Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Kosningar ?

Ég bað ekki um kosningar í vor. Þær voru barðar yfir mig og þjóðina af  Austurvallarindjánunum.  Hvað fengum við útúr þeim ? Gersamlega óstarfhæft Alþingi, þar sem ringulreiðin ein ríkir.

Nú er þjóðin búin að fá að sjá til hvers þessar vetrarkosningar leiddu. Mest til umræðustjórnmála um aukaatriði eins og ESB og Icesave  meðan þjóðin sökk dýpra í vandann.

Er ekki rétt að Alþingi myndi núna einhverja bráðabirgðastjórn?  Þessi stjórn geri fyrstu ráðstafanir til kreppulausna, meðan búist er til kosninga við fyrsta tækifæri ?

Er ekki rétt að setja Icesave á Ice? Hætta að ræða það í bili ? Hætta samningaumleitunum í bili ?

Þarf nokkuð að þýða 2500 spurningakverið frá ESB ? Liggur eitthvað á að svara þeim ? Má ekki fresta aðildarviðræðunum til að spara peninga ?

Er ekki rétt að reyna að efla atvinnulífið ?

Er nokkuð frekar að tala um við AGS? Getur sjálfstæð þjóð í eigin landi ekki samið sín fjárlög sjálf?  Þarf einhverja útlendinga til þess? 

Er ekki rétt að kjósa strax og hægt er?

 

 


Lína Davíðs eða Jóhönnu ?

Það er ekki nema um tvennt að velja fyrir Alþingi núna. Það er að taka Icesave samninginn fyrir og fella hann eða samþykkja án fyrirvaranna.

Gangast undir slíkt ok, að vandséð er hvort þjóðin fái undir risið. Borga 40 milljarða í áfallna vexti bara frá áramótum. Eitt hátæknisjúkrahús eða svo.  Eða standa í lappirnar. Leggja allt undir og segja að við borgum ekki erlendar skuldir óreiðumanna. Og biðja Guð að blessa Ísland í þeim hremmingum sem fylgja kunna, sem geta verið þó nokkrar.

Ef leið Davíðs er valin, þá er stjórn Jóhönnu fallin. Þá er nauðsynlegt að kjósa aftur til að koma á traustri stjórn. Hún verður að vera traust, jafnvel þjóðstjórn miðað við þau vandamál sem við munu blasa. Samstarfið við AGS er búið og Íslendingar setja sín fjárlög sjálfir. Þurfa ekki að hækka skatta óheyrilega, þurfa ekki ógrynni lánsfjár. Eiga sitt stríð og sín opnu sund.

Hvað höfum við í rauninni haft útúr EES ? Spyrjið sjálf ykkur en látið ekki Kratana bara svara með venjulegum slagorðum. Hversu traustir eru vinirnir í nágrannalöndunum miðað við þvingunaraðgerðirnar sem þeir hafa beitt ? Þeir einu sem voru raunverulegir vinir okkar voru Færeyingar og Össur kaus að minnast ekki á þá í betliferð sinni til New York.

Ríkisstjórnin hefur eiginlega engu komið til leiðar á sínum starfstíma nema að eyða tíma í aukaatriði eins og umsóknina um aðild að ESB, mál sem kemur okkur ekkert við fyrr en eftir mörg ár og leysir í engu vandamál dagsins. Og bjóða þjóðinni til aftöku í gálga Icesave samnings Svavars Gestssonar.

Það verður að taka afstöðu í Icesave. Spurning um Stríð eða frið.  Münchenarsamkomulag þar sem frelsi óborinnar kynslóðar Íslendinga er lagt undir í friðkaupum við illa innrætt stórveldi. Eða verjast og berjast.

Það er lína Davíðs eða Jóhönnu ? 

 


Davíð og Mogginn.

Makalaus er umræðan búin að vera um ráðningu Davíðs Oddssonar að Morgunblaðinu. Engan mann óttast kratarnir meira en Davíð og er aðsóknin í hlutfalli við það. Davíð er talsmaður Samfylkingarinnar í þeim skilningi að að tali Davíð þá stjórnar hann umræðunni hjá krötunum í marga daga á eftir.

Ég var á fjölmennum fundi með Sjálfstæðismönnum. Þar spurði einn ræðumaður hversu margir viðstaddra keyptu Moggann? Liðugur helmingur rétti upp höndina. Hversu margir ætluðu að segja upp Mogga spurði hann ? Engin hönd kom á loft. Hversu margir ætla að taka áskrift á Moggann ? Flestir þeirra sem eftir voru réttu upp höndina.

Kratar dreifa nú sögum um að skriðan af áskrifendum Mogga hafi nú sagt upp blaðinu vegna ráðningar Davíðs. Fróðlegt verður að vita hvort áskrifendum fækkar eða fjölgar þegar frá líður.

Davíð kom í sjónvarpið og ræddi við Sölva um nýja starfið. Mér varð hugsað til þess, hvernig Davíð hefði brugðist við ástandinu núna hefði hann verið við völd og verið í blóma lífsins. Ætli hann hefði hikað við aðgerðir í Icesave? Ætli hann hefði hikað við aðgerðir í þágu heimilanna? Ætli hann hefði hikað við aðgerðir í gjaldeyrismálum ? Ætli hann hefði hikað við að tala umbúðalaust við AGS ?

Davíð var leiðtogi sem fáir sem nú er í stjórnmálum jafna sig til. Það er sú staðreynd sem krötunum og kommatittunum gengur erfiðast að átta sig á og fer hann þess vegna svo í taugarnar á þeim.. Sýnist mönnum í afturvirkum samanburði Jóhanna vera leiðtogi ? Steingrímur J. ? Ólafur Ragnar Grímsson ?  Líklega er Steingrímur þó helst með einhverja leiðtogatilburði en kemst ekki uppúr marxísku hjólfari sínu og því fer sem fer að hann er fjötraður í ríkisstjórn hiks og ráðleysis, sem þjóðinni er bráð nauðsyn á að losna við sem fyrst.

Jón Þór sagnfræðingur Baugs í Fréttablaðinu er ekki í vafa um að erindi Davíðs á Moggann sé að endurskrifa fortíðina svo hann geti mótað framtíðina.

Talandi fyrir mig vildi ég heldur láta Davíð um að reyna að móta framtíð þjóðarinnar heldur en núverandi ríkisstjórn áframhaldandi kreppu, atvinnuleysis, hafta, ríkisrekstrar og skattahækkana.

Það verður ekki hlutverk Morgunblaðsins að koma með ráðleggingar til ríkisstjórnarinnar um lausnir á vandanum. Enda er henni um megn að skilja markaðsforsendur frjálshyggjunnar hvað þá nútíma frelsishugmyndir. Því framlengist kreppan sem hennar valdatíð nemur.

Á meðan fylgjumst við með Davíð og Mogganum. 


Enn einn leigupenni Baugs!

Davíð Þór Jónsson skrifar lærða grein á baksíðu Fréttablaðsins, sem Jón Ásgeir gerir út.

Hann boðar þjóðinni að hún skuli ganga í ESB enda er það stefna húsbóndans. Ef einhverjir séu á móti verði að berja þá til hlýðni, kaffæra þá með upplýstri umræðu, þar sem aðeins upplýstir fá að tala. Með orðum hans sjálfs:

" Senn taka Íslendingar eina afdrifaríkustu ákvörðun lýðveldissögunnar. Aðild landsins að Evrópusambandinu verður borin undir þjóðaratkvæði. Nú ríður á að við ræðum málin af skynsömu viti í stað þess að skiptast á slagorðum. Það þýðir ekki að bjóða þjóðinni upp á þann málflutning að annaðhvort feli aðild í sér himnasælu eða vítisvist. Þjóðin er gáfaðri en svo. Hún veit of mikið um lönd sambandsins til að hægt sé að ljúga slíku í hana. Það þarf að rökræða aðild, ekki kappræða hana.

Því miður tel ég ráðningu Davíðs Oddssonar í starf ritstjóra Morgunblaðsins benda til þess að ekkert slíkt sé á dagskrá þeim megin víglínunnar. Þar á bæ standi ekkert til nema allsherjar herkvaðning ofan í skotgröfina. Davíð hefur aldrei verið maður yfirvegunar eða sáttfýsi, heldur ávallt þvermóðsku, þykkjukulda, langrækni og hefnigirni. Hann er holdgervingur alls þess sem ekkert erindi á í vitræna umræðu. Hún mun því fara fram annars staðar en í Mogganum."

Ég veit ekki hver persónuleg kynni Davíðs Þórs af Davíð Oddssyni hafa verið í gegnum tíðina.Mikið má Davíð hafa blekkt mig í gegnum tíðina ef þetta væri allur raunveruleikinn. Mér hefur aldrei sýnst Davíð vera svona innrættur  þó kratar haldi því fram með svona skrifum. En auðvitað eru þeir í  raunverulegri örvæntingu  yfir því að þjóðin hlýði þeim ekki í Icesave og Evrópumálunum. 

 Ég held svei mér næstum því að ég verði að fara að kaupa Moggann aftur eftir margra ára hlé til að leggja mitt litla lóð á vogina til þess að Jón Ásgeir f.h. Samfylkingarinnar og í umboði ríkisbankanna geti ekki endalaust gert út slíka leigupenna til að koma Íslendingum í ESB. Hvað þá ef honum og ríkisbönkunum tekst að kafsigla aðra fjölmiðla með auglýsingapeningum  frá fyrirtækjum  sem ættu fyrir löngu að vera komin í umsjá skuldheimtumanna. 

 


Fréttablaðið í þrot !

Mogginn var settur í þrot. Flakið var selt. Björgólfur tapaði öllu. Nýir kaupendur eru að gefa það út. Gengur ekkert alltof vel.

Jón Ásgeir er enn að gefa út Fréttablaðið og gera út stöð 2 án þess að hafa verið gerður ábyrgur fyrir milljarða skuldum vegna fjölmiðlareksturs síns. Það hlýur að vera sanngirniskrafa að þetta bix Jóns Ásgeirs sé sett í þrot og flakið selt hæstbjóðanda.

Hvesvegna er þessi likind ?  Er það af því að Samfylkingunni er boðskapur Fréttablaðsins og Stöðvar 2 þóknanlegur ? Áróður fyrir ESB á kostnað skattgreiðenda?

Fréttblaðið og Stöð  eiga að að fara í þrot  eins og Mogginn fór. Jón Ásgeir á ekkert með að stjórna þessu áfram  með einhverjum Rauðsólarsjónhverfingum.


Stöndum í lappirnar!

Loksins í dag finnst mér að Baugstíðindi hafi fært mér eitthvað nýtilegt. Það er grein Þráins Bertelssonar á miðopnu í dag, þar sem maður á helst von á Þorvaldi Gylfasyni..

Þráinn dregur aðeins ranga ályktun af gildum rökum sínum og orsökum þess sem hann er að fjalla um. En lýsingnin hans á helstefnu ríkisstjórnarinnar er sannfærandi. Ég vildi taka undir flest sem hann segir. Dæmi:

".....

Aldrei á minni lífsfæddri ævi hefur mér fundist Ísland eiga jafnbágt og núna. Sundrung ríkir og óvissa og kvíði nagar þjóðarsálina.

Verðbólgan fer hamförum. Kaldhömruð verðtrygging þjakar okkur eins og martröð. Við höfum enga framtíðarsýn nema hvað við ætlum að borga Bretum og Hollendingum morð fjár fyrir Icesave-hryllinginn fram til ársins 2024 og jafnvel lengur. Og við ætlum möglunarlaust að kyngja hryðjuverkalögunum sem stjórn Gordons Brown fannst við hæfi að setja á okkur heittelskuð Natósystkini sín.

Í staðinn fyrir að dansa hugsunarlaust kringum gullkálfinn hafa ráðvilltir stjórnmálamenn breytt um takt og skuldbundið okkur til að dansa eftir pípu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ófyrirsjáanlega framtíð. Sá vangadans getur orðið okkur dýrkeyptari áður en lýkur heldur en vímudansinn kringum gullkálfinn.

Enn þá halda menn dauðahaldi í dýrustu tískubólu nútímans: Blinda trú á hagfræðinga, lagatækna og sérfræðinga....

....Alþjóðagjaldeyrissjóðinn .... staða lambsins gegn sauðfjárbónda. Eftir réttir.

Við ringulreið og ráðleysi bætist svo að það eina sem landsforeldrarnir Jóhanna og Steingrímur lofa er að niðurskurðarhnífnum verði beitt ótt og títt á næstunni og við skorin út úr vandræðunum af mikilli fimi með því að skera niður það sem við eigum verðmætast og gerir samfélag okkar eftirsóknarvert svo sem heilbrigðis- og menntakerfi.

Okkur er í stuttu máli boðið upp á undirlægjuhátt við Breta og Hollendinga, þjónkun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, niðurskurð á innviðum þjóðfélagsins, áframhaldandi verðtryggingu og blinda trú á að hagfræðingar muni bjarga okkur með trúarhita sínum og súrrealískum spádómum.

Og höfundur vitlausustu peningamálastefnu allra tíma hefur verið gerður að seðlabankastjóra.......

....Óljós draumur um norrænt velferðarsamfélag einhvern tímann og einhvern veginn er ekki samfélagssáttmáli og í besta falli óljós framtíðarsýn.

Við segjumst vera sjálfstæð þjóð. Af hverju liggjum við þá á hnjánum fyrir Bretum og Hollendingum? Af hverju liggjum við þá á fjórum fótum fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem nú þegar hefur sýnt okkur þvílíkan dónaskap að starfsmenn hans ættu að hafa verið gerðir landrækir allir með tölu?

Af hverju hugsum við bara um að bjarga bönkum og fjármálastofnunum úr rústunum eftir hrunið? Hvar er skjaldborgin um heimilin? Hvar er skilningurinn á því að undirstöðueining þjóðfélagsins er manneskja en ekki fyrirtæki?........ekki krónupeningur.....

Hvernig væri að reyna að standa í lappirnar? Treysta á okkur sjálf en ekki að jólasveinar komi okkur til bjargar með fangið fullt af gjöfum á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Evrópusambandsins?

Hvernig væri að standa saman og sýna sjálfum okkur og umheiminum að við erum sjálfstæð þjóð í frjálsu landi? Standa saman um að byggja upp nýtt og betra íslenskt þjóðfélag en það sem frjálshyggjufíflin lögðu í rúst?

Hvernig væri að snúa vörn í sókn; sjálfsvorkunn í sjálfstraust, sundrungu í samstöðu, kvíða í tilhlökkun?

Hvernig væri að hirða landið okkar aftur úr höndum erlendra stofnana og innlendra skilanefnda og fela það aftur í hendur heilbrigðri skynsemi?

Hvernig væri að við hættum að hegða okkur eins og hagfræðilega heilaþvegin hænsnahjörð og færum aftur að hegða okkur eins og vitiborin þjóð?

Helst áður en Sjálfstæðisflokkurinn fer yfir 50% í skoðanakönnunum til að setja þjóðina á hausinn. Aftur. "

Ég vildi bara að einhver úr mínum flokki myndi skrifa svona.

Þráinn ! Af hverju gengur þú ekki í þingflokk Sjálfstæðismanna. Þú ert hvort sem er bæði flokksslaus og þingflokksslaus. Það vantar menn meða sjálfstæða hugsun í þjóðfélagið. Menn verða yfirleitt betri menn af því að vera með öðrum en ekki einir útí horni eins og þú.

Stattu nú sjálfur í lappirnar Þráinn, og reyndu að fá menn til liðs við þig um heilbrigða skynsemi !


Kosningar !

Ljóst er orðið að ríkisstjórnin horfir fram á ósigur í Icesave málinu. Það fer ekki í gegnum þingið í Svavarsútgáfunni, því Bretar og Hollendingar eru búnir að hafna fyrirvörunum. Ríkisstjórnin er búin að segja þjóðinni vikum saman um að málið sé að leysast. Það sýnir sig að vera rangt.

Það þýðir að Kratarnir geta ekki leyst kreppuna, því þeir eru fastir í vef ESB og AGS. Þingið er hinsvegar í sjálfheldu, það er ekki hægt að mynda neina aðra starfhæfa stjórn.

Það verður að kjósa aftur ekki seinna en strax. Það þolir enga bið að fara að takast á við hin hrikalegu vandamál sem eru í aðsigi. Við höfum ekki ráð á umræðustjórnmálum lengur.

Til þess þarf aðra áhöfn í brúna, svo einfalt er það.

Kosningar !


Baugur enn á ferðinni.

Enn keyrir Baugur áfram hatursherferð sína á Sjálfstæðisflokknum í Tíðindunum sínum. Í þetta sinn skrifar Þorvaldur Gylfason stílinn.

Skyldi prófessorinn gera þetta ókeypis ? Ef svo er þá virði ég hann fyrir staðfestuna. Annars flokka ég hann með öðrum leigupennum blaðsins. Er hægt að fá úr þessu skorið?

Hér kemur sýnishorn af framleiðslu Þorvaldar  í dag:

"Hugsanlega hefði verið hægt að komast hjá slíkum málaferlum, svo sem tókst til dæmis í Argentínu eftir hrunið þar 1999-2002, en Ísland nýtur ekki trausts. Jafnvel Norðurlöndin virðast ekki kæra sig um að hjálpa til umfram gjaldeyrislánin, sem samið hefur verið um, og þau lán fást ekki reidd fram, þar eð stjórnvöld hafa ekki staðið til fulls við sinn hlut í efnahagsáætluninni, sem þau sömdu um við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008. Ríkisstjórnir Norðurlanda hafa sömu upplýsingar um ástandið hér og við hin. Og hvað sjá þær? Þær sjá þjófabæli, þar sem fáeinir menn létu greipar sópa og keyrðu fjárhag fjölda heimila og fyrirtækja í kaf með stjórnvöld - einkum Sjálfstæðisflokkinn, samstarfsflokka hans og sljóa, meðvirka stjórnsýslu - ýmist í ökusætinu eða eftirdragi."

"Dæmin eru mörg. Nýir eigendur tóku við Sjóvá 2005 og réðu til sín forstjóra beint frá Viðskiptaráði Íslands. Hann varð síðar formaður Samtaka atvinnulífsins og stjórnarformaður Árvakurs í umboði Björgólfs Guðmundssonar. Margir þóttust vita, að eigendurnir ætluðu sér að braska með bótasjóðina. Eigendurnir tóku tuttugu milljarða króna arð út úr félaginu og skildu þannig við, að ríkissjóður tók félagið yfir með sautján milljarða króna framlagi frá skattgreiðendum til að komast hjá gjaldþroti. Eigendur og stjórnendur félagsins hefðu alveg eins getað rænt ríkissjóð milliliðalaust. Og tökum FL Group: þar sat í stjórn fyrrum oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, allir sjóðir tæmdust, og félagið fór í þrot, en oddvitinn hafði þá dregið sig hljóðlega í hlé. Sjóður 9 í Glitni? Landsbankinn allur? Sama saga."

Sem sagt, ég ber ábyrgð á þessu öllu ásamt með landsfundi Sjálfstæðisflokksins öllum 1700 auk alls baklandsins sem er þriðjungur af þjóðinni og í örum vexti þessa dagana.

Jón Ásgeir, Sigurður Einarsson, Finnur Ingólfsson, Pálmi Haraldsson,Jóhannes Jónsson,Hreiða Már,Wernersbræður, Bakkabræður og hvað þeir nú heita allir;  allt voru þetta mikilvirkir menn í Sjálfstæðisflokknum ?

Auðvitað væri hægt að fara að rifja upp ýmislegt sem gerðist í skjóli Alþýðuflokksins á sínum tíma og tengja  Þorvald Gylfason  við þau mál. En það er fáránlegt að tengja fjöldahreyfingar við framferði einstakra manna sem einhverntíman hafa staðið í hópnum og alhæfa það að hreyfingin sé þarmeð ekki samskiptahæf. 

Trúboð Þorvaldar um ESB fer að snúast í höndunum á honum þegar menn fara að sjá í gegnum sálargluggann. Það er ekki nóg að geta verið bæði fróður og skemmtilegur þegar maður er svona illa haldinn af einhverri þráhyggju. Þetta er eins og að vera með ofnæmi fyrir hundum og fá hnerra ef maður kemur nálægt þeim. Slíkir menn verða að leita sér lækninga ef þeir geta ekki útrýmt öllum hundum.

En það hefur ekki verið fundið upp ofnæmislyf fyrir illa fengnu fé. Það mættu menn í Samfylkingunni athuga áður en þeir ráðast á Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa fengið hnerra.


Þjóð í umsátri !

Venjulegar hagfræðikenningar segja að myndist atvinnuleysi og kreppa í þjóðfélagi verði að auka opinber útgjöld og hallarekstur ríkisins.

Nú ríkja erfiðustu aðstæður í efnahag landsmanna sem aldrei fyrr. Þá boðar ríkisstjórnin gríðarlegar skattahækkanir og niðurskurð í þjónustu. 7 milljarða í heilbrigðiskerfinu ofan á öll þau glæstu niðurskurðarátök sem áður var búið að vinna í tíð fyrri ríkisstjórna. Nú skal loka og leggja niður á spítölunum segir landlæknir.

Hversvegna er þetta allt? Jú, vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heimtar þetta. Hann ætlar að skrifa hallalus fjárlög fyrir okkur. Þetta er allt til þess að  við komum  með hundruð milljarða í innistæðutryggingasjóð fyrir útlendinga.

Er ekki ástæða til þess að spyrja sig til hvers þessi Evrópuþjónkun kratanna er að leiða okkur?

Er ekki ástæða til að spyrja sig hvað skeður, ef við segjum við AGS, takk fyrir við erum hættir við lántökur hjá ykkur? V

Verðum við ekki að segja að við verðum að fresta Icesave  samningum?.

Getum við ekki í stað þessa sett okkar eigin fjárlög eftir því sem við teljum best í neyð okkar?

Getum við nokkuð  greitt úr innistæðutryggingasjóði af því að við þurfum að nota peningana í atvinnuleysistryggingasjóð ?

 Verðum við ekki að framlengja í skuldum heimilanna um einhver ár meðan við erum að ná andanum ? er ekki fyrsta skylda okkar aði forða fjölskyldunum frá verðgangi ?

Geta skattahækkanir að kröfu AGS  á hverfandi skattstofna leyst þann vanda sem við blasir ?

 Getum við annað en  að prenta einhverja peninga og taka á okkur verðbólguskatta ?

Getum við annað en að taka  upp vegabréfaskyldu til landsins? Getum við nokkuð í bili tekið við erlendu vinnuafli  hvað þá hælisleitendum ?  

Getum við annað en rekið alla erlenda brotamenn úr landi því við eigum ekki fangelsi fyrir þá ?

Erum við ekki reiðubúinn að leggja allt EES undir til að bjarga þjóðinni ?

Eru ekki ekki opin sund og stríð önnur en núverandi helstefna ?

Getum við ekki róið á önnur mið en svörtuloft Evrópubandalagsins ?

Þjóðin er í umsátri !

 

 


Illa fengið fé !

Leigupenni Baugs, Karen D. Kjartansdóttir skrifar enn eina bullgreinina á Sjálfstæðisflokkinn fyrir húsbændur sína í málgagnið í dag.

"Sú ríkisstjórn sem nú situr er langt frá því gallalaus en á meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur engin mistök játað né beðist afsökunar á nokkrum hlut hljómar gagnrýni þeirra álíka taktlaust og manns sem öskrar Scooter á hljómleikum með Jethro Tull"

Að fólk skuli fá borgað fyrir að skrifa svona bull !

Af hverju spyr enginn : Hver er Sjálfstæðisflokkurinn ?

Er svarið: Kjartan Gunnarsson? Davíð Oddsson ? Halldór Jónsson ? Einhverjir fleiri ?

Af hverju hættirðu ekki að kjósa Karen fyrr en Alþingishúsið biður þig afsökunar á að hafa hýst svo vitlausa  þingmenn, td.d úr  Samfylkingunni og VG, sem þar finnast ? Hafa haft menn innanborðs sem samþykktu kvótakerfið ? Umsóknina að ESB ?

Á steinsteypan í Valhöll að gráta vegna þess hversu ég er heimskur, lét blekkjast eða það sem ég gerði ekki en hefði kannski átt að gera ? 

Sjálfstæðisflokkurinn er fjöldahreyfing, stærsta kvenfélag landsins til dæmis. Stofnuð til þess að vinna saman að þjóðþrifamálum. Hvað gerði þessi hreyfing rangt ?   Var það henni að kenna að Fjármálaeftirlitið brást, þegar  til dæmis húsbændur Karenar settu þjóðina á hausinn ásamt meðreiðarsveinum sínum, flestum  úr allt öðrum stjórnmálaflokkum, og  komu þjóðinni í núverandi vanda. Gátu þetta í skjóli eftirlitsleysis eða óheiðarleika.

Hvernig getur ein kona verið svona grunnhyggin og skrifað í blöð ? Er hún að selja  sig til  notkunar í herferð skuggabaldra gegn þjóðfélaginu ? Gengur hún ekki  erinda afla sem hún hefur ekki gert sér grein fyrir hvað eru að gera ?

Enn kyndir Baugur hatursherferð sína gegn Sjálfstæðisflokknum, sem skal gjalda þess að hafa ekki verið í klappliðinu, með peningum. Núna með peningum þjóðarinnar, fengnum með Glitnissvikum og Rauðsólarsvindli sem ekki er skrifað um í því blaði.

Karen ætti að horfa á peningana sem hún fær frá Baugi fyrir þessi skrif og spyrja sig að því af hverjum þeim hafi verið stolið. Ekkjum, öryrkjum, heimilum í greiðsluvanda ? Henni sjálfri ? 

Þessir peningar eru illa fengnið fé !

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband