eins og voru rekin í Kóreu, VietNam, tvisvar í Írak, Afgahnistan, Serbíu, Lybíu og nú næst Sýrlandi hafa varla afgerandi áhrif í veraldarsögunni. Atómsprengjurnar á Hírósíma og Nagasaki höfðu afgerandi áhrif. Menn fóru gætilegar lengi á eftir. Þjóðverjar sem upplifðu eldstormana í Hamborg og Dresden hafa dýpri skilning á afleiðingum hernaðar en margir aðrir. Menn fara í stríð til að drepa þá sem þeim er sagt að séu vondir andstæðingar. Talíbanar eru vondir og það var skiljanlegt að Ameríkanar vildu drepa slatta af þeim í staðinn fyrir 911. Osama var þeirra verstur og það er búið að kála honum án þess að hans sé sárt saknað.
"Ég vissi ekki að það væri hægt að skipta á sigri og ígildi sigurs" sagði McArthur þegar Truman sparkaði honum út úr Kóreu. Kallinn var talinn fara of langt í stríðsrekstrinum. En svo er það víst.Stríð eru rekin í allskyns tilgangi og venjulega er logið skipulega og óstjórnlega að fólki um ástæðurnar.
Bretar og Bandaríkjamenn bjuggu til ástæður fyrir því að ráðast aftur á Írak og létu okkur trúa. Ástæðurnar sönnuðust ekki þegar allt var afstaðið. Eigum við að trúa þeim aftur? Nú finnur ESB upp ástæður til að skipta sér af Sýrlandi og meirihluti bandalagsþjóðanna 27, Bretar og Frakkar, ætla að selja þeim vopn hvað sem Össur segir um lýðræðið þar innan sambandsins. Og ekki stóð á því að Rússar ætli að sjá til þess að metin verði ekki ójöfnuð fyrir Assad.
Er ekki Assad augnlæknir löglegt stjórnvald sem berst við að koma á friði í landi sínu? Voru ekki bæði Hússein verkfræðingur og Gaddafi offursti fullfærir um að stjórna sínum ríkjum og friða án afskipta okkar? Af hverju má morðinginn Mugabe vera við völd í Rhódesíu? Af hverju sprengjum við Íslendingar hann ekki í loft upp?
Fáum við nokkuð annað fyrir þessi hernaðarbrölt okkar en fleiri hæliseitendur frá þessum löndum? Vesturlönd og Páfinn neituðu að taka við Gyðingum af Þjóðverjum. Af hverju eigum við að taka við flóttamönnum frá styrjaldarsvæðum? Er Páfinn svona afgerandi verri en við?
Stríð sem er rekið í einhverju hálfkáki er í mörgum tilvikum dulbúið gróðabrall. Var ekki olíunni bara stolið af Írökum? Svo eru smástríð úrvalstilraunir með vopn og stríðstækni. Alvörustríð eru háð til að drepa fólk. Hálfstríð eru meira viðskiptalegs eðlis.