Bloggfærslur mánaðarins, október 2017
24.10.2017 | 22:38
"Verðbólgan var 20 %
hvert einasta ár frá því ég kom á leikskólann og þar til ég kláraði lögfræðina" sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra á geysilega kröftugum fundi í Garðabæ í kvöld.
Nú hefur verðbólgan verið 2 % undanfarin ár.
Hvað er framundan? Margir óttast að verðbólga geti farið af stað ef kjarasamningar leiða til mikilla kauphækkana.
Af hverju vill fólk fá hærra kaup? Það er auðvitað til þess að hafa meira í ráðstöfunartekjur.
En það er hægt að auka ráðstöfunartekjur á annan hátt en bara að hækka kaupið. Það vitum við Sjálfstæðismenn.
Ef við lækkum skatta vinstri stjórnarinnar úr 40 % í 35 % þá hafa hjón með meðaltekjur 600 þúsund krónur í auknar ráðstöfunartekjur . Þetta munum við Sjálfstæðismenn gera fáum við til þess umboð. 600 þúsund krónum meira í ráðstöfunartekjur án kauphækkana. Hvort verður launþegum drýgra, þetta eða taxtahækkanir og verðbólga?
Á næsta ári höldum við Íslendingar upp á 100 ára sjálfstjórnarafmæli Íslands. Hvernig var umhorfs hér fyrir 100 árum? Þá bjuggu Íslendingar við fátækt og skort á flestu. Reykjavík var lítið þorp og allir atvinnuvegir voru ótæknivæddir. Við höfðum hér drepsóttir og slæmt heilsufar. Við bjuggum við kulda og vosbúð og fólk flykktist til annarra landa í leit að betra lífi.
Hvernig er umhorfs hér í dag? Íslendingar eru sú þjóð sem býr við hvað mesta velsæld af öllum þjóðum. Samt eru hér flokkar fólks sem finna allt til foráttu í okkar þjóðfélagi.
Við Íslendingar háðum ekki fullveldisbaráttu okkar til þess að fara að ganga í ríkjabandalög og fela öðrum að stjórna okkar málum. Við treystum okkur best til að ráða eigin málum og það ætlum við okkur að gera.
Við getum ekki heimtað aðra mynt í stað krónunnar okkar og heimtað erlenda vexti án þess að taka aðra hagstærðir með sem þær evruþjóðir búa við svo sem engan hagvöxt og mikið atvinnuleysi. Hvort viljum við?
Mikill og góður rómur var gerður að ræðu formanns og frambjóðenda flokksins í Suð-Vestur kjördæmi.
Sjálfstæðismenn eru staðráðnir í að gera sitt besta til að leiða kjósendum fyrir sjónir að þeir eru eina framboðið sem er hægra megin við miðju. Öll hin framboðin eru til vinstri.
Vinstri stjórnum fylgja hærri skattar, minni hagvöxtur, atvinnuleysi og verðbólga, jafnvel 20 % árlega eins og Bjarni Benediktsson rifjaði upp frá sínum uppvaxtarárum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2017 | 14:37
Óli Björn
er gegnumheill hægri maður.
Það er gaman að hlusta á hann tala við Pétur Gunnlaugsson á Sögu rétt áðan.
Þar lýsir Óli Björn því hvernig vinstri menn líta á allt aflafé manna sem eign ríkisins. Það er ríkið sem er að afsala sér tekjum ef það lækkar skattprósentuna. Allt í þeirra augum er eign ríkisins, það er ríkið sem er að afsala sér eign sinni ef það leyfir einstakling að halda einhverju eftir af afla sínum.Í Sovét var einstaklingurinn eign ríkisins frá vöggu til grafar og sú afstaða kommúnista hefur ekkert breyst.
Þeir Pétur fóru yfir það hverjar afleiðingarnar verða eftir laugardaginn ef Vinstri Grænir Samfylking og Píratar mynda stjórn, hugsanlega með aðstoð Framsóknar sem aldrei hefur talið eftir sér að leggja vinstri öflunum lið eins og Sigmundur Davíð sannaði rækilega þegar hann ætlaði að kaupa Framsókn stöðu 2009 en var sneyptur út sem óþarfur.(Sem hann átti skilið og veri skömm hans lengi uppi fyrir það viðvik.) Þeir voru sammála um að verðbólga og miklar skattahækkanir væru framundan og skerðing á lífskjörum alls almennings og draga myndi úr hagvexti. Það má mikið vera ef margir taka ekki undir þær horfur.
Óli Björn er jafn dæmigerður hægri maður og Svandís Svavarsdóttir er dæmigerður kommúnisti (eða sósíalisti ef svo vill.) Ég hef ekki hugmynd um hvar á að staðsetja Katrínu Jakobsdóttir á hugsjónasviðinu enda er ég ekki viss um að hún ráði fyrir sér sjálf án þess að þar komi Steingrímur Jóhann, Svandís, Svavar eða Björn til sögunnar sem handhafar hugsjónanna. Þó kann ég að hafa rangt fyrir mér þegar mér fannst hún vera lítt afgerandi við stjórnarmyndunina síðustu en vera kann að áðurnefndir hugmyndafræðingar hafi yfirgengið hana með alþekktri ákveðni sinni.
En upp renna aðrir tímar á laugardaginn kemur. Forsetinn Guðni mun örugglega reyna að stýra atburðum í átt til vinstri stjórnar. Hvað sem verður mun það taka langan tíma að mynda þá margflokka stjórn hvort sem hún verður langlíf eða ekki. Allur sá tími verður að vísu gjaldfrestur á innheimtu Steingríms Jóhanns og Indriða en eftir hann tekur alvaran við og gjalddagi þjóðarinnar. Kannski tekst ekki stjórnarmyndun þó reynt hafi verið til útmánaða og þá neyðist Katrín til að tala við Bjarna og jafnvel Sigmund líka frekar en Sigurð Inga.
Allavega er ekki ástæða fyrir mig eða Óla Björn að líta til komandi tíma með bjartsýni.Herferð RÚV, Jóhannesar Kr.Kristjánssonar, Jón Reynissonar og Góða Fólksins með aðstoð Vogunarsjóðanna og Smára McCarthy á hendur Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum hefur tekist í miklum mæli og eiga þeir undir högg að sækja. Þó eru einhver teikn á lofti að mér finnst að fólk sé að einhverju leyti hætt að trúa öllu sem frá þessu liði kemur sem birtist í því að fylgi VG dalar meðan íhaldið fer aðeins upp á við.Trúverðugleiki Smára McCarthy sem alþjóðlegs fréttaritara kann að taaka enda.
Ef fólk vildi hugleiða það sem Óli Björn segir um mismuninn á hægri og vinstri, þá myndi hugsanlega margt breytast í þjóðlífinu, Ég held að það yrði til bóta en aðrir eru sjálfsagt á öndverðum meiði. Sjálfstæðisstefnan á hinsvegar erindi við þjóðina í mun meira mæli en sem er um þessar mundir vegna áróðursstöðunnar. Fólk vill í grunninn fá að ráða sér sjálft og búa að sínu í meira mæli en vinstra liðið á Alþingi heldur fram þó að flestir vilji láta einhvern annan borga en að borga sjálfur. Það er verkefni Sjálfstæðisflokksins á komandi tímum að koma því til skila betur en honum hefur tekist í seinni tíð.
Ég allavega trúi Óla Birni betur en vinstra liðinu hvað sem það segir annars um að einhver annar en ég eigi að borga.
24.10.2017 | 08:44
Smári McCarthy
ritar afar athyglisverða grein í Morgunblaðið af öllum blöðum í dag.
Greinin leiðir glögglega í ljós hvað fram fer í hugarheimi höfundarins og hvaða rökfræði hann stjórnast af. Það er eiginlega skiljanlegt eftir lestur greinarinnar hversvegna Smári hefur gert hlé á stærðfræðinámi sínu í Háskólanum þar sem hann virðist eiga í vandræðum með að halda sig við rökfræðilegt samhengi.
Smári skrifar svo:
"Biskup Íslands, embættismaður sem fer fyrir ríkisstofnun, blandaði sér á mjög óviðeigandi hátt í pólitískt mál rétt fyrir kosningar með ummælum sínum um að sannleikurinn ætti ekki að koma fram ef hann væri fenginn með stolnum gögnum.
Vandinn við þessi ummæli er margþættur, og ekki síst að gefinn er í skyn einhverskonar siðferðislegur brestur fjölmiðlanna sem hafa það hlutverk að koma upplýsingum til almennings. Undarlegastur þykir mér þó sá tónn að það sé óeðlilegt að veitast að valdinu, heldur eigi bara að trúa og treysta og vera helst ekkert að skipta sér af. Þessi skilaboð eru svo sett í samhengi við siðbót.
Leyndarhyggja kaþólsku kirkjunnar var hvati til siðbótar. Marteinn Lúther vildi afhjúpa kristnina, sem hann trúði á, fyrir almenningi. Það var ekki síst drifið áfram af löngun til að koma í veg fyrir valdamisnotkun. Meðan fáir vissu hvað stóð í Biblíunni gátu handhafar upplýsinganna túlkað þær á hvern þann hátt sem þeim hentaði.
Líkt er farið með stjórnmálin í dag. Bjarni Benediktsson hefur lagt fram túlkun á atburðarásinni í kringum eignarhald sitt á fyrirtæki í skattaskjólinu Seychelleseyjum og heppilegri tímasetningu á sölu sinni á eignum í Sjóði 9. Sú túlkun hefur ítrekað verið dregin í efa.Nú koma fram upplýsingar sem sýna að túlkunin er helber þvættingur, og sýna að blekkingum var beitt í skjóli valds.
Sko, ef markmiðið á að vera að byggja upp trú og traust í samfélaginu þarf að vera innistæða fyrir því. Það skiptir minna máli hvernig sannleikurinn birtist fólkinu heldur en það að fólk upplifi að réttlætið hafi sigrað og að réttvísin hafi náð fram að ganga.
Fjölmiðlar eru þannig í hlutverki Marteins Lúthers, að mótmæla valdamisnotkun, að upplýsa um hvernig sannleikurinn liggur, og að skapa grundvöll fyrir hreinskilni. Hagsmunir valdhafa eiga ekki að ganga fyrir.
Það að þagga niður í fjölmiðlum á grundvelli þess að þeir séu valdinu óþægir er ekki ásættanlegt undir neinum kringumstæðum. En það er gömul saga og þekkt. Galileo Galilei og Girolamo Savonarola eru bara tvö þekkt dæmi um menn sem voru dæmdir fyrir að uppljóstra sannleika sem hentaði valdhöfum illa. Innantómur siðferðisboðskapur er úreltur.
Sannleikurinn er ekki einkaeign kirkjunnar, né heldur leiktæki forsætisráðherra. Sannleikurinn er sjálfstæður að verðleikum og skal verja með öllum ráðum, eða öðrum kosti missa hann að eilífu. Eins og segir í Jesajabók, þar sem er fjallað um hvers vegna hrekja þurfi spillta leiðtoga frá: Þannig er rétturinn hrakinn burt og réttlæti stendur víðs fjarri því að sannleikurinn hrasaði á torginu, hreinskilnin komst ekki að. (59:14) Tími sannleikans er kominn. Hjálpum því sannleikanum á fætur og hleypum hreinskilninni að."
Smári ræðst á biskupinn fyrir að hafa boðorðið um að maður skuli ekki stela í heiðri sem hann er þó væntanlega skuldbundinn til að virða. Síðan tekur hann Martein Lúther fyrir og reynir að nota hann sem réttlætingu fyrir því að biskup sé á villigötum með boðorðin sín sem einhverskonar valdmisnotkun af því að Lúther hafi viljað klekkja á blekkingum í skjóli rétttrúnaðar kaþólsku kirkjunnar. Allt er þetta þó inngangur að hinni meiri rökfærslu Smára.
Aðalatriðið er að Smári þarf að ræða við formann Sjálfstæðisflokksins vegna fjármála hans. Smári setur fram fullyrðingu um sviksemi hans, lygar og valdníðslu án þess að rökstyðja hana frekar. Nokkurskonar boðorð eins og hann áfellist biskupinn fyrir að fara eftir.
"Nú koma fram upplýsingar sem sýna að túlkunin er helber þvættingur, og sýna að blekkingum var beitt í skjóli valds."
Í stærðfræði verða menn að færa fram sönnun á yrðingum eigi hún að hafa gildi. Smára McCarthy virðist það um megn enda sagður í leyfi frá stærðfræðinámi sínu vegna annarra starfa við að stjórna landinu. Bjarni Benediktsson er hinsvegar dæmdur léttilega fyrir helberan þvætting af Smára McCarthy sem "hjálpar þannig sannleikanum á fætur og hleypir hreinskilninni að."
Þessi ritsmíð Smára McCarthy er stórmerkileg og veitir innsýn í sérstakan hugarheim manns sem hefur höndlað sannleikann og vitnar til nafna spámanna og heimspekinga sem hann hefur rekist á til stuðnings við ályktanir sínar.
Drottinn veri því fólki hjálpsamur sem telur sig þurfa á leiðsögn Smára McCarthy Pírata og oddvita að halda á vegferð sinni um refilstigu stjórnmálanna.
23.10.2017 | 20:49
Vandamálið ræðir vandamálið
Í Morgunblaðinu er viðtal við Helga Hrafn Pírata sem ætlar að fórna sér fyrir þjóðina á ný með því að bjóða sig fram til Alþingis.
Aðspurður um kosningarnar framundan segir Helgi ljóst að breyta þurfi stjórnmálunum sjálfum. »Við erum ekki að fara í kosningar vegna þess að það voru háværar kröfur frá almenningi um það. Ríkisstjórnin féll og við erum vön því að þá sé farið í alþingiskosningar. Þetta er fyrirkomulag sem ég tel að komi til með að valda pólitískum óstöðugleika og vantrausti gagnvart stjórnmálunum,« segir Helgi Hrafn. Sannleikskorn er í þessu vissulega hjá Helga.
Kosningarnar snúist því einkum um traust til stjórnmálanna sem fyrirbæris. »Geta stjórnmálin ráðið við þau verkefni sem fólk vill að þau ráði við? Svarið við þeirri spurningu er óþægilega tvísýnt. Svarið á að vera já, þau geta það, en það er ekki alveg skýrt, sem er vandamál í sjálfu sér. Traust almennings á stjórnmálunum og stofnununum er ofboðslega lágt, það er í raun og veru sanngjarnt að kalla það viðvarandi krísuástand.«
Skyldi Helgi Hrafn ekki hafa velt því fyrir sér að hann sé hugsanlega sjálfur vandamálið? Talandi svo títt um nauðsyn á nýrri stjórnarskrá þegar enginn annar stjórnmálaflokkur sér á því knýjandi nauðsyn? Hvað aðra þjóðmálastefnu hefur þessi pírataflokkur yfirleitt?
Stjórnmálin þurfa að breytast segir Helgi.Gæti ekki veri að það sé hann sjálfur sem þurfi að breytast frekar en eitthvað annað? Sýna raunsæi og reyna samvinnu
Er traustið til hans sjálfs yfirþyrmandi? Er hann ekki sjálfur vandmálið sem er að ræða vandamálið sem honum finnst vera vandamálið en er það kannski alls ekki?
23.10.2017 | 09:04
Villir hún Viðreisn!
Viðreisn sem flokkur hefur inngömgu í Evrópusambandið á dagskrá sinni og upptöku Evru. FLokkurinn hefur evrópskt atvinnuleysi ungs fólks efst á sinni stefnuskrá. Sem er eiginlega stórundarlegt stefnumið við íslenskar aðstæður nútímans.
Fyrrum formaður hafði áður vakið þjóðarathygli með furðutillögum sínum um að banna íslenska peningaseðla. Og einnig upptöku myntráðs sem var næsti bær við niðurlagningu krónunnar og upptöku Evrunnar. Fáir munu hafa skilið þessar tillögur til nokkurrar hlítar og til eru þeir sem efast um að formaðurinn hafi skilið þær sjálfur til fulls. Allavega varla nægilega til að geta útfært þær í smáatriðum. Þurfti enda forsætisráðherra að stíga fram og taka af tvímæli um raunhæfið.
Viðreisn mældist nú síðast með 5.7 % fylgi þanngi að ekki er útséð með að þeir muni yfirleitt tolla inni á þingi í kosningunum. Vandséð er að það muni skipta sköpum fyrir framtíð lands og þjóðar, að þessi flokkur verði í áhrifastöðu meðað við þær furðutillögur sem áður er lýst. Miklu frekar má leiða að því líkur að margt muni verða með skilvirkara hætti fækki flokkum á Alþingi frekar en hitt. Og varla munu sauðfjárbændur flykkjast um flokkinn þann.
Eitt af því merkilegra sem frá þessum flokki hefur komið nú nýlega er að Þorsteinn Víglundsson ráðherra fullyrti með Benedikt Jóhannesson við sama borð"að fjögurra manna fjölskylda með 20 milljón króna húsnæðislán] gæti sparað sér á bilinu 150-170 þúsund krónur á mánuði í útgjöld ef vaxtakostnaður væri með sambærilegum hætti og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi."
Jón Valur Jensson skrifaði þessum bloggara svofellt:
"Ég skulda tæpl. 10,27 millj. Íbúðalánasjóðs-lán með 5% vöxtum, verðtryggt (án verðbóta eru eftirstöðvar nafnverðsins 8.448.221 kr.).
Þar var mánaðarleg afborgun vaxta 35.265 kr. 1. okt. sl., afborgun verðbóta 3.306 kr. og verðbætur vegna vaxta 7.597 kr., samtals 46.268 kr. Miðað við það myndi sambærilegt 20 millj. kr. lán kosta 89.900 kr.í vexti og verðbætur á mánuði...",
Þetta virðist því vera talsvert ódýrara en það sem Þorsteinn ætlar að spara Íslendingum í afborgunum eftir að þeir ganga í Evrópusamabandið. Áróður Viðreisnar og fleiri spekinga um ónýta krónu og ágæti Evrópusambandsins virðist ekki halda vatni.Þeir nefna heldur aldrei að þeir eru að bera saman erlend lán og lán í íslenskum krónum. Í hruninu þurfti að fella gengi krónunnar og margir voru þeir sem sáu skuldir sínar tvöfaldast við það tækifæri og getur undirritaður vitnað duglega um það.
Það sem Evruspekingarnir hafa heldur aldrei svarað er það, hvernig þeir ætla að fást við óraunhæfa kjarasamninga eftir að Evran hefur verið tekin upp? Nú ætla náttúrufræðingar sem opinberir starfsmenn með kjaraforystu landsins að taka sér 30 % kauphækkun á næstunni. Hvar á að fá Evrur til að borga þeim kaupið ef til dæmis á sama tíma kæmi bakslag í sjávarafurðaútflutning og ferðamennsku? Þá er ekki hægt að prenta evrur hér innanlands eða fella gengið.
Gjaldmiðill er ekkert annað en gjaldmiðill sem menn eru ásáttir um að nota.Hann var í formi sígaretta sem ekki voru reyktar í Þýskalandi eftir stríðið, postulíspeningar og leðurpeningar eftir héruðum voru notaðir í þýska hruninu svo eitthvað sé nefnt.
Íslenski fimmþúsundkallinn er bara fimmþúsundkrónu virði af því að við höfum samið um það að svo skuli vera. Pappírinn í honum er eiginlega ekki skítsvirði fyrir utan það samkomulag.
Ef náttúrufræðingar neita að taka við honum sem greiðslu og heimta Evrusðla?
Hvað þá ungi maður?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2017 | 12:32
Allan sparnað útlægan
með því að útrýma verðtryggingu og afnema vexti.
Það er krafan sem gapir framan í vegfarendur af veggspjöldum vinstri villinganna, Viðreisnar, VG og Samfylkingar.(Það tekur því ekki að nefna Pírata sem alvöru stjórnmálaflokk).
Þessir aðilar virðast ekki geta hugsað öðruvísi en í lánsfé.Þeir virðast ekki geta gert sér grein fyrir að eigið fé kunni að vera til eða geta verið möguleiki. Þeir geta þá ekki heldur gert sér grein fyrir að sparnaður geti verið til. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að sparifé kunni að geta verið til. Allavega virðist þeim vera algerlega sama um það fólk sem vill leggja fyrir en ekki eyða og skulda allt sem það getur. Þetta eru því sóunar-og eyðingaröfl. Fólk sem ekki getur hugsað öðruvísi en í sukki, sóun og fyrirhyggjuleysi.
Og af því leiðir endalaus kröfugerð til allra nema sjálfra sín. Sem grannt skoða er auðvitað eðli sósíalismans en hann er sá að ræna Pétur til að borga Páli. Skattleggja aðra og eyða sjálfur.
Enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur talað um að verðtrygging gæti verið æskileg fyrir sparendur. Enginn þeirra hefur samúð með öldruðum sem eiga einhverja aura á sparibókinni sinni. Þeir leggja fullan fjármagnstekjuskatt á þá lágu vexti sem bankinn greiðir þannig að ekkert er örugglega eftir af ávöxtun.
Aðeins stjórnarfar síðustu ára og lág verðbólga hefur bjargað þessu fólki frá stórtjóni. Allt það mun taka enda í næstu kjarasamningum þegar "samið" verður um sjálfsmorð krónunnar og verðbólgan sett í tuga prósentur. Þá verður gamla fólkið rænt enn einu sinni þar sem bankar hafa samráð um að gefa ekki kost á verðtryggingu sparifjár nema til þriggja ára. Það gefur auga leið hversu fús sá gamlingi er til slíks sem er kominn fram yfir meðalævilíkur.
Áberandi er hversu íslenskir stjórnmálamenn eru hræsnisfullir gagnvart öldruðum þegar þeir hreyfa ekki legg né lið til þess að siða bankana til í þessum efnum þegar það er skoðað að ríkið á bankana flesta.
Það er lágmarkstillitssemi við almenning að bankar geti gefið þeim sem geta geymt einhverjar krónur milli mánaða kost á að hafa verðtryggingu á bókinni sinni þó svo að engir vextir væru greiddir og þá heldur ekki fjármagnstekjuskattur af verðtryggingu eins og tíðkast hefur.
Ekki einu sinni Vilhjálmur Bjarnason hefur tekið afstöðu til svona sjálfsagðra hluta. Ætlar hann að vera í þeim söfnuði sem vill allan sparnað útlægan?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.10.2017 | 20:50
RÚV þoldi ekki skoðanakönnun
um sókn Sjálfstæðisflokksins. Það voru góð ráð dýr að framleiða gamlar "ekki fréttir" sem gætu hugsanlega skaðað Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn. Hvert atkvæði skiptir stofnunina RÚV, útvarp allra landsmanna, máli.
Næstu fréttir RÚV annað kvöld verða jákvæðar um VG og Samfylkinguna sem gætu orðið þeim flokkum til framdráttar.
Þannig gerast kaupin á eyri RÚV og óhagstæðra skoðanakannanna.
21.10.2017 | 17:13
Er fólk að átta sig
á að glamrið í Katrínu og Loga Má um að moka fé í allt og alla með því að taka það af þeim sjálfum fyrst gengur ekki upp.
Það verður óhjákvæmilega sama fólkið og á að fá gjafirnar sem verður látið borga þær fyrst. Það eru nefnilega engir aðrir til að borga heldur en hinn breiði massi.
Þó að þessir sósíalistar segist ætla að skattleggja þá ríku og alla þá sem eitthvað eiga þá gefur það ekki það sem til þarf. Það er fjöldinn sem verður að koma fram með peningana því þeir ríku eru ekki nógu margir.
Og hefur ekki inntak sósíalismans ávallt verið það, að skattleggja og eyða. Tax and spend-,. það er hin alþjóðlega skilgreining sósíalismans. Sósíalisminn hefur aldrei getað hugsað öðruvísi, Ekki að skapa og uppskera heldur að rifa upp með rótum og gleypa. Og síðan tekur skorturinn við sem sósíalisminn hefur svo alltaf verið skiptastjóri í. Alls staðar þar sem ráðstjórnin ríkir er skortinum einum að skipta.
Hugsanlega er fólk á Íslandi að átta sig á því um hvað er verið að kjósa eftir viku?
20.10.2017 | 09:02
Aðvörunarorð utan Sjálfstæðisflokks
koma í leiðara Fréttablaðsins í dag. Hörður Ægisson skrifar svo:
"Skattheimta á Íslandi er ein sú mesta á meðal þróaðri ríkja. Af umræðunni að dæma í aðdraganda kosninga mætti samt halda annað. Í stað þess að kosningarnar snúist um glórulausar hugmyndir um að auka verulega ríkisútgjöld á toppi hagsveiflunnar, með tilheyrandi skattahækkunum á almenning, væri fremur tilefni til að ræða um hvernig megi sýna meiri ráðdeild og sparnað í ríkisrekstri. Því fer hins vegar fjarri.
Flestir flokkar keppast um að yfirbjóða hver annan í óábyrgum útgjaldaloforðum. Fyrir liggur að tveir stjórnmálaflokkar Vinstri grænir og Samfylkingin hafa lagt til að útgjöld ríkissjóðs aukist árlega um 50 til 75 milljarða 2018 til 2022. Öllum má vera ljóst að útgjaldaaukning af slíkri stærðargráðu, sem nemur öllum greiddum tekjuskatti fyrirtækja, verður ekki fjármögnuð nema með umtalsverðum skattahækkunum. Þetta á ekki að þarfnast útskýringa.
Sömu flokkar hafa hins vegar að mestu látið hjá líða að gera grein fyrir því hvaðan fjármunirnir eigi að koma nema þá aðeins að ekki standi til að hækka skatta á almenning. Þess í stað eigi að hækka útgjöldin með sérstakri skattlagningu á ríkasta og tekjuhæsta hópinn í samfélaginu. Ekki er þetta trúverðugur málflutningur.
Hversu miklu gæti upptaka hátekju- og auðlegðarskatta skilað?
Í greiningu sem birtist í Markaðnum í vikunni var sýnt fram á að 48 til 76 prósenta hátekjuskattur á þá sem hafa meira en 25 milljónir í árslaun myndi auka skatttekjur ríkisins um 159 milljónir til 2,7 milljarða á ársgrundvelli. Þá gæti auðlegðarskattur sem lagður yrði á hreina eign að virði 150 milljónir skila 5,1 milljarði upp í allt að 10,2 milljarða, eftir því við hvaða skatthlutfall er miðað.
Þessar tölur eru hins vegar án efa mikið ofmat.
Fólk og fyrirtæki bregðast við skattahækkunum með því að draga úr vinnuframlagi og fjárfestingum. Þá er raunveruleikinn sá, núna þegar höft hafa verið afnumin, að fjárfestar geta fært eignir sínar úr landi, kjósi þeir svo. Ísland er ekki lengur eyland.
Forsvarsmenn flokkanna reyna nú að draga í land og gera lítið úr fyrri málflutningi sínum um að til hafi staðið að fjármagna kosningaloforðin einkum með hátekju- og eignasköttum. Þannig benda þeir á að það sé einnig hægt að sækja fjármuni með auknu skattaeftirliti, enn meiri álögum á sjávarútvegsfyrirtæki og arðgreiðslum úr bönkunum.
Sjávarútvegsfyrirtæki greiða nú þegar um fjörutíu prósent af hagnaði sínum í opinber gjöld og því vandséð að hækkun veiðigjalds geti skilað miklum tekjum til ríkissjóðs. Á komandi árum verður svigrúm fyrir sérstakar arðgreiðslur úr bönkunum til ríkissjóðs en þeim verður samt að ráðstafa til niðurgreiðslu skulda og fjárfestinga í innviðauppbyggingu og þannig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar.
Það væri glapræði við núverandi efnahagsaðstæður að ætla að nýta einskiptistekjur til að standa undir auknum ríkisútgjöldum. Staðreyndin er sú að tillögur um að stórauka útgjöld ríkissjóðs um tugi milljarða á hverju ári, án þess að ráðast í skattahækkanir á millitekjufólk, standast enga skoðun.
Tekjujöfnuður er hvergi meiri meðal þróaðri ríkja en á Íslandi sem er einmitt ástæða þess að jafnvel mjög hár hátekjuskattur myndi skila afar litlum viðbótartekjum í ríkissjóð. Um þetta er óþarfi að deila. Kjósendur eru ekki fífl og þeir munu sjá í gegnum þann blekkingarleik sem sumir stjórnmálaflokkar hafa kosið að bjóða upp á. "
Það er líklega ekki mikill fögnuður innan Samfylkingarinnar sem blaðið hefur nú heldur þjónað en hitt yfir þessum leiðara Harðar.En Hörður segir aðeins sannleikann. Og þarna kemur hann ekki frá Sjálfstæðisflokknum heldur beinlínis aðeins útfrá heilbrigðri skynsemi. Þeir sem ekki nenna að velta þessum staðreyndum fyrir sér áður en þeir hlaupa eftir upphrópunum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um stóraukna skattheimtu og greiða þessum flokkum atkvæði eiga ekki betra skilið en að fá að gjalda fyrir heimskuna.
Þessi aðvörunarorð eru ekki að koma frá Sjálfstæðisflokknum heldur frá heilbrigðri skynsemi.
20.10.2017 | 08:50
Endurkjósa afglapa ?
eins og Steingrím Jóhann Sigfússon sem enn einu sinni býður sig fram til ráðsmennsku?
Björn Bjarnason rifjar upp feril mannsins é frábærri grein í Morgunblaðinu í dag:
"Í umræðum um hagsmunamál þjóðarinnar út á við eins og útlendingamál verða menn að ganga fram af festu og alvöru. Gera verður mun á lögmætum flóttamönnum og ólögmætum hælisleitendum sem koma hingað til að njóta félagslegrar að- stoðar á meðan tilhæfulausar umsóknir þeirra eru afgreiddar.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði sl. vor að gert hefði verið áhlaup á landið með straumi hælisleitenda frá Albaníu og Makedóníu, öruggum Evrópulöndum. Hún sagði að við þessu yrði að bregðast. Síðan bættust Georgíumenn í þennan hóp. Megi marka nýjustu tölur um tilhæfulausar hælisumsóknir hefur þeim fækkað. Skýr pólitísk afstaða skiptir máli á þessu sviði eins og öðrum.
Með vinstristjórn breytast þessi pólitísku skilaboð til umheimsins megi marka orð frambjóðenda vinstri-grænna (VG), Samfylkingarinnar og Pírata. Útlendingamálin eru með öðrum orðum málaflokkur sem kjósendur ættu að hafa í huga við kjörborðið. Smyglarar á fólki hvort heldur í lögmætum eða ólögmætum tilgangi líta yfir sviðið og velja þann stað þar sem þröskuldurinn er lægstur. Hann hefur hvarvetna verið hækkaður í Evrópu. Hér vilja vinstriframbjóðendur lækka þröskuldinn enn frekar. Verði íslenski þröskuldurinn ekki hækkaður eykur það vanda og kostnað skattgreiðenda. Þjóðir hafa lögmætra hagsmuna að gæta. Beri þjóð ekki gæfu til að kjósa þá til forystu sem vilja taka gæslu þeirra að sér lendir hún í ógöngum. Íslensk stjórnvöld verða að átta sig á hvert stefnir í alþjóðamálum og gæta þjóð- arhagsmuna í samræmi við það.
Feilspor í Icesave-málinu
Galdurinn sem tryggir velgengni í utanríkismálum er að greina rétt hvernig hagsmunum þjóðarinnar er best borgið við ríkjandi aðstæður án þess að missa sjónar á gildi þess að eiga samstöðu með friðsömum, lýðræðislegum nágrannaríkjum.
Feilspor í utanríkismálum eru dýrkeypt. Slíkt spor var stigið með gerð Icesave-samninganna vorið 2009 undir forystu Svavars Gestssonar, Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur, ráðamanna VG og Samfylkingar. Niðurstaðan í höndum þessa fólks var gegn hagsmunum þjóðarinnar. Stjórnvöld höfðu ekki þrek til að standa gegn kröfum Breta og Hollendinga.
Saga þessa sorglega máls sýnir hvaða víti ber að varast. Vinstriflokkarnir sömdu, þjóðin hafnaði samningum þeirra og EFTAdómstóllinn í Luxemborg tryggði fullan sigur Íslendinga. Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, var hér á landi fyrir rúmri viku og ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við hann. Í samtalinu sagði: Spurður hvað hann vilji segja um Icesavedeiluna, nú þegar hægt er að líta um öxl og gera upp málið, segir Baudenbacher Icesavemálið sönnun þess að jafnvel þótt ESB sé ósátt við dóma EFTA-dómstólsins muni sambandið varla grípa til aðgerða gagnvart EFTA. Sá ótti var alltaf fyrir hendi að ef ESB myndi ekki una niðurstöðunni myndi það grípa til aðgerða gegn EFTA. Í þessum orðum felst að aðildin að EFTA og dómstóllinn, sem er hluti af henni, eru Íslandi mikilvægt skjól gagnvart ESB.
Innan ESB hefðu örlög okkar líklega orðið sömu og Grikkja sem settir voru í efnahagslega spennitreyju til að bjarga erlendum bönkum.
EES-samningurinn og Brexit
Í Icesave-málinu fékkst staðfesting á því að ESB sætti sig við niðurstöðu EFTAdómstólsins þótt tvö ESB-ríki teldu mikið í húfi fyrir sig. Þetta kann að skipta miklu fyrir íslenska hagsmuni á komandi óvissuárum vegna úrsagnar Breta úr ESB Brexit.
Varðstaða um EES-samninginn er lykilatriði við gæslu íslenskra hagsmuna. Tveggja ára úrsagnarfrestur Breta gagnvart ESB rennur, samkvæmt sáttmála ESB, út í mars 2019. Breska stjórnin hefur að auki farið fram á tveggja ára umþóttunartíma, það er fram á vor 2021. Sama ár lýkur fjögurra ára kjörtímabili sem hefst hér með kosningunum 28. október. Í komandi kosningum velja kjósendur þingmenn til setu á kjörtímabili þegar reynir mjög á forystu og framkvæmd í samskiptum við ráðamenn í London. Sagan kennir að telji Bretar brýna eigin hagsmuni í húfi hika þeir ekki við að beita sér gegn okkur í einni mynd eða annarri aðeins í eigin þágu.
Ný ESB-umsókn
Í tíð vinstristjórnarinnar á árunum 2009 til 2013 sömdu menn ekki aðeins af sér í Icesavedeilunni heldur var aðildarumsókn að ESB klúðrað. Umsóknin reyndist feigðarflan, til þess eins fallin að skapa óróa og upplausn í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin stjórnaði ferðinni og vinstri-grænir voru viljalaust verkfæri þeirra.
Kannanir sýna miklar líkur á að þriggja flokka vinstristjórn VG, Samfylkingar og Pírata ýti nýrri ESB-aðildarumsókn úr vör. Kannanir sýna einnig að 87% kjósenda Samfylkingarinnar vilja taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið; 83% kjósenda Pírata eru hlynnt slíkum viðræðum og 45% kjósenda VG vilja aðildarviðræður við sambandið en 34% eru á móti því. Setjist fulltrúar þessara flokka í ríkisstjórn verður aðild að ESB meðal stefnumála hennar hvort sem þeir viðurkenna það fyrir kosningar eða ekki. Þjóðinni verður kastað út í átök um tilgangslaust mál hvort sem litið er á hagsmuni þjóðarinnar eða stöðuna innan ESB. Bretar verða í úrsagnarferli allt næsta kjörtímabil. Að vinna að aðild Íslands að ESB samhliða varðstöðu um tvíhliða samskipti við Breta er uppskrift að vandræðum.
NATO-aðildin
Ráðstefnan Hringborð norðursins hefur verið haldin fimm sinnum í Hörpu. Í ár var í fyrsta sinn efnt til sérstakrar hliðarráðstefnu um öryggismál í tengslum við hringborðið. Öryggismálastofnun í München (MSC) efndi til þessarar hliðarráðstefnu vegna breyttra aðstæðna á norðurslóðum. Münchenstofnunin nýtur mikillar virðingar og er vettvangur áhrifamanna frá öllum heimshlutum. NATO-ríkin stefna að því að auka eftirlit með kafbátaferðum á hafsvæðunum umhverfis Ísland, GIUK-hliðið dregur að nýju að sér hernaðarlega athygli. Tengslin milli gæslu öryggishagsmuna á Norður-Atlantshafi og fyrir botni Eystrasalts skipta meira máli en áður vegna aðildar Eystrasaltsríkjanna að NATO og öryggishagsmuna Finna og Svía. Á næsta kjörtímabili reynir á íslensk stjórnvöld í þessu tilliti, að þau taki ákvarðanir sem þjóna hagsmunum þjóðarinnar og friðsamra nágranna hennar. Innan Samfylkingarinnar mega þeir sín minna en áður sem eru heilsteyptir í stuðningi sínum við NATO. Innan VG er andstaða við NATO-aðild og Píratar eru óþekkt stærð í öryggismálum með Edward Snowden sem bandamann í Moskvu. Utanríkismál skipta höfuðmáli í kosningum.
Sé litið til stefnunnar í útlendingamálum, afstöðunnar til ESB og stefnunnar í öryggismálum hafa kjósendur þann kost að kjósa yfir sig óvissu og upplausn. Þeir geta kosið vinstriflokkana sem fórnuðu hagsmunum Íslendinga í Icesave-málinu og ætla að hefja ESB-feigðarflanið að nýju."
Enn er Steingrímur Jóhann sá sem völdin hefur í VG vegna ístöðu-og pólitísks hugmyndaleysis Katrínar Jakobsdóttur sem menn sáu birtast fyrir myndun síðustu ríkisstjórnar.Svandís Svavarsdóttir er náin samverkakona hans og dóttir afglapans Svavars Gestssonar sem gerði Icesave samninginn í umboði Steingríms Jóhanns af því að þeir nenntu ekki að hanga lengur yfir málinu sem Svavar orðaði svo fyrir þá báða.
Þeir landsmenn sem ætla að kjósa þetta lið yfir sig enn einu sinni eru haldnir alvarlegu minnis-og líklega líka dómgreindarleysi. Þetta fólk hefur ekkert breyst. Það getur ekki tekið rökrænar ákvarðanir í neinum flóknum málum heldur lætur stjórnast af flumbrugangi og hroðvirkni. Það getur ekki klárað hin þýðingarmestu mál daglegs lífs heldur byggir tilveru sína á upphrópunum,upphlaupum og popúlisma.
Hamingjan forði Íslandi frá stjórnarathöfnum þessa fólks.
Endurkjósum ekki afglapa til æðstu valda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko