Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2018

Falsfréttir

að skilgreiningu Trump?

"Í svari WOW við fyrirspurn Morgunblaðsins um skuldastöðu þess við Isavia segir að félagið hafi aldrei skuldað Isavia tvo milljarða. Því er þó ekki svarað hvort WOW skuldi einhver lendingargjöld yfir höfuð heldur, eða hvort skuldin sé gjaldfallin.

WOW sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem gefið var út að skuldabréfaútgáfa að virði 50 milljóna evra, yrði kláruð næsta þriðjudag.

WOW leitaði á náðir þriggja stærstu viðskiptabankanna með fjármögnun, en samkvæmt fólki í viðskiptalífinu sem Eyjan hefur talað við, er talið er ólíklegt að af því verði nema ríkisábyrgð komi til, sem er talin er enn ólíklegri atburðarrás."

Eru fréttir um að WOW skuldi lendingargjöld síðan í vor falsfréttir í Trumpskum stíl?

 


Meira ríkissukk

þegar forsætisráðherra boðar ríkisstyrki til annarra fjölmiðla en RÚV.

Ég koma að blaðaútgáfu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 17 ár.

Á flokkurinn að fá borgað?

Ég er búinn að gefa út blaðið Sámur fóstri(www.samurfostri.is)í 3 ár. Má ég sækja um? Eða bara Útvarp Saga og einar 10 aðrar einkareknar útvarpsstöðvar, N4 og Hringbraut? Eru Mogginn, DV, Fréttablaðið,  Mannlíf, Vikan, og öll kjördæmablöðin gjaldgeng?

Mikið verður gaman að sjá Katrínu Jakobsdóttur  úthluta af skattfé landsmanna til verðugra og synja óverðugum. Á sama hátt og gert var í hinu sæla Sovéti af leiðtoga lífs þeirra kommanna Stalín sjálfum.

Meira ríkissukk er mottó dagsins og ríkisstjórnarinnar, hvort sem eru milljarða lendingargjöld til eins aðila í Keflavík eða einhverjir smáaurastyrkir til valdra fjölmiðla.


Sjálftaka í skattfé

eru ógreidd lendingargjöld WOW Air í Keflavík. 

WOW Air getur tekið sér milljarða lán í ríkisfé hjá ISAVIA og enginn segir neitt fyrr en allt er komið í óefni. Ekki forstjórinn Björn að minnsta kosti en hann er nú þekktur að því  fara sínar eigin leiðir í mörgu.  En hvaðan koma honum heimildir til milljarða útlána á lendingargjöldum?

Forstjóri Icelandair sagði af sér þegar hann tapaði miklu minna af eigin fé en WOW er nú búið að gera. Hvaða sérstöku hæfileika hefur forstjóri WOW til að bera sem gera hann sjálfkjörinn til að vera forstjóri? Er þessi lántaka hjá ISAVAIA kannski sérstakt afreksverk og stjórnunarsnilli? Er bara ekki hægt að slá svona víðar um heim og losa sig við fjárhagsvandræði?  Þarf hvergi að borga lendingargjöld nema í Keflavík? 

Yrði ekki margur fegin að fá sjálftökuheimild hjá skattyfirvöldum í stað þess að borga?


Skrímslið vaknar

til lífsins eftir að Alþingi samþykkti hina fáránlegu tilskipun ESB um upptöku persónuverndarlaga og stofnun stórkostlegs Ríkisskrímslis.

skrímsliðvaknarÞarna er er auglýst eftir hundruða milljóna auknum ríkisútgjöldum í gersamlegt tilgangsleysi sem enginn sá fyrir lagasetninguna að vantaði hér á Íslandi.

Hver var skorturinn á persónuvernd fyrir tveimur árum síðan? Hvað gagnast þessi nýja stofnun mér og þér?

Ekki býst ég við að fá mörg svör við því frá ykkur við þeim spurningu. En þið fáið að borga kostnaðinn undan blóðugum nöglunum.

Það eru bara þingmennirnir sem sitja uppi með þetta skref sem líklega verður aldrei stigið til baka fremur en útlendingalögin, Schengen eða EES. Og við sem kusum þá sitjum uppi með ábyrgðina af þeim gjörningi. 

En skrímslið er að vakna og er rétt að byrja að éta okkur upp.


Góður fundur

var að vanda í Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi. þar voru flutt góð framsöguerindi um kulnun í starfi. Framkvæmdastjóri VIRK,  sem ég vissi ekki hvað var einu sinni, fræddi okkur um þá starfsemi  sem þar fer fram með 50 starfsmönnum og mörgum tengiliðum um allt land, og önnur kona sagði okkur frá reynslu sinni í baráttu við kulnun.

Ragnar Þór Pétursson formaður Kennarasamband Íslands fór vítt og breitt yfir undirliggjandi ástæður fyrir því sem kallað er kulnun. Það er ekki nýtt hugtak og var þekkt fyrir öld síðan og þá kallað tilvistarvandi. Reynslusaga úr hans fjölskylduumhverfi lét hann tengjast viðfangsefninu á skemmtilegan hátt. 

Fjölskrúðugar umræður urðu eftir erindin. Þar kom fram að árgangar skólanna hafa ekki vaxið um langt árabil, eitthvað 4500 börn. Þetta sagði Ragnar að stafaði af því að íslenskar konur væru ekki að eignast nema 1.7 börn og okkur væri því að fækka. Hann velti því líka upp að umhverfi barnanna okkur væri gjörbreytt frá því sem hefði verið. Spurning væri hvort við værum ekki farin að líta á börnin okkar sem verkefni sem við værum að yfirskipuleggja með þeim afleiðingum að börnin væru ekki hamingjusöm lengur. Æskulýðurinn væri hættur að læra af hverjum öðrum eins og við hefðum lært að reykja og drekka hvort af öðru í gamla daga því allt væri orðið svo verkefnatengt og skipulagt að börnin fengju ekki frið til að vera börn.

Í heild voru umræðurnar fróðlegar og upplýsandi. Starfsemi VIRK hefur leitt í ljós að mun fleiri konur en karlar eiga við kulnunarvandamál að etja í störfum. Undirrituðum datt í hug hvort þetta tengdist mikilli hlutfallslegri fjölgun kvenna í kennarastétt en hafði ekki döngun til að spyrja.

Fundarmenn spurðu um hvort réttara væri ekki að hætta að kenna dönsku í skólum en kenna pólsku í staðinn? Undirritaður rifjaði upp með sér þá gömlu skoðun sína að eitt hið versta sem fyrir menntun þjóðarinnar hafi komið hafi verið þegar farið var að þýða Andrés á íslensku. Hans eldri synir lærðu dönsku  fyrirhafnarlaust af hálfu foreldra af Andrésarblöðunum strax eftir að þeir urðu stautfærir. En það mætti gjarnan taka upp pólskukennslu sem bónusnámsgrein í skólum og hvetja börn á einhvern þátt til að læra hana.

Þessi fundur var góður og betur haldinn en óhaldinn.

  


Madonna er Mega

listamaður.

Ég hef aldrei hlustað á hana fyrr eða vitað mikið um hana fyrr en ég horfi á sjóið hennar á RÚV í kvöld. Mér duttu bókstaflega bara allar dauðar lýs úr höfði.

Makalaus er þessi Madonna sem listamaður. Stórkostlegur "Trooper" myndi Kaninn segja.

Þvílíkur Mega-Listamaður er þessi kona. Hún er víst búin að ganga í gegn um ýmislegt á sinni vegferð. Hún var einbeitt og hugrökk og tókst það sem hún stefndi að. Ósvífin, klámfengin, djörf og hugljúf. Allt blandað svo úthugsað að hún átti tugþúsundir áhorfendanna með húð og hári.Það sem hún sýndi okkur í kvöld toppar margt sem ég hef áður séð í stjörnusýningum. 

Þvílíkur Mega Listamaður er þessi Madonna!


3.orkupakkinn skal í ykkur

samt segir forysta Sjálfstæðisflokksins míns.Svo segir í Mogga:

"Þannig hyggst Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, leggja fram frum­varp um breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um nr. 65/​2003 og lög­um nr. 87/​2003 um Orku­stofn­un í fe­brú­ar. „Frum­varpið fel­ur í sér inn­leiðingu á þriðju raf­orku­til­skip­un ESB að því er varðar sjálf­stæði raf­orku­eft­ir­lits Orku­stofn­un­ar.

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra hyggst í sama mánuði leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um ákvörðun sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um breyt­ing­ar á EES-samn­ingn­um vegna inn­leiðing­ar á þriðja orkupakk­an­um. Meðal ann­ars um að koma á fót sam­starfs­stofn­un eft­ir­litsaðila á orku­markaði sem nefnd hef­ur verið ACER."

"Þegar kem­ur að tekj­um er andstaðan við slíka færslu á valdi úr landi mest á meðal þeirra sem eru með 800-999 þúsund krón­ur í mánaðarlaun (88,5% and­víg og 3,5% hlynnt) og næst mest hjá þeim sem eru með 400-549 þúsund krón­ur (84,4% hlynnt og 5,7% hlynnt)."

Svo sagði Styrmir Gunnarsson á fundi Sjálfstæðismanna:

"„Verði orkupakk­inn samþykkt­ur hef­ur Evr­ópu­sam­band­inu verið opnuð leið til þess að ná síðar yf­ir­ráðum yfir einni af þrem­ur helstu auðlind­um okk­ar Íslend­inga. Þótt sagt sé á papp­ír­un­um að það sé í okk­ar eig­in hönd­um að koma í veg fyr­ir það má strax greina suðið í und­an­halds­mönn­um sem munu hefjast handa við að sann­færa þjóðina að það sé hag­kvæmt fyr­ir hana að láta þau yf­ir­ráð af hendi. Við mun­um hvernig þeir töluðu í Ices­a­ve, for­ystu­menn í stjórn­mál­um, emb­ætt­is­menn og sér­fræðing­ar. Manna á meðal heyr­ist setn­ing­in: Við eig­um ekki annarra kosta völ og er höfð eft­ir hinum og þess­um þing­mönn­um okk­ar. [...] Ef það er rétt að við eig­um ekki annarra kosta völ er tíma­bært að stöðva við og end­ur­skoða EES-samn­ing­inn all­an,“ sagði Styrm­ir enn frem­ur og bætti við að lands­fund­ir Sjálf­stæðis­flokks­ins, æðsta valdið í mál­efn­um flokks­ins, hefðu aldrei samþykkt það að full­veldi Íslands væri fært í hend­ur Evr­ópu­sam­bands­ins smátt og smátt í gegn­um aðild lands­ins að EES-samn­ingn­um.

Styrm­ir rifjaði enn frem­ur upp álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fyrr á þessu ári þar sem hafnað hefði verið frek­ara framsali á yf­ir­ráðum yfir ís­lensk­um orku­markaði til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins. Ef þing­menn flokks­ins ætluðu að leyfa sér að ganga gegn álykt­un­inni sagðist Styrm­ir vilja leggja fram þá til­lögu að málið yrði borið und­ir at­kvæði allra flokks­bund­inna sjálf­stæðismanna. Það væri lýðræðis­leg leið til að gera út um ágrein­ings­mál."

„Við hina ungu for­ystu­sveit Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag lang­ar mig að segja: Gætið að ykk­ur. Sá þráður í sál­ar­lífi þessa flokks sem snýr að full­veldi og sjálf­stæði er mjög sterk­ur. Flokk­ur­inn virðist hafa misst var­an­lega um þriðjung af sínu fylgi. Hann má ekki við meiru. Sýnið þeirri sögu sem hér hef­ur verið rak­in virðingu.“

Ég hélt satt að segja að forystan þyrði ekki að hjóla svona í okkur vesæla flokksmenn. En lengi skal manninn reyna og 3.orkupakkinn og áframhald innleiðinga tilskipana EES skal í okkur samkvæmt ísköldu mati forystunnar væntanlega sem veit alltaf betur en við.

 

 


Bullið um slæmu kjörin

sem allir séu að upplifa  vegna auðvalds og kúgunar atvinnurekenda er leiðigjarnt. Það er eins og fólk haldi að Bjarni Ben hafi farið með tóma vitleysu í ágætri ræðu sinni á Alþingi.  Það er ekki svo samkvæmt frétt í Mogga:

" Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi launa­manna hér á landi að meðaltali 706 þúsund krón­ur á mánuði. Miðgildi heild­ar­launa var 618 þúsund krón­ur. Mis­mun­ur á upp­hæð meðallauna og miðgild­is skýrist meðal ann­ars af því að hæstu laun hækka meðaltalið tals­vert.

Tæp­lega helm­ing­ur launa­manna var með heild­ar­laun á bil­inu 500 til 800 þúsund krón­ur. Þá voru tæp­lega 10% launa­manna með heild­ar­laun und­ir 400 þúsund­um króna og um 12% launa­manna voru með heild­ar­laun yfir millj­ón krón­ur á mánuði. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýj­um töl­um Hag­stof­unn­ar sem birt­ar voru í morg­un.

Heild­ar­laun á al­menn­um vinnu­markaði voru að meðaltali 730 þúsund krón­ur á mánuði árið 2017 hjá full­vinn­andi starfs­mönn­um. Heild­ar­laun rík­is­starfs­manna voru 774 þúsund krón­ur en 569 þúsund krón­ur hjá starfs­mönn­um sveit­ar­fé­laga. Dreif­ing heild­ar­launa var ólík eft­ir launþega­hóp­um, þannig voru 65% starfs­manna sveit­ar­fé­laga með heild­ar­laun und­ir 600 þúsund­um króna á mánuði en það sama átti við um rúm­lega 30% rík­is­starfs­manna og um 45% starfs­manna á al­menn­um vinnu­markaði.

Hægt er að skoða nán­ar heild­ar­laun eft­ir starfs­stétt­um og því hvort unnið sé á al­menn­um markaði, hjá rík­inu eða sveit­ar­fé­lög­um, á vefsíðu Hag­stof­unn­ar."

Það skiptir máli að fólk láti ekki afvegaleiða sig í æsingi kommanna sem vilja bara verkföll og ófrið af því það sé svo göfug stéttabarátta í anda Marx. Ófriður bitnar á öllum og alltaf mest á þeim verst settu eins og í Sýrlandi. Alltaf bera þeir minnst úr býtum þegar upp er staðið sem átti að laga mest með átökunum.

Taxtahækkanir umfram skynsemi eru fljótar að hverfa í verðbólgunni. Það er ekki skynsamlegt að stinga sér til sunds ef maður sér ekki til lands þó einhverjir hafi haldið því fram.

Bullið um slæmu kjörin má ekki ná yfirhöndinni yfir skynseminni.


Ríkisstjórnin gegn heiminum

þegar hún ætlar að útrýma óendurnýjanlegum orkugjöfum.

primary-energy1 (1)AAÞað er heldur betur metnaðarfullt markmið þegar heimurinn heldur einbeittur í aðra átt.

Hvað mun þetta kosta Íslendinga í samkeppni við aðrar þjóðir? Hvað um samkeppnisstöðuna margumtöluðu þegar 85 % af orkunotkuninni í heiminum kemur úr iðrum jarðar?

Einn gegn ofureflinu ver nafn á reyfara sem ég las sem strákur.

Ríkisstjórn Íslands virðist vera ein gegn ofurefli heimsins  í orkulegum skilningi.

 

 

bp_primary_energy BBB


EES er terroristi

grannt skoðað gagnvart Íslandi.

Ef þið gerið ekki eins og við segjum þá útilokum við ykkur frá innri markaðnum. Þetta er sá samstarfsaðili sem okkar ráðamenn vegsama mest. 

Hversvegna sættum við okkur við svona skilmála? Jú, annars fara Norðmenn fram fyrir okkur. Er þetta sá viðskiptagrunnur sem réttlætir aðildina að EES? Allt sem að okkur er rétt af einni stoð höfum við gleypt hrátt hversu vitlaust sem það er.Skiptingu orkumarkaðarins, persónuverndarlögin, orkupakkann og hvaðeina sem kostar fé en færir okkur fátt í staðinn.

Svona samningur er einhliða samningur við terrorista sem við eigum að endurskoða án undirlægjuháttar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband