Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018
7.11.2018 | 10:35
Gleraugu fyrir eldri borgara
voru keypt samkvæmt þessari sögu sem mér var send og beðinn fyrir til Björgvins Guðmundssonar til sannprófunar:
"Gunnar eldri borgari hugsaði til þess að endurnýja gleraugu sín, og hafði heyrt, að verklýðsfélagið borgaði gleraugu eldri borgara.
Hann tölti því í gleraugnaverslun, og keypti ný gleraugu fyrir 25 þús. kr. og reikninginn skyldi senda á verkalýðsfélagið.
Nú byrjar ballið ? Gunnar fékk reikning frá verklýðsfélaginu uppá 7 þús. kr. Þetta skyldi Gunnar ekki, og spurði um ástæðu.
Ja, verkalýðsfélagið tekur 7 þús. kr. í umsýslugjald var svarið. Þá voru eftir 18 þús. kr. sem verklýðsfélagið lagði á bankareikning Gunnars.
Nú kom yfirlit frá bankanum, sem sýndi að hann hafði dregið kr. 6 þús. af upphæðinni sem skatt af skattskyldum tekjum Gunnars eldri borgara.
Þá voru eftir 12 þús. kr. á reikningi Gunnars eldri borgara, og þarmeð runnu upplýsingar til Ríkisskattstjóra, og áfram til Tryggingastofnunar.
Þar kom nokkuð til sem heitir skerðing, krónu á móti krónu...
Það er munur að vera eldri borgari í verkalýðsfélagi, sem kaupir og gefur manni gleraugu, en bankafantarnir og Trygginga ( Hrygginga) stofnun og skattaskelfir sleikja útum !!! "
7.11.2018 | 09:54
Samúðarkveðjur tl Trump
sem þarf nú að kljást við Demókratadótið sem er búið að sanna að það lýgur og rógber allt sem Forsetinn þarf að framkvæma og svífst einskis. Álíka að náttúru ef ekki verra en það óþjóðhollasta og heimskasta liðið sem við glímum við á Alþingi okkar Íslendinga.
Trump hefur sýnt svo alveg ótrúlegt starfsþrek í kosningabaráttunni að fá dæmi eru um annað eins. Því miður dugði það líklega ekki alveg til að sigra í Fulltrúadeildinni en það marði Öldungadeildina.
Lyga-og undirferlisnáttúra Demókrata opinberaðist best í galdraofsóknunum gegn Brett Kawanough sem var einstakur viðburður í lygum og mannorðsmorðum. Það ferli allt sannaði yfirgengilega ónáttúru Demókrataflokksins sem svífst einskis til að grafa undan löglegum stjórnvöldum og fórna til þess næstum hverju sem er af hagsmunum þjóðarinnar fyrir skammtíma stjórnmálalegan ávinning.
Trump á hinsvegar eftir að sýna það að hann kann öðrum betur að deila og drottna og höggva mörg spjót af skafti.Honum er óskað allra heilla í viðureigninni við rógberana í Fulltrúadeildinni sem framundan er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2018 | 09:39
FIWOW
léttir áhyggjum af landsmönnum. Margir höfðu kvíboga af því að íslensk flugstarfsemi myndi verða fyrir lítt bætanlegum áföllum ef ekki yrði gripið í taumana.
Það var aldrei nein þörf á WOW Air og starfsemi þess hefur aðeins orðið til samanlagðs tjóns. Samkeppnisþátturinn var alltaf aukaatriði og stofnun félagsins byggðist á einhverri óútskýrðri bjartsýni. Eiginlega byggð á módeli Jóns Ásgeirs sem var að komast fyrst yfir banka og síðan flugfélag.
Alveg burtséð frá því að Warren Buffet sagðist yfirleitt ekki fjárfesta í flugrekstri, þá mætti WOW velvild landsmanna undir yfirskini verðlækkana á flugfargjöldum. Það virtist auðvelt að fá nýjar flugvélar lánaðar og um tíma virtist dæmið ganga upp með að félagið virtist eiga fyrir breytilegum kostnaði án þess að allt sé vitað um skuldasúpuna. En það þarf meira til og við andbyrinn hrundi auðvitað allt.
Nú er vonandi að þetta svonefnda Samkeppniseftirlit fari ekki að skipta sér af þessum kaupum. Enda er þetta ein af þeim ríkisstofnunum sem er til einskis gagns fyrir Íslendinga og hefur aldrei gert þeim neitt nema ógagn. Aldrei orðið til neins gagnlegs eins og nú stefnir í með Persónuvernd sem er sambærileg fánýtisstofnun sem nú blæs út eins og púki á fjósbita.
Þessar stofnanir má báðar leggja niður án þess að það breytti nokkru fyrir íslenska neytendur. Frjáls markaður er nefnilega fullfær um að sjá fyrir nauðsynlegri samkeppni í athöfnum. Persónuvernd einstaklinga er sjálfgefin fyrir þá sem þurfa á slíku að halda en auðvitað á hver að passa sig sjálfur og vera verndaður af lögum landsins gegn persónunjósnum. Þess í stað er verið að blása út opinbert skrímsli sem er til einskis gagns nema að brenna peningum og berjast við vindmyllur.
FIWOW er góð byrjun á leiðinni til hagskvæms íslensks flugrekstrar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi sem er nógu erfitt.
6.11.2018 | 10:57
Tilraun til kosningaáhrifa
Já, ég er að reyna að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar því að það er greinilegt að Trump hefur haft jákvæð áhrif á allt þjólífið þar.
Allir hagvísar eru upp frá tímum Obama og demókratanna.
Vonandi sjá bandarískir kjósendur að hagur þeirra er meiri með sigri Rebbanna en Demmana.
Áfram Trump!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.11.2018 | 09:40
Endatafl
virðist blasa við eftir viðskiptin með WOW.
"WOW er með rúmlega 70 milljarða skuldaklafa og á ekkert. Ég veit ekki hvernig þetta verður tæklað, " segir Geir Ágússton.
Á 9 % vöxtum talsvert af því? Og engin flugvél fylgir?
Verður ekki Icelandair að reyna að losna við þetta dót í endataflinu? Ekki getur verið mikil hagkvæmni í að fara að reka Airbus með Boeing?
Endataflið er eftir.
6.11.2018 | 09:19
Enn einn kolefnispostulinn
fimbulfambar í Fréttablaðinu. Ari Trausti segir:
"Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni.
Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum.
Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endurvarp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull.
Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni.
Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta â þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig.
Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að koma mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að."
Ekki stendur á fullyrðingum þessa kolefnispostula sem eru gersamlega órökstuddar. Hver segir að rýrnun jökla og hafsíss séu óæskilegar.? Hefur hafíssinn ekki bara staðið í stað eða aukist? Eða hvrsvegna má þetta ekki sveiflast með útgeislun sólar?
Hvar var Klofajökull til forna? Hver sá um að hann stækkaði og hvarf sem slíkur?
CO2 hefur ekki verið minni í andrúmsloftinu í 600 milljón ár. Hvernig veit Ari Trausti hvað er rétt koltvísýringsinnihald í lofthjúpnum eða hvað sé rétt hitastig hans?
Hver gefur þessum Ara Trausta heimild til að fyrirskipa minnkun hagvaxtar og að rýra lífskjör alls almennings með svona röklausu bulli?:
"Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta â þekktra birgða liggja kyrrar."
Það er ábyrgðarhluti gagnvart mannkyninu að láta svona ósönnuðum fullyrðingum ofstækisfullra kolefnispostula ómótmælt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2018 | 09:03
Enn meira EES bull
leggjum við Íslendingar á okkur vegna þessa úrelta samnings sem hefur fáu valdið okkur nema vandamálum og kostnaði til þessa. Enda til hans stofnað af krötunum sem fífluðu Sjálfstæðisflokkinn til fylgilags.
Nú setjum við alla rútubílstjóra á námskeið til þess að þeir geti keyrt í Evrópu. Sjálfsagt alltaf gott að mennta fólk en þetta er vafasamt og kostar mikið. Áður skiptum við orkumarkaðnum upp með tvöföldun kostnaðar en engum ávinningi. Svo fífluðumst við til að innleiða Persónuverndina sem engu skilar nema bulli og kostnaði.
Svo hækka núna allir bílar vegna kolefnisþvælunnar sem stafar frá fundi hinna fjörtíuþúsund fífla í París sem íslendingar fylgja eins og hundar á roði meðan Trump sér í gegn um þetta rugl og dettur ekki í hug að leggja byrðar á Bandríkjamenn og hækka fyrir þeim bílana vegna þessarar vitleysu.
Hvenær ætla Íslendingar að standa í lappirnar sem fullvalda þjóð og endurskoða þetta úrelta EES bull?
5.11.2018 | 13:57
Öfundin sem allt drífur
er allstaðar sýnileg. En þeir sem rökuðu til sín eru bara sammála um eitt. Að láta ekkert til baka af sínu. Og halda að þeir komist upp með það.
"Björgvin Guðmundsson skrifar:
Atvinnurekendur og yfirstéttin hamast nú gegn launakröfum Starfsgreinasambandsins og verkalýðsfélaganna. Þeir segja, að kröfur SGS muni leiða til verðbólgu, verði þær samþykktar og jafnvel er spáð, að þær leiði til nýs hruns. Þessar heimsendaspár heyrðust hins vegar ekki, þegar laun ráðherra, þingmanna, embættismanna, forstjóra og annarra í yfirstéttinni voru hækkuð.
Mönnum er enn í fersku minni hvernig yfirstéttin rakaði til sín fjármunum, ofurlaunum á undanförnum misserum. ASÍ, undir forustu Gylfa Arnbjörnssonar, barðist vasklega gegn þessum ósóma.
En það eina, sem ríkisstjórnin gerði var að leggja niður kjararáð en engar ofurlaunahækkanir voru afturkallaðar ekki einu sinni launahækkun þingmanna og ráðherra. Laun þingmanna hækkuðu um 75% frá 2013 og fóru í 1,1 milljón kr. á mán. fyrir skatt fyrr utan allar aukagreiðslurnar, húsnæðisstyrki, bílastyrki, skrifstofustyrki, utanferðastyrki, álag vegna formennsku nefnda, vegna forsetastarfa þingsins, vegna formennsku í flokkum o.fl. o.fl. Ráðherralaun hækkuðu um 64% og fóru í 1,8-2 millj. á mánuði fyrir skatt á mánuði. En aukagreiðslur og hlunnindi ráðherra eru miklu meiri en þingmanna.
Þeir þurfa eiginlega aldrei að taka upp veskið. Ríkið, skattgreiðendur greiða fyrir þá."
Skilja þingmenn okkar virkilega ekki neitt?
Sjá þeir ekki að kjarakröfurnar eru öfundardrifnar?
5.11.2018 | 09:40
Hvernig endar þetta?
"Um 5.000 manns eru nú í hópnum, sem lagði af stað frá Hondúras til Bandaríkjanna fyrir nokkrum vikum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að bandaríski herinn verði notaður til að stöðva för hælisleitendanna fari þeir yfir landamærin til Bandaríkjanna. Gagnrýnendur forsetans hafa sakað hann um að nota för hópsins til að auka stuðning við Repúblikanaflokkinn fyrir þingkosningarnar sem fram fara á morgun.
Hælisleitendurnir, sem koma frá Hondúras, Gvatemala og El Salvador, segjast vera að flýja ofsóknir, fátækt og ofbeldi í heimalöndum sínum.
Margir þeirra sem dvelja nú á Jesus Martinez Palillo-íþróttavellinum komu þangað fótgangandi frá Veracruz-fylki, eða höfðu húkkað sér far.
Ég á ekkert eftir af því sem ég tók með mér frá Hondúras, sagði Kenia Alvarado í samtali við dagblaðið El Universal. Í gær gekk ég meira að segja berfætt.
Við erum staðráðin í að komast til Bandaríkjanna, til að upplifa bandaríska drauminn, sagði Mauricio Mancilla, sem var kominn frá Hondúras með sex ára son sinn. Vegna trúar okkar á Guð mun okkur takast þetta, hverjar sem kringumstæðurnar eru.
Yfirvöld í Mexíkóborg segjast hafa komið upp athvörfum, læknaþjónustu og lögfræðiaðstoð, auk matvælaaðstoðar fyrir þær þúsundir sem búist er við að komi til borgarinnar á næstu vikum.
Dagblaðið La Jornada segir vatnstönkum sem geymt geta 10.000 lítra hafa verið komið fyrir á íþróttavellinum.
Þarna eru óléttar konur, fjöldi barna og varnarlausir einstaklingar og við verðum að tryggja rými og þá þjónustu sem þau þurfa á að halda, segir José Ramón Amieva Gálvez borgarstjóri.
Íbúar Mexíkóborgar hafa þá gefið fatnað og skó fyrir hælisleitendurna."
Ætla Bandaríkjamenn að hýsa Soros áfram?
Hvað ætlum við að gera ef til dæmis 500 Afríkubúar koma hingað í hópi?
5.11.2018 | 09:25
Miðflokkurinn á móti
3.orkupakkanum.
"Á hundrað ára fullveldisafmæli virðist allt benda til þess að ríkisstjórnin ætli sér að innleiða hinn svokallaða þriðja orkupakka Evrópusambandsins, þrátt fyrir ótal viðvaranir, heiman frá og að utan.
Það er ótækt að jafn stórt hagsmunamál og hér um ræðir sé látið reka á reiðanum af starfandi stjórnvöldum. Að líkindum í trausti þess að málið, sem kallar á verulegt fullveldisframsal, renni í gegnum ríkisstjórn og Alþingi, án þess að til varna verði tekið.
Á hundrað ára fullveldi Íslands virðist ríkisstjórn landsins fyrirmunað að gera það eina sem þjóðin krefst af henni, það er að verja fullveldið, fullveldið sem svo margir lögðu svo mikið á sig til að öðlast. "
Á ég sem Sjálfstæðismaður að þurfa að þola það að þingflokkurinn samþykki 3. Orkupakkann?
Miðflokkurinn er þó allavega á móti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko