Bloggfærslur mánaðarins, júní 2019
14.6.2019 | 09:42
Gerir einhver betur en Bjarni Ben?
við að bæta haginn fyrir þegna og þjóð?
Bragð er að þegar Baugstíðindi birta svona fréttir sem ég fann ekki í Mogga.
" Ríkissjóður Íslands gaf í gær út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, eða að jafn virði um 71 milljarðs króna. Um er að ræða skulda bréf á hagstæðustu vöxtum í sögu ís lenska lýðveldisins.
Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að skuldabréfin bera 0,1% fasta vexti og eru gefin út til 5 ára á ávöxtunar kröfunni 0,122%.
Fjárfestar sýndu útgáfunni mikinn á huga og nam eftirspurn um 2,5 milljörðum evra eða ríflega fimmfaldri fjár hæð út gáfunnar. Fjár festa hópurinn saman stendur af seðlabönkum og öðrum fagfjárfestum, aðallega frá Evrópu.
Umsjón útgáfunnar var í höndum Barclays, JP Morgan, Morgan Stanley og Nomura.
Þessi útgáfa er staðfesting á þeirri viðurkenningu og trausti á þeim árangri sem við höfum náð í ríkisfjármálum og stjórn efnahagsmála á síðustu árum, en ríkissjóður hefur aldrei tekið lán á hagstæðari vöxtum, segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags ráðherra, í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu."
Hörður Ægisson sem skrifar oftar en ekki skynsamlega um efnahagsmál skrifar í sama blað:"
"Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma.
Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða.
Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð..."
Hvað varðar mig um það sem fréttir í þessu sama blaði að fjöldi fyrirspurna frá Birni Leví bíð enn afgreiðslu eða Benedikt Jóhannesson gerir sér ljóst að hann á enga möguleika á að vera skipaður Seðlabankastjóri?
Góðar greinar voru um íslenskt framúrskarandi tæknivætt fyrirtæki Pmt sem er framhald af gamla Plastprent og Plastosi sem var fróðlegt fyrir mig sem gamlingja að lesa um, og fleira slíkt.
Annars er þetta Fréttablað fyrst og fremst samtímaauglýsingamiðill fyrir þann aðskilda hóp í þjóðfélaginu sem les ekki Mogga fremur en skoðanamyndandi.Boðar hjólreiðar Hjálmars og dags en auglýsir bíla. Peningarnir tala.
Ef hann Moggi væri ódýr á netinu til dæmis væri það hvatning til Fréttablaðsins að safna betri skríbentum eins og Herði Ægissyni.
En Bjarni Benediktsson má alveg vera ánægður með Ríkissjóð um þessar mundir og þetta nýja útboð sem er ólíkt innanlands-MiniBot Salvinis við sínar Evru aðstæður sem Samfylking,Viðreisn og Píratar trúa á sem landsfrelsun.
13.6.2019 | 10:46
Sveitarprýði
fannst mér lítil að tróna með Dag B. Eggertsson í félagsskap kratanna Guðna Forseta sem er þjóðkjörinn og Steinmaier sem er kosinn af einhverri þingklíku heima hjá sér.
En hvað um það, þeir eru forsetar með hvítt um hálsinn og slifsi sem virðuleik embættanna sæmir.
Þá er trommað upp með það sem Einar Magg Menntaskólarektor kallaði niðurávið-snobberí en aðrir kalla alþýðlegan drullusokkshátt til sveita. Þarna kemur Dagur B. slifsislaus með flakandi um hálsinn eins og slátrari og látinn taka sig út með þeim fyrrnefndu. Fannst einhverjum hann punta upp á selskap forsetanna?
Ég segi fyrir mig að mér finnst við hæfi að þingmenn og ráðherrar séu með hvítt um hálsinn og slifsi þegar þeir koma fram opinberlega.Bandarískir þingmenn eru til dæmis yfirleitt í bísness-suit þegar þeir koma fram. Af hverju er betra að Þeir séu eins og útburðir til fara?
Borgarstjórinn í Reykjavík getur ekki sýnt þessum mönnum snefil af virðingu með því að mæta spariklæddur. Það er líklega ekki nógu alþýðlegt að kratískum hætti. Nú skyldi maður ætla að hann kynni við sig með í félagsskap svona krata eins og hann þykist vera sjálfur.
Nei hann gat ekki stillt sig um niðurávið-snobberíið að hætti Einars Magg. Sem mér fannst svona álíka og að horfa á Jón Þór Pírata ginflakandi í malbikunarjakkanum sínum á forsetastóli Alþingis.
Beri menn þetta svo saman við Jón G. Hauksson á Hringbraut. Framkoman og boðskapurinn er líka í hlutfalli við snyrtimennskuna og seint mundu menn áætla að Jón væri Pírati.
Einu sinni mætti Brynleifur Tobíasson í tíma í M.A. og gekk um gólf þungt hugsi, klappaði á annan nasavænginn og tautaði fyrir munni sér: Ekkert fínt lengur. Þegar strákarnir gengu á hann var sem hann hrykki upp af svefni og sagði: Ég var í Skagafirði í gærkveldi og þar voru iðnaðarmenn á kjól. Nei það er ekkert fínt lengur.
Auðvitað er þetta grínsaga um góðan mann en hún er sönn veit ég. En hvað skyldi honum Brynleifi hafa fundist með klæðaburð fyrirmanna nú til dags?
Af hverju má enginn punta sig lengur eftir tilefni og vera fremur sveitarprýði en hitt, hvort sem hann er iðnaðarmaður,læknir eða krati?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.6.2019 | 20:04
Hvað hugsa Selfyssingar?
í sambandi við framtíð bæjarins?
Bærinn sá byggðist alfarið vegna brúarinnar yfir Ölfusá. Hún gerði alla uppbyggingu mögulega sem er ekki lítil. Mjólkurbú Flóamanna, Kaupfélag Árnesinga,Byko, Húsamiðjan, SET hf. og aragrúi iðn-og verslunarfyrirtækja og ferðaþjónustufyrirtækja eins og rútufyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar og fleiri.
Nú er hann Leó Árnason að byggja nýjan miðbæ í fornum stíl. Vill hann ekki að fólk komi þangað að versla?
Hver er þá hugmyndin á bak við það að leggja nýjan veg fram hjá Selfossi yfir einhverja rándýra sprellibrú langt fyrir ofan Selfoss? Hvað gerir hún fyrir Selfoss?
Af hverju er ekki byggð langtum ódýrari brú ,ein eða fleiri við hlið þeirrar gömlu og vegir sem leiða umferðina inn í bæinn? Eru Hellu-, Víkur -og Hvolsvallarmenn á bak við þessar hugmyndir?
Spyr sá sem ekki veit hvað Selfyssingar hugsa sér til framtíðar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.6.2019 | 14:27
Hefur Elizabeth Warren plan?
gegn þessu?
" Nýjust tölur af bandarískum vinnumarkaði benda til að í aprílmánuði hafi verið 7.449 milljón lausar stöður hjá fyrirtækjum vestanhafs, þegar leiðrétt hefur verið fyrir ástíðabundnar sveiflur.
Framboð af lausum störfum stóð n.v. í stað á milli mánaða en fjöldi fólks í atvinnuleit dróst saman og fór úr rúmum 6,2 milljónum í mars niður í röskar 5,8 milljónir í apríl, að því er atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá á mánudag.
Voru því samtals um 1,625 milljónir fleiri starfa í boði en fólk í atvinnuleit og segir Reuters að munurinn á framboði og eftirspurn vinnuafls hafi ekki verið meiri síðan mælingar hófust.
Starfsmannavelta í apríl mældist 2,3% og hefur haldist nær óbreytt í ellefu mánuði. Þykir þetta nokkuð hátt hlutfall, í sögulegu tilliti, en þó í samræmi við þá hegðun sem vænta má þegar aðstæður á vinnumarkaði eru launþegum í hag. "
Styrmir Gunnarsson er nýbúinn að mæra elízabetu þessa sem hafi svör við öllu.
Nú skrifar Styrmir svo:
"Það eru svartar spár um framvindu efnahagsmála á heimsbyggðinni í fréttamiðlum beggja vegna Atlantshafs um þessar mundir. Kannski eru hinir sérfróðu ákveðnir í að láta ekki standa sig að því aftur að hafa mislesið allar vísbendingar um fjármálakreppuna haustið 2008 en óneitanlega færa þeir sterk rök fyrir sínu máli.
Skuldsetning þriðja heims ríkja, minnkandi framleiðsla í Kína, alvarleg efnahagsvandamál Ítalíu, vandi evrusvæðisins, peningaprentun, viðskiptastríð og svo mætti lengi telja.
Eitt einkennir flestar efnahagskreppur 20. aldarinnar á Íslandi. Þær hafa orðið til vegna áhrifa frá umheiminum, minnkandi eftirspurn eftir fiski, lækkandi fiskverð, og eitt af því sem stuðlaði að bankahruninu 2008 var auðveldur aðgangur að gífurlegu lánsfé á lágum vöxtum. Auðvitað komu svo innlendir þættir til sögunnar líka.
En að sjálfsögðu átti aflabrestur hlut að máli eins og ítrekað hvarf síldarinnar
Um þessa svartsýni úti í heimi er lítið talað hér í tengslum við spádóma um þróun næstu ára. Og hagsmunaaðilar "tala" frekar "niður" spádóma um neikvæða framvindu framundan.
Þetta er varasamt.
Við eigum að hafa lært af reynslunni. "
Sem sagt er útlitð svart hjá Styrmi Gunnarssyni í efnahagsmálum heimnsins.
Tölurnar frá Trump segja hinsvegar nokkuð aðra sögu. Þar er uppgangurinn vandamál.
Elízabeth Warren, Ari Trausti, Dagur B. Eggertsson og Kratar um allan heim hafa sígilt plan gegn þessu:
Skattleggja og eyða.
Það er óbrigðult efnahagsráð hins alþjóðlega krateríis?
Eða hvaða svör telur Styrmir Gunnarsson demokratann Elizabeth Warren hafa gegn uppgangi undir stjórn Repúblikana?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.6.2019 | 08:42
Ömurlegt yfirklór
utanríkisráðherra er í Fréttablaði dagsins.
Þar segir hann:
"Brátt verða fjögur ár liðin frá því að stjórnvöld í Rússlandi settu innflutningsbann á íslenska matvöru út af þátttöku í afmörkuðum þvingunaraðgerðum vegna Úkraínudeilunnar og brota á alþjóðalögum sem skipta okkur miklu.
Bannið hafði í för með sér mikinn samdrátt á útflutningi til Rússlands enda mun umfangsmeira en aðgerðirnar sem Ísland tekur þátt í.
Stundum er sagt að þegar einar dyr lokist opnist aðrar. Þannig hafa ný markaðstækifæri opnast í Rússlandi, ekki síst vegna sívaxandi fjárfestinga Rússa í landbúnaði og sjávarútvegi meðal annars vegna þess að lokað var fyrir innflutning á vestrænum matvælum!
Það er ánægjulegt að tækifærin eru á sviði nýsköpunar og hátækni, atvinnuvega sem íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að byggja upp til framtíðar.
Íslensk þekkingarfyrirtæki sem framleiða búnað fyrir matvælavinnslu og fiskveiðar hasla sér nú völl í Rússlandi. Nú þegar hafa nokkur gert eða eru við það að ganga frá milljarðasamningum um sölu á tækni og búnaði til nýrra skipa eða vinnslu í landi.
Tækifæri eru líka á sviði landbúnaðar. Þótt íslensk mjólk komi reyndar hvergi nærri hófu íslenskir aðilar nýverið í gegnum samstarfssamning við rússnesk mjólkurbú skyrframleiðslu eftir íslenskri uppskrift.
Til marks um gagnkvæman áhuga á viðskiptum þjóðanna má svo nefna að nýverið fóru annars vegar fram stofnfundur Rússnesks-íslensks viðskiptaráðs og hins vegar fundur Íslandsstofu með rússneskum og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum.
Rússneskt flugfélag býður nú upp á beint flug á milli landanna yfir sumarmánuðina. Síðast en ekki síst skiptir miklu að þótt íslensk og rússnesk stjórnvöld greini á um ýmislegt fara samskiptin batnandi.
Forsetar landanna hittust fyrr á árinu og í maí, þegar Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu, átti ég fund með utanríkisráðherra Rússlands, þar sem gott samstarf á vettvangi norðurslóða var undirstrikað.
Í dag á þjóðhátíðardegi Rússlands er því gott að muna að þrátt fyrir allt eiga Rússland og Ísland langa sögu góðra samskipta á mörgum sviðum, ekki síst milliríkjaviðskipta. Að þessu sambandi vil ég áfram hlúa."(leturbreytingar bloggara)
Ef Guðlaugur Þór vildi hlúa að milliríkjaviðskiptum við Rússland myndi hann hætta taglhnýtingsbanni ESB á viðskipti við Rússland.
Þýzkaland Merkels er dæmi um algera fyrirlitningu á tilskipuninni um refsiaðgerðir vegna löglegrar yfirtöku Rússlands á ´Krímsskaga sem er Rússneskt land að einu og öllu.
"vegna Úkraínudeilunnar og brota á alþjóðalögum sem skipta okkur miklu. " segir ráðherrann. Skiptir Íslendinga nákvæmlega engu að mínu mati enda innanríkismál Rússlands.
Því versla Þjóðverjar og Rússar núna saman sem aldrei fyrr meðan Íslendingar skaða sjálfa sig um milljarða vegna atbeina íslenska utanríkisráðherrans.
Viðskiptaþvinganir Íslands á Rússland eru til vansa og eiga að hætta strax.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2019 | 05:10
Tíföld óánægja
er með Strætó en með almenningssamgöngur í London að því að Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi upplýsir. Enda London mun þróaðri á því sviði en bílaborgin Reykjavík.
Umferðin hefur aukist um 5 % á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Ekkert af því með Strætó hvað sem þeir sögðu annað.
Hjálmar og Dagur berja hausnum við steininn og krefjast tuga milljarða í framkvæmdir við Borgarlínu og þrengja bílagötur þar sem þeir geta. Allt í stað þess að byggja mislæg gatnamót eins og í Orlando og annarsstaðar þar sem fólk með fullu viti ræður för í skipulagsmálum. Seltjarnarnes hefur sagt sig frá Borgarlínu en ekki önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu enn sem komið er.
Ömurlegt hlutskipti fyrir litlu ljótu flokkanna sem halda Degi og Hjálmari við völd að láta kaupa sig til fylgis við þessa stefnu. Þeir hyggja greinilega ekki á endurkjör.
Hvernig gætu þeir félagar búið í Breiðholti eða 102 með 5 manna nútíma fjölskyldu í íþróttum og heilsurækt, með 3 börn frá 8-14 ára með bæði hjón útivinnandi án þess að eiga 2 bíla? Hvernig ætla þeir að skipuleggja daginn? Á hvaða öld lifa þessir menn?
Hversu mikið geta þessir ómenntuðu skipulagskumpánar eyðilagt fyrir Borgarbúum áður en þeim verður komið frá völdum er ekki fyrirséð.
En skaðinn er mikill, skeður og ókominn, og tíföld óánægja með almenningssamgöngur miðað við aðra borg segir sina sögu þegar menn eins og þeir krefjast þess að vatnið renni upp í móti?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2019 | 22:16
Skammtímalausnir
virðast vera á borðinu í sorpmálum höfuðborgarsvæðisins ef marka má grein Bryndísar Haraldsdóttu í Morgunblaðinu: Hún segir:
"Á næsta ári stóð til að hætta urðun í Álfsnesi, þar sem allt sorp frá höfuðborgarsvæðinu hefur verið urðað síðastliðin tæplega 30 ár.
Ekki hefur fundist nýr urðunarstaður og málið er í algjörum hnút.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu með sér samkomulag að urðun skyldi hætt árið 2020 en engin önnur staðsetning hefur fundist, það vill nefnilega engin ruslahauginn í sinn bakgarð. Staðsetningin á Álfsnesi hefur um langt skeið truflað Mosfellinga vegna sjón- og lyktarmengunar frá svæðinu, en frá 1991 hefur allt sorp frá höfuðborgarsvæðinu verið flutt til Álfsness og liggja þar nú um 2,8 milljón tonn af sorpi í jörðu.
Þrátt fyrir áhyggjur af sorpmálum framtíðarinnar eru jákvæð teikn á lofti. Loksins hillir undir langþráða gas og jarðgerðarstöð á Álfsnesi, sem mun draga verulega úr urðun enda mun allur lífrænn úrgangur fara í gegnum stöðina.
Afurðir stöðvarinnar eru metangas, sem leysir annað og óumhverfisvænna eldsneyti af hólmi, og jarðvegsbætir sem nýta má við landgræðslu.
Gas- og jarðgerðarstöðin er stórt skref í rétta átt, en við þurfum áfram að urða það sorp sem ekki fer í jarðgerðarstöðina, í endurvinnslu eða brennslu.
Bregðast þarf við því ófremdarástandi sem ríkir í úrgangsmálum þjóðarinnar, enda er hér um að ræða í senn mikilvæga þjónustu við landsmenn, umhverfismál og loftlagsmál. Hingað til hafa sorpmál verið á forræði sveitarfélaga, en nú er lag að horfa til aðkomu ríkisvaldsins að málaflokknum.
Við þurfum að skoða til hlítar hvort fýsilegt sé að ríkisvaldið taki málaflokkinn yfir, þar sem horft er til nýsköpunar og einkaframtaksins til að tryggja að lausnirnar séu umhverfisvænar. Heildstæða nálgun þarf þar sem gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi getur þjónað stærra svæði en höfuðborgarsvæðinu.
Finna þarf urðunarstað hið fyrsta fyrir það sem þó þarf að fara í urðun eins og nauðsynlegt er að tryggja aðgengi að brennslustöð.
Dýrar lausnir á borð við fullkomna brennslustöð og gas og jarðgerðastöð verða aldrei margar á Íslandi og því nauðsynlegt að horfa til lausna fyrir landið allt."
Það er algerlega fáránlegt að leita að nýjum urðunarstöðum fyrir sorp. Það er líka fáránlegt að vera að gæla við svona skammtímalausnir eins og moltu-og gasgerð við urðun.
Eina lausnin er að vinna orkuna úr sorpinu eins og Danir gera og leysa málið. Ekkert er of dýrt þegar þetta mál er á dagskrá því að við verðum að leysa það.
Tæknin er fyrir hendi og við eigum að drífa okkur í þetta ekki seinna en strax.
Skammtímalausnir eiga hér ekki við.
10.6.2019 | 16:52
Bullur brýna busana
og hóta að gera skrúfu til að kúga fé út úr samfélaginu.
Flugumferðarstjórar eru algerlega menntaðir af samfélaginu og fá laun í náminu. Þeir hlaupa svo saman í stéttarfélag og taka samfélagið í gíslingu.
Þetta fólk á engan rétt á því að mynda stéttarfélag með verkfallsrétti. Árás slíkra aðila á þjóðfélagið á ekki að líða.
Löggjafinn á að taka á þessari endurteknu bulluhegðun Félags Flugumferðarstjóra og banna stéttarfélagsstarfsemi þess.
10.6.2019 | 14:17
Kratískur háttur Styrmis Gunnarssonar
er til sýnis þegar hann skrifar eftirfarandi:
"Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, sem býður sig fram til forsetaframboðs í næstu forsetakosningum þar í landi, er með athyglisverðari stjórnmálamönnum, sem fram hafa komið vestan hafs á síðari árum.
Nú sker hún sig úr frambjóðandahópi demókrata vegna þess að hún leggur fram útfærðar tillögur um úrlausn einstakra samfélagsvandamála. "Ég hef plan", segir hún á fundum og þær málefnahugmyndir, sem hún hefur lagt fram til þessa virðast ná til kjósenda.
Þetta er athyglisvert á tímum, þegar allt annað en málefni virðist ríkjandi í þjóðfélagsumræðum, hvort sem er í Bandaríkjunum eða annars staðar á Vesturlöndum, þar sem almannatengla-pólitíkin virðist ráðandi og er þá átt við að mestu skipti, að "búa til" rétta "ímynd" af frambjóðanda en minna hvað hann hefur að segja.
Það verður í þessu ljósi spennandi að fylgjast með því hvernig Elizabeth Warren reiðir af í kosningabaráttunni vestan hafs. Þessa stundina er hún á uppleið. "
Donald J. Trump hafði plan. Og það sem meira er að hann er að framkvæma ín plön. Og er að takast margt.
Þessi sjötuga kona á enga möguleika gegn Donald J. Trump eins og nú horfir. Hún hefur gert pópúlíska tilraun til þess að telja sig Indíána-ættar með umdeildum árangri og Trump uppnefndi hana Pocha-Hontas fyrir vikið og bauð að borga eina milljón til góðgerðamála ef hún gæti sannað sitt mál með upprunann.
Hún er fyrrum lagaprófessor en hefur ekki doktorerað sem er svolítið furðulegt með langan akademiskan feril að baki.
Kjósendur vita hvað þeir hafa í Trump og eru ekki á þeim buxum að gera einhverjar tilraunir að kratískum hætti Styrmis Gunnarssonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2019 | 11:17
Khalifa Haftar
sækir að stjórn Sameinuðu Þjóðanna í Tripoli og nýtur til þess stuðnings Saudi Arabíu konungsins, Egypta, Frakka og líklega Trump á bak við tjöldin.
Þessi bandaríski ríkisborgari hefur útnefnt sjálfan sig Marskálk yfir Líbýuher, hefur áratuga reynslu í hernaði og manndrápum. Hann er fyrrum liðsmaður Gaddafi sem hann svo lét drepa 2011 með aðstoð Hillary Clinton.Hann er með heilan her á bak við sig þannig að hann er til alls vís.
Hann er líklega á leið til valda í olíuríkasta ríki Afríku sem getur komið með 3 milljónir fata inn á markaðinn ef ógnarfriður næst og stjórna honum ef honum tekst að ná stjórn á landinu og ná því úr klóm Sameinuðu Þjóðanna sem ekki hafa getað leyst þar nokkurn skapaðan hlut en gert heldur ill verra.
Þetta með útilokun olíu frá Íran er líklegt til að breyta miklu fyrir Evrópu hvað olíuverð snertir og er líklegt að Brent-olían muni hækka í 74$ eða um eins 15 %.
Þessi Khalífi Haftar er líklegur til að hafa veruleg áhrif á okkar lífskjör hér í Evrópu, því enn er allt kolefnisbullið og kjaftæðið um orkuskiptin meiningarlaust hér á Íslandi nema í höfði íslenska umhverfisráðaherrans sem enginn kaus en sem trúir á mátt Asberger-heilkennisins og Grétu Thurmann til leiðsagnar í lífi sínu og þekkingarleit í umhverfismálum. Við eigu allt okkar undir olíuverðinu hvort sem okkur líkar betur eða verr og Khalifa Haftar er gerandi á sviðinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko