Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Tveir kjarkmenn

, að öðrum auðvitað ólöstuðum, skrifa í Morgunblaðið í dag og vekja athygli mína.

Sá fyrri er Guðni Ágústsson. Það er hressandi gustur af Guðna. Hann er ófeiminn að segja skoðun sína án þess að vera dónalegur upphátt. Það er list að skrifa svona, í rauninni bálvondur og bitur í pólitík, en segja aðeins það sem þarf til að allir skilji.

Guðni er að skrifa um sviðið eftir forsetakosningarnar. Grípum niður aðeins:

" ...Enn berjast Össur og Jóhanna fyrir því að troða okkur inn í Evrópusambandið og hús evrunnar, sem brennur og er að eyðileggja gömul menningarríki. Og Jóhanna hefur því miður Steingrím J. Sigfússon í bandi og óskaplega lætur hann draga sig lengi á asnaeyrunum.

Hann er farinn að minna mig á annan stjórnmálaforingja sem dró flokk sinn á asnaeyrunum árum saman, flokk sem hafði sömu grundvallarstefnu og Vinstri grænir í ESB-málum......"

Því miður valtaði þessi umræddi maður yfir aðra skynsamari menn í þessum flokki. Spaugstofan hjálpaði hinsvegar landsmönnum til þess að sjá í gegnum þennan mann sem hvarf eftir það úr pólitík á opinbert framfæri. Þó ekki fyrr en hann hafði þjónað sjálfum sér og sinni fjölskyldu vel og lengi.

Enn segir Guðni:

"..Ólafur Ragnar Grímsson í stafni og horfir til hafs og er klár á að vísa Icesave í dóm þjóðarinnar í þriðja sinn. Þóra Arnórsdóttir komst aldrei í kosningabaráttunni frá því að vera fulltrúi Icesave-manna og ESB-sinna sem kaus að láta ríkisstjórnina í friði með öll sín ætlunarverk. Hún féll úr hreinum meirihluta niður í 33% fylgi af því að hún sjálf náði ekki að þvo hendur sínar og hafði í kringum sig óða samfylkingarmenn sem sköðuðu framboð hennar...."

Og enn þegar hann talar um ESB:

"....Forseti landsins hefur lýst því yfir að í þessu máli standi hann ekki til hlés eða verði nein »puntudúkka«. Við búum við það í fyrsta sinn að eiga forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem ætlar í stórum málum með þau í gegn á hnefanum. Allir forsætisráðherrar urðu á undraskömmum tíma menn málamiðlunar og sátta, nú er þetta með allt öðrum hætti.

Allir flokkar nema kratarnir höfðu frelsi landsins að leiðarljósi alla síðustu öld og voru á móti yfirþjóðlegu valdi. Nú hefur það gerst að Samfylkingin var búin að vinna sína heimavinnu á Alþingi og gera þjóðaratkvæðagreiðslur með lögum frá 2010 aðeins ráðgefandi. Sem sé þjóðin á kannski ekki að eiga síðasta orðið í stærsta og afdrifaríkasta máli Íslandssögunnar á eftir Gamla sáttmála 1262..."

Það er illt til þess að vita að þessi maður hafi verið valtaður út úr pólitík. Svona menn með kýrskýra sýn( lærða beint í fjósinu NB)hefðum við getað notað í Sjálfstæðisflokknum. Guðni geldur þess að hafa farið í vitlausan flokk.

Hann virðist skynja þetta sjálfur þegar hann segir í upphafi greinarinnar:

"...Í þriðja lagi Icesave-andi sem er viljinn til að Íslendingar borgi skuldir einkabanka og óreiðumanna.

Vinstrimönnum hefur aldrei blöskrað að hengja skatta á sína verkamenn, það sjá allir nú...."

Annar kjarkmaður skrifar í Morgunblaðið um óskylda hluti. Björgvin Guðmundsson skrifar um afrek Jóhönnustjórnarinnar og fyrrum leiðtoga sinna sem hann tilbað um árabil hundflatur.

Grípum þar niður:

"....Þær ráðstafanir, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, gerði 1. júlí 2009 til skerðingar almannatryggingum, gengu þvert gegn þessu markmiði almannatrygginganna, sem Ólafur Thors lýsti við stofnsetningu trygginganna. Stór hópur aldraðra og öryrkja var þá sviptur grunnlífeyri.

Það var þá ákveðið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning grunnlífeyris. Alls urðu 5.210 ellilífeyrisþegar fyrir kjaraskerðingu við þá ráðstöfun."

Og svo kveðjan til leiðtogans ísköld :

"Ekki samrýmdist það markmiðinu um að láta almannatryggingarnar ná til allra án tillits til stéttar eða efnahags. Stór hópur ellilífeyrisþega, sem hafði greitt til almannatrygginga beint og óbeint alla sína starfsævi, var þá strikaður út úr almannatryggingum og hefur ekki fengið krónu þaðan síðan.."

Eftir bráðum 4 ár heilagrar Jóhönnu í ríkisstjórnarforystu er þetta niðurstaðan.

Vonbrigðin og biturðun leyna sér ekki:

"En það er ekki verið að hugsa um að afturkalla kjaraskerðinguna frá 2009 og láta þá aldraða og öryrkja, sem misstu grunnlífeyrinn, fá hann á ný.

Nei, þvert á móti er nú verið að hugsa um að afnema grunnlífeyrinn! Hins vegar er búið að afturkalla tímabundna kjaraskerðingu ráðherra, þingmanna og embættismanna. Þess var gætt, að það mundi ekki dragast.

Ekki má skerða kjör hæstlaunuðu embættismanna og stjórnmálamanna landsins of lengi. En aldraðir og öryrkjar mega bíða. Hvers konar stjórnarfar er það, sem stendur svona að málum. Ráðherrar fá leiðréttingu á sínum kjörum en aldraðir ekki...".

Það er eins með Björgvin og Guðna. Þeir sjá það loks á gamals aldri að þeir voru í vitlausum flokkum. Báðir vitna þeir til Sjálfstæðismanna því að þaðan kom allt það sem rétt reyndist. Það sjá þeir loks á gamals aldri.

Það er engin leið til þess að Björgvin Guðmundssson komist eitt eða neitt með hugsjónir sína innan Samfylkingarinnar. Það ætti honum að vera ljóst best sjálfum þegar hann segir um ellilífeyrisþega:

".... Nei, þeir hafa aðeins eitt úrræði: Kosningaréttinn. Aldraðir og öryrkjar verða nú að bindast samtökum og gera stjórnmálamönnum grein fyrir því, að þeir muni aðeins kjósa þá, sem eru reiðubúnir að leiðrétta kjör þeirra og sýna það í verki.

Alþingiskosningar fara fram innan eins árs. Það er enn tími til þess að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokkanna og fá það á hreint hvort þeir eru reiðubúnir að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Í því efni duga engin loðin svör. Það verður að vera alveg á hreinu hvernig stjórnmálamenn vilja bæta kjör lífeyrisþega.

Stjórnarflokkarnir geta enn tekið sig á og bætt kjör lífeyrisþega, ef vilji er fyrir hendi. En geri þeir það ekki geta þeir ekki reiknað með atkvæðum aldraðra og öryrkja. ...."

Ég bendi þessum vösku mönnum á skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins. Þar er auðvelt að fá inngöngu til að berjast fyrir mönnum og málefnum. Þar verður ávallt munur að mannsliði.

Tveir kjarkmenn verða alltaf eftirsóttir.


Höftin burt

en hvernig?

Sagt er að það sé snjóhengja til upp á 10 milljarða dollara eða einhverja 1300 milljarða króna á múverandi Seðlabankagengi sem vilji hugsanlega bráðna úr landi. Svo marga dollara á ekki Seðlabankinn okkar þó hann hafi slegið eins og Már og Steingrímur gátu best. Þannig að við erum læst inni í höftunum. Um langan aldur ef ekkert er gert og Steingrímsviskan og Jóhönnujaplið ræður hér áfram ríkjum.

10 milljarðar dollarar eru til einhversstaðar. (Og miklu meira auðvitað). Sagt er að Kínverjar til dæmis eigi ofgnótt af þeim. Þeir eru úti um allt að kaupa sér grímstaði í Afríku og víðar. Ætli þeir vildu lána okkur svona upphæð? Skitna Þrjá dollar á hvern Kínverja? Ekki veit ég það en það gæti verið með einhverjum brögðum. Þá er spurnig á hvaða vöxtum þeir vilji lána okkur þetta lítilræði? Eigum við að giska á 4 %?. Við þurfum 10 ára kúlu til að byrja með. Vaxtabyrðin af henni eru 50 milljarðar króna á ári á núverandi gengi. Þó það væri meira gæti það samt verið skárra en núverandi staða.

Allur þessi snjór þarf kannski ekki að fara allur í einu. Mikið af honum vill kannski vera kyrr í hengjunni ef við bjóðum meiri snjó ofan á snjóinn. Eitthvað niðurgreidda vexti, Eitthvað betri en þeir fá á innleggin sín í Kreisparkasse. (Sem er líklega lítið meira en núll þegar Grikkir og spánverjar eru b únir að fá sitt.) Við verðum hugsanlega að niðurgreiða vextina eitthvað fyrst í stað . En það lækkar kúluna á móti. Nýtt Icesave hér uppi á Íslandi er þetta sem þeir tannlæknarnir hollensku og þýsku falla fyrir eins og fyrri daginn. Kannski getum við bara borgað Kínverjum hraðar ef vel tekst til með þetta nýja Icesave. En það gamla var jú gargandi snilld eins og kallinn sagði, það féll bara á okkur af tæknilegum ástæðum mestan part.

Þegar pressan er farin af snjóhengjunni þá er stutt í það að gengið styrkist. Stóra lánið lækkar í krónum talið, innlent verðlag lækkar og lifskjör batna. Atvinna eykst ef við missum ekki taumhald á flugumferðarstjórum og ljósmæðrum og höfum vit á að fá fjárfestingu inni í landið.

Það hlýtur að vera önnur leið útúr þessu limbói sem við höngum í núna ef við fáum einhverja skynsama menn til að setjast yfir þetta. Hvernig væri að fá Pétur Blöndal með Sigurjóni digra og Halldóri til að spá í þetta svona í fyrsta umgangi.

Má ekki reyna eitthvað annað? Höftin verða að fara burt ef þjóðin á ekki að hengjast í þeim.


Barcley´s bankasamsærið

skekur heiminn. Þar á bæ gerðu menn samsæri til að hækka Libor vextina í heiminum með þeim afleiðingum að núna er bæjarfélagið Baltimore í USA komið í mál við banka út af vaxtaokri.Lögfræðingar græða alltaf á öllu svindli.

Á Íslandi er bankasamráð drifið fyrir opnum tjöldum og engum þykir það merkilegt. Allar prósentur flútta hérumbil uppá hár. Lánakjör og seðilgjöld eru samræmd og vanskilaskráin gildir fyrir alla. Það er nokkuð tilgangslaust að lesa ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2010 til þess að reyna að sjá í gegn um þokuna. Þetta er alltsaman sami grautur í sömu skál íklætt fallegum litalínuritum sem sanna ekki neitt fyrir neinum sem ekki vill komast að ákveðinni niðurstöðu. Það er fákeppni á þessu sem við köllum íslenskan fjármálamarkað sem er auðvitað ekkert nema eitt miðstýrt sovét gjaldeyrishafta og handstýringar. Alveg eins og á matvörumarkaðnum þar sem hver dregur dám af sínum sessunaut.Enginn fær að fara á hausinn og því hreinsar markaðurinn sig aldrei vegna opinberra afskipta.

Það virtist allt að því sáluhjálparatriði hjá stjórnvöldum að láta engann banka fara á hausinn í hruninu en ábyrgjast samt innistæður. Nú geta menn hinsvegar velt því fyrir sér hvort staðan væri verri ef bæði Aríon banki og Glitnir hefðu verið látnir rúlla og hverfa. Þá værum við með einn ríkisbanka og einn einkabanka og nokkra sparisjóði sem hefði fyllilega dugað sem byrjun á nýju upphafi.Við vorum fyrir hrun með pí sinnum fleiri bankastarfsmenn en Bandaríkin og þó að eitthvað hafi lagast erum við samt með alltof margt fólk í bankastarfsemi.

Hjá Barcley er peði fórnað fyrir hrók og forstjórinn situr sem fastast þrátt fyrir að augsýnilega var hann yfirkokkur. Íslendingar hefðu ekki gert þetta betur eftir svona bankasamsæri. Hjá okkur er verið að endurreisa félögin gömlu og fósarnir eru að fá sín gömlu veldi afhent til baka.

Þeir kunna það hjá Barcley´s.Þeir borga sína hálfrabilljóndollara sekt með bros á vör eins og okkar íslenska kortafyrirtæki gerði á sínum tíma og svo var bara allt í keyinu. Kúnninn borgar auðvitað allar sektir fyrirtækja á endanum og bankarnir fara sínu fram hér eftir sem hingað til.

Þeir virðast vita það í Englandi eins og hér að almenningur sjái aldrei neitt og það megi láta hann gleypa hvað sem er með töfraorðinu BANKI-LÁN!

Hjá Barcley´s verður örugglega business as usual í næstu viku.


Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla

er það sem sífellt heyrist oftar í umræðu meðal manna.

Það er eins og það sé verið að venja okkur við þetta hugtak. Eitthvað hjálpartæki sem réttlát ríkisstjórn getur nýtt sér í vandasömum afgreiðslum. Þeir sem minnast "Flugvallarkosningar" Ingibjargar Sólrúnar hér um árið geta rifjað það upp, að flestir borgarfulltrúar síðan hafa notað niðurstöðuna til styrktar sínum málstað þegar þeir vilja Reykjavíkurflugvöll feigan. Engu skiptir þótt atkvæðgreiðslan hafi þótt ómarktæk vegna lítillar þáttöku og hversu naumur sigur vallarfjenda var, þá dugði þetta Ingibjörgu Sólrúnu alveg prýðilega til að halda því fram að fólkið vildi að völlurinn færi og borgarfulltrúar úr öllum flokkum hafa tekið undir þetta síðan.

Í haust á að hafa eina ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrögin frá stjórnlagaráði þar sem hundraðföldun á textalengd er talin jafngilda auknum gæðum að minnsta kosti á Útvarpi Sögu. Þjóðin er skikkuð til að ssamþykkja að þessi drög skuli verða grunnur að nýrri stjórnarskrá. Alveg sama hvernig þessi kosning fer, hún verður alltaf túlkuð sem stuðningur við stjórnarskrárkrukkið hjá þessari ríkisstjórn sem segist elska beina lýðræðið en fer svo bara eftir því þegar það hentar.

Þetta er svo líklega undirbúningur undir aðra ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í sambandi við inngönguna í ESB. Þá er fólkið orðið svo dofið af sífelldu beinu lýðræðistali að þetta siglir lygnan sjó. Össur kemur með tilbúinn samning og Fréttablaðið og RÚV fagna ákaflega og hafa "vandaða" umfjöllun í gangi. Og svo kemur ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla sem gefur sterkar vísbendingar um að margir fylgismenn séu við samþykkkt aðildarinnar. Q.E.D.

Eitt af því sem Ólafur Ragnar Grímsson lofaði fyrir kosningarnar var það, að á hans vakt myndi hann sjá til þess að aðildin færi ekki fram nema að undangenginni bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta atriði var mörgum næg ástæða fyrir að kjósa hann forseta til næstu fjögurra ára.

Ekkert ráðgefandi í þeim atkvæðum.Ekki furða þó Björn Valur fagni ekki úrslitunum fyrir hönd Steingríms.


Er hægt að geyma fisk í sjó?

Jón Kristjánsson skrifar á bloggið sitt um                                                                                       skyndilokanir vegna smáfisks í afla. Jón segir                                                                                       að afli ætti að vaxa svona tveimur árum eftir                                                                                         að  lokunum væri beitt. Línuritið sýnir                                                                                                    hinsvegar að afli minnkar seftir að lokanir                                                                                            eru tíðastar. Þarf ekki að rannsaka þessar                                                                                            vísbendingar? Er yfirleitt hægt að geyma sér                                                                                        fisk í sjónum? 
FISKI

Kommarnir brjálaðir

yfir úrslitum kosninganna.

Sem dæmi eru skrif Björns Vals á Smugunni. Þar segir m.a.:

"Það er þrennt öðru fremur sem stendur upp úr eftir forsetakosningarnar í gær.
Í fyrsta lagi er það áhyggjuefni almennt séð hvað kjörsókn er lítil...."

Þetta get ég tekið undir. Það eru aðeins 36 % atkvæðisærra manna sem kýs Ólaf. Af hverju eru ekki hafðar tvær umferðir í þessum einu lýðræðislegu kosningum sem fram fara á landsvísu. Eða þá af hverju er bara ekki kosið eftir kjördæmum þar sem atkvæðin vigta eins og þau gera til Alþingis? Hvar er samhengið í lýðræðisást Björns?

Svo segir Björn:

..."Í öðru lagi hlýtur lítill stuðningur við sitjandi forseta að valda áhyggjum. Framboð hans nú var nokkurskonar tilraun hans til að bæta ímyndin sína og endurskrifa söguna sér í vil. Það tókst ekki. Helmingur þjóðarinnar er ósáttur við forseta sinn, vill hann frá. Það undirstrikar klofninginn meðal þjóðarinnar sem forsetinn sjálfur átti ekki svo lítinn þátt í að skapa í aðdraganda hrunsins. Tilraunin mistókst – skiljanlega...."

Sá er fúll mar...Þetta er eignlega glórulaust

......."Í þriðja lagi er það áhyggjuefni að upp úr þeim ósköpum sem dunið hafa yfir landið á undanförnum árum og sitjandi forseti átti drjúgan þátt í að skapa hafi ekki fundist nógu kraftmikill frambjóðandi til að fella þann sama forseta í kosningum. Enginn forseti hefur reynst eins mikill örlagavaldur í sögu lýðveldissögunnar og lagt jafn miklar byrðar á herðar þjóð sinni sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert. Sagan mun skrifa sig sjálf hvað það varðar þó tilraunir verði gerða til að hagræða henni. Forsetinn hefur nánast boðað að hann muni afnema þingræði í landinu þegar honum sýnist svo. Hann hefur í aðdraganda kosninganna talað þannig um stjórnskipan landsins að rétt er að hafa verulegar áhyggjur af. Samt stígur enginn fram sem þjóðin getur gert að sameiningartákni sínu sem forseta landsins.
Hvernig ætli standi á þessu? "

Hvernig Björn getur fundið það út að Ólafur hafi lagt byrðar á þjóðina hafi hann ekki beinlínis verið ábyrgur fyrir falli Lehmans-bræðra, sem hleypti hruninu af stað, er manni ekki augljóst.

Þjóðin dansaði öll með í útrás bankanna. Það voru hinsvegar meðkommar Björns sem ætluðu að leggja drápsklyfjar á þjóðina, þeir Steingrímur J. og félagi Svavar, sem ætluðu að gera Icesave l samninginn. Og svo Alþingi með hjálp allra Sjálfstæðisþingmanna nema fjögurra sem ætluðu að gera Icesave lll með Birni Vali. Sá samningur væri núna búinn að safna á sig 60 milljörðum í vöxtum. Þetta stöðvaði þjóðin þar sem Ólafur gaf henni tækifæri. Ég get ekki kallað þetta klyfjar.

Birni Vali má virða það til vorkunnar að hann gat ekki fundið neinn þann komma meðal þjóðarinnar sem hefði geta fellt Ólaf fyrir hann. Að hann reyndi það ekki bara sjálfur liggur nokkuð í augum uppi eða hvað?

En það þýðir ekki að vera brjálaður núna eða hvað?


« Fyrri síða

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband