Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Þorvaldarspekin enn

þanin á síðum Fréttablaðsins.

 

Þar segir Þorvaldur í dag rétt eina ferðina enn:

 

"Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2012 lýstu 83% kjósenda stuðningi við auðlindir í þjóðareigu. Áratugum saman hafa skoðanakannanir leitt til svipaðrar niðurstöðu. Vilji þjóðarinnar blasir við"

 

Á kosningavef Innanríkisráðuneytið stendur eftirfarandi:

"

Niðurstaða talningar við þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012.

Talningu atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 20. október sl. um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd lauk kl. 22.40 hinn 21. október. Samkvæmt skýrslum yfirkjörstjórna voru 236.903 kjósendur á kjörskrá og greiddu 115.980 manns atkvæði.

Atkvæði féllu þannig um spurningar 1-6:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?


Já,
ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá

Atkvæði        hlutföll
73.408          64,2 %

Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá

Atkvæði        hlutföll
36.252            31,7 %

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Atkvæði                       Hlutföll
       84.633             74,0 %
Nei
     17.441              15,2 % 

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi

Atkvæði                        Hlutföll
        58.354             51,1 %
Nei
      43.861              38,3 % 

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er ?          

Atkvæði                        Hlutföll
        78.356             68,5 %
Nei
      21.623             18,9 % 

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt ?

Atkvæði                        Hlutföll
        66.554             58,2 %
Nei
      33.536             29,3 % 

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu ?

Atkvæði                        Hlutföll
        72.523             63,4 %
Nei
      26.402              23,1 %

Ógild atkvæði voru 1.493, þar af 661 auður seðill en 832 atkvæði voru ógilt af öðrum ástæðum.

Landskjörstjórn hafa enn fremur borist eftirrit af gerðarbókum yfirkjörstjórna. Landskjörstjórn hefur ákveðið að hún komi saman kl. 12.00, mánudaginn 29. október nk. til þess að lýsa úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Heimilt er að kæra ólögmæti atkvæðagreiðslunnar til landskjörstjórnar og skulu slíkar kærur sendar landskjörstjórn eigi síðar en tveimur dögum áður en fundur landskjörstjórnar verður haldinn. Að þeim fundi loknum tilkynnir landskjörstjórn innanríkisráðuneytinu um niðurstöður sínar. Ráðuneytið auglýsir að því loknu úrslit atkvæðagreiðslunnar í Lögbirtingablaði og Ríkisútvarpi.

Landskjörstjórn, 23. október 2012."

Atkvæðin sem stjórnarskrá Þorvaldar fékk eru 73.408 en 36.252 voru á móti.

Af þeim sem voru á kjörskrá 236.903 eru já menn 78.356 eða tæp 31 % af öllum kjósendum með þessu en 15.3% af öllum kjósendum eru á móti.

Þetta túlkar Þorvaldur sem 83% þjóðareiningu um sitt nýja frumvarp til stjórnarskrár, sem á að leysa þá gömlu af sem fékk yfir 90% þjóðaratkvæða þegar lýðveldið var stofnað.

Ekki fær Mogginn háa einkunn hjá prófessornum:

"Útvegsfyrirtæki sem þekkja ekki annað en margra áratuga ríkisframfæri í gegnum kvótakerfið ausa fé í stjórnmálamenn og flokka, einkum núverandi ríkisstjórnarflokka svo sem fram kemur nú orðið í skýrslum Ríkisendurskoðunar, og halda úti siðvilltum dagblaðssnepli í þokkabót."

Efnhagsstjórn Íslendinga er í engu frábrugðin arfastjórn Chavezar í Venezuela sem selur bensínið á túkall. 

Það er líklega engin leið að setja tappa í doktor Þorvald meðan hann fær reglulega borgað hjá arftökum Baugsveldisins á hverjum fimmtudegi fyrir að endurtaka rangfærslurnar nógu oft eða þangað til þær verða að sannleika að hætti doktors Jósefs.

Næsta fimmtudag mun Þorvaldur hugsanlega skrifa góða og fræðilega grein í Samfylkingarblaðið. Svo kemur líklega stjórnarskráin aftur. 

Er virkilega ekki komið gott af þessari Þorvaldarspeki?

 

 


Bréf til nafna

hans Halldórs Egils Guðnasonar sem er sjómaður í suðurhöfum á íslenskum togara held ég. Hann skrifar mér oft skemmtileg bréf að sunnan. Í dag barst talið að Tesla og vindmyllum. Ég svaraði honum með þessu bréfkorni:

"

Netop Nafni

það er gaman að heyra þig tala um þetta áhugasvið mitt. Ég var við að setja upp vindmyllurnar í Þykkvabæ. Nú er Steingrímur Erlingsson sem á þær að kaupa lönd þarna og vill fá a reisa 15 stykki alvöru vindmyllur, 50 megawött.

Þá er hinsvegar svo flókið að finna út hvort einhverjar kellingar séu á móti þessu því þeim finnist vindmyllur ljótari en háspennuturnar sem eru út um allt á þessu svæði.Rautt blikkljós og eitthvað sem snýst í vindi skiptir orðið einhverju höfuðmáli.

Það á að rannsaka hvort fuglar hugsanlega drepist á þessum vindmyllum og kaupa einhverja sérfræðinga að norðan  til þess fyrir milljónatugi til að reikna út líkindi á því? Þeir hefðu getað spurt mig eða Steingrím hversu margir fuglar hefðu drepist á þeim bráðum tveimur árum sem fyrstu tvær vindmyllurnar hafa snúist upp á hvern dag, í náttmyrkri sem sólskini.

Ekki einn einasti,

Er það einskis virði í svona mati á umhverfisáhrifum? Af hverju þarf að kaupa einhverja hægrabrjóstssérfræðinga til þess að komast að þessu eða hinu? Hvort gróðurskilyrði batni eða versni við vindmyllur? Það er vitað frá USA að þau stórbatna. Af hverju skyldu þau ekki gera það í Þykkvabæ eða á Skeiðum?

Núna verpir lóa beint fyrir neðan skurðpunkt snúningsplans spaðans á annarri myllunni.Er hún búin að uppgötva að mávurinn á erfiðara með að komast að eggjunum og ungunum þegar myllan hvæsir á hann? Sauðféð leggst í skuggann af myllunni í hita og flytur sig eftir sólinni. Þarf að kaupa sérfræðinga frá RALA til að rannsaka samlíf kinda og vinmylla og áhrif vindmyllu á sálarlíf sauðkinda?. Má ekki horfa á það þarna ókeypis?

Sama með hesta og beljur, álftir og gæsir sem bíta gras og rífa kartöflur upp undir myllunum. Pétur skipulagsfulltrúi á Laugarvatni telur alveg frágangssök að reisa vindmyllur í sínu umdæmi fyrr en allar svona rannsóknir hafa verið gerðar. Og Kristófer sveitarstjóri tekur undir með allri sveitarstjórninni. Allt gera þessir menn nema að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu. Er það mottó þessara manna að vera bara á móti?

Við erum með nýja borholu á Bergstöðum þarna í umdæmi þeirra. Við viljum setja upp gróðurhús með afgangsvatninu sem er kássa af og rennur ónotað í Tungufljót. Kannski hitar það Tungufljót upp svo að lax geti þrifist í ánni sem er og hefur verið of köld fyrir hann í gegn um aldirnar því annars hefði lax alltaf veiðst í Tungufljóti. Núna er hægt að stunda hafbeit í Tungufljóti og veiða eins árs lax í hlutfalli við seiðasleppinguna. Engin seiði engin veiði. nema að laxinn drap gömlu bleikjuna sem þar var fyrir.

Við erum búnir að sækja um til Péturs á laugarvatni um að setja um vindmyllu við holuna til að lýsa gróðurhúsin. Nei, ekki virtir viðlits. Þeir eiga eftir að búa til samræmda vindmyllustefnu fyrir landið skilst mér. Tekur mörg ár segir hann eftir að þeir sendu marga menn á kostnað skattgreiðendanna þarna til að horfa á vindmyllur í Bretlandi. Heimkomnir var það eitt vitað að það væri eðlilegt að sveitarstjórnir tækju sér mörg ár í að afgreiða svona umsóknir.

Þetta er ekki grín heldur sannleikur um vitleysuna sem viðgengst á þessu landi nafni minn.

Ég er búinn að sjá nýja Tesla batteríið og ætlaði sannarlega að kaupa mér eitt slíkt í bústaðinn minn og fá rafmagn úr vindmyllunni og borga henni þessi á annað hundrað þúsunda sem rafmagnsreikningurinn er núna bara hjá mér. Nei, Pétri á Laugarvatni og hans liði finnst ekki liggja á neinu slíku fyrir Ísland.

Ég bið að heilsa mörgæsunum þarna suðurfrá. Spurðu þær hvað þeim finnist um vindmyllur. Ég er viss um að þú færð skýrari svör en fást hjá yfirvöldum á Íslandi og sérstaklega í Bláskógabyggð og  Árnessýslu ef þú vilt setja upp vindmyllur og Tesla batterí til að nýta auðlindir landsins þíns.

 Nema í Rangárþingi Ytra, þeir studdu vindmyllurnar með ráðum og dáð á sínum tíma. Án þeirra velvilja hefðu myllurnar aldrei risið í Þykkvabæ. Og mér heyrast þeir jákvæðir ennþá þó kerfið sé þungt í vöfum. En Þykkvibær er líka á Íslandi og bara svona 50 kílómetra frá Skeiðunum.  Enda voru það bændur úr Ánessýslu og af Skeiðunum sem riðu til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla Símanum. Það hljóta að vera afkomendur þeirra sem þar búa núna.

Á Skeiðunum  á Steingrímur Erlingsson stórt land sem hann keypti í Vorsabæ. Þar ætlaði hann að reisa myllurnar sínar þegar fyrrnefnd yfirvöld komu í veg fyrir það. Þá komu þeir í sveitarstjórn RY til bjargar, þau Drífa Hjartardóttir, Ágúst sveitarstjóri og Haraldur Birgir skipulagsstjóri  og myllurnar risu. Hugsaðu þér nafni, þú kaupir land fyrir milljónatugi þar sem þú ætlar að gerast orkubóndi. Einhverjir sérvitringar og sumarbústaðafólk í nágrenninu geta stöðvað þinn búskap á eigin landi. bara af því að þeim finnast vindmyllur ljótar.

Þeim er öllum svo gersamlega sama, það snertir þá ekki þó að þú tapir skyrtunni á þessu. Furðulegt fólk sem býr á þessu landi sem er þó greinilega mismundandi eftir héröðum. Kannski hefur þetta eitthvað með blóðkornalögunina að gera. En Uni danski kom frá Skáni þar sem blóðkornalögun er sérstök og merkur vísindamaður hérlendur uppgötvaði fyrir tilviljun að einkennir Framóknarmenn á Íslandi.

Bestu kveðjur til þín nafni og vel þér veiði eins og Stjáni blái fékk frá Drottni sjálfum.


AfKára

skapur er þetta í honum Kára klára að skrifa svona skít um hann Sigmund okkar Davíð. Það bjargar talsverðu að fáir lesa þetta í Fréttablaðinu. En þar sem ég ber endalausa virðingu fyrir honum Kára Stefánssyni  þá get ég ekki sagt neitt sem hæfir í raun svona skrifi og verð því að reyna a vera málefnalegur.

Kári skrifar  svona og ég feitletra:

" Það var merkilegur kapítuli í kvöldfréttum sjónvarps á laugardaginn var sem sýndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson á vorþingi Framsóknarflokksins. Hann sást ganga í salinn og grípa upp nokkara viðstadda eins og karakter úr bíómyndinni The Invasion of the Bodysnatchers (Innrás líkamshrifsaranna) og faðma þá. Ef viðstaddir hefðu ekki verið mannskepnur heldur af annarri dýrategund er ég hræddur um að þetta athæfi fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið í bága við dýraverndunarlög og talist refsivert.

Síðan sté hann í pontu og sagði ýmislegt skynsamlegt en hélt því líka fram að það hefði ekki verið honum að kenna heldur einhverjum öðrum þegar hann laug fyrir framan myndavélar sænska sjónvarpsins um aðkomu sína að Wintris, aflandsfélaginu fræga. Hann þvoði sem sagt hendur sínar algjörlega af ábyrgð á því sem hann hafði sagt og gaf það beinlínis í skyn að einhver hefði talað í gegnum hann.

Þetta minnti mig óþægilega á atburð úr lífi fjöskyldu minnar sem átti sér stað fyrir þrjátíu árum. Hún Sólveig dóttir mín var þá tveggja ára, ótrúlega dugleg stelpa sem hafði farið að ganga 9 mánaða og hætt að nota bleyjur 15 mánaða. Móðir hennar hafði farið í verslunarleiðangur og mitt hlutskipti var að annast hana og níu ára systur hennar, Svanhildi. Mér varð það á sem oft áður (og síðar) að gefa þeim of mikið sælgæti og það endaði á því að fara illa í magann á Sólveigu og hún kúkaði í buxurnar. Þegar móðir hennar kom heim spurði hún Sólveigu: „Er það satt sem pabbi segir að þú hafir kúkað í buxurnar?“ Svarið var: „Nei, það var Svanhildur.“ „Hvað áttu við,“ spurði móðirin, „kúkaði Svanhildur í buxurnar þínar?“ „Já“, svaraði Sólveig. Þetta er svolítið fyndið og jafnvel sætt út úr munni tveggja ára barns en eitthvað allt annað þegar það heyrist frá fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins.

Það vill meira að segja svo til að upptakan af Sigmundi Davíð, forsætisráðherra Íslands, þar sem hann sat aulalegur fyrir framan myndavélina og tafsaði og laug, barst um allan heim og varð til þess að grínistar í sjónvarpi og útvarpi, frá Íslandi til Ástralíu, hæddust að honum og landi og þjóð. Það má því leiða að því rök að Sigmundur Davíð hafi ekki bara gert í eigin buxur heldur buxurnar heillar þjóðar. Þetta er að vísu bara saga sem við verðum að búa við þótt það sé ljóst að í henni hafi íslensk menning ekki risið sérstaklega hátt.

Hitt er hins vegar ógnvekjandi að Sigmundur Davíð gengur nú um eins og grenjandi ljón við að reyna að sannfæra framsóknarmenn um að kjósa sig aftur sem formann. Og það lítur út fyrir að honum gæti tekist það. Það yrði þjóðinni til ævarandi skammar að maðurinn sem heimsbyggðin lítur á sem ljúgandi aula yrði kosinn í forystusveit íslenskra stjórnmála.

Það verður að koma í veg fyrir það. Framsókn skuldar þjóðinni að verja hana gegn Sigmundi Davíð. Hann er hennar Frankenstein. Framsóknarflokkurinn hefur unnið með þjóðinni á farsælan hátt í eitt hundrað ár og því ekki við öðru að búast en að hann sjái um þetta. Ef hann gerir það ekki ber okkur skylda til þess að kjósa þennan XBé-vítans flokk út af kortinu."

Kári minn klári. Getur ekki verið að Sigmundur auminginn hafi bara tafsað þetta í einskærri vitleysu. Var ekki kallinn bara í sjokki og þar með viti sínu fjær. Á að hánka menn á því? einu sinni sagði Reagan rétt fyrir útsendingu að sprengjuárás á Sovétríkin hæfist innan fimm mínútna. Nema það að þetta fór út. Hvað hefði skeð ef Sovét hefði verið að hlusta?

Er Reagan að öllu ómerkur eftir að hafa sagt svona hluti? Er Sigmundur Davíð óalandi og óferjandi eftir að hafa látið klumsa sig svona? Hvað er maðurinn ekki búinn að gera fyrir þjóðina? Stóð í lappirnar í Icesave? Lagaði stöðuna fyrir heimilin á ótrúlegan hátt? Sagðist hann ekki myndi ná milljörðum af þrotabúunum? Hefur hann ekki staðið við sín loforð? Þó að að við Sjálfstæðismenn höfum hjálpað honum þá er hann formaðurinn á skútunni?

Hefur þú alltaf staðið við öll þin loforð Kári minn klári? Aldrei sagt neina vitleysu?

 

Hvernig yrði þér við ef þér væri stillt í sjónvarpi upp til að tala um uppfundningar þínar á vísindasviðinu fyrir framan kommamaskínurnar frá RÚV en svo birtist einhver indriði utan úr bæ og færi að spyrja þig út í einhver hlutabréf, hannesa, panama og tortólur?  Gæti ekki komið fyrir að þú færir að tafsa? Nema að þú hefðir kannski bara staðið upp og lúðrað spyrilinn og klárað málið. Hefði Simmi gert það í stað þess að blaðra vitleysu þá hefði hann orðið heimsfrægur og framsókn fengið fjörtíuprósent. Ekki satt?

Passaðu þínar eigin buxur Kári minn klári, við búumst við meiru af þér en svona AfKáraskrif í Samfylkingarblaðið.


"Hversvegna Davíð?"

spyr hann sundfélagi minn og vinur  hann Rúnar flugstjóri Guðbjartsson í Mogganum í dag. Þar sem fáir stuðningsmenn Guðna lesa líklega Moggann, þá er ástæða til að rifja þessi skrif upp.

Hann kemur vel orðum að sínum rökstuðningi flugstjórinn þegar hann segir:

"Með því að virkja 26. gr. stjórnarskrárinnar hefur Ólafur Ragnar Grímsson forseti gert forsetaembættið pólitískt. Ég var í byrjun ekki sáttur við breytinguna en með frammistöðu forsetans í bankahruninu hef ég breytti skoðun minni á eðli forsetaembættisins.

Í dag er ég sáttur við breytingar Ólafs Ragnars og okkur er nauðsyn að hafa þennan öryggisventil til staðar þegar annað fjármálahrun eða önnur vá kemur upp. Ég tel að þeir sem skrifuðu stjórnarskrána okkar 1944 hafi einmitt haft þennan öryggisventil í huga. Líklega hugsað til Bandaríkjanna, sem á þeim tíma voru áhrifamesta og sterkasta þjóð heimsins með valdamikinn og þjóðkjörinn forseta.

Ég tel ekki þurfa að setja inn ákvæði í stjórnarskrána um einhvern fjölda áskorenda til að forsetinn megi vísa umdeildum málum til þjóðarinnar, það myndi aðeins flækja málið. Það að forsetinn þurfi að sækja umboð sitt til þjóðarinnar á fjögurra ára fresti er okkur nóg.

Með þessa túlkun í huga gefur það auga leið að forsetaframbjóðendur þurfa helst að vera reyndir stjórnmálamenn. Ég óttast ekki að það finnist ekki hæfir menn í öllum stjórnmálaflokkum sem gætu tekið að sér embættið. En þeir þurfa að hafa reynslu, það er ekki hægt að lesa um og læra reynslu – þú verður að upplifa hana. Við skulum taka flugið sem dæmi en þar þekki ég til. Frá fyrsta degi er gert að halda til bókar verklegri reynslu, það er að halda bókahald um hverja einustu mínútu sem viðkomandi er að stjórna flugvél. Til að geta flogið er ekki nóg að hafa lært allt um flug, flugvélar, flugsöguna og allar aðstæður sem geta komið upp í einni flugferð, þú verður að hafa upplifað þær, það er reynsla. Þetta á í raun við hvaða starf sem er.

Umræðan eftir bankahrunið hefur einkennst af fullyrðingum um að ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar, sem stóðu vaktina, hafi brugðist, að hún hefði getað á einhvern óútskýrðan hátt getað komið í veg fyrir bankahrunið hér uppi á litla Íslandi. Þrátt fyrir að bankahrunið hafi átt upptök sín í Bandaríkjunum og geisað um allan heim með hrikalegum afleiðingum fyrir margar þjóðir. Við getum þá eins sagt að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími Sigfússyni að kenna, jú, þau stóðu vaktina þegar gosið hófst.

Sannleikurinn er sá að ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar stóð sannarlega vaktina og með öflugum stuðningi Seðlabanka Íslands undir forustu Davíðs Oddssonar var gripið til aðgerða sem komu okkur í skjól og lögðu grunninn að endurreisn landsins. Í umræðunni kemur oft fram að stjórnmálamenn eigi ekki og geti ekki verið forsetar þar sem þeir myndu alltaf draga taum síns stjórnmálaflokks.

En hver er reynsla okkar? Ólafur Ragnar, sem ég tel frekar vinstrisinnaðan, hefur þrisvar beitt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Einu sinni á hægri stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar en tvisvar á vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar.

Kæri lesandi, ég kýs Davíð vegna þess að hann er að mínum dómi fremstur meðal jafninga hjá frambjóðendum í þessum forsetakosningum vegna stjórnmálareynslu sinnar sem er algert lykilatriði fyrir næsta forseta sem tekur við af Ólafi Ragnari Grímssyni.

Ég hvet alla til að fara inn á vef Alþingis og fletta upp Davíð Oddssyni og lesa æviágrip hans, sem er stórkostleg lesning. Þið sem eruð komin á efri ár og eruð ekki tölvuvædd fáið barnabörnin ykkar til að aðstoða ykkur."

Nú er það svo að ég sjálfur  þori helst ekki að lýsa stuðningi við nokkurn Forsetaframbjóðanda því það er eins og þeir kallar sem ég veðja á steinliggi alltaf rotaðir í fyrstu lotu. Ég viðurkenni að ég deili þessum skoðunum Rúnars nokkuð svo innra með mér og finnst honum mælast vel.

Það er hinsvegar áhyggjuefni hversu Mogganum er illa aftur farið eftir að Davíð fór í fríið. Eina leiðin til að endurreisa það er víst að Davíð tapi svo hann fari að skrifa aftur.

Svo hvað get ég sagt upphátt án þess að framboðið hans Davíðs skaðist?

 í framhaldi af þessu tali um eitthvað beint lýðræði sem eigi að framkvæmast með því að jafnvel undirdeildir í Samfylkingu eða VG  geti safnað undirskriftum sem neyða Forsetann til að vísa máli til þjóðaratkvæðis þá tel ég það vondan kost. Þessi fjöldi þarf að vera miklu stærri þannig að engin einn flokkur geti hlaupið til og sett allt í uppnám.

Fulltrúalýðræðið hefur alls staðar sannað sig að vera best þó að söfnuðurinn á Útvarpi Sögu og hann Pétur Gunnlaugsson, svo ágætur sem mér finnst hann nú farinn að vera,  sé á öðru máli. Ég sé ekki að okkur vanti neina  nýja stjórnarskrá til þess að skora á Forsetann að vísa mál til þjóðarinnar. Það er búið að sanna það og sífelldar þjóðaratkvæðagreiðslur eyðileggja þær sjálfar fyrst. Við höfum Alþingi sem okkar vettvang.

Og hann Davíð þekkir Alþingi út og inn betur en margir.


Tesla

er einskonar "personal relocator" eða flutningstæki sem er ætlað til þess að flytja egóið þitt á milli hnita á jarðkúlunni. Flest svona tæki kallast bílar. Tesla er eitthvað í þá átt og eins í laginu en svo gersamlega bí bí langt inn í framtíðinni í dag að maður er bara forngripur.

Vinur minn tók mig með í spinn á þessu 700 hestafla fjórhjóladrifna trölli sem er takkalaus stafræn tölva sem ég skil ekki af hverju Árni Matt er ekki búinn að skrifa um í Mogganum.

Þetta tæki ferðast sjálft  eftir miðlínum línum og vegköntum, sér alla bíla í kringum sig og víkur sér undan ef þeir ætla að keyra á þig, lendir aldrei aftan á bílum, bremsar betur en nokkuð annað og enginn fer fram úr því ef því er að skipta. Notar hreyfiorkuna til að hlaða batteríin þegar það bremsar.

Fyrir utan þetta er þetta bráðfallegur bíll. Hann er í beinu sambandi við fæðingarstað sinn í Kaliforníu og fær fídusa senda yfir netið. Þegar Elon Musk og hans lið eru búnir að finna þá upp eru þeir komnir í þinn bíl daginn eftir og virka. Einn daginn fór þessi ársgamli bíll að keyra sjálfur upp úr þurru því það var búið að finna appið upp. Ef þú keyrir á hringja þeir  strax í bílinn til að spyrja hvort þeir geti aðstoðað.

Ef þú kemst ekki bílinn vegna þrengsla þá bara læturðu hann bakka út með fjarstýringu. Þú stoppar fyrir framan bílskúrinn og hann sér um að opna hurðina og fara inn og loka á eftir sér. Þú sérð allt umhverfið í sjónvarpsskjáum. Hann man þegar hann kemur á svæði þar sem þú hafðir kosið að hækka hann upp vegna ófærðar og hækkar sig upp til öryggis. Ég veit ekki helminginn af því sem hann getur.

Á leynistað er svona 200 metra malbikaður vegur með engum gatnamótum. Ertu tilbúinn spurðu vinurinn. Já sagði ég án þess að vera það og kýldist umsvifalaust kirfilega án hreyfigetu í sætið og hauspúðann á næstu þremur sekúndunum þegar bremsað var úr hundrað niður í núll á minna en hundrað metrum.  

Það tekur klukkutíma að hlaða inn hverja hundrað kílómetra í drægi að 430 kílómetrum. Húddið er tómt og skottið líka. Þú ert bara orðlaus. 

Tesla er ekki bara bíll, þetta er uppplifun, tækniundur.

Framtíðin er komin hingað og heitir Tesla.


Hvert leiða lífeyrissjóðirnir?

hið íslenska samfélag?

Nú eiga 15 % af allri launaveltu samfélagsins að renna til lífeyrissjóðanna. Enginn virðist velta öðru fyrir sér en að þetta bara bæti hag ellimanna. En er það svo?

Styrmir Gunnarsson veltir upp annarri hlið peningsins sem einhverjir hafa hugsanlega hugleitt en lítt komið orðum að eða athygli fangað.Það er sem betur fer stundum hlustað á Styrmi og vona ég að enn sé svo:

Greinin er svohljóðandi fyrir þá sem aldrei lesa Mogga og leyfi ég mér að feitletra að mínum smekk:

"Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, gerði sér áreiðanlega ekki hugmyndir um að hann kæmist svo langt sem raun ber vitni, þegar hann ákvað að gefa kost á sér sem forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum. Hann hafði annað markmið með framboði sínu í upphafi, þ.e. að sveigja Hillary Clinton og demókrata almennt nær þeirri stefnu í þjóðfélagsmálum sem hann sjálfur berst fyrir. Og hann hefur náð árangri.

Ganga má út frá því sem vísu að sumir þeirra sem hafa boðið sig fram til embættis forseta Íslands hafi gert sér glögga grein fyrir að möguleikar þeirra væru takmarkaðir en að þeir hafi séð tækifæri með forsetaframboði til að koma ákveðnum málum á dagskrá þjóðfélagsumræðna. Þannig er vel hugsanlegt að Andri Snær Magnason hafi litið á forsetaframboð sem aðferð til að koma áherzlumálum sínum á framfæri, svo sem umhverfisvernd og verndun íslenzkrar tungu, sem hugsanlega gæti nýtzt honum síðar í annars konar afskiptum af þjóðmálum.

Augljóst er að Davíð Oddsson stefnir að því að ná kjöri sem forseti Íslands en úr ýmsum áttum heyrist það sjónarmið að hann hafi viljað fá tækifæri til að tala beint og milliliðalaust við þjóðina um hrunið og sína aðkomu að því í ljósi þeirrar þungu gagnrýni sem hann hefur legið undir í þeim efnum. Hann er byrjaður á því m.a. í athyglisverðri seríu myndbanda.

Sturlu Jónssyni vörubílstjóra hefur áreiðanlega verið ljóst að möguleikar hans til að ná kjöri væru litlir en smátt og smátt er að koma í ljós að framboð hans hefur annan tilgang en þann sem snýr að Bessastöðum. Hann hefur boðskap fram að færa, sem hann hefur unnið að af dugnaði, þrautseigju og ótrúlegu úthaldi (enda af Deildartunguætt!) sem lýsa má með þremur orðum:

Munið eftir smælingjunum.

Í gær og í dag stendur landsfundur Samfylkingarinnar. Hvers vegna er sá landsfundur nefndur til sögunnar í sambandi við framboð Sturlu Jónssonar?

Vegna þess að með framboði sínu er Sturla að minna þjóðina á að þeir þjóðfélagshópar eru enn til sem verkalýðshreyfingin var stofnuð til að berjast fyrir, og stjórnmálahreyfingar jafnaðarmanna urðu til í því skyni að verða pólitískir málsvarar þeirra hópa. Framboð hans lýsir í hnotskurn vanda Samfylkingarinnar og reyndar jafnaðarmannaflokka víða í Evrópu: Þessir flokkar hafa misst tengslin við uppruna sinn og rætur.

Þeir hafa gleymt því að þessir þjóðfélagshópar eru enn til og þeir hafa misst tengslin við verkalýðshreyfinguna, eins og Árni Páll Árnason hefur staðfest. Þeir hafa í þess stað orðið einhvers konar tæki menntaðrar pólitískrar yfirstéttar, sem hefur yfirtekið þá. Árni Páll Árnason gerði tilraun til þess í vetur að efna til umræðna á vettvangi flokks síns um þennan dýpri vanda hans en fann ekki hljómgrunn. Það er hins vegar ljóst að formannsskipti í Samfylkingunni skipta engu máli ef flokkurinn neitar að horfast í augu við og ræða sín eigin innri vandamál.

En rétt og skylt er að ítreka að Samfylkingin er ekki eini jafnaðarmannaflokkurinn í Evrópu sem stendur frammi fyrir slíkum vanda. Það á við um þá fleiri og nú síðast eru vísbendingar um að jafnaðarmenn í Þýzkalandi sigli inn í svipaða stöðu. Uppgangur flokka yzt til hægri og vinstri í Evrópu byggist m.a. á því að þeir þjóðfélagshópar sem Sturla Jónsson er að berjast fyrir leita skjóls hjá flokkum eins og Þjóðfylkingu Marine Le Pen í Frakklandi, Danska þjóðarflokknum eða Valkosti fyrir Þýzkaland. Háskólaelítunni í Samfylkingunni virðist um megn að skilja þetta, sem getur auðveldlega orðið til þess að sá flokkur þurrkist út í haust.

Verkalýðshreyfingin hér á Íslandi er líka í þeirri hættu að týna sjálfri sér. Hún er nú orðin mesti áhrifaaðilinn í stjórn og rekstri nokkurra stærstu fyrirtækja á Íslandi. Það hefur gerzt með þeim hætti að lífeyrissjóðirnir hafa tekið við því hlutverki nafnkunnra viðskiptajöfra fyrir hrun að verða svonefndir „kjölfestufjárfestar“ í helztu fyrirtækjum.

Hjá lífeyrissjóðunum er í gildi það afkáralega og úrelta fyrirbæri að stjórnir þeirra eru skipaðar af stjórnum við- komandi launþegafélaga og atvinnurekenda. Stjórnir lífeyrissjóðanna tilnefna svo fulltrúa í stjórnir þeirra fyrirtækja, sem lífeyrissjóðirnir eiga ráðandi hluti í. Þar hefur verkalýðshreyfingin áhrif til jafns við atvinnurekendur.

Þetta þýðir að þegar verkalýðsforingjar býsnast yfir launakjörum og fríðindum stjórnenda stórra fyrirtækja eru þeir að tala við sjálfa sig. Þeir eru í stöðu til að snúa þeirri þróun við. Og þeir eru í stöðu til að hafa áhrif á launastefnu fyrirtækjanna gagnvart starfsmönnum sínum. Þeir sitja með öðrum orðum beggja vegna borðs.

Og vegna þess að verkalýðsfélögin eru þar með orðin hluti af fjármálaveldinu í landinu hafa þau gleymt því að þjóðfélagshóparnir sem Sturla Jónsson höfðar til eru enn til.

Forystumenn jafnaðarmannaflokkanna á Íslandi og verkalýðshreyfingarinnar ættu að íhuga að setjast niður með forsetaframbjóðandanum og kanna hvort hann getur hjálpað þeim við að finna sjálfa sig. Raunar má spyrja hvort það gæti hugsanlega hleypt nýju lífi í Samfylkinguna að skipa Sturlu til sætis í fremstu röð frambjóðenda flokksins í næstu þingkosningum. Þessari hugmynd er varpað hér fram landsfundi Samfylkingarinnar, sem lýkur í dag til umhugsunar."

Þjóðfélag okkar Íslendinga stefnir til einhverskonar lífeyrissjóðakapítalisma. Helst svipað því og þjóðfélagsmódel olíuríku arabaríkjanna er. Óhemju auður og allt lífsblóð þjóðarinnar streymir þar í fjárhirslur konungsættarinnar. Hún ráðstafar því að eign smekk og geðþótta og virðist þá hagur smælingjanna vera lítils metin í samanburði við skíðabrekkur á lúxushótelum kóngafjölskyldunnar.Styrmir lýsir hliðstæðum áhrifum á Íslandi svo vel að þar er engu við að bæta.

 

Jafnvel Sjálfstæðismenn afgreiða þessa þróun sem hliðaráhrif gjaldeyrishaftanna þar sem þeir séu bundnir heima með peningana sína. En þeir sjá ekki hvílíkt díki spillingar blasir við í framhaldi íslenska lífeyrissjóðakerfisins sem ekki gefur Saud-fjölskyldunni hið minnsta eftir.

Styrmir á mínar þakkir fyrir þessa snörpu greiningu á eðli vandans sem við stöndum frammi fyrir.


Útlendingalög

runnu í gegn um þingið. Þau heimila flótta-og hælisleitendum sem hér fá hæli að sameina fjölskyldur sínar með því að flytja þær hingað.

Allir með, enginn á móti. Margir skutu sér undan afstöðu með því að skrópa.

Líklega hafa aldrei verið samþykkt eins vafasöm lög á Alþingi og þessi. Enda völdust til samingar lagannna þingmenn í sérflokki sem ég á ekki samleið með.

15 manna hópur þingmanna skaut sér undan ábyrgð og voru fjarstaddir.  2 greiddu ekki atkvæði, þeir Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson.

46 samþykktu lögin í þeirri mynd: 

Árni Páll Árnason, Ásmundur Einar Daðason, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Ármannsson,Birgitta Jónsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Elín Hirst, Elsa Lára Arnardóttir, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson,Hanna Birna Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Haraldur Einarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson,Jóhanna María Sigmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Kristján Þór Júlíusson,Kristján L. Möller, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir,Óttarr Proppé, Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálsson, Ragnheiður E. Árnadóttir,Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Róbert Marshall, Sigríður Á. Andersen, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Sigrún Magnúsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir,Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason,Vilhjálmur Bjarnason, Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson, Þórunn Egilsdóttir,Össur Skarphéðinsson.

Þessir voru fjarverandi:Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Frosti Sigurjónsson, Helgi Hjörvar,Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Karl Garðarsson,Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson,Steingrímur J. Sigfússon, Vigdís Hauksdóttir, Ögmundur Jónasson. Gunnar Bragi er fjarverandi.

30 útlendingar fengu svo ríkisborgararétt í gær. Þar af 2 Sómalir.

Fjarverandi voru:Ásta Guðrún Helgadóttir, Björt Ólafsdóttir, Eygló Harðardóttir, Helgi Hjörvar,Höskuldur Þórhallsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir,Óttarr Proppé, Róbert Marshall, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Vilhjálmur Bjarnason.

Fjarvistaðir:Gunnar Bragi Sveinsson, Ögmundur Jónasson

Þeir sem samþykktu veitingu ríisborgararéttarins:

Árni Páll Árnason, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson,Birgitta Jónsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Brynhildur Pétursdóttir,Brynjar Níelsson, Einar K. Guðfinnsson, Elín Hirst, Elsa Lára Arnardóttir, Frosti Sigurjónsson,Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Steingrímsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir,Haraldur Benediktsson, Haraldur Einarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Illugi Gunnarsson,Jóhanna María Sigmundsdóttir, Jón Gunnarsson, Karl Garðarsson, Katrín Jakobsdóttir,Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir,Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Páll Valur Björnsson, Páll Jóhann Pálsson, Ragnheiður E. Árnadóttir,Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Sigurður Ingi Jóhannsson,Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir,Unnur Brá Konráðsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Valgerður Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Árnason,Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson, Þórunn Egilsdóttir, Össur Skarphéðinsson.

 

Frá Sómalíu er sagt að komi aðeins efnahagsflóttamenn. Þar er ekkert stríð nema við vesöldina. Í Svíþjóð mynda þeir Sómalir Ghettó og taka engann þátt í sænsku samfélagi. Ætla sér það ekki og kæra sig ekki um það. Þeir taka það sem að þeim er rétt og án þess að þakka fyrir því þeir trúa því að þeir eigi rétt á þessu. 

Þessir 2 nýju sómölsku Íslendingar munu eiga auðvelt með að finna sér 50 Sómali til viðbótar og flytja hingað. Þá erum við komin með myndarlegan hóp til að stofna nýlendu eins og Svíar hafa hjá sér.

Þetta er hið nýja Ísland sem býr betur að erlendum glæpamönnum í fangelsinu á Hólmsheiði en öldruðum og öryrkjum..

Í hópi samþykktarfólksins er fólkið sem ætlar að biðja um atkvæði mitt í haust.Den tid, den sorg. 


Schadenfreude

er þýskt orð sem er erfitt að þýða svo öllu sé til haga haldið.

Það lýsir því hvernig maður gleðst yfir óförum annarra. Sér stjórnmálamann af öndverðum væng stingast á nefið í forina. Glottir afsíðis þegar manns eigin maður á í hlut.

Þegar maður sér einhverjum hefnast fyrir að keyra framúr með látum og keyra svo sjálfan sig í klessu eilítið framar í röðinni, þá gefur maður honum puttann og segir  mátulegt á þig þú þarna apinn þinn, þegar maður sér draumadísina sína ólétta eftir annan og greinilega vansæla? Þegar Gunnar Thoroddsen bauð sig fram til Forseta, höfðu þá ekki samflokksmenn hans margir sérstaka ánægju af því að setja löppina fyrir hann til að sjá hann steypast?

Ætli það verði eins með Davíð núna? Skiptir engu þó að hann ætli að gera þetta fríkeypis og spara hundruð milljóna, RÚV-kommarnir, 101 lýðurinn, 365 liðið og besserwisserarnir voru fljótir að reikna út að þetta væri bara kjaftæði og ekkert myndi sparast sem neinu skipti. Hvort hann hefði reynslu af rekstri ríkisins skipti engu því það væri allt íhaldsreynsla sem væri verri en engin reynsla og stéttahatur. Hann væri líka gamall, gráhærður  og ljótur, hefði skrifað í Moggann ljótt um vinstrimenn, væri með þessa brandara sem allir hlægju að og væri orðheppinn og minnugur.Hann væri líka með skítlegt eðli eins og Ólafur Ragnar hefði komist að fyrir margt löngu. Nei, ekki skal þessi djöfuls kall á Bessastaði að okkur heilum og lifandi.

Verður það ekki dýrðlegt að sjá Davíð stingast á hausinn? Það er bara sá atburður sem skiptir okkar sál sköpum. En ekki hvort að hann gæti gert gagn sem Forseti við vissar aðstæður þar sem hann væri betur heima en Guðni, Sturla og Andri Snær? Að sjá hann Davíð liggja það væri toppurinn sem yfirskyggir allt annað.

Þannig er víst þjóðin. Schadenfroh. Hún stjórnast af tilfinningum en sjaldnast rökhyggju. Hvernig halda menn að hér yrði umhorfs ef Pétur og Þorvaldur kæmu þessu beina lýðræði á? Að nokkurn veginn helmingur vinstrimanna geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu? Um fundarstjórn Forseta ef ekki annað? Fyndist engum ráðlegra að setja mörkin við helming þjóðarinnar eða meira?

Schadenfreude? Það er merkilegt hugtak.


Fríkað út í Forsetakjöri

virðist vera það sem fólk gerir.

Ég man að Sigurður Helgason hjá Flugleiðum skrifaði neikvæða grein um Ólaf Ragnar á kjördag og rifjaði upp ávirðingar hans gagnvart Flugleiðum. Eins og við manninn mælt snérust konur í sundlaugunum sem ég þekki til fylgdar við Ólaf, sumar jafnvel á leiðinni á kjörstaðinn til að kjósa annan því Óli væri svoddan fíbjakk og kommúnisti.

Sama gerðist núna þegar Davíð fór að rökræða við Guðna. Konurnar í Sundlaugunum sögðust unnvörpum ætla að kjósa hann vegna hversu Davíð var mikill dóni í þættinum. Kallarnir sögðu frekar ja mikið assgoti var Dabbi góður að mala Guðna.

Til er gömul saga sem gerðist á Miðengi. Bóndinn á bænum hafði loks haft það af að leggja vinnukonuna þegar frúin kom óvænt að.Hún varð nokkuð ókvæða við og fældi bónda sinn upp með óbótaskömmum og hávaða sem heyrðist langar leiðir. Hann heyrðist samt tauta þegar hann hunskaðist út:" Ekki má nú mikið á Miðengi."

Það virðist algerlega tilgangslaust að halda spjallþætti um Forsetaframboð. Þá má ekkert frekar en á Miðengi forðum. Verður ekki næsti þáttur um gagnkvæma aðdáun með ræðu Páls um Pétur hversu langtum betri Forseti hann Pétur verði heldur en vesalingur minn hann Páll?

Herskonar farsi er þetta eiginlega. Fer ekki fólk að hlusta á kappræður til þess að sjá blóðið fljóta og hver kljúfi hausana betur en hinn? Verðum við kjósendurnir ekki að geta hnakkrifist um það í pottunum hver hafi verið meira ódó en hinn, hver sé sætust af konunum og svo um mælskuna og illgirnina?

Hvað eiga frambjóðendurnir sosum að tala um ef ekki hvorn annan? Þeir eiga ekki að hafa neina stefnu sjálfir þar sem þeir eiga að vera ábyrgðarlausir af öllu. Þeir eiga að vera hlutlausir gagnvart öllum, vinnukonum sem hefðarfrúm. Er ekki bara best að sleppa þessum sjónvarpsþáttum því þeir séu tilgangslausir, það séu allir búnir að ákveða sig hvort sem er.

Við bara fríkum út ef einhver ætlar að að setja út á okkar Forseta.

 


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418210

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband