5.3.2021 | 10:48
Orð í tíma töluð
kom afrá Birni Bjarnasyni:
"
Jafnaðarmenn í Danmörku styrktu stöðu sína mikið með því að draga skarpa línur í útlendingamálum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, heldur fast við þessa hörðu útlendingastefnu samhliða því sem hún lætur sitt ekki eftir liggja til að tryggja dönsku þjóðinni sem bestan aðgang að bóluefni.
Fimmtudaginn 4. mars fór danski forsætisráðherrann í 3.000 km langa flugferð til að hitta Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, í Jerúsalem og leggja á ráðin um sameiginlegan þróunarsjóð í þágu bóluefnis. Hún tók þar höndum saman við einn mesta hægrimanninn í stóli forsætisráðherra innan ESB til að brjótast undan Brusselvaldinu í bóluefnamálum auk þess sem heimsókn þeirra Kurz er talin styrkja Netanyahu í kosningabaráttu í Ísrael.
Nú fer Mette Frederiksen í fjögurra daga sóttkví eftir ferðalagið og danskir stjórnmálamenn í hennar flokki og stuðningsflokkum stjórnarinnar auk stjórnarandstöðunnar meta hvernig við framtaki hennar skuli brugðist. Burst hefur verið dregin úr nefi ESB-valdamannanna í Brussel.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í Ísrael fimmtudaginn 4. mars 2021.
Hreyfing kemst ekki á hluti nema einhver hreyfi við þeim. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fulltrúi utanríkisráðuneytisins í flóttamannanefnd, vék að því í grein í Morgunblaðinu fimmtudaginn 4. mars að við greiningu í utanríkisráðuneytinu á kostnaði við þjónustu við hælisleitendur og kvótaflóttafólk hefðu meðal annars komið í ljós vandkvæði vegna þess að hælisleitendur fá nokkrar mismunandi kennitölur við komuna til landsins, t.a.m. eina frá Útlendingastofnun og aðra frá lögreglunni. Vegna þess sé nú illmögulegt að hafa fulla yfirsýn yfir útgjöldin.
Þá segir Diljá Mist að ýmsir útgjaldaliðir vegna hælisleitenda hafi vakið spurningar og segir: Sem dæmi um útgjaldaliði sem voru yfirfarnir má nefna lyf, sálfræðiþjónustu, sjúkra- og iðjuþjálfun, gleraugu og heyrnartæki og aksturskostnað. Er þá ótalinn kostnaður við framfærslu og húsnæði. Ljóst er að kostnaður við heilbrigðisþjónustu við hælisleitendur er stór útgjaldaliður, en þar með talinn er kostnaður við ýmsa sérlækna.
Þarna er hreyft vandkvæðum í málum sem snerta grunnþætti samfélagsgerðarinnar, kennitölukerfið og greiðslur vegna sjúkrakostnaðar sem er mjög viðkvæmt mál eins og umræður um samninga Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) við innlenda aðila sýna. Þjóðskrá heldur á kennitöluskráningunni getur verið að það sé gert á þann veg að opinberir aðilar sem leggja kennitölur til grundvallar í störfum sínum verði að hanna eigið kennitölukerfi? Streymir fé sjálfkrafa út á kennitölur úr SÍ? Hér eins og annars staðar verða til svikamyllur í kringum hælisleitendur í því skyni að mjólka opinber kerfi sem veita félagslega aðstoð.
Árið 2019 voru útgjöld ríkisins vegna hælisleitenda hátt í 4 milljarðar ISK en 867 einstaklingar sóttu hér um hæli það ár. Biðlistarnir sem myndast í þessu kerfi eru dýrkeyptir. Þá verður að stytta með skörpum, gagnsæjum reglum og markvissri framkvæmd þeirra."
Það er margt skrafað um hælisleitendamál og yfirgnæfandi fylgi virðist við það að reynt verði að stýra útgjöldunum á einhvern hátt. En stefnan og framkvæmdin er hinsvegar þveröfug. Ekkert virðist nógu mikið eða rausnarlegt þegar kemur að viðurgjörningi við þessa óboðnu gesti.
Hugsanlega hlustar einhver á Björn Bjarnason og hans orð í tíma töluð.
3.3.2021 | 15:51
Afreksfólk
þarf til að halda því fram enn þá að Ríkið eigi enn að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni svo Borgarstjórnarmeirihlutinn geti skreytt Vatnsmýrina með nýjum Pólum í stíl við óskapnaðinn sem Valsmenn eru búnir að klessa þar niður. Þvílíkt allsherjar umhverfisslys á þessum fagra stað kyrrðar og náttúrlífs blasir þar við.
Og svo á að herða á eyðileggingunni með því að byggja í Skerjafirði.
Mikli aðkallandi þörf er að koma Þórdísi Lóu úr áhrifastöðu sinni við að halda þessum meirihluta við völd. Sá skaði sem hann á eftir að valda á höfuðborgarsvæðinu verður legíó áður en linnir og tjónið á samgöngumálum óendanlegt.
Aannað eins afreksfólk í hugmyndaflugi til illra verka og Dagur B. Eggertsson og hans fylgifiskar eru vandfundir ef marka má auglýsingar Bolla kaupmanns.
2.3.2021 | 17:38
Bragð er að þá...
Björn Bjarnason lítur yfir efnahagssviðið.
Hann segir m.a.:
"...
Allt er þetta til marks um að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar skili góðum árangri, í raun betri en bjartsýnustu spámenn vonuðu. Í nýjasta þjóðarpúlsi Gallups halda stjórnarflokkarnir sínum hlut en Samfylking, Viðreisn og Miðflokkurinn dala og 59% landsmanna segjast styðja ríkisstjórnina. Styrkur stjórnarinnar er þannig mun meiri en hrakspámenn töldu að hann yrði eftir langvinn átök við faraldurinn.
Vandræðin vegna bóluefna eru veikasta stoð hagstjórnarinnar en þar batt ríkisstjórnin trúss sitt við ESB. Eitt er að gera það við innkaup á bóluefnum annað að láta fordóma gegn bóluefninu AstraZeneca í ýmsum Evrópulöndum ráða ákvörðun um notkun þess hér.
Bretar hafa víðtækasta reynslu Evrópuþjóða af áhrifum bólusetninga og nú sýna athuganir þar að einn skammtur af annaðhvort AstraZeneca eða Pfizer bóluefnum minnkar líkur á að eldri borgarar yfir áttrætt þurfi sjúkrahúsvist vegna veirunnar um meira en 80%."
Ég vil taka undir bjartsýni Björns.Ég held að efnahagslífið muni taka nokkuð bratt við sér ef okkur tekst að halda veirunni í skefjum. Það er ótrúlegur uppsafnaður framkvæmdavilji meðal fólks, leiðinn á aðgerðaleysinu sparkar í okkur ekki síst. Við höfum ótal möguleika og alls ekki útilokað að bólusett fólk og skimað komi hingað í ferðalög.
Það er skelfilegt hvernig menn eins og Macron fá að dreifa falsfréttum um bóluefnin. Ég hef hann grunaðan um að grafa undan öðrum framleiðendum en Frökkum vegna gamalkunnugs þjóðernisrembings sem svekkir þá af því að þeirra lið er ekki tilbúið með neitt en sitja eftir í kapphlaupinu.
En bragð er að þegar Björn viðurkennir að við höfum verið of hallir undir ESB í bóluefnamálum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2021 | 14:47
Nýtt lyf við COVID
"A panel of experts that advises the Centers for Disease Control and Prevention has given its blessing to a new one-shot vaccine for COVID-19.
The Advisory Committee on Immunization Practices voted 12-0, with one recusal, to recommend the use of the Johnson & Johnson vaccine for people aged 18 and older. The move comes one day after the Food and Drug Administration authorized this vaccine for emergency use, making it the third COVID-19 vaccine available in the U.S.
Shortly after the CDC panel voted, Dr. Rochelle Walensky, the agency's director, signed the endorsement, making it official CDC policy.
Unlike the Moderna and Pfizer-BioNTech vaccines, the Johnson & Johnson vaccine requires just one jab. It also stays stable in a refrigerator and doesn't require storage in a specialized freezer.
"The logistics of this particular vaccine may make it more acceptable to a wide variety of stakeholders," Dr. Sara Oliver of the CDC told the advisory committee. "This is a single-dose vaccine with more convenient storage, and does not require dilution."
Hvenær skyldi Svandís heyra af þessu?
27.2.2021 | 15:51
Gettu betur BETUR !
hef ég verið að horfa á keppni í mér til ánægju.
ÉG heyri mjög illa og er seinna að fatta til viðbótar. Við Spurningunum veit ég yfirleitt ekki svörin. Það er þá ekki mér til fróðleiks þegar einhver vizkubrunnurinn kann svarið og muldrar það í bringu sér. Spyrillinn segir hátt og snjallt: Það er rétt svar og gefur svo bara stig án frekara útskýringar. Ég er engu nær og engu vísari.
Getur spyrillinn ekki endurtekið rétta svarið hátt og snjallt þannig að ég fái að vita svarið? Eða birta spurningarnar og svörin sem texta á skjánum. Eitthvað sem getur aukið okkur ófróðum vizkuna?
Bara svona tillaga til endurbóta við að geta betur Betur.
27.2.2021 | 11:02
Áminning vegna umferðar
er þörf grein Arnar Þórðarsonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem birtist í Morgunblaðinu í dag:
Örn skrifar:
"Hve lengi ætlar ríkisstjórnin að láta meirihlutann í Reykjavík teyma sig á asnaeyrunum?
Nú hefur samgönguráðherra tilkynnt að framkvæmdir við mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, hættulegustu og slysamestu gatnamót í Reykjavík, verði ekki hafnar á árinu 2021 eins og samgöngusáttmálinn, sem undirritaður var í september 2019 og m.a. samgönguráðherra, fjármálaráðherra og borgarstjóri undirrituðu við mikil fagnaðarlæti, heldur verði það ekki fyrr en árið 2025.
Engar aðgerðir næstu fjögur ár við þessi hættulegustu gatnamót borgarinnar.
Í yfirlýsingu sinni minntist ráðherra ekki einu orði á borgarlínu og þá tugmilljarða króna sem á að eyða í þá framkvæmd á næstu mánuðum og árum. Þar er verið að leggja í vegferð upp á 150-200 milljarða króna, sem aðallega Reykjavíkurborg, ríkissjóður og bíleigendur bera kostnað af. Það ævintýri virðist eiga að halda áfram athugasemdalaust.
Er ekki nóg komið af aðgerðarleysi í mikilvægum samgöngubótum í Reykjavík? Eða er það ætlunin að kostnaður við borgarlínu hafi forgang en aðrar samgöngubætur verði látnar mæta afgangi. Borgarlínufarsi meirihlutans á greinilega eftir að halda áfram gagnrýnislaust af hálfu ríkisins, en stór hluti af kostnaði við þá framkvæmd verður greiddur af ríkinu og flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, auk fyrirhugaðra veggjalda á bifreiðaeigendur.
Ekkert aðhafst í skipulagningu
Á tímabilinu 2019- 2021 hafði meirihlutinn í Reykjavik nægan tíma til að gera nauðsynlegar ráðstafanir í skipulagi mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, en aðhafðist nánast ekkert í þeim efnum. Enda liggur fyrir að núverandi meirihluti í Reykjavík er andvígur mislægum gatnamótum þarna.
Þessi afstaða og vinnubrögð meirihlutans í samgöngumálum borgarinnar eru síður en svo með öryggi og hagsmuni tugþúsunda bíleiganda í Reykjavík í huga.
Markmið meirihlutans virðist vera að gera bíleigendum eins erfitt fyrir og kostur er.
Nauðsynlegt er að samgönguráðherra geri nánari grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að fresta framkvæmdum við byggingu mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Bústaðaveg um fjögur ár."
Það er greinilegt að brotavilji meirihlutans gegn þeim yfirgnæfandi meirihluta kjósenda sem hefur valið sér einkabílinn sem samgöngumáta er þvílíkur að torbætanlegt tjón mun af hljótast áður en hans amtstíð lýkur.
Það er sama hvert litið er, þá svífur umferðarskemmdarfýsn Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur yfir vötnunum en hún vill vinna það tjón sem hún má á öllu sem tengist bílaumferð almennings þó hún noti einkabílinn sjálf ekki síður en Dagur B.við Óðinstorg
Örn Þórðarson á þakkir skildar fyrir þessa þörfu áminningu um svikasöguna og klúðrið sem ríkisvaldið og nágrannasveitarfélögin hafa látið teyma sig út í af þessum borgarstjórnarmeirihluta.
Fyrr en þeim meirihluta í boði Þórdísar Lóu hefur verið komið frá eru allar bjargir bannaðar í bættri umferðarmenningu á höfuðborgarsvæðinu.
26.2.2021 | 14:52
Frábært flugvallarstæði !
blasir við á þessari mynd af eldvörpunum sem liggja til suðausturs eftir Reykjanesskaganum.
Dagur þarf ekki nema að setja jarðýtu á gígana og slétta og þá er komin þessi fína upphleypta flugbraut og hann getur byrjað að selja lóðir á Reykjavíkurflugvelli í stíl við nýju Pólana sem Valsmenn eru búnir að kakka þar niður.Hugsanlega hristist fyllingin nægilega í næstu jarðskjálftahrinu þannig að það þurfi lítið að valta hana fyrir malbikun.Jafnvel verður pláss fyrir Borgarlínu til hliðar við flugbrautina
Það sjá allir að þarna blasa tækifærin við vinstrimönnum í Reykjavík.
Þarna er frábært flugvallarstæði sem bara bíður eftir því að verða nýtt af vinstri mönnum með nægilegt hugmyndaflug.
26.2.2021 | 10:42
Forgangsröðun
veltir Vilhjálmur Bjarnason fyrir sér í afbragðs góðri grein í Morgunblaðinu í dag:
"Von er líklega með fegurstu orðum íslenskrar tungu. Þegar svo alvarlegur úrskurður um fegurð er kveðinn upp er rétt að staðsetja fallegt orð meðal annarra tilfinninga. Sá er þetta ritar staðsetur vonina sem þrá milli sársauka og sáttargjörðar, eftir atvikum með fyrirgefningu.
Á sama veg er spilling með neikvæðustu orðum íslenskrar tungu. Enn fremur er traust von um sanngirni. En sælir eru þeir sem aldrei festa von sína á einu framar öðru; þeim bregst fátt.
Þá má spyrja hvort lágir stýrivextir séu algildur mælikvarði á traust til seðlabanka. Lágir stýrivextir kunna að vera vísbending um aðstæður fyrir spillingu.
Úrskurður um spillt samfélag
Nýlega kváðu tveir huldumenn upp huglægan úrskurð um spillingu meðal okkar hinna. Það var hraustlega gert. Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.
Svo segir í Jóhannesarguðspjalli að Frelsarinn hafi sagt þegar kona sem var talin hafa drýgt hór var færð fyrir hann. Almennt er talið að menn eigi einfaldan hór við samvisku sína. Það að klína hóri og spillingu upp á heila þjóð nálgast að bera ljúgvitni gegn náunga sínum.
Er það spilling hjá stjórnvöldum að staldra við stjórnarskrárbreytingar sem hafa farið í gegnum óskiljanlegt ferli og skoðanakönnun sem gerð var í opinberri þjóðaratkvæðagreiðslu?
Getur þráhyggja einhverra um stjórnarskrá verið tilefni til altæks úrskurðar um spillingu annarra í samfélagi? Það má einnig vera að sá sem treystir yfirvöldum sé ekki maður! Því verði mannsbragur á úrskurðum um spillingu!
Huglægt og hlutlægt
Það er erfitt að kveða upp huglæga úrskurði án þess að hafa hlutlæga mælikvarða. Tveir valinkunnir snillingar geta ekki lagt mat á verðþróun án hlutlægs mats. Það kunna að vera að skekkjur og bjögun í hefðbundinni verðbólgumælingu. En bjögunin minnkar verulega þegar breytingin er mæld á hlutlægan hátt. Sennilega er verðbólga nálægt því að vera hlutlægur mælikvarði á undirrót spillingar.
Fyrir utan það að óðaverðbólga getur af sér siðlausa stjórnarhætti eða siðlausir stjórnarhættir geta af sér óðaverðbólgu.
Spurningar um spillingu
Fyrir utan hlutlægan mælikvaða verðbólgu varðandi spillingu kann að vera rétt að leita svara við nokkrum spurningum áður en úrskurður um spillingu er kveðinn upp.
Er algengt og einfalt að greiða lögreglu og dómurum við dómstóla hagsmunafé?
Er aðgangur að almannaþjónustu, svo sem eins og læknisþjónustu, háður persónulegum duttlungum?
Eru aðgangur að námi og mat á námsárangri háð persónulegum duttlungum?
Er aðgangi að takmörkuðum gæðum úthlutað eftir duttlungum?
Er tekið eðlilegt gjald af takmörkuðum gæðum?
Er persónuleg friðhelgi almenn eða aðeins fyrir útvalda?
Auðvitað eru óteljandi mælikvarðar á spillingu við úthlutun takmarkaðra gæða til sérvalinna gæðinga. Biðraðamyndun er gott efni í úthlutun gæða eftir duttlungum. Þannig geta biðlistar eftir valkvæðum læknisaðgerðum orðið undirrót spillingar. Biðraðir í fjármálafyrirtækjum hurfu með eðlilegum raunvöxtum þegar ekki var lengur verið að úthluta gæðum og flytja eignir frá sparifjáreigendum til fyrirtækja og skuldara. Sparifjáreigendur eru einstaklingar, með beinum hætti og óbeinum með aðild að lífeyrissjóðum.
Neikvæðir raunvextir eru tilfærsla frá einstaklingum til fyrirtækja. Hvernig má réttlæta skylduaðild að lífeyrissjóðum við þessar aðstæður? Með þessu er verið að gera launtaka að aulum. Það er gróðrarstía fyrir spillingu.
Ávöxtun lífeyrissjóða, er þar mælikvarði á spillingu?
Ávöxtun eigna lífeyrissjóða er þokkalegur mælikvarði á spillingu. Þokkaleg og eðlileg ávöxtun er mælikvarði á eðlilegan rekstur. Eðlilegur rekstur er ekki spilling. Greinarhöfundi er ekki ljóst hver þekking prófessoranna er á rekstri lífeyrissjóða.
Hvort er meira þarfaþing, öflugur lífeyrissjóður eða ný stjórnarskrá?
Það verður aldrei efast um þekkingu spillingarmatsmanna á stjórnarskrármálum. En er þekkingin á samfélaginu með slíkum yfirburðum og altækum hætti að prófessorarnir geti með huglægu mati og dómgreind dæmt um spillingu í heilu samfélagi?
Er það spilling að forsætisráðherra eigi erlendar eignir í landi með frjálsu flæði fjármagns? Svo er alls ekki! Það er dómgreindarleysi forsætisráðherra að greina ekki frá því að hann er einn kröfuhafa í þrotabú þar sem íslenska ríkið er samningsaðili. Slíkan einfaldan hór verður maðurinn að eiga við eigin samvisku. Dómgreindarleysi forsætisráðherra er á engan veg spilling heils samfélags. Jón Hreggviðsson vildi að drottinn sendi sér tóbak, brennivín og þrjár frillur! Jón taldi það ekki hór!
Sársauki og sáttargjörð
Brigsl um spillingu og vandlæting í frekjuköstum geta aldrei orðið annað en vísbending um hugarástand þess sem brigslar og vandlætir. Til eru fleiri mælikvarðar en verðbólga á gæði og gegnsæi samfélags. Hagstofa mælir margt og birtir víðtækar upplýsingar. Það kann að vera að sáttargjörð og von leynist í aðgengilegum opinberum upplýsingum þannig að huglæg túlkun ráði að lokum niðurstöðu.
Lagasetning
Hefur ákveðin lagasetning almennan eða sértækan tilgang? Lengi var það svo að lagasetning átti að þjóna hinum þjóðlegu atvinnugreinum. Við hrun Sovétríkjanna varð lagasetning almenn á Íslandi, horfið var frá fyrirgreiðslu og möndli.
Ástæðan var ekki hrun Sovétsins, heldur nýir stjórnarherrar og aðild að EES.
Það var gert samkomulag við fjármálastofnanir um að draga úr útlánum til allra nema sjávarútvegs og landbúnaðar. Útlán til verslunar voru ekki þjóðleg. Sértæk lagasetning fyrir þjóðlega atvinnuvegi og þjóðlega starfsemi leiðir af sér fyrirgreiðslu. Fyrirgreiðsla er spilling. Almennar aðgerðir eru heiðarleiki og traust.
Vera má að lagasetning frelsi mann frá því að hugsa, nema lagasetningin sé sem spakmæli sögð á röngum stað og rangri stundu! Helst hvort tveggja! Þá reynir á dómgreind og dómgreindarbrest!
En eftir stendur: Íslendingar eru mjög fylgjandi spillingu, einkum ef þeir fá hlutdeild í henni sjálfir, og helst óskipt."
Það er fyrir löngu gengin fram af flestum vitleysan í kring um stjórnarskráruppkastið sem nú er hampaða af þeim óspökustu sem nýrri fullgerðri stjórnarskrá.
Þorvaldur Gylfason og ámóta orðhenglar hafa enda farið mikinn og staðhæft að þarna hafi þeir og hans nótar skapað fullskapaða stjórnarskrá handa mér og þér til að setja í stað stjórnarskrárinnar frá 1944. Sem okkur myndi auðvitað aldrei treysta neinum hlaupastrákum til að framkvæma fram hjá Alþingi
Engu að síður hamast margt af þessu liði með trumbur, borða og slagorð og krefjast gildistöku uppkastsins og styrkja sig með ásökunum um spillingu allra annarra en sjálfs sín.
En Vilhjálmur spyr hvað eigi að hafa forgang? Lífshagsmunir almennings og afkoma eða eitthvað stjórnarskrárplagg sem fáu skiptir í daglegu lífi.
Er ekki tímabært að spyrja sig hvað standi fólki næst?
Hvernig eigi að forgangsraða?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2021 | 10:13
Þversögn
blasir við í útlendingamálum?
Eru ekki Skjónalögin í gildi þar sem ekki má einu sinni skoða uppí erlend ungmenni, hvað þá biðja um sannsögli eða passa? En svo á að tryggja að hælisleitandi sé ekki að koma í glæpsamlegum tilgangi til landsins?
"Lögregla telur að 15 skipulagðir glæpahópar séu starfandi í landinu, en skipulögð brotastarfsemi hefur mjög færst í aukana undanfarin ár. Þeir eru af mörgu þjóðerni og starfa flestir innan lands sem utan.
Við því hefur verið brugðist, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og boðar frekari aðgerðir og fjárframlög í því skyni á næstunni, en sérstakt 350 milljóna króna framlag í löggæslusjóð verður veitt til þess að efla lögregluna á þessu sviði.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein sem dómsmálaráðherra ritar í Morgunblaðið í dag. Hún segir ekki nóg að horfa til glæpastarfseminnar einnar, því margir hópanna stundi jafnframt löglegan rekstur af ýmsu tagi, gagngert til þess að þvo illa fengið fé eða stuðla að frekari glæpum. Hóparnir eru af ýmsu þjóðerni og starfa flestir bæði innanlands og utan.
Fram kemur að ríkislögreglustjóra hafi verið falið síðastliðið haust að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi, í þeirri baráttu þurfi að samnýta mannafla og búnað og lögreglan verði að hafa þekkingu og getu til að fást við umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál.
Sérstakur stýrihópur hefur verið settur á laggirnar til þess að koma því í kring, en í honum sitja fulltrúar helstu lögregluembætta."
Er ekki þversögn fólgin í svona haltu mér slepptu mér afstöðu landamæraeftirlitsins með því hverjir mega koma og hvernig?
25.2.2021 | 14:21
Málsvörn
Jóns Ásgeirs í bók Einars Kárasonar var ég að renna í gegn um á hraðferð. Það er langt í frá að ég geti fellt einhvern dóm um verkið í heild. Enda er ég hlutdrægur þar sem Einar er einn af mínum uppáhalds skríbentum.
En þessi bók er byggðá mikilli heimildavinnu hvað sem tautar. Hvernig einstakar persónur koma út er sjálfsagt litað af viðhorfum Jóns og Einars. Ég á dálítið bágt með að sjá fyrir mér alla illsku og fautaskap Davíðs Oddssonar, þetta er einhver annar maður en ég taldi mig þekkja þó að ég viti að það þarf klof til að ríða röftum. Og margt er talað um skapferli Davíðs sem ekki allir þekkja, allavega ekki ég.En við sögu koma þvílíkur fjöldi af fólki um víða veröld að það er erfitt að fóta sig í atburðarásinn.
En mér fannst frásögnin af tilurð Bónusar og uppvexti Jóns mjög skemmtileg og fróðleg. Hvað sem annars verður sagt er þetta partur af sögu þjóðarinnar og einstöku framtaki feðganna.
Ég man að ég hitti Jóhannes á sýningu þegar hann er að undirbúa að opna Bónus. Hann var svo myljandi skemmtilegur þegar hann er að lýsa áformum sínum. Lágu verði, takmörkuðu framboði og að Bónus myndi ekki steypa sig fastan eins og gömlu kaupmennirnir, Axel í Krónunni ofl. gerðu, heldur myndi Bónusbúðin elta kúnnann og bara versla. Burt með alla milliliði og bara vera með lægsta verð-alltaf.
Auðvitað breytist margt í áranna rás en ævintýri var þetta allt.
Jón Ásgeir bara kollsigldi sig þegar hann keyrði inn í kreppuna. Það hafa margir gert á undan honum en fáir í þvílíkum skala. Og Jóhannes átti í harðri baráttu við sjálfan sig alla tíð.
Barátta Jóns Ásgeirs við að halda lífi í réttarsölunum á árunum eftir hrun hefur ekki verið heiglum hent og hann á virðingu mína bara fyrir að hafa lifað af. Margt gerði Jón vel en frekur er auðvitað hver til fjörsins og eitthvað er dulið. En hann sleppur við að vera alvarlega sakfelldur fyrir auðgunar-og skattlagabrot, sleppur með smá skilorð.
Jón Ásgeir stækkaði einfaldlega uppúr stígvélunum sínum eins og Kaninn segir. Missti stjórnina á útþenslunni.
Ef það er einhver maður sem mér finnst koma illa út eins og Davíð Oddsson þá er það Gunnar Smári Egilsson. Mér finnst þessi maður ekki vera mikilmenni sem mest lifði í eigin peningaþágu og algerrar eigingirni. Hann launaði Jóni Ásgeiri illa ofeldið.
Hugsjónabarátta hans um þessar mundir sem sósíalista gengur gersamlega fram af mér og trúi ég varla einu orði af hugsjónavaðli hans. Mér finnst hann gæti verið andlega skyldur Hvamm-Sturlu sem enginn maður frýði vits en var meira grunaður um græsku. Jafnan reiðubúinn að veita ágang lifandi fólki og þó Sturla skirrist við þegar Þorbjörg var ekki lengur lífs, þá er ég ekki viss um hvort Gunnar Smári þekkir nokkur slík takmörk miðað við það sem frá honum streymir.
Þessi bók er betur skrifuð en óskrifuð þó hún skipti líklega engu máli í sögunni. Gert er gert og aðeins framtíðin skiptir máli.
Ég hef aldrei hitt Jón Ásgeir enda ætti hann líklega lítt vantalað við vesaling minn. En ég finn til virðingar fyrir honum fyrir hans óhemju dugnað án þess að ætla að stimpla einhver siðferðisvottorð fyrir hann.
Það hefur Einar Kárason hinsvegar gert með ágætum í sinni málsvörn hver sem allur sannleikurinn er og ekkert nema sannleikurinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2021 | 11:02
Alex Epstein
ritaði bók 2014 sem hann nefnir: "The Moral Case for Fossil Fuels."
Í þeirri síbylju sem yfir heiminn dynur um nauðsyn grænnar orku úr vindi og rafmagni er þessi bók góð til að opna augun fyrir einni staðreynd.
Aðalástæðurnar fyrir því að tekist hefur að forða heiminum frá daglegri hungursneyð í skjóli skefjalausrar fjölgunar bjargarlausasta hluta mannkynsins, eru breytingar í erfðum í landbúnaði, oft kenndum til Borlaug sem jók framleiðni nytjaplantna, og að orkan úr jarðefnaeldsneytinu, kolum, olíu og gasi knýr fæðuöflun og flutninga á jörðinni. Almennar tækniframafarir í nýtingu orkugjafanna koma svo til viðbótar.
Það er ekki kolefnissporið sem skiptir máli heldur nauðsynin. Við getum ekki verið án orkunnar frá jarðefnaeldsneytinu. Ef það þrýtur sem ekki er í sjónmáli er það aðeins ný tækni og kjarnorkan sem mun geta leyst orkuvandamál mannkynsins.
Hvernig sem við ólmumst og Al Gore flýgur vítt um heim á einkaþotu sinni eða hversu langar Borgarlínur verða lagðar, þá getum við ekki án jarðefnaeldsneytis verið. Kolefnislosunin verður með okkur um langt skeið.
Alex Epstein hefur bent okkur á óþægilegar staðreyndir sem við getum ekki látist ekki sjá.
25.2.2021 | 10:44
Kagað og ragað
af Viðreisnarvörðunni í grein Þorsteins Pálssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu:
Þorsteinn skrifar:
"Samtök atvinnulífsins birtu nýlega á heimasíðu sinni afar skarpa aðvörun um veikleika ríkisfjármálanna. Það er mikil alvara á ferðum þegar þau segja að forsendan, sem lántökustefnan byggir á, standist ekki. Sú kenning er nú nokkuð óumdeild að ríki geti tekið gífurleg lán til þess að brúa bilið fyrir launafólk og fyrirtæki í kreppunni og vikið hefðbundnum fjármálareglum til hliðar um tíma.
Forsendan sem brást
En hér eins og annars staðar byggir kenningin á því að hagvöxtur verði meiri en vextir og að lánin séu í eigin gjaldmiðli. Bregðist þessar forsendur þarf að grípa til skattahækkana eða niðurskurðar. Ríkisstjórnin hefur staðhæft að til þess komi ekki af því að vextir verði lægri en hagvöxtur. Nú koma Samtök atvinnulífsins og segja hins vegar umbúðalaust: Ekki er því sérstök ástæða til að ætla að hagvöxtur verði vel umfram árlegan vaxtakostnað á tímabili fjármálaáætlunar. Rauða spjaldinu verður vart lyft hærra. Fótunum er algjörlega kippt undan fjármálaáætluninni. Ganga má út frá því sem vísu að Samtök atvinnulífsins reiði ekki hærra til höggs gegn fjármálaráðherra en efni standa til.
Stefnubreytingin dýpkar vandann
Þannig taka Samtök atvinnulífsins ekki með í reikninginn nýjustu stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar í peningamálum. Ríkisstjórnin fór af stað fyrir tæpu ári með fyrirheit Seðlabankans um aðgerðir til að tryggja ríkissjóði innlent lánsfé eins og þyrfti. Það var skynsamleg ráðagerð. Þegar á reyndi kom í ljós að krónan var ekki brúkleg til peningaprentunar. Ríkisstjórnin kúventi því stefnunni og hefur nú hafið erlendar lántökur í stórum stíl. Þó að ávöxtunarkrafan af þeim lánum sé lægri en vextir af innlendum lánum er gengisáhættan þeim mun meiri. Þessi stefnubreyting stóreykur þá áhættu, sem Samtök atvinnulífsins vara við.
Pólitíska staðan
Síðustu skoðanakannanir benda til þess að ríkisstjórnin muni halda velli jafnvel þó að hún fái ekki meirihluta atkvæða. Samkvæmt mati Samtaka atvinnulífsins á fjármálaáætlun hennar er útlitið því býsna dökkt bæði fyrir launafólk og fyrirtæki. Í þessu ljósi er skiljanlegt að Samtök atvinnulífsins kalli í áliti sínu á þverpólitíska sátt um aðhald í rekstri hins opinbera og niðurgreiðslur skulda. Vandinn er aftur á móti sá að stjórnarandstöðuflokkarnir virðast fram til þessa hafa byggt útgjaldatillögur sínar á því að þær fullyrðingar ríkisstjórnarinnar stæðust að vextir verði mun lægri en hagvöxtur og gengisáhætta sé ekki í spilunum.
Tveir möguleikar
Stjórnarandstöðu flokkarnir þurfa því einnig að fjalla um stöðuna í ljósi þessara nýju upplýsinga. Pólitíska hliðin á því er aftur á móti sú að nánast er útilokað að aðrir f lokkar leggi til minni útgjöld en Sjálfstæðis flokkurinn hefur þegar ákveðið fyrir næstu fimm ár með VG. Það leiðir okkur að þeirri niðurstöðu að sátt um þann útgjaldaramma er að líkindum það lengsta sem hægt er að komast í aðhaldi. Fjármagnskostnaðurinn verður því óhjákvæmilega of mikill, nema ný pólitísk hugsun komi til. Samkvæmt mati Samtaka atvinnulífsins leiðir óbreytt stjórnarstefna til hærri skatta eða niðurskurðar. Stjórnarandstaðan getur valið að ganga þá leið með ríkisstjórnar flokkunum og rífast svo eftir kosningar um það hvort hækka eigi skatta eða skera niður. Hinn kosturinn er að taka upp gjaldmiðil, sem tryggir okkur jafn lága vexti og önnur Norðurlönd njóta án gengisáhættu.
Skjótvirkasta leiðin
Það eru engir aðrir kostir í boði. Samtök atvinnulífsins segja réttilega í umsögn sinni: Það verða engir erlendir kröfuhafar með djúpa vasa til þess að leysa okkur úr snörunni í þetta sinn.
Öruggasta leiðin er að taka upp evru. Það tekur tíma. Skjótvirkasta leiðin er að leita strax eftir samningum við Evrópusambandið um gjaldmiðlasamstarf til þess að tryggja stöðugleika krónunnar. Flest bendir til að það myndi tryggja að vextir af lánum ríkissjóðs verði til muna lægri en hagvöxtur.
Það eykur líkurnar á að unnt verði að verja velferðarkerfið án skattahækkana. Sagan sýnir að við höfum aldrei komist út úr kreppum nema með kerfisbreytingum af einhverju tagi."
Hagfræðiforsendur Þorsteins um vexti og hagvöxt þurfa alls ekki að vera algildar enda kemur margt annað þar til álita.
Það er furðuleg fullyrðing sem Þorsteinn dregur fram í lok greinarinnar um nauðsyn róttækrar kerfisbreytingar. Það var krónan íslenska sem kom okkur út úr vandanum eftir hrunið. Ekkert annað .Engin Evra eða gjaldmiðlatenging heldur aðeins gengisfrelsið sem keyrði útflutninginn upp og leysti málið ásamt ferðamannasprengjunni sem réðist á okkur.
Það er þó að met það hversu einlægur Þorsteinn er í að afskrifa möguleika Íslands á að standa á eigin fótum sem frjálst og fullvalda ríki og ganga til liðs við tollabandalag hagsvaxtarlausra gamalla 27 Evrópuríkja gegn afganginum af heiminum.
Hvaða kjósendur munu ekki hafa meiri metnað en þennan fyrir hönd ættlands síns. Þessari vantrú fylgir auðvitað vantrú á fólkið sjálft og því stuðla þessir flokkar að sem mestri fjölgun innflytjenda sem leiðir til útskipta á þjóð í landinu. Hvað verður um íslenskan menningararf þegar helmingur þjóðarinnar verður fæddur annarsstaðar. Fyrir hvern mun Njála eða eða Passíusálmar lesin í útvarp. Hvað mál mun verða talað í landinu nái þessi öfl undirtökum í þjóðlífinu?
Þannig er nefnilega kagað af fullveldisframsalsöflunum og valkostir þjóðarinnar ranglega ragaðir.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 3421141
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko