Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018

Þriðji orkupakkinn

heldur áfram að vera umdeildur á Íslandi.

Einn af þeim ötulustu sem gegn homnum tala er kollegi Bjarni Jónsson:

Á bloggsíðu sinni segir hann og vitnar til greinar Michaels Mann sendiherra:

"Það var okkur ánægjuefni, að óháður ráðgjafi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skyldi komast að þeirri niðurstöðu, að Íslendingar þurfi ekki að óttast þessar nýjustu breytingar."

Ráðherrann, sem hér um ræðir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, hefur á opinberum vettvangi varið afstöðu sína með því að gera á allan hátt lítið úr áhrifum Þriðja orkumarkaðslagabálks ESB á mótun orkustefnu Íslands, þótt Alþingi mundi staðfesta innleiðingu hans í EES-samninginn...."  

 

"....Hér skal þess vegna fullyrða, að téð afstaða ráðherrans stríðir gegn ályktun Atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt var einróma á Landsfundi flokksins í marz 2018:

"Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenzkum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.".."

 

"...Nú skal vitna frekar til herra Michaels Mann sendiherra:

"Þriðji orkupakkinn, svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES-samninginum [1], er rökrétt framhald fyrri orkupakkanna tveggja, sem hafa verið innleiddir á Íslandi án vandkvæða. [2]

Megintilgangurinn með orkupakkanum er að veita neytendum ódýra og örugga orku með tilstilli markaðsafla, og hann er ekki nokkur ógn við framkvæmd íslenzkrar orkustefnu.[3] Þar sem Ísland er eyja, einangruð frá öðrum orkumörkuðum, mun landið njóta víðtækra undanþága frá flestum helztu skyldum, sem fylgja nýju löggjöfinni."[4]

  1. Það, sem einkennir EES-samninginn og var óspart hampað á sínum tíma (1992-1993) af málsvörum hans, og gerir hann frábrugðinn beinni aðild að ESB, er einmitt rétturinn til að hafna ESB-reglum á leið þeirra inn í EES-samninginn.  Það er rangt hjá sendiherranum, að Alþingi beri einhver skylda til að skrifa upp á allt, sem frá Sameiginlegu EES-nefndinni kemur.  Þjóðþingum EFTA-landanna í EES er tryggður synjunarréttur í EES-samninginum.  Á þeim grundvelli hefur fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tjáð þá skoðun sína í pontu Alþingis, að enginn geti á fundi í Brüssel (aðsetur Sameiginlegu EES-nefndarinnar) bundið hendur Alþingis.  Slíkt væri í blóra við Stjórnarskrá Íslands, enda væri þá fullveldi Íslands farið fyrir lítið. Sendiherra ESB verður að gæta orða sinna, þegar hann ávarpar Íslendinga í blaðagrein.  Að skrifa, að "Íslendingum [sé] skylt að innleiða [Þriðja orkupakkann] samkvæmt EES-samninginum" má líta á sem ögrun að hálfu ESB.  Ef ESB ætlar út í einhvers konar refsiaðgerðir gegn Íslandi í kjölfar synjunar Alþingis, verður slíkt skýlaust brot á EES-samninginum og ber að kæra fyrir EFTA-dómstólinum.
  2. Það er ekki rétt, að Annar orkumarkaðslagabálkur ESB hafi verið innleiddur á Íslandi "án vandkvæða".  Margir hérlendis eru þeirrar skoðunar, að vegna smæðar íslenzka raforkumarkaðarins henti fjórskipting hans að hætti ESB illa hérlendis.  Hún hefur tekið langan tíma, og nú, 14 árum eftir innleiðinguna, er henni enn ólokið. T.d. er eignarhald Landsnets enn mjög afbrigðilegt og fjarri því að vera, eins og fyrirskrifað er af ESB.  Hitt er vafalaust rétt hjá sendiherranum, að Þriðji bálkurinn er "rökrétt framhald" hinna tveggja, og þessum útgáfum er alls ekki lokið enn.  Með útgáfu Fjórða bálksins, sem er í bígerð, er talið, að völd ACER verði aukin enn meir. Hin dæmigerða aðferðarfræði ESB er kennd við spægipylsu. ESB færir sig stöðugt upp á skaptið. 
  3. Með öflugum samtengingum á milli aðildarlandanna ætlar ESB að jafna orkuverðið innan sambandsins og tryggja, að engir flöskuhálsar komi í veg fyrir gjörnýtingu á virkjunum endurnýjanlegrar orku.  Viðmiðun ESB er, að þar sem verðmismunur á milli landa er meiri en 2,0 EUR/MWh (0,25 ISK/kWh), þar skuli auka flutningsgetuna á milli.  Verðmunur raforku á Íslandi og ESB er miklu meiri en þetta, og þess vegna mun ESB/ACER beita öllum tiltækum ráðum til að raungera sæstrenginn "Ice Link"..."
"...Sendiherrann hélt í greininni áfram að kasta ryki í augu lesenda Fréttablaðsins:
 
"Þar sem EES er tveggja stoða kerfi, munu þær valdheimildir, sem ACER fer með í aðildarríkjum ESB, verða á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á Íslandi, en Ísland er eitt aðildarríkja ESA.""
 
"...Sendiherrann er á hálum ísi, þegar hann tínir til BREXIT til að rökstyðja mál sitt:
"Jafnvel þótt sæstrengur til Bretlands verði einhvern tíma að veruleika [forgangsverkefnalisti ACER tilgreinir árið 2027 sem ár gangsetningar], myndi það ekki tengja Ísland við ESB-markaðinn, þar sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu frá og með marz á næsta ári."
Það er enn óráðið, hvort Bretland gengur úr Orkusambandi ESB.  Báðir aðilar kunna að sjá hag sínum bezt borgið með óbreyttu ástandi þar.  Þótt Bretar gangi úr Orkusambandinu, munu rafmagnsviðskipti þeirra við ESB-löndin að sjálfsögðu halda áfram, og þeir mundu geta þjónað sem milliliður viðskipta á milli Íslands og ESB um "Ice Link"...."
 
 
"...Að lokum skal hér vitna í lokakafla greinar Michaels Mann, sem bregður ljósi á tvískinnunginn, sem einkennir málflutning embættismanna ESB:
 
"Evrópusambandið fagnar alltaf heilbrigðum skoðanaskiptum um stefnur og lög sambandsins og leggur sig fram um að tryggja, að EES-ríki, utan ESB, svo sem Ísland, geti sætt sig við reglubreytingar.  Það er þess vegna, sem Ísland fékk svo margar varanlegar undanþágur frá þriðja orkupakkanum."
EFTA-löndin fengu engar undanþágur frá Þriðja orkumarkaðslagabálki ESB, sem máli skipta. Sendiherrann vísar til hreins sparðatínings, enda er það nú meginstefna ESB við útgáfu gjörða, að ein stærð henti öllum ("one size fits all")..." 
 
Þriðji orkupakkinn er stórhættulegur fyrir Ísland og fullveldisframsal sem ekki samrímist Stjórnarskrá og neyðir okkur til að leggja sæstreng til Evrópu með nýrri 600  MW virkjun. 

 


Glæsileg íþróttamannvirki

Rússa fanga huga minn þegar ég horfi á leikina.

Þetta eru svo afspyrnuflott mannvirki. Þvílíkir megastrúktúrar.

Hvað heita þessir leikvangar sem maður er að horfa á. Ég veit ekki einu sinni hvað borgirnar heita sem spilað er í.

En þetta er glæsilegt hjá Rússunum og þeir eru sko engir aukvisar þó Íslendingar reyni enn að eiga við þá kalt stríð í þýlyndi sínu við Evrópusambandið sem er langt komið að liðast í sundur.


Raunalegar fullyrðingar

er að lesa í skrifum prófessors Ólafs Arnalds æi grein í Fréttablaðinu í gær.

Þar setur hann fram fullyrðingarum ósannaðar vísindalegar tilgátur.

Það er eins og honum sé ekki kunnugt um að CO2 hefur ekki verið lægra í andrúmslofti jarðar í 600 millj´n ár. Sbr. blogg mitt frá 21.5.2018.

 

Prófessor Ólafur segir m.a.:

 

"Ríkisstjórn Íslands leggur áherslu á loftslagsmál og sjálfbæra nýtingu landsins. Hér er fjallað um nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga, ekki síst mikilvægi moldarinnar og ástand vistkerfa.

Loftslag jarðarinnar er að hlýna vegna gróðurhúsaáhrifa koltvísýrings CO2 og fleiri lofttegunda.

Kolefnið (C) er undirstaða lífsins á jörðinni og er í stöðugri hringrás á milli andrúmslofts, gróðurs og jarðvegs. Það er hollt að bera saman magn kolefnis í andrúmslofti, gróðri og mold. Heldur meira er af kolefni í andrúmsloftinu (um 790 Tg) en gróðri á jörðinni (um 620 Tg) en samsvarandi gildi fyrir mold er 3-4000 Tg1 . Með öðrum orðum: það er tvöfalt meira kolefni í moldinni en gróðri og andrúmsloftinu samanlagt. Skiptir þetta máli fyrir aukningu CO2 í andrúmsloftinu og hnattræna hlýnun? Heldur betur! Það er ekki aðeins notkun jarðefnaeldsneytis sem hefur aukið styrk gróðurhúsalofttegunda, vænn hluti aukningar þeirra í andrúmsloftinu á rætur að rekja til hnignunar vistkerfa. Ofnýting landbúnaðarlands leiðir til þess að gengið er á lífrænan forða jarðvegsins sem getur losað ógrynni CO2 til andrúmsloftsins....."

 

"....Eðli íslenskrar eldfjallajarðar er að hún bindur meira kolefni en allur annar þurrlendisjarðvegur á jörðinni og rannsóknir sýna að bindingin er bæði ör og varanleg. Þá er hægt er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis nú þegar með endurheimt votlendis og með því að laga sauðfjárbeit landsins að landkostum enda er nóg af vel grónu landi til beitar fyrir núverandi bústofn...."

 

"....Endurheimt votlendis og breyttir beitarhættir ættu að vera sjálfsagður liður í útfærslu á umhverfismarkmiðum núverandi ríkisstjórnar, annars væri framkvæmdin eiginlega marklaus. Þetta verkefni kallar á allar hendur á dekk...."

 

Bæði er þessi grein full af þversögnum um að auka landbúnaðarframleiðslu sem eykur kolefnissporið. Hvergi hefur mælt svo óyggjandi sé hversu útblástur minnkar við að moka ofan í gamla framræsluskurði sem löngu eru komnir í jafnvægi.

Ólafi væri sæmra að geta vísindalegra mótraka en slá frama ósönnuðum raunalegum fullyrðingum eins og hann gerir í inngangi greinarinnar.


"Trumpsósíalismi"

er nýtt sem Páll bloggarakóngur defínerar í dag.

"Það er helst í málefnum innflytjenda sem skerst í odda með bandarískum sósíalistum og Trump. Ocasio-Cortez vill afnema ICE, ríkisstofnun á sviði innflytjendamála. En hún mun seint boða óheftan innflytjendastraum til Bandaríkjanna. Það kæmi niður á hagsmunum skjólstæðinganna, sem keppa við innflytjendur um atvinnu og húsnæði.

Trumpsósíalismi er blanda af íhaldssemi og framsækni í þágu milli- og lágtekjuhópa. Stefna af þessu tagi gæti gefið tóninn í bandarískri pólitík næstu árin. Vel að merkja undir öðru nafni. Verði barn í brók fær það kannski heitið ameríkusósíalismi."

Það er akkúrat þessi hugsun sem hann Vance er með til meðferðar í bók sinni "Hillbilly Elegy" úr tyðbeltinu bandaríska þar sem hann skýrir uppgang Trumps á sannferðugan hátt. Það eru gömlu bandarísku landnemagildin sem eiga meiri þátt í þjóðlífinu þar en Evrópubúar fá nokkru sinni skilið.   

Trumpsósíalismi er gott hugtak.


Þýski herinn í skralli

og ónýtur til átaka.

Flugherinn óstarfhæfur. Aðeins 4 af 128 Eurofighters flughæfar.  Herinn vantar 21000 yfirmenn.

Á þetta þetta og Merkel vilja íslensku landsöluflokkarnir setja sitt traust en fordæma Trump fyrir að axla ábyrgð.

Nerkel hefur brugðist í þessu sem öðru.

Þýski herinn er í skralli eftir því sem der Spiegel segir.


Frábært verk

er verið að vinna á Breiðholtsbraut.

Þar eru verktakar að slá upp fyrir steyptri göngubrú. Mig dauðlangar að stoppa og skoða  þetta allt nánar og príla upp á það en umferðin leyfir ekkert hik.

Það er svo fagmannlega staðið að þessu að unun er  á að horfa.Annað mál er svo að aldrei hef ég séð nokkurn mann á ferli í brúarstæðinu  svo hún verður líklega fáfarin þessi brú.

En falleg verður hún, svo mikið er víst um þessa frábæru verkframkvæmd. 


Flintstone flokkarnir í Reykjavík

mynda meirihluta undir Degi B. Eggertssyni og Hjálmari Sveinssyni.

Margir muna eftir Fred Flintstone og Barney vini hans. Þeir voru nútímavæddir steinaldarrmenn sem keyrðu á bílum með steinhjólum og klæddust skinnum.

Það er eins með þá  Dag og Hjálmar og Fred og Barney ,að nútíminn nær ekki til þeirra nema að hluta til.  Yfir 90 % fólks hefur valið sér einkabílinn sem farartæki og lífsstíl.  Þá tala þessir menn um  nauðsyn almenningssamgangna og Borgarlínu og einhverja gangandi og hjólandi umferð sem þeir vilja setja í algeran forgang en þrengja að einkabílnum sem fólkið hefur valið. Aðeins ein 6 % ferðast með Strætó sem verður að þessari Borgarlínu að hluta til.

Þess vegna þrengja þeir Dagur og Hjálmar götur og neita að byggja mislæg gatnamót eins og tíðkast allstaðar annars staðar. Enda fann Hjálmar út að það þýddi ekkert að leggja nýjar akreinar því þær fylttust bara af bílum.Og Dagur sá strax að þetta dygði til þess að lýsa því yfir að tími mislægra gatnamóta í Reykjavík væri liðinn.

Fred Flintsone hefði getað búið sér til Borgarlínu og notað til þess Dínósár, riaseðlu með beisli þar sem farþegar gætu klifrað upp bak hennar og hún síðan labbað með þá milli stöðva. Líklega álíka hlutfallslega skilvirkt og hjá Degi og Hjálmari og hraðvirkt fyrir steinaldarfólk sem væri tekið upp á að flýta sér.

Ég keyrði Miklubraut kl 9:15 í morgun. Þar leikur fólk sér að því að spila á gönguljós og stoppa alla umferð frá Lídó upp á Háleitisbraut. Og svo eru önnur vona ljós á Miklatúni miðju sem eru látin endurtaka leikinn. Þarna var eytt hundruðum milljóna síðasta ár og er enn verið að gera án þess að greitt hafi verið fyrir bílum hið minnsta.

Alvitlausasta lausnin á þessu finnst mér vera stokkurinn sem Dagur lét gera myndböndin um í Kosningaáróðri sínum. Að byggja jarðgöng á landi með öllu sem þeim fylgir af loftræsingu og búnaði, árekstravörnum, sjúkrabíla aðgangi finnst mér toppa þessa dellu alla,  

 Miklabrautin er enn tvær akreinar með gönguljósunum vestur í bæ en slysagildrur úr grjótkössum í stálnetsgrindum komin til frekari hindrana og puttaklippinga  fyrir alla.  En þessi frekar sjaldgæfi gangandi og hjólandi Reykvíkingur nýtur þess að stoppa alla bílaumferð með því að ýta á ljósatakkann meðan hann silast yfir með hjólhestinn sinn í taumi. Nægilega oft á klukkutíma til að valda verulegum töfum af ekki fleira fólki.

Þeir minnihlutaflokkar sem Dagur styðst við mega því réttilega  nefnast Flintstone flokkarnir þar sem lausnir þeirra í umferðarmálum myndu sóma sér vel í bænum þeirra Freds og Barneys.

Þetta er ekki fólk af þessari öld sem raðar sér um þessar mundir á jöturnar í Ráðhúsi þeirra Freds og Barneys niður við hina fornfrægu tjörn í Reykjavík. Flintstone flokkarnir beita miklu hugviti til að tefja fyrir nútímanum í umferðarmálum Reykjavíkur.

Sjálfur Fred Flintstone hefði ekki gert það betur.


Ónæmisfræði

er án efa það svið sem framtíðar krabbameinslækningar munu byggja á.

Nýlega var sagt frá íslenskri konu sem var talin ólæknandi með krabbamein í brisi. Ónæmislækningar virðast vera að bjarga henni.

Í stuttu máli byggist aðferðin, stundum kölluð CAR-T,  á því að tekin eru hvít blóðkorn úr sjúklingnum og þau vígvædd sérstaklega til að þekkja dulargerfi  krabbameinsfumanna. Þau eru svo sett í hann aftur og sjá sjálf um framhaldið.  Hvernig þetta nákvæmlega er gert er ofvaxið minni þekkingu. En lyfjafyrirtækið Novartis er farið að gera þetta í vaxandi mæli.

Ég hef velt því fyrir mér hvort Íslensk Erfðagreining og dr. Kári muni geta látið til sín taka á þessu sviði? Þessir aðilar eru nýbúnir að gera kraftaverk með áhættugenið BRCA2.

Ég vildi gjarnan heyra frá dr. Kára eitthvað alþýðlegt varðandi þetta svið ónæmisfræðanna og krabbamein  áður en langt um líður.


Jafntefli hefði verið sanngjarnt

í leiknum við Króata. Okkar menn sýndu nú mun betri knattspyrnu en áður. Samt fannst mér sóknirnar ekki eins hnitmiðaðar og hjá Króötum. En samspilið var mun betra.

En það skal tekið fram að ég hef ekki hundsvit á fótbolta. Ég bara æsi mig upp með því að horfa. Æpi og öskra í stólnum alveg án þess að blikna.

En takk fyrir frammistöðuna landsliðið okkar. Þið eruð ótrúlegir að standa uppi í hárinu á milljónaþjóðum. Þið eigið allir skilið að fá Fálkaorðuna þó að Guðni hafi ekki mætt.

Jafntefli gegn Króötum hefði mér fundist sanngjarnt.


Nýr ofurhraða Boeing

 

boinghyper

 

Boeing Commercial Airplanes  hefur  hafið rannsóknir á farþegaflugvél sem flýgur á 5 földum  hljóðhraða  í 95.000 fetum. 2.6 sinnum hraðara og 30.000 fetum hærra en  Concorde sáluga. Stærðin er eins og venjulegar þotur en minni en Boeing’s 737, og gæti komið inn um eftir 2030. Hún er þá farin að fljúga þar sem aðeins Blackbird SR71 hans Kelly Johnson flaug ein áður fyrir margt löngu. 

Auðvitað er til hernaðarútgáfa af þessu. En þetta eru aldeilis tíðindi fyrir heiminn.

Og Boeing er búið að smíða flugvélar frá 1917 og vita hvað þeir eru að gera.


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband