Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Afreksmenn

sem vert er að minnast voru þeir Jens Eyjólfsson byggingameistari og Guðjón Samúelsson húsameistari.

Í ár eru liðin 84 ár síðan kaþólska kirkjan á Landakotstúni var vígð. Kirkjan er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni en steypt upp af Jens Eyjólfssyni.  Hvorutveggja er afrek þegar maður virðið mannvirkið fyrir sér. Á þessum tíma fyrir 1930 var steinsteyputækni nokkuð ung listgrein. Þá voru engin sértök hjálparefni þekkt svo sem flotefni eða loftblendiefni. Engar steypudælur eða byggingakranar. Mulningsvélar fágætar og litlar. Ekkert vitað um langtíma haldgæði eða veðrunarþol. Handafl í stað vélarafls.  Allt þetta þurftu þessir menn að leysa.

Jens steypti tilraunasúlu inni við Selás sem lengi stóð til þess að reyna verkferla sína. Síðan var lagt til atlögu og Kristkirkja steypt upp á einu ári með öllum sínum bogum og brúnum. Listasmíði hvernig sem á er litið.

Ég veit ekki hversu mikið er til af skráðum fróðleik um kirkjubygginguna eb ég auglýsi hér eftir honum.Hvaðan kom steypuefnið, hvernig var það blandað, hvaða sement og hversu mikið? Hadrían keisari notaði uxablóð sem loftblendi til að steypa Sixtusarkapelluna löngu fyrr. Hvað notuðu þeir Jens og Guðjón? Kirkjusmíðin er þvílíkt í verksögu landsins að það þarf að sýna henni ræktarsemi.

Horfið svo á kirkjuna eiginlega óskemmda eftir allan þennan tíma þá minnkar ekki ljóminn. Á helmingi skemmri tíma er víst búið að steypa upp Hallgrímskirkjuturninn einum þrisvar sinnum svona til samanburðar.

Svo er það stuðlabergsloftið í Þjóðleikhúsinu sem ég held að Guðjón og Guðmundur frá Miðdal hafi gert. Kannski var Jens þar nálægur líka?

Þetta voru afreksmenn sem eiga skilið heiðurssess í Íslandssögunni. 


Hvað segir Valdimar?

H.Jóhannesson um Islam?

Valdimar var í viðtali hjjá Pétri Gunnlaugssyni á Útvarpi Sögu sem ég heyrði á laugardaginn. Valdimar  er hafsjór af fróðleik um Islam og er ómyrkur í máli.

Á bloggsíðu sinni segir Valdimar um Islam:

"

" Nú ætla ólánsmenn að greiða götu þessa ofstækis til landsins með því að auðvelda yfirlýstum fjandmönnum okkar að vinna bug á samfélagi okkar með því að skemma það og sundra því innan frá.

Bygging mosku er liður í markvissum hernaði íslam gegn samfélagi okkar. Allar moskur heimsins eru að fyrirmynd mosku Múhameðs sem múslímar kalla spámann.  Sú moska var fyrst og fremst stjórnsetur  í stríði gegn öllum sem ekki féllust á undirgefni undir hann og hugmyndafræði hans.

Múmameð er í íslam sagður hinn fullkomni maður til fyrirmyndar fyrir múselmenn. Á mælikvarða hins vestræna samfélags er vandfundinn andstyggilegri maður.

Í stað þess að leyfa byggingu mosku ber að stöðva alla starfsemi tengda íslam hér á landi með tilvísun til stjórnarrkárinnar. Ef einhver skyldi vera svo grænn að sjá ekki að boðun íslam stríðir gegn góðum siðum og allsherjarreglu er þarft að rifja upp sitthvað sem íslam boðar:


Misrétti milli karlmanna og kvenna.

Misrétti milli múslíma og annarra trúarhópa.

Dauðarefsingar fyrir að ganga af íslamstrú

Dauðarefsingar fyrir samkynhneigð

Limlestingar fyrir t.d. þjófnað.

Dauðarefsingar fyrir að hallmæla íslam.

Bann á tjáningarfrelsi um íslam.

Dauðarefsingar fyrir að hallmæla Múhammeð.

Karlmönnum er leyft að eiga 4 konur.

Fullorðnir menn mega giftast stúlkubörnum og hafa við þær mök eins og Múhammeð gerði.

Við þennan lista má bæta við fleira hryllilegu eins og limlestingar á kynfærum stúlkna í mörgum löndum múslíma (yfir 90% kvenna í Egyptalandi eru umskornar), heiðursmorð (vansæmdarmorð er betra orð), grýtingar fyrir ótrúsemi, rétt karlmanna til lemja eiginkonur sínar til hlýðni, afhausingar, verndartolla (jizya sem kristnir og gyðingar greiða til að fá að halda í trúarbrögð sín um leið og þeir fallast á kúgun og 3. flokks borgararéttndi). Og margt annað miður fagurt.

Það er ekki ofstæki að banna þessi ósköp. Það er heimska og fáfræði að gera það ekki. Ég bið lesendur vinsamlegast að athuga að það er ekki ofstæki að segja frá ofstæki og við eigum ekki að halda í heiðri umburðarlyndi gagn umburðarleysi íslam.

Ég læt mér í léttu rúmi liggja þó að illa upplýst fólk muni kalla mig rasista. Sá sem slíkt gerir afhjúpar sitt eigið þekkingar- og dómgreindarleysi enda ekki von á góðu þegar það er talið vottur um aðdáunarvert umburðarlyndi að vera fáfróður um eðli íslam og hörmungar af
þess völdum í 14 aldir."

Það þarf kjark til að segja skoðun sína á Islam þar sem allir vita að þeir eru óvandir að meðulum og eru því hættulegir  lífi og limum andstæðinga sinna.

Á Íslandi á Sturlungaöld voru 3 refsistig. Handarhögg, fóthögg og síðan hálshögg. Þessi refsistig eru enn í múslímaheiminum. Þetta fólk err mörgum öldum á eftir vestrænni hugsun og siðferði. 

Islam á ekki erindi við okkur Íslendinga  á 21. öld.

  Valdimar varar okkur réttilega við því að hafa ekki kjark til að varðveita okkar samfélag.

 


Af hverju ekki í beina?

 

útsendingu hjá RÚV með þennan múlla Ahmad og Sverrir Agnarsons ? Er ekki ástæða til þess að gefa almenningi kost á að skyggnast inn í hugarheim þessara manna? Láta Ahmad skilgreina betur hversvegna annar aðilinn í hjónabandinu verður að leiða? Láta hann skilgreina jafnrétti?

Er ekki ástæða til að spyrja hann í þaula um skoðanir hans á öllu því sem Islam og Sjaría lögin kenna? Hvað skoðun hefur hann á umskurn kvenna? Finnst honum hún réttlætanleg? Láta hann og Sverri lýsa skoðunum sínum og kenningum? Eru þær eitthvað leyndarmál?

Af hverju ekki að fá Ahmad og Sverri í  beina? 

 


Allt óbreytt?

Ekki er ég oft sammála Jónasi Kristjánssyni. En stundum er sagt að jafnvel  blind hæna finni gullkorn. 

Jónas segir: 

"Verstu mistök síðustu ríkisstjórnar voru að siðvæða ekki banka og nefndir, sem áttu að fylgjast með þeim. Í stjórn Fjármálaeftirlitsins og Bankasýslu ríkisins var valið fólk af sama toga og bankafólkið, sem olli hruninu. Þar fóru meira að segja inn fallistar úr hruninu.

Afleiðingin er, að allt situr við það sama, stjórnlaus græðgi við völd. Starfsfólk fær kaupauka fyrir að hafa fé af fólki. Erlendum kröfuhöfum er kennt um ruglið, en Bankasýslan gat hindrað það. Bankarnir eru að verða sama krabbamein og þeir voru fyrir hrun. Þar eiga ekki að vera græðgisfíklar, heldur landsins virtustu siðspekingar."

Voru ráðstafanir  Steingríms J. Sigfússonar í bankamálum þjóðarinnar svo góðar að þar verði ekki lengur um bætt? 

Er þá allt óbreytt frá fyrri ríkisstjórn?   


Landsbankahneykslið

er viðfangsefni Ólafs Arnarsonar á Tímarími hans.

Mér finnst punktar hans hitta í mark þegar hann segir m.a.:

 

.."Þessi kaupauki var ákveðinn með samningi sem íslenska ríkið gerði við skilanefnd gamla Landsbankans síðla árs 2009. Hann er verðlaun til starfsmanna nýja Landsbankans fyrir harða og góða framgöngu við að innheimta stökkbreytt lán að viðskiptavinum bankans, bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Heimturnar ganga til greiðslu á víkjandi skuldabréfi upp á 90 milljarða, sem nýi bankinn þarf að greiða þrotabúi gamla bankans. Gegn greiðslu bréfsins afsala kröfuhafar 18-19 prósenta hlut sínum í Landsbankanum til ríkisins, fyrir utan þau 2 prósent sem ganga til starfsmanna bankans.

Því hefur verið haldið fram að kaupaukinn hafi verið settur inn að kröfu kröfuhafa gamla bankans. Þetta stenst enga skoðun. Í fyrsta lagi voru kröfuhafar gömlu bankanna árið 2009 ekki orðinn sá skipulagði og samhenti hópur sem nú er. Í öðru lagi áttu kröfuhafar gömlu bankanna engin áhrif að hafa á stjórn og daglega starfsemi nýju bankanna þrátt fyrir að þeir eignuðust ráðandi hlut í Íslandsbanka og Arion banka og tæpan fimmtung í Landsbankanum. Þeim var gert að halda hlut sínum í nýju bönkunum í sérstökum eignarhaldsfélögum og bannað að koma beint að stjórn þeirra.

 

....Þá er undarlegt að leggja ofurkapp á innheimtu stökkbreyttra lána til að standa undir greiðslum á víkjandi skuldabréfi. Það eina sem hefði gerst við það að ekki hefði tekist að greiða bréfið var að umræddur 18-19 prósenta hlutur hefði áfram verið í eigu gamla bankans. Hann hefði hins vegar engin áhrif haft á stjórnun og störf bankans þar sem íslenska ríkið ræður lögum og lofum í bankanum í krafti ríflega 80 prósent hlutafjár.


Það er hins vegar mjög alvarleg hlið á þessu máli. Þeir viðskiptavinir Landsbankans, sem undanfarin fjögur ár hafa þurft að semja við bankann um stökkbreyttar skuldir sínar hvorki vissu né gátu vitað að bankastarfsmaðurinn, sem sat andspænis þeim við samningaborðið, var ekki aðeins að gæta hagsmuna bankans. ....

...Þetta er óboðlegt. Aðstöðumunurinn milli viðskiptavina banka og bankanna sjálfra er nógu hrópandi mikill þó að ekki bætist við að bankastarfsmenn séu í raun að víxla fyrir eigin reikning án þess að gefa það upp. Þannig virðist sem kröfuhafaþjónustan í Landsbankanum hafi náð einstökum hæðum í Landsbankanum þrátt fyrir að ríkið hafi átt nánast allan bankann. Hvar var FME?

 

....Sé kaupaukinn ekki að kröfu kröfuhafanna hlýtur ný ríkisstjórn að draga til ábyrgðar þá menn sem blóðmjólkað hafa viðskiptavini Landsbankans í eigin þágu. Þáttur FME í þessu máli hlýtur að vera skoðaður sérstaklega, þar sem FME ber ábyrgð á því að vernda viðskiptavini bankanna fyrir bönkunum sjálfum. FME ber einnig ábyrgð á því að tryggja að eignarhald kröfuhafa á nýju bönkunum og afskipti þeirra af stjórnun og starfsemi þeirra sé í samræmi við lög. "

 

Ég kaupi ekki skýringar Frosta Sigurjónssonar í Vikulokin á þessum gjörningi og finnst illt til þess að vita ef ríkisstjórnin er þessu samþykk.  Þessi banki er óþarfur með öllu og má  leggjast niður að mínu viti.

Mér finnst þetta vera hreint Landsbankahneyksli.


Vantar okkur Islam?

er að heyra á prestum þjóðkirkjunnar og fleirri víðsýnum Islendingum.

Ekki eru allir okkar  á sama máli.  Valdimar Jóhannesson er  einn þeirra sem skrifa um málið af þekkingu. Annar er Skúli Skúlason sem skrifar í Mbl. í gær.

Grípum niður í grein Skúla:

",,, Svisslendingar voru með þjóðaratkvæðagreiðslu um bænaturna múslima og þeim var hafnað. Gaddafi, þáverandi Líbíuforseti, lýsti þá yfir Jihad-stríði á hendur Svisslendingum árið 2010.

 

.... Íslam er miklu fremur róttæk, byltingarkennd stjórnmálahreyfing heldur en »trú«. Gildi íslams eru yfirleitt þveröfug á við gildi vestrænna manna. Það sem vestrænir menn telja dyggð er í flestum tilfellum talið löstur í íslam. Það er óhætt að segja að múslimar lifi í allt öðrum heimi en annað fólk. Íslam er því lífsstíll frá vöggu til grafar, frá morgni til kvölds þar sem formúlur finnast fyrir flestum viðfangsefnum lífsins í mat, fatnaði, hegðun, stéttaskiptingu o.s.frv. Það er því nauðsynlegt að kynna fyrir fólki íslömsk gildi og reglur sem brjóta í fjölmörgum tilfellum algjörlega í bága við almenn mannréttindi og íslensk hegningalög. Hér eru nokkur sýnishorn:

 

Um konur í íslömskum fræðum og sharia-lögum: Hugsun kvenna er talin vanþróaðri heldur en hjá karlmönnum. Karlmenn eru skynsamari en konur. (Kóran 2:282). Vitnisburður kvenna er metinn að hálfu á við karla fyrir dómi: (Kóran 2:282). Múslímakarlar vanvirða yfirleitt konur með því að heilsa þeim ekki með handabandi.

 

Arfur kvenna er hálfur á við karla: (Kóran 4:11). Berja skal ófullnægjandi konur: (Kóran 4:34; 4:15; 38:44)

 

Ungmeyjar skulu umskornar, sharia-lög; Reliance of the Traveller: e4.3.

 

Klæðnaður: Konur skulu klæðast yfirhöfnum þegar þær eru utan heimilis (Kóran 33:59) og vera með fylgdarmann.

 

Samkynhneigðir: Sharia-lög, »Reliance of the Traveller« P17.3 Sendiboðinn mælti: (1) »Drep þann sem hefur samkynhneigð kynmök og þann/þá, sem leyfir að slíkt sé gert við hann/hana.« Trúskiptingar: Íslam leyfir trúfrelsi til að játast íslam, en vilji menn fara þá skal drepa þá. Íslam (Kr. 2:217, 4:89) (Bukhari 9:84:57).

 

Þjófar: Karl eða konu - fót- eða handhöggvið þau. Kóran 005:038.

 

Samþætting: Íslam bannar múslímum að samþættast gestgjafaþjóðfélaginu. Múslímar vingist ekki við kristið fólk (Kóran 003:028, 005:051 og 009:023) heldur eigi að berjast við það og sýna því fjandskap (Kóran 009:005, 002:191, 002:244, 004:089, 005:036, og 009:029). Að berjast við heiðna nágranna (Kóran 009:123). Múslímar eru herskyldir: (Kóran 002:216). Og fyrirskipar að sigra skuli þá ættingja, sem standa gegn múslimum vegna þess að hollustan við íslam er æðri öllum ættarböndum og mannlegum tengslum (Kóran 009:023-024, og 058:022)..."

Vantar okkur í alvöru að hér myndist stórir hópar múslíma svipað og í Danmörku. En þar í landi eru þrír fjórðu hlutar lögreglunnar bundnir af vandamálum í sambandi við múslíma minnihlutann. Glæpatíðni þessa hóps  á Norðurlöndum  er margföld á við innfædda enda er þetta fólk  óupplýst og menningarsnautt á flesta okkar mælikvarða. Það er þegar fullreynt að þessir innflytjendur samlagast gistiþjóðinni ekki svo það er lítil von til þess að þetta fólk verði Íslendingar með tilliti til reynslu annarsstaðar frá. 

 

Ég get ekki séð að moskubygging og efling Islam á Íslandi sé það sem okkur vantar mest. 


Gagnrýnin hugsun

er  í hávegum höfð í orði. En á borði? Förum við öll vel með hana? Er okkar gagnrýni ekki oft lituð af hlutlægni okkar sem tengist öðrum málum? Ég viðurkenni fúslega að ég tek stundum harðari afstöðu í pólitík en fyllilega sanngjarnt gæti talist.

Mér barst bréf frá vinkonu minni Önnu Sigríði Guðmundsdóttur, sem mér fannst eiga erindi við marga sem mest gusa á grunnum vöðum. Ég var búinn að vera eitthvað leiðinlegur við hana á undan. Ég leyfi mér að birta bréfið hennar Önnu hérna:

"Halldór. Ég geri engan að illmennum. Það er ekki meiningin hjá mér, með mínum hugrenningum. Eina manneskjan sem ég get mögulega breytt úr jarðnesku illmenni í þolanlegt góðmenni, er ég sjálf. Og það sama gildir um alla aðra.

Gagnrýni er einungis til gagns, ef hún byggist á velvilja og heiðaleika, og er rökstudd með einhverjum réttlætanlegum og raunverulegum rökstuddum útskýringum, reynslu, skilningi og skynjun.

Ég hef oft farið fram úr mér í gagnrýni, og biðst ég reglulega afsökunar á þeim galla og mannlega breyskleika. Ég hvorki get né vil ritskoða hugboðin mín of mikið, því þá tapast raunverulegi kjarninn.

Englarnir geta verið fullkomnir, en ég er enn gallaður jarðarbúi. En það styttist í Paradísar-heiminn með hverjum deginum. Þangað til vil ég gera mitt besta. Betur getur enginn gert, heldur en sitt besta. Það gildir um alla. "

Mér finnst þetta fallega orðað hjá henni Önnu Sigríði. Við erum öll takmörkunum háð og eigum við í baráttu þá gætum við okkar ekki alltaf í hita leiksins.

Ég er að hlusta á "Í vikulokin" meðan ég sit hérna.Ég dáist sérstaklega að hófstilltum málflutningi Frosta Sigurjónssonar. Allt sem hann segir um forgangsröðun okkar í opinberum framkvæmdum sem og fangelsismálum er ég mest sammála um, að því gefnu að menn trúa ekki á arðsemisútreikninga Vaðlaheiðarframkvæmda.

Norfjarðargöng eru líka í gangi. En einhver þyrfti að færa rök fyrir því að þau eigi að vera fríkeypisgöng. Mér finnst að það eigi að grafa öll göng sem fyrst. En þau eiga að bera sig eins og Hvalfjarðargöng. Jarðgöng eru fráleitt almannahagsmunir heldur veitt þjónusta sem gagnast almenningi og hvagvexti.  Að mínu viti á að greiða gjald í öllum jarðgöngum en ekki bara sumum.

Og orð hans um hættuna af hækkun lífeyrissjóðsgjalda voru svo skynsamleg og auðskilin að vonandi hafa menn tekið eftir þeim.

Ég var óánægður með orð annars hvors Hallgrímsins um að umdeild þýðing í frétt um orð vanRompoys  hefði verið rétt. Þeir sem horfa til þess að vanRompuoy er Belgi með frönsku að móðurmáli en ekki English heldur þjálfaður í Brusselish geta hinsvegar tæplega verið í vafa um hvað hann er að tala varðandi stöðu Íslands.

Þarna er ekki verið að leita sannleikans um aðlögunarviðræðurnar við ESB.  Menn eru að gera hlé á þeim viðræðum sem við höfum verið í.  Það er aðalatriðið eins og Frosti skýrði svo vel fyrir aðildarsinnum að dyrum fyrir þá er haldið opnum með þessari skipan mála.

 Gagnýnin hugsun er æskileg eigind sem við ættum tileinka okkur betur.


Forystumenn

eru nauðsynlegir við þær aðstæður sem nú stefnir í málefnum þjóðarinnar. Óveðurský "kjarabaráttunnar" hrannast upp og hver yfirbýður annan.

Kjararáð er búið að tefla málum í slíkt uppnám að trauðlega verður aftur snúið. Kröfurnar hljóða upp á afturvirkar "kjaraleiðréttingar"  að hruni. Geislafræðingar hætta störfum eftir tíu daga og þannig er þjóðfélagið að sporðreisast hægt en örugglega í átt til haustddaga. Dimmur vetur er því framundan og kreppa getur auðveldlega skollið á eftir þann bjartsýnisvott sem undanfarið hefur verið að sjá.

Fyrir kosningar var talað um nauðsyn þjóðarsáttar af stjórnmálamönnum sem sóttust eftir þingsætum. Ekki tóku opinberir starfsmenn eða önnur launþegasamtök  mikinn þátt í þeirri umræðu, Enda komið á daginn að hugur þeirra stendur ekki til slíks.

Það er því við þessar aðstæður að þörfin fyrir forystu kemur fram. Á sínum tíma sameinuðust skynsamir menn með hjálp stjórnmálamanna um að koma hér á þjóðarsátt sem skilaði raunverulegum árangri til lengri tíma. Nú á að fara leið"afturvirkra kjaraleiðréttinga"  sem allir vita að leiða aðeins til óðaverðbólgu, sem aftur leiðir af sér uppgjöf gagnvart fullveldinu og áróðurs fyrir því að segja sig til sveitar hjá Evrópusambandinu. Menn munu segja að fullreynt sé að Íslendingar geti stjórnað sér sjálfir. 

Fer ekki að líða að því að ríkisstjórnin verði að fara að eyða meiri tíma með þjóðinni hérna heima en minni annarsstaðar?  Við sem styðjum þá flokka sem að henni standa bíðum eftir einhverju sem vekur okkur vonir um að reynt verði að sigla út úr brimskaflinum framundan. 

Kaus ekki þjóðin sér ungt og kraftmikið forystufólk til Alþingis?

 


Sjálftökuvald?

virðist vera fyrir hendi til að gefa eigur almennings?

Hvaðan kemur Tryggva Pálssyni vald til að gefa starfsmönnum Lansbankans 4.7 milljarða af þjóðareign?

Af hverju fá þeir hlutdeild í ríkis(ó)eigninni en ekki ég sem átti í gamla bankanum? Hlut í málverkunum, eikarfullningunum og öllu því? Marmaranum líka.

Allt í einu 2008 á ég ekki neitt en ríkið er búið að hirða þetta án þess að leggja neitt fram nema að rífa kjaft og biðja Guð að blessa Ísland?

Hvaðan kemur bírókrötum þessa lands þetta vald yfir eignum mínum?

Er þetta ekki siðblint sjálftökuvald? 

 

 


Framleiðsla fornminja

er að fara á nýtt stig. Menn voru búnir að fá upp í kok af beituskúrs-eða kamarsbyggingu Árna Johnsen við hlið Skálholtskirkju. Þetta skelfilega skrípi sem stendur eins og krabbameinsæxli við hlið kirkjunnar.

En þetta á bara að verða forsmekkurinn sem þessu fólki dettur í hug. Nú á að reisa timurkirkju eftir gömlum skissum útlendra ferðamanna. Sjálfseignarfélag segja þeir. Trúir einhver því að ríkið eigi ekki að borga?

"Þagað gat ég þó með sann, þegar hún Skálholtskirkja brann" sagði kerlingin. Vonandi brennur Þorláksbúð sem fyrst og ýtt verður yfir ósómann. Vonandi brenna allar spýtur sem þetta lið kemur með í Skálholt til að framleiða fornminjar.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband