Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Hlustið á Trump

tala um innflytjendamálin í Bandaríkjunum. Hvað hann ætlar að gera?

https://www.youtube.com/watch?v=FFIVXkJWzfA

 

Já og komið þið nú bara þið sem allt vitið.

Ég hlustaði á Trump.


Hvað er að?

í Bandaríkjunum þegar svona maður eins og Omar stenst bakgrunnsrannsókn til að kaupa svona vopnabúr?

Sjálfsagt verða einhverjir til þess að krefjast byssusölubanns hérlendis. Hvert hefur fíkniefnabannið leitt okkur? Eða gamla áfengisbannið? Í Canada eru til fleiri byssur meðal almennings en í Bandaríkjunum. Hérlendis er til fullt af byssum af ýmsum gerðum. Hjá okkur og í Canada virðast bakgrunnsrannsóknin og kröfurnar vera í betra lagi. En það kemur fleira til en byssufjöldi og gerðir svo sem almenn siðmenning, menntun og menningarstig. Glæpatíðni í Canada er með öðrum hætti en í Bandaríkjunum.

Trúarkerfi sem beinlínis boða stríð gegn öðru fólki eiga ekki að fá að vera óáreitt. Alveg sama þó ákvæðin séu óvirk meðan þeim er ekki afneitað. Bakgrunnsrannsókn vegna byssukaupa hjá iðkendum slíkra trúarbragða hlýtur að verða strangari en hjá kristnum til dæmis.

Fólk er ekki jafnt án tillits til trúarbragða eða uppruna.Vestrænum ríkjum ber að fylgjast með því hvað er prédikað í moskunum sem þar eru. Það er sannað að illir múllar fara um og safna saman ungu fólki til vígaferla. Verður ekki að gera slíka prédikara landræka samstundis? Hvað á að gera við heimkomna vígamenn?

Líklegt er að harkan á eftir að vaxa. Dauðarefsingum mun fremur fjölga en hitt með áframhaldi hryðjuverka. Því miður.

Það er nefnilega margt að.


Voru við ekki líka heppnir?

í þessum leik í gær?

Ég þoldi nú ekki að horfa samfleytt á þetta. Mér leist fljótlega bara ekkert á hvað Portúgalirnir eru rosalega góðir. Þvílíkur samleikur og nákvæmni. Mér leist á tíma ekkert annað en í boði annað en að tapa svona 4:0, svo pressuðu Galarnir. En þeir vörðust strákarnir okkar og markmaðurinn maður, þvílíkur snillingur.

En ég held að við höfum verið líka heppnir. 


Er að marka kannanir?

um fylgi Forsetaefnanna? Sérstaklega þegar maður fréttir það að við sem erum eldri en 67 ára erum aldrei spurð álits. Við erum álitin þvílík fífl að það taki því ekki að spyrja okkur.

Þegar 25 % svara ekki og grái herinn er ekki spurður þá gæti staðan breyst snögglega.

Er eitthvað að marka þessar stöðugu skoðanakannanir yfirleitt? Samsetningin verður gríðarlega mikið öðruvísi eftir því hverjir eru spurðir. Gamlir eru ennþá til þó vitlausir séu taldir.

Ég held að fylkingar eigi eftir að síga saman talsvert mikið. Ég held að könnunum sé reynt að stýra að einhverju leyti frá áróðursfólki sem skekkir þetta enn.

"Blessaður, þetta fer einhvernveginn" sagði vinur minn í gamla daga og hafði rétt fyrir sér. Það hefur engan tilgang að vera að æsa sig þetta. Og það er ekki endilega að marka þessar sífelldu kannanir.


Í dag er hamingjudagur

hjá mér sem gömlum afa uppi á Íslandi og auðvitað henni ömmu Steinu líka. Ekki bara af því að nú skín sól á Suðurland sem sjaldan fyrr. Fleira kemur til. 

Til okkar hringdi sonardóttir okkar hún Sigríður Steinunn Jónsdóttir frá Danmörku.Hún var að klára að verja lokaverkefnið sitt  í iðnaðarverkfræði og hlaut hæstu einkunn fyrir verksmiðjuna sína, tólf =12. Ekkert minna.

Aðeins 24 ára gömul síðan í febrúar. Orðin áður BS verkfræðingur frá H.R.  með kærasta og allt það. Hún hefur sýnt einstaka námshæfileika og óhemju dugnað alla tíð. Unnið hálfa og heila vinnu með náminu öllu.

Þetta unga fólk er svo duglegt nú til dags, að þegar ég hugsa til eigin námsferils þar sem frístundirnar frá skólanum fóru gjarnan í leiki og slark og útkomurnar voru bara í meðallagi þegar best lét, þá skammast ég mín dálítið að hafa ekki gert betur.  Stærðfræðin er henni Siggu Steinu til dæmis sem opin bók en var yfirleitt basl hjá mér.Og þannig má áfram telja.

Það er gaman þegar yfirburða námsmenn hafa skapgerð sem dugar til að nýta gáfurnar. Svo margt getur bilað hjá ungu fólki sem enginn fær ráðið við. Allt of mörg dæmi hefur maður séð um það á langri ævi. Íslendingar þurfa að hlúa að menntun síns fólks, bæði til munns og handa,  í stað þess að leggja svona mikla rækt við þetta niðuráviðsnobberí  eins og hann Einar heitinn Magg rektor inn í MR orðaði það eitt sinn við mig í samtali.

Svo er hún Sigga Steina heilbrigð og lífsglöð ung kona og ráðagóð. Hún var fljót að koma auga á að það var hægt að geyma matvæli úti í kuldanum í póstkassanum heldur en að kaupa rafmagn á ísskáp. Það eru lausnirnar sem eru aðalsmerki góðra verkfræðinga. Ég er sannfærður um að hennar bíður björt framtíð á hverju því sviði sem hún beitir sér að. 

Við amman og afinn sendum henni og hennar nánustu okkar bestu heillaóskir í tilefni dagsins. AARRRRGH! við erum svo gargandi montin af henni Siggu Steinu!

Þetta er sannarlega hamingjudagur í okkar litla heimi.


Orrustan um Ísland

stendur yfir að mati Halls Hallssonar sagnfræðings og blaðamanns. Eða svo skildi ég viðræður þeirra Péturs Gunnlaugssonar og hans á Útvarpi Sögu.

Hallur telur hrægammasjóðina sem urðu illa úti af höndum Davíðs Oddssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar  nú leggjast á árar gegn þessum mönnum og spara til hvorki fé né fyrirhöfn. Þeir eru búnir að koma sér upp sjónvarpsstöð sem gengur þeirra erinda og Evrópusambandsins leynt og ljóst og nefnist Hringbraut. Þó ég heyrði ekki allan þáttinn heyrði ég þá ekki nefna Fréttablaðið og 365 sem ég hef nú tekið sem aðal baráttutæki kratanna sem berjast fyrir niðurlagningu íslensks fullveldis.

Hallur fór vel í gegn um í hverju baráttan væri fólgin. Hún byrjaði á þeirri þjóðlygi að menn vildi ekki ganga beint í Evrópusambandið heldur klára samningaviðræðurnar við ESB. Sem löngu er vitað að eru ekki samningaviðræður í neinum skilningi heldur aðildarviðræður sem ríki fara í gegn um til þess að upplýsa hversu hratt þau geti aðlagað sig "aquis", eða því sem taka beri upp og er meðal annars stjórnarskrá Evrópusambandsins sjálfs. Engin leið er að semja sig frá þessum grundvallaratriðum heldur er hægt að biðja um tímafrest til að ljúka málinu.

Flestir hafa heyrt Evrópusinnana fara með þessa lygi oftar en einu sinni. Sem stendur  er staðan sú að Íslendingar eru almennt upplýstir um stöðuna í ESB og hverslags erfiðleika ríkin þar innan hafa gegnið í gegn um.Ungt fólk fær ekki vinnu í þessum löndum, gamalt fólk er á vergangi, hagvöxtur er enginn, auðlindir illa farnar en það eina sem vex hröðum skrefum er skrifræðið, innflutningur flóttamanna  og opinberar álögur.

Það er í samræmi við þetta sem Píratar boða nú að þeir muni taka 100 milljarðar til viðbótar af ónýttum skattstofnum íslenskrar þjóðar og leggja í samneysluna.Hækka hana úr 700 milljörðum í 800. En Píratar eru líklega alveg tilbúnir að ganga í ESB og semja um það við aðra flokka um það eins og Birgitta Jónsdóttir hefur talað, skyldi hún þá vera kapteinninn.

Það er vitað segir Hallur, að yfirráðin yfir sjávarauðlindinni munu flytjast til Brussel eins og gerðist á Englandi. En þar er blómlegur breskur sjávarútvegur horfinn og heyrir sögunni til. Nákvæmlega sama mun gerast hér ef fullveldissölumenn fá hér völdin.

Og Hallur heldur áfram. Íslenska þjóðin verður aldrei spurð um hvort hún vilji fara þangað inn. Þegar nægt fylgi hefur myndast á Alþingi fyrir inngöngu verður hún einfaldlega sett í lög og send Forsetanum til undirritunar. Og þá skiptir máli að hæfilegur Forseti sitji á Bessastöðum.

Þegar ég hlustaði á Hall lýsa þessu þá breyttist afstaða mín til frambjóðandans Guðna Th.Jóhannesson sem er svo gott sem búinn að vinna. Þessi glæsilegi maður hefur í besta falli gefið svo loðnar yfirlýsingar um afstöðu sína til ESB að ég hef ekki verið í vafa í mínu sinni að hann er Evrópusinni meiri heldur en minni. Ég spurði mig þarna, treystirðu þessum manni til að standa vörð um fullveldi Íslands við slíkar aðstæður þó flottur sé að öllu öðri leyti? 

Svar mitt er NEI. Ég mun aldrei kjósa neinn sem ég er ekki hundrað prósent viss um að vill Íslandi allt, vill frjálst og fullvalda Ísland og frjálsa þjóð í eigin landi sinna auðlinda.

Ég kýs því ekki Guðna Th.þar sem ég er þeirrar skoðunar að ég geti ekki treyst heillyndi hans þegar kemur að þessu grundvallar máli íslenskrar þjóðar.

Orrustan um Ísland stendur sem hæst og hart er sótt fram af voldugum andstæðingum segir Hallur Hallson.Ég trúi Halli betur en gömlum eða nýjum krötum, hvað sem flokkarnir eiga að heita fallegum nöfnum hér eftir.

Kratarnir eru enn sem fyrr að reyna að læða Evrópusambandshelsinu um hálsinn á íslensku þjóðinni með klækjum og falsi og mæla til þess fagurt þótt flátt hyggi. Sama hygg ég að sé uppi með Viðreisn. Úlfshárin hafa bara verið dregin inn tímabundið.

Látum ekki blekkjast þegar Váfuglinn flýgur um þjóðfélagið í orrustunni um Ísland.

 

 


Framboðsbullið

ríður húsum í íslensku þjóðlífi. 

Það er eins og hálf þjóðin hafi ekkert að kjósa um. Það vanti einhver ný framboð, nýjar hugmyndir um einhver bein lýðræði, nýjar stjórnarskrár, nýtt fólk með nýja sýnir. Og ef ekki er til fleira nýtt fólk þá þarf bara gamalt fólk með nýjar sýnir á sjálft sig.

Fremstir í þessum flokki fara Pétur Gunnlaugsson á Sögu, Þorvaldur Gylfason prófessor, Katrín Jakobsdóttir í VG, Egill Helgason og 101 liðið, Benedikt Jóhannesson í Viðreisn og svo þessi nafnlausi grúi sem er var í Samfylkingunni sálugu og enginn veit hvert ætlar að fara. Allt þetta fólk sem á það sameiginlegt að vera óhamingjusamt vegna einhvers Weltschmerz sem það getur samt illa útskýrt. Þetta fólk er ekki að meta lága verðbólgu og aukinn kaupmátt ár eftir ár vegna þess að verðtryggingin hefur ekki verið afnumin. Þó að hún sé núll þegar engin verðbólga er.

Nú á að kjósa um eitthvað sem maður hélt að skipti máli. Það eru almenn lífskjör sem felast í framangreindum ástæðum sem snúa að eigin búk. NÚNA en ekki einhvern tímann í einhverri framtíð sem framboðsliðið hefur þessar rokna áhyggjur af. Dagblöðin stúrfull af atvinnuauglýsingum. 

Hvað með alþýðu manna? Er hún óánægð með batnandi kjör af því að það eru einhverjir framsóknarmenn og íhaldskurfar í ráðherrastólum augnabliksins en ekki þessir gáfuðu vinstri menn sem hér eru nýfarnir frá með skömm? Því sé um að gera að fá eitthvað nýtt eins og beint lýðræði og nýja stjórnarskrá. Hópur manna, álíka stór og síðast myndaði Bjarta Framtíð á að geta safnað undirskriftum til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur um allt mögulegt. Beint lýðræði heitir þetta.

Trúir því einhver að þetta muni bæta ástandið í þjóðfélaginu, útrýma okurvöxtunum, fá réttlæti í kvótamálinu og verðtryggingunni?

Þetta fólk fær nóg að kjósa um í haust fyrst góðærið á Íslandi um þessar mundir skiptir engu máli í pólitík heldur framboð og meiri framboð. 

Framboðsbull.


Allt snýst um Steingrím

og þær gerðir hans sem ekki þola dagsins ljós. Hans vegna er til þetta leyniherbergi sem enginn þorir að opna fyrir honum.

Guðlaugur Þór segist vita efni "dauðalistans" en ekki mega ræða það vegna þeira hagsmuna Steingríms að hafa herbergið lokað.

Hann ætlaði líka að hafa Icesave I og Svavarssamninginn lokað fyrir Íslendingum en Bretar og Hollendingar kjöftuðu og felldu samninginn eftir að okkar fólk hafði samþykkt. Svo lét Steingrímur gera nýjan Icesave II samning sem Forsetinn vísaði til þjóðarinnar sem kolfelldi hann. Svo lét Steingrímur gera Icesave III og fékk nú Íhaldið og Bucheit með sér í bullið  með ísköldu mati. Forsetinn gaf þessu líka puttann og þjóðin samþykkti.

Hvað er það sem þjóðin skuldar þessum Steingrími J.? Að hans mati er það að hann hreinlega hafi bjargað lífi þjóðarinnar. Þjóðin er samt líklega ekki á sama máli að manni skilst. Miklu fleiri vilja fá þennan mann dreginn fyrir Landsdóm til að svara fyrir skotleyfið sem hann gaf út á íslensk heimili með því að gefa erlendu vogunarsjóðunum tvo íslensku bankana. Aðgerð sem er gersamlega  án hliðstæðu og skaði almennings af hálfu stjórnmálamanns einnig. Og aðgerðir hans í máli Sjóvár, VB, SagaCapital og Sparisjóðanna er ennfremur skurðtækur vandi fyrir sama dómi.

Líklega telur Steingrímur að hann gæti þurft á þinghelgi að halda nú þegar hann býður sig enn fram. Varla er það pólitísk óþreyta eftir meira en þrjá áratugi á orrustuvöllunum þegar flestir samtíðarmenn hans í pólitík eru löngu dauðir og hann sjálfur álíka spennandi og örlög Geirfuglsins.

Þessvegna á að rífa dyrnar að þessu leynigrafhýsi norrænu velferðarstjórnarinnar  af hjörunum og segja þjóðinni sannleikann ef hann er einhver. Það gengur ekki lengur að láta allt snúast um hagsmuni einhverrar fornaldareðlu og standa í vegi fyrir að hreinsað sé út ef það skiptir þá einhverju máli lengur.


Dekrað við drullusokkana

uppi á Hólmsheiði meðan gamalt heiðarlegt íslenskt fólk sveltur heilu hungri.

Á Hólmsheiði er verið að vígja glæsilegasta dvalarheimili sem finnst á Íslandi. Ekkert elliheimili kemst í hálfkvisti. Þar geta bófar og reyfarar, sem flestir eru víst útlendingar stundað kynlíf með vinkonum sínum í sérstökum íbúðum og börnin geta kubbað í næsta herbergi. Kostnaðurinn er brjálaður enda hvergi til sparað að opinberum íslenskum hætti.

Hingað kom Ameríkani sem sagðist geta byggt svona fangelsi fyrir helming upphæðarinnar og rekið það líka fyrir helming þess sem við munum gera.

Þarna á að fara mannbætandi höndum um sálir gamalla útlenskra glæpamanna sem við flytjum inn í skjóli Schengen. 

Enn eitt skrípasjóið í viðbót  í afkáraleikhúsi hins íslenska lýðveldis, sem getur ekki hugsað um sitt eigið bágstadda fólk en klekur út stórum lagabálki í þverpólitík sem fjallar um hvernig innfluttur glæpalýður geti varið rétt sinn og fjölskyldna sinna og breitt úr sér hérlendis á okkar kostnað.

Á ég að kjósa höfundana?

Hvað skyldu þau Toni og Kata vera að starfa núna?  Er líklegt að útlent stórtekjufólk fari að  vinna í fiski hjá Íslendingum?

Höldum við virkilega að drullusokkadekur sé það sem þessi þjóð þarfnast mest?


Reykjavíkurflugvöllur

hefur fengið enn eitt áfallið sem menn sáu ekki fyrir til fulls.

Það var að Hanna Birna var í fullum rétti sem ráðherra að selja Jóni Gnarr neyðarbrautina sem enginn sá nú fyrir að Hæstiréttur myndi löggilda.

Nú getum við vallarvinir aðeins horft til Höskuldar Framsóknarmanns til að koma til bjargar. Hann hefur kjark til þess að flytja frumvarp til varnar vellinum. Ekki veit ég hvernig þingmenn flokksins míns bregðast við en ekki er ég fyrirfram mikið bjartsýnn á heilindi þeirra þegar til stykkisins kemur. Þeir hafa nefnilega sagt eitt fyrir kosningar og á landsfundum en þagað þess á milli nema kannski Jón Gunnarsson sem viðraði svipaðar hugsanir og Höskuldur. En síðan hef ég ekkert heyrt.

Hann Birna hefur sjálf bundið endir á sinn pólitíska feril þannig að hvergi fáum við færi á þakkargjörð til hennar fyrir afrek hennar. Höskuldur á hinsvegar eftir að standa við stóru orðin og þjóðin á svo eftir að sjá hvernig Dagur Bé, innanríkisráðuneytið og Alþingi hyggjast skipta kostnaðinum af nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni á milli sín.

Rögnunefndin hlægilega, sem hefði betur heitið Dags-nefndin, sem komst að þeirri niðurstöðu  að bygging nýs flugvallar væri hagkvæm í Hvassahrauni  skautaði alveg framhjá besta kostinum sem er Bessastaðanes. En margir hinna vísustu manna á fyrri tíð færðu rök að því á á mismunandi tímum að því að þar væri besta flugvallarstæðið, að Reykjavíkurflugvelli frátöldum.

Málið er auðvitað í pattstöðu þar sem menn munu aldrei ná neinni lendingu í málinu öðru vísi en að breyta og bæta Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er. Allt annað er draumórarugl og óábyrgur dilletantismi í fjármálum sem lifir sinn sumardag aðeins undir núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Svo margir gáfumenn verða varla kosnir saman í hóp aftur á einn stað og nú er þar að finna.

Á meðan er tillaga Höskuldar góð millileið fyrir Reykjavíkurflugvöll.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418198

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband