Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Sirkúsinn á RÚV

var í boði fréttamanna þess í kvöld. Fáránleg framganga Þóru Arnórsdóttur sem talaði út í eitt og greip fram í fyrir gestunum um sín áhugamál og hvað gestirnir sem stóðu þægir við borðin sín hefðu um spurningar hennar að segja gekk fram af manni. Á tíma voru gestirnir farnir að spyrja hana Þóru  hvað henni fyndist um þetta eða hitt!

Algerlega er fáránlegt að leyfa gestunum að tala á jafnréttisgrundvelli hvað tímalengd varðar. Til hvers þarf maður að hlusta á (Ofur)Björtu nota jafn mikinn tíma til að tala og stjórnmálamenn sem eru á leiðinni á þing eru að tala um alvörumálefni? Hver  nennir að hlusta á hana sem er út úr stjórnmálum að eilífu- Amen og  flokkur hennar dauður - Tot gewesen sein- eins og við hefðum sagt í þýskunni í 3. bekk. Eða þá steypu sem hún var að bjóða uppá í orðskrúðinu. Hún blaðraði sífellt fram í fyrir Sigmundi Davíð og Bjarna sem öfugt við hana vita alveg hvað þeir eru að tala um. Mér finnst að hún myndi vera mun betri í að  moka undan hestunum á Torfastöðum heldur en að tala um pólitík við alvöru stjórnmálamenn.

Helgi Hrafn gat ekki tekið neinn vitrænan þátt í umræðunum þar sem hann virtist ekki vita neitt um það hvað verið var að ræða. Þess í stað þvældi  hann um stjórnarskrá og eitthvað stjórnlagaþing sem myndi öllu breyta. Gott ef ekki hvað Sjálfstæðisflokkurinn væri óstjórntækur líka.  Hinir gestirnir stóðu með vorkunnarsvip á meðan hann plokkaði í skegg sitt og talaði um gersamlega óskyld mál þeim sem á dagskrá eru í komandi kosningum.

Logi Már talaði margt um réttlæti og jöfnuð með allskyns orðasamböndum sem erfitt var að tengja við eitthvað annað. Spyrja mætti Snorra Óskarsson kennara á Akureyri hvernig hann upplifði þetta yfirlýsta réttlæti og umburðarlyndi Loga Más sem telur sig þess umkominn að segja þjóðinni til í siðferðislegum efnum. 

Inga Sæland táraðist yfir kjörum þeirra verst settu sem vissulega hafa það skítt og búa í tjöldum meðan aðrir óskyldir hafa það mun betra. En ekki komst mikið annað fram frá henni blessaðri né flokknum hennar sem líklega kemst ekki á þing sem betur fer og fækkar þá um einn óþarfan smáflokkinn. Því miður eru horfur á að Viðreisn komist á þing sem betur hefði ekki verið fyrir land og þjóð.

Þrír gestir voru hófstilltir í orðum og greinilega vissu eitthvað um hvað þeir væru að segja. En þeir komust illa að fyrir ofstopa Þóru Arnórsdóttur sem blaðraði í síbylju og greip fram í fyrir gestunum þar sem hún hefur að eigin áliti greinilega mikið að segja í stjórnmálabaráttunni.  Bjarni Benediktsson var stilltur mjög í framsögn og kom sínu máli til skila í fæstum orðum af öllum þátttakendum.  Enda beindust spurningar hinna gestanna flestar að honum. Sem hann leysti úr stillilega svo ekki var þráspurt. Sigmundur Davíð var líka ákveðinn og hófstilltur og stillti sig þó að Björt gjammaði linnulaust fram í fyrir honum. Það er huggun harmi gegn að þurfa  ekki að horfa upp á hana eftir morgundaginn. 

Katrín Jakobsdóttir gerði sitt besta til að bera til baka að skattar á almenning myndu hækka eftir kjördag fengi hún ráðið. En mistókst gersamlega að sannfæra nokkurn um að svo yrði ekki. Bjarni Benediktsson sagði ákveðið að skattar myndu lækka fengi Sjálfstæðisflokkurinn styrk til þess. Hinir sögðu ekkert um hvað þeir myndu gera eftir kosningar nema að Logi og Þorgerður ætla bæði í Evrópusambandið ef þess er nokkur kostur. Bjarni lofaði þeim andstöðu Sjálfstæðisflokksins við allar slíkar hugmyndir ef slíkt kæmi fram á Alþingi.

Þetta fyrirkomulag á þessum umræðuþætti RÚV um kosningamál er gersamlega út í Hróa. Það er hvergi í hlutfalli við það bakland sem stjórnmálaforingjarnir hafa, hvað þá það stjórnmálavit sem að baki þeim býr. Og svo verður að velja stjórnendur í þannig þætti sem hafa til að bera lágmarksþekkingu og þá kurteisi sem gera verður kröfu um að þeir hafi sé tilgangurinn að fá útskýringar fyrir almenning hjá gestunum á því fyrir hvað þeir standi í stjórnmálum. En ekki að þeim sé upp á lagt að svara spurningum fréttamanna af þeirra áhugasviðum sem kunna að vera efst á baugi inni á RÚV.

Þessi þáttur var í mínum augum ömurlegur sem skilaði mér næsta engu um málefni kosninganna nema frá áminnstum þremur aðilum, Bjarna Benediktssyni, Sigmundi Davíð og Katrínu Jakobsdóttur. Þau  þrjú komu einhverju til skila sem hin fimm gerðu ekki.

Hitt liðið hefði betur mátt vera heima hjá sér að skaðlausu frekar en í þessum  Sirkús.

 


Farsi?

er það sem borið er á borð fyrir kjósendur í ljósvakamiðlunum.

Svo segir í Morgunblaðinu:

"Það hefur ekki verið mælt hversu vel háttvirtir kjósendur, eins og við heitum öll þessar vikurnar, fylgjast með því sem á borð er fyrir þá borið.

Frambjóðendur mæta í 10 manna kippum í útvarp og eru allir spurðir um það sem „stjórnandinn“, sem frambjóðendur hafa ekkert að segja um hver sé, telur nauðsynlegt að fá upplýst. Það er oftar en ekki helst aukaatriðin.

Engin raunveruleg umræða á sér stað, hvað þá eitthvað sem kalla mætti kappræður eins og það hét forðum tíð. "

Það eru einhverjir ókosnir sjónvarpsfréttamenn sem slá taktinn í stjórnmálum? Hvaða skoðun hefur háttvirtur frambjóðandi á því hvað fréttamaður vill vita? 

Man enginn eftir því þegar Davíð Oddsson hleypti vinstra liðinu í bál og brand í sjónvarpinu í gamla daga og þeir fóru að hnakkrífast hver við annan?

Sjáið þið bara, þeir koma sér ekki saman um neitt sagði Davíð og vann Borgina. 

Núna?

Mér finnast þessir sjónvarpsþættir bara vera farsar með ókeypis skemmtikröftum.


Hvaða skoðun hefur Katrín?

á ESB?

Er hún andvíg? Eða er henni sama?

"Aðspurð hvort bera eigi undir þjóðina hvort ganga eigi í ESB eða hvort sækja eigi um aðild að bandalaginu segir Katrín að til greina komi að spyrja almenning beggja spurninga ef til atkvæðagreiðslu kemur á komandi kjörtímabili.“

Svo segir Björn Bjarnason um þetta:

"ESB-afstaða formanns VG er frumleg: að vera á móti ESB-aðild en vilja setjast í ríkisstjórn með þá stefnu að lagt verði fyrir þjóðina: a) Viltu sækja um aðild að ESB? b) Viltu halda áfram viðræðum við ESB?"

Hvaða skoðun hafði Steingrímur Jóhann á inngöngu í ESB. Hvaða skoðun hafði V.G. á aðildarviðræðum við ESB? 2009? 2017?

Maður bara spyr sig hvað skoðun Katrín Jakobsdóttir hafi núna á inngöngu í ESB?


Ekki sóa atkvæðinu

með því að setja það á flokk sem óvíst er að komist á þing.

Nái flokkur ekki 5 % atkvæða  hefur það atkvæði sem greitt var honum í kosningunum fallið dautt.

Er það þess virði að taka áhættu af því að atkvæðinu sé sóað?


Steingrímur Jóhann

skrifar hugvekju í Morgunblaðið á miðopnu í dag. Hún hljóðar svo í Herrans nafni:

"Í kosningunum næstkomandi laugardag felst sögulegt tækifæri til tímabærra breytinga. Tvær síðustu hægristjórnir hafa hrökklast frá, sú seinni eftir aðeins átta mánuði. Þrjár síðustu ríkisstjórnir sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt eða tekið þátt í hafa sprungið.

Að baki er glataður tími, heilt ár farið í súginn frá kosningum í fyrra.

Takmarkaður vinnufriður hefur gefist fyrir endurteknum hneykslis- og spillingaruppákomum og orðstír landsins hefur ítrekað beðið hnekki. Er ekki komið nóg af slíku í bili? Nú þarf að verða breyting á. Við þurfum trausta stjórn sem hefst handa og notar hagstætt árferði til að byggja upp. Þannig stjórn bjóðumst við Vinstri græn til að mynda með þeim sem eru okkur sama sinnis um þörfina á breyttum og betri vinnubrögðum, uppbyggingu í stað kyrrstöðu, eflingu velferðarsamfélagsins og fjárfestingu í innviðum, fjárfestingu í framtíðinni.

Formaður VG,

Katrín Jakobsdóttir,

talar mjög skýrt um sinn vilja. Hún vill leiða heiðarlega og trausta ríkisstjórn, góða stjórn fyrir fólkið í landinu. Ég leyfi mér að spyrja býður einhver flokkur betur? Eiga íslensk stjórnmál einhvern sem er betur til þess fallinn en

Katrín Jakobsdóttir

að sameina þjóðina að baki sér, einhvern sem þjóðin getur betur treyst. Ekki benda ítrekaðar mælingar á trausti og trúverðugleika stjórnmálaforingja til þess. Undirritaður er sannfærður um að örvæntingarfullar tilraunir að undanförnu til að reyna að rýra trúverðugleika Katrínar hafa þegar snúist í höndum þeirra sem það hafa reynt og munu hitta þá sjálfa fyrir í kosningunum á laugardaginn. Almenningur vill ekki stjórnmálabaráttu þar sem óhróðri er dreift um andstæðinga. Þetta hef ég heyrt fjölmarga nefna undanfarna daga að gefnu tilefni. Ekki heldur að stefna eins flokks sé skrumskæld af öðrum flokki eða reynt að magna upp tilefnislausa hræðslu,

hvort sem það er við skattahækkanir sem ekki standa til eða annað.

Það sem ónefndum andstæðingum

Katrínar

hefur yfirsést er að styrkur hennar liggur einmitt í því að hún beitir ekki óvönduðum með- ulum í sinni stjórnmálaframgöngu.

Hún er málefnaleg, hófstillt og kemur sínum boðskap þannig til skila að þjóðinni líkar og þjóðin skilur. Það er m.a. af þessum sökum sem

Katrín Jakobsdóttir

er svo prýðilega til þess fallin að leiða næstu ríkisstjórn. Gegnumheiðarleg og traust, vönduð í málflutningi og öllum samskiptum, er hún óumdeilanlega í góðri stöðu til að laða menn til samstarfs, samstarfs sem grundvallast á heilindum og er þar með líklegt til að endast. Tryggjum Vinstri grænum góða kosningu,

Katrínu Jakobsdóttur

sterkt umboð til að leiða næstu ríkisstjórn og gerum næstkomandi laugardag sögulegan. Við getum gert betur, miklu betur en að undanförnu og skulum gera það saman."

Ég velti fyrir mér hvort höfundurinn sé ekki í raun að setja nafn Katrínar í staðinn fyrir það nafn sem hann vildi frekar hafa þarna í raun og veru? Hverjum og hæfileikum hvers er hann að lýsa í raun og veru?

Hefði þessi grein ekki verið trúverðugri fyrir framhaldið ef þarna hefði  staðið annað nafn í stað Katrínar?

Er víst að nafn Katrínar Jakobsdóttur verði mesti áhrifavaldur í næstu stjórnarmyndunarviðræðum?

 


Grátbroslegt

var að hlusta á Ágúst Ólaf Ágústsson, fyrrum varaformann Samfylkingarinnar, tala við Pétur á Sögu. Það er eins og þessi frambjóðandi hafi ekkert inngrip í hagfræði þrátt fyrir að faðir hans, Ágúst ,prófessorinn sem vildi flytja inn þúsundir blámanna frá Afríku til að setjast að í Rangárvallasýslum, sé lærður í þeirri grein og hefði kannski getað sagt honum til. 

Ágúst Ólafur þessi, oddviti Samfylkingar einhvers staðar,  þessi fór mikinn og boðaði inngöngu í Evrópusambandið þó hann viðurkenndi að líklega vildu Íslendingar ekki þangað inn eins og sakir stæðu. Það myndi bara koma með kalda vatninu og tímanum.

Þetta væri nauðsynlegt til að við gætum kastað krónunni og fengið evrópska vexti sem væru núll prósent. Þá gæti unga fólkið farið að byggja og lífeyrissjóðirnir gætu farið að ávaxta fé sitt í útlöndum í stað þessa að okra á Íslendingum. Hann var auðvitað ekkert að benda á að sú ávöxtun myndi varla eiga sér stað í hinum fjölmörgu Evrulöndum en tiltók ekki sérstaklega hvar ávöxtunarmöguleikarnir myndu annarsstaðar liggja. Né heldur benti hann á að þá væru húsnæðislánin i erlendri mynt eins og víða var 2009 þegar gengið féll.

Hann virtist ekki skilja af hverju vextir í Evrulöndunum væru núll prósent en ekki háir eins og hér.Og Pétur fattaði ekki að leiðrétta hann með því að skýringin á vaxtaleysinu væri skortur á hagvexti í Evrulöndunum þar sem allt væri í kaldakoli með atvinnuleysi ungs fólks upp á tugi prósenta. Frambjóðandinn ágúst Ólafur virtist ekki skilja að samband sé milli hagvaxtar, verðbólgu og vaxta. Hann sagði að krónan bara félli og félli en hafði ekki heyrt um gengisstyrkinguna og verðhjöðnunina á Íslandi í framhaldi af því. Hvar skyldi hann hafa alið manninn nýlega?

Það er skelfilegt að svona menn skuli vera á leiðinni  inn á Alþingi Íslendinga í stað þess að vera á leiðinni í barnaskóla til að læra grunnatriði í hagfræði, sem þeir þyrftu að kunna áður en þeir fara að segja öðru fólki til.

Það er grátbroslegt að hlusta á svona fávísa frambjóðendur Samfylkingarinnar eins og þennan Ágúst Ólaf Ágústsson til Alþingis Íslendinga.

 


Ekki að ræða það!

að trúa orði sem Björn Leví Pírati skrifar í Mogga.

Hann fimbulfambar u hvað Píratar muni gera.En hver er raunin á eftir reynsluna af þessum flokki? Þeir hafa getið sér sérstakt frægðarorð fyrir að sitja hjá á Alþingi. Taka aldrei afstöðu til neins vegna sérstöðu sinnar. Og hver vill vera í samstarfi við óstjórntækt lið sem aldrei getur tekið afstöðu?

Svo skrifar Björn Leví:

"Ætlar þú að kjósa en ert ekki búin(n) að ákveða þig? Hérna eru nokkur atriði sem gætu hjálpað þér að taka ákvörðun. Viltu eignast nú- tímalegt heilbrigðiskerfi sem tekur við öllum? Píratar ætla að setja 19 milljarða í heilbrigðiskerfið strax á næsta ári. Viltu geta flutt frá foreldrum þínum í húsnæði sem kostar ekki annan handlegginn?

Píratar ætla að setja 11 milljarða í uppbyggingu á litlum og ódýrum íbúðum strax á næsta ári. Ertu ósátt(ur) við að skattalækkanir gagnist alltaf þeim ríku mest?

Píratar ætla að hækka persónuafsláttinn um 7.000 kr. strax á næsta ári. Viltu hafa aðgang að hágæða menntakerfi?

Píratar ætla að setja tæpa þrjá milljarða í framhalds- og háskóla strax á næsta ári. Hvernig er þetta hægt? Píratar gáfu út sín eigin fjárlög í síðustu viku þar sem farið var yfir fjármögnun og útgjöld. Útreikningarnir byggjast á frumvarpi til fjárlaga 2018 þannig að þeir eru eins nákvæmir og hægt er að hafa þá.

Til viðbótar leggjum við Píratar til að fjármagnstekjuskattur hækki, vaxtagreiðslur af lánum verði ekki frádráttarbærar, lækkun á „tax free“ og hækkun á veiðigjaldi.

Að lokum gerum við Píratar ekki ráð fyrir því að skila eins miklum afgangi af ríkisrekstri og gert var ráð fyrir, afgangurinn á þó að vera 0,5% af VLF.

Þetta eru mjög stórar tölur en þær eru til. Í nýlegri greiningu á kosningaloforðum flokkana gáfu Þórólfur Matthíasson, Ólafur Margeirsson og hagdeild ASÍ hæstu einkunn af öllum flokkum fyrir raunhæf loforð. Það kom mér ekki á óvart enda lögðum við mikla vinnu í fjárlögin okkar. Við lögðumst yfir bestu gögnin sem hægt var að fá og settum hugmyndir okkar á blað fyrir alla til þess að skoða og gagnrýna. Enginn feluleikur, engin ótvíræðni, ekkert leynimakk.

Ef þú ert búin(n) að ákveða þig þá vona ég að upplýsingarnar sem við Píratar leggjum fram annað hvort sannfæri þig frekar um ákvörðun þína eða enn betra, fái þig til þess að krefjast betri upplýsinga frá þínum flokki. Við viljum nefnilega að aðrir flokkar geri betur en við því við setjum markið eins hátt og við getum. Ef aðrir gera betur þá græða allir. Ef þú ætlar ekki að kjósa, þá ráða hin.

Þessi sem skipa pólitískt í dómarasæti, stinga skýrslum ofan í skúffu og fara með peninga í skattaskjól. Ekki láta þau ráða. Mættu á kjörstað og veldu þann flokk sem horfir til framtíðar.

Þeir eru alveg nokkrir þó Píratar séu auðvitað bestir.

Ég er hlutdrægur þannig að rannsakaðu málið sjálf(ur). Skoðaðu hvað flokkarnir hafa að segja. Skoðaðu hvað fólkið í flokkunum hefur sagt áður og hvernig það hefur staðið við það. Vertu efins og gerðu ráð fyrir því að það sé verið að ljúga að þér en umfram allt, mættu á kjörstað og skilaðu atkvæði því við viljum að þú ráðir. Þitt atkvæði, þín ákvörðun."

Til hvers er að kjósa Þingmenn sem leggja í vana sinn að sitja hjá í öllum málum?

Eru slíkir yfirleitt stjórntækir? Svari því hver sem vill í ljósi sögunnar og reynslunnar af Pírötum á þingi."Þúsund sinnu sat hann hjá" var ort um þann skársta af þeim.

Hefur nokkurntíman verið rannsakað hver kom njósnatölvunni fyrir inni á Alþingi?

Ekki að ræða það að kjósa svoleiðis lið, vini Snowdens, Mannings og Assange?


6000 íbúðir

án hagnaðarsjónarmiða býður Helga Vala Helgadóttir fyrir Samfylkinguna.

Ekki hefur verið gerð sérstök grein fyrir fjármögnun á þessu kosningaloforði. Né heldur hvort Helga Vala ætlar þessar íbúðir fyrir hælisleitendur sérstaklega eða bara Íslendinga.

Ekki var skýrt frá því hvort þetta séu sömu íbúðirnar sem Dagur Borgarstjóri ætlaði að byggja og á kjörtímabilinu sem leið og gengur víst yfir á það næsta vegna óviðráðanlegra ástæðna líklega.

Af hverju var Samfylkingin með þennan smásálarskap þegar heyrst hefur að það vanti 9000 íbúðir til að leysa bráðavandann bara í Reykjavík. Þremur dögum fyrir kosningar hefði maður haldið að sú tala væri vænlegri fyrir Helgu Völu til að ná kjöri.

Eller hur? 

 


Hvað á að skattleggja?

Óli Björn Kárason veltir fyrir sér hvernig eigi að ná inn meiri tekjum.

"Loforð – stór og smá – eru fylgifiskar kosninga. Kjósendur vega þau og meta, en á stundum er erfitt að átta sig á því hvernig efna á það sem lofað er. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar 2018 til 2022 lögðu Vinstri grænir til að útgjöld yrðu hækkuð enn meira en lagt var til eða alls um 295 milljarða króna.

Hækka átti skatttekjur nokkuð meira eða um 334 milljarða. Vinstri grænir höfðu betur í samkeppninni við Samfylkinguna. Kjósendur hafa takmarkaðar upplýsingar um það hvernig vinstriflokkarnir ætla sér að auka tekjur ríkissjóðs um 50 til 75 milljarða króna á ári.

Þegar gengið er eftir svörum, er aðeins sagt að gera eigi skattkerfið réttlátara, ekki verði lagðir auknir skattar á almenning og að „hliðrað“ verði til. J

ú, það verða lagðir á eignarskattar undir formerki auðlegðarskatts og sérstakur há- tekjuskattur verður innleiddur, að ógleymdum auðlindagjöldum ekki síst á sjávarútveg. Formaður Vinstri grænna hefur lýst því yfir að hátekjuskattur verði lagður á tekjur yfir tveimur milljónum króna á mánuði eða 25 milljónum á ári.

Í ítarlegri fréttaskýringu Markaðarins, fylgiriti Fréttablaðsins, í síðustu viku kom fram að aðeins 946 einstaklingar eru með slíkar tekjur. Ríkissjóður mun því ekki fitna mikið á því að hækka tekjuskatt á þennan hóp.

Nú geta menn deilt um það hvort 46,24% skattur sem leggst á tekjur yfir 835 þúsund krónum sé hár eða ekki. Í huga þess sem hér skrifar er gengið of langt af hálfu hins opinbera að taka í sinn hlut nær aðra hverja krónu sem launamaður vinnur sér inn. Skattheimtusinnar eru á öðru máli.

Hátekjuskattur skilar litlu

Hugmyndir um hátekjuskatt hljóta að fela í sér töluverða hækkun skattprósentunnar, en enginn veit hversu mikla.

Í áðurnefndri úttekt Markaðarins er bent á að 76% skattur á tekjur yfir tvær milljónir skili 2,7 milljörðum á ári, að því gefnu að skattbyrðin hafi engin áhrif á hegðun skattgreiðandans. Allir sjá að slíkur skattur er galinn og skilar aldrei reiknuðum tekjum. Margir tækju til fótanna, kæmu sér úr landi eða hættu einfaldlega að leggja jafn mikið á sig og áður.

En er hugsanlegt að hægt sé að ná allt að 10 milljörðum í aukinn tekjuskatt af einstaklingum. Að því gefnu að skattprósentan hefði engin áhrif á hegðun launafólks (sem hún gerir), þá þyrfti að leggja 60% tekjuskatt á allar tekjur yfir 883 þúsund krónum á mánuði. Í dag er efra þrep tekjuskatts (46,24%) af tekjum umfram 835 þúsund krónur, eins og áður segir.

En hvað um 20 milljarða tekjuauka ríkisins? Aftur skal gengið út frá að skattprósentan hafi ekki áhrif á hegðun og vilja fólks til að afla tekna. Þá yrði 60% skattur að leggjast á allar tekjur yfir 708 þúsund krónur. Öllum má því vera ljóst að ef það er ætlun vinstriflokkanna að sækja auknar tekjur í ríkissjóð af tekjuskatti einstaklinga verður það ekki gert nema með því að leggja þungar byrðar á millistéttina. Ástæðan er einföld: Það er mikill tekjujöfnuður hér á landi, ólíkt því sem haldið er fram í umræðum.

Endurvekja skal tímabundna skattinn

Vinstriflokkarnir virðast hugfangnir af að innleiða eignaskatta að nýju. Á stundum er skatturinn kallaður auðlegðarskattur en einnig stóreignaskattur.

Samfylking og Vinstri grænir innleiddu eignaskattinn í ríkisstjórn 2009 til 2013, en hétu því að skatturinn væri tímabundinn enda lagður á við erfiðar aðstæður í þjóðarbúinu.

Skatturinn lagðist þungt á eldra fólk í skuldlausum eignum sem margt hafði lágar tekjur, en einnig á sjálfstæða atvinnurekendur sem höfðu í mörg ár byggt upp sín fyrirtæki. En tímabundni skatturinn – eignaskattur, auðlegðarskattur, stóreignaskattur, eða hvað vinstrimenn vilja kalla skattheimtuna – skal endurvakinn.

Í áðurnefndri fréttaskýringu Markaðarins kom fram að 1-2% skattur á eignir yfir 150 milljónir króna gæti gefið ríkissjóði 5,1 til 10,2 milljarða króna. Hér skal látið liggja á milli hluta hvort álagning eignaskatts standist stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga. En til lengri tíma er líklegt að afleiðing skattlagningar af þessu tagi muni draga úr hvata til sparnaðar og eignamyndunar og um leið neyða marga til skuldsetningar til að standa undir skattheimtu af eignum. Þannig nagast hægt og bítandi af skattstofninum sjálfum.

Látum þá sjávarútveginn borga

Nú liggur fyrir að veiðigjöld á yfirstandandi fiskveiðiári munu nær tvö- faldast og verða yfir 10 milljarðar króna. Engu að síður vilja skattheimtuflokkarnir ganga enn lengra og auka álögur á sjávarútveg. Sjávar- útvegurinn hefur á undanförnum árum greitt næstum jafn mikið í veiðigjöld og í tekjuskatt. Til að réttlæta auknar álögur er oft bent á miklar arð- greiðslur sjávarútvegsfyrirtækja.

Engu skiptir þótt hlutfallslega greiði fyrirtæki í sjávarútvegi lægri arð en fyrirtæki í öðrum starfsgreinum. Á þetta hefur Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sjávarútvegsfyrirtækja, bent á en í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu sagði hún meðal annars: „Sú vísa er oft kveðin í aðdraganda kosninga að arðgreiðslur sjávar- útvegsfyrirtækja séu háar. Undantekningarlaust skortir hins vegar allan rökstuðning þessarar staðhæfingar. Þegar betur er að gáð er staðhæfingin nefnilega röng.

Samkvæmt opinberum upplýsingum frá Hagstofu Íslands liggur fyrir að arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði á árunum 2010- 2015 voru 21% í sjávarútvegi en 31% að jafnaði í atvinnulífinu.“ En það er talið til vinsælda fallið að lofa kjósendum að sækja auknar tekjur til sjávarútvegsfyrirtækja og enda virðist litlu skipta þótt það liggi fyrir að mörg þeirra munu ekki standa undir þyngri byrðum, allra síst minni og meðalstór fyrirtæki.

Skattahækkun lendir á almenningi

Það er alveg sama hvernig dæmið er reiknað. Fyrirheit skattheimtuflokkanna um 50-70 milljarða aukin útgjöld ríkissjóðs, ofan á það sem fyrirhugað hefur verið, verða ekki fjármögnuð með öðrum hætti en fara dýpra í vasa almennings.

Tekjuskattur tugþúsunda verður að hækka, eldri borgarar verða að taka á sig eignaskatta að nýju, bensín- og olíugjöld stórhækka, og varla verður hjá því komist að hækka virðisaukaskatt. Ekki er hægt að reikna með að tryggingagjald lækki – þvert á móti. Þannig má lengi telja.

Kostirnir á laugardaginn eru því skýrir. Valið stendur annars vegar um aukna skattheimtu á almenning – þótt öðru sé lofað – og hins vegar um að nýta góða stöðu ríkissjóðs til að slaka á skattaklónni, lækka tekjuskatt einstaklinga og tryggingagjald líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur lofað.

En um leið styrkja innviði samfélagsins með því að nýta hluta af uppsöfnuðum hagnaði bankanna, sem eru í eigu okkar allra. Eftir Óla Björn Kárason » Ætli vinstriflokkarnir að sækja auknar tekjur í ríkissjóð af tekjuskatti verður það ekki gert nema með því að leggja þungar byrðar á millistéttina."

Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Nú liggur fyrir að Náttúrufræðingar ætla að hækka laun sín um 30 % sem opinberir starfsmenn sem nú hafa forystu í kjaramálum landsmanna. Allt kaup í landinu mun því hækka um þriðjung á næstunni. 70 % skattur á þá hækkun munskila ríkinu miklum fjárhæðum þannig að útgjaldaaukning ríkisins er betur tryggð en áður.

Skyldi nokkrum detta verðbólga í hug í þessu sambandi?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á að verði tekjuskattsprósentan lækkuð úr 46.24 % í 35 % auki það ráðstöfunartekjur launþega um treikvart milljón. Án verðbólgu. Af hverju vill enginn fara þessa leið?

Logi Már formaður Samfylkingarinnar hefur lýst því sem hápunkti lífsins að greiða skatt. Þessi hærri upphæð sem er skattlögð með hærri prósentu þeim mun fleiri krónur koma inn af sköttum.

Þar í liggur sælan við að skattleggja


Hvað er hún að segja?

hún KatKATA2rín Jakobsdóttir formaður VG. Hún brosir engilfrítt og lofar breyttum vinnubrögðum.

Vinnubrögðum við hvað?

Evrópusambandsumsókn með samfylkingunni og Viðreisn? Eru píratar með?

Nýja stjórnarskrá? Rétti þeir upp hönd sem telja að ný stjórnarskrá breyti öllu í þeirra daglega lífi?

„Útgjaldaloforð stjórnmálaflokkanna verða ekki uppfyllt nema með aukinni skattheimtu,“ segir Skafti Harðarson, stjórnarformaður Samtaka skattgreiðenda.

Í aðdraganda alþingiskosninganna hafa verið sett fram ýmis loforð um aukin útgjöld ríkisins. Skafti segir að margir flokkar séu búnir að lofa útgjaldaaukningu upp á 70-110 milljarða á ári hverju sem sé „gífurlegur vöxtur“ í samhengi við heildarútgjöld ríkisins, 800 milljarða á ári.

„Framan af kosningabaráttunni var því haldið fram að fjármagna ætti þessi loforð með því að skattleggja háar tekjur og miklar eignir en í ítarlegri fréttaskýringu Fréttablaðsins frá því í síðustu viku voru þessar hugmyndir hraktar, þar sem þær gætu að eins fjármagnað hluta af loforðasúpunni.

Það er því dagljóst að þessum útgjaldavexti verður velt yfir á almenning í landinu með hærri sköttum,“ segir Skafti. Í tilefni af áðurnefndum loforðaflaumi hafa Samtök skattgreiðenda tekið saman yfirlit um hvað hátekjuskattur þurfi að hækka til að mæta því viðmiði að auka tekjur ríkissjóðs um 15 milljarða.

Til að ná því markmiði þyrfti ný ríkisstjórn að hækka efra tekjuskattsþrepið úr 46,5% í 50% og lækka viðmiðunarmörk hátekna úr 834.707 krónum niður í 595.533 krónur, samkvæmt yfirliti samtakanna.

Allar tekjur yfir þeirri upphæð myndu þá bera 50 prósent skatt. Tæp 10 þúsund á mánuði Samkvæmt þessum útreikningum myndi skattbyrði einstaklings á almennum vinnumarkaði þar sem meðaltekjur eru 697 þúsund krónur þyngjast um 9.571 krónu á mánuði.

Það gerir alls 114.852 krónur á ári. Skattbyrði einstaklings í vinnu hjá ríkinu, þar sem meðaltekjur eru 732 þúsund, myndi þyngjast um 13.959 krónur á mánuði, alls 167.508 krónur á ári.

Samkvæmt útreikningum Samtaka skattgreiðenda færu viðmiðunarmörk hátekna niður í 775.500 krónur ef ákveðið yrði að skattprósentan yrði 60%. Ef gert væri nýtt 70% tekjuskattsþrep og núverandi hátekjuviðmið yrði áfram 834.707 krónur yrði „ofurhátekjuskatturinn“, eins og samtökin nefna hann, að leggjast á allar tekjur yfir 905.833 krónum.

 Tekjulaust fólk velur auðvitað þá sem vilja framkvæma þetta. Þá borga aðrir. það er það sem hún er að segja. Látum þá borga sem vinna mest.

"Katrín segir ljóst að stjórnmálin nú séu ekki nógu stöðug, þrátt fyrir að landið hafi náð miklum bata eftir efnahagshrunið.

„Við höfum ekki náð að bæta stjórnmálin nægilega, þrátt fyrir margt jákvætt sem hefur verið gert. Það er til dæmis stórbætt umhverfi varðandi siðareglur alþingismanna, hagsmunaskráningu og annað slíkt,“ segir Katrín en bætir við að enn sé mikið vantraust á stjórnmálunum.

„Ég held að það sé mikilvægt að við leggjum öll töluvert á okkur til að breyta því. Það er mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu að hér skapist aukið traust á stjórnmálunum, þannig að við fáum til að mynda núna aukinn pólitískan stöðugleika til næstu ára.

Ég held að það snúist núna um að fólk kallar eftir breyttum stjórnunarháttum.“

Skilja allir hvað hún er að segja?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband