Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018
30.4.2018 | 12:20
Óuppdreginn Pírati
er Halldóra Mogensen.
Svo segir bloggkóngur Íslands Páll Vilhjálmsson:
"Það er ekki í lagi að gera fjölskylduharmleik að pólitískum leðjuslag. Það er ekki í lagi einkalíf fólks fari í beina útsendingu frá alþingi. Það er ekki í lagi að þingmenn gaspri um viðkvæm trúnaðarmál í fjölmiðlum.
Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar er í valdastöðu. Hún misnotar opinbert vald til að klekkja á pólitískum andstæðingum. Misnotkunin felst í því að Halldóra notar aðgengi sitt að persónulegum málefnum hjóna í illvígri forræðisdeilu til að ata embættismenn auri og krefjast afsagnar ráðherra.
Halldóra og þingflokkur Pírata eiga sér engar málsbætur fyrir kaldrifjaða og miskunnarlausa aðför að einkalífi fólks í því skyni að ná fram pólitískum ávinningi.
Hvort segir Halldóra af sér þingmennsku fyrir eða eftir hádegi? "
Ég hef verið að hlusta á fundinn í nefndinni. Dónaskapur og mannasiðaleysi formannsins Halldóru Mogensen var hinsvegar algert í inngangi þar sem hún gargaði ítrekað fram í prúðan málflutning ráðherrans Ásmundar Einars. Aðrir fundarmenn stóðu sig all-vel og voru málefnalegir andstætt við formanninn.
Þetta mál er sérstætt að því leyti að það byggist að verulegu leyti á ósönnuðum ásökunum og dylgjum um kunningsskap sem ekki er fyrir hendi. Staðreyndavillur hafa verið notaðar af Pírötum til að magna upp ófrið í viðkvæmu máli sem er hreint ekki boðlegt. Ráðherrann kom hinsvegar vel frá sinu máli sem hann skýrði á prúðmannlegan hátt.
Halldór Mogensen gæti virst sækja sér fyrirmynd í óamerísku nefndina hans Joseph McCarthy sáluga og þá viðburði sem hann stóð fyrir á sinni tíð.
Útkoman var óuppdregin sýning Pírata sem hefur ekki hæfileika né siðfágun til að stýra þingnefnd Alþingis og skilaði akkúrat ekki neinu að mínu viti nema því að Ásmundur Einar er greinilega ærlegur og trúverðugur maður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2018 | 06:05
Alltaf krónan
þegar talað er um vanda ferðamannaiðnaðarins.
Bláalónsforstjórinn fer þá iðulega fremstur í að heimta gengisfall þegar allt hjá honum kostar svo að Íslendingar fara ekki að heimsækja hann.
Jón Magnússon lögmaður skrifar svo um þetta kostnaðarmál:
"Í fréttum í kvöld var sagt að mikið væri um afbókanir erlendra ferðamanna. Framkvæmdastjóri bændaferða sem rætt var við, var ekki í vanda með að finna blórabögglana sem væru þessu valdandi. Að hans mati þá eru vandamálin tvö:
Sterk króna og svört atvinnustarfsemi.
Hér á landi þurfa menn almennt ekki að rökstyðja sitt mál og fréttamenn spyrja sjaldnast áleitinna spurninga.
Eðlileg spurning til framkvæmdastjórans hefði t.d. verið. Með hvaða hætti getur svört atvinnustarfsemi orsakað það að ferðamenn afbóki sig. Það er ekkert orsakasamhengi þar á milli. Svört atvinnustarfsemi hefur ekkert með afbókanir að gera.
Þegar krónan styrkist þá verða aðföng keypt erlendis frá ódýrari. Sterk króna ætti því að gera aðilum í ferðaþjónustu kleift að selja þjónustuna ódýrari. Sterka krónan er notuð sem til að afsaka það gegndarlausa okur, sem er í landinu. Okur sem stafar að hluta til vegna þess, að stjórnvöld hér hafa aldrei talið sig eiga skyldum að gegna við neytendur þessa lands. Þess vegna komast seljendur upp með hluti sem þeir gera ekki í nágrannalöndum okkar.
Öllum sem hafa fylgst með hefur verið ljóst að okrið í ferðaþjónustunni hefur verið gegndarlaust. "Ódýr" bændagisting kostar iðulega meira en 5 stjörnu hótel í erlendum stórborgum. Matur á veitingahúsum er svo dýr, að ferðamenn flykkjast í lágvöruverslanir til að kaupa sér vistir. Bílaleigubílar og hvað sem er kostar margfalt meira en í okkar heimshluta. Þetta veldur íslenskum stjórnmálamönnum ekki andvökum. Þeirra helsta áhyggjuefni hefur fram að þessu verið með hvaða hætti hægt er að skattleggja ferðamenn enn meir en þegar er gert.
Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvægur atvinnuvegur. Við vorum í fyrra mesta ferðamannaland í Evrópu hlutfallslega miðað við fólksfjölda. Viðfangsefni þeirra sem stýra málum innan ferðaþjónustunnar sem og stjórnvalda ætti að felast í, að stuðla að því að þjónusta hér verði seld ferðamönnum sem og íslenskum borgurum á samkeppnishæfu verði.
Það mun valda þjóðhagslegri kreppu ef ferðamönnum fækkar verulega. Stundum betra að græða minna í einu en meira til lengri tíma litið og okra ekki á fólki eins og engin sé morgundagurinn.
Afbókanir erlendra ferðamanna er okri seljenda að kenna ekki krónunni eða svartri atvinnustarfsemi.
Vinur minn sem fer víða sagði mér um daginn, þá nýkominn frá Bandaríkjunum, að öðruvísi en áður var, þá vissu allir eitthvað um Ísland og það væri áhugavert land, en það væri hins vegar hræðilega dýrt. Af hverju vita Bandaríkjamenn það. Vegna þess að landar þeirra sem hafa sótt Ísland heim hafa þá sögu að segja. Líka frá þeim tímum þegar krónan var mun veikari.
Hvað var þá að? "
Leitar ferðamaður ekki skiljanlega að leiðum til að spara? Eða má hann það ekki?
Étur frekar samlokur heldur en plokkfisk á 40 dollara.. Maður fær hakkbollur frá ORA með kartöflumús og grænmeti tilbúið í upphitun á 10 dollara og skammturinn er nægur fyrir 2. Af hverju að fara á veitingahús og borga 50 dollara fyrir 2 fyrir mat sem er ekkert betri en bakkinn frá ORA?
Tryggvi, af hverju kaupi ég einbýlishús í Florida með tveggja bíla bílskúr á 250.000 dollara meðan það kostar pí sinnum meira hér á Íslandi eða bara líklega frekar tvöpí sinnum meira hér en þar. Hundraðþúsundkall fermetrinn á móti 4-800.000 kall hérna. Hús sem stenst íslenskt veður auðveldlega.
Af hverju kostar bensínlítrinn meira hér en gallónið á FLorída?
Er þetta allt endilega túristavænt?
Af hverju eru öll vandræði Íslendinga krónunni að kenna?
28.4.2018 | 08:55
Breiðari og ódýrari Miklubraut
er hægt að byggja heldur en eftir hugmyndum sjónhverfingamannsins mikla, Dags B. Eggertssonar, sem að hætti krata segir aldrei sannleikann um daginn í dag heldur talar um framtíðina fögrum orðum.Og annar hver maður í Reykjavík trúir honum og er það merkilegast af öllu fyrir alsjáandi fólk.
Skýjaborg hans um 70 milljarða Borgarlínu og 30 milljarðs stokk undir Miklubraut er sett á áætlun á næstu 2 kjörtímabil. Þá er hægt að gera ekki neitt á því næsta án þess að svíkja nokkuð eins og 3000 íbúðir á því sem er að líða. Og bílunum fjölgar mikið á næstu árum. Fólkið vill greinilega bíla en ekki strætó eða hjól ef maður skoðar Morgunblaðið þar sem önnur hver heilsíða er bílaauglýsing.
Hvernig er ástandið á Miklubrautinni?
Það er gott þar sem hún er þríbreið.
En það er eins og ef Dagur myndi vilja leggja vatnsleiðslu í átt að kvosinni. Hann hefði hana fyrst 3 tommu en mjókkaði hana svo sífellt og endaði í tommu við áfangastaðinn. Hvað myndi renna mikið í því röri? Til viðbótar setti hann svo þverunarkrana á pípuna á nokkrum stöðum, lokaði fyrir vatnið í aðalpípunni meðan hann léti heitt vatn renna þvert á hana til valdra hjólandi og gangandi gæðinga sem það vildu .
Það er hægt án mikils aukakostnaðar að gera Miklubrautina þríbreiða alveg að Gamla kirkjugarði.
Það þarf að kaupa upp svona 100 íbúðir og rífa fyrir 5-10 milljarða. Það þarf að byggja mislæg gatnamót á Lönguhlíð og Kringlumýrarbraut fyrir kannski 10-20 milljarða. Og það er hægt að innifela forgangsakreinar fyrir fleiri en 3 í bíl í stað Borgarlínu í þessu prójekti án mikils aukakostnaðar.
Það og leggja svo brautina á yfirborði hlýtur að vera ódýrara og fljótvirkara en hundraðmilljarða hugmyndir Dags um stokkinn og einhverja Borgarlínu sem leysir ekki vanda bíleigenda hið minnsta. Svo þarf að halda áfram Hringbrautina til sjávar sem er kannski eitthvað flóknara.
Umferðarvandann að Landspítalanum má leysta með margra hæða sjálfbærri Robótaparkeringu þar fyrir og við jafnvel við Háskólann Í Reykjavík líka.
Að sökkva Miklubrautinni og byggja jarðgöng fyrir hana með öllum þeim aukakostnaði í loftræsingu, slysavörnum sem af því leiðir finnst mér hljóti að vera dýrara en að keyra á yfirborðinu. Það yrði ekki gert svo í Ameríku þar sem milljónir manna ferðast um en ekki þessi hundraðþúsund eins og hér.
Breiðari og ódýrari Miklubraut sem er þjóðvegur í þéttbýli er það sem Reykvíkinga vantar núna frekar en skýjaborgir Dags B. Eggertssonar.
27.4.2018 | 09:01
Dagur blekkir með gróðagrobbi
og breiðir úr sér fyrir methagnað hjá borginni.
En hver er sannleikurinn?
Eyþór Arnalds flettir ofan af Pótemkín tjöldunum með nokkrum orðum:
"Eyþór Arnalds segir þó vekja athygli að skuldir og skuldbindingar skuli vaxa um 15 milljarða á síðasta ári í borgarsjóði.
Sjá einnig: Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi
Af því að við erum að horfa á mesta tekjugóðæri borgarinnar þá vekur þetta fyrst athygli.
Síðan er hitt að uppgefinn hagnaður er tæpir 5 milljarðar en söluhagnaður eigna er 8 milljarðar, ef ekki hefði komið til sölu á þessum eignum sem er einskiptishagnaður þá hefði afkoman verið tap.
Eyþór bendir á að Félagsbústaðir og OR séu að endurmeta eignir sínar og reikna sér marga milljarða í hagnað af endurmatinu.
Við veltum fyrir okkur hvort það sé líka einskiptishagnaður. Þegar þetta er samandregið þá er ljóst að afkoman er ekki eins góð, þegar það er minna inni á bankabókinni en fyrir ári síðan og skuldir búnar að vaxa þetta mikið í borgarsjóði.
Reikningurinn er í fjarska fagur. En það er sama hvaða heimilisbókhald það væri, ef skuldir vaxa svona mikið og þú selur eignirnar þá ertu náttúrulega ekki í góðum málum.
Er það svona einfalt að blekkja kjósendur með gróðagrobbi ef enginn skyggnist undir yfirborðið?
27.4.2018 | 08:53
Eyþór sígur á
í baráttunni um borgina.
Um stíl hans má segja í stíl gamla Churchills að aldrei áður hafa jafn fá orð gert svo mikið fyrir marga. Eyþór forðast skrúðmælgi og orðaflaum Dags.B. heldur kemur fram staðreyndir. Alger andstæða við orðaflaum, glæruglampa og rakettusýningar.
Í dag skrifa hann og Hildur í Fréttablaðið þar sem þeirra sýn á 26 % lengri ferðatímann í Reykjavíkurumferðinni og gerð sérstakra akreina fyrir strætó eins og Þórarinn Hjaltason hefur áður bent á. Þau fara lengra og vilja að þeir sem eru með fulla bíla af fólki og fleiri en þrjá keyri þarna líka.
Þau vilja mislæg gatnamót og betra skipulag. Þau telja upp á yfirvegaðan hátt hvað þau ætli að gera til að bæta vandann:
"Sjálfstæðisflokkurinn vill fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur. Við leggjum áherslu á vistvænar og greiðar samgöngur fyrir fólk. Við viljum skipuleggja borg með sjálfbærum hverfum og bjóða borgarbúum raunverulegt val um ferðamáta. Við leggjum áherslu á raunhæfar og ábyrgar lausnir."
Hvort trúir fólk þessum málflutningi eða glærusýningum Dags B. um eitthvað sem verður á næstu kjörtímabilum ef það næsta skyldi ekki duga til fyrir loforðin frekar en þetta yfirstandandi dugði fyrir 3000 íbúðum.
Vilji fólk breyta þá er tækifærið núna 26.maí en það kemur ekki aftur því Eyþór er í boði núna en ekki seinna.
27.4.2018 | 06:46
Ný brú á Ölfusá
stóð mér fyrir haugsskotssjónum þegar ég var boðinn í dýrðlega fermingarveislu Evu Guðrúnar Jónsdóttur og Margrétar í Tryggvaskála á sunnudaginn var.
Ég sá fyrir mér nýja brú til viðbótar þeirri sem nú er austan megin við hana í einhverjum boga yfir á bakkann vestan Tryggvaskála og tveggja akreina veg frá henni upp bakka Ölfusár með afreinum og undirgöngum inn í bæ.
Eftir þessu mannvirki kæmi öll umferð að austan og yrði svo að hluta fjögurra akreina bílabrautarinnar(Autobahn, Turnpike) suður til Reykjavíkur. En núverandi vegur og brú yrði fyrir umferðina austur um Selfoss.
Þannig héldist vægi Selfoss sem umferðarpunktur é kerfinu og verslun og viðskipti færu þar um í stað þess að fara framhjá eins og nú er áætlað með hugarflugsbrú langt þaðan í frá. Allt fjármagnað af veggjöldum og jafnvel í einkaframkvæmd. Áreiðanlega ódýrari kostur í einfaldleika við betra brúarstæði.
Fermingarveislan var frábær og ánægjuleg fyrir okkur frændfólkið sem þökkum fyrir okkur og óskum fermingarbarninu gæfuríkrar framtíðar við nýa brú yfir Ölfusá við Tryggvaskála.
26.4.2018 | 15:48
3.orkumálapakki ESB
stendur í Alþingi þessa dagana.
Skúli Jóhannsson vill samþykkja þennan pakka af því að við ráðum för varðandi lagningu sæstrengs.
Ég held að þessu sé ekki svo varið. Þriðju orkumálapakkinn gerir ráð fyrir að Kerfisáætlun ESB sé innleidd með pakkanum. Hún hljóðar upp á lagningu ICE-Link sem er 1200 Mw.sæstrengur frá Íslandi.
Samþykkjum við 3.orkumálapakkann höfum við samþykkt sæstrenginn þar sem þar sem við höfum þá samþykkt Kerfisáætlun ESB um raforkudreifingu yfir landamæri.
25.4.2018 | 21:32
?000 kall fyrir að kjósa
og hugsanlega mínus sama upphæð fyrir hvern þann sem ekki kýs.
Þarf ekki að fá fólk á kjörstað fleiri en 2/3 kjósenda.
Í A-Þýzkalandi Ulbrichts sótti lögreglan þá heim sem ekki voru mættir klukkan eitthvað til að kjósa leiðtogann sem var einn í kjöri að sovéskri fyrirmynd. Enda sagði einn vinur minni alvörugefinn í þá daga,að auðvitað ætti enga stjórnarandstöðu að leyfa þegar stefnan væri rétt. Hann var algerlega sannfærður um þetta.
En ef við borguðum tíuþúsund kall úr ríkissjóði hverjum þeim sem kæmi á kjörstað af 250.000 kjósendum, og kannski innheimtum sama af þeim sem ekki kæmu, þá eru þetta bara skitnir tveir milljarðar. Hlutfallslega miklu minna en hjá Viðreisn í Reykjavík sem miklar 3 milljarða ekki fyrir sér.
Þá er bara spurning hverjir græða meira á þessu? Kommarnir eða kapítalistarnir? Um þetta næst líklega ekki sátt.
Því verður líklega ekkert af ?000 kallinum fyrir að kjósa til að efla lýðræðið.
25.4.2018 | 19:41
Gakktu í sjóðinn og sæktu þér hnefa
stóð í kvæðinu.
Fjöldi stöðugilda í grunn-og leikskólum í Reykjavík er 3.482 árið 2014. Sjálfsagt meira núna.
Viðreisn ætlar að taka hundraðþúsund á mánuði fyrir hvern þessara kjósenda eða 1.2 milljónir á ári í næstu fjögur ár úr sameiginlegum sjóði allra Reykvíkinga og borga þeim beint fyrir að kjósa Viðreisn.
Þorgerður Katrín, Benedikt Jóhannesson og Pavel Bartoschek eru sammála um réttmæti þessarar ráðstöfunar. Svona 4 milljarðar á ári fyrir eina stétt fólks. Til viðbótar voru mörg bjargráð kynnt til sögunnar fyrir þá sem vilja kjósa Viðreisn. Ódýrt þetta, meira hitt.
Hvaða kjósandi og skyldulið hans kýs ekki þennan flokk þegar hann fær borgað fyrir það í beinhörðu?
Af hverju fór maður ekki í framboð úr því maður hefur Borgarsjóð til frjálsrar ráðstöfunar? Kaupa sér þægilega innivinnu?
Svo skrifaði Benedikt Jóhannesson stofnandi Viðreisnar á 11.tölublað Vísbendingar 2016:
"Þann fyrsta mars 2016 var bandarískur forstjóri ákærður fyrir að hafa staðið fyrir ólöglegu samráði milli tveggja orkufyrirtækja á árunum 2007 til 2012. Fyrirtækin höfðu komið sér saman um það hvort þeirra myndi senda inn lægra tilboð í útboðum og láta svo hitt félagið njóta afrakstursins. Forstjórinn, Aubrey McClendon, sagði ásakanirnar fráleitar. Þótt hann stýrði stóru jarðgasfyrirtæki var hann þekktari fyrir að vera stór hluthafi í NBA-körfuboltaliðinu Oklahoma City Thunder. Hann var einbeittur í yfirlýsingu sem hann sendi út sama dag: Allir sem þekkja mig og viðskiptaferil minn vita að ég gæti ekki verið sekur um að brjóta samkeppnislög. Ég hef unnið allt mitt líf í því að skapa störf í Oklahóma, styrkja hagkerfi ríkisins og skaffa Bandaríkjamönnum næga og ódýra orku. Ég er hreykinn af þeim árangri sem ég hef náð á þessu sviði og mun berjast fyrir því að hreinsa nafn mitt og sanna að ég er saklaus.
Forstjórinn átti að mæta á lögreglustöðina klukkan 10 morguninn eftir. Hann var kominn í vinnuna snemma og sendi tölvupóst til kunningja síns eitthvað á þessa leið: Gaman að hitta þig í gærkvöldi. Þeir höfðu hist á skyndibitastað. Í kjölfarið skaust McClendon út í bílinn sinn, ók út á fáfarinn veg og steig bensínið í botn. Skyndilega sveigði hann til vinstri og negldi bílnum á brúarstólpa á 140 km/klst. hraða. Þar endaði ævi þessa athafnamanns.
Forstjórar eru líka fólk
Kannski finnst einhverjum þetta skiljanlegt, maðurinn hafði lent í miklum mótbyr. Kannski vissi hann upp á sig sökina og vildi ekki enda í fangelsi. Almenningur virðist oft halda að þeir sem stjórna fyrirtækjum séu illa innrættir harðjaxlar sem ekkert bíti á. Í raun eru þeir auðvitað mannlegir, ekki bara þegar þeim verður á í messunni heldur líka þegar þeir verða fyrir gagnrýni.
Flestir skilja að menn kunni að brotna niður við mótlæti. Erfiðara er að átta sig á því að forstjórar sem samstarfsmenn líta upp til og hafa notið velgengni geta átt við ýmis geðræn vandamál að etja. Sum eru ekki þess eðlis að þeir séu óstarfhæfir og stundum geta þau jafnvel hjálpað fyrirtækjunum, að minnsta kosti um tíma. Önnur verða hins vegar til þess að spilla árangri bæði forstjóranna og fyrirtækjanna sem þeir stjórna. Langoftast bitna veikindin á fleirum en þeim einum.
Hnöttinn af brautinni
Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholti orti vel um geðsveiflur sem margir kannast við, flestir auðvitað fremur hjá öðrum en sjálfum sér. Kvæði hans Í dag er ég er eins og lýsing á því hvað gerðist fyrir og eftir hrun. Í fyrsta erindinu er sögumaður ríkur: Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa, unz sál þín er mettuð og barmafull. Strax í því næsta hefur allt snúist á verri veg og hann er snauður og á ekki eyri, ölmusumaður á beiningaferð.
Gleðin tekur svo völd og skáldið ætlar að dansa til morguns við hverja sem er. En skjótt skipast veður í lofti og strax í næsta erindi er hann reiður við allt og alla og ætlar að hengja og skjóta alla helvítis þrjóta. Kannski hann hefði mætt á Austurvöll eins og svo margir. En í lokin er hann þreyttur og spyr: Hvar er nú öll mín forna glóð?
Þessar snilldarvísur Sigurðar eru ágæt lýsing á sveiflunum sem lýst er hér á eftir. Stjórnendur eru auðvitað ekki einir um að sveiflast upp og niður, en veikindi þeirra hafa áhrif á marga aðra. Jayne W. Barnard skrifaði um sálarflækjur forstjóra. Hann nefnir fimm þætti sem einkum hrjái þá: Sjálfsdýrkun, ofurbjartsýni, reiði, ótta og þunglyndi. Við þetta mætti auðvitað bæta ofnotkun áfengis og annarra fíkniefna. Öll þessi einkenni geta menn séð hjá þekktum stjórnendum (þó ekki öll samtímis). Auðvelt væri að vitna til slíkra manna hér á landi, en lesendum er látið eftir að velta fyrir sér hvaða Íslendingar í fremstu röð gætu þjáðst af þessum einkennum.
Sjálfsdýrkun
Forstjórar eru flestir metnaðarfullir menn og það að menn hafi náð á toppinn gefur til kynna að þeir hafi ákveðna hæfileika umfram aðra. Margir þeirra eru ríkir og hafa fengið margs kyns viðurkenningar. Hjá sumum leiðir velgengnin til eins konar Messíasarkomplex, þ.e. þeim finnst þeir geta tjáð sig um öll möguleg mál sem sérfræðingar, jafnvel þó að þeir hafi enga þekkingu á því sviði. Stundum getur þetta hjálpað fyrirtækjunum sem þeir stjórna. Forstjórarnir hafa skýra framtíðarsýn og telja að þeir séu einmitt réttu aðilarnir til þess að leiða hópinn til fyrirheitna landsins. Þeir sækjast stöðugt eftir hrósi og raða í kringum sig jámönnum.
Auðvitað hefur sjálfsdýrkun líka neikvæðar hliðar. Forstjórarnir hætta að virða almennar umgengnisvenjur, þeir gera lítið úr samstarfsmönnum, öskra á þá, skella hurðum og svo framvegis. Mjög oft kemur þetta fram í því að menn eru til í að taka að sér störf sem koma aðalstarfi þeirra ekkert við og þar sem þeir hafa í sjálfu sér ekkert sérstakt til málanna að leggja, til dæmis alþjóðleg samtök eða góðgerðarfélög.
Eitt einkenni er þegar forstjórar eru ósparir á skoðanir sínar um hin ýmsu mál í fjölmiðlum, hvort sem falast er eftir áliti þeirra eða ekki.
Þetta er allt að koma
Algengt sjúkdómseinkenni er þegar forstjórar missa dómgreindina. Þeim hefur einhvertíma tekist að ná árangri í vonlausri stöðu, jafnvel oftar en einu sinni. Í kjölfarið fyllast þeir svo mikilli vissu um eigin óskeikulleika að þeir eru til í að taka miklu meiri áhættu en réttlætanlegt getur verið. Þegar á móti blæs reiðast þeir þeim sem vara við áhættunni og kalla þá úrtölumenn. Meðan allt leikur í lyndi eru þeir í fararbroddi þeirra sem telja velgengnina nánast óumflýjanlega.
Þessi óhóflega bjartsýni leiðir til þess að menn grípa ef til vill ekki til nauðsynlegra varúðarráðstafana fyrr en það er orðið um seinan. Jafnframt getur hún orðið til þess að menn setji allt sitt traust á tækni sem ekki hefur enn verið prófuð. Forystumenn Enron töldu sjálfir að uppgjörsaðferðir þeirra væru eðlilegar, en þeir núvirtu allan framtíðarhagnað af orkusölusamningum 20 ár fram í tímann. Þannig var feiknahagnaður í ársreikningum, en enginn peningur í kassanum.
Bjartsýnin leiðir stundum til þess að menn bregðast of seint við málum sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir orðspor fyrirtækjanna. Menn minnast þess að í fortíðinni komust þeir upp með að menga eða svíkja undan skatti, án þess að það hefði miklar afleiðingar og átta sig ekki á því að almenningsálitið hefur breyst.
Á valdi óttans
Andstæðan við ofurbjartsýni er ótti. Stjórnandinn er svo hræddur við að gera mistök að hann frestar ákvörðunum endalaust. Stundum leggur hann hreinlega árar í bát, en oftar segist hann vera að bíða eftir frekari upplýsingum, ákveðin atriði þurfi að skoða betur og ekki megi rasa um ráð fram. Nánast alltaf líða fyrirtækin fyrir þetta aðgerðaleysi. Þeir sem halda, að tíminn leiði til þess að vandamálin hverfi, kunna að hafa rétt fyrir sér, en á meðan hefur fyrirtækið dregist aftur úr samkeppnisaðilum sem þorðu að taka á vandanum. Ótti er ekki bara vandamál forstjóra. Stjórnmálamenn sem þjást af ótta reyna að þæfa mál fram í hið óendanlega. Eftir á að hyggja er það samdóma álit nánast allra, að sá hæfileiki að geta tekið af skarið sé einhver mikilvægasti eiginleiki góðs stjórnanda.
Einhvern tíma var það orðað þannig að erfiðleikar í rekstri leiddu til þess að blóð flæði til heilans minnkar hjá stjórnendum. Þess vegna tækju menn svo oft fáránlegar ákvarðanir og gerðu jafnvel ýmislegt ólöglegt þegar allt stefndi í óefni. Fjölmörg dæmi eru um þetta frá dögunum í kringum hrunið, svo að dæmi sé tekið. Þannig getur óttinn tekið á sig ýmsar neikvæðar myndir.
Reiði
Bill Gates og Steve Jobs eru báðir þekktir fyrir að öskra á undirmenn sína. Jobs var líklega einhver leiðinlegasti náungi sem um getur, en samt tókst honum að leiða Apple frá barmi gjaldþrots í að verða eitt ríkasta fyrirtæki heims. Aftur og aftur kom hann með snjalla hönnun og ferskar hugmyndir. Sumir forstjórar eru ólatir við að gera hróp að undirmönnum. Aðrir gera lítið úr þeim í tölvupóstum eða með öðrum hætti.
Ekki þarf að fjölyrða um það hversu erfitt það er að þurfa sífellt að tipla í kringum forstjórann (eða aðra ef því er að skipta) og velta því fyrir sér hvernig skapi hann sé í þann daginn. Íslenskur næstráðandi sagði einhverntíma, að það væru takmörk fyrir því hversu lengi menn létu bjóða sér niðurlægjandi framkomu hrokafulls forstjóra.
Neysla
Ótrúlega margir stjórnendur drekka í óhófi (og nokkrir neyta annarra fíkniefna). Sumir fara svo leynt með efnin að samstarfsmenn átta sig ekkert á veikleikanum. Aðrir eru hins vegar þannig að þeir geta vart tekið tappa úr flösku án þess að áhrifin komi í ljós. Ekki þarf að fjölyrða um að dómgreindin brenglast þegar menn eru undir áhrifum, auk þess sem langvarandi neysla getur leitt til alls kyns líkamlegra kvilla.
Þunglyndi
Þunglyndi er mjög algengur sjúkdómur, sem oft er falinn. Stundum kemur hann fram í aðgerðaleysi og sumir halda að þunglyndi forstjórinn sé latur, hann þjáist af síþreytu eða kulnun, því að þunglyndi geti ekki hrjáð menn sem hafa náð æðstu metorðum og vita ekki aura sinna tal. Þannig er það þó alls ekki. Sumir læknar ganga svo langt að halda að þunglyndi sé algengara á meðal þeirra sem eru í fremstu víglínu viðskipta, stjórnmála eða annarra sviða mannlífsins.
Þunglyndi á sér oft skýringar sem eru óháðar ytra umhverfi og því ætti það að vera jafnalgengt hjá forstjórum og öðrum. Auk þess má ekki gleyma því stöðuga áreiti sem stjórnendur verða fyrir. Alls kyns vandamál lenda á þeirra borðum, mörg alls óháð rekstrinum sjálfum. Þeir eiga hins vegar erfitt með að ræða vanda sinn við aðra, því að með því að opna sig fyrir undirmönnum sýna þeir veikleika. Þeir eiga sjaldnast jafningja innan fyrirtækisins og enga yfirmenn.
Fyrir utan að þunglyndi er hættulegur sjúkdómur fyrir einstaklinginn sem af því þjáist er það mjög vont mál fyrir fyrirtækið þegar forstjórinn getur ekki tekið ákvarðanir vegna veikinda. Veikindin sjálf verða feimnismál. Winston Churchill þjáðist af þunglyndi, en þegar hann fékk hjartaáfall í stríðinu varð líka að halda því leyndu. Engan snöggan blett mátti sýna á leiðtoganum. Nú orðið er fátítt að menn leyni sjúkdómum nema helst geðrænum kvillum. Þannig viðhalda menn fáfræði og fordómum í kringum þá.
Hvað á að gera?
Einn vandinn við geðsjúkdóma og jafnvel geðræn einkenni af því tagi sem að framan greinir er að menn forðast eins og eldinn að tala um þá. Þess vegna er oft ekki gripið í taumana fyrr en allt of seint. Forstjóri sem er oft drukkinn missir dómgreindina og er í raun ekki sami maður og þegar hann er allsgáður.
Hér á undan eru nefnd ýmis einkenni, sem auðvitað eru missterk og þurfa ekki að vera sjúkleg í þeim skilningi að menn geti ekki starfað frá degi til dags, en verða það hins vegar þegar þau vara lengi og ágerast kannski með tímanum.
Þunglyndi getur komið fram í ótta og geðhvörf sýna sig stundum í ofurbjartsýni eða reiði þegar menn eru í uppsveiflu. Neysla getur svo leitt til bæði andlegra og líkamlegra sjúkdóma.
Ábyrgðin á því að leita sér hjálpar er auðvitað hjá forstjóranum sjálfum, en oft er eitt sjúkdómseinkennið að menn átta sig ekki á hvað er að. Því verða stjórnir fyrirtækja og sér í lagi stjórnarformenn að grípa í taumana áður en allt er komið í óefni. Aðalatriðið er þó að samfélagið viti að það er ekki eðlilegt að menn hegði sér einkennilega. Allt of algengt er að allir kói með, eins og sagt er, og vandi eins verður vandi fjöldans.
Þessi grein birtist í 11. tbl. Vísbendingar 2016."
Vom Rat bis Tat.
Nú sér Benedikt ljósið hvernig hann á að fá fylgi við flokkinn hans Viðreisn. Ætli þetta geti ekki landað svona 10.000 atkvæðum í kosningunum þann 26.maí? Verður hann kannski næsti Borgarstjóri út á þetta?
Býður einhver betur?
Gakktu í sjóðinn og sæktu þér hnefa
uns sál þin er mettuð og barmafull.
24.4.2018 | 07:55
Ríkisvæðing stjórnmálanna
er orðinn hlutur sem afleiðing af ábyrgðarlausri framgöngu stjórnmálaflokka á Alþingi í sjálftöku á opinberu fé.
Í stað þess að flokksmenn eigi alfarið að standa straum af sinni stjórnmálastarfsemi með frjálsum framlögum eins og í öðrum félögum þá eru þeir sammála um og í aðstöðu til að setja sogrör í ríkiskassann til að sjúga fyrir sjálfa sig og sína.Afleiðingin er smáflokkakraðak sem býður fram í þeim eina tilgangi að krækja sér í peninga og þægilegri innivinnu.
Það eru falsrök að þetta sé gert til að koma í veg fyrir spillingu með því að peningaöfl kaupi flokka sér til fylgis. Það á að ríkja algert frelsi á auglýsingamarkaði í markaðsþjóðfélagi. Vilji Soros kaupa Pírata til fylgis við sig þá má hann það eins og Landsbankinn styrkti Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna, sem ekki skilaði neinum peningum eins og Bjarni gerði. Markaðsfrelsi á að ríkja. Ef enginn vill kaupa þína vöru þá er það þitt vandamál en ekki mitt eða ríkisins.
Valur Arnarson skrifar eftirtektarverða greiningu á vanda íslenskra stjórnmála á blogg sitt í dag.
Þar kemur þessi stjórnmálavandi fram. En það sem fólk gerir sér ekki ljóst er að hann er bein afleiðing af samspillingunni sem blasir við á Alþingi í dag. Flokkarnir þar urðu sammála um að stórhækka framlög til sín úr ríkissjóði.
Glundroðinn í stjórnmálunum orsakast beinlínis af grímulausri samtryggðri sjálftöku stjórnmálaflokkanna á opinberu fé.
Valur skrifar:
"Það merkilegasta við eftir-hruns árin, er þörf fólks á vinstri væng stjórnmálanna til að stofna nýja stjórnmálaflokka, og reyna með blekkingum að aftengja þá uppruna sínum. Besta dæmið er auðvitað Besti flokkurinn í Reykjavík, þar sem fullt af Samfylkingarfólki kom saman og þóttist vera nýtt afl sem hefði myndast í tómarúmi án nokkurra skýringa. Við þekkjum svo frasana um að breyta eigi stjórnmálunum og taka við góðum hugmyndum jafnt frá vinstri sem og hægri, vegna þess að þær skilgreiningar séu í raun úreltar.
Hvað gerðist svo með Besta flokkinn ? Fólk, þvert á pólitískar skoðanir, keypti blekkingarnar, og stökk á vagninn, merkti x við Æ í þeirri trú að nú væru hlutirnir að breytast. En hvað gerðist ? Krakkarnir í Besta flokknum hlupu beint í faðm Samfylkingarinnar auðvitað vegna þess að þaðan komu þau öll. Besti flokkurinn bjó svo til myndband á fyrstu mánuðum valdatíðar sinnar, þar sem gert var grín að öllum, sem voru ekki í kratabandalagi Samfó og Besta. Þar fóru fyrirheitin um betri vinnubrögð í stjórnmálunum.
Það er nánast hægt að segja það sama um Pírata. Ef það voru einhverjir fyrrum Sjálfstæðismenn eða Framsóknarmenn í Pírötum á upphafsárum flokksins, þá hafa þeir auðvitað allir yfirgefið flokkinn sem er samansafn af allskonar vinstra öfgaliði, og þá sérstaklega í forystunni. Píratarnir stukku ekki fullmótaðir úr tómarúmi frekar en Besti flokkurinn, sem síðar varð Björt framtíð en nú hafa þau flest hlaupið heim í Samfylkinguna.
Það versta við þessa þróun, er að stjórnmálaöfl, án nokkurs alvöru baklands, komast til þannig áhrifa, að þau sjálf ráða illa við hlutverk sitt. Málefnafátækt einkennir slík bandalög, þar sem ekki er þekking þar innan um til þess að móta skoðanir eða stefnur í hinum ýmsu málum. Við getum tekið Besta flokkinn sem dæmi en þau eltu Samfylkinguna í blindni í stefnu þeirra um flugvöllinn, án þess að búa yfir einhverri þekkingu um málefnið eða hafa tekið samræðu við fagstéttir og er hægt að nefna flugmenn í því samhengi, sem búa margir hverjir yfir dýrmætri reynslu og þekkingu á þessum málum.
Við sjáum það sama á þingi, þar sem þingflokkur Pírata situr hjá í mörgum og jafnvel mikilvægum málum. Píratar sátu t.d. hjá í atkvæðagreiðslu um búvörusamninginn og vitið til, þeir munu sitja hjá þegar gengið verður til atkvæða um þriðja orkumarkaðspakka ESB.
Er þessi þróun til þess fallinn að styrkja lýðræðið ? Svarið við því er auðvitað nei. Flokkar sem koma fram undir fölskum forsendum, blekkja kjósendur til fylgis við sig með því að lofa breyttum vinnubrögðum á þingi og í sveitastjórnum, en eru svo verri en þeir sem gagnrýndir eru, gera ekkert annað en að grafa undan lýðræðinu. Lýðræðið snýst um að kjósendur hafi raunverulegt val, og það sé skýrt fyrir hvað flokkar í framboði standa.
Píratar hafa t.d. sýnt af sér einstakan óheiðarleika með því að þykjast geta unnið með öllum fyrir kosningar, en eftir kosningar byrjað að hlaupa í skotgrafir og útiloka flokka á forsendum sem standast engin rök. Ef Píratar geta ekki unnið með Sjálfstæðisflokknum vegna embættisfærslna Sigríðar Á. Andersen, þá geta þeir ekki unnið með Samfylkingunni vegna framgöngu þeirra gagnvart öryrkjum í borginni. Staðreyndin að Píratar hafa ekki gengið úr meirihlutanum í borginni kristallast í því að afstaða þeirra til Sjálfstæðisflokksins er fyrirsláttur einn.
Staðreyndin er að allir í hinu nútíma pólitíska litrófi eiga sér uppruna einhversstaðar úr hinu gamla flokksskipulagi. Píratar eru á vinstri væng þess litrófs, og þeir sem greiða þeim atkvæði sitt eru að stuðla að því að hér verði vinstri stjórn eftir kosningar."
Valur sér vandamálið sem er samhlaup sveimhuga við kosningar sem byggjast á því að komast í ríkispeninga ef nægilega margir vinglar finnast til að kjósa "eitthvað annað".
Við sitjum uppi með smáflokkakraðak tækifrærissinna á Alþingi þar sem hentistefna ræður ríkjum. Alþingi hefur sjálft búið þessar aðstæður til og er rétt að byrja með stórhækkun fjártökunnar til flokkanna.
Vandamálið byrjaði í ríkisvæðingu stjórnmálanna þar sem framboðin eru orðnir tilberar á þjóðarlíkamanum sem sjúga ríkispeninga í samspillingu allra flokka á Alþingi sem þá ekki verða notaðir í annað þarflegra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko