Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
30.4.2016 | 13:03
Skemmtilegur fundur
var hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi nú í morgun.
Enn eitt skiptið var enginn sérstakur ræðumaður heldur ræddu flokksmenn saman um stjórnmálin og málefni flokksins.
Margt bar á góma um haustkosningar, sem flestum líst illa á, Landsfund og prófkjör sem fundarmenn studdu nær einróma.Það er baráttuhugur í fólkinu, ungum sem öldnum.
Einn ræðumanna bað flokksmenn að íhuga hvað það gæti verið sem gerði það að verkum að nærri helmingur flokksmanna ætlar ekki að kjósa hann samkvæmt skoðanakönnunum. Hvað það væri sem orsakaði þetta? Væri það hugsanlega af því að okkur hefði mistekist að halda fram grunngildum flokksins? Við værum föst í dægurmálunum en gleymdum undirstöðunni? Því sem flokkurinn hefði verið stofnaður til að vera 1929? Við gleymdum sjálfstæðisstefnunni vegna málamiðlana?
Þegar maður hugsar um það þá er þetta áreiðanlega rétt. Við Sjálfstæðismenn erum ekki að koma boðskapnum til skila til fólksins. Það sér í okkur eitthvað allt annað en við erum. Það veit ekkert um flokkinn eða um hvað hann var stofnaður eða fyrir hvað hann stendur. Áróðursvél kratanna og RÚV malar dag og nátt við álygar og rangupplýsingar án þess að flokkurinn beri hönd fyrir höfuð sér.
Við gamlir flokkshestar höfum gælt við þá hugmynd að gefa út reglulegt flokksblað sem færi um allt land. Þar myndu okkar forystumenn og aðrir tala beint við almenning í landinu ótruflaðir af frammíköllum andstæðinganna. Sækja fram en ekki liggja í vörninni. Við höldum því fram að þetta getum við gert með velvilja stuðningsmanna flokksins án þess að við þurfum að veðsetja Valhöll frekar en orðið er.
Við trúum því að fólk muni átta sig á því hvað það er sem Sjálfstæðisflokkurinn vill eins og hann Birgir Kjaran skýrði í bókum sínum um félagslegan markaðsbúskap, eign fyrir alla, gjör rétt þol ei órétt og stétt með stétt.
Við trúum því að fólkið muni leggja við hlustir þegar efndir fylgja orðum. Það muni trúa þegar flokkurinn fylgir landsfundarályktunum. Það muni sannfærast þegar forystumenn hafa endurnýjað umboð sín á landsfundi. Okkur gömlu strumpunum finnst að það væri engu til hætt að reyna þetta. Allavega betra að reyna heldur en að láta reka sofandi að feigðarósi eins og nú er gert í áróðusrsmálum flokksins.
Svo er hið nýja og unga lið í flokknum sem segir að blaðaútgáfa sé bara gamaldags atlaga að regnskógunum. En les sjálft Fréttablaðið, DV og Fréttatímann sem eru gegnsýrð af áróðri vinstra gengisins. Það sem gildi í dag sé bara fésbókin og það allt. Svo auðvitað verður bara ekkert gert og við skíttöpum kosningunum til Pírata af því að við rökræðum ekki eða hökkum niður bullið úr þeim eða krötunum.
Það er samt allstaðar áróðursleg óskastaða. Ríkisfjármálin og efnahagslífið standa betur en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjórnin er sterk af verkum sínnum. Vinstra liðið er með allt niðurum sig í Reykjavík þar sem það ræður öllu. Reykvíkingum svíður niðurlæging borgarinnar í höndum Dags Bé,EssBjarnar og Halldórs Pírata. En Sjálfstæðismenn þar virðast ekki ná vopnum sínum né eyrum fólksins.
Við Sjálfstæðismenn virðumst ekki skilja að við eigum við ofurefli í áróðri að etja um þessar mundir. En við virðumst vera of hræddir til að berjast og of feitir til að flýja eins og einn fundarmanna orðaði það um stöðu flokksins í áróðursmálunum.
Við þökkum fyrirlesara dagsins fyrir að mæta ekki á fundinn.En þetta var samt skemmtilegur fundur hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi í morgun og hreinskilnar umræður um flokksmál eru löngu tímabærar og mættu jafnvel bergmálast lengra inn í kalkaðar grafir aðgerðaleysins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2016 | 09:30
Mikil aukavinna
hefur fylgt starfinu. Viljum minnka hana og vera með fjölskyldum okkar, segir Sigurjón formaður flugumferðarstjóra.
Svona lýsir formaðurinn viðhorfi sínu í Morgunblaðinu. Gagnrýnislaust af blaðinu. En þetta er auðvitað einber rangsnúningur staðreynda í ljósi aðgerða hans. Hann vill bara meiri peninga.
Til þess að leggja áherslu á þessa fjölskyldukröfu þá neitar Sigurjón að þjálfa nýnema eða kalla inn aukamenn eða vinna yfirvinnu meðan skrúfan stendur. Hann á nefnilega flugvellina, alþjóðasamningana og allt það. Já hann og óeirðaflokkur hans en ekki vinnuveitandinn sem er íslenska ríkið og þjóðin.
Þetta er aldeilis kostuleg staða. Ríkið tekur inn alla nýnema í flugumferðarstjórn, að vísu væntanlega aðeins með leyfi félagsins . Það greiðir þeim kaup í náminu og starfandi flugumferðarstjórar eiga að kenna þeim. Starf sem yfirleitt lærist mest með reynslunni og starfstíma eins og margt annað.
Þegar nemar hafa fengið að læra flugumferðarstjórn hjá ríkinu þá keyra þeir eldri þá yngri inn í sitt stéttarfélag gegn ríkinu og gera skrúfu. Heilagt stéttarfélag með "verkfallsrétt" á sama grundvelli og BSRB eða hvaða annað félag ríkisstarfsmanna. Skyldi ekki vera grundvöllur fyrir stéttarfélagi ráðuneytisstjóra, aðstoðarmanna ráðherra, stéttarfélags sendiherra, fyrrverandi forsætisráðherra osfrv.?
Löggan vill fara á á háskólastig til að fá hærra kaup. Hvort vill fólk í neyð frekar fá löggumann eins og þeir voru í gamla daga, rasstóra beljaka sem gátu tekið á ógninni, heldur en einhverja háskólalúða sem aldrei hafa lent í hasar? Væri erlend sérsveit ekki æskilegri en innlend vegna hugsanlegra eftirmála?
Af hverju þurfa flugmenn hérlendis flugumferðarstjóra sem tala íslensku þegar flugið gengur á ensku ef með þarf? Af hverju hefur almenningur engan rétt gegn ofbeldisgengjum sem þykjast eiga einhvern einkarétt á þessu eða hinu af því að þeir vinni við það?
Hvað gerðist ef kæmu hingað erlendir óháðir flugumferðarstjórar? Fengju þeir að fara inn í byggingar ríkisins og stjórna flugumferð? Eða eiga þessir núverandi uppalningar ríkisins sem mynda félag flugumferðarstjóra flugvellina og allan rétt til nýtingar? Getur ríkið ekki rekið þetta óeirðalið eins og Reagan gerði og ráðið annað fólk?
Eða getum við ekkert annað en haldið áfram að láta þetta lið sparka í okkur og kvelja?
Flugumferðarstjórar eru sosum ágætir meðan þeir eru til friðs. En þeir geta verið alveg ónauðsynlegir þar sem mikið almennt farþegaflug er ekki í gangi eins og sést í Bandaríkjunum þar sem engir turnar eru á mörgum stórum flugvöllum almennings.
Má ekki taka þessi flugumferðarstjórnarmál til endurskoðunar til að minnka þörfina og aukavinnuna hjá þessu dekurliði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2016 | 14:58
Andri Snær og Pétur
Gunnlaugsson eru á Útvarpi Sögu til að ræða við fyrirætlanir þess fyrrnefnda um að verða Forseti Íslands.
Pétur er ágætur spyrill þó að alltaf slái út í fyrir honum ef stjórnarskrá stjórnlagaráðs hans og Þorvaldar Gylfasonar ber á góma. Hann kemst bara ekki yfir það að þessu plaggi hefur verið hafnað og er komið út á öskuhaug sögunnar hvað sem þeim Þorvaldi finnst.
En hann spyr Andra Snæ beinskeytt og Andri fer á harðahlaupum undan í flæmingi, reynir að svara útúr þegar hann veit að hans sannfæring er ekki í eftirspurn. Honum bara tekst það ekki. Andri Snær er greinilega Evrópusinni og vill ganga þar inn. Hann vill líka að Bjarni Benediktsson segi af sér eins og Sigmundur án þess að færa sannfærandi rök fyrir því.
Í heild finnst mér Andri Snær stamandi og hikandi við hvert fótmál. Svona eru bara ekki Forsetar í mínum huga.
Andri Snær ætti hugsanlega bara að halda sig við það að skrifa bók fyrir 18 milljónir frá Ríkinu næstu árin eins og hingað til. Flestum eldri borgurum þætti það ágæt sporsla og notaleg innivinna. Þó ég sé þroskaheftur kjósandi þá er ég ekki síamstvíburi krata og Evrópusinna. Enda búinn að sverja Ólafi Ragnari trúnaðareið.
Ég er líka búinn að hlusta á Guðna Th. Þar er maður sem bæði vill og getur. En hann þorir praktískt ekki í Ólaf sem skiljanlegt er núna. En ég held að hann eigi góðan séns þó síðar verði, ungur maðurinn.
Pétur Gunnlaugsson er góður Forsetaspyrill ef hann getur vanið sig af stíl Þorvaldar Gylfasonar varðandi stjórnlagaráðið. Ég held að fáir af núverandi frambjóðendum eigi erindi undir exi Péturs. Andri Snær hafði þar ekki erindi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.4.2016 | 09:10
Engar haustkosningar
heldur verði kosið í lok kjörtímabilsins eins og til stóð.
Það er fáránlegt ef ég á að fá stjórnarandstöðuna með Steingrím J. innanborðs yfir mig fyrr en réttur minn til hvíldar rennur út.Ég get ekki ekki séð að flýta þurfi kosningum þótt Vilhjálmur Þorsteinsson og fleiri aflandsfjárfestar hafi barið olíutunnur á Austurvelli.
Það er réttur landslýðs að fá að lifa í sólskini síðustu kosninga svo lengi sem kostur er. Það er nógu langur tími í hremmingum sem kann að bíða eftir að landsmenn hafa kosið þetta lið yfir sig aftur. Það er óþarfi að fara breyta kjördögum framtíðarinnar yfir í óhentugar haustkosningar vegna einskis tilefnis.
Hvað sem stjórnarandstöðunni kann að finnast og hversu margar ræður hún ætlar að flytja um ekki neitt þar til kjörtímabilið er úti, þá er þó stjórnin með 38 þingmenn í meirihluta þangað til.Virðing Alþingis fer ekki neðar en stjórnarandstaðan er búin að koma henni svo bættur sé skaðinn. Einar K. þarf að sýna sína yfirskilvitlegu rósemi aðeins lengur og umbera kjaftæðið.
Hann verðskuldar æðsta fálkakross fyrir þá þrautseigju sem hann hefur sýnt. Hugsa sér þvílík þrekraun það er að hlusta á Sigríði Ingibjörgu, Árna Pál, Lilju Rafney, Guðmund Steingrímsson, Birgittu Jónsdóttur, Robert Marshall, Björtu Ólafsdóttur, Katrínu Jakobsdóttur, Magnús Orra, Katrínu Júlíusdóttur og svo auðvitað Steingrím J. þó hann sé stundum skárstur á að hlýða, svo einhverjir séu nefndir af þrætubókarfólkinu, og láta aldrei sjá á sér leiða eða geispa?
Höldum þetta út og gefum ekki eftir fyrir ríku trymblunum úr aflandsfélögunum á Austurvelli.
Engar haustkosningar.
27.4.2016 | 08:46
Furðupenni
Mogunblaðisins er Árni Matthíasson.
Ég hef lengi reynt að botna í skrifum hans en án árangurs. Þegar hann skrifar um græjur er hann flottur. En þegar hann fer í elítugírinn þá skilur með okkur.
Í dag skrifar hann furðupistil um okkur alla sem eru á öðru máli en hann. Pistillin er svona:(bloggari feitletrar að vild sinni)
"Nú má vel vera, kæri lesandi, að þú sért andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið og líklegt reyndar í ljósi þess að drjúgur meirihluti Íslendinga hefur engan áhuga á að fara þar inn.
Ég geri engan ágreining við þig með það en hitt þykir mér forvitnilegra að fylgjast með því hvernig andúð á því sambandi er að þjappa saman öfgasinnum um álfuna alla og þá aðallega þeirri gerð öfgamanna sem nærist á þjóðernisöfgum og andúð á mannréttindum.
Dæmi um þetta eru legíó, til að mynda í austurhluta álfunnar, en líka í vesturhlutanum ótrúlegt en satt: Þriðjungur Pólverja og Ungverja lítur gyðinga hornauga, en þriðjungur Breta og 70% Ítala (!) hafa illan bifur á múslimum.
Víst hafa öfgahægrimenn (en svo nefnum við rasíska hægrimenn sem berjast fyrir kristnum gildum og gegn fjölmenningu og vilja skerða borgaraleg réttindi) verið áberandi í Ungverjalandi og Póllandi, til að mynda, en þeir eru líka til í Bretlandi og Frakklandi og til að mynda er stærsti flokkur öfgahægrimanna í Evrópu franskur.
Nú hefur það kannski ekki farið framhjá þér að Bretar hyggjast kjósa fljótlega um veru sína í Evrópusambandinu. Sem áhugamanni um stjórnmál víða um heim, og ekki síst í Bretlandi, hefur mér þótt skemmtilegt að fylgjast með umræðu þar í landi um kosti og galla þess að vera í Evrópusambandinu, ekki síst eftir því sem meiri harka færist í leikinn og andófið tekur á sig æ meiri blæ þjóðernishyggju, útlendingaandúðar og rasisma.
Það kemur ekki á óvart í ljósi þess sem ég nefndi að ofan, enda virðast þeir sem mesta óbeit hafa á Evrópusambandinu þar í landi einmitt vera þeir sem eru í minnstu sambandi við umheiminn yfirleitt.
Þetta birtist til að mynda einkar vel í því bandalagi sem berst gegn sambandsaðildinni, svonefndum Vote Leave-samtökum, þar sem furðufuglinn Nigel Farage er innsti koppur í búri með sinn undirfurðulega sjálfstæðisflokk.
Annar furðufugl, Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna og framámaður í baráttunni gegn Evrópusambandsaðild, hneykslaði svo allmarga með afskaplega heimskulegum, og í raun rasískum, ummælum um Bandaríkjaforseta um daginn. Þriðji furðufuglinn, Jean Marie Le Pen, formaður stærsta öfgahægrimannaflokks Frakklands, er svo á leið til Bretlands að taka þátt í baráttunni.
Þvílík þrenning!
Nú vill svo til að fylkingar í Bretlandi eru svo til jafnar, stundum eru þeir sem yfirgefa vilja Evrópusambandið aðeins fleiri, stundum hafa þeir sem vilja vera þar áfram yfirhöndina.
Mér finnst aftur á móti líklegt að eftir því sem þeir Já-menn verða vanstilltari í málflutningi sínum muni fjara undan þeim að sama skapi, enda ólíklegt að þeir sem eru á báðum vilji vera í slíkum félagsskap, eða hver vill stilla sér upp með öðrum eins liðssöfnuði?"
Eru svona krataskrif til áróðurs fyrir Evrópusambandið, svona sleggjudómar um fimmtung Breta sem kjósa Nigel Farage, Boris Johnson og LePen til þess að skemmta lesendum Moggans? Ef ekki skemmta þá til að æsa þá upp.
Allavega tókst honum alveg að ganga fram af mér í hrokafullri hreykni sinni.
Haninn á menningarhaug Moggans galar svo hátt að einhverjir heyra og furðupenninn skráir fullyrðingarnar svo hver geti hirt sitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2016 | 08:27
Trump er að toppa
Karlinn er kominn með 950 kjörmenn af 1237 sem hann þarf til að vinna. Hann fær hugsanlega 150 í dag.
Hér keppist kratastóðið við að kalla þennan mann fífl. Aðallega 101 liðið og góðafólkið sem allt þykist vita.
Hvað veit þetta lið sem Trump veit ekki ?
Hvað vita þeir Bandaríkjamenn sem eru sem óðast að vilja kjósa hann? Hvílíkt steigurlæti er í þessu liði þegar Trump er að toppa?
26.4.2016 | 23:09
Það er árás
í gangi á íslenska menningu, þjóð og gildi.
Ég var að hlusta á Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu halda þessu fram.
Þau Pétur minntust líka á kommúnistann Hugo Chavez sem tókst að eyðileggja efnahag Venezuela. Alveg eins Steingrímur J. Sigfússon setti þjóðina aftur um mörg ár með skattfrekju og afglöpum sínum á fjármálasviðinu.
Þangað kom líka Viðar Gudjohnsen og talaði um þá skipulögðu afsiðun sem væri í gangi á Ísland. Það væri verið að grafa undan virðingu á stjórnkerfi okkar.
Það væri verið að grafa undan möguleikum unga fólksins til að komast yfir hús til að búa í. Þetta væri vegna þess að það væri búið að herða svo skattheimtuna að hún væri komin úr 35 % í yfir 50 % af vergri þjóðarframleiðslu.
Þetta væri Evrópskt vandamál og það væri hvað þó hvað skást hjá okkur þar sem alir hagvísar væru upp. Viðar sagði að það væri regluverkið frá Evrópusambandinu sem væri að gera okkur mesta óskundann sem gerði allt svo dýrt og eyðilegði þannig möguleika unga fólksins til að byrja á eignamyndun. Þetta vil ég taka heilshugar undir. EES samningurinn, og raunar Schengen til viðbótar, er búinn að gera þessari þjóð meiri óskunda en flest annað. Við ættum að losa okkur við hann sem allra fyrst og einhliða ef ekki vill betur. Við þurfum ekkert af honum sem við viljum ekki sjálfir.
Þau ræddu svo um hvort kosningar yrðu í haust Hvort Steingrímur J. Sigfússon klæmi aftur til valda með tilstyrk einhverra annarra. Hvernig hann myndi herða skattheimtuna á öllum sviðum eins og í Venezuela.
Ég viðurkenni að það setur að mér hroll þegar ég hugsa til þess að þetta geti gerst. Að andlegur bróðir Hugo Chavezar í mynd Steingríms J. Sigfússonar komi hér til valda í haust eða síðar.Studdur af þessu andstyggðar regluverki EES sem er orðinn hreinn bölvaldur í íslensku þjóðlífi. EES er búið að stórauka hér skriffinnsku, innflæði hælisleitenda og hverskyns óþjóðalýðs á grundvelli Schengen samningsins.
Lýður sem hér veður uppi með leiðindi, ofbeldi og glæpaverk sem ríkisfjölmiðlarnir reyna eftir megni að þagga niður umræður um.
Þessi lýður tröllríður heilbrigðiskerfinu þar sem Íslendingar komast ekki að á slysó vegna mállausra útlendinga með fjóra túlka hver. Íslendingur á Höfn getur ekki fengið að tala við lækninn í næsta húsi nema að panta viðtal við hann í gegn um Hvolsvöll. Læknarnir á heilsugæslunni vinna aukavinnu á Læknavaktinni þar sem maður getur hitt þá nema að þar mega þeir ekki skrifa tilvísun til sérfræðings. Til þess verður þú að hitta þá á heilsugæslunni.
Ég tek undir með Arnþrúði. Það er árás í gangi í allt sem íslenskt er. Þetta er magnað upp af fámennri fantískri kratískri menningarelítu sem allt þykist vita og skilja umfram alla aðra. 101 Reykjavík öðru nafni.Holdgerfð í góða fólkinu.Sérstakur fulltrúi er Árni Matthíasson a Morgunblaðinu. Reynið að lesa bullgrein hans á Moganum í á míðopnu í dag 27.apríl.
Þessi moldvörpustarfsemi er langt til komin með að eyðileggja það góða þjóðfélag sem við áður höfðum hér. Það er kominn tími til að segja þessari niðurrifsstarfsemi stríð á hendur og endurreisa okkar samfélag með því að minnka misrétti og yfirgang pólitíska peningaveldisins og lífeyrissjóðakerfisins eins og við erum búin að horfa upp á síðustu vikur. Stinga út fjósið eins og Jón Sigurðsson sagði að Framsóknarflokkurinn þyrfti að gera.
Hrindum árásinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.4.2016 kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2016 | 13:47
Já miklir menn erum vér
Hrólfur minn.
Það var þá framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Hrólfur Ölvisson sem þótti vænlegastur til að stjórna BM Vallá, Sementsverksmiðjunni, Björgun og Jarðborunum þegar dauðalistanum sleppti.Fjölþætt snilli og tækniþekking er mikill kostur þegar kemur að fyrirtækjarekstri. Auk þess að vera sáttasemjari í Framsóknarflokknum sem Höskuldur Þórhallsson myndi þekkja manna best.
Er ekki annars merkilegt hversu margir af helstu viðskiptajöfrum landsmanna tengjast þessum virðulega stjórnmálaflokki margra helstu ráðherra okkar í áratugi?
"Öl ber mér því Ölvi, öl gerir nú fölvan..."orti Skallegrimsen.
Já miklir menn erum vér Hrólfur minn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2016 | 08:50
Varð einhver hissa?
þegar nöfn ýmissa stórlaxa tengdum stjórnmálasviðinu birtust í Panamaskjölunum?
Höfðu ekki margir fyrir löngu myndað sér þá prívatskoðun á þessum mönnum að þeir hefðu bara verið harðsoðnir eiginhagsmunaplógar sem hefðu fyrst og fremst notfært sér pólitíkina í eiginhagsmunaþágu fremur en hugsjónalega?
Þó þeir væru hættir í pólitík þá væru þeir enn með flokkstimpilinn á enninu?
Varð nokkur í rauninni hissa?
25.4.2016 | 08:34
Flugumferðarstjórar
eru merkilegt fyrirbrigði.
Ég veit ekki betur en að vinnuveitandi þeirra, íslenska ríkið(finnst einhverjum þetta vera honum sjálfum skylt eða í eigu einhverra annarra?) sjái um menntun þeirra alfarið og greiði þeim kaup á meðan. Síðan er íslenska ríkið eini vinnuveitandi þeirra og semur við þá um kaup og kjör.
Nema að svo mynduðu útskrifaðir stjórar með sér stéttarfélag. Allt í einu eru þeir konir með völd til að ákveða hversu marga megi mennta til starfa og hverja. Einhverja gæti grunað að þessi fjöldi sé ákveðinn með tilliti til þess hversu mikla yfirvinnu félagið telji hæfilega fyrir hvern félagsmann.
Þetta hefur svo gengið með áhrifamiklum verkföllum þannig að flugumferðarstjórar eru með hæst launuðu starfsmönnum ríkisins.
Eitthvað svona kerfi var við lýði í Bandaríkjunum á sínum tíma. Félagið hét Patco. Þegar þeir höfðu gengið fram af Reagan forseta í heimtufrekju rak hann alla félagsmennina og lagði blátt bann við því að nokkur þeirra fengi aftur starf hjá alríkinu. Hann setti herinn til bráðabirgða inn og hraðsauð svo nýtt fólk til starfa.
Hérna virðist þessi söfnuður eiga allskostar við íslenska ríkið. Þeir stjórna ríkinu hvað flugumferðarstjórn áhrærir. Ef Humpfreyarnir vilja ekki makka þá gera þeir skrúfu og hrella almenning og fyrirtæki í flugrekstri sem æpa og skrækja þangað til gengið er að kröfum þeirra.
Er einhver munur á þessu og starfsemi skipulagðra bófaflokka? Jú, þetta er kallað stéttarfélag með heilagan samningsrétt. Enginn virðist vita hvaðan það kemur, fyrir hvern það vinnur og á hvaða forsendum. Það er engan hægt að reka, það er engan hægt að ráða nema þá sjálfa.
Þetta er bara Ísland í dag. Flugumferðarstjórar eru ósnertanlegir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko