Bloggfærslur mánaðarins, október 2018
30.10.2018 | 09:09
Réttarhöld
yfir meintum morðingja Birnu Brjánsdóttur fara nú fram.
Mér fannst furðulegt að sjá mismuninn á slíkum réttarhöldum hér og erlendis. Sá grunaði er sportlega klæddur, virðist léttur í lund og slær um sig með handleggjunum. Erlendis eru slíkir menn leiddir inn í járnum og jafnvel fangabúningum.
Þessi réttarhöld okkar eru greinilega frábrugðin því sem fréttir sýna manni erlendis frá hvernig grunaðir sakamenn eru meðhöndlaðir.
30.10.2018 | 09:03
Hagsmunaaðilar ráða skipulagi
í Reykjavík.
Svo segja fréttir í Mogga:
"Við hönnun nýja Kringlusvæðisins er tekið tillit til hugmynda um að setja Miklubraut í stokk. Þá er gert ráð fyrir biðstöðvum fyrir borgarlínu vestan og norðan Kringlunnar. Fasteignafélagið Reitir fer með hönnun Kringlusvæðisins. Efnt var til hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins og urðu Kanon arkitektar hlutskarpastir. Greint var frá vinningstillögunni í nóvember í fyrra.
Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum, segir að vinna við nýtt aðalskipulag fyrir svæðið sé í gangi. Eftir það taki við gerð deiliskipulags vegna fyrstu áfanga uppbyggingarinnar. Nú sé miðað við 160 þúsund fermetra af nýju húsnæði, þar með talið 850 íbúðir. Til samanburðar var rætt um 500-600 íbúðir í fyrrahaust.
Meta þörf fyrir bílastæði
Við skipulagsvinnuna hafi verið haft samráð við fjölda aðila, meðal annars Vegagerðina, Veitur, rekstraraðila og fasteignaeigendur. Jafnframt hefur verið unnin greining á umferð svæðisins og bílastæðaþörf. Hvort tveggja er mjög ákvarðandi varðandi hversu mikið og hvernig er hægt að byggja, segir Friðjón og upplýsir að þessi undirbúningsvinna hafi reynst tímafrekari en áætlað var. Þó sé ekki víst að það tefji fyrir uppbyggingu á svæðinu.
Meðan rammaskipulagið var í vinnslu hafi farið fram sveitarstjórnarkosningar. Þá kemur fram sú hugmynd að setja Miklubraut í stokk. Það breytir forsendum verkefnisins. Borgarlínan hefur jafnframt færst nær veruleika en þegar lagt var af stað í þetta verkefni, segir Friðjón.
Hann bendir á að það geti borgað sig fyrir Reiti að tímasetja uppbygginguna með hliðsjón af þessum nýju innviðum, jafnvel þótt Kringluverkefnið sé alveg óháð slíkum innviðum.
Enginn vilji mislæg gatnamót
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, tekur undir þetta og segir að með því að aflétta veghelgun við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar skapist ný tækifæri til uppbyggingar á svæðinu. Þetta verður þá mun meira gæðasvæði fyrir íbúðir en ef Miklabrautin er ofanjarðar. Þarna hefur frekar verið gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði en íbúðum. Með stokk skapast því færi á nýrri landnotkun.
Fyrir okkur og Kringlusvæðið viljum við gjarnan sjá þennan stokk verða að veruleika. Ég trúi því ekki að nokkur vilji byggja mislæg gatnamót upp í loftið á mörkum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, segir Guðjón.
Hann segir aðspurður að hugmyndir um hótelturn til norðurs við Kringluna hafi verið endurmetnar. Nú sé til skoðunar að hafa jafnvel tvö hótel sitt í hvorri byggingunni. Guðjón segist aðspurður vonast til að framkvæmdir hefjist að ári gangi skipulagsvinna og samningar við hagsmunaaðila eftir og að fyrsta áfanga ljúki fyrir árslok 2021. Líklegast verði byrjað á að rífa gamla hús Morgunblaðsins og prentsmiðjuna til að rýma fyrir nýbyggingum. Raunhæft sé að uppbyggingu á svæðinu verði lokið árið 2030.
Friðjón segir að jafnframt því sem ytri forsendur verkefnisins séu að breytast sé áætluð þörf fyrir atvinnuhúsnæði einnig í skoðun. Um 20% af flatarmáli Kringlunnar fari nú undir veitingasölu og afþreyingu. Erlendis sé víða miðað við að hlutfallið sé um 40% í nýjum verslunarmiðstöðvum.
Horft sé til þess að netverslun sé að sækja í sig veðrið. Því sé spáð að til dæmis fataverslanir muni ekki þurfa jafn marga fermetra og í dag. Friðjón segir aðspurður að uppbyggingin miði við um 3.600 bílastæði á svæðinu en stæðin séu nú um 2.400. Svæðið verði afar vel tengt m.t.t. samgangna. Það skapi tækifæri fyrir íbúa til að vera án einkabíls.
Verði notkun borgarlínu umfram spár muni þörfin fyrir einkabíl minnka að sama skapi."
Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur þá stefnu að útvista verkefnum á skipulagssviði til vildarvina. Má minna á Ólaf Ólafsson á Sundabrautarsvæðinu þar sem hún var gerð dýrari um 11 milljarða sem greiði við hann. Nú eru Reitir með einkaleyfi á framtíð Reykvíkinga umferðarlega séð.
Það merkilega er að menn tala um umferðarstokka eins og þeir séu sjálfsagður hlutur. Engin tilraun er gerð til að bera saman kostnað af því að byggja brýr eða jarðgöng. Það virðist hinsvegar nokkuð ljóst með leikmannsaugum séð að jarðgöng með útskotum, aðkomu björgunarbíla og slökkviliðs og loftræsikerfum hlýtur að vera dýrari en mislæg gatnamót á yfirborði. Enda eru slíkar framkvæmdir ekki að sjá í Florida svo eitthvað sé nefnt þar sem vegbrýr flétta umferðina svo undravert er.
En það er líklega til marks um hversu Borgarstjórnarmeirihlutinn er illa á vegi staddur að allri andlegri getu, að hann felur fólki út í bæ að leysa málin sem þeir voru þó kjörnir til. Hugsanlega er Braggamálið til marks um það andlega getuleysi sem einkennir tætingsliðið í smáflokkaflórunni sem myndar meirihlutann svo að þessi Reita-og Ólafsmál verða skiljanlegri en ella.
Það er greinilegt að vilji stendur til að hefja óafturkræfar framkvæmdir sem falla að stefnunni um Borgarlínu og útrýmingu einkabílsins áður en Borgarbúum gefst tækifæri til að mótmæla í kosningum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2018 | 20:28
Það þarf aðeins vegrið
í miðjuna á brautinni á þessum 8 kílómetrum til að tryggja að ekki verði fleiri slys vegna framanákeyrslu.
Það má alveg banna framúrakstur á þessum kafla meðan ekki er aur til að tvöfalda.
En veggjöld til framkvæmda er það sem koma skal eins og Jón Gunnarsson er að halda að okkur. Þá fáum við framkvæmdir fyrr en þetta venjulega me-me um engar fjárveitingar.
En ekkert mál með vegrið í vegarmiðju á hættulegustu kaflana og enga framúrkeyrslu.
29.10.2018 | 12:41
Fyrir þetta borgum við!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.10.2018 | 18:26
Styrjöld fólksins gegn fólkinu
er að hefjast.
Hinn nýi hershöfðingi fólksins í stríðinu við fólkið er Drífa Snæbjörnsdóttir. Hún segir við þetta tækifæri:
" Veturinn leggst vel í mig. Þetta verður stuð og þetta verður barátta. Við þurfum á allri okkar samstöðu að halda. Við þurfum að hugsa í lausnum og vera svolítið skapandi til að þetta gangi eftir. Vonandi munum við á vormánuðum standa uppi með betri kjör og betra samfélag, sagði Drífa um þau verkefni sem fram undan eru en kjaraviðræður hefjast á næstunni."
Hver skyldi nú vinna orrustuna við krónuna sem framundan er.
Fyndið ef ekki sorglega gamaldags rétt eina ferðina enn. Er einhver þjóðarsátt í augsýn að afloknu ASÍ þingi?
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu styrjaldarinnar þar sem fólkið tekst á við sama fólkið með óhjákvæmilegan langtíma ósigur allra sem líklegustu niðurstöðuna.
28.10.2018 | 12:53
Silfur Egils
vara að ljúka í þessu.
Stefán Einar Stefánsson vakti sérstaka athygli mína í þessum þætti.Stefán rakti það hvernig hagsmunir launþega og atvinnufyrirtækja færu saman að gera ekki ráðstafanir sem leiða til kollsteypu. Hann taldi sig aldrei hafa orðið var við sérstakan illvilja viðsemjenda sinna þegar hann var í forsvari við VR sem formaður í kjaraviðræðum og varð Gunnar Smári þegar óðamála við þetta í frammígjammi. Miklu fremur hefði hann orðið var við gagnkvæman skilning á markmiðum kjarasamninga.
Auðvitað rauk nýkommúnistinn og fyrrum Baugsþjónninn Gunnar Smári Egilsson upp eins og naðra með venjulega hatursorðræðu gegn allri skynsemi og fullyrðingum um illvilja allra stjórnmálaflokka gegn fátæka fólkinu í landinu sem hefðu flutt mestalla skattbyrðina af þeim ríku yfir á þá fátæku. Það er ekki við góðu að búast þegar þessi Gunnar Smári virðist vera orðinn aðalhugmyndafræðingur Eflingar með vaxandi völd og áhrif á framtíð kjarsamninga.
Annar skynsemdarmaður var i þættinum. Ragnar Önundarson benti á það að það gengi ekki að telja ofurlaun sjálftökumanna með innbyggða hækkunarsjálfvirkni til frádráttarbærra útgjalda í atvinnurekstri. En aðeins sá kostnaður sem telst nauðsynlegur til öflunar tekna á að vera frádráttarbær samkvæmt skattalögum. Þetta sýnist manni til friðmælis fallið sem innlegg í komandi kjaraviðræðum.
Mér skildist Ragnar telja að upptaka hátekjuskatts væri framundan sem sáttainnlegg og má vera satt við núverandi stöðu. Ragnar taldi samt ekki útilokað að komandi kjarasamningar myndu leiða til nýrrar þjóðarsáttar sem gæti forðað þjóðinni frá kollsteypu. Ragnar er greinilega ekki búinn að gefa upp alla von um að hinir skynsamari menn muni fá einhverju ráðið við samningana framundan.
Athyglisverð voru ummæli Ragnars um hvernig Samkeppniseftirlitið hefði brugðist neytendum og hér virtist vera hvarvetna stuðlað að meiri fákeppni og samrunum.
Inga Sæland hafði fátt til mála að leggja nema venjulegar upphrópanir um fátækt og að tyggja upp kröfur verkalýðshreyfingarinnar um 425.000 krónur skattfrjálsar.Fáir vilja hinsvegar vilja spyrja hvers virði þessar krónur verða í fyllingu tímans þegar afleidd verðbólga af þessari kröfugerð hefur fengið að bregða á leik.
Í framhaldi ræddi Egill við prófessor Gallbright frá Texas.Hann sagði að framganga Evrópusambandsins gagnvart Grikkjum í framhaldi af hruninu hefði verið glæpsamleg og aðeins verið stjórnað af hagsmunum fjármálakerfisins í ríku löndunum. Nú biðu Spánverja, Portúgala og Ítalíu sömu örlög.
Egill spurði Gallbright beint út um það hvort Íslendingar ættu að taka upp Evru?
Svar prófessorsins við þessari spurningu Egils í Silfrinu var stutt og ákveðið NEI..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2018 | 09:40
Í slagtogi með þessu réttarfari
erum við Íslendingar. Höfum ekki við að birta fréttir af íslenskum lögmönnum með misgóðar prófgráður sem eru að vísa fýlumálum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Hér dæmi sem vert er að skoða um það réttarfar sem við sleikjum vegna EES samningsins eldgamla og úrelta:
" Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm þess efnis að það sé ekki skerðing á tjáningarfrelsi að vera dæmdur fyrir að kalla spámanninn Múhameð barnaníðing. Austurrísk kona var dæmd til sektargreiðslu fyrir þau ummæli sem hún lét falla á fyrirlestri árið 2009.
Konan sagði Múhameð barnaníðing vegna hjónabands hans með hinni sex ára Aishu en samkvæmt íslömskum hefðum sváfu þau fyrst saman þegar hún var níu ára og Múhameð fimmtugur.
Dómstóll í Austurríki benti á að konan hefði talað um að Múhameð hefði stundað kynlíf með barni. Hvað köllum við það annað en barnaníð? sagði hún.
Hún var sakfelld fyrir ummæli sín fyrir austurrískum dómstólum en þau voru sögð handan marka tjáningarfrelsis. Hún var dæmd til að greiða 480 evrur í sekt.
Konan hélt því hins vegar fram að ummæli hennar væru innan marka tjáningarfrelsis og að trúarhópar yrðu að þola gagnrýni.
Hún hefur haldið því fram að skilgreiningar og gildi samfélagsins á því hvað flokkist sem barnaníð sé öðruvísi nú en þegar Múhameð var uppi. Þrátt fyrir það eigi orð hennar erindi til almennings.
Hún var ósátt við dómsniðurstöðuna í Austurríki og sendi málið til Mannréttindadómstólsins. Hann staðfesti austurríska dóminn.
Að mati dómsins er konan sérfræðingur sem setti fram gildishlaðna fullyrðingu sem hún vissi að væri ekki samkvæmt sannleikanum. Auk þess hefði konan ekki leyft umræðu um ummælin og voru þau skilgreind sem hatursorðræða."
Er ekki kominn tími til að skilja sig frá þessum Evrópufíflum, vera frjálst og fullvalda ríki aftur og hætta slagtogi með þeirra réttarfari?
27.10.2018 | 14:17
Einkaframkvæmd Arnarnesvegar
var hugmynd sem kom fram á fundi Kópavogsíhaldsins í morgun. Hún kom fram í ljósi þeirra tíðinda að Ríkið ætlar ekki að leggja pening í þessa framkvæmd fyrr en eftir 2024.
Allir verða því án vegarins frá beygjunni kröppu í Kópavogi og skólagörðunum í enda vegstæðis Arnarnesvegar og yfir á Breiðholtsbraut. Tæpur 1.5 km. sem verður ekki lagður samkvæmt hefðbundinni betlistefnu sveitarfélaga sem ríkir gagnvart samgönguáætlunum Alþingis fyrr en eftir svo svo lengi eftir 2024.
Þá kom upp sú spurning hvert einhverjir séu tilbúnir að leggja þennan stubb í einkaframkvæmd og fá veggjöld í staðinn af þeim sem vilja keyra þennan veg. Það liggur fyrir að óbreyttu að enginn keyrir þennan veg næstu 5 árin.
Ef einhver legði hann núna í einkaframkvæmd þá myndi hann kosta kannski milljarð eða meira. Segjum að hann yrði búinn í ársbyrjun 2020.
Ekki er ólíklegt að 10.000 bílar, Íslendinga og ferðmanna. myndu keyra veginn á sólarhring. Kannski helmingi fleiri. Ef hver borgaði hundrað kall fyrir bununa þá kæmu inn 365 milljónir á ári.
Þá er bara spurning hvort þetta sé ekki bísness að gera þennan 1.5 kílómetra stubb Arnarnesvegar að veruleika og skólagarðarnir fari annað með kálið sitt?
26.10.2018 | 21:46
Google gerir vondar breytingar
gmail. Eftir þær gengur pósturinn miklu verr. Innhólfið birtist stundum seint og illa.
Álíka pirrandi og update-in á Windows 10 frá Microsoft sem gera aldrei neitt nema að gera vont verra. Guð hvað ég hata Microsoft og vildi að maður gæti fengið eitthvað annað. Windows 7 var miklu skárra en þetta he...10. Eða það finnst mér.
Nú er Google komið á fullt með breytingar sem bara gera gott verra.
26.10.2018 | 09:43
Óskiljanlegur fjandskapur við Rússa
heldur áfram í tuddaskap íslenskra ráðamanna.
Guðni Ágústsson gerir þessu góð skil í Mbl. í dag. Hann segir m.a.:
"...Enginn Íslendingur gleymir heldur þeim drengskap sem Rússar sýndu okkur í bankahruninu, við stóðum einir með hryðjuverkalög Bretana á herðunum, allt að lokast hér, en þá réttu þeir vinarhönd og buðust til að hjálpa ásamt örfáum öðrum þjóðum.
Síðar kom að ögurstund hjá Rússunum 2015 þegar ESB taldi mikilvægt að beita þá viðskiptabanni og við hlýddum frumhlaupi utanríkisráðherrans, Gunnars Braga Sveinssonar, að vera með þeim stóru í stríðinu. Það gerðu Færeyingar ekki og reyndar ekki heldur mörg lönd í ESB.
Það er fullyrt að andsvar Rússa, sem beit okkur fastast, hafi nánast þá kostað okkur öll viðskipti við Rússa, milljarða á milljarða ofan, en fórnin var leikrit hjá sumum ESB-þjóðunum og viðskiptatapið hvergi jafn hlutfallslega stórt og hér á landi. Og svo kom kórónan þegar utanríkisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson vinur minn, sá ástæðu til að banna forseta Íslands, sjálfum sér og menntamálaráðherra að sækja HM í Rússlandi og berjast með strákunum okkar á stærstu stund Íslenskrar knattspyrnu. Hinar Evrópuþjóðirnar sumar þekktu ekki þetta bann og sendu sína höfðingja til leikanna þegar að þeirra liði kom og Pútín sjálfur sat við hlið sumra þeirra eins og sönn íþróttahetja og klappaði fyrir báðum liðum.
Sjálfum þótti mér það merkilegt vináttubragð Rússanna að á sama tíma var ýtt úr vör framleiðslu á Ísey skyri í Garðaríki með samningi við MS. Þar var ég og varð vitni af vinskap Rússanna en þeir sendu skyrið bæði til okkar og sinna manna og stóðu með strákunum okkar, það staðfestir magnað myndband sem þeir gerðu í þakklætisskyni.
Oft er gott sem gamlir og reyndir kveða, Kristinn Guðmundsson fv. utanríkisráðherra og sendiherra í Moskvu, gaf Rússum þessa lyndiseinkunn: Rússar eru trygglynt fólk og sómakært, betri og traustari starfsmenn er vart hægt að hafa í þjónustu sinni.
Þetta skynja ég hjá mörgum Íslendingum sem vinna og hafa unnið í Rússlandi. Það er uppgangur hjá Pútín forseta í Rússlandi. Þess vegna eigum við að nota afmælisárið til að efla vinskap og samskipti okkar á ný við Rússana og endurskoða viðskiptabannið. Þar með eflum við frelsi okkar sjálfra eins og sagan sannar eftir 75 ára stjórnmálasamband landanna."
Fyrir mér er áframhald heimskunnar sem taglhnýtingar ESB óskiljanleg.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko