Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Vor í lofti

fannst mér í morgun eftir að horfa á tréin í Tungunum í óða  önn að laufgast. Og það jók á stemninguna að hlusta á Sigmund Davíð ræða um áform ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir land og lýð. Þessi ungi maður virðist hvergi hvika í einlægni sinni við þessi markmið. Já það er sannarlega vor í lofti þegar þessi nýja ríkisstjórn er tekin við. Í stað venjulegs bölmóðs og svartsýni er komin von í vorið.

Áður hafði maður hlustað á Helga Hjörvar og Ragnheiði Ríkharðsdóttur ræða skattmálin. Þar leiddist með skýrum hætti fram hinn hugmyndafræðilegi munur á stjórnlyndi og frjálsyndi sem stjórnar stjórnmálafstöðu fólks. Hinir frjálsyndu vilja fela fólkinu sem mest útlausn eigin mála og ráðstöfun síns aflafjár. þeir vilja ekki að umhverfið dragi úr framtaki fólksins og þeir vilja leggja meiri áherslu á sköpun verðmæta en skiptingu sífellds skorts.

Orð og málflutningur forsætisráðherrans okkar um auknar framkvæmdir og einföldun eftirlitskerfanna vekja mér væntingar um vor í lofti og vænni tíð.


Er þetta það sem koma skal?

spyr maður sig eftir að hafa horft á þau myndbönd sem sjá má undir þessum heitum á www.youtube.com

http://www.youtube.com/watch?v=psZBaJU_Cvo
 http://www.youtube.com/watch?v=GBbQyjkP4ZE
http://www.youtube.com/watch?v=84jaHajsoiA

Ætla Íslendingar virkilega að kalla svona vandamál yfir sig með samskonar andvaraleysi  og Bretar gerðu?

Gerðu Bretar sér hugmyndir um það þegar gert var, að þessi yrðu niðurstaðan? Að flokkar inflytjenda neiti að hafa sömu lög og gistiþjóðin og krefjist þess að hún semji sig að þeirra siðum?

Er það þetta sem koma skal á Íslandi?


Stefna í málefnum hælisleitenda

virðist vera sú að sem allra flestir fái að ílendast hér.

Erum við Íslendingar að reyna að koma okkur upp þjóðfélagi sem leiðir til kynþáttastríðs eins og við erum að horfa upp á í Bretlandi og í Svíþjóð um þessar mundir?

Af hverju má þjóðin ekki segja álit sitt á fjölmenningarstefnunni sem virðist hafa yfirhöndina um þessar mundir?  

Þurfum við ekki skýra stefnu í málefnum hælisleitenda? 


50 Króatar

fá far með flugvél á kostnað ríkisins vegna þess að þeir komu sér hingað og ætluðu að taka hér hús á þjóðinni án þess að fá leyfi hjá okkur til þess.

Hvernig væri að fylla vélina með fleirum sem hingað eru komnir á sama hátt?  

Af hverju bara 50 Króatar?


Trúverðugir

fannst mér þeir vera í Kastljósinu hjá Seljan, formennirnir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson.

Þeir komu mér fyrir sjónir sem einbeittir ungir menn sem eru staðráðnir í því að láta gott af sér leiða. Þeir voru hófsamir í málflutningi og létu spyrilinn ekkert fara með sig þó að hann reyndi eftir sínu eðli allt hvað aftók að flækja Bjarna í einhverjum orðum sem hann hafði látið falla á fundum í kosningabaráttunni og reyna að heilda það við stjórnarsáttmálann. Sem auðvitað stendur sjálfur fyrir sínu og hefur ekkert með liðna tíða að gera.  En  það er snarpt sem hundstungan ekki finnur. Og þannig gengur dælan hjá fyrrum ráðherrunum, Steingrími og Össuri. Allt í mínus að þeirra mati.

Því miður verðum við að hlusta á Steingrím J.enn eitt árið á þinginu. Ég vona að okkar menn láti vera að elta ólar við bullið í honum og hreinlega svari honum ekki. Þessi maður á ekki skilið að við hann sé talað í alvöru eftir það sem hann hefur afrekað.

Almennt heyri ég að þessum ungu og glæsilegu mönnum er vel tekið úti í mörkinni. Menn vilja trúa á einlægni þeirra beggja. Það sé komið nóg af skítkasti og ófriði við öll tækifæri eins og stjórnunarstíll skötuhjúanna Jóhönnu og Steingríms var, þar sem" klammaríi var komið af stað, hvar sem hægt var að uppdrífa það" eins og sungið var.

Þjóðin þarf á því að halda að ríkisstjórnin, sem öll er nú skipuð nýliðum, nái viðspyrnu fyrir þjóðina. Það er komið fram á ystu nöf í atvinnumálum og aldrei hefur verið meiri deyfð í ráðningum en núna. Það er þessi arfleifð þessarar tæru vinstri stjórnar sem við er að fást. Það þarf að endurreisa velferðina eftir hana því sú norræna dugði ekki þó lofað  væri. Og það þarf að endurreisa þjóðina upp úr þessu þunglyndi og Bunkerstemningu sem þjakar hana. 

Megi heill og hamingja fylgja þessum ungu mönnum í þeirra starfi. Við skulum styðja þá til góðara verka og verja þá sem við megum. Sama í hvaða flokki við stöndum, við þurfum á allri þeirri hjálp að halda sem við getum fengið.

Formennirnir voru  trúverðugir í mínum augum. 

 


Aðvörunarorð Pálma

Stefánsson sem birtast í Mbl. í dag um brennisteinsmengun ber að taka alvarlega.

Pálmi segir m.a.:

" Eitt þessara efna getur verið brennisteinstvíoxíð (SO2) og er Reykjavík orðin ein af mengaðri borgum varðandi þetta efni. Er ég var við nám á sjöunda áratug síðustu aldar kynntist ég menntuðum Pólverjum sem unnu að framhaldsgráðu við sama háskóla. Þeir höfðu á þeim tíma miklar áhyggjur af lungum barna sinna við að alast upp í SO2 menguninni í þeirra heimkynnum og íhuguðu að flytjast burt.

Að þetta yrði vandamál hér heima 50 árum síðar á aðalþéttbýliskjarna landsins, manngert umhverfisslys af stærðargráðu sem vart á sinn líka hefði fáa grunað. Stjórnsýslustofnanir sem hefðu átt að passa upp á að þetta færi ekki úr böndum hafa því engan veginn staðið vaktina, einkum eftir 2006.

Það þarf ekki að taka það fram að upptökin eru yfirgnæfandi frá jarðvarmaorkuverum sem hafa brennisteinsvetni (H2S) í útsleppi en það hvarfast fljótt yfir í brennisteinstvíoxíð í andrúmsloftinu og svo bætist við óhreinsaður SO2 útblástur stóriðjunnar frá bruna forskauta. Með vindum berast svo mengunarvaldarnir yfir þéttbýlið frá hinum ýmsu uppsprettum. ..."

Menn hafa fyrir augunum hvernig  útblásturinn frá Hellisheiðarvirkjun er að eyðileggja gömlu háspennumöstrin í kringum Hellisheiði. Það er vitað að bilanatíðni rafeindabúnaðar eykst sem nær dregur virkjuninni. Við sjáum ekki inn í okkar eigin lungu á hverjum degi. Vitum við eitthvað hvað er að gerast þar?

Einkaaðilar kæmust ekki upp með það svínarí og heilsuspillingu sem Orkuveita Reykjavíkur orsakar með þessari starfsemi.

Pálmi segir enn: 

 ...."Sem dæmi til samanburðar úr skýrslunni má nefna að í Reykjavík var allt árið 2009 að meðaltali 33% meira SO2 í loftinu en í Mexíkóborg og yfir 40% meira en í borgunum New York, Hong Kong og Pittsburg.

Þá var 50% meira SO2 í lofti Reykjavíkur en í Rotterdam, Cleveland, Höfðaborg og Aþenu. Aðrar borgir voru svo flestar með aðeins 10-25% á við Reykjavík...."

Ætlum við að þegja þetta í hel? Ætlum við að sleppa þessum embættismönnum sem að þessu standa bara með klappi á bakið? 

Ætlum við að hlusta á aðvörunarorð Pálma Stefánssonar? 

 

 


Guðni skákar

versluninni með grein í Mbl. í dag. Hann gerir að umtalsefni árásir talsmanna kramara á landbúnaðinn á Íslandi. Svo fáránlegt sem það er eru menn sífellt að bera saman kílóverð af innfluttri landbúnaðarvöru og innlendri. Afl sólar og stærðar, lífskjara og velferðar er hvergi dregið til. Það er þetta sem Guðni er að tala um þegar hann ver landbúnaðinn íslenska. Almenningur vill ekki útrýma honum og landbúnaðurinn hefur tekið miklum framförum. 

En eru gagnrýnendurnir að standa sig? Ekki er það svo að dómi Guðna: 

 

..." En hvað segir í skýrslunni um hagkvæmni verslunarinnar á Íslandi? Þar segir að flatarmál húsnæðis sé 4,1 m²á mann á Íslandi á sama tíma og í Danmörku er um að ræða 1,6 m² á mann, í Svíþjóð 1,2 m², Finnlandi 1,8 m² og í Noregi 2,4 m². Að árleg sala á fermetra hér sé í smásölu 1,3 á móti 3,8 í Danmörku. Hverjir ætli borgi þessa óhagkvæmni? Auðvitað neytendur í hærra vöruverði.

Förum út á Granda í Reykjavík þar standa allir stórmarkaðirnir í kór. Bónus, Krónan, Iceland, Nóatún og Víðir og stutt í Melabúðina. Melabúðin og Fjarðarkaup eru sennilega í sérflokki með nýtingu og arð, selja sig á gæðum og þjónustu. En dygði einn af hinum stóru mörkuðum til að anna allri verslun á þessu svæði?

Á Selfossi eru t.d. bæði Húsasmiðjan og Byko, sagt var að stærð þeirra dygði fyrir þrjátíu þúsund manna byggð. Það er hljótt yfir þeim skýrslum sem eru til um tap og afskriftir í íslenskri verslun en árin 2009 til 2010 töpuðust alls þrjátíu milljarðar króna..." 

 Sömu sögu má sjálfsagt segja um íslenska bankakerfið. Við erum með svona pí sinnum fleiri bankastarfsmenn en Bandaríkjamenn við að rúlla minni peningum. Miklu fleiri fermetra undir banka höfum við líka.  Við erum með miklu fleiri útibú. Hvað eru bankarnir okkar að gera? Rukka einstaklinga, reka netbanka og innheimta reikninga.  Er þetta allt rekið á hagkvæmari hátt en verslunin? 

Mér finnst Guðni Ágústsson hafa skákað krömurum svo eftir verður tekið. 


Hvað myndi ég gera?

fyrst ef ég væri í stjórn?

Já nú vandast málið, því auðvitað veit maður ekki allt þó maður sé að kjafta svona út og suður.

En mér dytti í hug að lækka tryggingagjaldið sem er bara aðstöðugjaldið gamla svo vitlaust sem það var. Svo myndi ég skoða auðlegðarskattinn. Það eru tilvik þar sem venjulegt fólk sem hefur litlar tekjur getur ekki borgað af því að eigninrnar sem hann leggst á eru illseljanlegar nema með stórtapi. Eg veit ekki hversu margir eru að borga þetta sem raunverulega geta það vegna þess að þeir hafa góðar tekjur.

Svo er hneykslið þar sem verðbætur á bankainnistæður eru taldar fjármagnstekjur og reiknaður skattur af þeim. Þetta eru ekki tekjur heldur verðbólga. Hversu hár á fjármagnstekjuskattur að vera? 10 %, 15 %, 20 % eða 25 %. Hvar er Lafferkrúrfan?

Í rauninni eru eignaskattar tvísköttun á sama hlut. Tekjur eru skattlagðar einu sinni og svo er það sem fólk nurlar af þeim skattlagt ár hvert sem auðlegð. Er þetta rétt? Fasteign kostar bæjarfélag  útgjöld og lögregla verndar fasteignir manna. Þetta þarf að borga.

Svo vil ég sjá flatan staðgreiðsluskatt fyrir alla. Hátekjuskattur er líklega til vinsælda fallinn eftir á lagður og þá borga þeir meira sem mestar tekjur hafa. Þar þarf þó hóf á eins og margar þjóðir hafa brennt sig á.  Mér líst illa á útsvarsfrelsið til sveitarfélaga því þar eru oft afspyrnu dilletantar við völd sem setja þau á hausinn. Geta svo sent reikninginn fyrir vitleysuna beint á skattgreiðendurna. Og skuldsetning sveitarfélaga bendir til þess að liðið sem þar velst til forystu séu yfirleitt spraðibassar sem kunna ekki að forgangsraða og segja nei við þrýstihópa.Oft líka valdir af íþróttaklíkum, hestamannafélögum og öðrum ámóta þrýstuhópum.  

Svo vil ég skoða eftirlitsiðnaðinn. Hvaða tilgang hefur það að senda fólk að skoða vinnustaðaskírteini hjá venjulegum fyrirtækjum þegar eftirlitið fer heim klukkan fimm þegar svörtu fyrirtækin opna? Það er svarta atvinnustarfsemin sem heldur þjóðfélögunum uppi hvort sem er. Það vissu Þjóðverjar upp á hár þegar ég var ungur. Hún þrífst hinsvegar ekki sem svört heldur verður lögleg þegar dregið  er úr skattfrekjunni niður í sanngjarnt. En öll vinna og verðmætasköpun gerir þjóðina ríkari.

Virðisaukaskatt vil ég stórlækka og leggja hann á allt  jafnt. Skattkerfið á að hjálpa þeim tekjulægstu eins t.d ef bætur fylgja vísitölunni. Neikvæður tekjuskattur á að hjálpa þeim sem eiga í baslinu.Og sykurskatturinn er tóm della.Gerir bara landann dýrari en hefur ekki áhrif á framleiðsluna meðan brennivínið er svona dýrt að fólk kaupir það ekki.

Og svo vil ég sjá orkuframkvæmdir sem innlendar hendur vinna sem mest . Að erlent fjármagn sé boðið velkomið til að kaupa orku og þjónustu. Gjald á ferðamenn fyrir leit og björgun og selt sé inn á ferðamannastaði.

Ég vil lækka bensíngjöld og tolla af bílum en auka vægi vegatolla og  gangnagjalda. Einstæð móðir í Reykjavík sem keyrir bara krakkann sinn á leikskóla er að greiða veggjaldið í Vestfjarðagöngin fyrir Ísfirðinga. Af hverju eru fríkeypisgöng fyrir suma?  

Ekki vil ég eyða peningum í að breikka einbreiðar brýr, blikkljósin duga alveg. En klæða frekar fjölfarna ófæra malarvegi.Forgangsraða en ekki bara kjördæmaraða. Ég vil grafa Seyðisfjarðargöng strax og öll önnur að því tilskyldu að allstaðar verði gangnagjald.Setja þau á öll göng í landinu, þá verða þau svo lág að menn sætta sig við þau.

Verðum við að hafa innflutningstolla?. Eru þeir ekki notaðir til að vernda innlenda kauptaxta fyrir fátækari löndunum?  Eru þeir  þá ekki ónauðsynlegir á bíla þar sem við búum þá ekki til? En við prjónum peysur sem Kínverjar geta gert miklu ódýrara? Fríverslun á peysur fyrir ferðamenn er þá ekki svo rakin nema fyrir kaupmenn. Líka geta Kínverjara selt okkur ódýrara smjör af því þeir eru einræðisríki. Við verðum að skoða heiminn í því ljósi. Fríverslun er ekki sanngjörn nema milli lýðræðisríkja og jafnsettra veðurfarslega. Kartöflur verða alltaf dýrari og minni  á Íslandi en í Póllandi. þaðp gerir sólin.  Verður ekki að hlusta á fleiri en kaupmenn?

Ég sé að ég hef nóg að gera við  að stjórna þó ég haldi áfram til kvölds. Það er svo margt sem ég mundi gera,  Mundi litli.  


Ný ríkisstjórn

heldur skírnarveislu sína á Laugarvatni í dag. Kannski verðu hún kennd við þann stað eins og Viðeyjarstjórnin.

Auðvitað er henni misjafnlega tekið eins og gengur. En samt held ég að hún njóti almenns velvilja þar sem almenningur var löngu orðinn upgefinn á sundrunginni í síðustu stjórn og því almenna forystuleysi sem hún sýndi. Hvenær kom Jóhanna Sigurðardóttir fram og ræddi í einægni við landsmenn?

Mér hefur dottið í hug að þeir Bjarni Benediktsson og   Sigmundur Davíð myndu öðru hverju tala við landsmenn beint um vandamál líðandi stundar hjá ríkisstjórninni og hvetja til dáða á þann einlæga og sannfærandi hátt sem þeim er báðum lagið? Þá yrði kannski nauðsynleg viðhorfsbreyting meðal fólks til stjórnmála og þau nauðsynlegu tjáskipti myndu eiga sér stað eins og maður sér af blaðamannafundum forsetans í Hvíta húsinu.  Oft finnst manni að almenning á Íslandi vanti að skilja að ráðamenn eigi líka í vandmálum við stjórnina og stundum eru orsakir fyrir að illa gengur. Íslenskum stjórnmálamönnum virðist oft ganga verr en erlendum kollegum þeirra að nýta sér fjölmiðlatækni í áróðursskyni.

Miklu máli skiptir að stjórnin taki rösklega til höndunum á fyrstu hundrað dögunum og frá henni komi  straumur af leiðréttingum á vinstristjórnarvitleysunni sem fæstar voru brúklegar til lengri tíma litið. Ég vil þó minnast ýmislegs sem Ögmundur gerði í sinni regeringstíð en það var að stoppa Kinverjann  á Grímsstöðum og reyna að verja Reykjavíkurflugvöll lengi vel þó eitthvað hafi bilað á síðara stigi.  Ég vona að flugvöllurinn eigi einhverja vini við ríkisstjórnarborðið því grimmilega er að honum sótt af Gnarrinum og Degi Bee.sem reyna með Salami aðferðinni  hans Stalíns að gera hann óstarfhæfan í fyllingu tímans.

Nýrri ríkisstjórn fylgja mínar frómustu óskir og vona að hennar verði síðar minnst betur en þeirri fráfarandi. 


Afgreiðslustöðvar fyrir hælisleitendur

eiga nú loksins að rísa á Íslandi að skandínavískri fyrirmynd.

Árni Sigfússon boðar þetta núna eftir að búið er að  valda Reyknesingum ómældum skaða með því að leyfa þessu liði sem hundruðum saman kemur hingað og margt af því með að byrja á að brjóta íslensk vegabréfalög,  lausagöngu og hagabeit í samfélaginu. Óheilbrigðisskoðuðu og órannsökuðu að miklu leyti.

Ömurlegt afgreiðsluleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda hefur farið í taugarnar á íslenskum almenningi, og þá sérstaklega Reyknesingum ,lengi og er mál að linni. Það er beinlínis ómannúðlegt að láta þetta fólk híma hér árum saman á fölskum vonum í stað þess að afgreiða málin snöfurmannlega að hætti Árna stóra sem einu sinni sá  um svona smámál svo til einn síns liðs.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband