24.2.2021 | 15:36
Merk grein
frá 2011 um íslensku krónuna eftir Gunnar Rögnvaldsson birtist í Þjóðmálum veturinn 2011.
Mér finnst þetta vera ein skarpasta greining á myntmálum heimsins sem ég hef lesið lengi og vera í rauninni sígild. Hún marfletur röflið í hinum sjálfskipuðu evruspekingum úr Samfylkingarflokkunum að maður ekki tali um kjósendur litlu fíflaflokkanna sem engar skoðanir né vit hafa á nokkrum hlut.
Þó liðin sé áratugur síðan greinin var skrifuð er hún algerlega sjálfstæð í dag og jafnsönn
Gunnar segir þarna árið 2011:
"
Áhlaupið á íslensku krónuna
Íslenska krónan er undir áhlaupi. Þetta áhlaup er hið fyrsta og eina sem krónan hefur orðið fyrir. Áhlaupið kemur ekki frá fjármálamörkuðum. Það kemur frá skynsemi manna, eða réttara sagt, frá skorti á skynsemi og heilbrigðri hugsun. Það kemur frá stjórnmálamönnum, hagsmunasamtökum og hópum sem vilja leggja íslensku krónuna niður og gera eitthvað annað án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Veruleikafirringin varðandi myntmálin á Íslandi er hættuleg sjálfstæði, fullveldi og framtíð Íslands.
Misstu skipin, misstu gengið, misstu myntina, sjálfstæðið og fullveldið
Nokkrum árum áður en fullveldi, sjálfstæði og lýðræðislegri sjálfsstjórn Nýfundnalands og 380 þúsund íbúa þess sjálfstæða ríkis var hent sem endanlegu veði inn í bankahólfin í sambandsríki Kanada árið 1949, hafði landið misst allt bankakerfi sitt til útlendinga. Það sama gerðist með fragtskipaflotann og alla vinnu þjóðarinnar við hann. Það sama gerðist í myntmálum Nýfundnalendinga. Þeir höfðu álpast til að bindast við og taka síðar upp Kanadadal.
Ein afleiðing þess að bankakerfi Nýfundnalands komst alfarið á erlendar hendur, og gengið hvarf með gengisbindingu Nýfundnalandsdals við Kanadadal, varð sú að Evrópa og Bretland versluðu frekar við Íslendinga, því þeir voru skyndilega komnir með vélknúin gufuskip og gátu afhent fiskinn á samkeppnishæfu verði samkvæmt stundaskrá. Þetta gátu Nýfundnalendingar ekki því að þeir réðu ekki lengur yfir samkeppnishæfum skipaflota, gátu ekki endurnýjað hann, því að þeir höfðu misst gengið, bankakerfið og þar með markaðina. Þeir gátu lítið annað gert en það sem Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland hafa nú orðið fyrir að deyja lokuð inni innan eigin landamæra við umsátur þeirra sem ráða orðið alfarið peningamálum þessara landa.
Undir myntum annarra ríkja á Íslandi yrði erfitt að starfrækja alvörubankakerfi sem þjónað gæti íslenska hagkerfinu eins og er frómasta hlutverk alvörubankakerfa. Nýfundnaland missti bæði fullveldi og sjálfstæði sitt sem ríki árið 1949 vegna skulda. Í aðdraganda ferlis, sem hófst með þátttöku Nýfundnalands í heimsstyrjöldinni fyrri og í kjölfar mikillar skuldsetningar landsins vegna hennar, lenti Nýfundnaland í svipuðu skuldafangelsi og Grikkland og fleiri myntbandalagslönd Evrópusambandsins eru nú komin í. Þá var óhugsandi að þjóð í heimsveldi bresku krúnunnar yrði leyft að fara í nauðsynlegt ríkisgjaldþrot. Þvinguð björgunaraðgerð, sem bjarga átti mannorði breska heimsveldisins, kostaði hins vegar Nýfundnaland tilveru sína. Það hætti að vera til sem ríki.
Firrt umræða á Nýfundnalandsnótum
Til marks um þá umræðu sem fram fer á Íslandi þessi árin og sem náð hefur fótfestu í þjóðmálaumræðunni í kjölfar stríðsþátttöku og ævintýramennsku íslenska bankageirans, er gagnlegt að rifja upp það liðna. Í tímaritinu Vísbendingu 11. ágúst 1997 birtist athyglisverð grein eftir íslenskan hagfræðing, sem nokkrum árum síðar varð yfirmaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í greininni kom eftirfarandi fram:
Kanada hefur frá 1987 verið með staðfasta peningastefnu og verðbólgu á svipuðu róli og gerist í Bandaríkjunum, en það gildir einu. Landið er lítið og fylgdi áður óstöðugri gengisstefnu og á gjaldeyrismarkaði er gjaldmiðli þess aldrei treyst, sama hversu góðri efnahagsstjórn er fylgt. Kanadamenn greiða nú um 1 % hærri í vexti en Bandaríkjamenn, sem er e.k. aukaálag fyrir þann munað að slá sína eigin mynt. Þannig er einungis sá ávinningur sem felst í lægri vöxtum umtalsverður fyrir utan það hagræði að fá gjaldmiðill sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar.
Tíu árum síðar eru Kaupþing, Landsbanki, Glitnir, Baugur og allar Groups horfin, evra Evrópusambandsins komin í upplausn og Kanadadalur álitinn vera ein besta mynt veraldar. Getur firringin orðið meiri? Ég leyfi mér að efast. Alltaf má fyrirgefa ungum og óreyndum hagfræðingum, svo lengi sem þeir þroskast, ráða ekki neinu, ráðleggja ekki stjórnmálamönnum og eru ekki í pólitík. Litla myntin frá Kanada, sem var svo lítil að hún átti ekki að geta staðið ein, er orðin skínandi borg á hæstu hæð. Kletturinn margumtalaði í hafi forystu Alþýðusambands Íslands ásamt forystu Samfylkingar og Vinstri grænna, evran, er komin í upplausn. Það kann að vera að hún sé að hverfa af yfirborði jarðar. Eftir standa íslenska krónan sem bjargaði Íslandi í gegnum bankahrunið og þessi of litli Kanadadalur vestanhafs. Án fullveldis- og sjálfstæðiskrónu Íslands hefðu neyðarlögin aldrei getað orðið til og lýðveldi okkar væri orðið Nýfundnaland. Við værum búin að vera, en gengið væri hins vegar og hugsanlega allhátt, engum til gagns en öllum til ógagns.
Enginn hefur né getur sýnt fram á að íslenska krónan sé í eðli sínu gölluð mynt. Reyndar er íslenska krónan í eðli sínu hin fullkomna mynt. Nú þarf enginn að efast lengur um að myntvafningurinn evra, sem gefin er út af seðlabanka án ríkis, er í eðli sínu meingölluð mynt, því að löndin, sem nota hana, geta hvorki látið myntina endurspegla fullkomleika né ófullkomleika hagkerfa sinna. Löndin, sem nota evruna sem lögeyri, eru höfnuð í tilvistar- og myntáhættu í stað gengisáhættu. Myntáhættan er síðan að brjótast út sem ríkisgjaldþrotsáhætta og fullveldisáhætta. Þessu gerðu aðeins fáir sér grein fyrir þegar myntin var steypt. Sjálf myntin evra er komin í upplausnarferli og þau lönd sem búa við hana búa nú við mynt sem er að leysast upp. Það er markaðurinn sem er að leysa myntina evru upp. Hann hefur, eftir aðeins 12 ára reynslutíma, gert sér grein fyrir hinum eðlislæga ófullkomleika þessarar myntar. Sambærilegt getur aldrei gerst þegar um mynt eins og íslensku krónuna er að ræða, því að hún er mynt sem fer aldrei í upplausnarferli nema að hún verði fyrir áhlaupi stjórnmálamanna og verði lögð niður með löggjafarvaldi eða tilskipunum frá Brussel.
Eftir að markaðurinn fékk loks skilið hinn eðlislæga ófullkomleika evrunnar munu flest ríkin sem búa við hana, það sem eftir er líftíma hennar, þurfa að búa við háa raunvexti, fötluð bankakerfi, djúpa kreppu, hátt atvinnuleysi og skort á fjárfestingum, áratugum saman.
Evran varð til við áhlaup á skynsemi stjórnmálamanna í Evrópu. Hún er pólitísk mynt og var hönnuð til að gegna ákveðnu pólitísku hlutverki. Efnahagslega hefur hún verið skaðvaldur því að hún hefur stöðvað hagvöxt og valdið miklu langvarandi atvinnuleysi sökum skorts á frelsi í spennitreyju Evrópusambandsins, sem aðeins hefur þýtt stóraukin ríkisafskipti af öllu, stóru sem smáu. Og nú er þessi mynt sem sagt í upplausn. Öll áframhaldandi tilvist hennar krefst þess sem fyrrverandi seðlabankastjóri Þýskalands, Hans Tietmeyer, varaði við áður en myntin var steypt og hleypt í umferð. Tietmeyer sagði:
Myntbandalag ESB verður eins og lokaður hraðsuðuketill án útöndunar. Þegar gengið er farið og möguleikinn á að laga verð og vexti gjaldmiðilsins að þörfum hagkerfisins er horfinn, þá þarf að sjóða samfélagsleg og fagleg réttindi almennings og verkalýðshreyfinga í graut og helst í mauk. Svo þarf að auglýsa andlát lýðræðisins. Stjórnmálamenn ættu að skilja að frá og með þessari stundu verða þeir komnir algerlega undir vald, náð og miskunn fjármálamarkaða.
Það sem er um að vera á evrusvæðinu þegar þetta er skrifað er einmitt þetta og enn meira. Líklega miklu meira en Hans Tietmeyer gat ímyndað sér á árunum áður en evran fór í umferð þegar hann talaði um hraðsuðuketilinn, sjá hér að ofan. Það sem raunverulega þarf til svo að evran geti lifað áfram er að sjálf þjóðríkin verði leyst upp. Setja þarf sjálf löndin í hraðsuðuketilinn og sjóða þau saman í einn graut.
En jafnvel upplausn þjóðríkja myntbandalagsins og samruni þeirra í eitt ríki eða ríkisfjárlagasvæði er ekki nóg. Fljótlega eftir að fjármálamarkaðir heimsins gerðu sér grein fyrir slíkum fyrirætlunum, myndu þeir fara að óttast þá ófriðarhættu sem óhjákvæmilega skapaðist á myntsvæðinu vegna einmitt þannig tilrauna. Þjóðir myntbandalagsins, sjálft fólkið, vill hvorki leggja niður þjóðríki sín né lúta yfiráðum annarra yfir skatta- og ríkisfjármálum sínum. Stjórnmálamenn evrulanda og embættismannaverkið í Brussel eru þó nægilega heimsk til að reyna þetta. Hjá þeim er meiri Evrópa alltaf svarið við öllu. Úr vandamálum evrunnar geta allir sem sjá og vilja lesið hversu gríðarlega mikilvægur hluti sjálfstæðis og fullveldis þjóðríkja sjálf myntmálin eru.
Það eru yfirleitt aðeins vanþróuð eða styrjaldarhrjáð ríki, nýlendur og bananalýðveldi sem taka upp myntir annarra ríkja. Næsta skref þeirra á þróunarbrautinni er eigin mynt undir fullu sjálfstæði. Þegar það skref hefur verið tekið, verður ekki aftur snúið án þess að afsala sér um leið stórum hluta þeirra sigra sem náðst hafa. Ágætt er að muna að viðskiptabönn á þjóðir geta náð til afhendingar mynta og seðla sem þau ríki ráða yfir sem setja slík bönn. Slíkt hefur gerst. Afhending seðla og mynta til myntbandalagsríkja er einnig hægt að stöðva eftir geðþótta.
Já, en Bandaríkin? er þá spurt
Þetta er ástæðan fyrir því að 50 fylki Bandaríkjanna geta búið við sömu myntina, eina stýrivexti og eitt gengi. Þegar áföll ríða yfir í Nevada eða Flórída sökum fjármálabólu svipaðri þeirri sem reið yfir Spán, Írland, Grikkland og fleiri ríki ESB undir yfirumsjón m.a. seðlabanka Evrópusambandsins, þá gerir það ekki svo mikið til, því að heilbrigðis- og félagsmálin eru fjármögnuð af alríkisstjórninni í Washington. Þess utan þá hefðu laun og kostnaður ekki farið svona úr böndunum í Nevada eða Flórída því vinnuaflið hefði einfaldlega flutt þangað sem hlutirnir voru að gerast og þannig minnkað áhættuna á bólumyndun frá byrjun. Þetta þekkjum við vel frá Íslandi. Hér bera menn sig eftir björginni og flytja þangað sem atvinnu er að fá. Þannig reis minn gamli heimabær, Siglufjörður. Þegar áföllin dynja yfir í landshlutum hér á landi þá eru það sameiginleg ríkisfjárlög íslenska ríkisins sem koma til bjargar í formi útgjaldaliða. Öll vandamálin lenda ekki á sveitarstjórnum landsins.
Gengisbinding: afneitun veruleikans
ERM reyndist þarna vera slæm tilraunastarfsemi ESB með líf þegnanna í þeim löndum sem áttu aðild að samstarfinu og jafnframt víðar í Evrópu. Þetta fyrirkomulag kemst einna næst því að geta kallast útópía Evrópusambandsmanna. Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess nú að þetta fyrirbæri skyldi ná að komast í tísku hjá mönnum með fyrsta flokks hagfræðimenntun, á þessum tímum. En það eru þó einungis 19 ár síðan stjórnmálamenn, seðlabankastjórar og hagfræðingar margra landa ESB trúðu á þetta ERM/EMS-fyrirkomulag. Þegar áhlaup markaða á ERM stóð sem hæst árið 1992 náði sænski seðlabankinn að hækka stýrivexti hjá sér upp í fimm hundruð prósent til að verja bindingu sænsku krónunnar við ERM. Það ferli var svona:
- 10. janúar: Fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með 71 milljarða sænskra króna halla.
- 26. ágúst: Sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent til að verja einhliða bindingu sænsku krónunnar gagnvart ERM.
- 8. september. Sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent, bindingin skal varin fram í rauðan dauðann.
- 9. september: Sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent.
- 16. september: Sænski seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent.
- 23. september: Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, enginn banki má verða gjaldþrota.
- 30. september: Enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur.
- 19. nóvember: Alger uppgjöf. Skynsemin nær völdum á ný. Klukkan 14:28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart gengis- og gjaldmiðlasamstarfi EB lagt niður og á sömu stundu fellur sænska krónan 10 prósent.
- 14. nóvember 1991: Finnska markið er fellt með 12,3%.
- 8. september 1992: Finnland gefst upp á einhliða ERM-bindingu.
- 17. september 1992: Bretland gefst upp og getur ekki lengur varið gagnkvæma ERM-bindingu, pundið flýtur aftur.
- 17. september 1992: Ítalía gefst upp á ERM-bindingunni, líran flýtur aftur.
- 17. september 1992: Spánn gefst upp á þröngri ERM-bindingu.
- 19. nóvember 1992: Svíþjóð gefst upp á einhliða ERM-bindingu eftir að hafa hækkað stýrivexti í 500% til að verja hana.
- 23. nóvember 1992: Spænski peseta og portúgalski escudos eru felldir um 6%.
- 10 desember 1992: Noregur gefst upp á einhliða ERM-bindingu.
- 2. ágúst 1993: aðeins Þýskaland og Holland halda uppi +/- 2,25% gagnkvæmri ERM-bindingu.
Sænska krónan: bjargvættur
Finnska markið: bjargvættur
Dönsk króna bundin í hafti
Sjálfstæð mynt er verkfæri fullvalda ríkja
Munurinn á myntmálum Finnlands í dag miðað við finnsku kreppuna í lok síðustu aldar er gífurlegur því að Finnland á enga mynt lengur. Landið tók upp evru og er komið í órjúfanlega læst gengissamband við öll önnur evrulönd. Frá því að Finnland rann inn í myntbandalag Evrópusambandsins hafa Þjóðverjar ekki fengið launahækkun í 13 ár. Þýskaland hefur á þessum tíma stundað það sem kallað er innvortis gengisfelling því að það hefur stanslaust lækkað kostnað og laun í hagkerfi sínu miðað við öll önnur lönd myntbandalagsins. Frá því að fjármálakreppan skall á í byrjun 2008 hefur Þýskaland fellt innra gengi sitt miðað við önnur lönd myntbandalagsins um heil 6 prósent. Og nú krefst Þýskaland þess að hin löndin bjargi sér úr ógöngum sínum í myntbandalaginu með því að gera það sama og Þýskaland hefur gert; lækka laun og skera niður kostnað. Og hvað halda menn svo að Þýskaland geri ef svo ólíklega skyldi vilja til að hin löndin nái sér niður á þýskt launa- og kostnaðarhlutfall? Jú, Þýskaland mun þá bara lækka laun og kostnað enn meira hjá sér og draga þannig enn meira úr eftirspurn innan myntbandalagsins. Þetta er skrúfa án enda og frekar kapphlaup niður á botn samfélagsins en allt annað. Löndin í myntbandalaginu eru komin inn í vítahring. Það eina sem lönd eins og Þýskaland skilja er gengisfelling beint í andlitið. Löndin, sem eru í myntbandalagi með Þýskalandi, munu aldrei geta keppt við það án sinnar eigin myntar. Í þýskri þjóðmenningu þýðir hugtakið ábyrgð aðeins eitt; sparnaður. Hann liggur djúpt og dýpra í þýsku þjóðarsálinni en hjá flestum öðrum þjóðum.Þýskaland myndi svelta sig til að viðhalda samkeppnishæfni útflutningsgreina landsins. Vert er að minnast þess að meira en helmingur þýskra kjósenda eru orðinn sextugur eða eldri. Í öldrunarhagkerfi eins og því þýska hefur neysla þjóðarinnar að miklum hluta þegar farið fram og þjóðinni fækkar hratt vegna lítilla barnsfæðinga áratugum saman. Þetta er gjörólíkt því sem Íslendingar eiga að venjast. Hvað ætti Ísland að gera með mynt, peningapólitíska stefnu og stýrivexti eins stærsta ellihagkerfis heimsins? Það sama á við um Íra. Þessi tvö hagkerfi eru gjörólík því þýska. Ég endurtek: það eina sem lönd eins og Þýskaland skilja er gengisfelling.
Það er engin algild og eina-heilaga-sannleiks-ástæða til að ætla að verðbólga yrði svo miklu lægri á Íslandi þó að við værum með evru eða aðra erlenda mynt. Það er veðmál sem enginn ætti að hætta sér í. Ég er handviss um að verðbólgan yrði ekki til muna lægri, því að Ísland er svo ólíkt flestum löndum ESB og sérstaklega löndum evrusvæðis. En ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil er ég hins vegar 100 prósent viss um að Ísland myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum og gæti ekki lengur selt svo mikið sem einn fisksporð til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra gegnum gengið.
Hér er ekki um 77 sardínur í 28 Bandaríkjadala dós á mann að ræða, eða 2000 tonn á ári eins og aflinn er t.d. á Möltu. Hér er um að ræða 1,3 milljónir tonna af fiski á hverju ári. Þetta eru þeir fjármunir sem notaðir eru til að byggja íslenska hagkerfið upp með, grunnur efnahagslegrar tilveru Íslendinga. Sjávarútvegur er mun mikilvægari atvinnugrein fyrir Ísland er allur iðnaður er fyrir Þýskaland. Eina leiðin til að nýta landhelgi og auðæfi sjávar Íslands væri þá að láta útlendinga um að veiða fiskinn okkar. Þeir einir gætu keppt á mörkuðunum með því að borga lág laun, lítinn kostnað, miklu lægri skatta og með því að sigla um íslensku landhelgina í ryðdöllum. Þetta yrði ekki skínandi falleg útgerð, heldur þrælakista. Þá myndu Íslendingar brátt þurfa að flytja inn fisk sér til matar, einungis vegna ógæfulegrar framtíðarsýnar heimskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka sem myndu banna Íslendingum að fella gengið, því þá væri ekki lengur til neitt gengi sem hægt væri að fella. Það væri horfið. Horfið um alla eilífð til Þýskalands og kæmi aldrei þaðan aftur. Það er því sannarlega mikið í húfi hér fyrir land okkar og þjóð. Sjálf tilvera þjóðarinnar er hér í húfi. Var það þetta sem árið 1944 snerist um? Snerist það um afsal á framtíð Íslands? Mynt önnur en okkar eigin króna hefði oft og iðulega hindrað framkvæmdir og uppbyggingu á Íslandi eftir að fullt sjálfstæði vannst árið 1944. Bandaríkin væru getu- og varnarlaus og hefðu aldrei orðið stórveldi ef þau hefðu orðið að evrusvæði. Ísland hefði aldrei orðið svo ríkt land sem raun ber vitni án sjálfstæðrar myntar. Við hefðum aldrei getað nýtt auðlindir okkar án eigin myntar. Samanlagðar beinar erlendar fjárfestingar á Íslandi eru sem dæmi enn stærra hlutfall af landsframleiðslu en í t.d. Danmörku. En beinar erlendar fjárfestingar eru hins vegar að vissu leyti óæskilegar því að þær loka á eignarhlutdeild Íslendinga nema að þær séu skráðar á hlutabréfamarkað opnum almenningi. Og það verða fjárfestingar fyrrverandi yfirmanns úr áróðursráðuneyti Kína líklega aldrei.
Umgangast þarf sjálfstæða mynt með virðingu
Staðan á fjármálamörkuðum heimsins er orðin þannig að fjárfestar vilja helst ekki lengur fjárfesta í löndum sem þurfa alfarið að reiða sig á alþjóðlega fjármálamarkaði hvað varðar líf eða dauða ríkissjóða og bankakerfa landa sinna. Þau lönd sem þurfa að reiða sig alfarið á alþjóðlega fjármálamarkaði eru löndin sem geta ekki prentað sína eigin peninga því að þau eiga ekki þá mynt sem þau nota. Og þau skulda alfarið í mynt sem þau eiga ekki sjálf. Engin evrulönd eiga sína eigin mynt.
Íslendingar ættu ekki að horfa til Evrópusambandsins eftir lausnum í mynt- og efnahagsmálum. Þessa djarflegu staðhæfingu treysti ég mér til að standa við eftir 25 ára samfellda búsetu og atvinnurekstur í Evrópusambandinu. Evrusvæði ESB er að minnsta kosti hálfglatað, svo að ekki sé meira sagt.
Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort verja þurfi íslensku krónuna mikið lengur gegn evruáhlaupi íslenskra stjórnmálamanna. Enginn veit hvort evran verður enn á lífi við næstu sólarupprás. En eins og áður er sagt, þá virðast nýjar hugdettur íslenskra gjaldmiðlamanna fæðast á hverjum degi. Best er því að standa vörð um krónuna áfram og það fast. Það er gott að búa í landi sem á sína eigin mynt. Íslensk króna er í senn bæði sverð og skjöldur fullveldis íslenska lýðveldisins. Umgöngumst hana því með virðingu.
Nokkrar heimildir
- Tímaritið Vísbending: 14. tbl. 15. árgangur.
- Financial Times/Alphaville 22. júlí 2011: Joseph Cotterill, "Doing a Newfoundland".
- The International Economy, sumar 2003: David Hale; "The Newfoundland Lesson".
- Ny Agenda 2009: "Dansk valutakurspolitik i et EU-økonomisk perspektiv".
- Rebecca Wilder, Roubini Economonitor, nóvember 2011: European Policy Makers Dont Understand But Markets Do.
- The Research Programme of the Academy of Finland, nóvember 2001: "Down from the heavens, up from the ashes". The Finnish economic crisis of the 1990s in the light of economic and social research.
Það er þýðingarmikið fyrir Íslendinga sem eru farnir að treysta eigin Seðlabanka Íslands fyrir sínum peningamálum sem aldrei fyrr, að kynna sér stöðu myntarinnar íslensku í alþjóðlegu heimi síbreytileika og sviptinga.
Allar sögulegar röksemdir Gunnars eru í fullu gildi enda breytist sagan ekki þó að pólitískir lukkuriddarar vilji endurskrifa hana sér í hag til atkvæðakaupa og blekkinga og birti langhunda í blöðum því til stuðnings.
Myntir eru mælieining sem sveiflast hver um aðra af eðlilegum orsökum. Það skyldu menn vita sem hafa úthald til að lesa þessa merku grein Gunnars Rögnvaldssonar frá 2011.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2021 kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.2.2021 | 11:13
Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokksins er þarflegt fyrir okkur gamla flokkshesta að rifja upp öðru hverju. Okkur finnst oft bera af leið og flokkurinn ekki fara eftir okkar óskum sem við vildum.
Það er því þarft þegar Óli Björn Kárason, sem er einn styrkasti hugmyndafræðingur flokksins rifjar upp sögu okkar og stefnumál.
Óli Björn skrifar í dag í Morgunblaðið:
"Ég leita reglulega í skrif og ræður forystumanna og hugsuða Sjálfstæðisflokksins á síðustu öld. Við getum sagt að ég sé að leita til upprunans til að skerpa hugmyndafræðina. Í aðdraganda kosninga er er gott að sækja þangað skotfæri. Eftir því sem árin líða hef ég sannfærst æ betur um hversu nauðsynlegt það er, ekki síst fyrir stjórnmálamenn samtímans og kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sérstaklega, að þekkja söguna og öðlast þannig betri skilning á eigin hugmyndum og hugsjónum fá tilfinningu fyrir þeim jarðvegi þar sem ræturnar liggja.
Þótt aðstæður breytist og viðfangsefnin séu oft önnur og jafnvel flóknari, hafa grunnatriði hugsjóna Sjálfstæðisstefnunnar ekki breyst. Það hefur verið gæfa Sjálfstæðisflokksins að hafa átt öfluga hugmyndafræðinga og forystumenn sem hafa haft burði til að marka stefnuna og meitla hugsjónirnar. Og aðeins þannig geta kjósendur fengið það á hreint fyrir hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur; takmörkuð ríkisafskipti, lága skatta og aukið frelsi einstaklinganna. Allt samtvinnast þetta í áherslu á fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna, öflugt almannatryggingakerfi og traust heilbrigðiskerfi þar sem þarfir hinna sjúkratryggðu eru í forgrunni.
Í hugum sjálfstæðismanna er uppbygging menntakerfisins besta verkfærið til að tryggja jöfn tækifæri án þess að loforð um jafna útkomu fylgi. Baráttan fyrir atvinnufrelsi gegn höftum er inngróin og að baki liggur sannfæring um undramátt frelsisins svo vitnað sé til orða Bjarna Benediktssonar (eldri).
Afnám allra sérréttinda
Á fundi Heimdallar 1939, áratug eftir að Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, flutti Jóhann Hafstein erindi um sjálfstæðisstefnuna. Þar lagði hann áherslu á að þjóðskipulagið eigi að verða til þess að lyfta hverjum og einum, en ekki kæfa einstaklingana. Lýðræðið sé byggt á hugsjón jafnréttis, þ.e.: 1. afnámi allra sérréttinda, sem bundin eru við aðal, nafnbætur, fjármagn eða annað slíkt, 2. jöfnum lífsmöguleikum, 3. hlutfallslega jöfnum áhrifum á þjóðfélagsmálefni með almennum kosningarétti. Til þess að lýðræðið geti notið sín var það augljóst í huga Jóhanns að einstaklingarnir verða að geta notið þjóðfélagslegs frelsis, sem greinist aðallega í tvennt; athafnafrelsi og skoðanafrelsi, er aftur skiptist í ritfrelsi og málfrelsi samfara fundafrelsi.
Jóhann var aðeins 24 ára gamall þegar hann flutti erindið en varð síðar forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann benti á að ekki þurfi víðsýna hugsun til þess að sjá, að einmitt þar, sem hlúð er að persónuleika og sjálfstæði einstaklinganna, hlýtur jarðvegurinn að vera frjósamur fyrir lýðræði. Í slíkum jarðvegi getur hvorki einræði né ofbeldiskennt flokksræði fest rætur.
Frelsið er frumréttur
Rauði þráðurinn í hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins hefur því frá upphafi verið sjálfstæði einstaklingsins, atvinnufrelsi, eignaréttur og sú sannfæring að ríkið sé til fyrir borgarana og starfi í þeirra þágu og í umboði þeirra. Í tveimur ritgerðum sem birtust árið 1958 í Stefni, tímariti SUS, segir Birgir Kjaran að sjálfstæðisstefnan byggist á trúnni á manninn, þroskamöguleika hans, hæfni til þess að stjórna sér sjálfur, til að velja og hafna og til að leita sjálfur að eigin lífshamingju án þess að troða öðrum um tær eða þurfa á fyrirsögn eða handleiðslu annarra manna að halda um eigin mál.
Í krafti þessarar trúar eigi einstaklingurinn að njóta mannhelgi frumréttur hans sé frelsið, andlegt frelsi og efnahagslegt frelsi. Þess vegna sé það æðsta takmark samfélags að veita einstaklingnum allt það frelsi sem hann þarfnast til þess að fá að fullu notið hæfileika sinna og mannkosta án þess að þrengja eða óvirða rétt annarra einstaklinga eða tefla öryggi þjóðarheildarinnar í hættu. Birgir orðaði þetta svo:
Sérhver einstaklingur er því verðmætasta eining þjóðarfélagsins, en ekki sérhver stétt eða aðrar félagseiningar, eins og sumar aðrar þjóðfélagsstefnur vilja láta í veðri vaka.
Ríkið hefur engan tilgang í sjálfu sér, og síst af öllu eru þegnarnir til vegna ríkisins. Ríkið er aðeins rammi utan um þjóðfélagið. Ríkið er til vegna þjóðarinnar og aðeins vegna hennar. Engu að síður er ríkið þýðingarmesta tæki þjóðarinnar sökum þess fjölbreytilega hlutverks, er það getur gegnt.
Báknið burt opin stjórnsýsla
Eyjólfur Konráð Jónsson Eykon var óþreytandi að minna félaga sína á að hlutverk Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum sé fyrst og síðast að innleiða meira frjálsræði, minni ríkisafskipti, öflugra einkaframtak, minni ríkisumsvif auka svigrúm fyrir athafnir og tryggja framtaksmönnum frelsi. Í ræðu á Varðarfundi 1977 sagði Eykon: Hlutverk flokka og stjórnmálamanna er ekki að fyrirskipa hvað eina og skipuleggja allt. Það er hlutverk þeirra, sem beina aðild eiga að atvinnurekstri. Þeim ber að sjá um samkeppnina og arðsemina. Sama ár hófu ungir sjálfstæðismenn baráttu fyrir minni ríkisumsvifum undir kjörorðinu Báknið burt.
Sú barátta tónaði vel við landsfund fjórum árum áður þar sem ungt fólk markaði stefnu Sjálfstæðisflokksins um aukið atvinnufrelsi, opnara samfélag og um opna stjórnsýslu og aðgengi allra að upplýsingum. Frjálslynd íhaldsstefna með róttækri markaðshyggju með áherslu á valddreifingu, frelsi einstaklingsins, opna stjórnsýslu og upplýsingafrelsi hefur átt samhljóm með Íslendingum, jafnt þeim eldri en ekki síður þeim yngri. Hér skal fullyrt að í engum íslenskum stjórnmálaflokki hefur ungt fólk verið áhrifameira en í Sjálfstæðisflokknum. Það hefur rutt brautina með nýjum hugmyndum sem allar eru reistar á grunngildum flokksins. Og ungu fólki hefur verið treyst.
Bjarni Benediktsson (eldri) varð borgarstjóri aðeins 32 ára. Geir Hallgrímsson var tveimur árum eldri þegar hann tók við sem borgarstjóri. Davíð Oddsson var á sama aldri þegar hann settist í stól borgarstjóra og 43 ára varð hann forsætisráðherra. Gunnar Thoroddsen varð borgarstjóri 37 ára. Friðrik Sophusson tók við embætti varaformanns 38 ára. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var þrítug þegar hún varð ráðherra og 31 árs var hún kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir settist í ráðherrastól 29 ára gömul.
Í krafti trúarinnar á einstaklinginn hefur ungt fólk verið áhrifamikið innan Sjálfstæðisflokksins, þar sem hver og einn á að njóta hæfileika sinna en er ekki dæmdur út frá aldri, kyni, trú, kynhneigð, stétt eða uppruna. Rætur sjálfstæðisstefnunnar liggja í þessum jarðvegi. Í aðdraganda kosninga er gott fyrir yngri jafnt sem okkur eldri sjálfstæðismenn að vökva ræturnar."
Þetta er þörf yfirferð hjá Óla Birni sem er holl fyrir okkur Sjálfstæðismenn að rifja upp fyrir okkur.Grunnstefnu flokksins hefur aldrei verið breytt frá stofnun 1929.Sjálfstæðisstefnan er hefur staðið af sér alla storma tíðanna og stendur enn óhögguð. Þrátt fyrir stöðugar árásir allskyns mýrarljósa og beturvitenda í Samfylkingarflokkunum og þaðan af vitlausari samtaka, þá er það ljóst að flokkurinn ætlar að "vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."
Einfaldari eða skýrari getur hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins varla orðið fyrir þá sem honum vilja fylgja.
23.2.2021 | 18:44
Fundur með forystu
Sjálfstæðisflokksins með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur varformanni og Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var áferðarfallegur á netinu í dag.
Enginn flokkur finnst mér eiga glæsilegra forystufólk og meira traustvekjandi en þessi tvö og margt sögðu þau vel um almenn stefnumál flokksins.
Persónulega varð ég einskis vísari um þau stefnumál sem ég hef mesta áhuga fyrir um þessar mundir, afstöðu til hælisleitendamála og afstöðu til EES og ESB. Þau bíða þá betri tíma því að ég hef ekki trú á að aðrir flokkar geri neitt betra né skynsamlega heldur en Sjálfstæðisflokkurinn þegar hann tekur á þeim málum.
Bjarni lýsti áhuga sínum á breytingum á kjördæmaskipun sem ekki voru fráhverfar mínum smekk. En það verður líklega torsótt leið að fullum jöfnuði atkvæða landsmanna í stað jöfnuðar milli flokka.
En það er óneitanlega gaman að sjá forystu flokksins snúa sér að kjósendum sem hungrar og þyrstir í nánari samskipti og leiðsögn við þetta glæsilega fólk Væntanlega er sígandi sókn með forystunni í þessa átt að hefjast með þessum fundi.
22.2.2021 | 10:45
Skotgrafir en ekki Viðreisn
Þorgerðar Katrínar formanns Viðreisnarflokksins svo nefnda,( alias Samfylking B), birtist í ritsmíð hennar í Morgunblaðinu í dag þar sem hún segir ríkisstjórnina hafa yfirgefið krónuna:
"Í lok síðasta árs ákvað ríkisstjórnin að yfirgefa krónuna og færa sig yfir í evrur til þess að fjármagna halla ríkissjóðs. Þessi kúvending hefur hins vegar ekkert verið rædd á Alþingi. Þegar kórónuveirukreppan skall á lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún ætlaði að byggja á stuðningi Seðlabankans og fjármagna halla ríkissjóðs á lágum vöxtum og án gengisáhættu í íslenskum krónum. Viðreisn studdi þá ábyrgu ákvörðun.
Afleiðingar nýrrar lántökustefnu
Þeir sem vilja halda í krónuna sem gjaldmiðil hafa helst bent á að við sérstakar aðstæður geti verið gott að grípa til peningaprentunar. Og vera þannig án gengisáhættu innan eigin gjaldmiðils. Það ætlaði ríkisstjórnin að gera, en áður en til þess kom ákvað hún að snúa við blaðinu og taka lán í evrum með hóflegri ávöxtunarkröfu en augljósri gengisáhættu. Þrátt fyrir að sporin ættu að hræða. Engu að síður tekur ríkisstjórnin lán í erlendum gjaldmiðlum meðan tekjur eru í íslenskum krónum. Og vonar hið besta. Þetta er risaákvörðun sem ríkisstjórnin hefur ekki gert Alþingi grein fyrir. Á dögunum freistaði ég þess að eiga orðastað við forsætisráðherra um ástæður þess að ríkisstjórnin ákvað að yfirgefa krónuna við fjármögnun á hallanum og fá fram mat á því hvaða afleiðingar það gæti haft. Fyrir heimili, fyrirtæki og velferðina.
Þjóðleg og ópólitísk afstaða
Forsætisráðherra hafði tvennt fram að færa: Annars vegar sagði hún að fyrirspurn mín sýndi að ég væri í pólitík. Þar hitti hún vissulega naglann á höfuðið. Þótt ég telji það alla jafna ekki undrunarefni að þingmenn séu í pólitík. En það má gagnálykta út frá þessari athugasemd. Þannig virðist forsætisráðherra, sem forðast umræðu um stefnubreytingu í jafn stóru máli, ekki vera að gegna pólitísku hlutverki sínu. Þegar svo miklir hagsmunir eru í húfi fyrir almannahag lýsir ópólitísk afstaða ekki mikilli pólitískri ábyrgð. Hins vegar sagði forsætisráðherra að ég væri að tala krónuna niður og gaf um leið í skyn að slíkt athæfi væri óþjóðlegt.
Að tala krónuna niður
Skoðum þessa staðhæfingu aðeins:
1. Þegar ríkisstjórn hverfur frá því að taka lán í krónum og ákveður að taka lán í evrum er hún sjálf að lýsa því yfir að það sé ekki hægt að nota gjaldmiðilinn okkar. Það vantraust er ekki ópólitískt en kann að vera raunsætt. Verðgildi krónunnar verður hins vegar ekki haldið uppi á sjálfbæran hátt með erlendum lánum ríkissjóðs.
2. Stundum er sagt að áhrifamesti seðlabankastjóri í heimi geti talað dollarann upp eða niður. Flestir efast þó um að orð hans eða hennar dugi ein og sér. En geti formaður í stjórnarandstöðuflokki talað krónuna niður ber það vott um annað tveggja; einstaklega mikil pólitísk áhrif eða afar veikan gjaldmiðil.
3. Fyrir tveimur árum ákvað ríkisstjórnin að gjöld vegna fiskeldis í sjó skyldu vera ákveðinn hundraðshluti af kílóverði í evrum. Ríkisstjórn, sem notar erlendan gjaldmiðil í íslenskri löggjöf, er ekki að tala krónuna niður með lagaboði. Hún er einfaldlega raunsæ á veikleika krónunnar og fjarri því að vera óþjóðleg.
4. Forsætisráðherra sat í ríkisstjórn, sem samþykkti í júlí 2012 að Ísland stefndi að upptöku evru. Samþykktin um það samningsmarkmið var send öllum ríkisstjórnum aðildarríkja Evrópusambandsins. Ekki er vitað til þess að hún hafi formlega verið afturkölluð. En vissulega er þjóðlegt að þeir sletti skyri sem eiga það.
Atvinnulífið kallar á ábyrgð
Stefnubreyting ríkisstjórnarinnar er alvarlegra og stærra mál en svo að það sé ekki rætt málefnalega á Alþingi. Gengisáhættan er gríðarleg. Bara á síðasta ári jukust skuldir ríkissjóðs um 45 milljarða vegna gengisbreytinga. Að svara með innantómum útúrsnúningum er ekki boðlegt.
Það er alla jafna ólíkt forsætisráðherra að ræða mál á Alþingi með þeim hætti. Þessi undantekning gæti bent til þess að stefnubreytingin hafi ekki verið rædd í þaula eða hugsuð til enda. Samtök atvinnulífsins vara við óábyrgri afstöðu til lánamála ríkisins. Lántökurnar hafa þó fyrst og fremst farið til að hjálpa skjólstæðingum þeirra. Þær voru óhjákvæmilegar. En það er rétt hjá Samtökum atvinnulífsins að öllu máli skiptir hvernig á er haldið.
Rússnesk rúlletta
Skuldirnar geta ekki orðið sjálfbærar nema vextirnir og gengisáhættan verði lægri en nafnvöxtur þjóðarframleiðslunnar. Annars þarf niðurskurð eða skattahækkanir. Það þarf að segja hreint út.
Hvarvetna er litið svo á að ríkisstjórnir verði að fjármagna halla vegna kreppunnar í eigin gjaldmiðli. Gengisáhættan af svo stórtækum erlendum lánum er almennt talin of mikil til að vera ábyrg. Hún getur virkað eins og rússnesk rúlletta. Vel má vera að ríkisstjórnin telji sig yfir það hafna að svara stjórnarandstöðunni á Alþingi.
En ætlar hún að láta vera að skýra út fyrir Samtökum atvinnulífsins, sem nú kalla á ábyrgð í ríkisfjármálum, hvers vegna áhættusamari lántaka var valin en upphaflega var ráðgert? Hvað með verkalýðshreyfinguna? Mun hún kalla eftir útskýringu á hvers vegna stjórnvöld fara í þessa áhættutöku með velferðarkerfið að veði fyrir erlendum lánum? Eða verða það á endanum heimilin í landinu sem borga brúsann, ef illa fer?"
Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá að Þorgerður stefnir að vinstri stjórn eftir kosningar. Fagurgalinn til vinstri leynir sér ekki.
En megin miskilningur Þorgerðar er hinsvegar sá að það ríkir gjaldmiðlafrelsi á Íslandi. Okkar fyrirtæki geta valið um þá mynt sem þau reka sig eftir. Marel,Icelandair osfrv.Almenningur getur sparað í hvaða mynt sem er.
Vill Þorgerður hverfa aftur til tíma gjaldeyriseftirlitsins og ófrelsis leyfiveitinganna? Það yrði slys ef þessi flokkur hennar kæmi til valda til að snúa hjóli tímans afturábak eins og hún greinilega skilur heiminn núna.
Páll Vilhjálmsson hefur þetta um greinina að segja:
"
Tilefnið er að ríkisstjórnin tók lán í erlendri mynt. En það hafa allar ríkisstjórnir gert frá árdögum íslensku krónunnar. Einhver þarf að segja formanninum að íslenska krónan er ekki alþjóðleg mynt, ekki frekar en að íslenska sé alþjóðlegt tungumál. Þegar við erum í útlöndum tölum við mál sem líklegt er að viðmælendur skilji. En með því er ekki sagt að við ,,yfirgefum íslenskuna."
Eins og jafnan þegar fólk fer út í móa í málflutningi byggir Þorgerður Katrín á fölskum forsendum. Hún skrifar:
Þeir sem vilja halda í krónuna sem gjaldmiðil hafa helst bent á að við sérstakar aðstæður geti verið gott að grípa til peningaprentunar.
Öh, nei það er ekki málflutningur krónuvina að prenta peninga án innistæðu. Krónan er hagnýtt verkfæri í þjóðarbúskap okkar. Þegar vel árar hækkar hún og eykur kaupmátt á útlendri vöru og þjónustu en í hallæri gefur hún eftir og jafnar byrðarnar. Krónan rís og hnígur í takt við íslenskar aðstæður. Alþjóðlegar myntir, t.d. dollar og evra, taka ekki mið af efnahagskerfinu á Fróni.
Ef krónan væri einstaklingur yrði jöfnuður aðall hennar. Formaður Viðreisnar er ójafnaðarmaður. Um Þorgerði Katrínu má segja að hún er óvinur krónunnar, - nema þegar hún þarf að fá afskrifuð lán í krónum. Þá verður hún allt í einu besti vinurinn. Slíka vini þarf þjóðin ekki á að halda."
Það er vitað að Þorgerður Katrín þjáist af minnimáttarkennd fyrir Íslands hönd og treystir okkur ekki til að fara með eigið fullveldi. Hún vill afsala okkur þeim rétti í hendur tollbandalags 27 ríkja gegn afgangnum af heiminum. Hún er hrædd við verslunar-og samningsfrelsi.
Hún er bara hreint efnahagslegt afturhald sem Íslendingar þurfa ekki á að halda að kjósa yfir sig.
Skotgrafir en ekki viðreisn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.2.2021 | 00:57
Furður Hæstaréttar
birtast í dómi Hæstaréttar í máli Þórhallar miðils. Hann er dæmdur sekur á grundvelli orðs gegn orði í gömlum atburði þar sem aðeins 2 koma að máli.
Skil ég þetta eða skil ég þetta ekki? Er þetta ekki furðuleg dómsniðurstaða Hæstaréttar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2021 | 18:16
Atvinnumaður
var greinilega að verki í Rauðagerði. Maður er búinn að lesa það mikið um mafíur að þessi maður er ekki að gera þetta í fyrsta sinn. Þó eyðir hann miklu fleiri skotum en virkilega æfðir menn gera sem láta eitt eða tvö hnakkaskot duga. Bendir til þess að hann sé ekki í fremstu röð atvinnudrápara.
En það er fráleitt að stöðva rannsókn á honum við þetta eina mál.Hann býr yfir mörgu fleira.
Hvaða leið kom hann inn í landið til að vinna verkið?
Gálginn gæti beðið eftir þessum manni í öðrum löndum svo við þurfum ekki að ala hann til frambúðar.
Og er ekki kominn tími til að að skýra frá nafni Íslendingsins svo ákveðinn blásaklaus atvinnumaður í fíkniefnum liggi ekki undir stöðugum grun?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2021 | 17:33
Hvaða stefnumál vil ég sjá
hjá stjórnmálaflokki sem ég vil kjósa:
1. Skjóta afgreiðslu hælisumsókna og afgerandi.
2. Jöfnun atkvæðisréttar landsmanna.
3. Sjálfstæða afstöðu Alþingis til EES málefna.
4, Engan þjóðgarð sem tefur virkjunarkosti.
5. Enga fjölmiðlastyrki utan lækkandi RÚV framlags.
Þeirra er að velja hvort þeir vilja mig eða ekki.
19.2.2021 | 13:15
Prufum prójektið
borgarlínu áður en við fjárfestum fyrir milljarðahundruð.
Setjum inn sérstaka vagna á línunum sem eru í gulum, rauðum, grænum og bleikum lit.Þeir myndu keyra á borgarlínuhraða og tíðni, auðkenndir sem slíkir.Jafnvel með blikkljósum í forgangi.
Gjaldtökuna sé ég ekki alveg fyrir mér en hún hlýtur að vera skipulögð.
Til greina finnst mér koma að semja við leigubílastöðvar um hentuga bíla á völdum leiðum til að aka eftir áætluninni þegar lítið er að gera. Þannig yrði þetta atvinnuskapandi.
Bláa línan bíður uppskipt þangað til að brúin kemur.
Þarna fengjum við allar stærðir sem máli skipta. Borgararnir þurfa ekki að bíða nema stutt úti eftir næsta vagni, þetta kostar ákveðið og ferðatíminn mælist.
Af hverju ekki að prufa prójektið fyrst og reyna að skapa betri mynd af rekstrinum og þörfinni á almenningsflutningi þess hluta 4-12% íbúa sem ekki ætlar að nota einkabílinn á eigin kostnað?
19.2.2021 | 11:31
Hlustum á Lögregluna
Mikið var ég feginn að þurfa ekki að horfa á mynd af einhverjum Píratanum í Maðkaboxi Morgunblaðsins í dag heldur að horfa á mynd a alvöru manni sem ekki fer með fleipur í Píratastíl.
Reyndum lögreglustjóra, sýslumanni, júdókappa, æskulýðsleiðtoga og vonandi einhvern tímann þingmanni Sjálfstæðisflokksins en er staddur í Miðflokknum sem millilendingu núna. Það rann upp fyrir mér að ef fólk ekki kýs Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn í næstu kosningum það aukast líkur á að næstu ráðherrar búi ekki yfir neinum af framantöldum kostum Karls Gauta Hjaltasonar.
En Karl Gauti skrifar alvörumál í dag sem vert er að staldra við.
"Margoft á undanförnum árum hefur lögreglan varað við uppgangi skipulagðra glæpasamtaka. Ísland hefur verið tiltölulega friðsælt og öruggt land og þannig viljum við að það verði áfram.
Í vikunni ræddi ég á Alþingi við ráðherra lögreglumála um fréttir af voðaatburði hér í borg og þær áhyggjur sem finna má í samfélaginu af þróuninni.
Fólki bregður eðlilega við þegar svo alvarlegir atburðir eiga sér stað og undrast þá hörku sem virðist viðgangast í undirheimunum. Staðreyndin er reyndar sú að þetta ætti ekki að koma á óvart.
Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur margsinnis bent stjórnvöldum á aukna hættu á uppgangi skipulagðra glæpahópa, oft með erlendum tengingum, t.d. í skýrslum 2017 og aftur 2019.
Greinarhöfundur hefur ítrekað, úr ræðustól Alþingis, bent á þessar alvarlegu viðvaranir innan úr lögreglunni og vorið 2018 efndi ég til sérstakrar umræðu á Alþingi um málefnið. Í síðustu skýrslu greiningardeildar 2019 er áhættan af skipulagðri glæpastarfsemi metin gífurleg, sem er hæsta stig áhættu. Þar er berum orðum sagt að geta íslensku lögreglunnar til að sporna við skipulagðri glæpastarfsemi teljist lítil.
Veikleikar sem raktir eru í skýrslunni eru taldir til þess fallnir að auka líkur á að magna neikvæðar afleiðingar af þessari brotastarfsemi.
Vísbendingarnar hafa verið skýrar og lögreglan hefur sjálf ítrekað varað við hættunni. Í skýrslum greiningardeildarinnar er málið talið varða þjóðaröryggi. Þessi staða er með öllu óviðunandi.
Ég tel að ekki hafi verið brugðist nægilega við ítrekuðum ábendingum embættis ríkislögreglustjóra. Skipulögðum glæpahópum virðist vaxa ásmegin. Af þessu tilefni gætu einhverjir spurt: Hvað á að gera?
Hvernig væri að hlusta á lögregluna?
Efla þarf lögregluna eins og margoft hefur verið kallað eftir. Auka þarf rannsóknarheimildir lögreglu. Bent hefur verið á að rannsóknarúrræði eru ekki fullnægjandi hérlendis miðað við önnur lönd.
Gæslu á landamærum þarf að stórefla. Markvissar úrbætur eru nauðsynlegar til að lögreglan geti tekist á við þessa hættulegu starfsemi og með því stuðlað að auknu öryggi þjóðarinnar."
Landamæri Íslands mígleka. Ekki lengur Kórónuveirunni einni heldur glæpamönnum. Þegar ferðamenn koma ekki vegna veirunnar þó stóreyskt fjöldi hælisleitenda sem ekki þurfa að gera grein fyrir sér.
Leigumorðingar erlendra glæpamanna eiga frjálsa för inn í landið til að vinna verk sín hér er þeim sýnist svo. Allt í boði Semu Erlu, Magnúsar Norðdahl. Helgu Völu, Open Borders og Sorosar.
Menn eins og Karl Gauti né Lögreglan fá ekki hlustun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.2.2021 | 21:11
Hvað er að hjá Storytel?
ég er búinn að margreyna að fá lesbretti keypt hjá þeim en það er allt án árangurs. Þjónustan hjá þeim virðist ekki skilja neitt í þeirri löngun. Þeir taka við áskrift en afgreiða ekkert.
Ég pantaði bretti á fullu verði.Þeir afgreiddu það ekki en sendu mér tilboð á lesbretti fyrir hálfvirði. Ég pantaði það auðvitað en hef ekkert svar fengið einu sinni við hvorugu erindinu og 0 bretti en ekki 2 stk.
Hafa fleiri lent í þeim með svona?
Það er eitthvað mikið að hjá Storytel sem menn kannski verða að varast þó að hugmyndin á bak við sé grand ef þeir ráða ekkert við fyrirtækið.
18.2.2021 | 21:01
Bílakallar
hafa kannski gaman af að skoða þessa síðu til að sjá margt merkileg sem er til í henni Ameríku.
12 milljón dollar húsbíl til dæmis
Pinterest <recommendations@inspire.pinterest.com> |
17.2.2021 | 18:11
Peningasnápur
er Gunnar Smári Egilsson greinilega í viðtali við Pétur Gunnlaugsson á Sögu.
Hann þrátekur frasana um að hann vilji ná völdunum af auðstéttinni. Ekki hvernig eða hvenær eða hvað hann ætli að gera við auðinn þegar hann nær honum.Sósíalistaflokkur hans er svo góður að allir borga félagsgjöld meðan Flokkur Fólksins er á opinberu framfæri og félagarnir borga ekki neitt.
Ég hef ekki lengi hlustað á aðra eins þvælu og upp úr þessu gamla auðvaldsþýi rennur. Maðurinn er vel þekktur fjárplógsmaður úr þjónustu Baugs viðriðinn alþjóðlega fjárglæfra og stórgjaldþrot í blaðaheiminum.Varð að fá einkaþotur undir sig en ekki flugmiða með áætlun ef hann þurfti að fara eitthvað.
Kjarkaður er hann Gunnar Smári að þora yfirleitt að sýna sig og kalla sig sósíalista með þessa fortíð.
Hverjir skyldu trúa þessum gamla peningasnáp þegar að kosningum kemur?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko