Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Útflutningur á uppblæstri

Íslands er í gangi þegar tveir öndvegismenn, þeir Guðni Ágústsson og Baldvin Jónsson leggjast á eitt við að flytja út íslenskt lambakjöt.  Fyrir mér er slíkt aðeins ásættanlegt ef tonn á móti tonni af nýsjálensku lambaketi er flutt inn á móti hverju íslensku sem flutt er út.

Nýsjálenskt lambajöt er í engu þekkjanlegt frá íslensku til átu og er ég nokkuð viss að hvorki Guðni né Baldvin gætu þekkt það í sundur við matborðið frekar en við ótíndir Íslendingar getum  í Florida þar sem Þetta er étið af sama fati án athugasemda. Væri ekki úr vegi að sjónvarpið gerði könnun á þessu í tengslum við alla þessa endalausu kokkaþætti sem við verðum að þola. Helst af öllu vildi ég horfa á Nigellu ráðherradóttur annast eldamennskuna í keppninni þar sem baldvin og Guðni þreyttu kappát að fornum sið. En hugsanlega drægi það athyglina frá efninu um of.

Ég sá í blaði að repjuræktun á þorvaldseyri er að skila 1 tonni af díselolíu á hektara eða svo. Ég vil sjá að einn hektari sé lagður undir repjurækt fyrir hvert tonn af lambakjöti sen flutt er út. Þá væri kannski farið að jafna metin fyrir það tjón sem villimannsleg ofbeit sauðfjár á afréttum Íslands er búin að valda í gegnum aldirnar og veldur enn eins og til dæmis á Biskupstungnaafrétti sem þyrfti að alfriða. Aðeins þjóðablómið Alaskalúpínan hefur sýnt sig megnuga til að snúa því  ljóta tafli við.

Útlfutningur á lambakjöti við núverandi aðstæður er ekki annað en landeyðingarstefna af verstu gerð. Beinn útflutningur á uppblæstri landsins.

 

 


Þorsteinn Pálsson

skrifar í Fréttablaðið að vanda um helgina.

Skrif Þorsteins eru yfirleitt í sérflokki í því blaði hvað vöndun efnistaka og yfirgrip sjóndeildarhringsins snertir og eru til muna meiri en þeirra annarra sem í það rita hvort þeir eru prófessorar eða aðrir lærðir menn á snærum Samfylkingarinnar. Merkilegt að Samfylkingunni sem leitar nú ákaft að formannsefni skuli yfirsjást sterkasti valkosturinn til að halda Samfylkingunni saman sem stjórnmálafli?

Skrif Þorsteins eru hinsvegar ekki yfir gagnrýni hafin. Í þetta sinn er hægt að festa fingur á nokkrum atriðum.

Þorsteinn segir:

... "Með hæfilegri einföldun má segja að pólitíska ástandið sé svona: Samfylkingin segist vilja evru en er um leið með margvíslegum efnahagslegum ákvörðunum að færa Ísland út af þeirri braut sem gerir það mögulegt. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar evrunni en segist vilja þá efnahagslegu stefnubreytingu sem gæti gert upptöku hennar færa. Forystumenn beggja flokka útiloka samstarf. Dýpri getur stjórnmálakreppa einnar þjóðar varla orðið.

Stjórnmál eru í eðli sínu jafnvægislist valdatafls og málefnabaráttu. Sú pólitíska kreppa sem við blasir skýrist meðal annars af því að forystumenn tveggja stærstu flokkanna hafa lagt miklu þyngri lóð á vogarskálar valdataflsins en málefnabaráttunnar. Fyrir vikið skortir samkvæmni og trúverðugleika í málflutninginn.

Efnahagskreppan leysist ekki ef enginn vill leysa stjórnmálakreppuna. Þar veltur mest á þingmönnum þessara tveggja flokka. Þeir þurfa því að sýna þjóðinni nýja hugsun.

Á þessu stigi máls er fátt mikilvægara en rétt tímasetning ákvarðana. Rökrétt er að draga þá ályktun af skýrslu Seðlabankans að einmitt núna sé ekki réttur tími til að taka endanlega ákvörðun um evruna. Formaður Sjálfstæðisflokksins kaus hins vegar að velja nákvæmlega þennan tímapunkt til þess að slá evruna út af borðinu með kröfu um tafarlaus slit á aðildarviðræðunum.

Það eðlilega er að hægja á aðildarviðræðunum með það að markmiði að ljúka þeim á miðju næsta kjörtímabili. Þá verður framtíðarskipan myntsamstarfsins orðin skýrari. Hitt væri glapræði að hafa áður en þar að kemur ýtt þeim kosti út af borðinu, nema þá sem fjarlægu skoðunarefni. Það heitir að loka leiðum, tapa tíma og fórna tækifærum....."

Þarna liggur veikleiki málflutningsins hjá Þorsteini Pálssyni. Hann talar um Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna sem nokkurskonar jafningja. Hann er hinvegar aðeins að tala um veröld sem var. Fylgishrun Samfylkingarinnar er þegar orðið svo gríðarlegt að aðeins kraftaverk virðist geta forðað hinum frá því að verða lítill einsmálsflokkur sérvitringa. Þorsteinn talar um framtíðina útfrá þeim þingmannfjölda sem nú situr og viðhorfin til ESB eins og þau birtast um þessar mundir.

Það er lítið marktækt í slíkum bollaleggingum. Stjórnarflokkarnir tveir munu gjalda fyrir verk sín og vonbrigði kjósenda með efndir loforðanna. Það getur varla farið öðruvísi en að margir þeirra leiti annað. Það er hinsvegar innhverft íhugunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn hversvegna þeir koma ekki hlaupandi þangað en leita með loganda ljósi að einhverju öðru.

Það er lenska hjá fleirum en Þorsteini Pálssyni að mikla fylgið við Evrópusambandið fyrir sér innan Sjálfstæðisflokksins. Þar er nefnilega ekki um að ræða neina arma Evrópusinna eða fylkingar. Þar fara aðeins fáeinir sérvitringar saman með takmarkaða krafta nema í talfærunum.

Þorsteinn veltir fyrir sér framtíðinni eins og hér takist á grundvallarfylkingar í gjaldmiðlamálum:

.... " Skoðun á liðnum atburðum kristallar þessa klípu. Á síðasta áratug var gengi krónunnar svo fjallhátt að hún var einhver sterkasta mynt í heimi. Það setti útflutningsgreinarnar í spennitreyju. Þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á hrundi krónan meðan aðrar myntir veiktust. Ekkert af þessu var pólitískur ásetningur. En Ísland var með mismunandi hætti verr sett en samkeppnislöndin bæði fyrir og eftir hrun og býr nú fyrirsjáanlega eitt við varanlegar takmarkanir á viðskiptafrelsi. Hvers vegna?..... "

Þetta lýsir því hversu Þorsteinn er innmúraður í núverandi valdahlutföll. Það er bara ein leið til, leið núverandi ríkisstjórnar. " Varanlegar takmarkanir " á viðskiptafrelsi.

Á Sprengisandi kom fram sú skoðun Lilju Mósesardóttur og Árna Þórs að höftin væru komin til að vera. Þau sjá ekkert annað en veruleika dagsins í dag. Að tala um að hrun krónunnar meðan aðrir bara veiktust er líka villandi. Krónan hélt velli en veiktist bara meira en hinar myntirnar. Hún á að öllum líkindum eftir að fara í stórar sveiflur en að öllum líkindum mun hún sanna sig sem jafningi evrunnar og gott betur. Það kemur af auðlindastöðu landsins sem er miklu meira en Evrópu.

Þorsteinn segir enn eftir að tala um málefnabaráttu á milli hinna stóru fylkinga þegar hann veltir fyrir sér efnahagslegri framtíð landsmanna:

..."Annars vegar krónu með fullri sjálfstjórn í ríkisfjármálum og peningamálum en takmarkaðra viðskiptafrelsi og þar af leiðandi minni líkum á lífskjörum sem eru sambærileg við grannríkin. Hins vegar evru með takmörkunum á sjálfstjórn í ríkisfjármálum og peningamálum en meira viðskiptafrelsi og betri líkum á bættum efnahag... "

Enten eller. Bara tvennt til í stöðunni. Samþykkkja aðild eða koðna niður.
Þorsteinn setur svo fram spásögn fyrir framtíð Sjálfstæðisflokksins ef hann fari ekki eftir því sem Þorsteinn segir::

...." Einhver hrapallegustu utanríkispólitísku mistök þjóðarinnar fram til þessa voru kolrangt stöðumat í viðræðum við Bandaríkjamenn um framhald varnarviðbúnaðar hér, sem endaði með því að þeir fóru með öllu. Verði stöðumat formanns Sjálfstæðisflokksins í peningamálum ofan á nú munu þau mistök taka hinum fram...

Af skýrslunni má ráða að einfaldar lausnir finnast ekki, því síður töfralausnir. Allar leiðirnar hafa bæði kosti og galla. Haldi evran gildi sínu og stöðu að tveimur árum liðnum má ætla að pólitíska matið snúist um tvennt:

Annars vegar krónu með fullri sjálfstjórn í ríkisfjármálum og peningamálum en takmarkaðra viðskiptafrelsi og þar af leiðandi minni líkum á lífskjörum sem eru sambærileg við grannríkin. Hins vegar evru með takmörkunum á sjálfstjórn í ríkisfjármálum og peningamálum en meira viðskiptafrelsi og betri líkum á bættum efnahag....."

Valdatíma þessarar ríkistjórnar sem ætlaði að ganga í ESB og taka upp evru er senn á enda. Eftir næstu kosningar mun blasa við gerbreyttur pólitískur veruleiki. Það væri með ólíkindum ef ríkisstjórnin muni halda velli.

Þorsteinn Pálsson hefur gert sitt til þess að stjórnin fari ekki of illa út úr slagnum. En hann gæti líka auðvitað gert mun meira og við virðum það við hann ef hann lætur það ógert.


Á að friðþægja Islamistum?

með því að láta þá ákveða hvað við á Vesturlöndum megum teikna eða gantast með?

Er rétt að við leggjumst flöt fyrir þeim svo þeir valti ekki yfir okkur með morðum og hryðjuverkum í heilagri varðstöðu sinni um gæsku Allah? Sá tónn finnst manni sleginn víða um lönd í tilefni morða þeirra á sendiherrum og innrása í sendiráð.

Fái þeir að sýna sitt rétta eðli hér á Vesturlöndum munu þá ekki augu manna opnast fyrir hættunni af taumlausum innflutningi óskyldra þjóða og Múhameðsfólks til Vesturlanda? Hvenær mun fólkinu þar finnist nóg komið af frekju þeirra og ágangi? Hvað hugsa etnískir Bretar og Hollendingar? Hvað hugsa ættbókarfærðir Íslendingar?

Þurfa Íslendingar virkilega að gera allt eins og nágrannaþjóðirnar? Þorum við eitthvað annað en að friðþægja Islamistum?


Hvaða málalengingar eru þetta?

sem fram koma í frétt um Nígeríumanninn sem á að fara afturtil Svíþjóðar?

Svo segir í Mogga:

"Lögmaður flóttamanns frá Nígeríu, sem senda átti til Svíþjóðar í morgun, segir það ánægjulegt því verði frestað þar til mál hans verður skoðað betur. Að sögn lögmannsins hefur maðurinn áður sótt um hæli í Svíþjóð en því var hafnað. Hann yrði því sendur þaðan til Nígeríu þar sem segist vera í lífshættu.

Maðurinn hefur fest rætur hér á landi, hann er með vinnu og á íslenska kærustu....

Það átti að vísa honum til Svíþjóðar vegna þess að hann hafði fyrst sótt um hæli þar. Það er í samræmi við Dublinar-reglugerðina sem kveður á um að ef hælisleitendur sækja um hæli á fleiri en einum stað í Evrópu, þá má senda þá aftur þangað sem þeir fyrst sóttu um hæli,“ segir Katrín."

Því er sú ákvörðun að senda hann til Svíþjóðar sú sama og að senda hann beint til Nígeríu, þar sem hann er í hættu að eigin mati. Við vildum því ganga úr skugga um að við værum ekki að senda hann í bráða lífshættu og þess vegna báðum við dómstóla um að fara yfir málið...."

Af hverju vantreystum við Svíum svona? Þeir ætli að senda manninn í opinn dauðann að hans sögn? Af hverju á okkar kerfi að trúa því sem maðurinn segir um Svía ? Vildi hann ekki sjálfur fara til Svíþjóðar áður en hann kom hingað?

"Að sögn Katrínar hefur Unuko fest rætur hér á landi. Hann hefur verið hér í átta mánuði, hann á íslenska unnustu, hann er kominn með vinnu og býr ekki lengur á Fit, gistiheimili fyrir flóttafólk, heldur leigir hann íbúð í Reykjanesbæ. Þetta sýnir hvað hann hefur lagt sig fram við að aðlagast. Hann hefur myndað tengsl við land og þjóð og vonandi verður það haft í huga við málsmeðferðina."

Hvað koma þessar málalengingar málinu við?


Múhameðsgengi og önnur gengi

auka umsvif sín á Vesturlöndum.

Vítisengill getur hætt þátttöku í venjulegri gengjastarfsemi og snúið sér að öðrum störfum. Þá þekkir hann enginn úr öðrum. Múslími getur víða ekki gengið af trúnni án þess að stofna sér í lífshættu.

Gengi eru starfandi um allan heim. Þau ógna yfirleitt öllum í kringum sig og lögreglan kveinkar sér við að hafa of mikil afskipti af þeim. Enda drepa þeir aðallega liðsmenn úr öðrum gengjum sem lítil eftirsjá er í og græða á dópistum. Þeir eru töff og venjulegur borgari sneiðir hjá þeim. Í Japan sýnir Jakutsi-maðurinn höndina sem fingurinn hefur verið klipptur af. Það dugar yfirleitt til að sannfæra fólk um að heiðra hann í hvívetna.

Nú vaða uppi enn stærri gengi. Gengi múslíma sem eru kallaðir Íslamistar. Þeir eru sjálfskipaðir verndarar trúarinnar og sjá um morð, sprengingar og þvíumlíkt á Vesturlöndum þar sem menn eru að teikna skrípamyndir af Múhameð spámanni. Allir eru svo skíthræddir við þá að ráðamenn hvetja menn til að bekkjast ekki við þá svo þeir skaði okkur ekki beinlínis.

Þessi lýður hefur streymt til Vesturlanda því Múhameðsmönnum líður svo illa heima hjá sér vegna menningarleysis þjóða þeirra sem er skiljanlegt þar sem þeir lesa yfirleitt fátt annað en trúarrit, svipað og að eina enska lesefnið á Kúbu eru um Che, Castro og byltinguna. Svona ríki staðna. Sem væri svo sem í lagi ef þessi straumur lægi ekki til okkar þaðan. Múhameðsmenn eru allstaðar til vandræða í Vesturlöndum og því meir sem fleiri koma saman.

Við Íslendingar leggjum mikið kapp á að fjölga þeim hjá okkur til jafns við grannþjóðirnar. Á sama tíma erum við að ónotast útí Vítisengla, Outlaws, Bandidos sem eru miklu minni gengi og smátækari enda eru inntökuskilyrðin þrengri en hjá hinum stóru gengjum Múhameðsmanna. Sem geta skotið sér á bak við trúna til afsökunar fyrir gerðum sínum sem hinir geta ekki.

Hversu stór geta gengi orðið áður en þau taka yfir umhverfið? Það er nokkuð ljóst í stórum hverfum á Vesturlöndum hverjir ráða. Hversu stór þarf söfnuður múslíma á Íslandi að verða þar til að tjáningarfrelsið verður að taka til endurskoðunar. Hversu marga Vítisengla og Outlaws þolum við áður en við förum að emja undan þeim? Hversu marga múslíma þolum við án þess að þeir breyti lífi okkar?


Hvað skuldum við Birni Zöega ?

þegar hann einn og sér afstýrir eða frestar launaskriði í heilbrigðisgeiranum?

Hann afsalar sér aurunum frá Guðbjarti sem hann greiddi honum svo hann hætti ekki. Með því hefur hann mögulega frestað því að hjúkrunarfræðingar, sem hafa setið eftir meðan viðskiptafræðingar hækkuðu, sem nemur 90 þús á mánuði ofan á laun hjúkrunarfræðinga upp á 280.000. Það sinnum fjöldi hjúkrunarfræðinga á spítölunum er kássa sem ég kann ekki.

"Hvað skyldi ég skulda honum Jóni Dýra ?" spurði kallinn í gamla daga. Hvernig eigum við að þakka Birni? Er ekki fálkaorða á lausu hjá Óla forseta, t.d. þessi sem bandaríska sendiherrafrúin fékk ekki þó hún væri komin í bíl til að sækja hana? Hvernig væri að skuldsett heimili myndu senda honum Birni blóðmörskepp eða kæfubelg fyrir að afstýra eða fresta hækkun verðtryggða lána?

Þessi sami Björn hefur aukið framleiðslu Landspítalans um 23 % með niðurskurði. Ætli Steingrímur geti toppað þetta verði hann endurkosinn? Allavega þakkar hann sér allan árangur í ríkisfjármálum til þessa nema ef Jóhanna hafi gert eitthvað álíka ef marka má ræðurnar þeirra nýverið.

Við ætlum að byggja nýjan Landspítala með margra megawatta dísilrafstöðva varaafli, þar sem ein varaflstöð er uppsett til að vera til vara ef sú fyrsta bilar. " Og hefur ekkert verið til sparað" var máltækið hjá okkar forystumönnum í gamla daga þegar þeir voru að lýsa afrekum sínum á kostnað skattborgaranna. Nýi Landspítalinn þekur marga hektara og fólk verður að ferðast um á faratækjum en ekki lyftum frá einni stöð til annarrar. Enginn mannlegur máttur fær stöðvað þessar fyrirætlanir. Guðjón bak við tjöldin er búinn að ákveða þetta kannski með Gísla Marteini líka.

Á sama tíma getum við ekki endurnýjað búnað á gamla spítalanum vegna niðurskurðar. Flestur búnaður þarf minna pláss eftir því sem tækninni fleygir fram. Hversvegna þarf þá meiri steypu á undan lífsnauðsynlegum tækjum?

Einhver sagði að flest íslensk börn fæðist nú í útlöndum. Hér fæðast því fleiri börn af erlendum uppruna. Við höfum ekki lengur ráð á að veita Íslendingum heilbrigðisþjónustu. En útlendingum hinsvegar ótakmarkað og ókeypis. Enda streyma þeir inn meðan við streymum út.

Höfum við yfirleitt nokkuð efni á að lifa í þessu landi? 800 milljarða snjóhengjan vofir yfir okkur. Við getum aldrei borgað hana að óbreyttu. Háskólarnir okkar framleiða úrvals fólk til útflutnings. Þeir sem ekkert hafa að selja og sem enn hanga hérna með Birni Zöega, ómenntuðum útlendingum, öldruðum og öryrkjum eiga greinilega glæsta framtíð fyrir sér.
Hverjum eigum við að þakka þetta allt?


Neisti Guðbjarts

er búinn að kveikja bál sem er að koma berlegar í ljós með hverjum degi.

Þegar svona ríkisstarfmaður sem aldrei hefur rekið nokkurn hlut á að fara að stjórna apparati eins og heilbrigðismálum heillar þjóðar, er látinn hafa frítt spil, þá er ekki von að vel fari. Jafnvel Jóhanna Sigurðardóttir hefði getað varað hann við og þá af tvennum ástæðum.

Samanburðarfræði er nokkuð sem flestallir atvinnurekendur þekkja býsna vel. Og það þarf lítinn neista til að kveikja í púðurtunnu.

Það neistaði skyndilega af Guðbjarti, sem menn bjuggust þó aldrei við miklu af.


Er stjórnlagaráðkosningin gildra?

og lævís í þokkabót?

Er það virkilega svo eins og ég skil grein dr. Kristjáns Ingvarssonar í Morgunblaðinu í gær, að dirfist þú að svara til dæmis spurningunni um þjóðkirkjuna án þess að svara fyrstu spurningunni um hvort þú samþykkir tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni með nei, þá teljistu hafa samþykkt fyrstu spurninguna?

Þú getir verið með því að þjóðkirkjan skuli vera áfram þjóðkirkja en að tillögur stjórnlagaráðs skuli skoðast samþykktar í heild án þess að þú samþykkir það sérstaklega? Er þetta ekki dæmigert fyrir stjórnmálaferil Jóhönnu Sigurðardóttur? Viltu gosdrykk? Já eða nei. Viltu þá kók eða pepsi? Ef þú svarar seinni spurningunni þá hefurðu samþykkt að vilja gosdrykk segir dr. Kristján.

Þó mér hafi strax fundist spurningarnar allar svo heimskulegar að ég hafi ákveðið að sitja heima, þá vissi ég ekki að þær væru beinlínis hættulegar. Nú þori ég alls ekki að fara af ótta við að samþykkja eitthvað sem ég er á móti. Það á að leiða mig og fleiri í gildru eins og Catch 22.


Af hverju Þorsteinn?

Pálsson skrifar þú svona í Fréttablaðið:

"Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins kröfðust tafarlausra slita á aðildarviðræðunum þvert á samþykktir landsfundar flokksins sem gerðar voru með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þeir telja klókara að höfða fremur til flóttafylgis VG en frjálslyndari vængsins í eigin flokki. Um leið virkar þetta eins og vandræðalegt ákall til VG um björgun frá einangrun..."

Ég var á Landsfundinum og sá þig ekki þar. Þar var eftirfarandi samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða:

"Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. "

Hvaða frjálslynda væng ertu að tala um? Þessi örfáu sem voru á móti?

Það sem það versta er við þetta, er að svona rangupplýsingar í stærsta fjölmiðli landsins leiða til þess að óhjákvæmilega stór hluti lesenda trúir þessu því hann treystir því að Þorsteinn Pálsson halli ekki réttu máli. Trúir því þá heldur að formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson sé að hunsa samþykktir Landsfundar þegar hann kemur fram á Stöð2 og kynnir afstöðu Landsfundar til aðildarviðræðanna.

Af hverju gerir Þorsteinn Pálsson þetta hafandi verið formaður í þessum Sjálfstæðisflokki?

Einhver hefði sagt einhvern tímann: "Svona gerir maður ekki."


Hægri grænir

það er margt til í því sem þið segið.

Þessi er samantekt ykkar á vandanum sem velferðarstjórnin hefur skilað okkur, þó hún hafi langt í frá verið ein um að skapa hann:

1. Hæstu vextir á byggðu bóli.

2. Hæsta verðbólga í heimi.

3. Hæstu skattar heimsbyggðarinnar á Íslandi.

4. Hátt atvinnuleysi.

5. Gjaldeyrishöft.

6. 1000 milljarða snjóhengja aflandskróna.

7. Óréttlát, fáránleg og hugsanlega ólögleg verðtrygging húsnæðislána.

8. Sjálftaka og ógegnsæi stjórnvalda í algleymingi.

9. Bankakerfi í eign erlendra vogunarsjóða.

10. Stjórnvöld í stríði við allar helstu atvinnugreinar landsins.

11. Hæsta skuldsetning vestræns ríkis viðað við verga þjóðarframleiðslu.

12. Rústun heilbrigðiskerfisins.

13. Mesti fólksflótti ríkisborgara vestræns ríkis, mældur í heilum prósentustigum.

14. Elítan með verð- og ríkistryggðan lífeyri á meðan almenningur étur það sem úti frýs.

Þetta eru margt staðreyndir sem ekki verður á móti mælt. Þetta munið þið hægri grænir ekki lagfæra þó svo ólíklega vilji til að þið næðuð inn einhverjum einum kalli eða svo. Hver dauð prósent ykkar eyðileggja fyrir Sjálfstæðisflokknum og rýra möguleikana á að hrinda illfyglunum af þjóðinni.

Ég vildi að þið gætið unnið með Sjálfstæðisflokknum og sveigt stefnuna eitthvað til þess sem þið viljið. Maður fær aldrei allt sem maður vill en maður getur haft áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn vill margt það sama og þið. Hvernig gætum við sameinað kraftana en ekki sundrað? Hvert prósent sem liggur dautt er vatn á myllu eyðingar-og landráðaaflanna

Sitji núverandi ríkisstjórn áfram til dæmis með tilkomu Framsóknar eða fleiri afla, þá mun ekkert af þessum framantöldu atriðum breytast til batnaðar.

Nái Sjálfstæðisflokkurinn þeirri stöðu að ná inn 28 þingmönnum getur þetta tæplega gerst. Dauð atkvæði hjálpa þar ekki til

Hægri grænir njóta samúðar margra svo mikið er víst. Það er mikil ólga innan Sjálfstæðisflokksins þar sem margir eru svipaðra skoðana og fram koma hjá hægri grænum. Framboð þeirra kemur af óþolinmæði yfir því að geta ekki fengið þessi mál nógu afgerandi fram.

Í stórum stjórnmálaflokki tekur á taugarnar að komast ekki lönd né strönd með sínar skoðanir. Um sumar nær maður samstöðu. Maður reynir bara og reynir.
Ef maður er óþolinmóður gefst maður upp.

Hér á árum áður var gert kosningabandalag sem var kallað hræðslubandalagið. Það virkaði einhvern veginn þannig að öll atkvæði nýttust flokkunum sem að því stóðu. Af hverju er þetta ekki hægt að athuga tæknilega milli hægri grænna og Sjálfstæðisflokksins til þess að atkvæði tapist ekki. Dauð atkvæði gætu orðið til framlengingar lífdaga "norrænu velferðarstjórnarinnar" sem nú situr .

Gaman væri að fróðir menn tækju tæknimál þessa til athugunar. Við megum ekki tapa fólkinu í hægri grænum út í einhverja eyðimörk og limbó því þetta er vel meinandi fólk sem vill leggja þjóðinni lið eins og fólkið í Sjálfstæðisflokknum sem má treysta að muni aldrei selja fullveldið fyrir 28 silfurpeninga slegna í Evrópu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband