Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019
25.6.2019 | 14:25
Hversvegna Birgir?
Ármannsson?
Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ræddi sviptingar innan flokksins vegna orkupakkamálsins á Sprengisandi Bylgjunnar í gærmorgun, sunnudagsmorgun. Í frásögn Vísis.is af þeim umræðum segir m.a. svo:
"Atkvæði verða greidd um þriðja orkupakkann 2. september og Birgir segir þingmenn þurfa að fara vel yfir málið með sjálfstæðismönnum fyrir þann tíma.
Hversvegna Birgir Ármannsson liggur ykkur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins svona á að rústa Sjálfstæðisflokknum með því að berja O3 í gegn ofan í okkur?
Enginn ykkar hefur getað bent á neina tapaða kosti sem fylgja því fyrir Ísland að berja þetta í gegn um Þingið?
Af hverju liggur ykkur svona á að fremja pólitískt Hara-Kiri?Hvað eða hver er á bak við þessa stjórnvisku?
Þarf ekki flokkurinn að sækja sér atkvæði? Eða er hann hæfilega stór fyrir ykkur núna?
Ef enginn er kosturinn hversvegna þá ekki bara að slá þetta út af borðinu?
Þjóðin né flokkurinn vill þetta greinilega ekki.Svo hversvegna?
Lærðuð þið ekki regluna um kommusetninguna í enskum stíl í gamla daga?
When in doubt, leave it out.
Hvað er að ykkur?
Hversvegna látið þið svona Birgir?
25.6.2019 | 08:17
Afi minn Tryggvi Halldór
Skaptason yfirbókari Landsímans, einn af 3 fyrstu símriturum landsins, trúði á þrennt í heimi,
Guð almáttugan, Ólaf Thors og Sjálfstæðisflokkinn og það að svefninn væri besti læknirinn fyrir kránkan dótturson sinn. Ég sé hann enn fyrir mér brosmildan við rúmgaflinn minn segja þetta.
Hann sat í Fulltrúaráðinu í Reykjavík árum saman. Þegar kom að kosningum hlýddi hann brosmildur á mál manna og sagði svo gjarnan, "Ja alltaf er hann nú bestur Blái Borðinn".
Hann hafði rétt fyrir sér með svefninn, Ólaf Thors og hugsanlega margt fleira sem við ræddum en sem ég hef ekki skilið til fulls.Hann gekk við staf vegna gamals fótbrots. Samt fór hann með strætó að Lögbergi á rjúpnaskytterí og lét þá Moggann næst sér á brjóst til vindskjóls.Sá eins og köttur og veiddi vel.
Ólaf Thors hafði ég aldrei hitt fyrr en ég fór í ráðherrabústaðinn 1957 nýstúdent,í boði Hermanns Jónassonar forsætisráðherra sem stóð prúðbúinn í forstofunni og tók á móti gestum. Það hafði borið við að stúdentum væri boðið í glas þarna á 17 júní en nú var það ekki svo heldur mikið kaffiborð.
Þá varð hark mikið í forstofunni og inn kom maðurinn sem allir þekktu með hárið út í allar áttir og harðan flibba.
Komið hingað allir stúdentar til mín í forstofuherbergið.Til hamingju með áfangann. Ég var held ég neðstur á stúdentsprófinu sagði hann svo en enginn var ánægðari en ég og hló stórkarlalega.
Nú er hann Hermann hérna og tímir ekki að gefa okkur brennivín.Við þurfum að losna við hann og þá höldum við gilli.
Svo rauk hann fram til Hermanns og sagðist vera búinn að ná öllum stúdentunum til sín og tilkynnti honum hvað biði hans með ógurlegum hlátrasköllum. Það gustaði svo sannarlega af þessum manni en Hermann tók þessu öllu með þeirri stillingu og virðuleika sem honum var tamt.
Ég skildi hann afa minn þarna mæta vel.Ólafur lét engan ósnortinn.
Eitt sinn hitti ég Unndór Jónsson, þann landsþekkta æringja og eftirhermu og vinnufélaga afa og skutlaði honum bæjarleið í jeppanum. Þegar hann vissi hver ég var breyttist hann og byrjaði að skemmta mér með sögum af þeim saman.
Þetta orti ég um hann afa þinn sagði hann:
Brattgengur bumbuvaxinn
með brosið um allan skrokkinn,
þín láglendisviska að vonum
vermir Sjálfstæðisflokkinn.
Og nú var afi sjálfur kominn í bílinn þar sem Unndór sat:
Helvítið þitt Unndór, ég skal drepa þig Ho Ho.
Þetta var ógleymanleg óvænt uppákoma og minning um tvo góða menn.
Afi Halldór var heiðblár Sjálfstæðismaður alla tíð og fullveldissinni þó hann hefði sterkar rætur í danskri menningu og húmor,ættaður að austan og sonur Skapta Jósepssonar.
Hann heyrði ekki vel á efri árum. Eitt sinn kom pabbi minn til hans í stofuna og segir við hann: Halldór minn , heldurðu ekki að þú ættir að fá þér höreapparat svo þú fylgist betur með?
Jeg tror nu jeg hörer nok hvad jeg vil höre sagde þá sá gamli.
Í því kom amma Hedda inn í stofuna og þurfti eitthvað að segja afa til. Þá kímdi sá gamli, kímdi og sagði lágt, Det hænder også at jeg tror jeg har hört nok. Svona gat danskættaður húmor hans verið.
Hann gladdist ef hann sá glytta í pela. Þá sagði hann gjarnan: Já Hennesy, það er sko alvöru METALL!
Hann var hvers manns hugljúfi það ég vissi og það ljómar af honum í minningu minni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.7.2019 kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2019 | 09:17
Forystan
er kjörin til að hafa forystu segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Punktur.
Nestor Styrmir Gunnarsson veltir fyrir sér framtíðarafgreiðalu Sjálfstæðísflokksins á O3 í Ágúst.
"Þeir sem nú berja sér á brjóst og kalla aðra einangrunarsinna eru pólitískir arftakar þeirra, sem efndu til óeirða á Austurvelli 30. marz 1949, þeirra, sem börðust gegn varmnarsamstarfi við Bandaríkin alla tíð.
Þeir hinir sömu lögðust gegn byggingu álversins í Straumsvík og aðild að EFTA svo og gegn EES-samningnum. Verkin tala sínu máli.
En auðvitað er gott að vita af því að Vinstri grænir hafa nú snúizt gegn afstöðu forvera þeirra í Alþýðubandalagi og Sameiningarflokki alþýðu Sósíalistaflokki.
Það er hins vegar visst umhugsunarefni að það má sjá nýjar átakalínur í íslenzkum stjórnmálum sem eru að mótast á milli þeirra, sem vilja halda fast við sjálfstæði og fullveldi Íslands og hinna, sem vilja gefast upp við það að vera sjálfstæð þjóð og vilja fremur leita skjóls í faðmi gamalla nýlenduvelda í Evrópu, sem eiga sér slíka sögu að hún þolir vart dagsins ljós.
Raunar eru nýlenduveldin í ESB að sýna um þessar mundir að þau hafa ekkert lært og engu gleymt. Slík er meðferð þeirra á Grikkjum og minnir á meðferð þeirra á þjóðum bæði í Asíu og Afríku á árum áður.
Um leið er athyglisvert að sjá þá breiðfylkingu, sem eru að myndast gegn slíkri uppgjöf. Þar er á ferð fólk úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, VG, Miðflokki, Flokki fólksins, frá Pírötum."
Forystan virðist allvel sannfærð um sitt ágæti til að veita forystu í öllum málum á grundvelli reynslu sinnar og yfirsýnar.Spurning er hvort Styrmi Gunnarssyni yfirsést eitthvað hvað varðar flokkstarf og forystu almennt?
19.6.2019 | 17:04
Quo vadis?
minn gamli Sjálfstæðisflokkur?
Nú er búið að að ákveða að þú fáir frest til Ágúst-loka til að koma O3 í gegn um þingið.
Leysir þetta eitthvað fyrir þig og þína bandamenn?
Ég á enn erfitt með að skilja hvers vegna þú ætlar að berja þetta ofan í mig og fleiri. Hvers vegna er svona nauðsynlegt að stuðla að verslun með orku yfir landamæri Evrópusambandsins með því að samþykkja þingsályktun þar að lútandi sem ekki verður skotið í dóm þjóðarinnar?
Ég var að lesa Bændablaðið þar sem H.Kr. skrifar svo:
"Það er dapurlegt til þess að hugsa að eftir meira en 100 ára baráttu íslensku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði og 75 ára baráttu við að verja það sjálfstæði, þá virðist meirihluti alþingismanna nú ætla að vinna hörðum höndum í þágu erlends ríkjabandalags og ofurfjárfesta fyrir fordæmalausu valdaframsali vegna okkar orkumála.
Í meira en öld hefur baráttan fyrir óskoruðum rétti Íslendinga yfir auðlindum sínum verið sem rauður þráður í gegnum pólitík allra stjórnmálaafla á Íslandi. Þar hefur landhelgisbaráttan staðið upp úr.
Vissulega hafa menn staðið misfast í ístöðunum, en oftast hefur þjóðinni samt auðnast að leiða menn á rétta braut, hafi einhverjir farið út af þessu spori.
Það er því hryggilegt að nú hyggist meirihluti alþingismanna samþykkja orkupakka þrjú án þess að þjóðin hafi nokkru sinni farið fram á það, frekar en orkupakka tvö og eitt. Þarna er samt um ákvarðanatöku að ræða sem varðar yfirráðum yfir orkumál Íslendinga eins og þau leggja sig.
Menn hljóta að spyrja sig hvers vegna líklega 52 af 63 þingmönnum er svo mikið í mun að koma í gegn máli sem þjóðin hefur alls ekki óskað eftir?
Vissulega erum við aðilar að EES-samningnum en einhliða innsetningar á tilskipunum ESB allar götur síðan hafa verið innleiddar hér meira og minna möglunarlaust án þess að íslenska þjóðin hafi nokkuð haft um það að segja.
Hvers vegna vilja þessir þingmenn ekki að þjóðin hafi síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu í orkupakkamálinu? Hvers vegna er málið lagt fram sem þingsályktunartillaga sem vitað er að forseti getur ekki áfrýjað til þjóðarinnar? Við hvað eru menn hræddir og hvaða hagsmunir eru þarna í húfi sem þeir eru að verja?
Enginn hefur getað sýnt fram á að þjóðin hafi hag af þessum gjörningi heldur þvert á móti. Á Íslandi hækkaði orkukostnaður almennings verulega við innleiðingu á orkupökkum 1 og 2 þegar uppskipti urðu milli flutnings og framleiðslu á raforku.
Yfirlýstur tilgangur orkupakka þrjú er að samræma orkumarkaðinn og verðlagningu raforku í öllum ESB- og EES-ríkjunum. Samt reyna menn að halda því fram að orkupakki þrjú feli í sér svo mikla neytendavernd!
Fyrir liggur að einkafjárfestar íslenskir og erlendir sjá í þessu stóra máli gróðamöguleika sem og erlenda ríkjasamsteypan ESB sem leggur nú hart að Íslendingum að samþykkja þetta.
Hvaða hagsmuni eru þessir trúlega 52 þingmenn að verja fyrst íslenska þjóðin hefur ekki óskað eftir þessu? Hvað gengur þeim eiginlega til?
Hvers vegna hreyfir heldur enginn legg né lið í að koma á reglum varðandi kaup útlendinga á jörðum á Íslandi líkt og Danir hafa gert?
Hefur ESB kannski eitthvert óútskýrt tangarhald á okkur sem þjóðin hefur ekki verið upplýst um? Hvernig geta tveir flokkar á Alþingi sem sérstaklega kenna sig við alþýðuna, tekið að sér að berjast kinnroðalaust fyrir hagsmunum erlendrar valdablokkar og fjármálaburgeisa gegn íslenskri alþýðu og um leið gegn yfirlýstri stefnu Alþýðusambands Íslands í þessu máli?
Hvernig getur flokkur sem alla tíð hefur gefið sig út fyrir að vera skjöldur íslenskra bænda í landinu, leyft sér að taka upp baráttu gegn t.d. garðyrkjubændum í þessu máli og það þvert á afgerandi samþykktir sama flokks um að gera það ekki? Hvernig getur flokkur sem alla tíð hefur kennt sig við sjálfstæði þjóðarinnar, leyft sér að berjast fyrir erlent ríkjabandalag gegn hagsmunum Íslands og sjálfsákvörðunarrétti íslensku þjóðarinnar?
Ekki síst þar sem það er líka þvert á aðalfundarsamþykkt og fyrri yfirlýsingar formanns. Er kannski einhver von til að þjóðin verði upplýst um hvað þarna liggur að baki? /HKr."
Ég get illa dæmt þessi skrif sem afturhalds-og einangrunarhyggju ef yfirlýstur tilgangur ályktunarinnar er ekki að koma slíkum orkuviðskiptum á?
Hvað liggur að baki þeirrar brennandi nauðsynjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn að samþykkja þessa þingsályktun sem margir telja jafngildi flokkslegs Hara-Kiri fyrir vöxt og velgengi sjálfstæðistefnunnar sem sögulega má illa án vera?
Quo vadis X-D?
19.6.2019 | 16:38
Ánægjulegt á Austurvelli
fannst mér að sjá sjónvarpið frá75 ára lýðveldishátíðinni â Austurvelli á 17. júní. Prúðubúin fyrirnmenni þjóðarinnar voru til sóma og allt sem fram fór.
Forsætisráðherra flutti ágætt ávarp ótrufluð. Satt að segja var ég að bíða eftir mótmælaliðinu sem myndi birtast með sína forgangs-tjáningarþörf til að skemma fyrir okkur hinum gamaldags föðurlandsvinum.
En einhver snjall skipuleggjandi hefur komið í veg fyrir allt þetta og maður sá ekki neina skuggabaldra á ferð sem þurfa að vera öðruvísi en allir hinir og koma í veg fyrir að þeir úreltu fái að vera í friði með sitt.
Ég vil lýsa sérstöku þakklæti mínu til þeirra allra, -líka mótmælendanna sem stilltu sig-, sem áttu þátt í því að gera þessa virðulegu 75-ára afmælishátíð lýðveldisins Íslands ánægjulega á Austurvelli að veruleika fyrir okkur sem enn munum 17.júní, lýðveldisstofnunina og rigninguna á Þingvöllum þennan stórkostlega dag fyrir öllum þessum árum síðan, sem þjóðin fékk að njóta þarna ótrufluð.
Þetta var ánægjuleg athöfn.
14.6.2019 | 20:34
Algerlega ósammála
er ég Birni Bjarnasyni um O3.
Hann er bara ekki með athugasemdadálk á heimasíðunni sinni fyrir gesti.
Hann skrifar:
EES í 25 ár
Ráðstefnan í dag staðfesti þá skoðun mína að ESA og EFTA-dómstóllinn eru lykilþættir í því að EES-samstarfið dafni.
Í dag sat ég fróðlega, vel heppnaða og vel sótta ráðstefnu á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, og EFTA-dómstólsins. Ég var einn ræðumanna en ræðu mína má lesa hér .
Ráðstefnan var haldin í Brussel í tilefni af 25 ára afmæli EES-samningsins. Tæplega 400 manns sóttu hana, þar á meðal margir frá Íslandi.
Ég tek undir með íslenskum ræðumönnum á fundinum sem kváðu svo fast að orði að EES-samningurinn væri mikilvægasti samningur sem gerður hefði verið af íslenska lýðveldinu. Ég hefði sett aðildina að NATO í sömu skúffu og varnarsamninginn við Bandaríkin.
Mér er óskiljanlegt að Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson, forsætisráðherra og utanríkisráðherra, á þeim tíma sem EES-samningurinn var gerður skuli grafa undan honum með því að styðja aðför miðflokksmanna að honum vegna þriðja orkupakkans.
Í panel eftir ræðu mína sátu: Hans-Christian Gabrielsen, leiðtogi norska alþýðusambandsins, Krystyna Kowalik-Banczyk, dómari í almennri deild ESB-dómstólsins, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, og Hildur Hjörvar, lögfræðingur við Mannréttindadómstól Evrópu,
Pakkinn er ekkert í stóra samhenginu. Hann breytir ekki öðru en því að Orkustofnun fær aukið vald til að tryggja hag neytenda.
Í ályktun alþingis er settur fyrirvari um innleiðingu varðandi sæstreng. Lögfræðingar sem halda því fram að samþykkt pakkans kalli yfir okkur lagningu sæstrengs horfa fram hjá þessum fyrirvara og eru enn meira utangátta en ef einhverjum dytti í hug að krefjast þess með vísan til innleiðingar EES-ákvæða um járnbrautir og vatnaleiðir að íslensk yfirvöld samþykktu járnbraut til Keflavíkur eða siglingaleið um Ölfusá.
Halda þessir lögfræðingar að einhverjir kvarti til ESA vegna þess að ekki séu járnbrautir eða skipaskurðir á Íslandi? Og ESA taki slíka kvörtun til meðferðar vegna brota á reglum um innri markaðinn?
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og aðrir sem lýst hafa lögfræðilegum skoðunum skulda okkur svar við spurningum af þessu tagi. Vissulega verður rétturinn til að kvarta til ESA ekki tekinn af neinum. ESA ber hins vegar ekki nein skylda til að segja skoðun á kvörtunum vegna innri markaðarins.
Ráðstefnan í dag staðfesti þá skoðun mína að ESA og EFTA-dómstóllinn eru lykilþættir í því að EES-samstarfið dafni. "
Algerlega finnast mér þetta vera ósannaðar fullyrðingar Björns og ekki rökstuddar og er því ósammála honum sem oftar áður í þessum Evrópumálum þar sem ég álít Íslendinga ekki síður eiga síður þýðingarmiklar rætur vestanhafs.
14.6.2019 | 17:29
Enginn endir á fíflagangi
Borgarstjórnarmeirihlutans illa fengna.
Fólk er furðu lostið hérna, það skilur þetta enginn, segir Brynjólfur Björnsson eigandi Brynju við Laugaveg, þar sem byrjað var að aka í öfuga átt við það sem hefur tíðkast í áratugi, í morgun. Hann segir breytinguna ekki til góðs og að mikið hafi verið um að bílar hafi ekið á móti umferð í dag.
mbl.is var á Laugaveginum í hádeginu þar sem augljóst var að nokkrir ökumenn höfðu ekki heyrt af þessum breytingum á akstursstefnunni, eins og sjá má að meðfylgjandi myndskeiði, þar sem er einnig rætt frekar við Brynjólf í Brynju.
Frétt af mbl.is
Ekið upp Laugaveginn í fyrsta sinn síðan 1932"
Hvar er nú samráðið við kaupmenn?
Þarf ekki að fara að einhverja í læknisskoðun ef ástæða þótti til með aðra Borgarfulltrúa?
Allur fíflagangurinn í umferðarmálunum boði Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata.
Fólk er furðu lostið hérna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2019 | 12:58
Til hamingju Trump
Bandaríkjaforseti sem Hörður Þormar segir að eigi afmæli í dag.
Donald J. Trump er sá stjórnmálamaður heimsins sem ég hef hvað mest dálæti á og hef haft frá fyrsta degi.
Ég hef líka mikið dálæti á Pútín og ég held að þeir eigi eftir að vina góð verk saman.
En Trump fær mínar hamingjuóskir um langt og gott líf.
14.6.2019 | 12:53
Er Assange verri maður en Breivik?
sem Norðmenn dekra við í sínu fangelsi?
Eru glæpir Assange svo alvarlegir að hann eigi skilið þessa meðferð?
Er ekki bara betra að framselja hann strax til Bandaríkjanna og frá óvissunni.
Eða biðja Pútín að taka við honum?
Sagt var frá því í gær að Sajid Javid, innanríkisráðherra Bretlands, hefði samþykkt beiðni beiðnin Bandaríkjamanna um að fá Assange framseldan, en lokaákvörðun er í höndum dómstóla.
Bandarísk yfirvöld saka Assange meðal annars um að hafa birt trúnaðargögn og brot á njósnalögum. Hann afplánar nú fangelsisvist í Bretlandi fyrir að svíkjast undan tryggingu.
Hefur eðli glæpa ekkert að gera með meðferð hinna seku eins og Breivik og Assange?
14.6.2019 | 12:21
Ég hef græjurnar.
Kall einn sem grunaður var um landabrugg og átti til þess græjur en engin sönnunargögn lágu fyrir, spurði hvort sýsli vildi ekki sekta sig líka fyrir nauðgun?
Af hverju spurði ...li sýslumaður?
Nú hef ég ekki græjurnar sagði kallinn?
Hvernig getur maður skrifað undir skuldbindingu um að stuðla að verslun með orku yfir landamæri ef maður ætlar svo ekki að gera það?
Og þó að græjurnar geti verið fyrir hendi.
Sagði ekki kallinn:
"Maður bara gerir ekki svona",..
þó að maður hafi græjurnar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko