Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021
31.3.2021 | 15:16
Söludagur Bònussûpu
Ä¢at èg eÄ·ki fundid á kassanum.
Renna þær ekki ùt?
31.3.2021 | 09:14
Ósammála Jóni Magnússyni
lögmanni í pistli hans í dag:
"
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 koma Árni Árnason forstjóri og Bjarni Bjarnason tæknimaður heim úr 7 daga vinnuferð til Svíþjóðar. Þeir framvísa báðir neikvæðu PCR prófi, sem sýnir að þeir eru ekki smitaðir af Covid. Í framhaldi af því eru þeir skimaðir við heimkomu og að því loknu handteknir vegna gruns um að þeir séu Covid smitaðir og fluttir nauðugir í sóttvarnarhús skv. valdboði ríkisstjórnarinnar.
Álíka og að framvísa hreinu sakavottorði og vera í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Þeir fá ekki að fara heim til sín í sóttkví heima þó báðir búi vel og rýmilega. Báðir halda þeir, að hér sé um vel útfært aprílgabb að ræða. Hvað annað á vitiborið fólk að halda. En þetta er ekki aprílgabb heldur sóttvarnaryfirvöld komin yfir öll eðlileg mörk skynsamlegrar beitingar sóttvarnarreglna.
Enn er tími fyrir ríkisstjórnina að hverfa frá þessari lögleysu, sem er án nokkurs vafa brot á reglum um meðalhóf, auk þess, sem ákvæði sóttvarnarlaga heimila ekki slíka valdbeitingu miðað við þessar aðstæður.
Er ekki rétt að ríkisstjórnin afstýri þessu aprílgabbi áður en það raungerist?"
Þetta er neyðarástand sem verður að taka á með hörku og alla jafnt hvað sem þeir heita.
Það verður örugglega að bólusetja árlega við Covid19 eins og hverri annarri víruspest inflúensa sem kínverski kommúnistaflokkurinn sendir okkur með belti og braut vegna svínarís sem hann ber ábyrgð á í kínverskum landbunaði.Vesturlönd eiga að beita þá refsingum þangað til að þeir gera eitthvað til að bægja ógninni frá okkur.
Í þetta sinn er ég algerlega ósammála Jóni vini mínum.
30.3.2021 | 21:38
Verða hælisleitendur sendir til baka?
passalausir og án vottorða umsvifalaust eða fá Magnús Norðdahl og Helga Vala að tefja málin á kostnað þjóðarinnar?
Það verður rukkað 10.000 kall/dag fyrir sóttkví.Borga þeir?
Verður sekt við sótttkvíarrof og hversu há?
Það koma margar flugvélar á næstu dögum.Hvað vwerður gert í ljósi aðstæðna?
Hver borgar fyrir sóttvarnavist fyrir hælisleitendur ef þeir verða ekki sendir til baka með sömu vél?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2021 kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.3.2021 | 13:17
Baunir betri?
eftir fyrsta kortérið. Kannski verður ekki fjorten-to en mér finnst að íslenskir unglingar komi varla við boltann í Ungverjalandi.
Mér sýnast Baunir betri.
27.3.2021 | 12:19
Bullukollar
dembdust yfir landsmenn í RÚV fyrir hádegið
Gunnar Smári Egilsson nýkommúnisti, fyrrum Baugsþý úr Arnarnesi, fór mikinn og vill rústa öllu atvinnulífi auðmanna á Íslandi eins og Brimi og þvílíkum fyrirtækjum og byggja upp sósíalistist hagkerfi á vegum ríkisins eins og var í Sovét í þann tíma.Þvílíkur strumpur í pólitík ef þessi maður kemst á opinbert framfæri á Alþingi. Verður sjálfsagt í harðri samkeppni við Björn Leví í vaðli og vitleysu þó hann verði í skónum.
Bryndís Haraldsdóttir stóð sig afburða vel í rökræðunum og kom mér á óvart fyrir mælsku og yfirburða þekkingu á þjóð-og efnahagsmálum. Það var virkilega gaman fyrir mig að hlusta á fulltrúa míns flokks standa sig svona afburða vel í rökræðum við jafn mikla sérvitringa og við var að eiga .
Andrés Ingi þvældi um nauðsyn meiri framlaga til loftslagsmála um leið og Gunnar kommi talaði um að auka landbúnaðarframleiðslu á væntanlega á nýjum samyrkjubúum á sama tíma sem Andrés vill moka ofan í framræsluskurði til að að minnka útstreymi.
Forði okkur hamingjan frá auknum áhrifum þessara manna. Þvílíka bullukolla hef ég ekki heyrt lengi þvæla um þjóðmál Íslendinga.
26.3.2021 | 14:40
Blaðamannafundur Lögreglu
var að enda.
Ég skil ekki hvernig byssan komst í sjóinn ef gerningsmaðurinn vísaði ekki á hana?
Ekki gekk hún þangað sjálf? Þá eru fleiri með aðkomu að morðinu.
Heyrði ég rétt að byssan hefði verið löglegt þýfi?
26.3.2021 | 10:45
Getur eitthvað versnað?
Í Morgunblaðinu er eftirfarandi frásögn af Hákoni Hákonarsyni lækni og rannsóknum hans. Hugsanlega er hann með lyf sem getur haft áhrif á framrás Alzheimer-sjúkdómsins sem óþarfi er að fjölyrða um.
Katrín Björk segir:
"Hákon færði mér sverð og skjöld og þá kom lífsneistinn og baráttuviljinn aftur. Það er svo erfitt að berjast við eitthvað sem er vonlaust og ég fann að á tímabili var ég alveg að missa móðinn. Áður en ég fékk lyfið beið ég bara eftir næsta áfalli og var viss um að það myndi drepa mig.
Við það að fá lyfið náði ég vopnum mínum aftur, segir Katrín Björk Guðjónsdóttir á Flateyri. Hún fékk þrisvar sinnum alvarlegt heilablóðfall og bloggar um lífið í bataferli. Hún er tengd Hákoni Hákonarsyni fjölskylduböndum og áföll hennar urðu til þess að Hákon hóf að skoða úrræði.
Það var erfitt að fá þær óvæntu niðurstöður úr genarannsókninni að ég væri með arfgenga heilablæðingu. Það leið þó ekki á löngu þar til Hákon sagði mér að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að finna lausn á þessum genagalla. Þá fylltist ég von.
Nú þegar þróun lyfsins er komin vel á veg finn ég að tilhugsunin um það, hvað það á eftir að hjálpa mörgum veitir mér styrk og gleður mig meira en ég get lýst.
Lyfið á jafnvel eftir að bjarga mannslífum. Það er svo gott að finna að það sem ég hef gengið í gegnum hafi, þegar allt kemur til alls, haft einhvern tilgang. Vegna lyfsins munu vonandi færri þurfa að lenda í sömu aðstæðum og ég stend frammi fyrir í dag, segir Katrín við Morgunblaðið."
Er einhverju að tapa með þ´vi að gera tilraunir á lifandi Alzheimersjúklingum? Nægt er framboðið og valkosturinn skýr.
Af hverju ekki að gera tilraun sem getur varla mistekist til skaða?
Getur eitthvað stórversnað hjá sjúklingi með ásækjandi Alzheimer?
26.3.2021 | 10:18
Meira Mega!
Leiðarinn varar við þeim skelfingum sem framundan geta verið íslenskum stjórnmálum ef litlu flokkarnir ljótu komast til áhrifa í haust.
Þó ekki sé allt gáfulegt sem frá núverandi ríkisstjórn hefur komið þá getur lengi vont versnað sem dæmin sanna.
Leiðarinn segir:
"Nú er hálft ár í kosningar. Flokkum fjölgar og sumir þeirra sem fyrir eru hafa upp á fátt að bjóða. Systurflokkarnir, Samfylking og Viðreisn, sjá ekkert nema Evrópusambandið og hafa að öðru leyti lítið fram að færa. ESB er ekki efnilegur dráttarklár í næstu kosningum, ef að líkum lætur. Kommisserar þessa nútíma sovétkerfis sem klúðruðu bóluefnamálum sínum með sögulegum hætti náðu hins vegar að bólusetja almenning svo hressilega gegn sér að það þarf ekki fleiri skammta í bráð gegn þeirri veiru.
En það eru fleiri tilefni til sömu niðurstöðu. Á það benti Ásgeir Ingvarsson í prýðilegri grein sinni nýlega. Þar sagði meðal annars: BBC fjallaði nýlega um það skýrslufargan sem núna fylgir útflutningi á breskum fiski til Evrópu. Mig grunar að það hafi vakað fyrir blaðamönnunum að sýna hvers konar reginmistök það voru að ganga úr ESB en þvert á móti sýnir umfjöllunin hvað Evrópusambandið er orðið mikið óhræsi.
Í dag þarf, samkvæmt úttekt BBC, að framvísa samtals 71 blaðsíðu af flóknum eyðublöðum og vottorðum til að koma einum bílfarmi af fiski í gegnum tollinn Evrópumegin. Að fylla út pappírana kostar ótal vinnustundir og vitaskuld má ekkert klikka því minni háttar mistök á einu eyðublaði þýða að viðkvæm varan situr föst á landamærunum. Geta breskir útflytjendur sjávarafurða núna vænst þess að vörur þeirra séu um það bil sólarhring lengur að berast í hendur kaupenda í Evrópu.
En það sem Bretar eru að upplifa er einfaldlega það sama og öll heimsbyggðin hefur hingað til þurft að þola af hálfu ESB. Einu sinni var hún algjörlega ómótstæðileg: létt og lipurt bandalag sjálfstæðra þjóða með það göfuga markmið að tryggja frið í álfunni og bæta hag almennings með því að hámarka frelsi í viðskiptum. Í dag er hún orðin þunglamaleg, eigingjörn og dyntótt, og utan um innri markaðinn er búið að reisa háa múra reglugerða og formkrafa til að verja evrópska framleiðendur fyrir erlendri samkeppni.
Erlendir framleiðendur og evrópskir neytendur skipta tjóninu á milli sín: Heimilin í Róm, Ríga og Rúðuborg þurfa að borga hærra verð fyrir brasilískar appelsínur og kínverskar sokkabuxur svo vel tengdir garðyrkjubændur í Portúgal og sokkaprjónarar í Þýskalandi eigi auðveldara með að halda rekstri sínum gangandi.
Þetta hafa gagnrýnendur ESB bent á um árabil og skortir ekki dæmin um hvernig frelsishugsjónin hefur þurft að víkja fyrir verndun sérhagsmuna. Þegar Brexit þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin árið 2016 voru í gildi í Evrópusambandinu um 12.600 sértollar á innflutning af öllu mögulegu tagi, og hefur þeim bara fjölgað síðan þá. Eini árangur ESB upp á síðkastið er að bólusetja almenning rækilega gegn þessari skrifræðisblokk } Einn bílfarmur 71 síða!
Öngþveiti í Brüssel
Reglugerð ESB um útflutningshömlur á bóluefni er skýlaust brot á EESsamningnum.
Það er skýringin á óvenjuhörðum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda, sem létu sér ekki nægja orð Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, um að þetta yrði ekkert mál, auðvitað fengi Ísland sitt bóluefni, sama hvað stæði í reglugerðinni, heldur krefjast þess að henni verði breytt.
Áhyggjuefnin eru þó fleiri. Það er annarlegt að ESB láti lög og reglur lönd og leið í bóluefnastríði sínu við Breta. Það er uggvænlegt að EESsamningurinn hafi engu skipt. Það er ekki traustvekjandi að reglugerðin hafi flogið í gegn þótt hún gengi gegn alþjóðaskuldbindingum á borð við EES-samninginn, Mannréttindasáttmála Evrópu og standist tæplega Lissabonsáttmálann heldur. Með ólíkindum er að enginn hafi hugleitt pólitískar afleiðingar hennar. Og það er fráleitt að blekið hafi ekki verið þornað á reglugerðinni þegar forsetinn segist sniðganga hana að hentisemi. Bóluefnakreppan hefur dregið fram hvernig ESB er orðið, þar ríkir nú fúsk, gerræði og öngþveiti."
Ef Samfylkingarsullið á að komast til valda undir forystu Loga Más, Þorgerðar Katrínar, Benedikts Zoega, Þorsteins Pálssonar, Ola Bieltvedt, Píratapakksins og ámóta liðs sem er hvarvetna að finna í stjórnkerfi landsins, þá verða núverandi vandamál hjóm eitt.
Því er Mega-Mogginn í dag allrar athygli verður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2021 | 10:06
Mega-Moggi!
kom svo til mín í dag laus við Viðreisnaróværuna og heimskuna.
Á miðopnunni er núna tóm viska sem sannar hver Moggi er megnugur.
Fyrst skal telja stórmerka grein Vilhjálms Bjarnasonar. Eiginlega pakkaða af almennri skynsemi sem ætti að blasa við hverjum manni. Ætti heima sem texti í fræðibók í hagfræði.
En Villi segir:
Það er áleitin spurning hvort frjálsborinn maður geti haft vald á eigin málum. Þannig eru mannréttindi fólgin í því að hver fái að vera svo heimskur sem hann vill. Það eru mannréttindi að taka lán og það eru mannréttindi að eiga frjálsan sparnað. Það er stjórnarskrárbundin skylda að stjórnvöld geri þegnum sínum kleift að vernda verðgildi frjáls sparnaðar.
Það kann að vera að umboðslausir verkalýðsrekendur geti tekið sér vald til að ákveða lánskjör annarra en ég frábið mér afskipti verkalýðsrekenda af mínum lánamálum. Það er skerðing á mínum mannréttindum.
Enn frekar sem aldur færist yfir mig, að lánstími á mínum lánum eigi að laga sig að duttlungum þessa umboðslausa fólks. Vandi verkalýðsrekenda er sá að þegar þeir byrja að ljúga af vanþekkingu sinni og fara með bull og fleipur, þá er erfitt að segja satt á eftir.
Áleitin spurning
Það er einnig áleitin spurning á hvern veg verkalýðsrekendur í einu stéttarfélagi geta ákveðið lánskjör félaga í öðru og óskyldu stéttarfélagi, eða þeirra sem standa utan stéttarfélaga. Af hverju á mannvitsbrekkan forseti ASÍ að ákveða lánskjör hjá félaga í BSRB eða BHM? Er félögum í BSRB og BHM of gott að vera fífl, ef svo ber undir! Hvern varðar slíkt?
Rétt eiga menn á að stofna stéttarfélög og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi, að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt. Svo er það orðað í vinnulöggjöfinni. Það felur ekki í sér að verkalýðsrekendur geti tekið sér vald til hagstjórnar á heimilum.
Hvað með lánasamninga?
Lán er samningur milli tveggja aðila, lánveitanda og lántaka. Báðir aðilar lánasamningsins bera réttindi og skyldur. Að auki gilda almennt samþykktar reglur margföldunar og deilingar þar sem breytistærðirnar eru:
- Höfuðstóll og gjaldmiðill
- Lánstími í dögum, mánuðum eða árum
- Gjalddagar og skilmálar.
- Vextir, eða ávöxtun á ári
- Dýrleiki láns er metinn af ávöxtun
Ef vextir eru breytilegir, þá er eðlilegt að breytileikinn sé ekki ákvarðaður af lánveitandanum án ytri tilvísunar.
Það er ástæða til að staldra við hugtakið vexti. Vextir eru gjald fyrir afnot af fjármagni. Gjaldið tekur mið af almennu vaxtastigi á fjármálamarkaði, áhættulausum vöxtum, áhættu og verðbólgu. Að auki eru nokkrir aðrir þættir sem skipta takmörkuðu máli.
Hinir áhættulausir vextir eru taldir vera vextir á lánum sem ríkissjóður tekur. Áhætta tekur mið af greiðslugetu og aðstæðum lántaka. Verðbólga er sú sama, hvort heldur ríkissjóðir, fyrirtæki eða einstaklingar eiga í hlut.
Vaxtakjör og verðtrygging
Algengasti breytileikinn í vaxtakjörum er verðbólga. Vaxtakjör allra lána taka mið af verðbólgu. Orðfærið á íslenskum fjármálamarkaði er með því vitlausasta sem um getur. Enda engum of gott að vera heimskur! Lán þar sem vaxtakjör eru ákvörðuð með hlutlægri mælingu verðbólgu eru talin verðtryggð. Lán þar sem breytileiki vaxta er ákvarðaður af lánveitanda eru talin óverðtryggð! Allt tal um óverðtryggð lán er þvæla úr munni lýðsleikja og rugludalla.
Algengasta dæmi um verðtryggingu eru lán á áfengi yfir helgi þar sem endurgreiða á með sams konar áfengi. Verðbreyting á áfengi yfir helgi hefur engin áhrif á það hve miklu áfengi skuli skilað.
Umboðsvandi lánveitanda
Lántaki getur ekki ætlast til að lánveitandi gangi á rétt umbjóðenda sinna um sameiginlegan sparnað til lífeyris, að endurgreiðsla lánsins rýri rétt umbjóðendanna, væntanlegra lífeyrisþega, um væntan lífeyri vegna skyldubundins sparnaðar. Þá er forsenda fyrir skylduaðild að lífeyrissjóðum brostin.
Það hefur enginn heimild til að úthluta annarra manna gæðum að geðþótta.
Frumvarp um lánstíma
Fjármála- og efnahagsráðherra lætur sig hafa það að bera fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
Frumvarpið virðist fram borið til að standa við fyrirheit í einhvers konar samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Ég er á vinnumarkaði og ég hef aldrei framselt til nokkurs aðila rétt minn til að ákvarða sjálfur lánstíma á lánum mínum, sem ég geri með samkomulagi við lánveitanda minn. Ég óska aðeins eftir því að lánveitandi minn bjóði sanngjarnan og viðráðanlegan lánstíma. Ef ég vil taka lán til 40 ára til bílakaupa, þá er það mitt mál. Það er mál lánveitandans að veð til tryggingar láninu haldi verðgildi sinu sem veðtrygging út lánstímann.
Ef lánveitandinn veitir mér þá sanngirni að heimila mér að greiða aukagreiðslur eftir efnum mínum og ástæðum, þá þarf ég ekki að lúta duttlungum verkalýðsrekenda um lánstíma.
Aldurstengdur lánstími
Svo á að aldurstengja lánstíma.
Hvað með aldurstengda mismunun?
Þeir sem eldri eru þurfa að lúta kröfum verkalýðsrekenda um styttri lánstíma en þeir sem eru ungir! Hvað segja Samtök aldraðra um slíka forsjárhyggju og ofstopa? Sá er þetta ritar hefur alltaf álitið það upphaf allrar vellíðunar að vera ekki að skipta sér af því hvert aðrir ætla og hvað aðrir gera. Og svo er hverjum manni alls ekki of gott að vera svo heimskur sem hann vill! Vitsmunir verkalýðsrekenda bæta þar engu um.
Þar sem alla virðist varða svo mjög um þjóðarhag, þá er rétt að benda á að jöfn greiðslubyrði á löngum tíma veldur ekki sveiflum á fjármálamarkaði. Það er ört vaxandi hópur sem hefur einstakan áhuga á peningastefnu Seðlabankans og framkvæmd hennar!
Ef til vill er ætlan ríkisstjórnarinnar að hækka andlag til erfðafjárskatts. Aldurstenging bætir ekki velferð eldri borgara. Skuldir eða skuldleysi er ákvörðun einstaklingsins en ekki ráðherra eða verkalýðsrekenda.
Áhrif á greiðslubyrði
Greiðslubyrði lána tekur mið af lánstíma. Því styttri lánstími, því þyngri greiðslubyrði. Það kann að verða sæla eftir að endurgreiðslu lýkur. Verkalýðsrekendur, forsætisráðherra og fjármálaráðherra varðar ekkert um það hvenær þegnar njóta sælu. Það kann að vera að einhverjir vilji dreifa sælunni á langan tíma, án afskipta annarra. Það er gert með löngum lánstíma.
En þá má einnig spyrja: Hafa lánveitendur skaðað umbjóðendur sína með löngum lánstíma til lántaka? Þeim er þetta ritar er ekki kunnugt um neina slíka rannsókn. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja kemur slíkur skaði ekki fram. Seðlabankinn kannast ekki við nein áhrif lánstíma á virkni peningamálastefnu. Og hefur hver sem er ekki leyfi til að vera skynsamari en í fyrra?
Ólíkindi
Það er með miklum ólíkindum að fjármála- og efnahagsráðherra skuli bera fram á vettvangi Alþingis það frumvarp, sem hér til umræðu. Samtöl ráðherra við verkalýðsrekendur geta aldrei bundið vilja Alþingis. Sérstaklega þegar samtalið varðar að mestu aðra en þá sem verkalýðsrekendur þykjast hafa umboð fyrir. Verkalýðsrekendur geta aðeins samið um kaup og kjör, og þrifnað á vinnustöðum. Önnur mál geta verið umræðuefni til ábendingar.
Efni frumvarpsins felst að mestu í afnámi mannréttinda hjá heiðvirðu fólki, þar sem samingar heiðvirðs fólks hafa dugað.
En eins og skáldið segir í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins: Öll skáld eru helvítis ræflar og óbótamenn, nema hann Hallgrímur heitinn Pétursson. Gleðilega páska!
Eftir Vilhjálm Bjarnason »"
Höfundur var alþingismaður OG VILL VERÐA ÞAÐ AFTUR ÞÓ ÝMISLEGT VERÐI SJÁLFSAGT HONUM ÖNDVERT VEGNA ALMENNRAR SKYNSSEMI UMFRAM VENJULGA ÞINGMENN
Hugsunin bak við að aldurstengja lánstíma er svo óralangt frá minni hugsun að engu tali tekur. Ef ég á mínum aldrei tek 40 ára bílalán ef einhver sæki skynsemi í að veita mér það þá hélt ég að bíllinn væri veðandlagið en ekki snaslið af mér dauðum í ofninum í Fossvogskapellu?
Þetta frumvarp gengur fram af fleirum en Villa.
Mér hefur löngum ofboðið hvernig farið er með sparifjáreigendur. Hversvegna bankar komast upp með að bjóða ekki skammtíma verðtryggða reikninga jafnvel á núlli bara þannig að menn geti geymt flöskuna sína yfir helgi án þess að bankinn drekki úr henni.
25.3.2021 | 12:23
Mæðu- Moggi
var mér færður í dag.
Á miðopnu er enn ein bullugrein eftir Þorgerði Katrínu í hinum Samfylkingarflokknum sem þeir kalla Viðreisn án þess að nokkur skilji hversvegna né hvað eiga að rétta af.Með henni skrifar einhver óþekkt stjarna uppá sem skreytir sig með Doktorstitli.
Skelfing finnst mér Mogginn leggjast lágt að birta svona bull á miðopnu, ekkert betra en greinar eftir Björn Leví sem líka birtast þarna.
Í stuttu máli er inntakið hert skattheimta á hendur sjávarútvegi og líklega Landsvirkjun líka. Gott ef ekki sauðfjárbændum til viðbótar.Skattleggja og eyða er eina kratastefnan sem reynsla er fengin fyrir. Annað er ekki í boði af svona flokkum.
Megin stefnumálið er látið kjurt liggja en það er inngangan í ESB og upptaka EVRU.
Annað er ekki á dagskrá hjá þessari flokksnefnu sem þessi fyrrum varformaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir.
Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson er öllu hreinskilnari í blaði meistara síns Hafskips-Helga, þar sem engin tæpitunga er töluð um fullveldisframsal lýðveldisins Íslands og inngöngu í tollabandalag Evrópu gegn afganginum af heiminum.
Hversvegna er verið að halda úti tveimur stjórnmálaflokkum sem hafa nákvæmlega sömu stefnuna er ofvaxið mínum skilningi. Nem það er auðvitað hægt að krækja sér í ríkispeninga og svo er svo gaman að vera formaður og gera sig breiðan. Líka er möguleiki á að blekkja fleiri til fylgilags við hentistefnu og tala tungum tveim eins og þarna er gert.
Það er ömurlegt fyrir mig að sitja uppi með það að hafa látið þetta fólk blekkja mig til fylgilags við sig á sínum tíma. Með þá skömm situr maður uppi með ævilangt. Það bætist við að lesa Mæðu-Moggann sér til sárra leiðinda
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko