Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
9.11.2009 | 22:46
Hvað þarf að gera ?
Vandi Íslands er svo gífurlegur framundan að til sérstakra ráðstafana verður að grípa. Mér finnst að eftirfarandi sé hægt að gera til að rjúfa vítahringinn sem við erum stödd í.
1. Setja neyðarlög sem kyrrsetja allar erlendar peningaeignir(jöklabréf ofl.) til 3 ára, sem hér eru frá tímanum fyrir hrun. Þessar innistæður skulu af sanngirnisástæðum settar á hæstu vexti meðan á kyrrsetningu stendur.
2. Afnema gjaldeyrishöftin. Frjálsir fjármagnsflutningar.
3. Leitað verði eftir lánsfjármagni hjá ríkjum utan Evrópu.
4. Framlengja öllum afborgunum af skuldum fyrirtækja sem þess óska og sem munu gjaldfalla næstu 3 ár. Allar afborganir íbúðalána, erlendra sem innlendra , sem falla á næstu 3 árum skulu flytjast aftur fyrir lokadag skuldabréfsins.
5. Þegar í stað verði greitt úr leiðum til að erlend fjárfesting geti komið til landsins vegna orkunýtingar og úrvinnslu. Fiskveiðikvótar verði auknir.
6. Skattar verði ekki hækkaðir í neinni mynd. Skattar verði lagðir á lífeyrisinngreiðslur. Ríkissjóður verði rekinn með minnsta mögulega halla næstu 3 ár.
7. Þjóðarsátt verði reynd um engar launahækkanir í 3 ár umfram verðbólgubætur.
8. Seðlabanki hætti stýrivaxtaákvörðunum. Verðbólgumarkmiðum sé stýrt af bindiskyldu. Vextir séu frjálsir. Samráð í fjármálastarfsemi verði stranglega óheimilt. Ríkisbönkum verði fækkað.Skilanefndum verði lokað sem fyrst.
9. Vegabréfaskylda tekin upp að og frá landinu. Nýjum atvinnuleyfum útlendinga verði tímabundið fækkað.
10. Allir landsmenn fái sent hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem ríkið hefur yfirtekið skv. stöðu á næstu áramótum. Bókfærslur á viðskiptavildum, tekjuskattskuldbindingum og óefnislegum eignum verði óheimilar. Hlutabréfamarkaður starfi í 3 mánuði áður en aðalfundir fyrirtækjanna verða haldnir.
11. Fella Icesave samningana. Tilkynna umheiminum hvernig Íslendingar muni með fara án samráðs við aðra.
12.Mynduð verði þjóðstjórn til að framkvæma björgunaraðgerðirnar.
Þetta eru leiðir sem geta hugsanlega tafið fyrir yfirvofandi landflótta öflugasta kjarna þjóðarinnar.
Margt fleira er auðvitað hægt að gera sem til varnar má verða vorum sóma. Auglýst er eftir þeim.
En þetta þarf áreiðanlega að gera.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.11.2009 | 14:30
Erfitt eða erfiðara ?
Leiðari Morgunblaðsins á laugardag er umhugsunarefni. Maður veltir fyrir sér hvort þau friðkaup sem við Íslendingar erum að láta teyma okkur útí undir hótunum um, að alþjóðasamstarf í EES og ESB og Norðurlandasamstarfið sé í hættu, séu ekki of dýru verði keypt ?
Í leiðaranum segir m.a.:
Ef einhverjir telja að íslenska ríkið sé aflögufært um 40 milljarða króna á ári í greiðslu fyrir ekki neitt, væri þá ekki nær að verja því fé til stuðnings við Íslendinga sem búa við bágan hag? Ríkisstjórnin er reiðubúin að leggja allt í sölurnar til að sannfæra meirihluta Alþingis um að nauðsynlegt sé að eyða slíkum upphæðum til að greiða Icesave-skuld einkafyrirtækis. Hvers vegna leggur hún ekki frekar fram frumvarp um að þessum fjármunum verði varið til stuðnings við þá sem höllustum fæti standa hér á landi?
Verðum við ekki að velja og hafna? 40 milljarðar í vexti á ári af skuld sem vafi er á að við eigum að greiða ? Auk höfuðstóls skuldarinnar ?
Ef við ákveðum að greiða eitthvað af þessari skuld með skírskotun til heiðurs okkar sem þjóðar, þá gætum við boðist til að greiða hana til einstaklinga aðeins úr tryggingasjóði innistæðueigenda í íslenskum krónum í stað þess að taka lán hjá öðrum þjóðum. Og án vaxta þar sem um tryggingabætur er að ræða.
Vera kann að við þurfum að bjóða andstæðingum okkar eitthvað annað en steyttan hnefann. En bara afturendann eins og nú horfir?
Enn segir í leiðaranum:
Forgangsröðun er stundum til umræðu í stjórnmálum og þykir misjafnlega skynsamleg. Sú forgangsröðun ríkisstjórnarinnar, að senda tugi milljarða úr landi en hækka um leið skatta og draga úr atvinnu, er með öllu óskiljanleg. Ísland þarf á því að halda að byggt sé upp og að staðið sé við bakið á þeim sem landið byggja. Ríkisstjórn sem keppist við að senda fjármagn úr landi í stað þess að bæta lífskjör landsmanna er á miklum villigötum."
Getur þetta verið skýrara ?
Við eigum um það að velja að þóknast AGS og skera allt niður í ríkisrekstrinum, svo sem heilbrigðiskerfið, menntakerfið, gríðarlegar skattahækkanir á atvinnulaust fólk, missa þjóðfélagið útí kjarabaráttu og óðaverðbólgu. Horfa á stórfellt atvinnuleysi, opinberra starfsmanna sem annarra, landflótta, hörmungar.
Verður framtíðarspá Seðlabanka Íslands fyrir næstu tvö ár lesin öðruvísi?
Eða bíta á jaxlinn, bjóða Evrópuþjóðunum byrginn og standa einir og óstuddir.Vinna okkur útúr vandanum. Leita sanngjarna lausna?
Getum við þetta?
Mitt svar er að betra sé að taka áhættuna en þá afarkosti sem okkur eru boðnir.
Ég vildi sjá Icesave-samningnum hafnað og nýrra samninga leitað á okkar þjóðarforsendum.
Það verður erfitt.
En verður hitt ekki erfiðara?
6.11.2009 | 08:28
Svartnætti !
Seðlabankinn hefur nú stigið fram og horft raunsæjum augum á þá framtíð sem við blasir næstu 2 árin með efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar:
Samdráttur, atvinnuleysi, verðbólga, gengisfall, háir vextir.
Vesgú ! Í boði Mjallhvitar og Rauðgrana:
Svartnætti !
4.11.2009 | 17:44
Áhugaverð Ráðstefna !
KPMG blæs til ráðstefnu á Grand Hoteli á morgun til að finna út hvernig endurskoðendur þeirra geti bjargað efnahagslífinu.
Dagskrá
- Setning Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KPMG
- Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra
- Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
- Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Heims
- Craig Masters, sérfræðingur í endurskipulagningu fyrirtækja, KPMG London
- Pallborðsumræður, stjórnandi Þorsteinn Pálsson
- Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Heims
- Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka
- Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda
- Hörður Arnarson, forstjóri Sjóvá
- Símon Á. Gunnarsson, Partner KPMG
Ráðstefnustjóri er Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Staður: Grand Hótel Reykjavíkur, Gullteigur
Tími: 5. nóvember frá kl. 13:00 til 17:00
Ráðstefnugjald: 17.500 kr.
Léttar veitingar verða í boði að loknum pallborðsumræðum.
Skráning á kpmg@kpmg.is eða í síma 545 6000.
Setninguna annast Sigurður Jónsson. Hann er endurskoðandi BYR og þáði einar 30 milljónir síðasta ár fyrir að gera ársreikning til aðalfundar sem sýndi BYR í góðu formi. Stofnfjáraðilar höfðu margir efasemdir um það, hvort allt væri fram komið sem ollu 30 milljarða tapi fyrirtækisins á árinu 2008. Stjórnin fullvissaði fundarmenn um að svo væri að mati endurskoðandans. Enda væri mikil vinna á bak við uppgjörið. Hálfu ári seinna er BYR nánast gjaldþrota og CAD-hlutfallið komið niðurundir 2 %. Sem þýðir að eigi fyrirtækið að starfa áfram þá verður að koma inn nýtt fjármagn sem nemur minnst 11 milljörðum króna. Og það á að koma frá ríkinu til að tryggja óbreytta stjórn. Það er ekki æskilegt að lána stofnfjáraðilum peningana til að kaupa nýtt stofnfé á Steingrímskjörum VBS/Saga Capital ? Það tefur fyrir ríkisvæðingunni. Skyldi endurskoðandinn eða forstjóri BYR kæra sig um að geta gefið skýringar á þessum viðsnúningi í rekstrinum 2009 ? Eða var þetta bara allt í plati á síðasta aðalfundi og til að tryggja stjórnakjörið á atkvæðum ómálga barna Nóatúnsfjölskyldunnar og ógildra umboða frá Karen Millen ?
Forstjórinn sætir að vísu sakamálarannsókn vegna stofnfjárbréfaviðskipta sinna, en hann ásamt fyrri stjórnarmönnum tóku meira en milljarð úr sjóðum BYR og notuðu til að kaupa stofnfé af sjálfum sér fyrir fjórfalt yfirverð á sama tíma að engir aðrir úr stofnfjáreigendahópnum gátu nokkuð gert við sín bréf annað en sæta innheimtuaðgerðum vegna lána sem þeir tóku í Glitni til að kaupa stofnfé. En ekki er vitað hvort endurskoðandinn þarf einnig að koma fyrir dóm í sambandi við þetta, því hann sagði í athugasemdum með ársreikningnum að hann hefði engin óvenjuleg viðskipti séð við rannsóknir sínar. Um að gera að vera ekki að þvælast í smáatriðum. Hvað er einn milljarður milli vina ?
Sonur endurskoðandans er Jón nokkur Sigurðsson, sem var forstjóri FL-Group sem ætt að vera vel þekktur hjá Birnu bankastjóra Íslandsbanka. En hún er kölluð Hvíta-Birna af gárungunum vegna hlutabréfaviðskipta sinna hjá gamla Glitni, þar sem hún lét ekki sjónarmið lánardrottna trufla sig. Sagt er að hún hafi komist hjá að borga öfugt við aðra hluthafa og stofnfjárkaupendur sem tóku lán hjá Glitni. Og Birna tekur auðvitað hnarreist þátt í pallborðsumræðum með Benedikt Jóhannessyni um það hvernig
Endurreisnin. Endurskipulagning á erfiðum tímum.
á að fara fram.
Benedikt verður ekki í vandræðum með bjargráðin. Ganga einfaldlega í Evrópusambandið. Hann kom með þennan boðskap á landsfund Sjálfstæðisflokksins í vor en sá fundur vildi bara ekkert hafa hvorki með Benedikt né boðskapinn að gera.
Annar málshefjandi er Gylfi Magnússon ráðherra Samfylkingarinnar og talar af hálfu stjórnmálamanna, eins og hann lýsir sjálfum sér í útvarpi. Enginn ,sem ég þekki kannast, þó við að hafa kosið þennan Gylfa og er einkar gott til þess að vita, að menn geti verið stjórnmálamenn án þess að fara í framboð. Léttir þetta án efa róðurinn fyrir marga. Til dæmis gæti Benedikt Jóhannesson kannski lært hvernig hann á að komast í forystu Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir landsfundinn síðasta.
Verkefni ráðstefnunnar er þetta samkvæmt auglýsingunni:
"Endurskipulagning á rekstri og fjárhagsskipan er mikið í umræðunni. Eftir algjört hrun íslenska fjármálakerfisins má spyrja hvert stefnum við, hvert er hlutverk fjármálastofnanna og hver er staða hluthafa og starfsmanna við þessar kringumstæður. Hvernig verður best staðið að endurskipulagningu? Er hætta á að sjónarmið lánardrottna verði of ráðandi í starfsemi fyrirtækja?"
Einkar áhugavert viðfangsefni þegar fyrir liggur að afskrifa á marga milljarða af eignum lánardrottna til þess að til dæmis Bónusfeðgar geti áfram haft tögl og hagldir í sínum fyrirtækjum. Það kann heldur enginn betur að selja kjötfas heldur en Jóhannes í Bónus eins og skráð er í réttarbækur lýðveldisins Íslands. Því er ákaft haldið fram að þannig hafi verið farið með Morgunblaðið, alveg sama hversu oft sá reginmunur er dreginn fram. Því Morgunblaðið var tekið af gömlu eigendunum og selt hæstbjóðanda. Skuldir Fréttablaðsins eru hinsvegar fluttar í annað félag sem verðu látið fara á hausinn með þær meðan Samfylkingin getur treyst á blaðið sér til halds og trausts.
Þorsteinn Pálsson, fyrrum skrautfjöður Bónusfeðga úr Fréttablaðinu, stýrir pallborðsumræðum. Honum er einkar vel treystandi til að leiða umræður þátttakenda um leið Íslands inní Evrópusambandið. En búast má við því flestir þátttakendurnir taki vel undir þessi sjónarmið. Jafnframt mun Þorsteinn áreiðanlega geta manna best leitt hjá allt óþarfa tal um kvótakerfið og þátt þess í endurreisninni og hlýtur forstjóri HB-Granda að geta tekið vel undir þau sjónarmið ef upp koma og þar verður hann þó samstíga Morgunblaðsritstjóranum og fyrrum formanni Framsóknarflokksins.
Símon Gunnarsson endurskoðandi er svo meðal þátttakenda í pallborði. Hann hefur sýnt það og sannað að endurskoðendur geta búið til miklar fjárhæðir úr engu. Hvernig hann byggði upp risaeignfjárstöðu Norðurljósa fyrir Jón Ólafsson, sem þannig komst yfir milljarða lán, er mönnum í fersku minni. Sá gjörningur er eiginlega efni í aðra ráðstefnu og ætti að verða skyldulærdómur í endurskoðunarfræðum í Háskólanum ef Gylfi Magnússon snýr einhverntímann aftur þangað af vettvangi stjórnmálanna.
Símon Gunnarsson, og jafnvel fleiri endurskoðendur hjá KPMG verða væntanlega ekki í vandræðum að reisa þjóðarbúið úr öskunni og koma með nýjan ríkisreikning sem sýnir bara grænar tölur í stað rauðra. Það er það sem þjóðin bíður eftir. Kanínur úr höttum.
Þetta er ráðstefnan sem beðið hefur verið eftir. Því miður verð ég að sitja heima þar sem ég á eftir að borga svo marga sautjánþúsundkalla í skuldir vegna stofn-og hlutabréfakaupa. Því enginn hefur viljað hugga mig með öðru en að sjónarmið lánardrottna minna muni öllu ráða um mína framtíð. Það er svona að vera bara Jón en ekki Séra Jón!
Þeir, sem þannig er ástatt um , gætu náttúrlega mætt með tóma aska sína við inngöngudyrnar og lamið sleifum í þá til að undirstrika hrifningu sína á þessu framtaki endurskoðendanna.En slík mótmæli eru ekki á færi nema VG að skipuleggja. Og þeir eru svo yfir sig ánægðir með Icesave þessa dagana að þeir mega ekkert vera að svoleiðis.
Ég efa ekki að frá þessari ráðstefnu muni koma straumhvörf í endurreisnarmálum útrásarvíkinganna.
Það er nefnilega það sem skiptir meginmáli, að setja reikningana upp með réttum hætti.
Það kann KPMG !. Þaulvanir menn í endurskoðun og skilanefndum gamalla og nýrra banka.
Ekki láta hagsmuni lánardrottna verða of áberandi þegar réttir aðilar eiga í hlut !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
3.11.2009 | 23:51
Sagittarius Rísandi-yrkisefni!
Sagittarius rísandi - frábær bók
Kæri Halldór. Til hamingju með bókina. Hef notað vikuna til að lesa hana.
Bókin þessi ágæt er,
orðasnilld og gæði.
Með henni ég mæli hér
magnaður stíll og fræði.
Kær kv.
Hafþór Örn
Þetta skrifar mér á afmælisdaginn mágur minn, hinn alþekkti húnvetnski hagyrðingur Hafþór Örn Sigurðsson, "Blönduósskáldið" sem ég kalla svo.
Ef ég held áfram í bókabransanum ætla ég að hvetja hann til að gefa út bók með kvæðum sínum, því eftir hann liggur ógrynni af tækifærisljóðum sem eru alþekkt norðan heiða og víðar.
Takk fyrir kveðjuna Hafþór !
Áheit !
Lewis hef ég lesið vel,
léttan penna hann ég tel
Eitthvað skulum við öls við pel-,
a sitja ef bækur sel.
Fleiri sem vilja láta fjúka í kviðlingum um Lewis og bókina ?
3.11.2009 | 23:26
Borgarnesræðan bítur enn !
Borgarnesræðan bergmálar enn ! Mágur Ingibjargar Sólrúnar höndlar afskriftamál Baugs uppi í Kaupþingi með sérstakri velvild Samfylkingarinnar. Allir fjölmiðlar keppast um að líkja þessu við afgreiðsluna á skuldum Moggans og Björgólfs. Alveg sama þó að það mál hafi verið klárað allt öðruvísi, Mogginn tekinn af fyrri eiganda og seldur hæstbjóðanda, þá staglast fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, Mörður Árnason á því í útvarpinu að þessi mál séu sambærileg.
Þau eru það alls ekki.
Borgarnesræðan bítur enn !
3.11.2009 | 08:05
Sjónvarpsþátt með Dagbjarti !
Ég heyrði, ekki nógu vel, viðtal við Dagbjart Sigurbrandsson um umferðarljós Reykjavíkurborgar. Stórmerka 60 árar sögu umferðarljósanna kann þessi maður.
Almenningur þarf að fá upplýsingar um þetta og þær breytingar sem við þurfum að gera á aksturslagi okkar til að auka umferðaröryggið nú í nóvember, þegar slysahættan vex sem mest.
2.11.2009 | 22:20
Skipta Skrímslinu ?
Nú á ríkið loksins tækifæri á að koma á heilbrigðri samkeppni í nýlenduvöruversluninni. Hagar, sem þeir erkifeðgar Jón Ásgeir og Jóhannes keyptu undan skiptastjóra við Baugsfallíttið, eru komnir á vald ríkisins. En þá er það ekki hægt.
Nú á ríkið tækifærið sem Davíð gekk úr greipum, til að skipta markaðsráðandi fyrirtækinu upp eins og Kanarnir skiptu upp Standard Oil á sínum tíma með auðhringalögunum. Auðvitað urðu partarnir allir stærri en upphaflega félagið í Texas en það er nú bara gangur lífsins. Auðvitað yrði Jóhannes fljótt stærstur aftur fengi hann einn partinn, því auðvitað enginn kann að selja kjötfas betur en Jói gamli. En leikurinn yrði jafnari um stund.
En þá koma auðvitað styrkirnir til Samfylkingarinnar og ESB hugsjónarinnar til álita. Það er ekki hægt að hugsa sér annað en aðrar reglur gildi um Haga en Húsasmiðjuna. Feðgarnir verða að halda töglum og högldum í Högum í heild sinni með blessun Mjallhvítar og börðum Rauðgrana. Það er bara spurning um hvernig eigi að gefa þeim eftir skuldirnar.
Þessvegna er ekki hægt að skipta skrímslinu !
2.11.2009 | 19:21
Blásandi BYR !
Frétt hefur komið um það að Steingrímur J. f.h.ríkissjóðs ætli að leggja fram 10 milljarða til að blása á í seglin hjá BYR. Caddið er orðið alltof lágt á þeim bæ. Ólögleg stjórnin í bankanum(kosin með atkvæðafölsun og umboðssvikum) gerir ekki neitt í málinu nema að verðlauna afreksmanninn í bankastjórastólnum með áframhaldandi setu. Nú hefur enn bæst í bunkann sem bendir til þess að reikningurinn síðasti hafi verið fegraður af endurskoðandanum. Tap bankans á síðasta starfsári nam einum milljarði fyrir hverja milljón sem sá bankastjóri hafði í laun. Geri aðrir betur ! Málum fyrri bankastjórnar og bankastjórans vegna stofnfjárbréfasölu þessara aðila með meira en milljarðsláni á yfirdrætti úr bankanum sjálfum, hefur verið vísað til sérstaks saksóknara vegna mögulegra umboðssvika. Samt er bara allt í lagi og ekkert gert. Allt í þessu fína og" business as usual."
Stofnfé þeirra sem voru prettaðir til að auka stofnféð um sömu upphæð og tapið eiga að þynnast út í ekki neitt. Ríkið var áður búið að lána VBS og Saga Capital risalán á málamyndavöxtum til langs tíma. Nú heyrist ekkert í ríkinu nema bara að leggja fram óafturkræft framlag og búa til enn einn ríkisbankann. Ekki að spyrja stofnfjáreigendur hvort þeir vilji hugsanlega kaupa meira stofnfé á Sögulegum/VBS kjörum?
En það vill kannski enginn kaupa meira stofnfé ef sama liðið og fulltrúar sömu afla eiga alltaf að sitja kyrrt við stjórnvölinn á hverju sem gengur ?
Meiri ríkisvæðingu! Það er blásandi BYR í seglin á strönduðu skipi.
2.11.2009 | 18:58
Pukurbankar
Eru þeir Sigurður Einarsson, Hreiðar Már og Bjarni Ármannsson bak við þá kröfuhafa sem eru að yfirtaka Kaupþing ?
Er Jón Ásgeir í hópnum og Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason ?
Af hverju er Finnur Sveinbjörnsson mállaus þegar kemur að málefnum Haga ?
Það er enginn bankaleynd þegar einstaklingar eiga í hlut. Allir reikningar skráðir á skattframtölin. Gamalmenni svipt bótum ef þau fá vexti af bankabók. En útrásarvíkingarnir ? Um þá gilda sérreglur sbr. dóminn þegar Vilhjálmur Bjarnason tapaði málinu gegn kerfinu.
Pukurbankar Ríkisins hf.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko