18.2.2012 | 08:52
Síbrotastjórnin
verður Vigdísi Hhauksdóttur að yrkisefni í Morgunblaðinu í dag.
Grípum ofan í skrif hennar.
" Þann 15. febrúar sl. dæmdi Hæstiréttur að lög nr. 151/2010 færu gegn stjórnarskrá. Ríkisstjórnin hefur enn á ný verið dæmd af verkum sínum af æðsta dómstóli landsins - sjálfum Hæstarétti. Áður hafði Hæstiréttur úrskurðað stjórnlagaþingskosninguna ólöglega og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var fundin sek fyrir réttinum um afglöp í starfi í málefnum Flóahrepps. Meira að segja heilög Jóhanna tapaði máli fyrir kærunefnd jafnréttismála vegna ráðningarmála er hún tók karlmann fram fyrir konu í starfi. Hver hefði trúað þessu að fullreyndu?
Þrátt fyrir brotaferil ríkisstjórnarinnar frá því hún tók við - lætur síbrotastjórnin sér ekki segjast. Nú hefur meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ákveðið að kalla eigi ólöglega kjörið stjórnlagaráð saman á ný. Hvenær ætlar þetta fólk að læra að þrígreining ríkisvaldsins er virk hér á landi og að dómum dómstóla skuli lúta? Hvernig getur síbrotaríkisstjórnin ætlast til þess af borgurum þessa lands að þeir fari að lögum og lúti dómum ef hún gerir það ekki sjálf?
Nú er allt kapp lagt á að »eitthvað« úr skýrslu stjórnlagaráðs fari í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í sumar og er það röksemdin fyrir því að kalla stjórnlagaráðið saman á ný. .....
....Stjórnlagaráð hefur nú lokið störfum og skilað skýrslu til Alþingis og er því ekki til lengur samkvæmt lögum. Ég hef ekki hugmyndaflug í að finna út á hvaða lagagrunni ríkisstjórnin ætlar að boða ráðið til starfa á ný. Ég minni á að þetta »stjórnarskrárbrölt« Jóhönnu Sigurðardóttir hefur nú þegar kostað skattgreiðendur um 1.000 milljónir og enn skal bætt.....
. Daginn eftir áfellisdóm Hæstaréttar yfir ríkisstjórninni er þessi ákvörðun tekin.
Ég er orðlaus yfir valdníðslu meirihlutans.... Um hvað skal kjósa samhliða forsetakosningum er mér hulin ráðgáta og meirihlutinn veit það ekki heldur.
Hér er spólað í þrjóskuhjólförum forsætisráðherra með fullum stuðningi þingmanna Hreyfingarinnar sem er gjaldið fyrir lífi ríkisstjórnarinnar. Hvernig væri að síbrotaríkisstjórnin færi eftir núgildandi stjórnarskrá áður en litið er við að skrifa nýja? "
Ætlar almenningur að láta fífla sig til að taka þátt í einhverri skrípakosningu í sambandi við Forsetakosningarnar?
Stenst það stjórnarskrá að láta ríkisstjórnina hafa okkur að fíflum með þessum hætti? Hvað segir stjórnarskráin um alvarleika þess að kjósa sér Forseta? Hefur Jóhanna eitthvert leyfi tl að trufla þá athöfn? Eigu við ekki heldur að hafa sérkosningu fyrir annan milljarð?
Það er mikið verð sem þjóðin verður að borga fyrir það skitna kaup sem við erum að borga þessum þingmönnum Hreyfingarinnar fyrir að halda þesari síbrotaríkisstjórn á floti.Miðað við tjónið sem af henni hlýst á hverjum degi þá væri lítið mál að borga þeim öllum ráðherrakaup ævilangt fyrir að hætta að styðja hana.
(Guðfaðirinn hefði hugsað um að gera þeim tilboð sem þeir gæru ekki hafnað.. en svona hugsar maður ekki einu sinni..nei nei nei gud bevare os....)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2012 | 08:25
200 milljarðar, so what?
Kristján Júlíusson segir í Mogga að verðtryggð lán hafi hækkað um 200 milljarða í hruninu.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur samþykkt að færa höfuðstól verðtryggðra lán aftur til 2007 til þess að heimili landsins fái þá skjaldborg um sig sem til þarf. Vístalan,vonandi leiðrétt fyrir skattahækkunum, byrjar þá aftur að telja frá einhverjum ákveðnum degi, sem eftir er að ákveða.
Það er þetta sem Sjálfstæðisflokkurinn mun gera þegar hann kemst til valda. Ekkert annað ef hann ætlar að heita Sjálfstæðisflokkur áfram og hafa ínnanborðs félagsmenn sína frá síðasta Landsfundi áfram.
Hvernig halda menn að Steingrímur J. Hafi fullfjármagnað bankana eins og hann grobbar sig af? Hvernig framkvæmum við þessa leiðréttingu? Örugglega ekki með erlendum lánum frekar en Steingrímur.
Drífum í þessu.
200 milljarðar. So what ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2012 | 21:23
Nafn á ríkissstjórnina?
finnst mér vanta. Hér voru áður Nýsköpunarstjórnin, Stefanía, vinstristjórn Hermanns, Emilía, Viðreisnarstjórnin, Leiftursóknin, Viðeyjarstjórnin. Einhverjar sem ég gleymi? Hét einhver Ólafía?
En hvað heitir núverandi stjórn? Ráðleysisstjórnin fyndist mér koma til greina. Eða þá Kattastjórnin eftir eina brandaranum sem Jóhanna hefur mér vitanlega sagt um dagana? Steingrímur hefur aldrei sagt brandara viljandi að því ég best veit.
Hvernig væri að koma með nafn á þessa ríkisstjórn áður hún geispar golunni?
17.2.2012 | 11:02
ÚTRÁS !
er það sem harðstjórinn gerir þegar hallar á heima fyrir? Hann fer í stríð út fyrir landmærin. Sjáið vitleysinginn þarna í Íran hvað hann nú heitir. Þegar hallar á hann heima fyrir þá sýnir hann heiminum kjarnorkuskilvindur sínar sem hann ætlar að nota í bombur handa nágrönnum sínum og stóra Satan. Alexander mikli, Saddam Hússein, Kleón sútari,Napóleon, Pinochet, Hitler og báðir Bush-feðgar skreyta þann hóp.
Hvað gera þau Jóhanna og Steingrímur þegar Hæstiréttur er búinn að rassskella ríkisstjórn þeirra ? Jú þau byrja að þvæla um stjórnarskrá og stjórnlagaþing. Nú ríður mest á að fara að kjósa um stjórnarskrá þeirra sem þjóðin kærði sig ekkert um hvorki þá né síðar. Alþingi bara hangir og hangir gersamlega óstarfhæft og hávaði þingmanna hefur ekki aðrar hugsjónir en að halda í þingfararkaupið og safna að sér eftirlaunaréttindum. Þá talar ríkisstjórnin um þjóðaratkvæði í sambandi við forsetakosningar til að dreifa athyglinni.
Að þessi heilum horfna ríkisstjórn sem enginn hefur lengur neina trú á, og líklega hún sjálf ekki heldur nema kannski Steingrímur alsherjaráðherra, ætli að fara að efna til þjóðaratkvæðis um einhverja óathugaða stjórnarskrá sem búið er að semja samkvæmt uppskrift,kommúnista, krata og umhverfissérvitringa og á ekkert erindi við þjóðina á þessum tímum.
Nú þarf að ganga í fjármálin og fara að horfa á verðtryggðu lánin og fara að efna Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að flytja skuli þau aftur til 2007 yfir línuna.
Það er þetta sem brennur á fólkinu en ekki stjórnarskrá og forsetakosningar samkvæmt gömlu og góðu stjórnarskránni sem hefur þó bjargað þjóðina ekki einu sinni heldur tvisvar.
Það gerði verðtryggingin líka um áratugi en við hrunið kom stak í fylkið eins og þeir myndu segja sem eru kjölfróðir í stærðfræði, sem ekki er hægt að líta framhjá. Sjálfstæðisflokkurinn bíður því miður á hlíðarlínunni eftir því að fólkið kalli á hann til að gera upp þrotabú Jóhönnu kattasmala og Steingríms allsherjar. En það vill enginn tala um neitt annað við flokkinn en einhver Vafningsmál til þess að draga athyglina frá málefnunum sem flokkurinn er með.
Við viljum kosningar strax en ekki að dreifa athyglinni í stöðugu útrásarbulli.
16.2.2012 | 22:22
Ömurlegt Kasljós
var í kvöld þegar Árni Páll settist hjá Helga Seljan sem ætlaði að spyrja hann útúr skandalmálinu um vaxtalög hans sem Hæstiréttur fleygði í andliti ríkisstjórnarinnar eins og blautri gólftusku í gær. Ástæða væri fyrir ríkisstjórnina að hundskast frá en hanga ekki svona í tilgangsleysi nema að sanka að sér peningum og lífeyrisréttindum fyrir sjálfa sig.Henni er fjandans sama um þjóðina og hver dagur sem líður án þess að neitt sé gert sem gagnast þjóðinni bara hangir hún og hangir í tilgangsleysi og verkleysi þrátt fyrir bullið í Jóhönnu og Steingrími um að Makríllinn og Loðnan ásamt fegurð himinsins sé þeim báðum að þakka.
Í stað þess að láta spurningarnar dynja á Árna Páli leyfði kosningastjóri Samfylkingarinnar fyrrum Samfylkingarráðherranum Árna Páli að vaða uppi með langa þvælu um að Hæstarétti hefði mistekist, ríkisstjórnin hefði ekki verið að gera neitt nema hnykkja á dómi Hæstaréttar frá 2010. Engin heimili myndu skaðast á þessum lögum nema bankarnir sem myndu verða af með milljarðatuga vaxtagreiðslum frá þessum sömu heimilum þá væntanlega ef ekki skiptastjórum í búum landflótta Íslendinga. Hæstiréttur þyrfti eiginlega helst að leiðrétta niðurstöðuna, gefa leiðbeiningar ef þá ekki bara láta hann dæma aftur með meirihluta. Helgi sat eins og hertur þorskur fyrir framan meistara sinn og gat varla hóstað útúr sér eins einast orði fyrir vaðlinum í Árna sem sagði ekki neitt nema meiri dellu en fyrri daginn af því að hann talaði miklu hraðar núna af því að hann fékk að hafa orðið allan tímann. Og má þá segja að þar hafi skrattinn hitt ömmu sína fyrir því ekki er Helgi mállaus þegar kemur að því að hakka á íhaldinu. Þá þráspyr hann sömu spurningarinnar hverju svo sem svarað er.
Eftir stendur rassskellt ríkisstjórn sem ætti að hunskast burt og láta fara fram kosningar. Það er allaveg þarfara en að fara aftur að þvæla um þetta stjórnlagaþing sem þjóðin hafnaði. Hér vantar enga stjórnarskrá því sú gamla hefur alveg dugað í 70 ár.
Kastljósið hefur oft verið betra, líka já Helga Seljan..
16.2.2012 | 08:57
Enn ein skömm Steingríms
J. Sigfússonar var staðfest í Hæstarétti í gær.
Ráðherrann beitti sér fyrir þeirri fáránlegu afturvirku lagasetningu árið 2010, að breyta vaxtaþætti gengistryggðra skuldabréfa sem höfðu þá veri dæmd ólögleg.
Ráherrann hélt því fram að sanngirnissjónarmið ættu að ráða því að reikna lægstu óverðtryggða vexti á skuldirnar í stað nafnvaxta á bréfunum. Ótal gjaldþrot og eignamissa hafa síðan farið fram ó grundvelli þessarar sanngirni Steingríms, sem fíflaði Alþingi til að samþykkja afturvirk lög.
Er það enn ein skrautfjöður í hatti þessa þings sem fyrir löngu hefur sýnt sig vera þannig samsett af fólki að hvergi er boðlegt elstu þingræðisþjóð í heimi. Núverandi Alþingi, og raunar ýmsar sveitarstjórnir, eru sýniskennsludæmi um það hvert örvænting og upplausn getur leitt annars dagsfarslega skynsamt fólk til kæruleysis og ábyrgðarleysis.Iðrunin stendur mun lengur en eftir venjuleg fyllerí eða stundum fjögur ár.
Hæstiréttur hefur opinberað enn eina skömm Steingríms J. Sigfússonar á stjórnarstóli.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2012 | 08:33
Forstokkaður Steingrímur
Svo segir í Morgunblaðinu:
" Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, viðurkennir að hafa gengið of langt í þingsalnum á mánudag þegar hann sagði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, að þegja...
Steingrímur sagði við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í gær, að þetta væri ekki stór atburður í hans huga, »en ég er nógu stór til að viðurkenna það, að þetta er ekki viðeigandi orðbragð,« sagði Steingrímur.
Hann sagði að þetta hefðu verið orðahnippingar úti í þingsalnum og ekki ætlaðar fyrir fjölmiðla eða í hljóðritun. »Við þurfum væntanlega báðir að sitja á strák okkar og stilla skap okkar í framhaldinu,« sagði Steingrímur...."
Það er greinilega Sigmundur Davíð sem þarf að bæta sig til þess að hinn "stóri" Steingrímur þurfi ekki að vera að skattyrðast við hann.Vonandi taka þingmenn eftir þessu og séu ekki að trufla stórmennið.
Einu sinni þótti ástæða til að senda geðlækni heim til íslensks ráðhera. Það þótti ekki nógu fínt og var útlagt sem pólitískt samsæri. En við forstokkun á alvarlegu stigi er fólki yfirleitt ráðlagt að leita sér hjálpar sjálft..
13.2.2012 | 20:49
Allt vald spillir
og algert vald spillir algerlega.
Þeir sem hafa orðið þess aðnjótandi að sjá meistaralegan leik Meryl Streep í gervi Margrétar Thatcher hafa sjálfsagt tekið eftir atriðinu þegar sýnt er frá síðasta ríkisstjórnarfundi frú Thatcher. Þar er hún orðin svo blinduð af sjálfsáliti að henni finnst allir í kringum sig vera bjálfar sem ekkert geti til jafns við hana sjálfa.
Það mátti sjá glögg merki þess í þingsalnum að Steingrimur Jóhann er að verða heltekinn af þessari veiki. Hann bregst ókvæða við gagnrýni og þó hann segi það ekki berum orðum þá finnst honum þeir sem spyrja hann gagnrýnið út úr gerðum hans sem ráðherra, vera vitleysingar og bjálfar sem hann vill heldur að steinhaldi kjafti og séu ekki að pirra sig og trufla frá stórmerkum stjórnarstörfum sinum. Steingrimur er greinilega að blindast af valdinu og farinn að telja sjálfan sig í guðatölu sem dauðlegir hafi ekki vit né þroska til að ræða við, hvað þá að gagnrýna.
Alþýðuforinginn Steingrímur er að verða fórnardýr valdsins og spillingaráhrifa þess.Slíkt hefur hent meiri menn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2012 | 17:43
Samsæri Steingríms J
gegn bæjarstjórnarmeirihlutanum sem þá hafði staðið farsælllega í 18 ár í Kópavogi framdi hann þegar hann í skjóli nætur rak alla stjórn Lífeyrisjóðs Starfsmanna Kópavogskaupstaðar og framkvæmdastjóra frá völdum og setti sinn kommúnista yfir málin. Ástæðan var að þessir aðilar höfðu verndað lífeyri eigendanna með því að ávaxta laust fé í bæjarsjóði Kópavogs, sem er ábyrgðarmaður lífeyrisisjóðsins. Fleiri sjóðir á vegum bæjarfélaga gerðu eins en þar voru þóknanlegir menn við völd. Þetta var á tíma nýhrundra banka og þjóðfélagið logaði stafna á milli í hatri og tortryggni.
Að því er virðist hefur rannsókn málsins verið skipulega dregin á langinn til þess að valda sem mestum skaða á viðkomandi persónum sem eru úr öðrum stjórnmálaflokkum en ráðherrans. En nú hefur rannsókn málsins staðið í 3 ár, ég endurtek 3 ár. 3 ár til að rannsaka einfalt mál sem liggur á borðinu. Engu var stolið, ekkert fá tapaðist, ekkert lán var afskrifað, engar vinnuferðir voru farnar, engin spilling, engin vinafyrirgreiðsla, engir búsetustyrkir þegnir. Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogs skilaði bestu ávöxtun lífeyrissjóða landsins árið sem þessi glæpur var framinn.
Hinsvegar er morgunljóst hver afleiðingin er orðin fyrir þolendurna sem nú hafa verið ákærðir og skulu koma fyrir dómara. Mannorð viðkomandi hefur verið dregið niður í svaðið. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks beið hnekki vegna þess málflutnings að málsaðilarnir ef ekki allir flokksmenn líka úr þeim flokkum séu glæpamenn sem enginn getur komið nálægt með 10 feta stöng. Samfylkingarfulltrúinn segist ekki hafa skilið neitt í því sem hann var að gera og því segist hann saklaus. Hinir tveir, Gunnar I Birgisson og Ómar Stefánsson eru ósamstarfshæfir af því þeir séu "glæpamenn undir ákæru" eins og málflutningurinn hljómar.
Sú grundvallarregla að hver maður sé saklaus þar til sekt hans sé sönnuð gildir ekki þegar Steingríms-réttlætið á í hlut eða túlkun hans á því meðal andstæðinga þessara flokka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2012 | 17:20
Nægst lægsta tilboð
er tilboðið sem á að taka við útboð. Venjulega er lægsta tilboðið vitlausast af öðrum vitlausum tilboðum. Það ber með sér mestu áhættuna af því að tilboðsgjafinn fari á hausinn. Sem er ekki endilega það besta sem kemur fyrir verkaupann sem þá lendir oftlega í aukakostnaði.
Ég hef heyrt að þetta sé víða háttur sem tekinn hefur verið upp meðal siðaðra þjóða til þess að bæði að hafa vit fyrir hungruðum verktökum og hindra sorgaratburði sem nóg er af. En sjálfsagt þýðir ekki að tala um þetta hér á landi þar sem lægsta tilboð er lægra en næstlægsta.
12.2.2012 | 16:01
Heiladauðir
virðast íslenskir lífeyrisjóðagreiðendur vera upp til hópa. Fregnir um 480 milljarða tap snertir þá ekki. Þeir eru greinilega tilbúnir að láta sjóðafurstana í friði.
Annað sem ég undrast er að ríkisstjórnarkommarnir skuli ekki rumska við þá hugmynd, að taka staðgreiðslu af öllum inngreiðslunum. Þá fækkar spilapeningum spekúlantanna hérumbil um helming. Og ríkissjóðshallinn er leystur. Helgi í Góu tók þó undir hugmyndir mínar á Útvarpi Sögu um innlánsdeild í Seðlabankanum fyrir iðgjaldagreiðendur þannig að hún var þá ekki alvitlaus. En um skattlagningu inngreiðslanna ræðir enginn.
Vonlaust lið alltsaman. Maður skilur þá sem hypja sig til Noregs. Hér ríkir heiladauði til viðbótar við heimskuna.
11.2.2012 | 15:53
Stiggenap!
sögðu við strákarnir í bóahasarnum í gamla daga.
Steingrímur J. Sigfússon hefur lært þetta snemma og man það enn. Stiggenap Lífeyrissjóðir ! Ef þið komið ekki með erlendar eignir og leggið þær í ríkisbréf skal ég skattleggja ykkur svo þið sjáið eftir því!
Hvað sögðu menn þegar lífeyrisjóðakerfið var fundið upp? Heilagir sjóðir launþega? Ríkið lætur þá í friði um aldur og ævi? Auðvitað allt lygi og svik eins og allt sem vinstri menn segja. Steingrímur ætlar að stela þeim. Er hann bara ekki í gervi stigamannsins og bóans? Er hann ekki að hóta að ræna launþega eins og kommúnistar hafa allstaðar gert þar sem þeir geta. Frá Stalín til Causescu? Er ekki Steingrímur trúr hugsjónum sínum og fyrirmyndum?
"Upp með hendur, niður með brækur, peningana eða ég slæ þig í rot!" Þeir sem stjórna lífeyrisjóðunum einstökum eða öllum í einu, sem enginn kaus, bara lyppast niður og hlýða. Arnar kyssir á vöndinn fyrir okkar hönd sem fá bara skertan lífeyri í sinn hlut. Við þegjum og fruktum okkur fyrir kerfinu.
Norræn velferð í boði Vinstri Grænna. Trúir kannski lýðurinn að Lilja verði betri? Má ekki alltaf fá annað skip í íslenskri pólitík?
Stiggenap, launþegar landsins! Steingrímur er á steliferð!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 69
- Frá upphafi: 3421101
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko