26.3.2021 | 10:45
Getur eitthvað versnað?
Í Morgunblaðinu er eftirfarandi frásögn af Hákoni Hákonarsyni lækni og rannsóknum hans. Hugsanlega er hann með lyf sem getur haft áhrif á framrás Alzheimer-sjúkdómsins sem óþarfi er að fjölyrða um.
Katrín Björk segir:
"Hákon færði mér sverð og skjöld og þá kom lífsneistinn og baráttuviljinn aftur. Það er svo erfitt að berjast við eitthvað sem er vonlaust og ég fann að á tímabili var ég alveg að missa móðinn. Áður en ég fékk lyfið beið ég bara eftir næsta áfalli og var viss um að það myndi drepa mig.
Við það að fá lyfið náði ég vopnum mínum aftur, segir Katrín Björk Guðjónsdóttir á Flateyri. Hún fékk þrisvar sinnum alvarlegt heilablóðfall og bloggar um lífið í bataferli. Hún er tengd Hákoni Hákonarsyni fjölskylduböndum og áföll hennar urðu til þess að Hákon hóf að skoða úrræði.
Það var erfitt að fá þær óvæntu niðurstöður úr genarannsókninni að ég væri með arfgenga heilablæðingu. Það leið þó ekki á löngu þar til Hákon sagði mér að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að finna lausn á þessum genagalla. Þá fylltist ég von.
Nú þegar þróun lyfsins er komin vel á veg finn ég að tilhugsunin um það, hvað það á eftir að hjálpa mörgum veitir mér styrk og gleður mig meira en ég get lýst.
Lyfið á jafnvel eftir að bjarga mannslífum. Það er svo gott að finna að það sem ég hef gengið í gegnum hafi, þegar allt kemur til alls, haft einhvern tilgang. Vegna lyfsins munu vonandi færri þurfa að lenda í sömu aðstæðum og ég stend frammi fyrir í dag, segir Katrín við Morgunblaðið."
Er einhverju að tapa með þ´vi að gera tilraunir á lifandi Alzheimersjúklingum? Nægt er framboðið og valkosturinn skýr.
Af hverju ekki að gera tilraun sem getur varla mistekist til skaða?
Getur eitthvað stórversnað hjá sjúklingi með ásækjandi Alzheimer?
26.3.2021 | 10:18
Meira Mega!
Leiðarinn varar við þeim skelfingum sem framundan geta verið íslenskum stjórnmálum ef litlu flokkarnir ljótu komast til áhrifa í haust.
Þó ekki sé allt gáfulegt sem frá núverandi ríkisstjórn hefur komið þá getur lengi vont versnað sem dæmin sanna.
Leiðarinn segir:
"Nú er hálft ár í kosningar. Flokkum fjölgar og sumir þeirra sem fyrir eru hafa upp á fátt að bjóða. Systurflokkarnir, Samfylking og Viðreisn, sjá ekkert nema Evrópusambandið og hafa að öðru leyti lítið fram að færa. ESB er ekki efnilegur dráttarklár í næstu kosningum, ef að líkum lætur. Kommisserar þessa nútíma sovétkerfis sem klúðruðu bóluefnamálum sínum með sögulegum hætti náðu hins vegar að bólusetja almenning svo hressilega gegn sér að það þarf ekki fleiri skammta í bráð gegn þeirri veiru.
En það eru fleiri tilefni til sömu niðurstöðu. Á það benti Ásgeir Ingvarsson í prýðilegri grein sinni nýlega. Þar sagði meðal annars: BBC fjallaði nýlega um það skýrslufargan sem núna fylgir útflutningi á breskum fiski til Evrópu. Mig grunar að það hafi vakað fyrir blaðamönnunum að sýna hvers konar reginmistök það voru að ganga úr ESB en þvert á móti sýnir umfjöllunin hvað Evrópusambandið er orðið mikið óhræsi.
Í dag þarf, samkvæmt úttekt BBC, að framvísa samtals 71 blaðsíðu af flóknum eyðublöðum og vottorðum til að koma einum bílfarmi af fiski í gegnum tollinn Evrópumegin. Að fylla út pappírana kostar ótal vinnustundir og vitaskuld má ekkert klikka því minni háttar mistök á einu eyðublaði þýða að viðkvæm varan situr föst á landamærunum. Geta breskir útflytjendur sjávarafurða núna vænst þess að vörur þeirra séu um það bil sólarhring lengur að berast í hendur kaupenda í Evrópu.
En það sem Bretar eru að upplifa er einfaldlega það sama og öll heimsbyggðin hefur hingað til þurft að þola af hálfu ESB. Einu sinni var hún algjörlega ómótstæðileg: létt og lipurt bandalag sjálfstæðra þjóða með það göfuga markmið að tryggja frið í álfunni og bæta hag almennings með því að hámarka frelsi í viðskiptum. Í dag er hún orðin þunglamaleg, eigingjörn og dyntótt, og utan um innri markaðinn er búið að reisa háa múra reglugerða og formkrafa til að verja evrópska framleiðendur fyrir erlendri samkeppni.
Erlendir framleiðendur og evrópskir neytendur skipta tjóninu á milli sín: Heimilin í Róm, Ríga og Rúðuborg þurfa að borga hærra verð fyrir brasilískar appelsínur og kínverskar sokkabuxur svo vel tengdir garðyrkjubændur í Portúgal og sokkaprjónarar í Þýskalandi eigi auðveldara með að halda rekstri sínum gangandi.
Þetta hafa gagnrýnendur ESB bent á um árabil og skortir ekki dæmin um hvernig frelsishugsjónin hefur þurft að víkja fyrir verndun sérhagsmuna. Þegar Brexit þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin árið 2016 voru í gildi í Evrópusambandinu um 12.600 sértollar á innflutning af öllu mögulegu tagi, og hefur þeim bara fjölgað síðan þá. Eini árangur ESB upp á síðkastið er að bólusetja almenning rækilega gegn þessari skrifræðisblokk } Einn bílfarmur 71 síða!
Öngþveiti í Brüssel
Reglugerð ESB um útflutningshömlur á bóluefni er skýlaust brot á EESsamningnum.
Það er skýringin á óvenjuhörðum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda, sem létu sér ekki nægja orð Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, um að þetta yrði ekkert mál, auðvitað fengi Ísland sitt bóluefni, sama hvað stæði í reglugerðinni, heldur krefjast þess að henni verði breytt.
Áhyggjuefnin eru þó fleiri. Það er annarlegt að ESB láti lög og reglur lönd og leið í bóluefnastríði sínu við Breta. Það er uggvænlegt að EESsamningurinn hafi engu skipt. Það er ekki traustvekjandi að reglugerðin hafi flogið í gegn þótt hún gengi gegn alþjóðaskuldbindingum á borð við EES-samninginn, Mannréttindasáttmála Evrópu og standist tæplega Lissabonsáttmálann heldur. Með ólíkindum er að enginn hafi hugleitt pólitískar afleiðingar hennar. Og það er fráleitt að blekið hafi ekki verið þornað á reglugerðinni þegar forsetinn segist sniðganga hana að hentisemi. Bóluefnakreppan hefur dregið fram hvernig ESB er orðið, þar ríkir nú fúsk, gerræði og öngþveiti."
Ef Samfylkingarsullið á að komast til valda undir forystu Loga Más, Þorgerðar Katrínar, Benedikts Zoega, Þorsteins Pálssonar, Ola Bieltvedt, Píratapakksins og ámóta liðs sem er hvarvetna að finna í stjórnkerfi landsins, þá verða núverandi vandamál hjóm eitt.
Því er Mega-Mogginn í dag allrar athygli verður.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2021 | 10:06
Mega-Moggi!
kom svo til mín í dag laus við Viðreisnaróværuna og heimskuna.
Á miðopnunni er núna tóm viska sem sannar hver Moggi er megnugur.
Fyrst skal telja stórmerka grein Vilhjálms Bjarnasonar. Eiginlega pakkaða af almennri skynsemi sem ætti að blasa við hverjum manni. Ætti heima sem texti í fræðibók í hagfræði.
En Villi segir:
Það er áleitin spurning hvort frjálsborinn maður geti haft vald á eigin málum. Þannig eru mannréttindi fólgin í því að hver fái að vera svo heimskur sem hann vill. Það eru mannréttindi að taka lán og það eru mannréttindi að eiga frjálsan sparnað. Það er stjórnarskrárbundin skylda að stjórnvöld geri þegnum sínum kleift að vernda verðgildi frjáls sparnaðar.
Það kann að vera að umboðslausir verkalýðsrekendur geti tekið sér vald til að ákveða lánskjör annarra en ég frábið mér afskipti verkalýðsrekenda af mínum lánamálum. Það er skerðing á mínum mannréttindum.
Enn frekar sem aldur færist yfir mig, að lánstími á mínum lánum eigi að laga sig að duttlungum þessa umboðslausa fólks. Vandi verkalýðsrekenda er sá að þegar þeir byrja að ljúga af vanþekkingu sinni og fara með bull og fleipur, þá er erfitt að segja satt á eftir.
Áleitin spurning
Það er einnig áleitin spurning á hvern veg verkalýðsrekendur í einu stéttarfélagi geta ákveðið lánskjör félaga í öðru og óskyldu stéttarfélagi, eða þeirra sem standa utan stéttarfélaga. Af hverju á mannvitsbrekkan forseti ASÍ að ákveða lánskjör hjá félaga í BSRB eða BHM? Er félögum í BSRB og BHM of gott að vera fífl, ef svo ber undir! Hvern varðar slíkt?
Rétt eiga menn á að stofna stéttarfélög og stéttarfélagasambönd í þeim tilgangi, að vinna sameiginlega að hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt. Svo er það orðað í vinnulöggjöfinni. Það felur ekki í sér að verkalýðsrekendur geti tekið sér vald til hagstjórnar á heimilum.
Hvað með lánasamninga?
Lán er samningur milli tveggja aðila, lánveitanda og lántaka. Báðir aðilar lánasamningsins bera réttindi og skyldur. Að auki gilda almennt samþykktar reglur margföldunar og deilingar þar sem breytistærðirnar eru:
- Höfuðstóll og gjaldmiðill
- Lánstími í dögum, mánuðum eða árum
- Gjalddagar og skilmálar.
- Vextir, eða ávöxtun á ári
- Dýrleiki láns er metinn af ávöxtun
Ef vextir eru breytilegir, þá er eðlilegt að breytileikinn sé ekki ákvarðaður af lánveitandanum án ytri tilvísunar.
Það er ástæða til að staldra við hugtakið vexti. Vextir eru gjald fyrir afnot af fjármagni. Gjaldið tekur mið af almennu vaxtastigi á fjármálamarkaði, áhættulausum vöxtum, áhættu og verðbólgu. Að auki eru nokkrir aðrir þættir sem skipta takmörkuðu máli.
Hinir áhættulausir vextir eru taldir vera vextir á lánum sem ríkissjóður tekur. Áhætta tekur mið af greiðslugetu og aðstæðum lántaka. Verðbólga er sú sama, hvort heldur ríkissjóðir, fyrirtæki eða einstaklingar eiga í hlut.
Vaxtakjör og verðtrygging
Algengasti breytileikinn í vaxtakjörum er verðbólga. Vaxtakjör allra lána taka mið af verðbólgu. Orðfærið á íslenskum fjármálamarkaði er með því vitlausasta sem um getur. Enda engum of gott að vera heimskur! Lán þar sem vaxtakjör eru ákvörðuð með hlutlægri mælingu verðbólgu eru talin verðtryggð. Lán þar sem breytileiki vaxta er ákvarðaður af lánveitanda eru talin óverðtryggð! Allt tal um óverðtryggð lán er þvæla úr munni lýðsleikja og rugludalla.
Algengasta dæmi um verðtryggingu eru lán á áfengi yfir helgi þar sem endurgreiða á með sams konar áfengi. Verðbreyting á áfengi yfir helgi hefur engin áhrif á það hve miklu áfengi skuli skilað.
Umboðsvandi lánveitanda
Lántaki getur ekki ætlast til að lánveitandi gangi á rétt umbjóðenda sinna um sameiginlegan sparnað til lífeyris, að endurgreiðsla lánsins rýri rétt umbjóðendanna, væntanlegra lífeyrisþega, um væntan lífeyri vegna skyldubundins sparnaðar. Þá er forsenda fyrir skylduaðild að lífeyrissjóðum brostin.
Það hefur enginn heimild til að úthluta annarra manna gæðum að geðþótta.
Frumvarp um lánstíma
Fjármála- og efnahagsráðherra lætur sig hafa það að bera fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.
Frumvarpið virðist fram borið til að standa við fyrirheit í einhvers konar samkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Ég er á vinnumarkaði og ég hef aldrei framselt til nokkurs aðila rétt minn til að ákvarða sjálfur lánstíma á lánum mínum, sem ég geri með samkomulagi við lánveitanda minn. Ég óska aðeins eftir því að lánveitandi minn bjóði sanngjarnan og viðráðanlegan lánstíma. Ef ég vil taka lán til 40 ára til bílakaupa, þá er það mitt mál. Það er mál lánveitandans að veð til tryggingar láninu haldi verðgildi sinu sem veðtrygging út lánstímann.
Ef lánveitandinn veitir mér þá sanngirni að heimila mér að greiða aukagreiðslur eftir efnum mínum og ástæðum, þá þarf ég ekki að lúta duttlungum verkalýðsrekenda um lánstíma.
Aldurstengdur lánstími
Svo á að aldurstengja lánstíma.
Hvað með aldurstengda mismunun?
Þeir sem eldri eru þurfa að lúta kröfum verkalýðsrekenda um styttri lánstíma en þeir sem eru ungir! Hvað segja Samtök aldraðra um slíka forsjárhyggju og ofstopa? Sá er þetta ritar hefur alltaf álitið það upphaf allrar vellíðunar að vera ekki að skipta sér af því hvert aðrir ætla og hvað aðrir gera. Og svo er hverjum manni alls ekki of gott að vera svo heimskur sem hann vill! Vitsmunir verkalýðsrekenda bæta þar engu um.
Þar sem alla virðist varða svo mjög um þjóðarhag, þá er rétt að benda á að jöfn greiðslubyrði á löngum tíma veldur ekki sveiflum á fjármálamarkaði. Það er ört vaxandi hópur sem hefur einstakan áhuga á peningastefnu Seðlabankans og framkvæmd hennar!
Ef til vill er ætlan ríkisstjórnarinnar að hækka andlag til erfðafjárskatts. Aldurstenging bætir ekki velferð eldri borgara. Skuldir eða skuldleysi er ákvörðun einstaklingsins en ekki ráðherra eða verkalýðsrekenda.
Áhrif á greiðslubyrði
Greiðslubyrði lána tekur mið af lánstíma. Því styttri lánstími, því þyngri greiðslubyrði. Það kann að verða sæla eftir að endurgreiðslu lýkur. Verkalýðsrekendur, forsætisráðherra og fjármálaráðherra varðar ekkert um það hvenær þegnar njóta sælu. Það kann að vera að einhverjir vilji dreifa sælunni á langan tíma, án afskipta annarra. Það er gert með löngum lánstíma.
En þá má einnig spyrja: Hafa lánveitendur skaðað umbjóðendur sína með löngum lánstíma til lántaka? Þeim er þetta ritar er ekki kunnugt um neina slíka rannsókn. Í umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja kemur slíkur skaði ekki fram. Seðlabankinn kannast ekki við nein áhrif lánstíma á virkni peningamálastefnu. Og hefur hver sem er ekki leyfi til að vera skynsamari en í fyrra?
Ólíkindi
Það er með miklum ólíkindum að fjármála- og efnahagsráðherra skuli bera fram á vettvangi Alþingis það frumvarp, sem hér til umræðu. Samtöl ráðherra við verkalýðsrekendur geta aldrei bundið vilja Alþingis. Sérstaklega þegar samtalið varðar að mestu aðra en þá sem verkalýðsrekendur þykjast hafa umboð fyrir. Verkalýðsrekendur geta aðeins samið um kaup og kjör, og þrifnað á vinnustöðum. Önnur mál geta verið umræðuefni til ábendingar.
Efni frumvarpsins felst að mestu í afnámi mannréttinda hjá heiðvirðu fólki, þar sem samingar heiðvirðs fólks hafa dugað.
En eins og skáldið segir í Kraftbirtingarhljómi guðdómsins: Öll skáld eru helvítis ræflar og óbótamenn, nema hann Hallgrímur heitinn Pétursson. Gleðilega páska!
Eftir Vilhjálm Bjarnason »"
Höfundur var alþingismaður OG VILL VERÐA ÞAÐ AFTUR ÞÓ ÝMISLEGT VERÐI SJÁLFSAGT HONUM ÖNDVERT VEGNA ALMENNRAR SKYNSSEMI UMFRAM VENJULGA ÞINGMENN
Hugsunin bak við að aldurstengja lánstíma er svo óralangt frá minni hugsun að engu tali tekur. Ef ég á mínum aldrei tek 40 ára bílalán ef einhver sæki skynsemi í að veita mér það þá hélt ég að bíllinn væri veðandlagið en ekki snaslið af mér dauðum í ofninum í Fossvogskapellu?
Þetta frumvarp gengur fram af fleirum en Villa.
Mér hefur löngum ofboðið hvernig farið er með sparifjáreigendur. Hversvegna bankar komast upp með að bjóða ekki skammtíma verðtryggða reikninga jafnvel á núlli bara þannig að menn geti geymt flöskuna sína yfir helgi án þess að bankinn drekki úr henni.
25.3.2021 | 12:23
Mæðu- Moggi
var mér færður í dag.
Á miðopnu er enn ein bullugrein eftir Þorgerði Katrínu í hinum Samfylkingarflokknum sem þeir kalla Viðreisn án þess að nokkur skilji hversvegna né hvað eiga að rétta af.Með henni skrifar einhver óþekkt stjarna uppá sem skreytir sig með Doktorstitli.
Skelfing finnst mér Mogginn leggjast lágt að birta svona bull á miðopnu, ekkert betra en greinar eftir Björn Leví sem líka birtast þarna.
Í stuttu máli er inntakið hert skattheimta á hendur sjávarútvegi og líklega Landsvirkjun líka. Gott ef ekki sauðfjárbændum til viðbótar.Skattleggja og eyða er eina kratastefnan sem reynsla er fengin fyrir. Annað er ekki í boði af svona flokkum.
Megin stefnumálið er látið kjurt liggja en það er inngangan í ESB og upptaka EVRU.
Annað er ekki á dagskrá hjá þessari flokksnefnu sem þessi fyrrum varformaður Sjálfstæðisflokksins fer fyrir.
Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson er öllu hreinskilnari í blaði meistara síns Hafskips-Helga, þar sem engin tæpitunga er töluð um fullveldisframsal lýðveldisins Íslands og inngöngu í tollabandalag Evrópu gegn afganginum af heiminum.
Hversvegna er verið að halda úti tveimur stjórnmálaflokkum sem hafa nákvæmlega sömu stefnuna er ofvaxið mínum skilningi. Nem það er auðvitað hægt að krækja sér í ríkispeninga og svo er svo gaman að vera formaður og gera sig breiðan. Líka er möguleiki á að blekkja fleiri til fylgilags við hentistefnu og tala tungum tveim eins og þarna er gert.
Það er ömurlegt fyrir mig að sitja uppi með það að hafa látið þetta fólk blekkja mig til fylgilags við sig á sínum tíma. Með þá skömm situr maður uppi með ævilangt. Það bætist við að lesa Mæðu-Moggann sér til sárra leiðinda
24.3.2021 | 21:37
ESB sé lof og dýrð
um aldir alda.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Íslands, auk annarra landa. Sérstaka heimild mun nú þurfa til að flytja bóluefni frá ríkjum sambandsins til Íslands.
Þetta kemur fram á vef framkvæmdastjórnarinnar.
Þar segir meðal annars að markmið aðgerðanna sé að tryggja íbúum innan Evrópusambandsins tímabæran aðgang að bóluefni gegn Covid-19.
Skilyrði sett fyrir útflutningnum
Sett eru tvö ný skilyrði fyrir útflutningi bóluefna frá ríkjum sambandsins. Annars vegar er litið til þess hvort innflutningslandið hamli sjálft útflutningi bóluefna eða efna sem nýtast til að framleiða þau.
Hins vegar er litið til þess hvort staða faraldursins sé betri eða verri í viðkomandi landi, í samanburði við Evrópusambandið. Er þá um að ræða stöðu bólusetninga, aðgang að bóluefnum og hversu útbreiddur faraldurinn er.
Á ekki að hafa áhrif á dreifinguna
Sigríður Á. Andersen greinir frá því á Facebook að íslensk stjórnvöld hafi fengið sömu skilaboð og þau norsku, þ.e. að þetta hafi ekki áhrif á dreifinguna sem nú standi yfir.
Þau skilaboð draga ekki úr alvarleika þessarar ákvörðunar ESB og framkomu gagnvart Íslandi, skrifar hún.
Noregur er einnig á bannlistanum, ásamt Albaníu, Armeníu, Aserbaídsjan, Bosníu og Herzegóvínu, Georgíu, Hvíta-Rússlandi, Ísrael, Jórdaníu, Líbanon, Líbíu, Liechtenstein, Norður-Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Sviss."
Nú getur landsöluliðið, Þorgerður Katrín, Logi Már og Þorsteinn Pálsson, sameinast í lofsöng sínum um EVRUNA og inngönguna í ESB.
Sjálfstæðisflokkurinn steinheldur sér saman sem Sfinxinn.
Veit einhver hvert sá flokkur og þingflokksformaður stefnir í raun og veru í afstöðu sinni til ESB?
24.3.2021 | 17:14
Grænna H2
24.3.2021 | 15:57
Vesgú Biden!
24.3.2021 | 15:30
Hælisleitendur áfram velkomnir?
hvað sem landamærasmitum líður?
24.3.2021 | 14:18
Loftslagsbullið
tröllríður heiminum og rýrir lífskjör almennings stórlega.
Alex Epstein hefur fært gild rök fyrir því að mannkynið allt myndi svelta ef ekki væri fyrir notkun jarðefnaeldsneytis.Allt talið um orkuskipti sem einhverja töfralausn til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda svokallaðra, þar sem metangas og vatnsgufa eru mun öflugari en koltvísýringur sem bullið gengur mest útá meðal þeirra sem minnst vitið hafa á málefninu.
Sem betur fer er jörðin sífellt að endurnýja orkulindir sínar af jarðefnaeldsneyti og enginn skortur á því er í bráðri augsýn.Mannfjölgunin er hið mikla vandamál en ekki loftslagsbreytingar sem jörðin og og sólin standa fyrir.
Frjálst land , sem Friðrik Daníelsson fer fyrir, heldur úti miklum fróðleik um orkumál. Af þeirri síðu hef ég tekið eftirfarandi texta:
"
Falsanirnar um loftslagsbreytingar af mannavölldum eru farnar að hafa alvarleg áhrif, sérstaklega í ESB sem hefur gert þær að skyldusannindum og ástæðu fyrir að hefta nýtingu eldsneytis. Afleiðingarnar eru stöðnun, atvinnuleysi og fátækt. Hagkvæmum orkuverum er lokað, orkuverð er orðið það hæsta sem um getur. Umhverfisspjöll, heilsuspilling og dýrameiðingar eru vaxandi af völdum vindmylla.
Sólarpanelar þekja stór landbúnaðar- og útivistarsvæði. Skógareyðing og trébrennsla er vaxandi.
Ræktun jurta til alkóhól- og olíuframleiðslu tekur mikið land og gefur dýrt og lélegt eldsneyti.
Notkun raforku er komin út í svið þar sem rafmgan hentar ekki. Hugmyndir um grænt vetni eru dæmigerðar um óraunsæi og vanþekkingu um umhverfisvernd.
Vetni sem eldsneyti.
Ein af óraunsæustu hugmyndunum um grænt eldsneyti er að nota rafgreiningarvetni í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. Hugmyndin er gömul og á rætur í að nóg er til af vetni í vatni og að vetnið er orkuríkt reiknað á þyngdareininngu.
En vandinn er að vetnið í vatninu er bundið á lægsta orkustigi.
Það þarf mun meiri orku til að losa það úr vatninu en fæst við brennslu þess.
Lengi var s.k. spaltgas haft til heimilisnota í Evrópulöndum og víðar, það er framleitt úr jarðefnaeldsneyti og vatni og inniheldur vetni og fleiri gastegundir.
Vetni til iðnaðar er framleitt úr jarðgasi eða jarðolíuafurðum ef á að gera það á hagkvæman hátt.
Vetni er mun orkuminna á rúmmálseiningu en jarðgas (3,3/10,1 Wh/L).
Núorðið er jarðgasið notað mikið sem eldsneyti til heimilisnota og iðnaðar.
Hreint vetni er ekki almennt notað sem eldsneyti en í litlu magni til iðnaðar í ákveðnar vörur.
Grænt vetni.
Það þarf um 50kWh af raforku á kg til að greina vetnið frá vatninu og framleiða lofttegundina vetni.
Súrefninu sem myndast, 8 kg á hvert kg vetnis, er hent.
Eigi að flytja vetnið til útlanda þarf að setja það á tanka.
Þá þarf að þétta það og gera það að vökva, kæla það niður í -253 °C nálægt alkuli (-273) sem þarf um 15 kWh/kg til viðbótar.
Vetnið skilar aðeins 39 kWh/kg, um 60%, þegar það er notað sem eldsneyti.
Sé reiknað með nýjum hugmyndum um raforkuverð, um 6 kr/kWh, mun raforkukostnaður einn og sér til að framleiða fljótandi vetni verða um um 390 000 krónur á tonn vetnis.
Verð framleiðenda á jarðgasi, sem er helsta samkeppnisvaran, hefur verið 15-30.000 kr á tonn upp á síðkastið í Hollandi.
Þó vetnið gefi 2,6-sinnum meiri orku (varma við bennslu) á tonnið (39/15 MWt) verður rafmagnskostnaðurinn í vetnisframleiðslunni einn og sér 5 til 10 falt-verðið á hitaeiningu í jarðgasinu, samkeppnisvörunni!
Óhentugt eldsneyti.
Jarðgas og olíugas er víða leitt í rörum til notenda og mætti líka gera með vetni (sbr. spaltgasið sem inniheldur vetni).
Vetni sem notað er á farartæki krefst allt annars kerfis með mun hærri þrýsting og öðrum dreifiaðferðum. Flutningur, geymsla og dreifing vetnis á farartæki eru dýr og ekki almennt fyrir hendi.
Vetni á bíla krefst tanka sem þola ofurþrýsting (um 700 loftþyngdir) og eru þungir, upp undir 100 kg fyrir hver 5 kg af vetni sem þeir rýma með orkuinnihaldi eins og 20 lítrar af bensíni. Efnarafalarnir í bílunum nýta rúmlega helming orkunnar í vetninu og endast stutt. Þess vegna er tískubylgjan um vetnisbílana í rénun.
Þegar reynsla safnast um hvað grænt vetni er óhentugt og dýrt sem almennt eldsneyti mun vetnistískubylgjan hjaðna í heild sinni.
Það er því ekki fýsilegt að stefna á rafgreingarvetnisframleiðslu á Íslandi til eldsneytisnota. Betra verð og meiri atvinnu er að fá úr annars konar notkun og framleiðslu."
Frjálst land fylgist grannt með þeim deilum sem uppi eru í Noregi um afstöðu þeirra til þáttöku í ACER, Evrópsku orkueinokuninnar, sem Alþingi Íslendinga vinnur skipulega að koma orkumálum Íslands undir með tilvísan til EES samningsins. Innleiðing 3. Orkupakkans undir forystu Birgis Ármannssonar var áfangi á þeirri leið að koma Íslandi undir Evrópsk yfirráð í orkumálum.
Það má áreiðanlega færa fyrir því rök að EES samstarfið hafi fært Íslandi ýmsa kosti. En það er ekki óumdeilt að Íslendingar hafi verið um margt ógagnrýnir á upptöku ýmissa gerða sem því hafa fylgt og ekki er ótrúlegt að marga agnúa hefði verið hægt að sníða af ef Alþingismenn hefðu verið betur upplýstir eða hugsandi en þeir reyndust í mörgum tilvikum.
Frjálst land hefur uppsögn EES samningsins á stefnuskrá sinni.Líklega er það ekki líklegt til mikils brautargengis í stjórnmálum eins og stendur hvað sem verður. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun í norskum stjórnmálum hvað þetta varðar sem mun hafa áhrif hingað til lands þó margt sé hér ólíkt.
En kolefnisbullið er þegar farið að stórskaða íslenskan almenning sem horfir eftir skattfé sínu í tilgangsleysi slagorðavaðals um einhver óraunhæf orkuskipti.
Það er jarðefnaeldsneyti sem er undirstaða lífskjara á Íslandi til sjávar og sveita. Að moka ofan í ræktunarskurði er beinlínis hlægileg barátta við vindmyllur í loftslagsbullinu sem umhverfisráðherrann sem enginn kaus veður uppi með.
24.3.2021 | 09:35
Mannjöfnuður
reyndist mögulegur þó mér fyndist að met hefði verið slegið í dellumakeríi Viðreisnar-Þorgerðar.
Lengi skal manninn reyna. Loga Már í hinum Samfylkingarflokknum tókst að ná jafnstöðu í vitleysunni.
Jón Magnússon lögmaður vekur athygli á þessu á sinn skarpskyggna hátt:
"
Spakvitrasti stjórnmálamaður norðan Alpafjalla, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, fjallar stundum um mál með þeim hætti að vísuhending um fjallið Einbúinn verða næsta hugleiknar eins og segir: Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt að lyngtætlur stara á hann hissa.
Í fréttatíma RÚV í hádeginu fann hann 5 ára fjármálaáætlun fjármálaráðherra allt til foráttu og segir að ekki sé ráðist að rót vandans sem sé atvinnuleysi. Logi bendir samt ekki á nein arðbær atvinnuskapandi verkefni, en setti fram nýja kenningu sem er einkar athygliverð.
Þannig sagði Logi formaður að þegar talað væri um tekjubætandi aðgerð í fjármálaáætluninni væri verið að vísa til niðurskurðar og skattahækkana.
Nú fer mér eins og lyngtætlunum í kvæðinu Einbúinn. Svo vís er þessi kenning Loga, að hún verður ekki sett í vitrænt samhengi við allílfið eða neinar hagfræðikenningar fyrr eða síðar hvorki borgaralegar né sósíalskar.
Hvað er tekjubætandi aðgerð? Skv.orðskýringu er það aðgerð sem kemur í stað skatta og eykur þá væntanlega ráðstöfunartekjur fólks. Okkur lyngtætlunum er því fyrirmunað að skilja þá rökfræðilegu útleggingu Loga formanns, að tekjubætandi aðgerð þ.e. lækkun skatta sé ávísun á niðurskurð og skattahækkanir.
Umræða verður um málið á Alþingi á morgun og væntanlega mun Logi sem hefur hér haslað sér völl með nýja sýn á hagfræðileg hugtök, orsök og afleiðingu gera okkur lyngtætlunum vitsmunalega grein fyrir því hvernig þetta getur farið saman með þeim hætti sem hann heldur fram."
Herre-GUD.
Ef þessi mannjöfnuður á að taka við landsstjórninni í haust?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2021 | 17:18
AstraZeneca öruggt
þrátt fyrir lygaherferð Evrópusambandsins á hendur því.
Gunnar Rögnvaldsson skrifar:
"
Niðurstöður eru komnar úr klínískum prófunum á bóluefninu frá AstraZeneca í Bandaríkjunum. En bóluefnið er kennt við háskólann í Oxford í Stóra-Bretlandi, þar sem það var fundið upp
Í frétt Wall Street Journal í gærkvöldi kemur fram að klínískum prófunum sé nú lokið þar vestanhafs og að bóluefni AstraZeneca sé öruggt. Það er talið 80 prósent verndandi fyrir 65 ára og eldri, en sá aldurshópur í klínísku prófununum vestanhafs var mun stærri en þegar efnið var prófað austanhafs. Fær bóluefnið einkunnina 100 prósent í því að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar og sjúkrahúsinnlagnir hjá fólki á öllum aldri og kynþáttum
Engin vandamál með blóðtappa komu fram í prófunum. Hefur bandaríska ríkisstjórnin þegar pantað 300 milljón skammta af bóluefninu og þar af mun varnarmálaráðuneytið fá 200 milljón skammta. Um það bil 32.500 manns sem eru 18 ára og eldri tóku þátt í prófinu og var fimmtungur þeirra eldri en 65 ára
Framleiðandinn AstraZeneca segist muni halda áfram að rýna í niðurstöðurnar og ætlar að sækja um markaðsleyfi fyrir bóluefnið í Bandaríkjunum. En Donald J. Trump forseti lét Bandaríkin veita 1,2 milljarði dala til þróunar þess er hann setti Ljóshraðaáætlun sína til þróunar, framleiðslu og dreifingar bóluefna gegn kínversku Wuhanveirunni á laggirnar í mars 2020. Hátt í 20 milljarðar dala voru settir í áætlunina og hóf hinn fámenni en velmannaði vinnuhópur sem að áætluninni stóð, þegar greiðslur úr þeim poka af peningum í mars 2020. Þremur vikum síðar tók hinn litli vinnuhópur Borisar Johnsons til starfa við sama verk, austan Atlantsála í Bretlandi
En þá var hið helsjúka Evrópusamband, sem lífshættulegt er heilsu manna, ekki einu sinni vaknað í málinu og drattaðist það síðan síðast allra í veröldinni af stað í þessum málum. Varla hefur eins viðurstyggilegt og lífshættulegt fyrirbæri og Evrópusambandið skriðið um á evrópskri jörð á friðartímum, síðan að Adolf Hitler kanslari Þýskalands undirbjó sig þar síðast. Evrukreppan sem hófst 2008 var 10 ára hryllingur þjóðpyntinga og varir enn; Flóttamannamisfóstrið 2014 er enn að rústa Evrópu; Og núna síðast er það massadauði íbúanna vegna misþyrminga Evrópusambandsins á sjúkdómavörnum í löndum sambandsins. Tugir og aftur tugir þúsunda manna munu láta lífið af völdum Evrópusambandsins á þessu ári
Fáir nema vesælir og veiklunda menn og vitsmunaskertir einfeldningar leggja lag sitt við Evrópusambandið"
Sagt er að Frakkar hafi beitt áhrifum sínum í að tefja fyrir bólusetningum vegna þess að frönsk lyfjafyrirtæki voru langt á eftir í rannsóknum.
Evrópusambandið er kaldrifjað þröngsýnt kúgunartæki sem vinnur á móti viðskiptafrelsi í heiminum. EVRAN er gjaldmiðill sem hentar ekki mismunandi efnhagskerfum og getur aldrei mælt allra hag í einu vegna þess.
Íslensk fífl vilja fórna okkar fullveldi á því altari eins og best sést í hegðun ESB í bóluefnaviðskiptum og lygina gagnvart AstraZeneca.
23.3.2021 | 11:05
Heimskulegasta efnahagsgreinin!
um hagfræði er eftir formann og varaformann Viðreisnar í Fréttablaðinu í dag og er þó grein eftir Óla Bieltvedt þar líka.
Greinin er svofelld:
"Nýju fötin keisarans í ævintýri H. C. Andersen af hjúpuðu hégóma og sjálfsblekkingu.
Nýju höftin Sjálfstæðisflokksins í frumvarpi, sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, afhjúpa líka hégóma og sjálfsblekkingu um krónuna. Frumvarp fjármálaráðherra felur í sér að auk þjóðhagsvarúðartækja fái Seðlabankinn og fjármálaráðherra vald til þess að skella á jafn umfangsmiklum fjármagnshöftum og giltu eftir hrun krónunnar og fall bankanna 2008. Valdframsalið gerir ekki einu sinni ráð fyrir neinni pólitískri umræðu um svo viðamiklar og afdrifaríkar ákvarðanir. Um þær á einfaldlega að véla í lokuðum herbergjum.
Varanlegt vantraust á gjaldmiðlinum
Sennilega er þetta í fyrsta skipti sem stjórnmálaflokkur hefur kosningabaráttu með svona afgerandi uppgjafaryfirlýsingu. Fastheldni við krónuna og andstaða við hvers kyns alþjóðlegt samstarf í gjaldmiðilsmálum hefur verið hornsteinn í efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins síðustu ár. Nú koma hins vegar talsmenn hans og segja að krónan gangi ekki upp nema Seðlabankinn og fjármálaráðherra fái varanlega víðtækustu haftaheimildir sem þekkjast á Vesturlöndum. Þessi aðgerð felur ekki í sér tímabundnar aðgerðir eins og eftir hrun. Það er verið að framselja Seðlabankanum og fjármálaráðherra varanleg og viðvarandi haftavöld í gjaldeyrismálum. Ástæðan er sem sagt ekki stundarerfiðleikar heldur varanlegt vantraust á gjaldmiðlinum.
Aðrar leiðir eru færar
Það vill svo til að Viðreisn er sammála þessu nýja mati Sjálfstæðisflokksins á krónunni. Svo lengi sem við höldum krónunni eru gjaldeyrishaftaáform fjármálaráðherra óhjákvæmileg. Ástæðan fyrir þeim grundvallarágreiningi, sem ríkir milli Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins, liggur í hinu að við þurfum ekki að þrengja að samkeppnisstöðu landsins með þessum hætti. Okkur eru aðrar leiðir færar. Því hafnar Sjálfstæðisflokkurinn. Það eru sérstök skilaboð til ferðaþjónustunnar og þekkingariðnaðarins að hóta nú gjaldeyrishöftum þegar mest á ríður að auðvelda þessum greinum að hlaupa hraðar. Meðal annars með því að laða að erlenda fjárfestingu.
Alþjóðlegt samstarf óhjákvæmilegt
Við höfum sýnt fram á að það myndi þjóna best samkeppnisstöðu landsins að taka upp evru með aðild að evrópska myntbandalaginu og Evrópusambandinu. Kreppan kallar hins vegar á skjótvirkari lausnir. Guðmundur Magnússon fyrrverandi háskólarektor og Stefán Már Stefánsson fyrrverandi lagaprófessor hafa í greinum sýnt fram á að Íslandi á að standa opin leið að semja við Evrópusambandið um samstarf til þess að tryggja stöðugleika á innri markaðnum, sem við eigum aðild að. Við höfum lagt til að þessi leið verði farin. Í ljós hefur komið að kreppan er ekki eins mikil og menn héldu í fyrstu. Það er engin gjaldeyriskreppa eins og 2008. Bankarnir blómstra. Sóknarfærin bíða. Samt þarf að lögfesta haftaheimildir.
Eigum ekki að hlaupa í öfuga átt
Ástæðurnar fyrir því blasa við: Við erum eina þjóðin á Vesturlöndum þar sem veirufaraldurinn hefur leitt til aukinnar verðbólgu. Hér hefur verðbólguþakið verið sprengt og atvinnuleysi aldrei verið meira. Þrátt fyrir sérsniðna krónu. Ríkisstjórnin fær ekki innlend lán á viðráðanlegum kjörum eins og hún stefndi að í fyrra. Þess í stað eru tekin erlend lán með mikilli gengisáhættu, sem skattborgararnir ábyrgjast. Seðlabankinn hefur ekki getað staðið við fyrirheit sín um innlenda lánsfjáröflun fyrir ríkissjóð og lýsir nú áhyggjum yfir því að útgjaldaáform ríkisstjórnarinnar séu of mikil. Og menn óttast vaxtahækkun. Samtök atvinnulífsins segja að fjármála- og efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar sýni að væntanlegur hagvöxtur verði of lítill til að standa undir lánum ríkissjóðs og því þurfi að skera niður eða hækka skatta. Þegar málum er þannig komið sér Sjálfstæðisflokkurinn það eitt til ráða að fá Alþingi til að framselja seðlabankastjóra og fjármálaráðherra ótakmarkað vald til þess að beita gjaldeyrishöftum. Þetta heitir ekki að hlaupa hraðar. Þetta er að hlaupa í öfuga átt.
Lífeyrisþegar í mestri hættu
Skaðsemi gjaldeyrishafta er margvísleg. Heimildirnar einar hræða erlenda fjárfesta. Beiting þeirra veikir samkeppnishæfni Íslands. Hún leiðir óhjákvæmilega til mismununar. Afleiðingin er spilling. Þeir sem telja sig hagnast á henni gleðjast hins vegar. Ein mesta hættan felst þó í því að Seðlabankinn og fjármálaráðherra muni nota haftaheimildirnar til þess að loka lífeyrissjóðina af í hagkerfi sem þeir eru löngu vaxnir upp úr. Á sama tíma er Seðlabankinn að þrýsta á fjármálaráðherra að afnema ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna, sem er eina haldreipi sjóðfélaganna. Þróist mál á þennan veg verða lífeyrissjóðirnir að lána ríkissjóði á vöxtum sem verða til muna lægri en hagvöxturinn. Þar með geta þeir ekki tryggt sjóðfélögunum óskertan lífeyri í framtíðinni. Þetta þýðir að í stað almennra skattahækkana eða niðurskurðar eins og Samtök atvinnulífsins spá verða lífeyrisþegar látnir bera baggana.
Raunsæi í stað sjálfsblekkingar
Hér þarf öfluga viðspyrnu. Nýja hugsun. Við þurfum strax að leita eftir alþjóðlegu samstarfi til að tryggja stöðugleika gjaldmiðilsins. Sjálfsblekkingin má ekki ráða för. Við þurfum raunsæi til þess að auðvelda ferðaþjónustu og þekkingariðnaði að hlaupa hraðar en ekki síður verja hagsmuni lífeyrisþega."
Þessir spekingar segja ekki neitt um það hvernig þeir ætla að framkvæma peningaskiptin.Á hvaða gengi verði skipt? Hvaða kauptaxtar verða í gildi eftir evruupptökuna?
Þetta fólk bullar óaábyrgt um eitthvað sem það getur ekki útskýrt á neinn hátt á raunhæfan hátt.
Það er gjaldeyrisfrelsi á Íslandi í dag. Þetta fólk má nota evru fyrir öll sín viðskipti innanlands. Engin hindrar það í því. Til hvers er það með svona bulluskrif?
Ef einhverjir ætla að kjósa þetta fólk út á þetta efnahagslega bull þá þarf það a hugsa dæmið lengra en þessa heimskulegustu efnahagsgrein allra tíma.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 3421156
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko