Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018

Pólitísk rústabjörgun

fer nú fram víða um land.

Brakið úr sprengdu flokkunum dreifist yfir sveitir landsins líkt og í Sýrlandi. Svo stendur i Morgunblaðinu:

"Nokkuð er um að stjórnmálaflokkar bjóði fram í sameiningu til sveitarstjórnarkosninga í vor eða styðji við lista sem kenna sig ekki við tilteknar stjórnmálahreyfingar. Viðreisn hefur víða tekið höndum saman með öðrum flokkum um framboð til sveitarstjórna og býður einungis fram undir eigin merkjum í Reykjavík.

Viðreisn á aðild að Garðabæjarlistanum sem kynntur hefur verið til höfuðs Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ og mun bjóða fram sameiginlegan lista með Bjartri framtíð í bæði Kópavogi og Hafnarfirði og sameiginlegan lista með Pírötum í Árborg.

Þá mun flokkurinn vinna með Neslistanum á Seltjarnarnesi og styðja framboð L-listans á Akureyri, en viðreisnarfólk þar í bæ mun væntanlega taka sæti á þeim lista, að sögn Þorsteins Víglundssonar, varaformanns Viðreisnar.

„Við ákváðum strax í upphafi þegar farið var að ræða mögulegt framboð í sveitarstjórnum að við myndum ganga opin til samstarfs ef það yrði í boði, að því gefnu að áherslumál yrðu svipuð,“ segir Þorsteinn og bætir því við að sveitarstjórnir snúist oft um aðrar málefnaáherslur en landsmálapólitíkin. Hann segir Viðreisn ekki hafa efasemdir um samstarf við Bjarta framtíð í Kópavogi og Hafnarfirði í ljósi þess litla fylgis sem Björt framtíð nýtur á landsvísu.

„Það er alveg ljóst að Björt framtíð fékk mikið högg í landsmálunum sér í lagi en flokkurinn hefur haft nokkuð sterka stöðu og verið þátttakandi í meirihlutasamstarfi bæði í Kópavogi og Hafnarfirði, þannig að okkur finnst þetta mjög fínt. Málefnaáherslur flokkanna í báðum sveitarfélögunum eru mjög svipaðar og við teljum að það sé mikill styrkur fyrir báða flokka að þessu samstarfi,“ segir Þorsteinn."

Pólitískir lukkuriddarar eru á skipulögðum flótta undan reiði kjósenda vegna allsherjar svika og uppgjafar frá öllum þeim loforðafans sem þetta lið dældi út fyrir síðustu kosningar eins og uppreisnarhópar frá Damascus. Í örvæntingu reynir það að byggja upp ný Pótemkíntjöld og reyna að blekkja kjósendur til fylgilags á grundvelli einhverra ímyndaðra vonbrigða og reiði yfir smáatriðum. Þetta lið er búið að sanna sig svo rækilega sem algerlega pólitískt getulaust að fáir mun verða til að láta teyma sig á asnaeyrunum lengur út í eyðimörk hinna sviknu loforða og eigin hagsmuna fólks sem er bara í pólitík til að græða á því sjálft.  

Þessi pólitíska rústabjörgun Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar mun ekki breyta neinu fyrir neinn kjósenda í þessu landi, því eins og allir komust að þegar þeir voru búnir að kjósa Jón Gnarr og gera þar með Dag B. Eggertsson að borgarstjóra í Reykjavík og liðsmennirnir voru búnir að skilja eftir sig tjón og eyðileggingu um landið þvert og endilangt að "keisarinn var ekki í neinu" og að þeir höfðu verið hafðir að fíflum  af vefurum keisarans.

 

 


Lækkun kosningaaldurs

er skondið mál. Stjórnarflokkarnir og andstaðan eru greinilega sammála að auðveldara sé fyrir kommeríið að fífla unglinga til að kjósa sig.Unglingarnir eru ekki einhuga um kosti lækkunarinnar. En helst enginn þingmaður þorir að vera upphátt á móti lækkuninni til að stuða ekki framtíðarkjósendur. Skiljanlega alveg þótt sannfæringin sé á móti lækkuninni.

Í þetta sinn tekst að afstýra þessu sem flestir foreldrar munu telja vera óráð. Sjálfræðisaldurinn er 18 ár eftir meðvitaða ákvörðun um hækkun úr 16 árum sem meirihlutinn taldi of lágan. Upphlaup kommanna um lækkun kosningaaldursins er pólitískur trumbusláttur sem tókst að afstýra með lagni.


Sorphirða í lágreistri byggð

er skemmtileg hér í Ventura-hverfinu í Florida.

Hér hafa menn tvær tunnur, svarta og rauða, svona 1-2 hundruð lítra.Flokka í þær. Þær eru úr plasti með loki á hjörum og tvo hjól eru á þeim þannig að létt er að keyra þær út að götubrúninni.

Einn dag í viku fer svarta tunnan út að götubrúninni og annan dag fer sú rauðleita. 

Þá kemur stór bíll sem keyrir fyrst vinstri götuhelming og stoppar við hverja tunnu. Út kemur armur sem grípur tunnuna og hvolfir úr henni uppá toppi . Tekur svona 5 sekúndur á hverja. Einn bílstjóri á bílnum. Svo fer hann í hina áttina og gerir eins. Hann er enga stund að taka hverfið sem ég er í einu sinni  í viku á tunnugerð. Það er ekki skylda að hafa tvær tunnur en þú ert líklega aðeins með leyfi fyrir einni af hvorum lit.Þú hirðir svo tómu tunnuna þína sem nú er opin og tóm og ferð með hana á sinn stað.

Getum við ekki gert eitthvað svona?

 


Þórarinn Hjaltason

umferðarverkfræðingur skrifar frábæra grein í Morgunblaðið í dag um lausn á hraðflutningum í almenningssamgöngum. En það er einmitt viðfangsefni Borgarlínuhugmyndanna.

Þórarinn leggur hinsvegar fram tillögu sem á ljósan hátt sýnir hvernig leysa megi verkefnið á mun hagkvæmari hátt en til þessa hefur verið áætlað. Þórarinn leggur til að byggja eina akrein hægra megin við þær brautir sem Borgarlínan á að liggja með. Þar keyra hraðvagnar með hurðir á báðum hliðum þannig að fólk fer í þá sama stað í hvora átt sem þeir eru að fara í. Þeir skipta um akstursstefnur á völdum stöðum og mætast líka þannig.

Þórarinn reiknar út að þessi lausn sé mun ódýrari en upphaflegar hugmyndir um Borgarlínu segja til um svo munar tugum milljarða. Auðvelt er að sjá þetta fyrir sér samhliða lausnum um mislæg gatnamót sem óhjákvæmilega verða byggð á næstu árum auk þess sem líklegt er að kaupa verði upp einhver hús til að koma fjölgun akreina fyrir. En slíkar lausnir eru líklega mun ódýrari en stokkahugmyndirnar á Miklubraut sem menn hafa verið að ræða.

 

Grein Þórarins Hjaltasonar er svohljóðandi:

"Í grein Eyjólfs Árna Rafnssonar, verkefnisstjóra við undirbúning borgarlínu, í Morgunblaðinu í des. 2017 kom m.a. fram að fyrirhugað hraðvagnakerfi í Stavanger væri fyrirmynd að skipulagi borgarlínunnar.

Íbúafjöldi á Stavangersvæðinu (Norður-Jæren) er 242.000 (2015) og er reiknað með fjölgun upp í 300.000 árið 2040. Áætlað er að framkvæmdum við hraðvagnakerfi í svipuðum dúr og borgarlínan verði lokið 2023. Hraðvagnaleiðir verða samtals 50 km.

Um er að ræða dýra útfærslu á meiri hluta leiðanna, 2 akreina sérgötur fyrir strætó á milli akreina fyrir almenna umferð. Áætlaður stofnkostnaður kerfisins er ca. 10 milljarðar NOK eða 120-130 milljarðar ISK. Norska ríkið greiðir 50% en einnig er reiknað með að setja veggjöld á umferðina á Stavangersvæðinu til að fjármagna hluta af stofnkostnaðinum.

Veggjöldin eru líka hugsuð til að hvetja bíleigendur til að taka frekar strætó. Í dag er hlutur almenningsflutninga 8% af öllum ferðum á Stavangersvæðinu. Reiknað er með að farþegafjöldi í almenningsflutningakerfi (strætó, lestir og ferjur) svæðisins verði 250.000 árið 2040 og hlutur almenningsflutninga 15%. Markmiðið er að bílaumferð 2040 verði ekki meiri en í dag.

Í kynningunni „Superbuss i Rogaland, like bra som bybane?“ kemur fram að áætlað er að erfitt ástand bílaumferðar, þétting byggðar, veggjöld og bílastæðatakmarkanir verði það sem aðallega stuðlar að hækkun hlutdeildar ferða með strætó úr 8% upp í 15% (sjá glæru nr. 29 af 31).

Þessi kynning er frá 2015 og kostnaðaráætlun upp á 6 milljarða NOK er úrelt.

Er rétt að nota Stavanger sem fyrirmynd?

Umferðarástand í Stavanger er erfitt miðað við íbúafjölda. Ástandið er næstum jafn erfitt og í Osló og erfiðara en í Bergen og Þrándheimi. E39 liggur sem 4 akreina mótorvegur í gegnum Stavanger og Sandnes. Gróft séð þá mynda Stavanger og Sandnes saman línuborg sem er á nesi. Miðborg Stavanger er utarlega á nesinu. Til að geta byggt eitthvað að ráði meir í Stavanger þarf að fara að byggja upp í loftið. Áætlað er að þétta byggð. Það er erfitt og dýrt að útvíkka gatnakerfið í Stavanger. Í fljótu bragði sýnist mér það mun erfiðara en á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki er mögulegt að breikka E39 í 6 akreinar nema endurbyggja vegbrýr. Í fljótu bragði tel ég að í Stavanger séu aðstæður þannig, að hagkvæmara sé að byggja hágæða almenningsflutningakerfi þar en hér á höfuðborgarsvæðinu. Síðast en ekki síst, þá eru fjárveitingar tryggðar!

Að öllu samanlögðu finnst mér hæpið að nota Stavanger sem fyrirmynd fyrir endurbætur á strætókerfi höfuðborgarsvæðisins.

Hvaða lærdóm má draga af Stavanger?

Umferðarástandið í Stavanger er miklu verra en hér á höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem ástand bílaumferðar er erfiðara, þeim mun auðveldara er fyrir almenningsflutningakerfi (strætó og lestir) að keppa við einkabílinn.

Þess vegna þyrftum við að setja á meira hamlandi aðgerðir til að ná sambærilegri aukningu á farþegafjölda með strætó. Vegtollar og takmarkanir á bílastæðum þurfa því að vera meiri hér en á Stavangersvæðinu. Eða þá meiri þétting byggðar hjá okkur, nema hvort tveggja sé.

Hlutur almenningsflutninga í Stavanger er 8% af ferðum og áætlað er að auka hann í 15% árið 2040. Það eru 7 prósentustig og hlutfallsleg aukning er 88%.

Í áætlunum um borgarlínu er áætlað að auka hlut strætó úr 4% upp í 12% árið 2040, eða um 8 prósentustig. Þetta er 200% hlutfallsleg aukning.

Það er því alveg ljóst að það verður mun erfiðara og þungbærara fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að ná markmiðinu um 12% hlut ferða með strætó heldur en íbúa á Stavangersvæðinu að ná markmiðinu um 15% hlut ferða í strætó.

Samanburður tveggja möguleika

Til hvers að eyða 70 milljörðum kr. í að auka gæði þjónustunnar, fyrst að það eitt út af fyrir sig skilar svo litlum hluta af heildarárangrinum? Er ekki miklu skynsamlegra að koma á miklu ódýrara hraðvagnakerfi með áframhaldandi gerð sérakreina fyrir strætó hægra megin akbrautar?

Slíkt kerfi kostar lauslega áætlað 10 – 20 milljarða, segjum 15 milljarða. Ég tel að slíkt kerfi gæti eitt og sér aukið hlut strætó úr 4% upp í 5% af öllum ferðum, samanborið við að borgarlínan ein og sér gæti aukið hlut strætó upp í 6%.

Þétting byggðar meðfram samgönguásum hraðvagnakerfanna myndi í báðum tilvikum auka hlut strætó um 2 prósentustig til viðbótar.

Óvinsælir vegtollar og bílastæðatakmarkanir gætu svo í báðum tilvikum aukið hlut strætó um 4 prósentustig til viðbótar.

Samanburðurinn á þessum 2 möguleikum lítur þá svona út:

Möguleiki A, hraðvagnakerfi upp á 15 milljarða kr., skilar aukningu á farþegafjölda upp á 7 prósentustig.

Möguleiki B, borgarlínan, sem kostar 70 milljarða, skilar aukningu á farþegafjölda upp á 8 prósentustig.

Möguleiki A yrði þá um 4 sinnum hagkvæmari en möguleiki B í þeim skilningi að fjölgun farþega fyrir hvern milljarð í stofnkostnaði er um 4 sinnum meiri.

Hvers vegna í ósköpunum vilja sumir eyða 55 milljörðum til viðbótar til þess eins að fjölga farþegum um 1 prósentustig umfram farþegafjölgun í möguleika A? "

Svo er annað mál hversu miklar langanir fólk hefur til að nota almenningssamgöngur. Bílaauglýsingar eru líklega þær mest lesnu og ekki er vafi á að meirihluti fólks vill eignast bíl og elskar bílinn sinn sem fjölskylduarinn sinn.

Persónulega hef ég ekki skilið talið um sjálfkeyrandi bíla nema sem viðbót við þægindin og öryggið eins og er þegar í Teslunni. Ég er með bíladellu og vil keyra sjálfur og ráða því hvert ég er að fara. Mig langar ekkert til að vera í pökkuðum strætó með illa þefjandi fólki og nú síðast hundaþvögu.Sem er furðuleg ráðstöfun miðað við hversu margt fólk hefur bráðaofnæmi fyrir slíkum dýrum.

En Þórarinn Hjaltason hefur lagt fram snjalla lausn á þeirri hugsjón sem ýmsir stjórnmálamenn hafa að fjölga í almenningssamgöngum en fækka einkabílum.

Þeir stjórnmálamenn finnast mér einfaldlega ekki vera í tengslum við nútímann þegar ég horfi á samgöngumálin hér á Flórída. En það er annað mál en það sem Þórarinn Hjaltason er að tala um því hér byggja menn auðvitað fyrir bílaumferð en ekki almenningssamgöngur því flest allir hér keyra hér að sjálfsögðu sinn einkabíl.

 


Var það ekki hjartaskerandi?

að hlusta á blámanninn nýkomna frá Uganda sem lýsti öllu því sem hann varð að líða fyrir að vera hinsegin. Pabbi hans hótsði að drepa hann og fjölskyldan útskúfaði honum, hann var laminn og hrakinn og ég veit ekki hvað. Nú getur hann verið ofsalega hamingjusamur hann sjálfur í Mosó.

Spurningar sem vöknuðu hjá mér voru:

Af hverju var hann að kalla þetta allt yfir sig sjálfur? Gat hann ekkert séð fyrir og velt fyrir sér að þegja?

Hver ætlar að fylgjast með því að öll stórfjölskyldan hans sem var svona vond við hann að hans eigin sögn, sé bara ekkert svo vond lengur og flytji öll til Mosó á grundvelli nýju útlendingalaganna þeirra Unnar Brár og Proppé? 

Mikið geta svona sögur skorið í hjartað, sérstaklega ef maður heldur að þær séu sannar.

 


Ruv.is

er meingallað. Fyrir Íslending erlendis er oftast hægt að horfa á fréttirnar, bæði 19:00 og tíu. En aðrir þættir eins og t.d. David Attenborough í kvöld hlaðast ekki inn. "Could not load manifest file etc,....."

 

Af hverju er þetta svona lélegt þetta ruv.is?


Trump trompar út

á fundi í New Hampshire um ópíum stríði í Bandaríkjunum.

Karlinn flutti langa ræðu og fór vítt og breitt fyrir sviðið. Ég sat og hlustaði og reyndi að velta fyrir mér hvernig hann væri í samanburði við okkar stjórnmálamenn.

Ég verð að segja það að hann er enginn aukvisi þessi maður. Hann beitir því gjarnan að kalla fólk úr salnum upp á svið til sín og láta það tala og tjá sig um það mál sem hann var að tala um síðast í ræðunni. Það koma hjón sem misstu son sinn úr yfirskammti af læknadópi og þau segja frá reynslu sinni.

Í framhaldi lýsir Trump því yfir að hann ætli að sjá til þess að læknar ávísi þriðjungi minna af opíðum eftir einhver ár en noti ekki-ávanabindandi  verkjalyf í staðinn. Hann segir að 90  % eiturlyfjanna komi inn í Bandaríkin um suðurlandamærin  og þess vegna muni  hann byggja vegginn að Mexico. Hann gerir mikið úr seiglu Bandaríkjamann og baráttuvilja.

Hann segir að þeir skuli og muni sigra í stríðinu við eiturlyfjasalana og að hann útiloki ekki að dauðarefsing verði tekin upp fyrir stórglæpamenn sem drepi þúsundir manna með starfsemi sinni í eiturlyfjum. Því skyldu þeir fá vægari dóma en morðingi sem drepur einn mann og er dæmdur til dauða? 

Hann boðar að dauðveikir sjúklingar geti fengið ný lyf sem eru á þróunarstigi en lofi góðu. Því skyldi þeir ekki fá tækifæri?

Hann skýrir frá prógrammi þar sem dæmdum glæpamönnum sem eru búnir að afplána sé útveguð vinna svo þeir fái annað tækifæri.

Hann spilar á þjóðerniskennd fundarmanna og leggur áherslu á fjölskyldugildin sem Bandaríkjamenn vilji vernda. Hann klappar með fundarmönnum of gengur um  um sviðið, kallar fólk upp og lætur það tala. 

Þetta er löng ræða og mér finnst hann koma vel út úr þessu og vera einlægur í því sem hann boðar.  

Hvað sem vinstri menn reyna að úthrópa þennan mann sem eitthvað fyrirbrigði sem hann er ekki þá er það greinilegt að þarna fer hæfileikamaður sem menn skyldu taka alvarlega.

Trump kann augsýnilega að trompa út með tali sínu.


Hversu ósnotrir?

mega þingmenn vera?

Helgi Rafn Pírati er að velta sér uppúr því að til séu smávegis glæpir. Gangi dómur í smávegis glæpamáli þá eigi það ekki að fara inn á sakaskrá? Skyldi þingflokkur Pírata eiga að ákveða það eftirleiðis hvað sé smávegis glæpur? Smávegis morð? Smávegis þjófnaður? Smávegis ofbeldi?

Hversu ósnotur getur einn þingmaður á Alþingi Íslendinga leyft sér að vera? Skilur hann ekki hugstakið sakaskrá?

Að hugsa sér að kjörinn þingmaður sé að velta fyrir sér afstæðni dæmdra glæpa og eyði dýrmætum tíma þingsins og dómsmálaráðherra í slíkar vangaveltur?   


Hver á að borga?

afsláttinn á flugfargjaldinu fyrir Steingrím Jóhann þegar hann vill fljúga úr Breiðholtinu þar sem hann býr til að heimsækja bróður sinn Jóhannes á Gunnarsstöðum þar sem hann skráir sig og fær búsetustyrki fyrir?

Verður þetta til að bæta kjör einstæðu móðurinnar sem þarf að keyra barnið sitt á leikskólann á dýru  bensíni? Þykir ekki Steingrími og VG svo undurvænt um þessa konu?

Þetta stendur í ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál:

"Hátt verðlag á innanlandsflugi er farið að bitna á lífsgæðum þeirra sem búa úti á landi. Íbúar landsins verða að geta sótt sér nauðsynlega þjónustu á höfuðborgarsvæðinu með greiðum samgöngum þ.m.t. innanlandsflugi. Nauðsynlegt er að koma til móts við hátt verðlag á innanlandsflugi með því að innleiða „skosku leiðina” sem veitir íbúum með lögheimili á ákveðnum landsvæðum rétt til afsláttar á flugfargjöldum. Með því verður innanlandsflug raunhæfur valkostur fyrir landsmenn og jafnar búsetuskilyrði."

Vill ekki Sjálfstæðisflokkurinn gera grein fyrir hvernig á að fjármagna þetta? 

Hver á að borga fyrir Steingrím Jóhann?


Til lukku Pútín

ætla ég að segja úr því að aðrir verða ekki til þess.

Ég held að þú sért ekki sá versti til að hafa við völd í hinu mikla Rússlandi sem aldrei hefur sýnt okkur Íslendingum fjandskap.

Ég held að þér sé alvara með að bæta ástand heimsmála og  draga úr spennu við Bandaríkin sem ég held að Trump vilji einnig gera.

Alskyns kaldastríðskaupmenn eru á ferð að reyna að vinna á móti slökun og við Íslendingar erum því miður í þeim hópi með því að standa að fáránlegum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi sem skaða okkur miklu meira en Þjóðverja sem gera sín viðskipti við Rússland sem aldrei fyrr. Evrópusambandið hefur okkur að fíflum sem hlutfallslega sköðumst hvað mest af því að vera taglhnýtingar þess.

Því segi ég hiklaust: Til lukku með kjörið Pútín.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband