Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018
22.6.2018 | 10:53
Góð greining hjá Brynjari
á því sem við honum blasir á Alþingi:
"
Áberandi er hópur þingmanna sem telur sig sérstakt baráttufólk fyrir bættum vinnubrögðum og aukinni virðingu alþingis.
Flest eiga þau nú samt sameiginlegt að hafa varla unnið ærlegt handtak um ævina og finnst dugnaður ofmetinn, ef ekki úreltur.
Í þeirri baráttu nota þau ræðustól þingsins, klædd eins og niðursetningar, og saka pólitíska andstæðinga og embættismenn ýmist um lygi, óheiðarleika, spillingu og glæpi.
Á sama tíma getur það ekki einu sinni sagt satt um eigin menntun. Undir þetta taka svo helstu sóðamiðlar landsins, sem trúa sjálfir að þeir séu hlutlausir og heiðarlegir.
Þau kenna sig við frjálslyndi en eru mestu búrókratar sem þekkjast á byggðu bóli.
Þau treysta sér ekki til að heilsa með handabandi því að engar skráðar reglur eru til um hvora höndina skuli nota.
Þau taka þingið og framkvæmdavaldið í gíslingu með endalausu málþófi og gagnslausum fyrirspurnum.
Þau hika ekki við að setja sig í dómarasæti í málum sem þau hafa hvorki kynnt sér né hafa vit á. Dómarnir eru gjarnan mjög þungir og ekki kunna þau að biðjast afsökunar reynast þeir rangir.
Þetta fólk skeytir hvorki um skömm né heiður."
Hann bætir að vísu við að hann hafi farið öfugu megin framúr í morgun. En mér finnst að hann eigi að setja fjöl hinu megin því þetta eykur greinilega við greiningarhæfnina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2018 | 10:21
Miðopna Moggans
er oft gagnleg af skynsamlegum skrifum.
Hægra megin í dag er frábær greining Villa Bjarna á hamingju og hvort hægt sé að láta hana í té með afslætti. Ásamt með fleiri röksemdafærslum sem fólki kann að yfirsjást í moldviðri pólitískra slagorða sem óvandaðir menn setja fram til að blekkja kjósendur til fylgis við sig.
Vinstra megin á opnunni þar sem Björn Leví Pírati á sitt fasta sæti, skrifar dr. Benedikt Jóhannesson Viðreisnarfaðir eftirfarandi:
"Það er vont að fyrirtæki og fólk flýi úr landi. Það er vont að vextir á Íslandi séu miklu hærri en í nágrannalöndunum. Nýlega birtist frétt um að í Svíþjóð séu (óverðtryggðir) vextir á húsnæðislánum 1,7% á sama tíma og þeir eru 5,5 til 6,2% hér. Það er vont þegar gengi krónunnar sveiflast, fyrirtækjum og almenningi til skaða. Og það er mjög vont þegar samtök sem eiga að standa vaktina fyrir heilbrigt efnahagslíf þora ekki að tala um fílinn í stofunni, íslensku krónuna"
Benedikt þessi virðist telja að gengisfall krónunnar sé það sem heimilum landsins gagnast mest og hefur talað fyrir því. Enda er maðurinn Evrópusambandssinni og þarf ekki fleiri orð um það að hafa, þar sem fullveldi Íslands er eitur í beinum slíks fólks sem fyllir Viðreisnarflokkinn sem og Samfylkinguna.
En til hvers skrifar dr. Benedikt svona ómerkilega um vexti í Svíþjóð og hér?
Af hverju bendir hann ekki á að lán í Svíþjóð er erlent lán en lán á Íslandi er innlent lán í íslenskum krónum sem hann vill allt illt?
Geta Íslendingar ekki tekið sænskt lán á tilgreindum vöxtum? En það hentar ekki Benedikt að vekja athygli á þessum mun. Hugsanlega ætlar hann enn að prakka sig inn á kjósendur í næstu kosningum með svona málflutningi gegn íslensku krónunni. Vonandi sjá menn þá í gegn um doktorinn og þessar vísbendingar hans og minnast þess að af Viðreisn hefur hlotist meira ógagn en gagn til þessa.
Miðopna Moggans var góð hægra megin að þessu sinni en vinstra megin eins og oft áður lítt til fróðleiks fallin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2018 | 08:06
Stoltenberg viðurkennir
þá staðreynd að meira samband hefur verið milli Trump og Pútíns en opinberlega hefur verið viðurkennt. Jens segir að fundur þeirra þurfi ekki að vera í andstöðu við hugsun NATO.
Haukar í Washington og á Íslandi hafa tjáð sig andvíga þessum hugrenningum og vilja halda kalda stríðinu áfram. Þetta hefur hindrað aðgerðir. En menn velti því að eins fyrir sér hvernig Trump komst hjá því þegar hann taldi seig verða að sýna mátt sinni í Sýrlandi með árás á að drepa einn einasta mann? Ætli gamli rauði síminn sé ekki bara tengdur ennþá?
Það er nýtt að Stoltenberg tali á þessum löngu tímabæru nótum.
21.6.2018 | 11:05
Björn Leví hugsar
og kemur mér á óvart eftir að ég hafði hoppað á nef mér af hverju Mogginn væri nú enn að birta greinar eftir hann á miðopnu.
Aldrei þessu vant er grein hans áhugaverð.
Björn segir:
"....Það er fróðlegt að skoða hverjir styðja oftast og sjaldnast mál annarra flokka.
P styður til dæmis oftast mál S á meðan B, V og D styðja ekkert mál S. V, P og FF styðja oftast (35,7%) mál B en M styður ekkert mál F. S, B og P styðja mál V oftast (50%) en M sjaldnast (36,4%).
S styður mál M oftast (23%) en S, B, V, P og C styðja engin mál þeirra.
S, FF og C styðja oftast (23-26%) mál P en B og D sjaldnast (4,8%).
M og B styðja mál S oftast (66,7%) en C styður fæst (16,7%). M styður flest (42,9%) mál FF en S, B, V, P og C styðja fæst (14,3%).
C fær oftast stuðning frá P (79%) og sjaldnast frá M (5,3%).
Meðalstuðningur við hvern flokk er líka áhugaverður.
S er með 8% stuðning að meðaltali við sín mál.
B er með 20,4% stuðning.
V fær 44,8%, M fær 4,4%, P fær 16%, D fær 48,8%, FF fær 20,4% og C fær 39,1%.
Það skiptir máli hversu oft flokkar biðja um stuðning, hverja þeir biðja um stuðning og hvort það sé stuðningur í öðru formi en að ljá meðflutning á hverju máli fyrir sig. Þær upplýsingar eru ekki aðgengilegar en það þarf samt að hafa þann fyrirvara á þessum tölum. Eins og sést þá er ansi mikið málefnasamstarf á milli flokka á þingi. Það getur gerst óháð því hvaða flokkar taka sér völd. bjornlevi@althingi.is"
Þetta sýnir þeim sem fyrir utan standa að það er vitrænt samband milli flokka þó lítið sé. Sjálfstæðisflokkurinn styður Pírata í 4.8 %
Lengi skal manninn reyna úr því að Björn Leví hugsar skyndilega raunsætt fyrir mig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2018 | 10:35
Hversvegna viðgengst þetta?
Tveir virtir barnalæknar skrifa í Fréttablaðið um bólusetningar íslenskra barna.
M.a. segja þeir svo:
"...Rannsóknir hafa sýnt, að Íslendingar eru afar hlynntir bólusetningum. En bólusetningar eru líka fórnarlömb eigin velgengni.
Þegar sjúkdómarnir hverfa og ógnin dregur sig tímabundið í hlé getur mikilvægi bólusetninga gleymst og í kjölfarið dregið úr þátttöku. Þetta hefur gerst á Íslandi og nú er svo komið að um 90% íslenskra barna eru bólusett gegn mislingum. Þetta kann að hljóma nokkuð gott en þýðir í raun að u.þ.b. 400 börn á hverju ári fá ekki sína ráðlögðu bólusetningu gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt (MMR bóluefnið).
Með tímanum verður því til umtalsverður hópur barna og ungs fólks sem er næmur fyrir mislingum sem eru einstaklega smitandi og hættuleg veira. Mislingafaraldur geisar nú í Evrópu þar sem tæplega 40.000 manns hafa sýkst, um 5.000 hafa fengið alvarlega, stundum langvinna fylgikvilla og 39 hafa látist, flestir börn undir 5 ára.
Langflestir þeirra sem sýkjast eru óbólusettir. Það er hryggilegt að tugir barna hafa látist úr sýkingu sem er vel hægt að koma í veg fyrir með einfaldri bólusetningu.
Látum þennan faraldur, sem nú geisar í Evrópu, vera okkur þarfa áminningu og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin okkar þau eru það dýrmætasta sem við eigum. Leggjum okkar af mörkum til að tryggja heilbrigði barnanna okkar, hvar sem þau eru í heiminum.
Bólusetning bjargar lífum."
Hvernig stendur á að þetta gerist?
Mig minnir að í gamla daga hafi engin undatekning verið gerð í skólanum þegar maður var stunginn með skelfilegu stóru sprautunni í hálsinn? Það voru engin undabrögð í boði.
Hvað hefur gerst á Íslandi?
Hvernig er hægt að líða það að tíunda hvert barn sem kemur á leikskólann sé óbólusett og bjóði þannig hættunni heim?
Er þetta Persónuvernd sem þarna er að birtast? Er það einkamál að ganga með HIV eða berklasmit meðal almennings?
Hverskonar bull er að viðgangast á Íslandi?
20.6.2018 | 07:57
Leiðari Fréttablaðsins
er byggður á misskilningi sem Páll Vilhjálmsson greinir á bloggi sínu:
"Sú hefð að aðskilja foreldra og börn ólöglegra innflytjenda í Bandaríkjunum hófst fyrir forsetatíð Trump. Hugsunin að baki var að börn ættu ekki heima í varðhaldi líkt og fullorðnir. Á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum er þessu fyrirkomulagi líkt við fangabúðir nasista. Hugrenningatengslin eru þau að Trump sé nýr Hitler.
Þegar ýkjur og stríðsyfirlýsingar af þessu tagi eru daglegur fréttamatur er hætt við að fólk fái sérkennilegar hugmyndir, t.d. að Hitler hafi ekki verið annað en miður geðþekkur stjórnmálamaður og Auschwitz tiltölulega saklaust varðhald.
Umræða á þessum nótum þjónar þeim eina tilgangi að lýsa hneykslun (reiði, andstyggð) en stóryrðin og samlíkingarnar er svo yfirgengilegar að fólk nennir ekki að hneykslast, reiðast eða fyllast andstyggð. Fólk afgreiðir umræðuna sem merkingarlausan hávaða."
Sjálfur segir Trump:
"Ég vil ekki taka börn af foreldrum sínum. Þegar þú sækir foreldra til saka fyrir að koma ólöglega til landsins, sem á að gera, þá verður þú að taka börnin af þeim. Með þessum orðum ver Donald Trump Bandaríkjaforseti afar umdeilda stefnu sína í innflytjendamálum.
Hugsunin er þveröfug við það sem Fréttablaðið greinir. Hún er að vernda börnin. Hin leiðin er að að galopna landamærin sem er hvergi það sem stefnt er að í innflytjendamálum. Hugsanlega skrifar Fréttablaðið leiðara um nauðsyn þessa?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2018 | 07:49
Er þetta ráðlegt Óli Björn?
þegar þú gerir stjórnlyndistillögu menntamálaráðherra að þinni:
Afnám virðisaukaskatts af áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla getur orðið mikilvægt skref í átt að því að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla. Og um leið leiðrétta þó ekki sé nema að litlu leyti stöðuna gagnvart Ríkisútvarpinu.
Afnám virðisaukaskattsins væri ekki aðeins viðurkenning á mikilvægi frjálsra fjölmiðla heldur einnig yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta lítillega samkeppnisstöðu á fjölmiðlamarkaði gera hana örlítið sanngjarnari og heilbrigðari.
Er ráðlegt að gera VSK-kerfið flóknara með undanþágum í stað þessa að gera kerfið almennara og lækka prósentuna? Var það ekki stefna flokksins okkar?
Af áskriftargjöld verða undanþegin falla þá ekki líka í brott innskattsheimildir vegna prentunar og þess háttar. Sem gera aðföngin dýrari fyrir fyrirtækin og hvað er það þá sem vinnst?
Eigum við ekki að stefna frekar að almennu kerfi sem er hlutlaust gagnvart öllum?
Er þetta ráðlegt Óli Björn?
19.6.2018 | 15:18
https://valur-arnarson.blog.is/blog/valur-arnarson/
lesið pistil Vals Arnarsonar um Reykjavík og hinn nýja meirihluta.
Það er þörf og sönn lesning.
19.6.2018 | 15:11
Persónuverndarlögin
munu hafa vond áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Stórum hluta flokkmanna finnst flokkurinn hafa brugðist hugsjónum sínum með auðsýndu þýlyndi sínu í málinu gagnvart ESB.Deilir afstöðu með Samfylkingu og Viðreisn.
" Samband íslenskra sveitarfélaga bendir á það í sinni umsögn á að ríkjum sé það í sjálfsvald sett hvort innleiða eigi sektir gagnvart opinberum aðilum og að hve miklu leyti. Þannig hafi Finnar, Írar og Austurríkismenn ákveðið að leggja engar sektir á opinbera aðila og Svíar mun lægri sektir en hámarkið í reglugerðinni segir til um. Það sé einfaldlega rangt sem haldið sé fram í frumvarpinu að hin Norðurlöndin hafi valið að nýta til fulls heimildir til að leggja sektir á opinbera aðila.
Það er með öllu óskiljanlegt af hverju gengið er jafn langt við innleiðingu sérstaklega í ljósi þess að reglugerðin leggur það alfarið í hendur ríkja hvort eigi yfir höfuð að innleiða sektir gagnvart opinberum aðilum, segir í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í það minnsta verði að taka mið af ólíku eðli lögboðinnar þjónustu opinberra aðila og reksturs fyrirtækja á markaðsforsendum. Ljóst sé að greiðsla sekta verður ekki sótt annars staðar en af skatttekjum sveitarfélagsins og þá verði minna fé eftir til að sinna lögbundinni þjónustu eins og rekstri grunnskóla og veitingu félagsþjónustu.
Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, talar í umsögn sinni um álagningu ofursekta sem séu fordæmalausar í íslensku réttarkerfi. Fram hefur komið að í frumvarpi til persónuverndar sem lagt er fyrir Alþingi Íslendinga er gengið miklu lengra í að veita heimildir til álagningar ofursekta en gert er í nágrannlöndum okkar, segir Gunnlaugur og kallar eftir skýrum rökum dómsmálaráðuneytisins og Alþingis um hvers vegna eigi að ganga lengra í innleiðingu sektarákvæða en gert er í þeim löndum sem Íslendingar beri sig jafnan saman við."
Margir telja að lögin standist ekki ákvæði Stjórnarskrár um fullveldisframsal.
Hefur forysta Sjálfstæðisflokksins virkilega enga skoðun aðra á EES heldur en að bugta sig og beygja niður í gólf.
Ég get ekki fellt mig við Persónuverndarlögin og valdatöku Helgu Þórisdóttur í gervi stóra bróður.
19.6.2018 | 13:00
Páll Vilhjálmsson greinir EES pestina
og Salami-taktík þess þannig:
"Evrópusambandið tekur einhliða ákvarðanir um að innanríkismálefni EFTA-ríkjanna, þar sem Ísland er með Noregi og Liechtenstein, skuli færð undir sambandið. Persónuverndarlöggjöfin er aðeins eitt dæmi, annað er málefni raforkumála.
Á meðan Ísland er selt undir EES-samninginn mun Evrópusambandið halda áfram að sækja sér valdheimildir um íslensk innanríkismál. Það er beinlínis hluti af stjórnsýslu sambandsins að auka valdheimildir sínar á kostnað þjóðríkja. Þetta gerist bæði innan ESB og enn frekar gagnvart EFTA-ríkjunum.
Ísland verður að móta sér stefnu um að ganga úr EES-samstarfinu. Annars mun Evrópusambandið ganga að fullveldinu dauðu - með því að skera það niður í litla búta og hirða þá til sín einn í einu."
Ég tek heilshugar undir þessa þörfu greiningu. EES er smjúga okkur í merg og bein í smáum bitum eins og Salami aðferð Stalíns. Sjálfstæðisflokkurinn steinþegir meðan þetta gerist á hans vakt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko