Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
21.1.2013 | 21:41
Eitt er að húkka
svindlarana. En annað er að ná peningunum af þeim.
Í stórfréttum var sagt fra árangri okkar góðu skattyfirvalda við að grípa skattsvikara. Þar stendur m.a.:
"Rúmlega tuttugu milljarðar hafa skilað sér í ríkiskassann vegna rannsókna skattayfirvalda á fjármálagjörningum í aðdraganda hrunsins. Tugir mála hafa verið sendir til sérstaks saksóknara....
....Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins og uppgjör á þrotabúum fallinna banka og fyrirtækja vörpuðu jafnframt ljósi á margt sem áður hafði verið hulið.
Ein þeirra aðferða sem skattayfirvöld beittu var að skoða notkun á erlendum greiðslukortum hér. Í mörgum tilfellum eyddi fólk háum upphæðum hér með erlendum kortum, -stundum tugum milljóna, - þótt tekjurnar samkvæmt skattframtali viðkomandi væru litlar.... voru skattar viðkomandi endurákvarðaðir.
Svo hafa menn líka skoðað svokallað framvirka samninga....
Oft voru þessir samningar þannig að ef bankinn græddi var samningurinn framlengdur fram í rauðann dauðann og enginn þurfti að borga. Tapaði bankinn hins vegar var hagnaðurinn greiddur út. Oft fórst hins vegar fyrir hjá viðkomandi að gefa gróðan upp til skatts.....
Árið 2009 innheimti Ríkisskattstjóri um 2,9 milljarða króna í gegnum rannsóknir og endurálagningu. Árið 2010 fór þessi upphæði í 3,8 milljarða og upp í sex milljarða 2011. Í fyrra innheimtust 7,5 milljarðar. ...
Á fjórum árum frá hruni hafa því komið tuttugu milljarðar í ríkiskassann í gegnum rannsóknir skattayfirvalda. Þessi upphæð, -endurheimt skattsvikafé, -er svona álíka og kostar að grafa Norfjarðargöng, Súðavíkurgöng, - Og Dýrafjarðargöng - á einu bretti."
Ég velti fyrir mér hvort enginn af þessum svindlurum hafi farið á hausinn? Gátu þeir allir borgaða bara si sona? Hefur þetta fé raunverulega skilað sér?
Eða vantar í fréttina hvernig þetta hafi allt innheimst? Eða er þetta þáttur í kosningaáróðri til að upphefja snilld ríkisstjórnarinnar? Og upphefja dugnað Steingríms J.?
Það er ekki svo mörgum til að dreifa sem völsuðu út og inn úr landi með útlend kreditkort og höfðu peninga til að eyða. Hverjir eru þessir aðilar? Hvað hafa þeir borgað til baka?
Getum við byrjað að grafa Vaðlaheiðargöngin fyrir gróðann?
Eða er eitt að húkka svindlarana og annað að ná peningunum?
21.1.2013 | 09:04
Krónan okkar
kemur í hugann þegar maður rifjar upp snilldarkvæði Megasar :
Gamli sorrí Gráni
er gagnslaus og smáður
gisinn og snjáður
meðferð illri af.
Hann er feyskinn og fúinn
og farinn og lúinn
og brotinn og búinn að vera
hann er þreyttur og þvældur og
þunglyndur spældur
og beiskur og bældur í huga.
Gamli sorrí Gráni
er gagnslaus og smáður
gisinn og snjáður
meðferð illri af.
Hann er beygður og barinn
og brotinn og marinn
og feigur og farinn á taugum
hann er knýttur og kalinn
og Karoni falinn
ó hvað hann er kvalinn af öllum.
Gamli sorrí Gráni
er gagnslaus og smáður
gisinn og snjáður
meðferð illri af.
Það eru því góð tíðindi til að gleðjast yfir að SA og ASÍ eru að ná samkomulagi um einhverskonar þjóðarsátt. Það góða fólk sem þar er í forystu sér að kauptaxtahækkanir éta sjálfar sig upp á augabragði í verðhækknum. Og athyglisvert er að þeir ná saman án aðkomu ríkisvaldsins sem þeir virða ekki lengur viðlits vegna fyrri lyga og svika. Báðir sammála!
Og á hvern er skuldinni skellt? Auðvitað á gamla sorrí Grána.Krónuna öðru nafni. Kratarnir vilja slátra honum og fá að sitja í einhverjum stórum þýskum lúxusvagni sem stríðaldir spænskir, grískir og irskir góðhestar draga. En af hverju er gamli Gráni svona sorrí? Hverjir bera ábyrgðina á meðferðinni?
Ef við Íslendingar bærum gæfu til að ná saman um að hjúkra Grána gamla með samstilltu átaki myndi margt gerast. Verðtryggingarumræðan myndi hjaðna. Kjör fólksins myndu batna. Hægt í fyrstu en síðan með vaxandi þunga. Gengið myndi styrkjast og verð lækka.
Hvað þyrfti til?
Það þyrfti þjóðarvakningu til svipað og Einar Oddur og Guðmundur Jaki stóðu fyrir á fyrri tíð. Þeir drógu ráðalaust ríkisvaldið þá á eyrunum að borðinu og það varð að spila með. Þeir töluðu stöðugt fyrir þjóðinni á fundum og í fjölmiðlum og hömruðu járnið stöðugt. Eru þeirra líkar ekki einhversstaðar finnanlegir? Okkur vantar þá núna.
Ef ASÍ og SA beindu núna afli til þess að setja upp verðlagseftirlit í samvinnu við fjölmiðla. Fylgjast með verðlagi á öllu. Taka forstjóra miskunnarlaust í sjónvarpið sem hækka þjónustu og láta þá útskýra hversvegna. Hvetja almenning þannig til að láta þessa aðila finna fyrir því. Sama yrði gert við verslunina. Hvað kostaði þessi hlutur á áramótum, hvað kostar hann núna? Útskýrðu þetta. Hvað hefur hann Gráni gert þér?
Þegar við værum öll farin að vanda okkur með krónuna, yrði strax léttara að lifa eftir einn mánuð, tvo mánuði, þrjá mánuði. Lánin hættu að hækka. Nýkjörið ríkisvald myndi svo taka til við að kljást við óvini fólksins sem eru fjármálafyrirtækin og lífeyrissjóðirnir sem reyna að skrúfa allt í botn sem þau geta. Fylgjast með af hörku og vonandi leiðrétta gamlar syndir þessara aðila. Almenningur stöðugt væri á verði og fylgdist með frábrigðum. Samtökin myndu miðlægt senda út fréttir af þeim sem eru óvinir Grána og neyða þá til að játa syndir sínar og iðrast opinberlega.
Verðbólgan færi niður, verðtryggðu lánin myndu hætta að hækka. Síðan kæmi ríkisvaldið með áþvingaða lækkun sem allri þrá nema óvinir fólksins. En þeir yrðu látnir með góðu eða illu taka þátt í baráttunni. Eftir eitt ár væri margt orðið svo mikið öðruvísi að enginn getur séð það fyrir sér á þessari stundu.
Krónan okkar er gamli sorrí Gráni. Ef honum er gefið og klappað mun hann hressast. En þá verður skilanefndaaðallinn og fjárplógarnir líka að taka þátt. Þeir gera það ekki nema þeir séu beittir hörku og kastljósinu beint að þeim.
Það er krónan sem allt kemur til að velta á þegar hjólin taka að snúast aftur.
20.1.2013 | 11:45
Þeir eru vandamálið
en ekki lausnin,formannsframbjóðendurnir í Samfylkingunni fyrrum í Alþýðubandalaginu sem þöndu fáka sína á Sprengisandi með Sigurjóni.
Þeir halda því eignilega báðir fram að ekki hafi í raun verið hægt á aðildarviðræðunum heldur bara sé meiningin að þjóðin ræði ekki málið í kosningabaráttunni svo það trufli ekki þjóðina að mér skildist og raunar líka þegar ég hlustaði á Össur í Kastljósi. Hægingin á viðræðunum væri sjónarspil til að slá ryki í augu kjósenda.
Guðbjartur hélt því blákalt fram að stjórnin hefði verið að vinna að nýsköpun. Jón Daníelsson hélt því hinsvegar fram í sama þætti að Íslendingar væru sjálfir að eyðileggja sig með gjaldeyrishöftum og bólumyndun lífeyrissjóða með 120 milljarða og annarra sparenda upp á 80 milljarða. Formannsframbjóðendurnir gátu hvorugur komist frá þessum spurningum öðru vísi en að eina lausnin sem þeir sæju væri að ganga í ESB.
Hvorugur gat hinsvegar tímasett hvenær lausnin kæmi, hversu langur tími myndi líða frá því að þeir gætu látið landið ganga í sambandið þar til að hér kæmi evra og allt í lagi. Líklega hafa þeir bara ekki hugmynd um það sjálfir. Fyrir liggur bara að þeir sjá ekkert framundan nema framlengingu hafta og píslir þar til að Íslendingar sjá ljósið og ganga í ESB. Þeir eru bara einsmáls flokkur.
Það er nákvæmlega sama hvor verður formaður í þessum afturhaldsflokki Samfylkingunni. Verði hann endurkosinn til valda á Íslandi ríður það þjóðinni að fullu efnahagslega um mörg ókomin ár. Hann er sjálfur vandamálið en ekki lausnin. Það gildir þess vegna einu hver kosinn verður, Árni Páll eða Guðbjartur.
19.1.2013 | 23:14
Hægri grænir
eru flestir Sjálfstæðismenn að eigin sögn að hugsjónagrundvelli.
Þeir sætta sig hinsvegar ekki við fylgisspekt móðurflokksins við kvótakerfið eða linku í að taka afstöðu með heimilunum í landinu. Ennfremur finnst þeim verulega á skorta að sjálfstæðisflokkurinn sé afgerandi í fjármálastefnu. Þetta er það sem ég skynja af stuttri skoðun. Vera kann að mér yfirskjótist margir þættir. En einhversstaðar verður að byrja.
Það er nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að líta í eigin barm og spyrja sig hvort við séum að gera allt rétt? Erum við ekki í samkeppni um sálir fólksins? Verðum við ekki að ná samhljómi við fólkið í landinu?
Því hef ég verið að dunda við að reyna að skoða stefnuskrár annarra flokka til samanburðar og að reyna að draga einhvern lærdóm af hvað það er sem fælir fólk frá okkur. En er það ekki greinilegt að okkar Sjálfstæðisflokkur gengur ekki sem skyldi miðað við þá skelfingu sem ríkisstjórnin er búin að afreka í vonbrigðum gagnvart þorra landsmanna? Því miður finnst mér að svo sé.
Við vitum það að margir forystumenn okkar hafa fælingaráhrif persónulega vegna þess að þeir flækjast í fjármálagerninga frá því fyrir hrun. Það skiptir ekki neinu máli í áróðurstríðinu hvort það er með réttu eða röngu. Þetta er notað gegn okkur og heildaráhrifin nema einhverjum atkvæðum. Kannski prósentum á landsvísu.
Enginn er auðvitað hafinn yfir alla gagnrýni nema nýfædda Jésúbarnið. Frá vöggu til grafar göngum við um heimsins hálagler. Breysk og hrasgjörn. En í stjórnmálum erum við að reyna að leita lausna fyrir okkur sjálf sem geta létt okkur gönguna frá vöggu til grafar. Ófullkomin sem við erum.
Um þessar mundir er alvarleg staða uppi í fjármálum þjóðarinnar. Snjóhengjan vofir yfir okkur og flestum sýnist fátt um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar okkar. Hefur hún líka hugsanlega takmarkaðan skilning á vandanum af því að hún lifir frekar í einhverju Sjangríla sinna ESB-hugmynda sem muni í fyllingu tímans taka allan þennan beiska kaleik frá okkur heldur en í veruleikanum?
En hvað ætla þá aðrir að gera ef þessi ríkissstjórn verður kosin frá í apríl? Höfum við heyrt eitthvað afgerandi?
Ég er búinn að stúdéra Dögun dálítið. Margt gott hjá þeim finn ég sem vert er að skoða. Björt framtíð er hinsvegar greinilega ekki tilbúin með neitt bitastætt á heimasíðunni. En hana segja skoðanakannanir að allir ætli að kjósa. Út á hvað?
En hvað eru þá til dæmis hægri-grænir, X-G, að segja?
Af stefnuskrársíðunni þeirra hægri-grænna kemur eftirfarandi:
" Ríkisdalur er lausnin
Losa verður gjaldeyrishöftin og koma á efnahagslegum stöðugleika. Gera ríkisdal aftur að lögeyri og festa gengi hans við bandaríkjadal. Bandaríkjadalur er aðalviðskiptamynt Íslands og mest notaði gjaldmiðill veraldar. Öllum íslenskum krónum, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, o.s.frv. yrði skipt út fyrir ríkisdal. Gengi ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum, stöðugleiki næðist, en peningastjórnin í okkar höndum.
Losun gjaldeyrishafta
Eigendum gömlu aflandskrónanna og erlendu hrægammasjóðunum yrðu boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna: a) að skipta yfir í ríkisdal með 95% afföllum, eða b) skipta á aflandskrónugengi í 35 ára afborgunarlaust skuldabréf, útgefnu í bandaríkjadölum, á mjög lágum vöxtum. Ef erlendu hrægammasjóðirnir vilja ekki þiggja þetta boð, þá verði þeim gert að greiða vexti á innistæðum sínum, en t.d. bankar í Sviss rukka einmitt geymslugjald fyrir fé sem þeir varðveita. Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað. Peningana, sem koma í ríkissjóð með útgáfu skuldabréfsins, má nota til þess að borga niður skuldir ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar fjárfestingar og uppbyggingu hér á landi. Líta verður á aflandskrónurnar sem sérstakt tækifæri, snúa verður taflinu við og veita erlendum hrægammasjóðum makleg málagjöld. Það tæki 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk.
Hrægammana burt
Stærstu kröfuhafar Kaupþings og Glitnis eru hrægammasjóðir. Þeir keyptu kröfurnar í þrotabúum gömlu bankanna á allt að 97% afföllum eftir fall þeirra. Heildareignir hrægammasjóðanna nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna eða því sem nemur rúmlega einni landsframleiðslu Íslands. Neita verður hrægammasjóðunum um nauðarsamninga og greiða allar kröfur út í krónum. Krefjast upprunavottorðs fjármagns og fulla upplýsingaskyldu um alla endanlega eigendur, nafn og heimilsfang. Banna verður erlendum hrægammasjóðum í skattaparadísum að eiga í íslenskum fjármálafyrirtækjum....."
Er þetta eitthvað út í loftið? Eða er þarna talað af þekkingu á vandanum? Getur enhver tekið þetta fyrir sviga og sagt kost og löst á þessu djarfa plani? Er þetta ekki allavega djarfara útspil en við heyrum daglega?
Einu sinni var skellt á hér eignakönnun og peningaskiptum að undirlagi kommúnista minnir mig. Þeir sem áttu ólöglegt fé gátu keypt sér þrjátíuára birgðir af brennivíni eða eitthvað álíka varanlegt. Annað fé varð ónýtt. Við skiptum líka um mynt undir Gunnar Thoroddsen án eignakönnunar þó. það gekk fljótt fyrir sig. Það er sú króna sem við notum í dag. Man einhver hina?
Nú eru uppi aðrir tímar. Allar skattstofur eru tengdar beint ínn í bankana svo furðulegt sem það auðvitað er. Meðal siðaðara þjóða eru yfirleitt þrenn leyndarmál virt. Bréfaleynd, Bankaleynd og Ríkisleynd. Allt þetta skilja ekki íslenskir skrælingjar sem fótum troða þetta allt. Stela pósti bótalaust og leka leyndarmálum þjóðarinnar. En þjóðfélagið samt er allt miklu skráðara og skjalfastara en það var á dögum fyrri peningaskipta. Því er margt auðveldara en var þá.
Hægri-grænir virðast vilja endurtaka leikinn með þeirri aukaverkun að öll snjóhengjan og hrægammasjóðirnir verði hreinsaðir út. Og þeir ætla að gera breytingar í sjávarútvegi að því að þeir segja.
Býður einhver betur? Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera? Hafa óbreytt kvótakerfi? Gera ekkert afgerandi í verðtryggðu lánum heimilanna? Hvað ætlar hann að gera í virkjanamálum? Ætlar hann bara að borga vogunarsjóðunum? Hefur hann lausnir í haftamálunum eða snjóhengjunni?
Getur Sjálfstæðisflokkurinn komið frá næsta landsfundi með eitthvað almennt orðað kliðmjúkt plagg um að flokkurinn vilji efla og styrkja guðskristni og heiðarleika, gagnsæi og blablabla? Mun ekki fólkið núna spyrja gallharðra spurninga?
Fáist ekki greið svör og djörf framganga er þá ekki tvísýnt um gengi flokksins í kosningunum í apríl? Vantreystir fólkið okkur og okkar fólki? Dregur fólkið heiðarleika og einlægni Sjálfstæðisflokksins í efa?
Getum við látið sem hægri grænir séu ekki til?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.1.2013 | 21:10
Og makríllinn
fer að 95 % til Norðmanna og ESB. Hvað eigum við að gera þegar hann ræðst in í lögsöguna okkar? Biðja ESB um leyfi? Biðja hann að fara? Kaupa meiri losunarheimildir af ESB ?
Heimsk skepna þessi makríll að vita ekki að ESB er búið að ákveða hvert hann á að fara.
19.1.2013 | 21:06
Erum við svo heimsk?
að við getum látið Össur utanríkisráðherra koma í sjónvarpið og segja okkur að hann sé búinn að koma því svo fyrir að við þurfum ekkert að láta ESB-aðildarumsóknina trufla okkur eða þvælast fyrir í kosningunum af því að hann hafið látið taka út 4 kafla af 22 til að hægja á umsókninni. Það verði því kosið um þetta allt annað sem máli skiptir af góðum málum ríkisstjórnarinnar.
Auðvitað veit ég að við fólkið erum bara fífl eftir skilgreiningu þrælklárs markaðsmanns. En ég vissi ekki að við værum alveg svona vitlaus. Nú veit ég það hinsvegar eftir að hafa hlustað á hinn innblásna frelsara okkar Össur Skarphéðinsson í annað sinn í Kastljósinu.
Við getum bara ekkert gert í því. Við erum bara svona heimsk og vitlaus.
19.1.2013 | 00:02
Fjárlagahalli í samhengi
kemur fram í bandarískum brandara sem mér var sendur.
* Skattekjur Bandaríkjanna: $ 2,170,000,000,000
* Fjárlög : $ 3,820,000,000,000
* Skuldaaukning: $ 1,650,000,000,000
* Þjóðarskuldir: $ 14,271,000,000,000
* Nýlegur niðurskurður $ 38,500,000,000
Tökum átta núll af og segjum að þetta sé heimilisbókhald þitt:
* Árstekjur: $ 21,700
* Eyðsla fjölskyldunnar: $ 38,200
* Nýr Yfirdráttur á kortinu þínu: $ 16,500
* Eldri Skuld á kortinu þínu: $ 142,710
* niðurskurður þinn á eyðslu $ 38.5
Þetta er staða heimilisins. Augljóst?
Önnur leið til að skilja þetta skuldaþak:
Þú kemur heim og skolleiðslan er stífluð. Húsið þitt er proppfullt af manna og og klóakafurðum.
Hvort áttu að lyfta þakinu svo þú komist fyrir í húsinu eða fara að moka út?
Hvernig er íslenska dæmið?
18.1.2013 | 12:02
Vahöll veðsett
segir í frétt DV.
" ...Líkt og komið hefur fram hefur Jónmundur veðsett höfuðstöðvar flokksins, Valhöll, upp á vel á annað hundruð milljónir króna eftir að hann tók við starfinu um sumarið 2009. Þetta kemur fram á veðbókarvottorði hússins sem stendur, líkt og kunnugt er, við Háaleitisbraut í austurhluta Reykjavíkur. Þetta fé er þó ekki notað í endurgreiðslu á styrkjunum heldur rekstrartekjur flokksins og segir Jónmundur að 18 milljónir af þessum 55 hafi verið greiddar til baka á síðustu þremur árum. "
Við sem munum byggingu Valhallar þegar Albert Guðmundsson veifaði skóflunni og lét alla sem hann þekkti, bæði Framsóknarmenn og flokkshesta, leggja til byggingarinnar, óraði ekki fyrir því að einhverntíman kæmu að húsinu fólk sem myndi veðsetja húsið til lausnar á einhverjum skammtímavandamálum.
En nú er sú tíð komin að formaður flokksins hefur gert margar ráðstafnir þvert á vilja margra flokksmanna. Ákvað á sitt einsdæmi að ráða Jómund Guðmarsson framkvæmdastjóra flokksins, borga þrotabúum í jafnvel í eigu vogunarsjóða til baka löglega fengna styrki og samþykkt Icesave III sem þjóðin hafnaði. Allt ráðstafannir sem menn hafa hvergi nærri kyngt né gleymt ennþá. Samfylkingin endurgreiddi ekki krónu af samskonar styrkjum til samanburðar og engum þótti neitt að því. Bara Gulli sem geldur fyrir dugnaði sinn við að safna styrkjunum.
" Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að langtímalán sem flokkurinn hefur tekið tengist ekki endurgreiðslu á styrkjunum sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk frá FL Group og Landsbankanum árið 2006 heldur séu þeir endurgreiddir með rekstrartekjum flokksins. " Umrætt langtímalán tengist á engan hátt endurgreiðslu styrkjanna. Almennar rekstrartekjur flokksins eru nýttar til endurgreiðslu styrkjanna, " segir Jónmundur í svari í tölvupósti við fyrirspurn DV um málið...."
Úr því að þetta tengist ekki daglegum rekstri flokksins þá spyr ég sem gamall verkamaður í víngarði Alberts, flokkshestur og fjárbetlari: Til hvers þurfti Jónmundur að veðsetja Valhöll?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2013 | 22:06
"Samfellt rugl"
var lýsing Davíðs Oddssonar í viðtali við Björn Bjarnason á ÍNN í kvöld á frumvarpinu til stjórnarskrár sem fyrir þinginu liggur. Þetta var niðurstaða hans eftir að hafa farið vandlega í gegnum allt málið og ferli þess.
Flest mál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur fengu falleinkunn hjá Davíð vegna lélegs undirbúnings mála og skorts á samheldni stjórnarliða. Illindi og átök væri líka megineinkenni Jóhönnu Sigurðardóttur sem stjórnmálamanns. Um það atriði kvaðst Davíð vera ágætlega dómbær.
Það sem þjóðina myndi hinsvegar skorta mest um þessar mundir til að feta sig úpp úr öldudalnum væri stöðugleikastjórn em menn gætu treyst. Núverandi ríkisstjórn væri rúin trausti sem lýsti sér í því að enginn treysti orðum hennar lengur.
Davíð rakti í ítarlegu máli hvernig þjóðmálin horfðu við honum af ritstjórastólnum. Og það er ekki heiglum hent að finna á málflutningunum snögga bletti með rökum. Til viðbótar átti húmoristinn Davíð erfitt með að bæla niður hlátur sinn þegar hann var að lýsa basli stjórnarinnar og einstakra fyrirmanna enda klaufagangurinn yfirþyrmandi sem flestir aðrir en hreintrúaðir sjá að við blasir. Aðgangurinn á stjórnarheimilinu með síendurteknum borttrekstri Jóns Bjarnasonar og hægingu á strönduðum viðræðum samtímis fríverslunarbrölti við Kínverja og þriggja mánaða rammaáætlun, er auðvitað sprenghlægilegur grannt skoðað. Nema auðvitað þegar það er athugað að það er þjóðin sem borgar skemmtanaskattinn.
Ég hlakka eiginlega mest til að hlusta á skrækina í stjórnlagaþingsmönnunum næstu daga. Þaðan kemur líklega hljóð úr horni. Eða þá Evrópusambands aðildarsinnunum. En Davíð flysjaði allt aðildarferlið inn að beini með rökvísi og yfirvegun.
Það var andlegt steypibað að hlusta á Davíð fara yfir málin frá sínu sjónarhorni. Það er ekki út í bláinn þegar í ljós kemur í skoðanakönnuninni hér á síðunni til hliðar að Davíð nýtur nærri fjórfalds trausts aðspurðra en næstu framámenn. Meira en þrefalds ef skörungarnir Jóhanna eða Steingrímur eru meðtalin. Það er líka auðskiljanlegt hverjum sem hlustar með opnum huga.
Það verður fjör á Útvarpi Sögu á morgun þegar
stöðin fer að verja "samfellda ruglið" frá stjórnlagaráðinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.1.2013 | 09:01
ESB kosningamál?
segir forsætisráðhera. Hugsanlegur arftakinn Árni Páll tekur undir ásamt fleira fólki úr Samfylkingunni. Þetta á að vera úrslitaatriði í samstarfi við aðra flokka.
Kyndugt er það að sjá að Árni Páll segir það jafngilda lokun landsins að vera á móti aðild. Það sé að taka sér stöðu með einangrunarsinnum á móti veröldinni. Merkilegt er það að Samfylkingin skuli ekki hafa gert sér ljóst að ESB er í eðli sínu tollabandalag 27 ríkja gegn afganginum af heiminum þar sem hundrað þjóðir aðrar búa. Það er því argasta öfugmæli að halda því fram að þeir sem vilja standa utan þessa tollabandalags séu einangrunarsinnar. Hver maður hlýtur að sjá að utan bandalagsins er meirihluti heimsins. Þeir sem vilja ekki ganga í tollabandalagið vilja vera frjálsir að því að eiga bestukjara viðskipti við þá sem við okkur vilja skipta. Þeir vilja vera heimsborgarar en ekki undirsátar í embættisveldi Brussel.
Þetta er furðulegri afstaða til viðskiptafrelsis en mögulegt fyrir mig að skilja. Hvernig má það vera einangrunarstefna að vilja ekki fela öðrum 27 Evrópubandalagsþjóðum forræði sinna mála í verslun og viðskiptum meðan 85 % heimsbyggðarinnar stendur utan bandalags þeirra?
Það er útaf fyrir sig ágætt að það fólk sem uppgefið er á sjálfu sér og forræði eigin mála og er hætt að trúa á landið sitt og sjálfstæði þess skuli sameinast um þetta grunnatriði sem er Evrópusambandsaðild. Aðrir flokkar geta þá einbeitt sér að tala um þau mál sem á sjálfum brenna þegar þeir eru búnir að gera hitt málið upp við sig. Það þarf ekki að eyða orðaskiptum við grammifónsplötu sem hjakkar alltaf í sömu rákinni og endurtekur sig í síbylju, ESB,Esb..esb.... Að vísu virðist þá gruna að þeir þurfi að hægja á plötunni sinni þegar Össur sér að að tilveran kunni að snúast um annað. Það tók gamla komma á Þjóðviljanum langan tíma í gamla daga að gera upp við sig að Sovétríkin væru ekki á vetur setjandi þótt Rússagullið væri ljúffengt. Vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig í þetta sinn og dreifa athyglinni frá raunveruleikanum.
Það er bara fínt að hafa ESB sem eina kosningamál Samfylkingarinnar og úrslitaatriði fyrir stjórnarsamstarfi eftir kosningar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko