Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
21.9.2009 | 07:55
Gísli Marteinn upprisinn !
Ég sá í blöðunum að Gísli Marteinn er upprisinn eftir að hafa stundað nám í útlöndum. Mér fannst það hefði mátt fylgja fréttinni um hvað prófritgerðin hans hafi fjallað og hvaða undirtektir hún hafi fengið. Því nú er Gísli orðinn alveg klár á að reikna Reykjavíkurflugvöll útaf. Byggja blokkir á brautunum og spara milljarða.
Ég hef verið með opna skoðanakönnun um þetta mál. Hún stóð lengi 1:10 Reykjavíkurflugvelli í vil. Nú virðist hún festast í 15:85. Gísli þarf því að sækja framhaldsfylgi sitt í minni hópinn og er það vel í sjálfu sér.
Það eru sveitarstjórnarkosningar að vori. Vonandi verður það tækifæri notað til að kanna afstöðu manna í einhverjum þjóðþrifamálum. Með því að gefa fólki kost á að svara einhverjum spurningum samhliða atkvæðagreiðslunni. Til dæmis afstöðuna til ESB, stóriðju, lögreglumála, hlutfall foreldra í leikskólagjöldum, Reykjavíkurflugvallar.
Er ekki kjörið að Samtök Sveitarfélag fari að undirbúa að bjóða uppá svona spurningavagn á kjörstöðum? Spara sér bardaga við vindmyllur almenningsálitsins?
Spara Gísla Marteini mislukkaða upprisu ?
20.9.2009 | 23:27
Sjálfstætt Ísland !
Íslendingar geta sett sín eigin fjárlög án þess að láta AGS anda niður um hálsmálið á sér. Segjum AGS að hypja sig. Við förum ekki þá leið að kaupa vinskap við ykkur sem eruð ekki vinir okkar í raun með því að leggja drápsklyfjar á þegnana og skera niður alla heilbrigðisþjónustu og löggæslu í landinu.
Nei takk, við skulum ráða okkar málum sjálfir. Við þurfum ekkert á ykkur að halda !Við höfum okkar eigin mynt, við eigum miklu meiri auðlindir en þið, við getum yfirkomið, við getum komist af !
Segjum við Hollendinga og Breta: Komið og sækið okkur, við borgum ekkert ótilneyddir af skuldum óreiðumanna. Við hvorki viljum né getum.
Ríkissjóður skuldaði ekkert fyrir ári síðan. Hvað hefur breyst ? Hvaðan kemur allur þessi vandi núna ? Eigum við ekki að hugsa okkar ráð áður en ríkisstjórninni tekst að selja okkur í þrældóm á altari ESB ?
Við eigum okkar stríð einir og okkar opnu sund! Niður með landsöluöflin! Niður með ESB ! Niður með ríkisstjórnina!
Er ekki sjálfstætt Ísland það sem öllu máli skiptir?
19.9.2009 | 13:30
Full andstaða við ESB !
Ég var á fjölmennum fundi Sjálfstæðismanna rétt áðan. Þar spurði einn fundarmanna, hversu margir hér inni vilja ekki fara í ESB ? Nítíu og eitthvað prósent fundarmanna réttu upp hendur án þess að hugsa sig um. Einum líkaði ekki og sagði að hann vildi fara í viðræður. Enn var spurt hverjir vildu fara í viðræður. Ekki einu sinni tíu prósent vildu það. Hverjir vilja ekki fara í viðræður var spurt. Fjöldi tétti upp hendina. Þá var handauppréttingum hætt og umræður héldu áfram.
Fram kom í máli manna að þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði verið á móti ESB aðild gengi það ekki fyrir þingmann, hvað þá varaformann flokksins að greiða atkvæði á móti vilja landsfundar. Annaðhvort væru menn í Sjálfstæðisflokknum eða þeir væru ekki í honum. Sjálfstæðisflokkurinn mótar stefnu sína á landsfundi flokksins. Allir flokksmenn eru skyldir til að fylgja henni.
Annars verða þeir bara að fá sér nýjan flokk eins og þingmenn Borgarahreyfingarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
18.9.2009 | 21:13
Hversvegna stjórnmálaflokkar ?
Eitt það furðulegasta sem ég hef séð í pólitík er þessi Borgarahreyfing. Hún sprettur yfir þeim rógi sem dunið hefur yfir Sjálfstæðisflokkinn á undanförnum misserum. Upphrópanir um flokkseigendur, spillingu og hverskyns vammir og skammir og skítlegt eðli forystumanna hans.
Nú sér fólk það, að þrátt fyrir slifsisleysi og önnur alþýðlegheit þingmanna hreyfingarinnar, þá er þessi tilraun að koma sjálfum sér á framfæri á ódýran hátt jafn mislukkuð og yfirlýsingar Frjálslynda Flokksins um að breyta kvótakerfinu. Sá flokkur er nú loksins alveg dauður og flokksmennirnir horfnir aftur til skynsemi og foringinn til bitlinga hjá kommaráðherra.
Borgarahreyfingin er enn fyndnari en Frjálsyndi Flokkurinn. Þingmennirnir geta ekki lengur verið þingmenn fyrir kjósendur sína. Þá vantar nýtt sett af flokksfólki, því þeir gömlu passa þeim ekki lengur. Þeir hafa ekki getu til að fara í sveitarstjórnamál skv. viðtali við Þór Sari í kvöld af því þeir eru ekki flokkur heldur hreyfing án fyrirheits um framhald. Hvar er nú árangurinn fyrir þá þrettánþúsund sem létu blekkjast?
Hvernig er hægt að æra hálfa þjóðina upp í það, að sumir stjórnmálaflokkar séu eitthvað óhreint ? Þeim sé ekki treystandi af því að þeim stjórni alltaf misyndismenn sem eigi flokkana? Skoðanakúgun þeirra sé slík að flokkarnir gangi alltaf erinda eiginhagsmuna og gegn þjóðarhag. Aðeins vinstriflokkarnir séu allt öðruvísi.
Þetta er bein afleiðing af því að viðskiptaöfl hafa ausið peningum í það að framleiða svona lygar dag og nótt til þess að koma ár sinni betur fyrir borð. Veikja sterkasta mótstöðuaflið gegn spillingu og mútum. Bera fé í dóma, gera út leigupenna og áróðursmenn í þeim tilgangi.
Nú blasir afleiðingin við. Þá er rokið til af öðrum stjórnmálahröfnum og reynt að koma því inn að Sjálfstæðisflokkurinn, sem þó reyndi flokka mest að ganga gegn sókn spillingaraflanna, hafi orsakað hrunið, beinlínis vísvitandi eða þá fyrir yfirgengilega heimsku sína. Þessi málflutningur skolaði þingmönnum Borgarahreyfingarinnar inn á þing og stórefldi VG og Samfylkinguna og færði þjóðinni Icesave og ESB umsóknina.
Nú er fólkið farið að sjá í gegnum lygavaðalinn og skrumið. Hvað er fólkið að fá gert fyrir sig ? Fjármagnseigendur hafa fengið allar sína fjármuni tryggða og ekki tapað neinum innistæðum. Fólkið sem skuldar hefur ekki fengið neitt nema fullar vístiöluhækkanir og hávexti í sinn hlut, þrátt fyrir norskan Seðlabankastjóra. Fyrir það á ekki að gera neitt nema tala og tala um góð áform ríkisstjórnarinnar. Það er eins og fólk trúi því að ríkisstjórnin sé um það bil að leysa eitthvað, gera eitthvað. En hún er ekki að gera neitt. Uppboðin eru byrjuð og gjaldþrotahrina einstaklinganna er að hefjast. Kreppan er að dýpka en ekki að grynnast.
Skoðanakannanir sýna að fólkið er farið að iðrast að hafa hegðað sér á þann hátt sem það gerði á stjórnmálasviðinu. Stjórnmálaflokkar eru nauðsynlegar stofnanir þjóðfélagsins, baráttutæki lýðræðisþjóðar. Þeir flokkar sem hafa reynslu og hefðir, hafa þolað súrt og sætt með þjóðinni áratugum saman eru stórum líklegri til að koma einhverju til leiðar en bindislausir skyndipólitíkusar og skammtímaþingkonur með patentlausnir á hverjum fingri.
Þéttum raðirnar Sjálfstæðismenn. Okkar tími kemur fyrr en þið haldið !
18.9.2009 | 20:36
Hvað án Icesave og AGS?
Bretar og Hollendingar hafa í raun fellt Icesave.
Hvað gerist ef við hættum við alla samninga og segjum að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna? Engar greiðslur vegna Icesave ?
Hvað ef við segjum Takk fyrir komuna við AGS? Við erum sjálfstæð þjóð með sjálfstæða mynt . Við setjum okkar fjárlög sjálf og ákveðum okkar ríkissjóðshalla sjálf. Við þurfum ykkar ráð ekki til þess.
Hversu mikil gjaldeyrisvöntun verður hér ?
Hversvegna myndu Kínverjar ekki vilja lána okkur í staðinn fyrir AGS ? Ef við þá þurfum lán ?
Ekkert Icesave. Ekkert ESB. Sjálfstæð þjóð í eigin landi.
Er ekki tímabært að hugsa það einu sinni til hversvegna við þurfum að borga Icesae, hversvegna við þurfum að hafa AGS, hversvegna við þurfum að sækja um aðild að ESB ?
17.9.2009 | 07:53
"Enginn borgarmúr er svo hár...,"
Í síðustu bloggfærslu minni stendur þessi setning:
"Til þess að láta okkur samþykkja inngönguna verði fyrst að beygja okkur nógu djúpt í forina. Þannig hljóðar langtíma hernaðaráætlun Evrókratanna."
Á forsíðu Fréttablaðsins, eða "Baugstíðinda",er frétt um það hvernig nú sé verið að ræða MFA lán og styrki frá ESB til handa Íslendingum. Vinkað er með stórum tölum um það hvað stórþjóðir í A-Evrópu hafi fengið og að lesandinn er leiddur til þess að búast við því að Íslendingar fái slíkar stærðargráður.
Yfirprestur ESB aðildar Íslands, Þorvaldur Gylfason, lýsir því svo á miðopnu , að engin leið sé fyrir Íslendinga að dekka lánaþörf íslenska ríkisins önnur en að fá þá milljarða dollara sem á vantar í kassa ríkisstjórnarinnar öðruvísi en að fá þá hjá Evrópubandalaginu.
Fyrir dyrum er kerfisbundin innræting á þessum nótum: ESB er lausnin á kassavandamálum vinstristjórnarinnar. Samþykkið aðild Íslendingaræflar eða hafið verra af. Þannig skulum við keyrðir þangað sem 61 % þjóðarinnar vill ekki fara um þessar mundir. Fylgist því bara með tóninum sem sleginn verður úr herbúðum kratanna:
Samþykkið eða sveltið!
"Enginn borgarmúr er svo hár, að asni klyfjaður gulli komist ekki yfir hann," sagði gamli Filipus Makedóníukonungur.
17.9.2009 | 00:32
Ólíkar aðferðir.
Vinstri stjórnin á Íslandi trúir því að skattahækkanir séu best til þess fallnar að leiða Ísland útúr kreppunni. Besta leiðin til að fá örmagna hest til að standa á fætur sé að berja hann duglega. Erlenda fjárfestingu beri að hindra með öllum ráðum í reynd, hvað sem talað er um annað, sbr hvernig Steingrímur týndi japanska erindinu. Evrópubandalagið geti eitt leyst kreppuna hjá Íslendingum. Til þess að láta okkur samþykkja inngönguna verði fyrst að beygja okkur nógu djúpt í forina. Þannig hljóðar langtíma hernaðaráætlun Evrókratanna.
Í ljósi álits finnska prestsins sem segir að kreppan sé ekki hafin ennþá hjá Íslendingum, hún sé í aðsigi og miklu verri en okkur detti í hug núna, þá er fróðlegt að skoða viðbrögð Svía við sinni kreppu sem er ef til vill meiri en maður hafði áttað sig á.
Reinfeldt forsætisráðherra Svía er að lækka tekjuskatt lág- og meðaltekjufólks. Hann vill dreifa byrðunum milli atvinnulífs og einstaklinga. Hlúa verði að atvinnulífinu þar sem fimmti hver Svíi megi ekki vera án atvinnu. Hann vill lækka skatta á almenningi en ekki hækka þá eins og íslenskir kratar og kommar vilja. Þetta er munurinn á boðskap frjálshyggjunnar annarsvegar og Marxismans hinsvegar. Skattleggja og eyða eftir pólitík á móti því að láta einstaklingana halda fé sínu og eyða því sjálfir. Það er trúin á frjálslynda og þjóðlega umbótastefnu, á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum sem er valkosturinn andspænis ríkisvæðingu, umræðustjórnmála, Evrópubandalagsþjónkun og ráðaleysis núverandi ríkisstjórnar.
Kreppan dýpkar, vandinn vex. Aðeins nýjar kosningar og aðkoma Sjálfstæðisflokksins að stjórn landsins geta leyst vandann. Hvenær þjóðin skilur þetta er svo annað mál.
15.9.2009 | 12:16
Hvað vill fólkið í landinu?
Jón Magnússon Hrl. vekur athygli á framlagi Steingríms J. Sigfússonar til lausnar kreppunni í ágætum pistli sínum á Útvarpi Sögu í gær.Jón segir:
"Ekki benda á mig.Frá því var skýrt fyrir nokkru að Japanskir fjárfestar hefðu viljað skoða það að fjárfesta í Glitni og íslenskum orkufyrirtækjum fyrir allt að 200 milljörðum króna. Vissulega fé sem skiptir máli að fá inn í landið við aðstæður eins og þær sem við búum við nú og bjuggum við þegar fjárfestarnir gerðu grein fyrir þessum vilja sínum. Þessir japönsku fjárfestar komu fyrst að máli við íslensk stjórnvöld fyrir áramót og var á það bent að bena formlegu erindi til stjórnvalda eftir áramót þegar það væri frekar tímabært að skoða málið.
Japönsku fjárfestarnir beindu formlegu erindi um fjárfestingar hér á landi til fjármálaráðuneytisins í febrúar s.l. þegar Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra. Erindið týndist í meðförum ráðuneytisins í rúmt hálft ár og Steingrímur vísar ábyrgðinni algjörlega frá sér og helst er á honum að skilja að þetta sé á ábyrgð fyrrum fjármálaráðherra af því að Japanirnir komu fram óformlegri beiðni í tíð fyrri ríkisstjórnar og var þá sagt að beina formlegu erindi til ráðuneytisins síðar. Formleg beiðni barst hins vegar ekki fyrr en Steingrímur J Sigfússon var tekinn við sem ráðherra."
Í ljósi andstöðu ráðherrans við álver á Bakka, álver í Helguvík og álversframkæmdir í Straumsvík þá verður þjóðin að velta því fyrir sér hvaða verð hún er að greiða fyrir setu þessarar ríkisstjórnar. Katrín Júlíusdóttir var búin að lýsa þvi yfir í sjónvarpinu að það væri alger samstaða í ríkisstjórninni um það að virkja ekki í neðri Þjórsá fyrir álver. Það vantar orku bæði í Helguvík og Straumsvík. Fjármagn er komið til beggja framkvæmdanna. Ríkisstjórnin reynir að aftra þessum framkvæmdum með einhuga samstöðu. Ríkisstjórnin er á móti álframkvæmdum. Hún er á móti því að draga úr atvinnuleysinu. Hún er í mínum augum á móti Íslandi í umkomulausri þjónkun sinni til að koma Íslandi undir erlend áhrif með ESB aðild. Allt skal fært í sölurnar fyrir þetta eina markmið.
Hvað skyldum þjóðin eiga að þjást lengi enn af völdum þessa fólks sem er uppteknara af því að tala og taka sig út heldur en að reyna að leysa vanda fólksins í landinu ?
12.9.2009 | 14:59
Hlustið á Jón Kristjánsson!
Í Mogga í dag er grein eftir Jón Kristjánsson um stefnuna í Hafró í aldarfjórðung. Jón segir m.a.:
"Codsave, stærra en Icesave?
Íslenskum útgerðar- og sjómönnum var talin trú um að með því að leggja óveiddan þorsk inn í banka, Selvogsbanka, Hornbanka og Kjölsenbanka, myndi hann renta sig meira en ef hann væri seldur strax.
Lofað var að fiskibankarnir myndu skila 500 þús. tonna jafnstöðuafla þorsks um ókomna tíð.
Mönnum var talin trú um að fengi þorskurinn að vaxa aðeins lengur ykist afraksturinn, auk þess sem stærri hrygningarstofn væri trygging fyrir góðri afkomu til langs tíma litið. Þjóðin beit á agnið eins og lífvana þorskur. En fátt hefur mistekist eins hrapallega og þessi "fjárfesting": Það munar um 6 milljónum tonna á loforðinu og raunveruleikanum frá 1983.Sé reiknað með gjaldeyrisverðmæti 500 kr/kg leggur tapið, neikvæðir vextir, sig á um 3 þúsund milljarða króna, sem er hressilega betur en Icesave skuldin. Því má segja að ráðgjafastofnunin Hafró, sé dýrasta stofnun landsins og hafi valdið þjóðarbúinu meira tapi en allt bankahrunið. En snillingarnir á Hafró starfa áfram í umboði ríkisins og leggja nú til enn meiri sparnað. Makríllinn skal lagður inn í ávöxtunarbanka náttúrunnar, svo og síldin, ýsan, ufsinn, kolinn og steinbíturinn að ógleymdum skötuselnum.
Athygli vekur að hvorki Hafró né Fiskistofa þurfa að sæta niðurskurði í kreppunni, enda mjög uppteknir við að byggja upp fiskistofna¨",
Það er bíbí vitlaust finnst mér að það sé hægt að geyma stórþorskinn, í MANNSSTÆRÐ ! sem nú syndir, öllum á óvart, inn með makrílnum, sem við eigum að geyma fyrir ESB, í sjónum. Það á að veiða uppúr og niður úr af öllum stofnum.Að stærðarvelja með veiðarfærum veldur úrkynjun og erfðabreytingum eins og dr. Jónas Bjarnason hefur fært góð rök fyrir.
Að vera að geyma fisk í hafinu, þar sem hvalirnir éta margfaldan kvóta HAFRÓ hljóta allir að sjá að eru gervivísindi. Einmitt núna þegar við þurfum á meiri sjávarafla að halda, þá rekur Hafró sjómennina okkar í land. Drepum frekar fiskinn en fólkið sagði Bjarni Ben.
Þessu verður að linna.En Íslands óhamingju verður allt að vopni. Þessi guðsvolaða ríkisstjórn gerir ekkert í þessu frekar en öðru.
12.9.2009 | 08:30
Útlegð er úrræðið !
Hér áður fyrr á þjóðveldisöld höfðu menn aðeins tvö refsiúrræði. Annað var útlegðardómur.Menn skyldu fara utan og vera mislengi í burtu svo samfélaginu stafaði ekki hætta af þeim. Ætli megi ekki finna einhver ákvæði í fornum lögum um framkvæmd slíkra mála?
Þjóðin hafði engin tök á að refsa sakamönnum með öðrum hætti vegna fátæktar. Hún átti þá nóg með að framfæra eigin þurfamenn og sjúklinga og gat það oft á tíðum ekki heldur.
Nú er þjóðin aftur komin í þá stöðu að geta ekki séð fyrir sakamönnum sínum. Margir af þeim eru útlendingar, sem við báðum ekki um að koma hingað.
Nærtækt sýnist að dæma þessa menn í útlegð frá landinu og senda þá heim á sína sveit. Við þyrftum aðeins að fylgjast með því að þeir kæmu ekki jafnharðan aftur til baka .
Okkur varðar ekkert meira um hvað verður um þessa menn. Við fáum ekkert kikk útúr því að halda þeim hér á landi á lúxushótelum þeim sem þeir kalla svo en við við köllum fangelsi. Þeir borga aldrei neitt. Við höfum hvorki ráð á að byggja eða reka svona stofnanir í takt við það aðstreymi sem erlendir þjófar kjósa að hafa til landsins.
Við erum í vandræðum með að hýsa okkar eigin reyfara. Er þá ekki svarið einfaldlega það, að losa okkur við alla sem við getum gert landræka? Og hafa eftirlit með því hverjir koma til landsins svona eins og Bretar gera sem eyþjóð.
Útlegð er úrræðið !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko