Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018

Áfram Reykjavíkurflugvöllur

í Vatnsmýrinni segir Sjálfstæðisflokkurinn.

Nema hvað.  Þó að þetta þýði að Dagur B. og Hjálmar gangi ekki í flokkinn alveg á næstunni, þá vonum við að þeir geri það þegar þeir hafa hugsað málið til enda.

Aðalatriðið er að Reykjavíkurflugvöllur verður áfram í Vatnsmýrinni og verður áfram djásnið í Kvosinni og í miðbænum. Verra er samt finnst mér ef á að fara að niðurgreiða flugið fyrir sveitavarginn og Steingrím Jóhann eins og lagt er til í framhaldi.

Aðalatriðið er að Reykjavíkurflugvöllur verður áfram í Vatnsmýrinni nema fólk kjósi ekki D-listann 26.maí n.k. og nýr holóttur Dagur renni þá upp yfir Reykvíkinga og landsmenn alla.  


Einbreiðar brýr

fara í taugarnar á Sjálfstæðisflokknum og hann vill útrýma þeim. 

Af hverju er það verkefni í einhverjum forgangi?

Er ekki hræódýrt að hafa umferðarljós við þessar brýr sem skammta akstursstefnu í hæfilegum millibilum? Eru peningarnir ekki betur komnir í holuútrýmingum, (mætti kannski kalla Hjálmarunir?)og slitlagsgerð þar sem slíkt vantar?

Auðvitað byggjum við ekki fleiri einbreiðar brýr. 


Bravó fyrir Sjálfstæðisflokknum

Ályktanir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eru birtar á heimasíðu flokksins.

Úr ályktun atvinnuveganefndar:

"Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði
til stofnana Evrópusambandsins.

Úr ályktun utanríkismálanefndar

 

Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar
athugasemdir við að tekin sé upp löggjöf í EES-samninginn sem felur í sér valdheimildir
sem fellur utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins."

Ekkert ACER, ekkert  meira EES bull.

 

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þórdís Kolbrún lýsti viðhorfum sínum svo:

 

 

„Við Sjálfstæðismenn eigum erindi við framtíðina, af því að við skiljum hvers hún krefst af okkur.

Hún krefst þess að einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi blómstri sem aldrei fyrr, í allra þágu.

Því að þannig nær venjulegt fólk óvenjulegum árangri.

Og má ekki einmitt segja að þetta sé saga okkar Íslendinga í stuttu máli? - Venjulegt fólk sem nær óvenjulegum árangri. Hvers vegna? Af því að tækifærin eru og hafa verið til staðar.

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tækifæra.

Tækifæra hins venjulega manns.“

Bravó fyrir Sjálfstæðisflokknum sem vill líka gjöra rétt en þola ei órétt,vill eign fyrir alla og stétt með stétt.

 

 


Framboðsbísness

er að verða áberandi leið allskyns skuggabaldra sem enginn veit deili á til að komast í opinbert fé sem er útdeilt til framboða.

Frétt í Mogga segir:

"Nýr listi sem ber heitið Höfuðborgarlistinn íhugar framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Höfuðborgarlistinn var skráður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra 27. febrúar síðastliðinn og er flokkaður undir starfsemi stjórnmálasamtaka.

Á vef Ríkisskattstjóra er Björg Kristín Sigþórsdóttir skráð stjórnarformaður félagsins. Þegar Morgunblaðið óskaði upplýsinga um framboðið svaraði hún því játandi að unnið væri að framboði fyrir komandi kosningar.

Björg Kristín er í forsvari fyrir listann að hennar sögn.

Þá er málefnavinna hafin og verða frekari upplýsingar veittar síðar.

Ekki fengust svör að sinni um stefnumál listans.

Þá fengust ekki heldur upplýsingar um hverjir myndu gefa kost á sér til setu á lista framboðsins."

Framboðsbísnessinn er líklega bara gróðavænlegur?


Kostnaður af Birni Leví

og fyrirspurnadellu  hans um almælt tíðindi er gífurlegur og tjón fyrir þá sem minnst mega sín sérstaklega.

Morgunblaðið upplýsir á forsíðu:

"Mikil vinna fer fram í ráðuneytunum við að undirbúa svör við fyrirspurnum frá alþingismönnum. „Það mætti gróflega ætla að algengt geti verið að það taki 10-40 vinnustundir að undirbúa svar við fyrirspurn og í augnablikinu er staðan þannig að verið er að vinna svör við 26 fyrirspurnum,“ segir Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.

Alls hafa verið lagðar fram 283 fyrirspurnir til ráðherra á yfirstandandi þingi og er þeim flestum ósvarað.

Á þremur síðustu þingum hafa verið lagðar fram 749 fyrirspurnir. Fjöldi fyrirspurna sem þingmenn hafa beint til fjármálaráðuneytisins hefur verið breytilegur undanfarin ár og farið allt upp í 68 skriflegar og 7 munnlegar fyrirspurnir á einu löggjafarþingi, eða 75 fyrirspurnir alls. Í einhverjum tilvikum hafi farið fleiri tugir eða jafnvel hundruð vinnustunda í að undirbúa einstök svör. "

25  stundir x 76fyrirspurnir x 15.000kr?

Fyrirspurnardella þessa þingmanns eins um trívíalítet hafa ekki kostað undir 30.000.000 bara á yfirstandandi þingi í vinnu hjá ráðuneytinu. Árangurinn fyrir þá sem minnst mega sín?

Auglýsing á nafni þingmannsins sem hann framkvæmir með þessum hætti með heimsku sinni er gríðarlegur . Morgunblaðið hossar honum líka með því að birta skrif hans.

Það er árangurinn og annað ekki enda fyrirspurnarefnin einskis virði fyrir velferð almennings. En kostnaðinn af dellu þessa þingmanns greiðir einstæða móðirin, hinn aldraði  og öryrkinn með sköttum sínum.

Að hafa svona fyrirbrigði eins og Björn Leví á þingi er þjóðarskaði í kostnaði auk launagreiðslna til hans sem engu skilar . Ætlar fólk að endurkjósa svona poppara eins og Björn Leví?


Minnka svifryk?

Já banna dísil og draga úr bílaumferð segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.

Má spyrja veðurfræðinginn að því hverju það myndi muna ef slitlögin væru steypt en engu breytt öðru hvað dísilbíla, nagladekk og almenna bílaumferð varðar?

Myndi svifrykið ekki minnka?


Björgvin Skapti

í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps.

Þú flæmdir Steingrím Erlingsson burt af sínu landi með sín vindmylluáform. 100 % afturkræf framkvæmd umhverfislega.

Hvað ætlarðu nú að gera við áform Landsvirkjunar um að drekkja ferkílómetrum af Þ:jórsárdal? 

Það verður gaman að fylgjast með hvað þu segir við þeim Björgvin Skapti?


Pie in the Sky

að vanda hjá Degi B. sem segist ætla að byggja 500 íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum. Framtíðarmúsík að vanda hjá Degi B. Skýjaborgir og Pótemkíntjöld að vanda hjá þessum pólitíska lánleysingja og svikahrapps allra síðustu kosningaloforða sinna frá 2014 þegar hann lofaði mörg þúsund íbúðum fyrir unga fólkið en hefur enga byggt núna 2018.

Af hverju byggði hann engar íbúðir fyrir unga fólkið á kjörtímabilinu sem nú er að enda? Af hverju eiga kjósendur að trúa honum núna?

You get Pie in the Sky when you die. Þess vegna kjósa allir Dag B. og Hjálmar í vor.


Brilljant ræða Bjarna

Benediktssonar við setningu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Ég segi nú bara eins og Júlíus Hafstein sýslumaðurinn frægi sagði við Ólaf Þorgrímsson hæstaréttarlögmann þegar hann hafði lokið varnarræðu fyrir tengdason hans: Mikið assgoti var þetta gott hjá þér strákur, ég hefði bara ekki getað gert þetta betur sjálfur!

Ræða Bjarna var eins sú besta sem ég hef heyrt hann flytja og hefur hann þó flutt margar góðar. Ég minntist þess þegar Bjarni var að byrja í stjórnmálum hversu mikinn þroska hann hefur tekið út til núverandi stærðar sem stjórnmálaleiðtogi. Það er leitun að þeim íslenskum stjórnmálamanni samtímans sem kemst með tærnar þar sem Bjarni hefur hælana. Og sumir eru þar langt að baki eins og gengur þó mikið tali og láti.

Bjarni tók eindregna afstöðu með íslensku krónunni sem hann tengdi með réttu við björgun íslensku þjóðarinnar út úr hruninu og við þær gríðarlegu lífskjarabætur sem þjóðin hefur fengið á síðustu árum. Án efa hefði allt orðið miklu erfiðara ef við Íslendingar hefðum verið með erlendan gjaldmiðil í stað krónunnar okkar. 

Bjarni fór yfir þær lífskjarabætur sem þjóðin hefur öll fengið með skattalækkunum sem hefðu orðið fyrir tilstuðlan Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði áfram verða haldið á þeirri braut svo sem í stjórnarsáttmálanum  stæði skrifað. 

Ræðan gat ekki verið betri mínu mati þó ég hefði samið hana sjálfur. 

Bravó Bjarni, ræðan á Landsfundinum var tómur brilljans og við erum  stolt af formanninum okkar Sjálfstæðisfólkið.

 


Borgarlínan blífur!

Dagur og Hjálmar halda meirihlutanum í Reykjavík og byggja Borgarlínu. Ræða það ekki einu sinni.

Ég rifja það upp þó að það skipti sjálfsagt engu máli að ég kýs engan stjórnmálamann sem styður Borgarlínuna í hvaða mynd sem er. So help me God.

Ef Borgarlínan blífur þá er komið að mér í kosningunum í vor 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband