Bloggfærslur mánaðarins, júní 2018
8.6.2018 | 05:52
Hælisleitendur
eru mál semhelst er ekki rætt á Íslandi. Björn Bjarnason fer til Danmerkur til að athuga hvað þeir eru að hugsa:
" Venja er í Danmörku eins og hér að forsætisráðherra flytji þjóðhátíðarræðu, á dönsku tala menn um grundlovstale og að þessu sinni kaus Lars Løkke Rasmussen að gera útlendingamálin að umtalsefni. Þau ber hátt í dönskum stjórnmálum og verða vafalaust meðal helstu kosningamálanna að ári. Í Danmörku leggja forystumenn stóru flokkanna áherslu á að skerpa og herða útlendingalöggjöfina og sporna við straumi þeirra sem fara ólöglega yfir landamærin. Þá vilja þeir að tekið sé á málefnum hælisleitenda af röggsemi og þeir séu fluttir úr landi sem hefur verið brottvísað.
Í ræðunni sagði Løkke að ríkisstjórnin vildi að komið yrði á nýju hæliskerfi til að draga úr þrýstingi á ytri landamæri Evrópu og auðvelda baráttuna við þá sem hafa fé af fólki fyrir að smygla því til álfunnar.
Forsætisráðherrann sagði að hann og danskir embættismenn hefðu rætt við fulltrúa stjórnvalda hóps evrópskra ríkja með svipuð viðhorf um hvernig mætti koma á slíku kerfi.
Kjarni þessa nýja kerfis yrðu sameiginlegar móttöku- og brottvísunarmiðstöðvar. Hælisleitandi sem kæmi til Danmerkur yrði fluttur í miðstöð í öðru landi og umsókn hans afgreidd. Þaðan yrði hann sendur á brott yrði honum hafnað. Miðstöðvunum yrði valinn staður í löndum án sérstaks aðdráttarafls í augum hælisleitenda. Það flýtti fyrir að þeir sneru aftur til síns heima."
Hér er stór stjórnmálarmur, mikið eitthvað píratalið sem fæstir nenna að reyna að skilja, sem hefur hátt og vill helst að tekið sé við öllum. Sama þótt þeim hafi verið snúið frá öðru Schengen landi í gæt, hér skulu þeir settir hér á hótel,vasar fylltir af peningum, þeim fenginn lögfræðingur og þeim sjálfum beitt á íslenskan almenning. Ef þú ert ekki sammála þá ertu rasisti og nasisti og berð móralska ábyrgð á helförinni.
Hér eru hælisleitendur helst tabú vettvangur sem Helga Vala og píratastóðið á fyrir sig.
7.6.2018 | 11:52
VG skortir hatur
tilfinnanlega á Sjálfstæðisflokknum að því að málgagnið Fréttablaðið skrifar. Mikil ólga innan VG segir það og allir skilja hvað við er átt.
Ástæðan er moldviðrið um veiðigjöldin Þar eru þau áform ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að hækka veiðigjöld um 1.3 milljarð milli ára gerð tortryggilegt gróðabrall, þrátt fyrir að skýrsla DeLoitte sýni umtalsverða versnum afkomu greinarinnar. Allt í einu eru arðgreiðslur til eigenda útgerðarinnar, sem alls nema þó aðeins broti af greiddum veiðigjöldum útgerðarinnar yfir langt árabil, gerð að ástæðu fyrir óróanum innan VG.
Spurning er þá hvort VG hafi nokkurn tímann verið stjórntækur stjórnmálaflokkur frekar en BF og Viðreisn? Hann geti aðeins þrifist í andrúmslofti öfundar og haturs eins og sannaðist nú á Flokki Fólksins eftir ræðu formannsins og skiltasýningum á Alþingi. Hvernig á að virkja hatur og öfund til framfara og reksturs daglegs lífs á Íslandi í dag væri góð spurning?
Og að hlusta á Þorstein Víglundsson flytja þá endemisræðu sem hann flutti á Eldhúsdagsdeginum á Alþingi vekur upp sömu spurningar um þann flokk.Það virðist vera að vitræn umræða eigi sér aðeins stað innan gömlu og grónu flokkanna eins og Guðni Ágútsson bendir á í Morgunblaðinu í dag.
VG eða annað svipað smáflokkakraðak neikvæðra tilfinninga og lyga þrífst ekki á daglegu lífi þjóðar sem er að reyna að gefa fólkinu tækifæri til að afla tekna.
VG þrífst hinsvegar greinilega ekki án andrúmslofts haturs og öfundar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.6.2018 | 14:47
Ótrúleg framþróun
í róbótasmíði er að birtast manni. Framþróað af bandaríska hernum á fárra vitorði.
https://www.c4isrnet.com/unmanned/robotics/2018/06/05/maker-of-fearsome-animal-robots-slowly-emerges-from-stealth/https://www.c4isrnet.com/unmanned/robotics/2018/06/05/maker-of-fearsome-animal-robots-slowly-emerges-from-stealth/
Maður fær blendnar tilfinningar að horfa á róbóta opna hurðir fyrir hvor öðrum og dansa. Hvað geta þeir ekki gert?
Framþróun hugvits manna er ótrúleg.
6.6.2018 | 12:18
Er enginn í vörninni?
Svo skrifar Páll Vilhjálmsson:
"Í gegnum EES-samninginn reynir Evrópusambandið jafnt og þétt að tryggja sér valdheimildir á Íslandi og í Noregi. Aðferðin er að taka einhliða ákvörðun í Brussel um að útvíkka EES-samninginn og láta hann ná yfir æ víðtækara svið.
Í gegnum EES-samninginn reynir ESB að ná yfirráðum yfir raforkuframleiðslu og núna að taka sér vald yfir persónuverndarmálefnum.
Upphaflega framkvæmd EES-samningsins var að sameiginleg stofnun EFTA-ríkja og ESB-ríkja færi með úrskurðarvald í ágreiningi um samninginn. ESB grefur skipulega undan jafnræðinu og tekur sér auknar valdheimildir á kostnað EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liechtenstein.
Evrópusambandið notar EES-samninginn til að ómerkja fullveldi Íslands. Alþingi verður að stöðva valdatilkall Evrópusambandsins í íslensk innanríkismál."
Guðmundur Ásgeirsson mótmælir þessu:
"
Guðmundur Ásgeirsson, 5.6.2018 kl. 14:22"
Þá er beinast við að spyrja:
Hverjir eru í þessari sameiginlegu EES nefnd af Íslands hálfu? Er hún með meðvitund og starfar hún með hagsmuni Íslands að leiðarljósi?
Er einhver í vörninni?
5.6.2018 | 12:19
Stóri bróðir er mættur
í gervi Helgu Þórisdóttur hjá Persónuvernd. Það hreinlega ískrar í henni af ánægju yfir þeim völdum sem hún er búin að ná yfir landsmönnum, löggjafanum og opinberum stofnunum.
"Helga segir leggur áherslu á að fólk verði að gera sér grein fyrir því að grunnskólar falla undir skilaskyldu á gögnum. Þannig að allt sem er skráð í rafræn upplýsingakerfi hjá hefðbundnum grunnskólum, sem eru þá ekki einkaskólar, það er allt skilaskylt efni sem fylgir fólki á héraðs- eða þjóðskjalasöfnum um aldur og ævi.
Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli hvað er skráð og þess vegna erum við að reyna að herja á þetta skólasamfélag. Þannig er það í eðli sínu að aðgengi verður frjálsara eftir því sem árin líða.
Og 1984 er aðeins liðið fyrir 30 árum.
Þetta gerist á vakt flokksins míns Sjálfstæðisflokksins sem ég trúði á í gamla daga að stæði vörð um einstaklingsfrelsið og atvinnufrelsið svo og sjálfstæði landsins. Hann hefur anað eftir mýrarljósum kratismans út í ófærur fullveldisframsalsins sem hann ætlaði að standa ævarandi vörð um. Er þessi flokkur minn lentur í tröllahöndum andstæðu alls þessa? Hvar á ég þá heima?
Stóri bróðir er mættur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.6.2018 | 09:15
Eldhúsdagur
á Alþingi.
Páll Vilhjálmsson tók eftir þessu:
"Í landinu er góðæri með hagvexti, fullri atvinnu og björtum framtíðarhorfum. Viðreisn mómælir kröftuglega góðærinu, hafnar góðærinu.
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar krefst þess að snúið verði baki við góðærinu og gerðar verði samfélagstilraunir að hætti vinstriflokka til að koma því fyrir kattarnef.
Hreinskilinn maður hann Þorsteinn og jákvætt af honum að koma til dyranna eins og hann er klæddur."
Ég tók eftir því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði blákalt í ræðu sinni að Sigríður Á Andersen hefði logið að Alþingi varðandi dómaraskipan í Landsrétt?
Þar ekki að láta þennan þingmann standa við þessar fullyrðingar?
Á svona rangur málflutningur að sleppa óátalinn? Jafnvel þó að þessi alþekkti Pírataþingmaður eigi í hlut þá ættu einhver siðferðislágmörk að gilda þó að þingforseti hafi ekki gert athugasemd um orðfærið né fullyrðingarnar.
Eldhúsdagurinn var fyrir mér í raun minna spennandi en málfundirnir í Gaggó Aust voru í gamla daga þegar veröldin var yngri.
4.6.2018 | 14:31
Svermur
er þekkt fyrirbrigði í náttúrunni. Smáar lífverur koma saman í torfum og hegða sér eins og þær væru risi og í skjóli gervi-stærðarinnar verjast þær óvínum sínum..
Þetta fyrirbrigði hefur ratað inn í hernaðartæknina. Kínverjar eru þegar að þróa þetta á Suður Kínahafi í sambandi við útþenslu sína þar.
https://www.c4isrnet.com/unmanned/2018/06/01/see-chinas-massive-robot-boat-swarm-in-action/
Þetta er svipuð hugsun og Bandamenn notuðu gegn loftvörnum Þjóðverja á sínum tíma. Chaff, alúmínium snifsi trufluðu radara þýskra.
Svermur rugluframboða í kosningum á Íslandi hefur svipuð áhrif. Ruglar fólk í ríminu og hindrar gagnrýna hugsun. Í slíku andrúmslofti þrífast stjórnmálamenn eins og Píratarnir Björn Leví Gunnarsson og Smári McCarthy svo dæmi séu nefnd.
Hávaði um ekki neitt verður að svermi sem fólk sér ekki í gegn um.
4.6.2018 | 14:10
Furðustrendur
hugarheims Píratans Smára McCarthy birtast í skrifum hans í Morgunblaðinu í dag. Smári skrifar:
"Þrálátur vandi við stefnumótun hjá ríkinu er að enginn raunhæfur skilningur er á því hvaða aðstæður verða til staðar í framtíðinni. Við getum gert okkar besta til að segja fyrir um framtíðina, en oftast tekst okkur í besta falli að segja fyrir um nútímann: við sjáum ekki hvað getur orðið, þannig að við búumst bara við að framtíðin verði alveg eins nema öðruvísi. Þannig horfir fólk á bíla og hugsar um sjálfkeyrandi bíla, en gengur ekki skrefinu lengra og spyr um hvaða annars konar farkostir gætu orðið til.
Fólk horfir á vélmenni og hugsar um hraðari vélmenni af svipaðri stærð sem gera svipaða hluti, frekar en til dæmis örvélmenni sem sjást varla með berum augum, sem vinna saman í þúsundatali að því að leysa verkefni. En flestar breytingar framtíðarinnar eru torskiljanlegar í dag. Snjallsamningar, kjötrækt, djúplærdómur, vendikennsla, grátt gums, rafmyntir og flygildi eru allt orð sem voru alfarið óþekkt fyrir örfáum árum, en flest þeirra eru komin í daglegt tal í dag, og þau sem eftir eru munu eflaust valda meiri heilabrotum á komandi árum.
Það er nauðsynlegt að Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum við að nýta okkur þessar tækninýjungar, skilja nytsemi þeirra fyrir samfélagið okkar og hagkerfið, og jafnframt að skilja hætturnar sem fylgja því að rangt sé farið að. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur talað mikið fyrir gamalli hugmynd Pírata um að stofna framtíðarnefnd á Alþingi til að reyna að spá aðeins betur um framtíðina, og búa þar með til vettvang fyrir þingið til að bregðast hraðar við fyrirsjáanlegum breytingum sem kunna að þarfnast lagabreytinga eða í það minnsta skilnings hjá stjórnkerfi Íslands.
Það verður frábært skref að stofna framtíðarnefndina, og má það varla bíða ekki gerir framtíðin það. Sem dæmi um viðfangsefni sem ættu að vera ofarlega á baugi hjá nefndinni gæti ég nefnt spurningar um hver beri lagalega ábyrgð á afleiðingum ákvarðana gervigreindar. Er það rekstraraðili gervigreindarinnar, er það framleiðandinn, er það kannski gervigreindin sjálf? Eða í líftækni, hvort sem það er í fiskeldi í sjókví eða ræktun fiskikjöts í Petri-skál, hvaða varúðarreglur þarf að viðhafa til að koma í veg fyrir mengunarslys tengt losun erfðabreytts lífmassa út í náttúruna? Eða hvernig tryggjum við áframhaldandi getu íslenskra stjórnvalda til að framfylgja íslenskum lögum gagnvart því sem gerist á Íslandi, ef fleira og fleira er gert í gegnum jafnvel órekjanlega milliliðun á netinu?
Það eru engin góð svör við þessum og mörgum öðrum stórum spurningum ennþá og Ísland hefur nú þegar dregist aftur úr mörgum löndum sem fóru að glíma við þessi viðfangsefni fyrir löngu. R. Buckminster Fuller sagði að við eigum að vera arkitektar framtíðarinnar, en ekki fórnarlömb hennar. Við verðum að hanna framtíð sem hentar Íslandi, og við megum ekki láta eins og framtíðin komi ekki ef við hunsum hana bara. Tækifærið til að setja Ísland á rétta sporið gagnvart framtíðinni er núna. Nýtum það vel."
Síðan hvenær höfum við Íslendingar verið eyland í sögu þjóðanna? Síðan hvenær höfum við skrifað mannskynssöguna fyrirfram?
Hvað er þessi maður að fara ef hann þá yfirleitt er að skynja samhengið í eigin skrifum?
"Við verðum að hanna framtíð sem hentar Íslandi, og við megum ekki láta eins og framtíðin komi ekki ef við hunsum hana bara. Tækifærið til að setja Ísland á rétta sporið gagnvart framtíðinni er núna. Nýtum það vel."
Hvað er maðurinn að fara?
Er svona hugleiðingar það sem okkur vanhagar um? Væri ekki við hæfi að Björn Leví Gunnarssona leggði fram fyrirspurn á Alþingi til Smára um hvaða óskráðar hefðir og venjur geti fallið niður þegar hin nýja framtíð heimsins hefur veri ákveðin af Katrínu Jakobsdóttur á Furðuströndum Píratans McCarthy?
2.6.2018 | 13:00
Segir þetta allt sem þarf?
um starfsheim hæstvirts þingmanns Björns Levís Gunnarssonar?
Björn Leví hefur vakið á sér athygli fyrir mikla fróðleiksfýsn á Alþingi. Bersýnilega finnur hann til mikillar vanþekkingar sjálfur og vill því fá fræðslu um alla mögulegar hliðar þingmennskunnar.
Nú síðast lagði hann þessa fyrirspurn til hins reynda þingmanns Steingríms J. Sigfússonar.
Ef fólk leggst nú í innhverfa íhugun á því hvaðan Steingrímur getur sótt þessar upplýsingar fyrir Björn og hvernig hann geti breytt þeim úr óskráðum reglum í skráðar, þá rekur maður sig á horn.
Er ekki átakanlegt að horfa á hvernig þessi þingmaður metur tilgang starfa Alþingis? Segir þessi fyrirspurn allt sem þarf?
1.6.2018 | 03:41
Hvað er ekki að gerast?
með heimsfriðinn?
Ný frétt í Mogga:
"Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í dag að hann sé staðráðinn í að gera Kóreuskagann að kjarnavopnalausu svæði. Frá þessu greinir norðurkóreska ríkisfréttastofan KCNA í dag.
Kim Jong-un segir að vilji Norður-Kóreu fyrir kjarnavopna afvopnun Kóreuskaga sé enn óbreytt og stöðug, sagði í frétt KCNA um fund þeirra Kim og Lavrovs í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu í dag.
Er Kim sagður vonast eftir samskiptum við Bandaríkin og að kjarnavopna afvopnun verði leyst skref fyrir skref. Þá er hann einnig sagður vonast eftir lausn á málinu í gegnum árangursríkar og uppbyggilegar samræður og samninga.
Heimsókn Lavrovs til Norður-Kóreu á sér stað á sama tíma og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við norðurkóreska embættismenn um væntanlegan fund þeirra Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseta í Singapore í næsta mánuði.
Unnið er að því að leggja línurnar fyrir dagskrá fundarins, sem halda á 12. Júní. Ein helsta hindrunin er talin vera hugtakið um kjarnavopna afvopnun. Báðir aðilar segjast hlynntir því að það verði gert, en mikil munur er hins vegar á þeim skilningi sem þeir leggja í hugtakið.
Bandarísk stjórnvöld vilja að Norður-Kórea losi sig við öll kjarnavopn sín hið fyrsta með sannanlegum hætti, eigi þau að fá efnahagsaðstoð og höft að vera afnumin.
Sérfræðingar telja hins vegar líklegt að ráðamenn Norður-Kóreu verði tregir til að láta öll kjarnavopn sín af hendi, nema þeir fái tryggingu fyrir því að bandarísk stjórnvöld muni ekki steypa núverandi stjórn landsins af stóli.
Eru lýsingar Kim taldar gefa í skyn að hann vonist til að afvopnavæðingin eigi sér stað í skrefum.
Hefur Lavrov varað við því að setja markið of hátt og hvetur hann báða aðila til að forðast freistinguna á að krefjast þess að fá allt strax, að því er segir í yfirlýsingu frá rússneska utanríkisráðuneytinu."
Halda menn utan 101 að Trump og Pútín séu ekki að baki þessu?
Ég hef lengi haldið því fram að á milli þessarra manna liggi margir leyniþræðir.Þeir eiga nefnilega mikið sameiginlegt. Við held að við séum að sjá eitthvað gerast núna sem er upphafið að nýjum tímum.
Hvað gerist að þessum þætti loknum?
Hvað gerir Íran ef þessir herramenn banka saman upp á hjá klerkunum og vilja versla?
Indlandi og Pakistan?
Og svo Kínverjum sem eru í mestri útrýmingarhættu vegna þéttleika?
Er ekki heimurinn að eygja von um kjarnorkufrið í fyrsta sinn?
Hvað er ekki að gerast?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Fyrir þá sem vilja frekar staðreyndirnar:
1. Það er sameiginlega EES-nefndin sem tekur ákvarðanir um upptöku á gerðum ESB í EES-samninginn og aðlögun þeirra eftir þörfum.
2. Í sameiginlegu EES-nefndinni eiga sæti fulltrúar Íslands, Liechtensteins og Noregs og fulltrúar framkvæmdastjórnar ESB.
3. Sameiginlega EES-nefndin hefur ekki tekið neina ákvörðun um upptöku persónuverndarreglugerðarinnar í EES-samninginn. Slík ákvörðun er fyrirhuguð en hefur þó ekki verið tekin þegar þetta er skrifað.
4. Frumvarp til nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga var samið af fimm manna hópi sem dómsmálaráðherra skipaði í nóvember 2017. Frumvarpið var nýlega lagt fram á Alþingi. Þessar ákvarðanir voru teknar í dómsmálaráðuneytinu í Reykjavík en ekki í Brüssel.
5. Í 1. mgr. 38. gr. frumvarpsins segir að Persónuvernd sé sjálfstæð stofnun sem "tekur ekki við fyrirmælum frá stjórnvöldum eða öðrum aðilum".
6. Þessar upplýsingar er auðvelt og fljótlegt að finna á netinu:
Stjórnarráðið | Stofnanir EES
1029/148 stjórnarfrumvarp: persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga | Þingtíðindi | Alþingi
Vilji menn gagnrýna Evrópusambandið er af nógu að taka. Það er algjör óþarfi að byggja slíka gagnrýni á einhverjum ranghugmyndum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Slíkt hjálpar engum málstað.