Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019
5.2.2019 | 18:31
Virðing Alþingis
Náði nýjum hæðum með skrípalátum Pírata í dag.
Maður veltir fyrir sér hvað verði næst gert í þingsalnum.Skyldi Forseta Þingsins ekki finnast að svona komi sér við?
Er ekki Bergþór réttkjörinn þingmaður eins og þau með húfurnar? Er hann ofbeldismaður? Hverju eru þau að mótmæla.
Í mínum augum eru þessir þingmenn F(yrirlitlegir) O(rðhákar) ef manni leyfist að giska á hvað F O geti þýtt.
Virðing Alþingis óx ekki hjá mér við þetta.
5.2.2019 | 09:06
Sorporkustöð
er fyrirsögn á merkri grein prófessors Júlíusar Sólnes verkfræðings í nóvemberblaði Sáms fóstra 2017. www.samurfostri.is.
Þar segir Júlíus:
(smátæknigallar eru í framsetningunni hér sem ég ræð ekki við í svipinn. En sjá má greinina í heild og myndir á vefsíðunni)
"Sorphirða, það er að segja
móttaka og förgun úrgangs frá
heimilum og iðnaði, hefur reynzt
sveitarfélögum á Íslandi erfitt
viðfangsefni. Ekki er svo langt
síðan, að öllu sorpi var ekið á
sorphauga í nágrenni byggðar. Þar
hrúgaðist það upp, og reynt var
að brenna það sem hægt var. Af
þessu stafaði mikil mengun. Bæði
loftmengun vegna brunareyks
og útgufunar ýmiss konar
lofttegunda svo og jarðvegs- og
grunnvatnsmengun frá haugunum
sjálfum. Enn finnast gamaldags
sorphaugar, eins og sá sem þetta
skrifar þekkir frá æskuárum
sínum á Akureyri. Þangað fórum
við unglingarnir með smárifla og
reyndum að skjóta rottur, sem þar
voru í miklum mæli, innan um
brennandi ruslið ofan á jörðinni.
Þegar umhverfisráðuneyti var
stofnað á Íslandi í febrúar 1990,
voru sorphirðumál landsmanna í
miklum ólestri og förgun sorps
langt að baki því sem gerðist í
nágrannalöndum okkar og
flestum vestrænum ríkjum.
Töluvert hefur áunnist í þessum
efnum síðan þá. Munar þar
mest um tilkomu Sorpu 1991,
byggðasamlags sveitarfélaganna
sex á höfuðborgarsvæðinu um
móttöku og förgun sorps með
kerfisbundnum og umhverfisvænni
hætti en áður.
Starfsemi Sorpu hefur orðið
til þess að stórbæta sorphirðu á
höfuðborgarsvæðinu, orðið hvati
til flokkunar sorps, endurvinnslu
þess og um leið vitundarvakning
um að farga beri úrgangi
umhverfisvænan hátt. Sá
ljóður er á, að valið var að urða
langmestan hluta þess sorps, sem
fellur til á höfuðborgarsvæðinu á
Álfsnesi. Þótt urðunarstaðurinn
hafi verið gerður eftir ströngustu
umhverfisstöðlum, verður að
telja, að urðun sorps sé úrelt
förgunaraðferð. Forsvarsmenn
Sorpu hyggjast nú leggja af
urðun úrgangs með þessum hætti.
fyrirhugað er að útbúa smærri
urðunarþrær, þar sem auðveldara
er að safna metan og öðrum
loftgösum, sem gufa upp frá
þrónum og eru nýtanleg.
Hægar hefur gengið hjá mörgum
sveitarfélögum úti á landi.
Víða er þó búið að koma upp
móttökustöðvum fyrir flokkaðan
úrgang, þar sem almenningur getur
losað sig við ýmiss konar rusl og
aflóga hluti. Heimilssorp er hins
vegar sótt til íbúa. Förgun sorps
og úrgangs er engu að síður víða
ábótavant.
Sofið á verðinum
Það er því hægt að fullyrða, að
Íslendingar hafi sofið á verðinum
agnvart því að meðhöndla
heimilissorp og annan úrgang á
umhverfisvænan hátt. Samkvæmt
nýjustu tölum Umhverfisstofnunar
fór heildarúrgangsmagn á landinu
fyrsta sinn yfir milljón tonn á
síðasta ári (2016) og fer sífellt
vaxandi. Endurvinnsla úrgangsefna
hefur bæði reynzt kostnaðarsöm og
erfið. Mikill hluti úrgangs hefur því
verið urðaður á nokkrum völdum
stöðum víðs vegar á landinu.
Sumir þessara urðunarstaða eru nú
komnir á undanþágu, og hjá öðrum
rennur starfsleyfi út innan fárra
ára.
Evrópusambandið samþykkti
nýlega tilskipun (9. júní 2016)
sem gerir ráð fyrir, að 2030
megi sveitarfélög á Evrópska
efnahagssvæðinu ekki urða meira
en sem nemur 10% af tilfallandi
heimilisúrgangi. Jafnframt er gert
ráð fyrir, að um 65% úrgangs
skuli endurunnir. Samkvæmt
upplýsingum frá Umhverfisstofnun
mun þessi tilskipun brátt fá ígildi
reglugerðar á öllu Evrópska
efnahagssvæðinu og taka því gildi
á Íslandi. Sveitarfélögin fá þannig
einhvern frest, ekki mjög langan,
til þess að urða ekki meira en sem
nemur 10% af heimilisúrgangi.
Á tíunda árartugnum voru byggðar
nokkrar litlar sorpbrennslustöðvar
á landsbyggðinni, en með tilkomu
þeirra vonuðust menn til þess,
að fundin væri hagkvæm lausn
á förgun heimilissorps og annars
úrgangs. 2010 voru alls sex slíkar
brennslustöðvar í rekstri á landinu.
Þessar stöðvar voru mjög litlar
á alþjóðlegan mælikvarða og
reyndust óhagkvæmar í rekstri.
Brennsluhiti var altof lágur til
að koma í veg fyrir loftmengun.
Voru starfsleyfi þeirra byggð á
undanþágu frá viðurkenndum
EES reglum um slíkar stöðvar.
Upp úr aldamótunum 2000 fór að
bera á mikilli díoxínmengun frá
sumum þessara stöðva. Að lokum
voru þær allar sviptar starfleyfi og
hefur verið lokað. Hafa sorpmál
viðkomandi sveitarfélaga verið
í miklum ólestri síðan og þau
gripið til þess ráðs að láta aka
sorpi og úrgangi langar leiðir til
förgunarstöðva, oftast til urðunar.
Aðeins ein sorpbrennslustöð er
enn starfandi á Íslandi, þ.e. Kalka
á Suðurnesjum. Hún verður þó
að teljast frekar ófullkomin í
samanburði við sorporkustöðvar
nágrannalandanna, og hefur henni
verið gert að uppfylla hertar kröfur
um takmörkun á mengun, sem
gerir reksturinn enn erfiðari. Hér
gildir hagkvæmni stærðarinnar
sem svo víða annar staðar.
Tillögur til úrbóta
Mörg sveitarfélög ásamt
Fjórðungssambandi Vestfjarða
hafa um nokkurt skeið verið að
athuga tillögur um allsherjarlausn
sorphirðumála landsmanna,
sem settar voru fram í skýrslu
fyrr á þessu ári, unninni af
Braga Má Valgeirssyni, vélstjóra
og iðnfræðingi ásamt Stefáni
Guðsteinssyni, skipatæknifræðingi
og Júlíusi Sólnes, fyrsta
umhverfisráðherra Íslands. Verkís
verkfræðistofa hefur einnig komið
að verkefninu. Í skýrslunni er gert
ráð fyrir, að byggð verði fullkomin
sorporkustöð við Ísafjarðardjúp,
sem taki á móti allt að 100 þúsund
tonnum af brennanlegum úrgangi
frá öllum sveitarfélögum landsins.
Sorporkustöð
Stöðin yrði mjög tæknilega
fullkomin, byggð skv. ströngustu
reglum Evrópusambandsins
í líkingu við þær stöðvar, sem
nýlega hafa verið teknar í
notkun á Norðurlöndunum,
m.a. á Amager nærri miðborg
Kaupmannahafnar (sjá mynd 2).
Um er að ræða háhitabrennslu (um
1200°C) með mjög fullkomnum
mengunarvarnabúnaði, þannig
að loftmengun er nánast engin.
Vestfjarðastöðin mun framleiða
um 10 MW af raforku og 30
MW af hitaorku, eða um 312
gígavattstundir af orku á ári.
Með henni yrði raforkuþörf
Vestfirðinga, umfram núverandi
framleiðslu í fjórðungnum,
fullnægt, og nægt heitt vatn
fengist til húsahitunar í öllum
byggðarlögum við Djúp, ásamt til
margs konar atvinnustarfsemi.
Stöðin kæmi til með að veita
um 15 manns atvinnu, og að auki
yrði um einhver afleidd störf að
ræða. Talið er, að hún muni kosta
um 1012 milljarða króna með
tengdum mannvirkjum, skip og
hafnaraðstaða um 5,57 milljarða
króna, þannig að heildarkostnaður
þessa risaverkefnis gæti numið
tæplega 20 milljörðum króna. Næsta
skref verður að gera nákvæmar
rekstrar- og kostnaðaráætlanir.
Við brennslu á sorpi í
háhitaofnum, þar sem hitastig er
vel yfir 1000°C, eyðast öll lífræn
efni. Úrgangur sem venjulega er
ekki gott eldsneyti, eins og t.d.
hræ og sláturhúsaúrgangur, verður
ágætt brennsluefni við þessar
aðstæður, en í honum er mikil
fita og trefjar sem brenna vel.
Annar brennanlegur úrgangur
skilur eftir sig skaðlaus steinefni
sem liggja eftir á brunaristinni
og nota má sem fyllingarefni við
byggingarframkvæmdir. Einnig
verður til umtalsvert magn af
fínösku, sem Norðmenn hafa viljað
taka á móti. Það sem fer upp með
reykgasinu er leitt gegnum margs
konar hreinsisíur, sem skilja frá
efni eins og þungmálma og önnur
eiturefni. Þess ber að geta, að
ekkert díoxín lifir af brennslu
við hitastig sem er yfir 800°C.
Sorpflutningar
Allt sorp og allur úrgangur fyrir
utan gler og steinefni, sem nota
má í uppfyllingar, yrðu flutt frá
flokkunarstöðvum sveitarfélaga í
gámum til næstu hafnar. Gámarnir
yrðu síðan fluttir með tveimur
sérútbúnum gámaskipum frá
öllum aðgengilegum höfnum
umhverfis landið (2530 talsins)
til áfangastaðar, brennanlegur
úrgangur til sorporkustöðvar, en
annað til móttökustöðva fyrir t.d.
málma og endurvinnslu. Skipin
gætu einnig flutt hvers konar annan
Júlíus Sólnes.
varning í gámum milli hafna,
meðal annars olíu og benzín ásamt
frystigámum (fiskafurðir).
Skipin þurfa að vera grunnrist til
að geta lagzt að bryggju á minni
stöðum, þar sem aðdýpi er lítið. Þau
verða útbúið með stórum krana,
þannig að ekki sé þörf fyrir mikla
landaðstöðu (krana) til að umskipa
gámum í hverri höfn. Skipin geta
því komið og farið hvenær sem
er sólarhringsins og áhöfn þeirra
afgreitt sig að mestu sjálf.
Stefán Guðsteinsson
skipatæknifræðingur hefur
unnið frumteikningar fyrir smíði
sérstaks gámaskips, sem fyrir
utan sorpgámana, getur einnig
flutt almennan varning í gámum
og olíu. Skipin rista innan við
fimm metra og eru því vel til
þess fallin að sigla inn á margar
minni hafnir landsins. Skipin
yrðu mjög umhverfisvæn, knúin
þremur aflvélum, sem geta notað
lífrænt gas, t.d. metan. Til fróðleiks
má geta þess, að öll fyrirhuguð
SÁMUR FÓSTRI - 2. TBL. 3. ÁRG. - NÓVEMBER 2017
metanframleiðsla Sorpu í Álfsnesi
mun rétt nægja til þess að knýja
annað gámaflutningsskipið.
Með skipunum mætti taka upp
almenna strandflutninga á nýjan
leik. Það myndi hafa veruleg
jákvæð umhverfisáhrif, þar sem
t.d. losun koltvíoxíðs er talin sjö
sinnum minni við að flytja eitt
tonn af varningi einn kílómetra
Sorporkustöð á Amager, ekki langt frá óperuhúsinu í Kaupmannahöfn. Hún var tekin í notkun í apríl 2017 og þykir ein fullkomnasta stöð sinnar tegundar í Evrópu.
Á veturna er skíðabrekka ofan á þaki stöðvarinnar til ánægju fyrir Kaupmannahafnarbúa.
sjóleiðina en landleiðina með
flutningabílum. Einnig myndi slit
á þjóðvegum landsins minnka
verulega, en einn stór flutningabíll
er talinn valda sambærilegu sliti á
vegum landsins og 9000 einkabílar.
Aðrir helstu mögulegar lausnir
á förgun á þeim úrgangi, er ekki
verður endurnýttur eða telst
nothæfur til endurvinnslu, sem
geta hentað hér á landi, þar sem
fámennið gerir alla endurvinnslu
mjög erfiða. Það vart raunhæft,
að hægt verði að endurvinna 65%
af úrgangi á Íslandi. Svo fámenn
þjóð getur ekki ráðist í mikinn
endurvinnsluiðnað. Í lögum um
meðhöndlun úrgangs frá 2003 með
áorðnum breytingum er eftirfarandi
forgangsröðun um förgun hans:
Dregið skal úr
myndun úrgangs
(með öllum tiltækum
ráðum með;
- Endurvinnsla
- lífræn vinnsla úrgangs
- endurnýting, m.a. með
orkuvinnslu, og að ustu 5) urðun.
Að lokum er í þessari lagagrein
ákvæði, sem segir, að víkja
megi frá þessari forgangsröðun
út frá hagkvæmnisjónarmiðum.
- moltugerð er alltaf möguleg
eftir mjög vandaða flokkun. Það
þarf að hreinsa burt alla þá hluti/
efni sem geta valdið mengun,
ef þau eru óvarin gegn veðri og
vindum, þannig að regnvatn geti
skolað óæskilegum efnum niður
í jarðveg. Moltugerð er frekar
viðkvæmt ferli, og verður að
vanda til verks, en rétt er að taka
fram, að moltugerð getur verið
æskileg aðferð samhliða öðrum
lausnum.
- lífræn orkuvinnsla. Það að
vinna lífrænt eldsneyti eins og
metan úr lífrænum úrgangi,
t.d. úr heimilissorpi og
sláturhúsaúrgangi, hefur sýnt
sig vera góð lausn, þar sem næg
aðföng eru af úrgangi sem henta
til vinnslunnar. Þó er bannað
að nota margvíslegan lífrænan
úrgang til slíkrar vinnslu. Ber
þar helst að nefna alla taugavefi
úr klaufdýrum, og öll sýkt
dýr sem hefur verið slátrað.
Hér sem fyrr er spurning um
hagkvæmni. Metanvinnsla í
fámennum byggðarlögum getur
varla verið raunhæf.
Að þessum aðferðum ólöstuðum
hefur fullkomin sorpbrennsla náð
hvað mestri útbreiðslu í flestum
ríkjum Evrópusambandsins og
raunar mjög víða um heim allan.
Ástæðan er sú mikla varmaorka
sem skapast í brunaferlinu og
hægt er að nýta. Þá er umtalsverða
raforku framleidd í slíkum
stöðvum. Nútíma sorporkuver
eru hvað minnst mengandi miðað
við allar aðferðir við að eyða eða
farga sorpi. Og skipaflutningar á
sorpgámum hafa umtalsvert minni
mengun í för með sér en flutningar
á þeim landleiðina. Það sem kemur
upp um reykháfinn frá slíkum
orkuverum eru einungis vatnsgufur
og koltvíoxíð (CO2). Þess ber að
geta, að allar aðferðir við eyðingu
lífrænna efna, sem innihalda
koltvíoxíð, skila frá sér sama
magni af því við eyðingu. Einnig er
vert að nefna, að umframhitaorku í
slíkum orkuverum er hægt að nýta
til þess að safna saman CO2 frá
útblæstrinum, koma því á fljótandi
form, setja það á þrýstikúta og nota
til dæmis í gróðurhúsum.
Það er nokkuð ljóst, að erfitt
verður að bregðast við hinum nýju
reglum ESB, um að aðeins 10%
heimilisúrgangs verði urðaðir eftir
- Gera má ráð fyrir, að margir
urðunarstaðir muni verða notaðir
áfram einhver ár fram yfir 2030,
þar sem víðast hvar er ekki farið
að vinna að öðrum viðurkenndum
lausnum.
Að byggja fullkomna sorporkustöð
á
Vestfjörðum,þar sem orkuskortur
hefur verið viðvarandi og
leysa sorphirðuvandamál landsmanna í leiðinni, svo að ekki sé
talað um að koma strandflutningum á að
nýju,hlýtur að vera áhugaverður kostur.
Júlíus Sólnes
verkfræðingur "
Er ekki tímabær kostur að reisa þessa 100.000 tonna brennslustöð á Vestfjörðum með þeim kostum sem Júlíus talar um og svo aðra stöð hér sunnanlands og hætta þessari eyðimerkurstefnu urðunar sem hér ríkir.
Skyldi ekki vera hægt að fá umhverfisráðherrann okkar til að taka þessi málefni sorporkustöðva upp?
3.2.2019 | 12:38
Ríkisvæðing vændis
var hugtak sem ég heyrði hinn skarpa lögmann Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu velta fyrir sér.
Hann rifjaði upp setningu laganna um vændiskaup á Alþingi sem gerðu vændissölu löglega en vændiskaup glæpsamleg. Vændiskonan má selja sína þjónustu og má svo kæra kaupandann sem þá skal fyrir opið glæparéttarhald með tilheyrandi. Hann nefndi hinn þekkta siðgæðispostula Ágúst Ólaf sem einn flutningsmanna, Álfheiði Ingadóttur og einhverja fleiri sem flutningsmenn frumvarpsins sem þingheimur hafði samþykkt líklega án þess að hugsa.
Lögin gera erlendum vændiskonum, sagði Pétur, sem eru jafnvel fórnarlömb mansals, kleyft að flykkjast hingað í viðskiptaerindum. Þær mega selja að vild án refsinga. Þær mega hinsvegar kæra viðskiptamenn sína að vild.
Arnþrúður útvarpsstjóri taldi í sama þættinum að næg eftirspurn væri hérlendis eftir slíkri þjónustu. Enda ekki ólíklegt ef athugað er hversu mjög útbreidd þessi kynferðislega áreitni sem MeToo konurnar tala um, virðist vera. Flestir karlmenn virðast eftir lýsingunum þannig vera einhverskonar klámruddar sem misnota allar konur sem þeir koma höndum yfir.
Svo sagði hún Arnþrúður líka að vændiskonur vildu jafnvel viðskiptin sjálfar, sem auðvitað gæti komið mörgum á óvart. Mér fannst Pétri fipast við þessa yfirlýsingu Arnþrúðar og það hvarflaði að mér hvernig mönnum eins Ágústi Ólafi eða þeim í siðferðisnefnd Samfylkingarinnar gæti orðið við við svona yfirlýsingar.
Á þeim lagasetningartíma var rætt um að gera vændi löglegt sagði Pétur. En vændi er elsta iðngrein heimsins eins og Arnþrúður benti Pétri á. Hann taldi hugsanlegt að samþykkt frumvarpsins að sænskri fyrirmynd hefði verið mistök þingmanna sem hefðu hugsanlega ýtt á vitlausan hnapp.
Ég myndi gjarnan vilja trúa því þar sem lögleiðing vændis hlyti að gera allt eftirlit auðveldara og afglæpavæðingu vændiskaupa þar með líka og vinna gegn mansali. En lagasetningin sjálf finnst mér svo hreint heimskuleg þar sem hún hefur þveröfug áhrif við það sem flutningsmönnum gat gengið til. Hún stuðlar að auknu framboði vændis og glæpum eins og Pétur bendir á.
Þjóðverjar telja sig vita að lögleiðing vændis dragi úr vissum tegundum glæpa gegn konum. Enda á Svíþjóð víst heimsmetið í nauðgunum um þessar mundir en okkar löggjöf er að sænskri fyrirmynd. En hvergi eru líka múslímskir innflytjendur fjölmennari en í Svíþjóð og þeir eru ekki uppaldir við að sýna konum mikla virðingu. Auk þess telja þeir hugsanlega villutrúarkonur eiga ekki betra skilið en nauðgun.
En í alvöru þarf ekki að endurskoða þessa sænsk-íslensku löggjöf og gera vændið alveg löglegt í stað þess að gera söluna löglega en kaupin glæpsamleg?
Sem mér finnst ekkert annað vera en heimskuleg ríkisvædd vændisstarfsemi.
2.2.2019 | 09:42
Er byrjað á vitlausum enda?
í plastpokastríðinu hjá umhverfisráðherranum okkar?
Hann ætlar að gera mér ómögulegt að nota ruslafötuna mína eins og ég er vanur. 10 lítra plastfata sem ég klæði að innan með Bónuspoka sem ég loka svo með hnút og fleygi í heilu lagi. Ég mun verða að kaupa mér lager hjá Bónus áður en þessi della gengur í gildi hjá ráðherranum.
Í stað þess að gera það sem blasir við þá byrjar þessi ráðherra á vitlausum enda í þessu stríði.
Í plastinu er fólgin orka eins og í öllum úrgangi. Í fullkominni sorpbrennslu eins og er fyrirhuguð hjá Kölku held ég, er þessi orka sótt og notuð í þágu íbúanna til að hita húsin. Þess í stað urðar Sorpa sorpið á dýrmætu landi sem verður óbyggileg eyðimörk eftir. Þessu fíflaríi sorpurðunar er haldið áfram ár eftir ár.Orkan grafin niður ónotuð þó slíkt sé hvergi gert í siðmenntuðum þéttbýlum löndum af augljósum ástæðum.
Er ekki umhverfisráðherrann okkar sem enginn kaus að byrja á vitlausum enda með því að hamast gegn plastpokunum góðu og nauðsynlegu?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
2.2.2019 | 08:18
Bréf frá Gísla
Holgerssyni barst mér. Hann rifjar upp minningu um þekktan mann sem tengist umræðu um Víkurkirkjugarð.
Gísli skrifar:
"
BLESSAÐUR kæri Halldór Jónsson, verkfræðingur og blaðamaður um málefni ÍSLENDINGA og allt annað um erfiðleika heimsins.
Stutt frásögn af ARNES PÁLSSYNI mesta útileguþjófs ÍSLENDINGA. Ég las þetta í smásögum frænda míns, Óskars Clausen, sem f. 7/2 1887 og d. 9/4 1980. Sá hinn sami of stofnaði FANGAHJÁLPINA árið 1949. Ég átta mig enn betur á smásögum hans í dag en áður.
ARNES PÁLSSON var fæddur á Seltjarnarnesi en ólst upp á Kjalarnesi með foreldrum sínum, sem ávallt sýndu honum mikla ástúð. Hann var þjófóttur og sprettharður og aflaði sér peninga og verðmæta með auðveldum hætti. Hann ól manninn á fjöllum og við hvannalindir oft með þekktu útilegufólki. Hann kom sér vel við þá, sem gættu hans í fangelsum og lokuðum rýmum sýslumanna og þess opinbera.
Hann átti gott til vina hjá bóndanum á Hofstöðum í Garðabæ.
Hann notaði hraunið á Álftanesi fyrir felustað peninga sinna. Hann átti ávallt peninga fyrir nauðþurftum.
Hann vann vel fyrir sér hjá sýslumanninum á Bessastöðum við alhliða störf.
Hann fékk fullt frelsi frá Danska Kónginum og gekk um síðustu árin sem frjáls maður.
Hann gerðist niðursetukarl úti í Engey og dó þar 91 árs gamall 7. September 1805.
Hann var jarðaður 4 dögum síðar í Víkurkirkjugarði í Reykjavík við hlið Alþingishússins.
Þekktir ÍSLENDINGAR vilja nú friða þennan kirkjugarð og mótmæla byggingu hótels á sama stað.
Fyrrverandi forseti frú Vigdís Finnbogadóttir og Friðrik Ólafsson skákmeistari voru þar í hópi mótmælenda.
Þessar línur eru skrifaðar til minnis úr smásögum frænda míns.
BLESSAÐUR
Gísli Holgersson.
Arnes var lengi á vist með Fjalla-Eyvindi auk þess sem hann lá einn úti við:
HVALVATN sem er í Hvalfjarðarstrandahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Það er 4,1 km², dýpst 180 m og í 378 m hæð yfir sjó. Það er talið annað dýpsta stöðuvatn landsins á eftir Öskjuvatni. Útfall vatnsins er Botnsá, sem rennur til Hvalfjarðar. Akstursleiðin er úr Víðikerjum á Uxahryggjavegi. Umhverfi vatnsins er fagurt og stórbrotið. Í vatninu er bleikja. Rétt fyrir austan Hvalvatn eru Krókatjarnir. Þar er töluvert af bleikju, en sú veiði tilheyrir Þingvallahreppi. Norðan í Hvalfelli er hellir, þar sem Arnes útileguþjófur bjó í tvö ár. Vatnið er í landi Stóra Botns. Nú um sinn nýta eigendur veiðina sjálfir og selja ekki veiðileyfi. Vegalengdin frá Reykjavík er 75 km.
Það er ástæða til að minnast Arnesar, sem eins íbúa Víkurkirkjugarðs Miðbæjarins og fallegt af Gísla að rifja hans lífshlaup upp
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2019 | 14:05
Verðtryggingin vonda?
er uppáhaldsskotspónn plötuslagara og pópúlista á Íslandi. Allt hið vonda sé verðtryggingu lána að kenna. Í hinu orðinu koma svo kröfur um að öldruðum sé tryggður mannsæmandi lífeyrir.Það er grenjað með tárum á það að það verði að útrýma fátækt hjá þeim vesælustu.
Samhengi í þessum grenjum og hótunum er svo nákvæmlega ekki neitt. En það skiptir ekki máli, Burtu með verðtrygginguna. Sem væri auðvitað núll og skipti ekki máli ef þessir sömu aðilar stæðu ekki í því nætur og daga að framleiða verðbólgu með innistæðulausum taxtahækkunum fyrir umbjóðendur sína eins og það er kallað.
Vilhjálmur Bjarnason tekur þessi mál fyrir í Morgunblaðsgrein svo skilmerkilega að jafnvel blindir og heyrnarlausir geta fengið skilið. Hann segir:
"
Allir menn og konur eiga að vera frjáls innan vissra vébanda, en það þarf mikla víðsýni og andlegan þroska til þess að skilja frelsið og rugla því ekki saman við allskonar duttlunga og heimskulega fyrirtekt í einstaklingum, eða bara vanþakklæti og ósvífinn hugsunarhátt. Þessi lýsing er mjög í ætt við það frelsi sem John Stuart Mill var að hugsa og setti fram í riti sínu um Frelsið. Frelsið er vandmeðfarið, en eins og útgerðarmaðurinn sagði: ég er með frelsi en á móti frelsi sem skaðar! Hvenær skaðar frelsi eins einstaklings einhvurn annan? Þessi hugsun um frelsið kann að vera barnaleg. Hugsjónin um frelsið er ekkert sérstaklega merkileg hugsjón en hún er hin æðsta hugsjón!
Hin æðsta hugsjón
Fyrir mörgum er verkfall hin æðsta hugsjón. Verkfall er ímynd hins fullkomna frelsis. Svo vill til að löggjafinn hefur sett hömlur á verkfallsrétt í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þannig segir í vinnulöggjöf: Óheimilt er og að hefja vinnustöðvun: 1. Ef ágreiningur er einungis um atriði, sem Félagsdómur á úrskurðarvald um, nema til fullnægingar úrskurðum dómsins. 2. Ef tilgangur vinnustöðvunarinnar er að þvinga stjórnarvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir, þar sem stjórnarvöldin eru aðili sem atvinnurekandi. Öll löggjöf setur hugsjónum takmörk, jafnvel hinum æðstu hugsjónum.
Skyldur
Frelsinu fylgja skyldur. Þannig er launafólki gert skylt að tryggja sér lífeyri eftir að starfsævi lýkur. Því miður er það svo að í löggjöf um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er hvergi að finna yrðingu um markmið lífeyrissjóða. Af lestri laganna má þó leiða að lífeyrissjóðir hafa aðeins eitt markmið og það er að tryggja launamönnum og þeim er reka sjálfstæða starfsemi tryggingavernd vegna elli til æviloka, örorku eða andláts. Það er ekki markmið eða skylda lífeyrissjóða að tryggja hagvöxt í landinu og þaðan af síður að tryggja fulla atvinnu. Það er því hættulegt þegar verkalýðsleiðtogar telja að meðal verkfæra þeirra í kjarabaráttu sé að þeir geti beitt lífeyrissjóðum fyrir sig til að knýja fram kjarabætur! Og kjarabætur hverra? Þeir sem hafa með lífeyrissjóði að gera eiga aðeins að tryggja kjör núverandi lífeyrisþega og þeirra sem eru byrjaðir að greiða sig undir tryggingavernd í trausti þess að gagn sé að lífeyrissjóðnum þegar lífeyrisaldri er náð.
Lýðsleikjur
Þær lýðsleikjur eru til sem telja að það sé siðferðilega ljótt að festa fé til framtíðar. Þannig sé 36. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og lífeyrissjóði braskgrein. Sú grein laganna tekur frelsi af stjórnarmönnum til að gera hvað sem er eða það sem duttlungar og fyrirtektir þrá. Lýðsleikjurnar eru svo heilagar að telja gegnumstreymi hentugast í lífeyrisheimi. Önnur útgáfa er sú að allir lífeyrissjóðir eigi að ávaxta eignir sínar á bundnum reikningi í Seðlabankanum. Þá er kaleikurinn um brask færður seðlabanka! Nóg er á seðlabanka lagt að stunda hagstjórn og ávaxta og varðveita gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar!
Skyldur og ábyrgð að viðhalda frelsi
Það fylgja því skyldur og ábyrgð að viðhalda frelsi. Fjárhagslegt frelsi eftir að starfsaldri lýkur verður ekki leyst með skattlagningu á vinnandi fólk. Nú um stundir eru sennilega sex á vinnumarkaði fyrir hvern lífeyrisþega. Þeir sem ekki hafa náð að tryggja sér lífeyrisréttindi fá greidda tekjutryggingu, sem er fjármögnuð að hluta til með tryggingagjaldi, en það er nú 6,6% af launum. Þetta hlutfall kann að þurfa að hækka í um 30% í fullkomnu gegnumstreymiskerfi þegar aðeins verða fjórir starfandi á móti einum lífeyrisþega en sá tími er ekki langt undan. Þegar svo er komið verða útborguð laun starfsmanns aðeins um 35% af launakostnaði atvinnurekanda. Lífeyrissjóðir eru ekki peð í skák um kaupgjald í landinu. Lífeyrissjóðir eru ekki of stórir og þurfa enn að stækka til að standa undir fyrirsjáanlegri lífeyrisbyrði í landinu. Efnahagslegt frelsi eftir að starfsævi lýkur er ekki ómerkara en frelsi vinnandi manns.
Að þekkja mun á nafn og raunvöxtum
Það er því miður svo að valdhafar og sitjandi þingmenn, jafnvel hálærðir hagfræðingar í þingliði, tala þannig að ætla mætti að þeir þekki ekki mun á nafnvöxtum og raunvöxtum. Því miður er það svo að verðbætur eru ekki tekjur hjá þeim er við þeim tekur. Verðbætur eru aðeins aðlögun að raunveruleika, enda heita verðbætur á ensku inflation adjustment. Verkalýðsleiðtogar sem telja að það sé samningsatriði að banna verðtryggingu eru á hinum mestu villigötum. Sama er að segja um heilan stjórnmálaflokk sem kvarnast hefur úr og hefur að markmiði að afnema fátækt. Hann telur að fátækt muni minnka með því að afnema verðtryggingu. Slíkt er fásinna því sennilega eiga 80% af verðtryggðum fjármálagerningum sér endastað í lífeyrissjóðum, en þeim er ætlað að koma í veg fyrir fátækt eftir að starfsævi lýkur!
Skáld um frelsi
Frelsið er kóróna lífsins og verðmætast verðmæta, frelsið til að skoða himininn, frelsið til að liggja í grænum hvammi í læk, frelsið til að sjá stúlku álengdar, frelsið til að sýngja, frelsið til að biðjast beininga. Verkalýðsleiðtogar eiga að hafa frelsi að leiðarljósi og ekki að skipta sér af því sem er á forræði þingræðis.
Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður
Það er makalaust að ýmsir áhrifamenn í þjóðfélaginu skuli byggja tilveru sína á innistæðulausu og samhengislausu bulli um afnám verðtryggingar samhliða útrýmingu fátæktar og að tryggja öllum mannsæmandi kjör.
Verðtryggingin er barasta vond þegar menn þurfa að bulla fyrir lýðinn sem hlustar aldrei á rök nema eftirá.
1.2.2019 | 11:46
Ástarkvæði frá 1912
1.2.2019 | 11:33
Hælisleitandi
frá Senegal húkkar sér far frá Keflavík til að geta stungið rútufargjaldinu sem hann fær frá ríkinu auk 10.000 króna á viku í vasann og sent 5.000 krónur heim til Senegal þar sem hann á konu og tvö börn. Er hann ekki bara artarlegur greyið?
Helga Vala þingkona vinnur víst við að greiða götu svona bágstadds fólks en líklega fyrir meira en 10.000 krónur á viku.
Hann kom hingað frá Sviss þar sem honum líkaði illa. Hér vill hann vera því hér sé allt gert vel fyrir hann. Hann verður að skrá sig vikulega í Reykjavík og ríkið borgar honum rútufargjald.
Þegar við höfum samþykkt umsókn hans, þó að Sviss hafi átt að leysa hans mál samkvæmt alþjóðasamningum sem gilda ekki fyrir okkur, þá getur hann fengið alla ættingja sína hingað.
Svona heyrði ég sagt frá hælisleitanda frá Senegal sem húkkaði sér far til Reykjavíkur.
1.2.2019 | 11:21
Meiri skattar
og nú renni þeir til þeirra sem dunda sér við að gefa út fjölmiðla.
Ég hef dundað við slíkt undanfarin ár.www.samurfostri.is. Mér dettur ekki í hug að athuga hvort ég komi til greina. Annað hvort stendur útgáfa undir sér eða gerir það ekki. Af hverju á að kaupa fjögralaufasmára handa einhverjum sem kæra sig ekkert um hann?
Hvað ætlar Óli Björn Kárason að gera í þessu máli? Styðja Sjálfstæðisþingmenn þessar hugmyndir Lilju Alfreðsdóttur um meiri skatta?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko