Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
30.6.2010 | 22:46
Kaupalög
Heyrðuð þið söguna af SP Fjármögnum og bílaviðskiptunum? 5 milljóna bílalán tekið, borgað af í 2 ár fram að hruni. Bíllinn tekinn, metinn niður í 2.5 milljónir, seldur svo á 5 milljónir, skuldarinn rukkaður um 9 miljónir fyrir eftirstöðvum af bílaláninu. Great !
Ég hef verið að reyna að tala fyrir því að enginn fái hærra lán út á neitt nema sem lánveitandinn er tilbúinn að hirða af honum fyrir öllu láninu. Fasteign eða bíl. Ef þú ekki borgar bílinn í Ameríku þá kemur Repo-man og bíllinn er farinn þegar minnst varir. Málinu lokið. Ef þú getur ekki borgað bankanum vextina cash á gjalddaga, þá skilarðu lyklinum strax.Búið. Það gefur auga leið að´kaupandinn verður að leggja fram útborgun sjálfur svo að seljandinn fái uppí kostnað og áhættu. Hann fær því ekki 100 % lán heldur 75 % lán. 100 % lán tíðkast hvergi nema hjá íslenskum útrásarbönkum, dópsölum og handrukkurum og svo auðvitað hjá Mafíunni. Sú síðasttalda tekur að vísu yfirleitt viðbótartryggingu eftir atvikum enda viðskiptavinirnir sagðir hinir skilvísustu hjá henni.
Þetta gengur ekki að hvaða skálkafyrirtæki sem er geti troðið láni inn á hvern sem er sem hann getur aldrei borgað. Sama hvort fyrirtækið heitir Íbúðalánasjóður, Kaupthing-banki, SP-Fjármögnun eða Lýsing. Þetta á að falla undir neytendavernd og um það ættu að gilda sérstök Kaupalög. Lán eru nefnilega ólán í flestum tilfellum fyrir vanþroska fólk. Sniðugir braskarar kaupa kannski flugfélag og selja sjálfum sé það aftur nokkrum sinnum og græða kúlu í hvert sinn áður en þeir fara á hausinn.
En almenningur gerir það ekki. Lögin verða því að vernda óvita fyrir bankabófunum, sem er kallaðir Loansharks erlendis, eða Lánahákarlar, sem fá þóknanir fyrir að steypa glópum í glötun. Alveg eins og lög verða að koma í veg fyrir að fíkniefnasalinn ánetji unglingana dópinu verður að passa glópana fyrir lánafíkninni sem er ekki betri en dópfíknin eða spilafíknin þegar upp er staðið.
Kaupalög strax.
30.6.2010 | 08:45
Hundur og köttur
Þróun mála í Glitni eftir að bankinn komst í hendur Jóns Ásgeirs, Pálma og Hannesar er einnig gerð skil í greininni. Er fjallað um það hvernig lán bankans til tengdra aðila tvöfölduðust eftir eigendaskiptin og það hve greiðan aðgang eigendur höfðu að fjármagni frá bankanum, jafnvel eftir að ljóst var að í óefni stefndi. "
28.6.2010 | 14:12
"How smooth is smooth?"
Guðmundur Einarsson heitinn verkfræðingur og lærimeistari minn í verktöku deildi einhvern tímann við háttsettan mann í hernum á Keflavík útaf frágangi. Sá borðalagði veifaði verklýsingunni og sagði að í henni stæði að yfirborðið skyldi sandpappírað "to a smooth surface." Þegar Guðmundur komst að sagði hann af sinni alkunnu rósemi. Herra minn, getið þér skýrt út fyrir mér mér "how smooth is smooth" (eða hversu mjúkt mjúkt er)
Ástæðan fyrir því að ég rifja þetta upp er umtalið um styrkjamál einstakra frambjóðenda. Ég rakst á eftirfarandi línu hjá Skafta Harðarsyni:
.....
"Þeir sem taka við slíkum fjárframlögum verða hins vegar að gæta sín á því að verða ekki of háðir einhverjum einum aðila. En ekkert er í sjálfu sér saknæmt við það í stjórnmálabaráttu að veita styrki eða þiggja, ef þeir eru í hófi.
Hvað er t. d. að því að Pétur Blöndal þiggi frá einum aðila styrk upp á 700 þúsund krónur? Þetta er ekki hár styrkur. Og hvers vegna þarf hann að greina frá því opinberlega hver það er sem styrkinn veitir? Hvers vegna halda menn að kosningar hafði verið gerðar leynilegar hér á landi? Á sama hátt eiga menn rétt á ákveðinni þagnarvernd einkalífs.
Ef styrkir eru í hófi (og þá finnst áreiðanlega mörgum, að styrkir yfir eina milljón frá einum aðila til eins aðila séu óhóflega háir, en styrkir upp á milljón eða minna ekki), þá eru þeir þáttur í lýðræðislegu vali manna og baráttu fyrir hugsjónum sínum
En á sama tíma og fjölmiðlar eru að eltast við 700 þúsundin hans Péturs Blöndals virðast þeir þegja um það að margir álitsgjafar eru á háum launum án þess að þeir geti þess sérstaklega sjálfir eða við því sé varað í fjölmiðlum þegar þeir eru kynntir til sögunnar.
Hér hefur þegar verið bent á að Egill Helgason fær ekki aðeins 700 þúsund krónur frá Ríkisútvarpinu á mánuði, heldur líka 200 þúsund krónur á mánuði fyrir blogg sitt sem hann notar óspart í róg gegn nafngreindum einstaklingum. Hann fær m. ö. o. 2,4 millj. kr. á ári til að knýja áfram rógsvélina á bloggi sínu.
Ólafur Arnarson fær 400 þúsund krónur á mánuði skv. upplýsingum DV frá einhverjum aðila sem vill ekki láta nafns síns getið. Þetta eru 4,8 millj. kr. á ári. Ólafur rekur af miklu kappi róg gegn sömu mönnum og Egill.
Þorvaldur Gylfason fær ekki aðeins 80 þúsund krónur á mánuði frá Baugsfeðgum fyrir vikulegar greinar sínar í Fréttablaðinu, heldur fúlgur fjár frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir ýmis viðvik og það væntanlega skattfrjálst. Það er ekki að furða að honum finnist allt í lagi að hækka skatta á Íslandi: Hann þarf ekki að greiða skatt af öllum tekjum sínum. En á þennan hagsmunaárekstur hans er hvergi minnst í fjölmiðlum.
Styrkir til stjórnmálamanna eru væntanlega oftast eingreiðslur. Milljón er þar milljón. Slíkar upphæðir eru litlar og styrkveitendurnir mega a. m. k. mín vegna vera nafnlausir (þegar styrkirnir eru í hófi).
En þessir þrír álitsgjafar, Egill, Ólafur og Þorvaldur, fá a. m. k. átta milljónir króna á ári í rógsvél sína. Þar eru upphæðirnar of stórar til þess að styrkveitendurnir geti verið nafnlausir. "
Ég get ekki séð sjálfur eins og Skafti hvað sé hátt og hvað sé ekki hátt. getur verð ekki verið afstætt? Hvað sé lágt og hvað sé ekki lágt? Guðlaugur Þór hefur áreiðanlega annan sklning á því hvað sé hátt og hversu hátt hátt sé heldur en hversu Þorvaldur Gylfason, Egill Helgason og Ólafur Arnarson eru öruggir á því hversu lágt sé hátt og hafa skilgreiningar á því hversu hátt lágt sé ef Sjálfstæðismaður á í hlut en ekki þeir sjálfir. Atvinnuleysingja finnst allt verð vera hátt.
Verður ekki að hætta þessum nornaveiðum? Frambjóðendur og flokkar birti eina tölu um alla styrki sem þeir geta safnað. Hitt er einkamál hver gefur hvað svo fremi sem gefnir eru út löglegir reikningar fyrir framlaginu og rekstrarreikningi og skattframtali skilað. Það er ekki venja að sundurliða sölu fyrirtækja eða gefa upp hversu mikið brennivín Pétur eða Páll kaupa. Almenning varðar aðeins um það að öllum gjöldum sé skilað. En tekjuyfirliti ætti að skila og birta fyrir kosningar en ekki eftir þær.
Prófkjör er í rauninni fyrirtæki og rekstur kosningavélar stjórnmálaflokks er það líka. Upplýsingar umfram það ættu að vera einkamál viðkomandi og skattyfirvalda. Ef einn frambjóðandi sker sig úr um fjáröflun þá dæmir kjósandinn um mögulega mútuþægni hans umfram næsta mann í kjörklefanum. Sá sem auglýsir mest verður grunsamlegastur.
Hvernig í ósköpunum á að útskýra hversu mikið mikið sé öðruvísi ?
"How smooth is smooth?"
27.6.2010 | 17:11
Vg setur líf ríkisstjórnarinnar á "hold"!
Nærri samtímis landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins samþykkti Vg á bak við luktar dyr að leggja til að hætta viðræðum við ESB. Steingrímur fékk því reddað í horn að þeir gefa Jóhönnu frest þar til í haust.
Enda sagði Jóhanna á fundi í flokknum hjá sér að núna væri eina tækifæri sem íslenskir kratar myndu fá til að stýra aðildarumsókn frá Íslandi. Hún verður því aldeilis að spýta í núna í sumar. Hún verðu kannski að fara sjálf út til Brüssel og tala þá til ? Því nú eru Bretar og Hollendingar búnir að tengja Icesave inní þetta allt og vissara að hafa snör handtök meðan Vg. eru til friðs.
Kratarnir eyddu einhverjum milljörðum í það að reyna að koma Ingibjörgu Sólrúnu í Öryggisráðið. Nú eyðir Össur einhverjum fimm milljörðum í að koma sér í ESB. Þetta eru höfðingjar kratarnir á milljarðana. Verst að þeir hafa ekkert haft nema sneypuna uppúr þessu til þessa. Og einhver atkvæði kannski frá uppgefnum Evrópusinnum í Sjálfstæðisflokknum.
Steingrímur fær einhverjar útborganir í viðbót á ráðherrataxta. En þetta tekur greinilega enda. Lilja Mósesdóttir sagði Vg ekki lifa af frekara samstarf við AGS og niðurskurð opinberra starfa. Flokkurinn allur er því komin á "hold" hjá flokksmönnunum. Og Vg virðist líka vera búið að setja líf ríkisstjórnarinnar á "hold" til haustsins í framhaldi af því.
26.6.2010 | 20:11
Styrkur ESB-sinna liggur fyrir
Í dag var rafmagn í loftinu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hvort flokkurinn myndi klofna eins og Baugsmiðlarnir héldu fram´ef ESB-umsókn yrði hafnað á fundinum. Forystan var enda greinilega ákveðin í að fara varlega í málið til að halda friðinn og var því fremur þokukennd tillaga í stjórnmálaályktuninni um að þjóðin yrði að ákveða og svo framvegis, sett í stjórnmálaályktunina sem menn ættu að geta unað við allir.
Það var þó óhjákvæmilegt að einhverjir fundarmanna myndu tjá sig um málið og myndu ekki sætta sig við hálfkák og loðmullulega tillögu um að leiða þetta hitamáli hjá átökum. Framkom breytingartillaga um að hætta við umsóknina. Þegar hún kom til afgreiðslu lagði einn þingmaður til að þeirri tillögu yrði vísað til þingflokks til afgreiðslu.
En þá var landsfundi nóg boðið og felldi þá tillögu með nærri öllum greiddum atkvæðum. Ungur maður Hallgrímur Viðar Arnarson fór í pontu og flutti knallharða breytingartillögu um að umsóknin yrði dregin til baka tafarlaust. Enda SUS liðar manna harðastir í andstöðunni við ESB. Mikið klappað fyrir Hallgrími. Um þetta varð því að greiða atkvæði sem þýddi þá klofning flokksins ef styrkur ESB-sinna reyndist mikill. Ég skyggndist því grannt eftir nei-spjöldunum og mér til furðu sýndust mér þau varla ná 2-5 % af fundarmönnum meðan já-spjöldin voru yfirgnæfandi. Og þetta er þúsund manna fundur skyldu menn athuga. Slíkum ketti sveiflar enginn kringum sig á rófunni.
Landsfundur fylgir því einhuga tillögu Unnar Brár um þetta mál sem komin var fram á þingi.
Það gengu einhverjir 3 fundarmenn fyrir formann sá ég og sögðu einhver vel valin orð við hann upp á sviðið og strunsuðu svo á dyr líklega einhverjir 5 saman. Þar með sáu menn þá Sjálfstæðisflokkinn klofna í beinni. Landsfundur sýndi þarna svo ekki var um villst að hann lætur ekki virta þingmenn segja sér fyrir verkum ef svo ber undir og fer sínar eigin leiðir.
Þannig er vilji Sjálfstæðisflokksins skýr hvað varðar afstöðu til Efnahagsbandalagsins. Hann vill ekki ganga þar inn, hann vill ekki sækja um aðild til þess að gá hvort eitthvað er í boði sem ekki er þegar vitað, enda allt þrautrannsakað. Hann vill ekki sóa milljörðum í tilgangslausar viðræður um ekki neitt og standa fyrir einskonar bjölluati í Brüssel eins og einn góður maður orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn stendur því heill og ábyrgur með meirihluta þjóðarinnar í því að telja hagsmunum landsins betur borgið utan ESB en innan þess. QED
Slagurinn var tekinn og úrslitin liggja fyrir. Klofningurinn varð stormur í vatnsglasi þrátt fyrir áróðursherferð Baugsmiðlanna fyrir fundinn. Enda kominn tími til fyrir Sjálfstæðismenn að hætta að trúa á þá skolpveitu sem þessir miðlar með leigupennum sínum buna á flokkinn við öll tækifæri.
Styrkur ESB-sinna innan Sjálfstæðisflokksins liggur fyrir.
25.6.2010 | 22:12
Innrás Evrópubandalagssinna á landsfund ?
Umræðuhópar störfuðu nú eftir einhverju þjóðfundarmódeli á landsfundi Sjálfstæðismanna. Setið var á hringborðum á gólfi Laugardalshallar og menn ræddu málaflokka í svona 7-12 manna hópum. Ég sat í utanríkismálum og fundust mér umræðurnar gagnvart ESB ganga nokkuð í þá veru sem rætt er í þjóðfélaginu. Var ljómandi skemmtilegt að hlusta á vel greint og upplýst fólk á þessu borði og ekki gat ég greint neinn sérstakan útsendara Evrópusamtaka á þessu borði. Því meiri undrun mína vakti samantekt Björns Bjarnasonar af öllum utanríkisborðunum
Þegar Björn dró saman niðurstöður úr undirhópunum var niðurstaðan af umræðunum á allt annan veg en þetta og skoðanakannanir hafa sýnt að er uppi með þjóðinni. Það komu núna sterkar raddir af mörgum borðunum fyrir inngöngu í ESB og halda áfram viðræðum um inngöngu. Þvert á það sem forystan hefur rætt. Þannig mátti halda að hlutföllin hafi gerbreyst innan Sjálfstæðisflokksins varðandi afstöðuna til ESB.
Ég átti hreinlega bágt með að trúa þessu eins og Björn lýsti þessu og hallast að því að Evrópusinnar hafi skipulagt þátttöku á einhverjum borðum til þess að tala fyrir aðild og aðildarviðræðum þvert ofan í það sem uppi hefur verið um að hætta viðræðunum, sérstaklega eftir að ljóst er að Bretar og Hollendingar skilyrða inngönguna við það að við undirgöngumst skuldbindingarnar vegna Icesave.
Ég hallast að því að það hafi verið gerð innrás á landsfundinn af skipulögðum baráttuhópi Evrópusinna. En þetta mun allt koma betur í ljós á morgun og illa þekkir forysta flokksins sjálfstæðismenn ef slík er niðurstaðan. Baugsmiðlarnir eru heldur ekki langt undan á fundinum enda sprangaði forstjóri 365 miðla keikur um salina.
Ég trúi ekki öðru en að atkvæðagreiðslur og umræður á fundinum leiði sannleikann um afstöðu fundarmanna til ESB í ljós á morgun. En það getur hugsanlega verið að þarna gerist eitthvað mjög óvænt. Við sjáum til.
25.6.2010 | 15:05
Landsfundur og ESB
Nú er ég kominn í sparifötin til að mæta á aukalandsfund Sjálfstæðisflokksins. Ekk iveit ég liggur fyrir þeim fundi nema að formaður vill fá ítrekað umboð vegna rógsins sem stöðugt bylur á flokknum úr Baugsmiðlunum. Yfirskin er líka að það vanti varaformann flokkinn sem er sosum rétt.
Svo er annað sem sameinað andskotalið flokksins tyggur. Að flokkurinn muni klofna ef við ESB andstæðingar verðum ekki góðir við klofningsliðið. Síðast þegar ég var á landsfundi fóru nokkrir ESB sinnar leiðar sinnar. En þeir voru svo fáir að það saknaði þeirra enginn. Vonandi koma þeir aftur á þennan landsfund svo þeir geti tekið útgönguna til baka þegar þeir sjá hversu fámennir þeir eru.
Því það bendir í raun enn meira til þess núna en á síðasta landsfundi, að ESB sé búið að vera eftir örfá ár. Þá eru raunverulegir Þjóðverjar nær útdauðir og innfluttir múslímar hafa tekið þar völdin. Þýskaland sekkur þá niður á grískt plan og getur engan vagn dregið lengur. Sama gerist í stórum dráttum í Frakklandi og Bretlandi. Rauði Hálfmáninn bíður þeirra allra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2010 | 12:25
Pétur Blöndal og skuldaraþjóðin
Pétur vildi að sveitarfélögum yrði hreinlega bannað að taka lán. Þau hefðu alla möguleika á að ákveða hvaða tekjur þau vildu hafa og til hverra verkefna tekjurnar ættu að renna. Útsvar er nefnilega hugsað til að svara út gjöldum vegna heildarinnar.Pétur sagði lítið mál að bregðast við dómi Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána. Ef menn ættu kröfur á bankann þá ættu þær að breytast í hlutfé í bönkunum alveg eins og kröfuhafar hefðu breytt þeim í hlutafé í nýju bönkunum. Hlutafé væri þolinmótt fjármagn mótsett við lánsfé. Ef hlutafélagi gengi illa þá biði hlutaféð eftir betri tíð. Það gerði lánsfé ekki og skuldsett félag færi á hausinn.
Aðspurður sagði Pétur að í rauninni væri ekkert val. Ef svo fer sem t.d. seðlabankastjóri útmálar, að bankarnir fari kannski á hausinn þegar fólk kemur að rukka þá, þá er í raun ekki um annað fyrir þann sem er búinn að borga of mikið að fá hlutafé bankanum uppí kröfuna heldur en að eignast almenna kröfu í gjaldþrota banka. Og margir vita hvernig innheimta á kröfum í gjaldþrota félög gengur.Pétur sér hlutina oft svo miklu skýrar fyrir sér í erfiðum málum að maður fyllist aðdáun. Og svo auðvitað öfund fyrir að vera sjálfur ekki svona klár. Rökvísi Péturs bregst sjaldnast þegar ræða þarf erfið mál í botn.
Af einhverjum ástæðum hefur Pétur átt fremur erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum og ekki valist til æðstu embætta . Skyldi það vera af því að lögfræðingaveldið og framsóknarelementið í flokknum er ekki yfir sig hrifið af svo mikið menntuðum mönnum eins og dr. Pétur er? Þeir fá minnimáttarkennd af því að tala við hann. Líklega hefði því margt orðið öðruvísi í þessu þjóðfélagi ef ráðum Péturs hefði verið fylgt meira í gegnum tíðina en raun hefur orðið. Ég er hinsvegar ekki í vafa með að ég vel Pétur með þeim fremstu hvenær sem hann vill fá mitt atkvæði.
Þarna talar Pétur um þann mun sem er á til dæmis Þ:jóðverjum og Íslendingum. Ég á góðan vin og skólafélaga í Þýskalandi, sem er nokkrum árum eldri en ég. Stríðið olli því að hann komst ekki fyrr en seint í skóla. Við fórum út að hjóla einu sinni í skógunum og töluðum um lífið og tilveruna. Hann var orðinn sjálfstæður verkfræðingur með litla stofu. Hörkuduglegur og iðinn. Ég var búinn að byggja í skuld og átti börn. Hann var nýgiftur og átti von á fyrsta barninu og bjó í leiguhúsnæði. Hann hefur eins og margir Þjóðverjar alltaf horft skeptískum augum á þá hæst settu í þjóðfélaginu og finnst lítið til þeirra koma. Fólk er búið að þola svo margar lygar og blekkingar í gegnum aldirnar. Afstaða hans gagnvart bönkum hefur ekki breyst í áranna rás. Þetta eru allt skítablesar í hans augum og óvinir þínir segir hann. Lán eru óþverri sem maður á að forðast. Ég spurði hann hvort hann ætlaði ekki að byggja. Jú, auðvitað ætla ég það. En ég á ekki nóga peninga, ég þarf að spara meira saman. Eru ekki bankar sem vilja lána þér ? Jú, þeir standa í röðum og bjóða mér gull og græna skóga helvítin. En ég ætla sko ekki að láta þessa andskota fara að græða á mér með því að borga þeim vexti. Ég spara heldur lengur. Hann fór eftir þessu og innan fárra ára var hann kominn í glæsilegt einbýlishús og skuldaði sáralítið.
Þetta var dásamlegur hjólatúr í minningunni. Núna erum við báðir gamlir menn og hann er orðinn svo moldríkur að ég veit ekki aura hans tal. Hann er alltaf sami indæli drengurinn. Hann borgar það sem hann þarf til lífsins en ekkert umfram það fyrir sjálfan sig. Hann er ekki ginkeyptur fyrir nýjum græjum eða lúxus. Hann veit að hann getur ekki verið á fínnibíl en kúnnarnir. Vinnan og fjölskyldan er honum allt þó hann hafi enga þörf á tekjunum lengur. Sami góði drengurinn og þegar við vorum fátækir stúdentar. Greinir hismið frá kjarnanum og lætur ekki plata sig upp úr skónum af einhverjum nýjum sléttgreiddum nýstúdentum. Þeir eru bara lærlingar í hans augum.
Þetta er munurinn á íslenskum skuldafíkli og skynsömum mönnum.
Þessi þýski vinur minn og Pétur Blöndal gætu deilt mörgum skoðunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
22.6.2010 | 23:45
Unnur Brá
Er Unnur Brá flækt í nokkuð misjafnt ? Er þetta ekki hörkukelling sem er ákveðin í að segja hvað hún vill gera í Evrópumálinu ? Myndarkvenmaður líka.
Getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki notað Unni Brá sér til framdráttar ?
21.6.2010 | 20:38
Skjaldborgin týnda !
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar er sú ríkisstjórn í lýðveldinu Íslandi sem hefur brugðist flestra vonum á sínum stutta ferli.
Menn trúðu því unnvörpum að ríkisstjórnin myndi einhenda sér í það verk, að taka a vanda heimilanna, sem stefna í gjaldþrot. Nánast lítið hefur áunnist og sýnist flestum lítið til um ágæti ráðstafananna nema forsætisráðherra, sem finnur þó að sögn til samkenndar með fólkinu.
Hjá þessum mistökum stjórnarinnar eru vangaveltur um landafræðikunnátta forsætisráðherrans harla lítilvæg og ómerkileg. En hún ætti sjálfs sín vegna að láta vera að breyta athugasemdalaust sagnfræðilegum heimildum eins og hún gerir á vef ráðuneytis síns. Enda virðist frekar djúpt á Bermúdaskálarhúmor hjá þessum forsætisráðherra.
Stjórnarliðar hafa þann hátt á, séu þeir gagnrýndir, að ráðast umsvifalaust á Sjálfstæðisflokkinn. Hvaða tillögur hafi hann? Það er eins og menn hafi ekki verið kosnir til að stjórna vegna eigin ágætis, heldur er auglýst eftir ráðum og heilræðum frá fólki sem það vildi ekki heyra né sjá við kosningarnar.
Nú stendur fyrir dyrum einskonar aukalandsfundur Sjálfstæðisflokksins. Flokksmönnum finnst mismikið til þessarar boðunar landsfundar koma en mæta þó væntanlega samviskulega þegar boðið er. Ég er víst einn af þessum flokkshestum sem fór að kaupa miða á síðu flokksins. Þar datt ég hinsvegar um ágæta grein eftir Kristján Þór Júlíusson. En hann hefur tapað bæði kosningum um formannsembætti og varaformannsembætti á sinni tíð. En þetta er hörkukall og duglegur, gamall skipstjóri og bæjarstjóri í Guðmávitahvað mörgum bæjum á sinni tíð.
Þar sem ég sá þarna ýmislegt sem ég hef reynt að tala fyrir daufum eyrum, þá get ég ekki stillt mig um að lista hér upp nokkur atriði sem Kristján telur upp í grein sinni, sem hann telur að grípa megi til. Það hlýtur að hafa meira vægi þegar einhver annar en ég leggur svona til.
Grípum niður í grein Kristjáns(leturbreytingar eru mínar):
"Hvar er hún þessi margumrædda skjaldborg?"
"Í heilt ár hefur ríkisstjórn Íslands haft tækifæri til þess að bregðast við afleiðingum fjárhagslegra hamfara sem bitnað hafa á þúsundum íslenskra heimila. Aðgerðir hennar hafa verið máttlitlar og ekki í takt við gefin fyrirheit um »skjaldborgina« margfrægu. Miklu fremur má segja að aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafi myndað »gjaldborg« um heimili landsins. Á sama tíma vinna skilanefndir gömlu bankanna, á ofurlaunum, í umboði ríkisstjórnarinnar að því að hámarka arð umbjóðenda sinna, sem enginn veit hverjir eru...."
..."Í ljósi fullyrðinga ríkisstjórnar eru niðurstöður í skýrslu Kjartans Brodda Bragasonar hagfræðings, sem hann vann fyrir Neytendasamtökin, sláandi. Þar kemur fram að um 30% heimila landsins safni skuldum, gangi á eignir eða hafi dregið gríðarlega úr neyslu. Að mati Kjartans eiga um 20-30% skuldsettra heimila landsins í verulegum greiðsluvandræðum og fjöldi einstaklinga á bak við þessar tölur geti legið á bilinu 48-72 þúsund manns..... "
....."Um 15 þúsund manns eru atvinnulausir, tæp 10 þúsund hafa flutt úr landi og tugir þúsunda hafa tekið á sig launalækkun. Við þessar aðstæður fjarar hratt undan bæði greiðslugetu og greiðsluvilja fólks. Það sem mestu skiptir þó er að tiltrú almennings á að sigrast á vandanum fjarar sömuleiðis hratt út. Óbreytt ástand mun skaða hagsmuni allrar þjóðarinnar... ".
...."Það dugar ekki eitt og sér að einstaka stjórnarþingmaður sé bara reiður og svekktur út í aðgerðarleysið og það dugar ekki heldur að forsætisráðherrann sitji agndofa yfir sjónvarpinu og upplifi sig sem áhorfanda að þrengingum heimila landsins....."
... "Þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir hljóta að kalla fram samfélagsleg viðbrögð með álíka hætti og Viðlagatrygging bætir tjón af náttúruhamförum. Fjármagnseigendur hafa flestir fengið nokkrar bætur að frumkvæði stjórnvalda, með framlögum úr ríkissjóði inn í peningamarkaðssjóði og yfirlýsingu um tryggingu innstæðna í bönkum og sparisjóðum. Það örlæti bera allir skattgreiðendur landsins hvort heldur þeir skulda meira eða minna.
Ég vil hér nefna nokkur atriði sem brýnt er að tekin verði afstaða til:
* Neyðarlög verði sett um frystingu vísitölu neysluverðs til verðtryggingar lána við upphafsgildi fyrir kreppu. Til greina ætti að koma að miða við vísitölu neysluverðs 1. mars 2008.
* Innleiðing nýrrar vísitölu húsnæðislána. Ný vísitala sem speglar verðþróun fasteigna - til hækkunar og lækkunar - þarf að taka við og vera byggð á virkum viðskiptum á fasteignamarkaði.
* " Áhrif aðgerða skv. tölul. 1 og 2 verði stillt af eftir á í gegnum skattlagningu og vaxtabætur. Þak verði með þeim hætti sett á niðurfærslu lána hjá eignasterkum einstaklingum....."
*
* * "Útfæra þarf heimildir Íbúðalánasjóðs til að skuldbreyta hluta af veðlánum og fara með þau sem tímabundinn eignarhluta, án þess að til eigendaskipta eða nauðungarsölu þurfi að koma...."
* " Hætt verði að beita gjaldþroti sem refsingu þar sem einstaklingar eru dæmdir til útlegðar. Að óbreyttu munu hundruð einstaklinga »flýja« þvingaðar greiðslur, draga sig í hlé og svört atvinnustarfsemi aukast...."
"Löngu er kominn tími til að brugðist verði við kröfum um úrbætur fyrir yfirskuldsett heimili landsins og tugþúsundum Íslendinga þannig gefnar vonir um að þeir geti áfram verið fullgildir einstaklingar .."
Mér finnst þingmaðurinn Kristján Þór Júlíusson sýna að honum er alvara með að reyna að hjálpa til.
Ég er ekkert að segja að allar tillögurnar í greininni á www.XD.is sé góðar enda hef ég sleppt þeim sem mér líkar ekki kannski af því að ég skil þær ekki til fulls að svo komnu máli.
Ég hef sjálfur margreynt að fá flokkinn minn til þess að taka á gjaldþrotalögunum og venjunum í því skyni að hætta að dæma mönnum skóggang og útlegð vegna gjaldþrots. En áhrif lögfræðinga innan flokksins eru líklega svo mikil að maður kemst ekkert með þetta.
Það sem ég hef lagt til er að einstaklingur sem verður gjaldþrota fái sín mál uppgerð, fasteignarmissir sé endir veðskuldar og bílalánstap endi með bílmissi. Skattskuld endi með gjaldþrotið þó hörð refsing falli ekki niður vegna vörsluskattasvika. Einstaklingurinn getur að þessu búnu byrjað nýtt líf. Það er ekkert leyndarmál að hann hefur orðið gjaldþrota en það er heldur engin skömm né eilífðarfylgja því samfara. Hann getur byrjað uppá nýtt með hreint borð.
Það er kominn tími til að fara að taka á málunum í stað þess að bara að tala eins og ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eru iðnastir við. Þeir eru búnir að hafa nógan tíma til að sýna hvað í þeim býr. Tími Jóhönnu er liðinn og frá henni kemur ekkert hjálpræði úr þessu.
Tími Kristjáns og auðvitað þarmeð Sjálfstæðisflokksins þyrfti að koma og sjá hvort hann getur eitthvað betur í skjaldborgarbyggingum en þeir klömbrusmiðir sem ríkisstjórnarheimilð nú byggja.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 3420141
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Það versta er að þessar þjóðir hafa allar framið etniskt sjálfsmorð undir forystu krata hvert í sinni heimabyggð. Hver hefur kjaftað upp í annan um slagorð sem þeir skilja ekki að getur bara gilt innanlands; Frelsi jafnrétti og bræðralag. Frelsi getur ekki þýtt frelsi annarra þjóða til að hertaka gistilandið að vild.Og bræðralagið oft er eins og á stjórnarheimilinu íslenzka, þar sem hver situr um annan.
Það verður því fróðlegt ef það kemur í ljós, hversu stór þessi boðaði Baugsklofningur verður í Sjálfstæðisflokknum. Það sést væntanlega núna á landsfundinum.