24.1.2020 | 15:55
Fallbyssur til forvarna?
á Flateyri gegn snjóflóðum?
Er hægt að koma snjóflóði af stað með fallbyssuskoti og sprengikúlu? Létta á þrýstingi í Skollagróf með því að reyna áhrif sprengingar? Fleiri minni snjóflóð en eitt stórt?
Kannski má nota fallbyssu til forvarna?
24.1.2020 | 15:26
"Á hverju ætlum við að lifa
sagði formaður Samtaka iðnaðarins á fundi fyrir nokkru. Tilefni þess var spurningin um hvert við erum að stefna í ríkisfjármálum og starfsumhverfi fyrirtækja. Það er með ólíkindum að upplifa á samdráttartímum að störfum hjá hinu opinbera er að fjölga verulega á meðan fyrirtæki eru draga saman seglin til þess að mæta háum álögum og kjarasamningum.
Flestir vita að raunveruleg verðmætasköpun getur bara átt sér stað hjá fyrirtækjum með auknum útflutningi, iðnaði og þjónustu. Stefnan sem hefur verið tekin undanfarin ár hjá ýmsum ráðuneytum ber því ekki vitni.
Hjá heilbrigðisráðuneyti eru skilaboðin skýr. Hið opinbera á að reka meira og minna alla þjónustu við sjúklinga. Einkaframtakinu er markvisst hafnað. Það er skortur á heilbrigðisstarfsfólki en skilaboðin til þeirra sem treysta sér í slíkt nám eru að það verði bara einn vinnustaður í boði að námi loknu, Landspítalinn, eða flytja til útlanda.
Sjúklingar eru fluttir utan í aðgerðir þrátt fyrir að kostnaður og umstang við slíkt sé mun meiri heldur en ef slíku væri úthlutað til einkarekinnar læknisþjónustu hér á landi. Fjármunum er hreinlega sóað og störfum og tækifærum innanlands fækkar með þessari stefnu.
Umhverfisráðherra leggur til hálendisþjóðgarð þvert á vilja sveitafélaga sem óttast um skipulagsvald sitt og aðgengi. Garðurinn á að fjölga opinberum störfum enn frekar og reksturinn á slíkum hálendisgarði er algerlega óræddur en mun líklega kosta milljarða. Ofan í þetta kemur fátt annað frá þessu ráðuneyti en auknir skattar, í skjóli umhverfisverndar, sem draga enn frekar úr mætti atvinnulífsins og auka samhliða álögur á fjölskyldur.
Gagnrýni á skiptingu ráðuneyta í þessari ríkisstjórn hefur verið á þann veg að hver flokkur rekur sitt ráðuneyti í nokkrum friði frá stefnu hinna flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn er með dómsmálaráðuneytið sem líklega er einn snúnasti málaflokkurinn og hefur verið rekið skörulega af tveimur konum sem hafa tekið að sér mál sem fáir treysta sér í. Niðurstaða eins slíks máls ætti að vekja þingmenn úr dvala um að ræða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Dýrir starfslokasamningar sem fáir geta tekið undir að séu réttlætanlegir ættu að verða til þess að fyrrgreind lög verði endurskoðuð með það að markmiði að hægt sé að víkja fólki úr starfi líkt og gerist hjá einkafyrirtækjum.
Sjávarútvegsráðuneytið er sagt reka stefnu stórútgerða en ég er nokkuð viss um að ef hinn almenni sjálfstæðismaður væri spurður myndi hann vilja sjá skref í þá átt að fjölga tækifærum nýrra og smærri útgerða með endurskoðun á kvótakerfinu.
Ég vil hvetja alla til þess að íhuga vel orð formanns samtaka iðnaðarins hér í upphafi.
Á hverju ætlum við að lifa?
Jafnvægi verður að ríkja á milli starfa í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Til þess að slíkt sé mögulegt verður að huga að rekstri og verðmætasköpun fyrirtækja og þeim gert gerlegt að starfa í öruggu umhverfi þar sem sköttum og álögum er haldið í lágmarki svo hægt sé að halda fólki í starfi frekar en að segja því upp í samdrætti.
Menntun verður að taka mið af þörfum atvinnulífsins og verður menntakerfið að taka tillögur þess efnis mjög alvarlega. Allir virðast vera sammála um að gera verði iðn- og verknámi hærra undir höfði, samt sem áður vilja of fáir grunnskólanemendur velja þá leið að loknu námi.
Brottfall nemenda úr framhaldsskólanámi er vísbending um að gera þurfi betur. Það er vitað að fjármunir skapast ekki í skúffum embættismanna og ákvarðanir teknar gegn frjálsu atvinnulífi verða ekki til þess að auknir fjármunir geti verið veittir í þágu velferðar og innviða. Kakan einfaldlega minnkar og báknið stækkar eins og staðan er í dag. Á hverju ætlum við að lifa?
Á hverju ætlum við að lifa?"
Þessi grein er eftir dóttur mína Karen Elísabetu og birtist í Morgunblaðinu í dag.
Hún Karen fæddist inní Sjálfstæðisflokkinn og byrjaði að sækja þar fundi með móður sinni þegar hún byrjaði að ganga og hefur ekki hætt í flokknum síðan. Hún gekk á Ísaksskóla eins og faðir hennar og er því Cand-Ís eins og hann og Mannsi í Pfaff og svo er hún með hákólapróf í sálfræði og mannauðsstjórnun.
Á seinasta fjórðungi síðustu aldar voru ekki leikskólar fyrir hvern sem var og konu minni var sagt eitt sinn þar að passa krakkann sinn barasta sjálf.Ég hef oft hugleitt af hverju tillaga Davíðs um að greiða mæðrum fyrir að vera heima með börnum sínum hafi ekki fengið frekari umfjöllun. Flestir viðurkenna að mæður ali betur upp börnin sín en stofnanir og leikskólagjöld foreldra eru bara brot af kostnaðinum við þá. Og samkvæmt Degi B. er vistin álag á börnin og ber að minnka og samkvæmt Sólveigu Önnu er starfið vanþakkaður þrældómur. Af hverju ekki að leita fleiri leiða?
En svona í framhaldi þurfum við ekki að fara að hugleiða á hverju við ætlum að lifa á þessu landi fleiru en opinberum störfum sem fjölgar meðan öðrum fækkar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.1.2020 | 14:58
Skammsýnin
hefnir sín í sambandi við Sorpumálin í Álfsnesi.
Þar var tjaldað til einnar nætur með að byggja risavaxna moltu og jarðgerðarstöð sem aðeins þarf að urða 5 % af framleiðslu sinni. Urðun sorps á að verða úr sögunni efir áratug eða svo.
Upp úr þessari stöð stíga mekkir af brenndu methani sem geta knúið þúsundir af bílum. Reykjavík kaupir rafmagnsstrætóa meðan á þessu stendur.
Ef byggð hefði verið sorpbrennslustöð í Á Álfsnesi, svipað og Kalka á Reykjanesi, þá væri staðan önnur.En við vorum víst svo flott að segja að við hefðum nóg af heitu vatni og rafmagni að við þyrftum ekki orku úr sorpinu og svo væri þetta dýrara í byrjun.
Hvað líður framtíðinni með sorpmál höfuðborgarsvæðisins og fleiri byggða? Hversu lengi ætlum við að horfa framhjá því að brennsla er eina lausnin á sorpmálum til framtíðar? Og það á stórum mælikvarða.
Amager-Bakke stöðin er fyrirmynd sem við getum nánast tekið afrit af.
Sorpvandamálið fer ekki af sjálfu sér með skammsýni eða með deilum um það hverjum eða hvaða flokki sé um að kenna.
24.1.2020 | 14:44
100 sekúndur til miðnættis
á dómsdagsklukkunni. Klukkan 12 tortímir mannkynið sér í kjarnorkustyrjöld skv. NPR.
"Never since the clock's 1947 Cold War debut has it come so close to the putative doomsday annihilation represented by the 12 a.m. hour.
"The Doomsday Clock is a globally recognized indicator of the vulnerability of our existence," said former Irish President Mary Robinson at the annual clock-unveiling ceremony. "It's a striking metaphor for the precarious state of the world, but most frighteningly, it's a metaphor backed by rigorous scientific scrutiny."
With 13 Nobel laureates on its board and founded by scientists who worked on the atomic bomb-building Manhattan Project during World War II, the University of Chicago-based Bulletin of the Atomic Scientists has used its Doomsday Clock to register existential threat levels and raise awareness of them."
Það segir sig sjálft með trúarvitleysinga við völd í Íran sem eiga þan draum æðastan að henda atómbombu á Ísrael og helst Bandaríkinlíka ef þeir geta, að ástandið er alvarlegt.
Kannski eru bara 100 sekúndur eftir á dómsdagskukkunni?
24.1.2020 | 09:49
Kjarni ágreinings
hægri og vinstri manna í landinu má segja að kristallistað nokkru leyti í niðurlagi greinar Björns Bjarnasonar i Morgunblaðinu í dag.
Þar segir:
"Hér er þó ekki rætt um eitthvað sem kann að gerast heldur gerist hér og nú. Hvað sem líður deilum um loftslagsbreytingar og ágreiningi um ástæðurnar fyrir þeim er unnið að umskiptum frá jarðefnaeldsneyti til endurnýjanlegra orkugjafa.Í Danmörku framleiða menn raforku með vindafli og treysta á vatnsföll Noregs sem varaafl. Sæstrengurinn milli landanna er lífæð endurnýjanlegra orkugjafa en ekki ógn við fullveldi þjóðanna.
Skömmu fyrir jól áréttaði Guðni Jóhannesson orkumálastjóri nauðsyn þess að hér fengju menn tækifæri til að takast á við verðug verkefni í þágu endurnýjanlegrar orku.
Ekki mætti í nafni náttúruverndar reisa margfaldar gaddavírsgirðingar í kringum framtíðarkosti okkar til virkjunar jarðhita og vatnsfalla og koma jafnvel í veg fyrir áframhaldandi rannsóknir á auðlindunum.
Verkefnaskortur innanlands blasti við okkar helstu rannsóknastofnunum og fyrirtækjum.
Þekking og reynsla brotnaði niður í sundurlausan eyjarekstur og frumkvæði Íslendinga og orðspor á alþjóðavettvangi fjaraði út.
Í þessum orðum felst í senn ásökun og áskorun. Sérkennilegt er að þeir sem helst tala gegn hlýnun jarðar og fyrir gagnaðgerðum skuli hafna að endurnýjanlegir orkugjafar nýtist til fulls hér á landi. Að nýta ekki endurnýjanlega orku hér í þágu stóriðju dregur ekki úr þörf fyrir stóriðju heldur ýtir undir að hún nýti mengandi orkugjafa.
Vilji menn skynsamlega lausn verður að greina þverstæðurnar, ekki sveiflast öfganna á milli heldur finna meðalhófið í þessu efni sem öðrum. "
Er ekki sannleikur fólgin í þessu? Friðunarstefna umhverfisráðherra og VG fellur ekki saman við það að þessi öfl krefjast stöðugt bættra lífskjara.
Efling og Sósíalistaflokkurinn hamast gegn orkuvinnslu og auknum umsvifum en vilja sprengja upp lífskjarasamningana sem byggðust á útreikningum efnahagslegra möguleika? Menn af þessum vinstra væng vilja ekki fleiri heldur vilja frekar loka álverum á Íslandi og hamast á sama tíma gegn útblæstri CO2 sem þá flytjast aðeins til á jörðinni.
Er ekki snertipunktarnir þeir að við viljum betra líf með meiru að bíta og brenna en viljum fara vel með umhverfið? Meira af þessu kallar hinsvegar á meira af hinu?
Núningurinn kallast stjórnmál og eru kjarni ágreiningsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2020 | 21:22
Blóðþegi án atkvæðis?
Samtökin 78 virðast heltekin af því að mannkynið verði að fá þerra blóð í blóðbanka sina án spurninga.Þeir eigi einhvern rétt til að vera ekki álitnir meiri áhættuhópur en aðrir. Nóg sé að þeir´segist hafa verið skírlífir í einhvern tíma?
Ég lenti á spítala með kransæðastíflu í Florídu á síðasta ári. Læknarnir þar sáu strax að ég væri blóðlaus og spurðu út i það. Ráðlögðu mér að fá blóðgjöf. Ég, töffgrobbinn íslenskur brandarakall svaraði því að ég vildi ekki taka sjéns á að fá blóð úr demokrata því Trump væri minn maður. He- he, icelandic funny man....Not funny uh?
Ég var búinn að gleyma því að maður segir ekki svona brandara í Ameríku. Þeirra húmor er ansi langt frá þeim íslenzka.
Fyrir bragðið var ekki minnst á blóðleysi meira. Fyrir bragðið lenti ég á gjörgæslunni heima skömmu síðar með blæðandi magasár og 40 % blóð. Í sömu sveit og Gullna Hliðið skilst mér og leið bara fjandi vel liggjandi ósjálfbjarga. Með stálhraust Floríduhjarta. Íslenskir læknar heyra sem betur fer ekki aulabrandara þegar mannslíf liggja við og ég varð auðvitað einn kjaftur aftur eftir 12 einingar í rauðum pokum og 5 speglanir og brennslur í röð. En kannski varð ég líka eitthvað kurteisari eftir reynsluna.
Á Florídu kostaði dagurinn á spítalanum 3 millur. Á Lansanum hef ég bara verið rukkaður um smáaura.Og ekki fannst mér okkar apparat gefa hinum ameríska neitt eftir nema síður væri. Ég var 3 vikur inni hér.
Margir sem kunna margföldunartöfluna munu þeirrar skoðunar að um tómt tjón Íslands sé að ræða miðað við aldur og fyrri störf. En það er of seint að tryggja eftirá. Skeð er skeð.Í fornöld fóru menn gjarnan í mannjöfnuð þegar þeir voru orðnir hæfilega fullir.Og enduðu þá stundum ósáttari en þeir byrjuðu.
En stjórnmálaskoðanir blóðgjafa eru ekki sama og áhættuhætta af sjúkdómum. Þær eru ekki sambærilegar og raunverulegt áhættumat. Og suma sjúkóma er ekki svo gott að greina í blóði hefur maður heyrt.
Átt þú að hafa eitthvað um það að segja hvaða lyf þú tekur? Átt þú sem blóðþegi að hafa rödd í því hvaða áhættu þú ert reiðubúinn að taka? Eða á einhver félagsskapur úti í bæ að ráða því fyrir þig vegna einhverra eineltismála sem þú átt ekki aðild að?
Eiga foreldrar að ráða bólusetningum barna sinna? Er nýi vírusinn einkamál Kínverja? Bera frjálshyggjumenn ekki ábyrgð á því að valda næsta manni ekki tjóni með frelsi sínu?
Á ekki ávallt að fara eftir því sem vísindin segja að þau viti og kunni? Á þér því að vera sama hvaðan blóðið kemur sem er í pokanum? Frá Indlandi eins og frá Íslandi? Úr þekktum áhættuhópi eða íslenskum Framsóknarmanni?
Er kannski bara best að blóðþeginn sé sá eini án vitneskju eða atkvæðisréttar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2020 | 14:22
Grunnhugsjónir gleymast gjarnan
í málflutningi forystumanna Sjálfstæðisflokksins nú orðið. Flokkurinn talar orðið mest í prósentum. Það er talað um ágæti EES, loftslagsmál, skatta-og varnarmál og samanburðarfræði er ofar öllu.
Svo var samþykktur 3. orkupakkinn og þingmenn neituðu að ræða við flokksmenn um grunngildi orkuvinnslu landsins. Það var úrskurðað QED að orkumál Íslands skulu vera á evrópskum samkeppnismarkaði. Vi alene Vider sagði kóngur vor líka eitt sinn.Þeim virðist hinsvegar fyrirmunað að skilja að samband sé á milli fylgistapsins og hrokans sem þingmenn virðast margir andsetnir af eftir langa stjórnarsetu flokksins.
Mér hefur fundist það eftir að hafa lagt eyrun við málflutningi varformanns Sjálfstæðisflokksins míns gamla, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur að hún velti stöðu sinni fyrir sér og hvað henni beri að hugleiða um grunnhugsjónir þess flokks sem hún fer nú fyrir.
Ekki hef ég orðið tiltakanlega var við að aðrir þingmenn flokksins eyði miklum tíma í slíkar vangaveltur. Því finnst mér Þórunn Kolbrún slá dálítið annan tón. Mér er ekki örgrannt um að halda að hún skilji um hvað þessi flokkur var stofnaður utan um. Sem er eitthvað sem venjulegir þingmenn flokksins virðast mér ekki sérlega uppteknir af.
Ég var á fundi hjá hinum úreltu gamlingjum flokksins í Valhöll þar sem Þórdís Kolbrún flutti ræðu. Hún fór yfir venjubundin prósentumál flokksins ágætlega en kvaðst svo vilja ræða nokkur önnur mál líka svona aukalega áður en fyrirspurnir hæfust.
Og þá eiginlega byrjaði ræðan sem ég vildi heyra. Hún fór að tala um hugsýnir sínar og hugrenningar um Sjálfstæðisflokkinn og hvar hann væri staddur og hvar hún væri þá stödd líka hugsjónalega í tilverunni.
Það var þá sem ég sá að Styrmir Gunnarsson var í salnum og hlustaði eins og ég. Styrmir er mér fremri að koma hugsunum sínum í orð svo menn skilji og því tilfæri ég hér hvernig hann lýsir sinum áhrifum í dag:
"Á fundum í Valhöll hefur lítið verið fjallað um stöðu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum, sem benda til þess, að flokkurinn hafi tapað um helmingi hefðbundins fylgis síns frá hruni og berjist nú við að halda sér í 20% fylgi.
Þess vegna var síðasti hluti ræðu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanns flokksins á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll í hádeginu í gær eins og ferskur andblær.
Þórdís Kolbrún lauk ræðu sinni með umfjöllun um fylgi flokksins eins og það mælist nú og hefur gert seinni árin, sem eitt og sér vakti athygli vegna þess hversu sjaldgæft það er, að um þann kalda veruleika sé rætt.
Hún benti á, að flokkum hefði fjölgað og fjölmiðlun hefði tekið miklum breytingum en hvoru tveggja taldi hún að einhverju leyti skýra þessa stöðu.
En það sem vakti mesta athygli voru þau orð hennar að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að vera tilbúinn til að breyta til.
Hún hafði verið á ferð í Kaliforníu og kynnzt þar þeim miklu breytingum, sem eru að verða í veröld kvikmyndanna vegna tilkomu Netflix. Hin hefðbundnu kvikmyndafyrirtæki ættu ekki annan kost en að mæta þeirri samkeppni með breytingum.
Þá varð henni hugsað til "flokksins okkar" hér heima.
Og ljóst að ráðherrann hafði áttað sig á að það sama gæti átt við um stjórnmálaflokka við breyttar aðstæður.
"Við þurfum að vera manneskjulegri, þegar við tölum", sagði ráðherrann og bætti því við að þannig mundi Sjálfstæðisflokkurinn ná til fleiri kjósenda.
Og sagði svo: "Við getum ekki keyrt áfram" með sama hætti og verið hefur.
Það eru þessi viðhorf sem vekja vonir um breytta tíma í Valhöll."
Þessi orð Styrmis geta vakið einhverjar hugsanir hjá Sjálfstæðismönnum sem hefur farið fækkandi í langan tíma. Ég hef leitað skýringa með sjálfum mér og fundi þær helstar að forystumenn okkar hafi tapað sér í prósentum, samanburðarfræðum og blaðri um dægurmál en hætt að hugsa um forsendur flokksins. Þórdís Kolbrún hefur mér fundist lengi skera sig úr hópi þeirra sem um þessar mundir lifa á Sjálfstæðisflokknum hvað það varðar að tapa ekki sambandinu við hugsjónagrunninn frá 1929. Gleyma ekki upprunanum og hvernig eigi að tengja hann við nútímann sem auðvitað er orðinn annar á nítíu árum. Gleyma ekki grunnhugsjónunum.
Ég tek því undir með Styrmi að þarna séu þær vonir vaktar að grunnhugsjónir gleymist ekki þrátt fyrir allt og allt.
22.1.2020 | 15:19
Stytting leikskólans
var til að minnka álagið á börnin og svo líka þrautpínt starfsfólkið sem Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna gera launakröfur fyrir langt út fyrir Lífskjarasamningana.
Þá vita menn það að leikskólavist barna í stað þess að vera heima hjá sér eins og Davíð Oddsson vildi borga mæðrum fyrir að annast, er áþján og auðvitað miklu óhollari en í gamla daga þegar mamma var heima og börnin höfðu engan lykil um hálsinn en fengu kynfræðslunni um hitt kynið, hommana og perrana fullnægt í jafningjafræðslu á götunni.
Konráð Guðjónsson hjá Viðskiptaráði er svo ósvífinn að birta línurit sem segir þveröfugt við það sem allt þetta góða fólk Dagur og Sólveig Anna eru að halda fram.
Börnin eru styttra í leikskólanum en áður og álagið á starfsmennina hefur minnkað um tvo þriðju frá því sem áður var.
Allt fer á einn veg hjá meirihlutanum í Reykjavík, sé það Bragginn, Myglan í skólunum, viðhaldið í Breiðholti, leikskólarnir, niðurgreiðsla skulda eða lífið í Miðborginni. Allt virðist koma öðruvísi út en haldið er fram.
Alsniðugast er þó að sagt er að Eyþór Arnalds beri einn ábyrgð á því að Þórdís Lóa studdi Dag B. til Borgarstjóra en ekki Eyþór. Fjölskylduerjur frá tíð Eyþórs í Árborg eru sagðar valda því að Þórdís Lóa kemur ekki nálægt Eyþóri með tíu feta stöng burtséð frá því hvað henni finnst samt um Dag B.og hans lið.
Líklega er eitthvað til í því að þeim mun betur gengur uppbygging í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur sem Dagur B. er lengur Borgarstjóri í Reykjavík.
22.1.2020 | 10:58
Styð ég Svandísi?
Svavarsdóttur í baráttu hennar gegn einkaaðilum á heilbrigðissviði? Er ég eitthvað skyldugur til þess vegna ríkisstjórnarsamstarfsins eins og að styðja Gunnar Guðbrandsson umhverfisráðherra sem enginn kaus til þess að koma í veg fyrir virkjanir á hálendinu með því að stofna þar heilagan þjóðgarð?
Eru ekki einhversstaðar takmörk fyrir því hvað við Sjálfstæðismenn getum látið teyma okkur langt í að gera það vonda sem við viljum ekki en ekki það góða sem við viljum?
Óli Björn endar grein sína í Mogga í dag svo:
"Í grein hér í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag rökstyður Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, ágætlega þá fullyrðingu að álag á Landspítalann sé komið yfir þolmörk. Hann sér hins vegar ekki aðeins vandann heldur einnig lausnir: Möguleg lausn væri að skoða alla þjónustuþætti sjúkrahússins og greina betur það sem kalla má kjarna- og lykilstarfsemi frá annarri starfsemi sem hægt væri að fela öðrum sem þegar eru reiðubúnir að sinna þeirri heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðisyfirvöld virðast mótfallin slíkum aðgerðum og hafa með aðgerðum sínum í raun kallað fram það ófremdarástand sem nú hefur þróast. Reynir segir að á sama tíma og álagið á bráðaþjónustu Landspítalans sé komið að þolmörkum séu sjúkrahúsinu falin viðbótarverkefni, ýmist í formi svokallaðra átaksverkefna eða þjónustu sem verið er að færa til vegna þeirrar stefnu heilbrigðisyfirvalda að einkarekin heilbrigðisþjónusta skuli dregin saman með öllum tiltækum ráðum.
Skilaboð formanns Læknafélagsins eru skýr. Það megi með rökum halda því fram að viðbótarfjárveitingar til Landspítalans vegna átaksog sérverkefna hafi í raun haft þau heildaráhrif að þjónustan á öðrum sviðum og sérstaklega við bráðveikt fólk hafi skerst og sé komin niður fyrir þau öryggismörk sem læknar telja viðunandi.
Sáttmáli brotinn
Svo virðist sem það sé inngróin tregða í kerfinu að nýta kosti einkaframtaksins í heilbrigðisþjónustu, auka valmöguleika almennings og stuðla að hagkvæmri nýtingu fjármuna og draga úr álagi á sjúkrahúsum. Þegar sýnt er að takmarkaðir fjármunir nýtast betur og þjónustan við landsmenn verður öflugri er engin skynsemi í því að leggja steina í götur einkarekstrar. Afleiðing blasir við, eins og formaður Læknafélagsins bendir á.
Fábreytileiki í rekstrarformi innan heilbrigðiskerfisins leiðir til verri þjónustu við landsmenn sem allir eru sjúkratryggðir veldur auknum kostnaði og grefur undan samkeppnishæfni Íslands við að laða til landsins vel menntað og hæfileikaríkt starfsfólk, eftir langt sérnám. Dregið er úr framþróun enda horft framhjá því að læknisfræðin er þekkingariðnaður. Íslensk heilbrigðisþjónusta er á leið í sjálfheldu frábreytileika og aukinna útgjalda.
Engu er líkara en að allt snúist um að auka útgjöldin og koma böndum á einkarekstur, í stað þess að leggja áherslu á þjónustu við alla sjúkratryggða. Vandi heilbrigðiskerfisins verður ekki leystur með sífellt auknum útgjöldum (þó að við þurfum örugglega að auka útgjöldin á komandi árum og áratugum).
En verst af öllu er að verða vitni að því hvernig hægt og bítandi er að myndast jarðvegur fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi og einkareknar sjúkratryggingar, með því að vinna gegn samþættingu og samvinnu opinbers rekstrar og einkarekstrar. Efnafólk mun nýta sér góða og örugga heilbrigðisþjónustu á vegum einkaaðila en við hin bíðum milli vonar og ótta á ríkisreknum biðlistum um að fá nauðsynlega þjónustu áður en það er orðið of seint. Og þá stendur ekkert eftir af þjóðarsáttmálanum um að sameiginlega tryggjum við öllum jafnan aðgang að nauðsynlegri þjónustu óháð efnahag."
Ég er búinn að horfa upp mörg tilvik af því endemis fíflaríi sem heilbrigðisráðherra stendur fyrir að senda Íslendinga til Svíþjóðar i aðgerðir þar sem eru margfalt dýrari en Klínikín hér er tilbúin að framkvæma þær fyrir.
Ég get ekki stutt svona heimskulegan kommúnisma frekar en að styðja bullið um Vatnajökulsþjóðgarð sem hefur þann eina tilgang kommúnista að halda lífskjörum þjóðarinnar niðri á grundvelli einhverrar Thunberg-speki sem ráðherrann aðhyllist til að koma í veg fyrir virkjanir á hálendinu af hverskyns tegundum og þar með bregða fæti fyrir verðmætasköpun þjóðarinnar eins og forstjóri Landsvirkjunar bendir á sama blaði.
Svoddan ríkisstjórn er mér ósárt um þó að að lifi ekki hálfri sauðarlús lengur eins og kallinn sagði.
Ég styð ekki Svandísi eða þennan Gunnar sem enginn kaus.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.1.2020 | 09:24
Sannleikurinn um CO2
birtist í grein Einars S. Hálfdánarsonar hæstaréttarlögmanns og endurskoðanda í Mbl.
"Ég hlustaði á frétt á RÚV um kolefnislosun fyrir nokkru. Orðalag fréttarinnar var fremur undarlegt. Lagt var upp með að Bandaríkin væru aðalþrjóturinn í loftslagmálum vegna þess að sögulega hefðu þau losað mest kolefni allra ríkja. Af hverju þessi orwellíska? Hm, best að kynna sér þetta aðeins. Fólksfjölgun er ein meginástæða kolefnislosunar, en auðvitað þeim mun meiri sem landið er þróaðra.
Árið 1950 voru íbúar heimsins 2,5 milljarðar, en eru 7,5 milljarðar og lítið lát á fjölguninni. Af þessum mannfjölda búa 4,5 milljarðar í Asíu. Árið 1950 voru það 1,3 milljarðar.
Íbúar Evrópu eru 750 milljónir að aðfluttum meðtöldum, en voru 550 milljónir 1950.
Bandaríkjamenn voru 150 milljónir 1950, en eru 330 milljónir og þar af eru 45 milljónir fæddir utan Bandaríkjanna. Fjölgun íbúa þar skýrist því að verulegu leyti af aðfluttum.
Baráttan gegn kolefnislosun er góð, ekki aðeins sem slík, heldur vegna orkusparnaðar og framfara sem af henni leiðir.
En Evrópumenn, einkum Íslendingar þurfa ekki að hafa samviskubit og taka á sig byrðar og stórversnandi lífskjör almennings vegna umhverfisins umfram það sem efni eru til. Fjarri því.
Rök Loga sem uppnefnir eigin þjóð umhverfissóða, líkt of jafnan án gilds rökstuðnings, höfða ekki til mín.
Og ef hugsað er út í það þá eru líkurnar á skynsamlegum rökum frá Loga ekki beint til að veðja á þær.
Kína og loftslagið
Kína er ábyrgt fyrir næstum þriðjungi allrar kolefnislosunar heimsins, en þar búa innan við 20% íbúanna. Samt segja vinstripopúlistar eins og blaðmenn mbl.is að Kína sé til fyrirmyndar í loftslagsmálum. Losun á mann er þar meiri en í Bretlandi og miklu meiri en í Frakklandi. Samt heldur Kína áfram að auka kolefnislosun sína eins og það hefur raunar fulla heimild til og þarf ekkert að gera fyrr en 2030! Það er allrar athygli vert að USA minnkaði kolefnislosun undanfarinn hálfan annan áratug og það meir en Evrópa. En aukning Kína gerði miklu meira en að þurrka út þann árangur.
Og óvissan um CO2 útblástur Í Kína og Indlandi (sem er meðal fimm stærstu) er margfalt meiri en í USA og Evrópu.
Kína semur aldrei. Aðrir fallast bara á kröfur Kínverja.
Svoleiðis hefur það gengið fyrir sig. Alveg fram á allra síðustu ár.
Stórfelld hernaðaruppbygging Kína með tilheyrandi yfirgangi gagnvart nágrannaríkjum er ein afleiðing undanlátsins.
Mengun, arðsemi og árangur
Vinstrimenn hafa forystuna þ.e. í orði þegar kemur að baráttunni gegn mengun og verkefnum henni tengdum. Það veit sjaldnast á gott. Hætt er við að skynseminni sé fórnað á kostnað tilfinninganna. Grundvallaratriði þegar kemur að því að velja eitt fram yfir annað ætti að vera arðsemi.
Hvaða árangur næst fyrir hverja krónu sem eytt er í eitt verkefni fram yfir annað? Til dæmis hversu mikil minnkun á kovetnislosun næst með reiðhjólabrú í snjóþungu og mjög svo vindasömu landi miðað við byggingu jarðvarmavirkjunar í Afríku, krónu fyrir krónu? Þannig má endalaust áfram halda.
Á hinn bóginn þykir vinstrimönnum eins og Loga og Degi miklu mikilvægara að geta barið sér á brjóst en að ná raunverulegum árangri.
Ísland getur borið höfuðið hátt
Ef ég man rétt eru um um 80% kolefnislosunar Íslands vegna stóriðju. Sú losun er ekki fyrir Íslendinga. Sameinuðu þjóðirnar leggja með réttu ríka áherslu á að flutningur kolefnislosunar frá einu landi til annars sé engin lausn. Flugsamgöngurnar vega þungt hjá okkur. Níutíu prósent farþeganna eru útlendingar. Hverju bættari yrði heimurinn ef Flugleiðir hættu að fljúga með farþegana og kínversk flugfélög tækju upp þráðinn? Jafnvel vinstrimenn eiga, með hæfilegri aðstoð, flestir að geta náð megininnihaldinu.
Ég bið ekki um kraftaverk. Ekki Logi, ekki Líf og líkast til enginn Pírati.
Og þegar tími vinnst til langar mig í framhaldinu að spyrja umhverfisráðherra nokkurra spurninga um efnið hérna í Mogganum. Hann virðist ekki hafa leitt hugann alltof mikið að hagkvæmni eða samræmi orða og gerða; enda vinstrimaður. Eftir Einar S. Háldánarson "
Ég segi bara fyrir mig: Ég vilda að ég hefði skrifað svona góða grein og markvissa um CO2 bullið sem er búið að heltaka okkar þjóð með yfirgangi umhverfisofstopafólks eins og lögmaðurinn lýsir.
21.1.2020 | 09:15
Ritsnillingurinn birtist
sem Sólveig Anna auglýsti eftir til málamynda þegar FjögurraBlaðaSmárinn birtist í sjóðum Eflingar í upphafi Sósíalistabyltingarinnar í því félagi.
Opið bréf til Dags B. sem birtist í Fréttablaðinu í dag sker í hjartað í tilfinningalegri yfirþyrmingu sem Lenin hefði ekki getað skrifað betur um kúgun verkalýðsins í árdaga byltingarinnar.
Þröstur Ólafsson sem er ekki ókunnugur sósíalismanum en er líka hagfræðingur og þegn í landinu skrifar svo undir fyrirsögninni: Gíslataka Eflingar:
Síðan birtast í fjölmiðlum upplýsingar um kröfugerð Eflingar á hendur borginni. Þar voru allar tölur og hlutföll margfalt hærri en þeir samningar voru, sem Starfsgreinasambandið og samninganefnd sveitarfélaganna höfðu samið um.
Samhliða þessari kröfugerð var vitnað í greinargerð sem fylgdi, sem var bólgin af fúkyrðum og gömlum slagorðum frá upphafsárum evrópskrar verkalýðshreyfingar í árdaga síðustu aldar. Er þetta strategía nýja Sósíalistaflokksins?
Brjóta upp lífskjarasamninginn með því að einangra baráttuna við einn viðsemjanda (borgina) sem er stór, en er jafnframt með fjölda félagsmanna Eflingar í mjög viðkvæmum umönnunarstörfum (leikskólunum).
Nota á ungbörn sem eins konar gísla til að brjóta upp kjarasamninga á landsvísu og fá yfir okkur eina sæta gengisfellingu. Krónan mun ekki aðstoða Sósíalistaflokkinn í þessum skollaleik. Það hlaut að koma að því að stóru slagorðin frá 2018 yrðu virkjuð að lokum.
Fagurgali kommúnismans og byltingarinnar er að taka á sig mynd á bak við englaásjónur Sólveigar Önnu og Gunnars Smára ritsnillings.
21.1.2020 | 01:50
Siglufjörður
hefur komið í sviðsljósið í sjónvarpi nýlega. Fyrst voru afbragðs þættir um samgöngur og hverju jarðgöngin breyttu fyrir fyrir þetta einstaka pláss. Svo kom Egill Helgason með afbragðs þætti sína um síldarárin og sannaði enn enn sinni hæfileika sína til að gera sjónvarpsþætti þegar hann vill það við hafa sem bera af venjulega vinstrasilfrinu eins og gull af eiri.
Þátturinn um Strákagöngin undirstrikuðu hvílík nauðsyn samgöngur eru fyrir þetta land. Fjarðarheiðargöng eru því framkvæmd sem ekki má dragast að byrja á. Þau munu framkalla sambærilega byltingu fyrir atvinnulíf Austfjarða og Héðinsfjarðar-og Strákagöngin gerðu fyrir Siglufjörð þó þar hafi fjármögnunin gleymst að vanda.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 64
- Frá upphafi: 3421085
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko