skuldalækkun en í lok síðastliðins árs voru heildarskuldir bæði heimila og fyrirtækja komnar niður á svipað stig og á árinu 2000."
Már Guðmundsson ræddi ýmis atriði úr þessari ræðu í þættinum á Sprengisandi í dag. Þar hafði hann meðal annars vakið athygli á samfélagslegri ábyrgð bankakerfisins. Um það sagði m.a. í ræðunni:
" Það næsta er menning og siðferði. Í alþjóðlegri umræðu er víða mikið lagt upp úr því að umbætur eftir fjármálakreppuna nái ekki til lengdar tilgangi sínum nema í þeim efnum verði breyting til batnaðar frá því sem var fyrir kreppu. Mér sýnist að umtalsverð bragarbót hafi þegar átt sér stað hér á landi. En það má gera betur og þetta er langtímaverkefni.
Það þarf líka að festa í sessi þann skilning að stjórnendur innlánsstofnana hafa ekki einungis það hlutverk að hámarka hagnað til skamms tíma heldur eru þeir eins og kerfið er nú byggt upp gæslumenn almannagæða sem eru þeir sameiginlegu innviðir sem fólgnir eru í kerfinu."
Hugsanlega er Seðlabankastjóra nær skapi að ríkiseignarhald sé á bönkum en það er ýmsum sanntrúuðum frjálshyggjumönnum. Hvað sem því líður þá er það rétt hjá Seðlabankastjóra að rúm sé fyrir önnur sjónarmið innan bankanna núna en þau voru við einkaeign þeirra.
Tveir af þremur stærstu viðskiptabönkunum eru nú í eigu ríkisins svipað og áður var hér á landi. Hver á Arion banka veit ég ekki. En hvernig á að stjórna þessu?
Það sem af er takast siðferðishugmyndir í bankaráði Landsbankans og bankasýslunni á við stjórn bankans. Hvað almenningi finnst er svo enn annað.Er það svo að framtíðin liggji í pólitískum bankaráðum og stjórnum í bankakerfi þjóðarinnar? Er bara gamla lagið að koma aftur við aðrar og breyttar aðstæður?
En hvort einhver munur er á inniheimtuaðferðum bankanna síðan Steingrímur J. gaf út bönkunum sitt fræga skotleyfi á almenning veit ég ekki. En allavega virðast heildaáhrifin frá hruni hafa orðið mjög jákvæð fyrir auðsöfnun þeirra og samráð og eigið fé þeirra risið í hæstu hæðir hvað sem siðferðinu líður. En fréttir benda til að þar sitji flest við sinn fyrri keip og bankastjórar og starfsmenn útdeila sjálfum sér bónusum og gæsku að fornri fyrirmynd.
Skuldalækkun og þjóðhagslegur sparnaður er meiri núna en langt aftur segir Már. Hegðun væri ábyrgari í fjármálum en verið hefði.Fjármálalæsi allra væri að batna. Útflæði er enn heft en innflæði óheft. Þetta valdi brenglun og miklum aðgerðum til að hamla hækkun á gengi krónunnar.Hann viðurkennir þarna handstýringu á gengi krónunnar en að einhversstaðar liggi þá þanmörk Seðlabankans í þessum efnum.
En samt eru niðurlagsorð Seðlabankastjórans athyglisverð:
"Það fjórða er umræða um það hvers konar fjármálakerfi við þurfum og viljum nú þegar við erum að komast út úr eftirmálum fjármálakreppunnar. Þar eru m.a. undir alþjóðleg tengsl og umsvif kerfisins og hvort gera þurfi innviðina enn óhultari fyrir áhættutöku en felst í þeim breytingum sem þegar hafa verið innleiddar eða eru fyrirhugaðar í nýjum væntanlegum lögum um þrot og slit fjármálafyrirtækja.
Í þessu efni eru fleiri leiðir mögulegar en fullur aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Eftir að vinnu lýkur við þau mikilvægu skref varðandi losun hafta sem eru handan við hornið verður ráðrúm til að segja meira um þessi efni og önnur."
Þarna finnst mér vanta frekari útskýringar. Er þetta vísbending um það að engu skuli breytt í starfsemi bankanna? Þeir skuli áfram stjórna peningamagninu í umferð með eigin framleiðslu eins og Frosti hefur lýst? Þeir skuli áfram stunda sinn rekstur með ógreinanlegum skilum milli fjárfestinga og viðskiptabankaþjónustu. Taumhald á bankastarfsemi virðist ekki vera boðskapur heldur er frelsi til lífeyrissjóða til að braska með fé sitt í útlöndum sett á oddinn.
Már tekur ekki á þeirri spurningu hvað gerist þegar enn á að keyra upp útsog lífeyrissjóðanna á fé sem nemur 15 % af öllum launum landsmanna og senda það í auknum mæli til útlanda? Hvað gerist ef lítt menntaðir og ókjörnir lífeyrissjóðafurstar tapa stórum fjárhæðum í utanlandsbraski sínu? Þetta er fólk sem er ekki af sama kaliberi og gerist í Seðlabankanum. hefur enga þjálfun í alþjóðaviðskiptum.
Þetta fólk lýtur engri virkri stjórn frekar en hinir fyrri siðlausu einkaeigendur bankanna gerðu fyrir hrun. Þarf ekki Seðlabankinn eða bara Alþingi og þjóðin að skipta sér af þessu fyrirkomulagi í lífeyrismálum þjóðarinnar?
En það er bjart framundan, allavega í bili, segir Már.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2016 | 12:30
Gamalt vín á nýjum belgjum
er líklega það sem Samfylking og VG munu bjóða okkur kjósendum í aðdraganda næstu kosninga. Utan þess að bjóðast til að leggja okkur til fólk til að njóta þeirra vegtylla sem þingmennska hefur í för með sér fyrir viðkomandi, þá er næst fátt af hugsjónum. Þeir munu auðvitað báðir tveir bjóða hina sígildu vinstrimennsku sem er skattleggja og eyða. Það virðist blasa við að sameining þessara flokka er tímabær.
Þessir flokkar voru á síðasta blómaskeiði sínu saman í því að reyna að troða Íslendingum inn í Evrópusambandið. Nú er það ekki kostur sem hvorugur flokkurinn þorir að nefna þar eð vandfundinn er sá íslenskur kjósandi sem það aðhyllist.
Almennur skortur á trausti hrjáir marga íslenska kjósendur um þessar mundir. Margir trúa því ekki lengur að neinn sé í stjórnmálum til einhvers annars en að útvega sjálfum sér vel launaða innivinnu eins og einn frómur stjórnmálamaður sagði hreinskilningslega. Kjósendur treysta engu eða engum vegna þess hversu mikið þeim finnst þeir hafa verið sviknir.
Trúir meðalkjósandinn því innst inni að þessi eða hinn flokkurinn muni gera nokkuð sem snertir hann? Er þá ekki næsta spurning hvaða flokkur sé líklegur til að valda honum meiri skaða en annar flokkur? Verður þá ekki útilokunaraðferðin ein eftir sem er áhrifavaldur í vali kjósandans?
Hvað gerðu Samfylkingin og VG fyrir þig þegar þeir gátu? Hvað er líklegt að þeir geri ef þú gefur þessu sama fólki annað tækifæri?
Fyrrum útvarpsstjóri er líklega nær því að skilja það sem fram þarf að fara. Mála yfir nafn og númer að ætti gamalla breskra landhelgisbrjóta og svo allra sósíalistaflokkanna íslenskra frá kommúnistaflokknum til Allaballans. Það er það sem Samfylkingin og VG geta boðið best á næstunni.
Gamalt vín á nýjum belgjum.
20.3.2016 | 08:04
Landspítali
er mér eiginlega yfirskilvitleg stofnun. Svo margbreytileg og flókin. En svo óskaplega einföld þegar þér er vísað þar inn og hittir fólkið sem tekur við þér og stjórnar hinum óskiljanlega flóknu lækningatækjum sem þú ert settur í. Ég sem hrærði þungsteypu í K-bygginguna datt ekki þá í hug að ég myndi koma aftur á þann stað. Lengi skal manninn reyna.
Nú kem ég þangað daglega og hitti óendanlega yndislegt fólk sem spennir mig niður í tröllkonuna Eir, nábúa Þórs, sem hefur alla burði til þess að gjöra minn veg beinan í fyllingu tímans. Þvílík stofnun, þvílík húsakynni, þvílíkt fólk, þvílíkt skipulag.
Kári klári segir að það megi ekki dragast lengur að byggja ný hús.Ef ekki vill betur þá þarna við hliðina á til þess að gera eitthvað strax. Þáð sé búið að teikna svo mikið að það kosti mörg ár að breyta um stað.
Hvernig var það þegar Harpan var byggð. Þá lá svona á. Afrakstur íslenskra arkitekta og verkfræðinga er umdeilt hús. Viða hafa verið hönnuð álíka hús sem ekki hafa orðið jafndýr í byggingu, viðhaldi eða rekstri. Af hverju þarf endilega að finna upp hjólið í hvert sinn sem þessi þjóð þarf að byggja eitthvað?
Okkur er sagt að sérvaldir íslenskir arkitektar og verkfræðingar séu búnir að teikna svo mikið af spítala við Hringbraut að það verði svo dýrt að borga þeim fyrir að teikna nýtt á Vífilsstöðum. Þá séu gömlu teikningrnar ónýtar.
Af hverju er ekki hægt að finna spítala úti í heimi sem fellur að þörfum okkar og fá að nota teikningarnar? Spítala sem komin er reynsla á að fúnkérar? Skafa höfundarnafnið af teikningunum eins og var gert þegar Viðlagahúsin voru byggð og setja nafn valins gæðings í staðinn, borga honum, samþykkja húsið og byggja það í hvelli á innan við 2 árum. Empire State var byggður á 400 dögum 1930. Af hverju skyldi það ekki vera hægt núna? Var byrjað á samkeppni þegar þurfti að byggja spítala þegar heimstyrjaldirnar skullu á? Var hægt að leika sér með tímarammann þá?
Það eru yfirgnæfandi allir sammála um að besti kostur er að byggja algerlega nýtt og Mósalaust hús á Vífilsstöðum. Hitt er svo gersamlega óhagkvæmt í samanburði að flestir sjá. Læknanemar þurfa engan Háskóla við hlið sér í námslokum.
Það eina sem þarf er að drífa í þessu. Láta Kára klára og einhverja með honum finna hentugan spítala erlendis, fá teikninguna lánaða og láta 1000 Kinverja byggja Landspítala í logandi hvelli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko