Bloggfærslur mánaðarins, september 2013
8.9.2013 | 15:29
Hagræðing í menntamálum
virðist vanta ef þessar fréttir eru skoðaðar sem Lýður Friðjónsson bendir á:
" Milli 1998 og 2008 fjölgaði kennurum í Grunnskólum á Íslandi um 54%, nemendum fækkaði um 2%. Þetta er bara eitt dæmi úr skólakerfinu um lága framleiðn, sem gegnsýrir allt hið opinbera kerfi. 2009 var fækkað um þriðjung starfsmönnum í OR og ekke sást högg á vatni. Það sama væri hægt að gera víða. "
Er þetta ekki það sem er verið að tala um að hrjái íslensk samfélag? Þetta heldur líka launum niðri þegar ekkert er greitt fyrir afköst í grunnskólanum sem annarsstaðar. Allir að fokka af því að nemendum er ekki skipt upp í bekki eftir námsárangri.
Og svo kunna börnin ekki margföldunartöfluna þegar þýski 11 ára snáðinn svaraði hiklaust að 7 x 8 væri fimmtíu og sex.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2013 | 15:13
Sæstrengur til Bretlands
og hugleiðingar hagfræðingsins Jóns Steinssonar þar um , verða Gunnari Heiðarssyni tilefni til hugleiðinga um þá grundvallarspurningu sem vaknar um hvort við eigum að vinna vöruna innanlands eða senda hana óunna úr landi.
Gunnar Heiðarsson segir m.a.:
Það vekur vissulega upp stórar spurningar þegar dósent í hagfræði ritar grein í dagblöð, þar sem hann telur lagningu ljósshunds til Bretlands vera góðann kost. Þetta gerir Jón Steinsson, dósent í hagfræði, í Fréttablaðið...
....Fyrir það fyrsta sleppir Jón alveg þeirri staðreynd að enn er ekki til tækni eða þekking til að leggja slíkann streng milli Íslands og Bretlands. Auðvitað mun sú tækni fást, en hvenær og hversu dýr hún verður, veit enginn enn. Meðan svo er, er í raun ástæðulaust að velta þessum möguleika fyrir sér. ...
..... Hann nefnir að Bretar séu tilbúnir að greiða u.þ.b. 200 dollara fyrir hverja MWs, meðan álverin hér á landi borga 30 dollara fyrir hverja MWs. Út frá þessari staðreynd fær hann út að hagnaðurinn muni verða gífurlegur.... Hann sleppir þeirri staðreynd að vinnsla gas og olíu með aðferð sem kallast "fracking", hefur fleytt fram í Bandaríkjunum ...... Þetta hefur leitt til þess að Bretar eru þegar farnir að prófa þessa vinnslu, en vitað er að mjög mikið magn af gasi og olíu má vinna innan Bretlands með þessari aðferð og reyndar um alla Evrópu. Gera verður ráð fyrir að frekari vinnsla þar í landi með þessari aðferð muni lækka verð orku verulega, þegar fram í sækir.
Þá fer dósentinn frjálslega með kostnað við lagningu og rekstur strengsins, enda erfitt að reikna eitthvað sem ekki er þekkt. Það liggur þó fyrir að sá kostnaður verður töluverður og þó ekki sé ljóst hver hann verður, leyfir dósentinn sér að kasta þar fram tölum. Þessi kostnaður, sem enginn veit hver myndi verða, mun auðvitað reiknast af söluverði orkunnar í Bretlandi, hvort sem ljóshundurinn verði lagður og rekinn af einkaaðilum eða Íslenska ríkinu.
Dósentinn gerir ráð fyrir að um strenginn yrði seldar 5 TWst og gefur sér að til sé í kerfinu 2 TWst. Að einungis þurfi að virkja sem svarar 3 TWst. Það er auðvitað ekki hagfræðilegt sjónarmið, en flestir átta sig þó á því að ef slíkur ljóshundur yrði lagður, mun krafan um fulla nýtingu hans verða sterk, mjög sterk. Svo sterk að líklega yrði umframorkan áfram til í kerfinu hjá okkur, til að geta sinnt strengnum að fullu. Sjónarmið náttúruverndar færu fyrir lítið í þeirri umræðu....
Jón Steinsson gerir lítið úr störfum sem hugsanlega tapast. Nefnir þar nokkur hundruð störf í stóriðju, sem hugsanlega gætu tapast. Þarna hafði dósentinn tilvalið tækifæri til að nota gallharðar tölur í sínum málflutningi, eins og hagfræðingi sæmir. En hann velur að gera það ekki. Fyrir það fyrsta eru ekki einhver hundruð störf tengd stóriðjunni á Íslandi, heldur þúsundir starfa. Þá eru ótalin öll afleidd störf sem stóriðjan gefur af sér, sem eru enn fleiri. Allt frá þjónustu við skúringar til hámenntaðra fræðinga. Dósentinn telur þessum störfum fórnandi, enda væri hægt að senda hverju mannsbarni ávísun upp á 130.000 krónur, árlega.
Fullyrðing dósentsins um hækkun á verði til almennings er vægast sagt undarleg. Hann fullyrðir að sú hækkun yrði einungis sem svaraði til 1.500 kr á mánuði. Hvar hann hefur þessa tölu veit ég ekki, en leyi mér að efast verulega um hana. Enda hefur forstjóri Landsvirkjunnar nefnt aðrar og mun hærri fjárhæðir í þessu sambandi. Þá þarf ekki annað en líta til Noregs til að sjá hver þróunin þar er á þessu sviði. Þar hefur orkuverð hækkað verulega frá því farið var að selja orku um streng niður til Evrópu. Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd að við erum illu heilli í EES. Í gegnum þann samning hefur ESB sett reglu um að mismunun megi ekki eiga sér stað innan sama viðskipasvæðis, sem segir að orka seld hérna meginn ljóshundsins væri tengt verði á hinum enda hans!
....Eftir liggur þá sú spurning hvort betra sé að nýta virðisauka raforkuframleiðslu innanlands eða færa þann virðisauka úr landi. Hvort við viljum nýta okkar orku til framleiðslu og hagsældar, eða hvort við viljum verða þriðjaheims orkusöluland, svona eins og Súdan!!...."
Mér finnst það nöpurleg framtíð ef við eigum að byggja upp virkjanir innanlands sem skaffa aðeins örfáum vélgæslumönnum vinnu eftir að þær eru komnar í gang, í stað þess að íslenskar hendur starfi að fullvinnslu afurða með hjálp orkunnar.
Ég tek undir með Gunnari Heiðarssyni að við eigum að nota orkuna innanlands en sleppa öllum pælingum um orkusölu um sæstreng til Evrópusambandsins. Ísland þarf á atvinnufyrirtækjum að halda en ekki örfáum mælaaflesurum við útlendan sæstreng.
8.9.2013 | 11:38
Besti maður Samfylkingar
ÁrniPáll hélt áfram í tilgangsleysinu í Sprengisandi með því að segja hversu miklu betra hefði verið ef kjósendur hefðu kosið öðru vísi en þeir gerðu og hann væri í stjórn. Ef ég mundi, ef ég hefði.. sögðu krakkarnirá leikskólanum.
Kjósendur kusu ekki Samfylkinguna af einhverjum misskilningi að dómi ÁrnaPáls. Krefst réttlætisstefnu jafnaðarmanna í stjórn Framsóknar-og Sjálfstæðismanna sem kæra sig kollótta um alla samstöðu. Ísland er í því líku helsi heimatilbúinna hindurvitna að við komumst aldrei áfram utan ESB. Markaðsaðgangur Íslands að Evrópusambandinu er það sem vantar. Meiri uppbyggingarmöguleika. Húsnæðisvandræði eru um allt land. Vantar hús. Aukin verðmæti vantar. Við seljum skyr sem við framleiðum erlendis. Af hverju má ekki vinna skyrið hér .Það er vegna þess að við erum ekki í Evrópusambandinu. Verðum að framleiða skyrið í Danmörklu .
Ríkisstjórnin stoppar IPA styrkina af því hún er í baksýnisspeglinum. Allt af því að við erum ekki í ESB. Við urðum að hækka skatta í okkar stjórnartíð. Eftir það stendur að Sjálfstæðisflokkurinn sagði að það þyrfti bara að koma hjólum atvinnulífsinsaf stað. Snúast þau? Allt stendur hinsvegar fast. Allar hagsvaxtarspár eru niður. Í höftunum er þjóðin föst..Blablabla.
Hver setti höftin? Er þetta ekki örugglega besti maður Samfylkingarinnar?
8.9.2013 | 11:10
Góður Guðmundur
Gunnarsson í Kjarnanum. Ég hef nú yfirleitt ekki verið mikill aðdáandi Guðmundar þar sem hann var nú yfirleitt herskár í kjarabaráttunni. En enginn frýði Sturlu vits þó ..
Grípum niður í grein Guðmundar:
" Þegar sigurvegarar kosninganna í vor tóku við í byrjun sumars voru áberandi yfirlýsingar um að þeir vildu ná góðu sambandi við aðila vinnumarkaðarins. Síðasta ríkisstjórn skilgreindi verkalýðshreyfinguna sem einn af sínum helstu óvinum, þrátt fyrir að hún væri eina vinstristjórn þessa lands. Hún sleit nánast öllu samstarfi við hana og valdi frekar samstarf við sjálfskipaða fámenna hagsmunahópa.
Þær voru súrrealískar yfirlýsingar þáverandi ráðherra, þegar þeir töldu sig þekkja betur vilja félagsmanna verkalýðsfélaganna en forsvarsmenn þeirra gerðu. Í þessu sambandi er vert að halda því til haga að málsvarar hinna sjálfskipuðu hagsmunahópa buðu allir fram í síðustu kosningum en náðu einungis fylgi um 1-2% kjósenda.Allir kjarasamningar á Íslandi renna út fyrir áramót og vinna við endurnýjun þeirra er komin af stað. Hagvöxtur á Íslandi í ár stefnir í að verða aðeins rúmt prósent. Hagvöxturinn í fyrra var líka undir væntingum, um 1,6 prósent.
Gjaldeyrishöftin voru nauðsynleg þegar þau voru sett en eru í dag farin að valda vaxandi vandræðum og bólumyndun. Stéttarfélögin hafa bent á tilgangsleysi þess að gera kjarasamninga í mynt sem stjórnvöld eigi auðvelt með að nýta til þess að leiðrétta of góða kjarasamninga. Íslenskt samfélag vantar sárlega aukna verðmætasköpun og verður að ná hagvaxtarauka sem svarar aað minnsta kosti um 3% áári, eigi að nást það lífsnauðsynlega markmið að grynnka á skuldum ríkisins og lækka árlegan vaxtakostnað ríkissjóðs um 30-50 milljarða...
Kjararáð úthlutaði í sumar nokkrum opinberum embættismönnum 15% afturvirkri launaleiðréttingu. Á sama tíma ákváðu bankarnir og fjármálastofnanir að leiðrétta laun sinna starfsmanna með myndarlegum bónusum. Þessar ákvarðanir eiga vafalítið eftir að reynast örlagaríkar setji maður upp Karphúsgleraugun.
Augljóslega telja margir launamenn að þarna hafi lágmörk komandi kjarasamninga verið sett. Þegar komið er á kaffistofur vinnustaðanna er áberandi sú krafa að nú sé komið að millitekjuhópunum. Kjarasamningar frá aldamótum hafa umfram annað einkennst af sérstakri hækkun lægstu taxta, sem höfðu dregist langt aftur. Þar má t.d. benda á að lægstu taxtar iðnaðarmanna hafa það sem af er þessari öld verið hækkaðir um 50% umfram umsamdar lágmarkslaunahækkanir. Fyrir liggur að slök launakjör hafa leitt til landflótta af vinnumarkaðinum og margir segjast vera á á förum verði kaupmátturinn ekki lagfærður og tekið á gjaldmiðilsmálum til framtíðar. ..
Fram hefur komið hjá þeim sem vinna að fjárlagagerð að ríkisstjórninni er þröngur stakkur sniðinn og kosningaloforð um skattalækkanir og skuldaleiðréttingu þrengja hann enn meir. Þar til viðbótar liggur á borði fjármálaráðherra auk annarra himinhárra skulda ríkissjóðs 600 milljarða ógreiddur reikningur ríkissjóðs í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Í því sambandi verður ekki komist framhjá kraftmikilli kröfu launamanna á almenna vinnumarkaðinum um jöfnum lífeyrisréttinda, þeir sætti sig ekki við að búa við skerðingar á meðan opinberir starfsmenn búi við ríkistryggingu á sínum lífeyri. Fyrirliggjandi lausn í þessu máli kallar á hækkun iðgjalda og að ríkissjóður geri hreint fyrir sínum dyrum gagnvart opinberu lífeyrissjóðunum. ...
Núverandi ríkisstjórnarflokkar héldu því fram í kosningabaráttunni í vor að þeir réðu yfir aðferð til þess að lækka húsnæðisskuldir fólks án þess að skattgreiðendur og sjóðsfélagar almennu lífeyrisjóðanna þyrftu að borga brúsann.Nánast allir hagfræðingar landsins hafa dregið þetta í efa og nær væri ef hún á annað borð fyndist að nota þá fjármuni til þess að lækka svimandi skuldir ríkissjóðs....
Staðan í dag bendir þannig eindregið til þess þess að stjórnmálamenn muni enn eina ferðina ætla sér að leysa hnútinn í Karphúsinu með gengisfellingu krónunnar og meðfylgjandi verðbólguskoti. Samningamenn aðila vinnumarkaðarins hafa sagt að ekki sé hægt að setjast að samningaborðinu fyrr en ríkisstjórnin hafi lagt fram skýra efnahagsáætlun og hvernig hún hyggist taka á gjaldmiðilsmálunum til framtíðar.
Talsmenn stéttarfélaga opinberra starfsmanna krefjast þess að 15% leiðréttingin komi strax óskert til allra og má leiða að því líkur að þeir muni því leiða kjaraumræðurnar í byrjun. Hér ræður því ríkjum ástand óvissunnar.
Ríkisstjórnarinnar bíður mjög erfitt og flókið verkefni á næstu vikum og hætt er við að kosningaloforðin frá því í vor verði henni þungbær. Margt bendir til þess að hér gætu orðið harkaleg átök á vinnumarkaðnum í vetur.Launamenn hafa undanfarin misseri sýnt skilning og þolinmæði í kjölfar hrunsins en nú vilja þeir fá þær leiðréttingar sem þeir telja sig hafa lagt inn með því að sitja á sér í launakröfum fyrir síðustu misseri. "(Leturbreytingar eru mínar)
Hér bregður mér öðruvísi til. Í stað þess Guðmundar sem ég kallaði með mér í gamni Guðmund Bolsévíkk talar skynsamur maður af yfirvegun um alvarlega hluti sem eru framundan. Það er svo greinilegt að ákvörðun kjararáðs er einhver sú óheppilegasta sem fram hefur gengið og er að ef ekki búinn að eyðileggja allan grundvöll fyrir þjóðarsátt sem þó hefði legið á borðinu þar sem fólk veit betur en að hækkun geti alveg eins þýtt lækkun.
8.9.2013 | 10:30
Til hvers?
er verið að láta Robert Marshall fimbulfamba um hvað eigi að gera í fjárlögum og það að hann hafi lagt til allsherjar uppskurð á kerfinu? Eða þá að láta Birgittu Halldórsdóttir tala um nauðsyn aukinnar verðbólgu með kjarabótum?
Þetta fólk var ekki kosið til þessara verka. Kjósendur höfnuðu þeirra leiðsögn og það er tímaeyðsla að vera að hlusta á þetta fólk.
Sigurjón minn M. Vertu ekki að eyða tíma þínum og mínum í svona stagl.
7.9.2013 | 21:32
"Pretereo censeso...
Cartaginem delendam est". Þannig var sagt að Cato hinn gamli hefði endað allar ræður sínar í rómverska senatinu.
Þorsteinn Pálsson fyrrum Fréttablaðsritsjóri virðist kominn í einhvern svona fasa. Niðurstaða hans í öllum álitamálum í íslenskri nútímasögu er sú, að allt sé ómögulegt hér nema við göngum í Evrópubandalagið. Við eigum ekkert líf sem þjóð nema í bandalaginu sem er upphaf og endir allrar vestrænnar samvinnu og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins.
Þó að sjóðurinn sá hafi verið stofnaður eftir að Nýfundnaland missti sjálfstæði sitt og fullveldisrétt cegna skulda, þá er hjálp hans við Íslendinga í kreppunni Þorsteini Pálssyni nú einhver ástæða fyrir þvi að ganga núna í Evrópusambandið með öðrum vestrænum þjóðum? Burtséð frá því að sjóðurinn er fyrir allar þjóðir í vanda óháð veru í Evrópusambandinu þá er tenging þorsteins allt of víðtæk og missir þessvegna marks.
Það er raunalegt þegar Þorsteinn missir sig svona í rökfestu. Evrópusambandsaðild er ekkert rökrænt framhald af framgöngu Forsetans í því að halda fram sjónarmiðum Íslendinga og draga í efa vilja sambandsins til að sitja yfir samningum við þjóð sem vill ekki samninga. Hnjóð Þorsteins í garð Forsetans Ólafs Ragnars bendur fremur á einhverjar gamlar ýfingar fremur en nauðsyn þess að þjóðin haldi saman út á við.
Eftirfylgjandi hótanir og útmálun helvítis í einangrun og fátækt í framhaldi Kögunarhólsins í Fréttablaðinu duga ekki sem rök fyrir þá okkar Íslendinga sem vilja standa í fæturnar og verja fullveldið sem þeir telja að hafi reynst harðsótt eftir meira en 700 ára fjarvistir við útlendar hirðir.Orðaleppar um óskert fullveldi Evrópusambandsþjóða breyta hér engu um. Evrópusambandið fer með hluta af fullveldi sambandsríkjanna hvað sem þorsteinn Pálsson kallar það annað. Makrílviðræðurnar yfirstandandi eru þar til dæmis um mál sem sambandið lætur sig varða og sækir gegn okkur fyrir hönd ríkjanna sem Þorsteinn kallar fullvalda.
Aðild að Evrópusambandinu eða ekki er ekki lokasvar við öllum álitamálum íslenskra stjórnmála.Auk þess legg ég til að Karþagó ... er of mikil einföldun fyrir nútíma Íslendinga. Þó Þorsteinn sé tiltölulega yngri maður og víðreistari en Cato gamli líklega var þá virðist mér hann vera orðinn eins máls maður í pólitík eins og Össur og Samfylkingin.
Sem mér finnst skaði en ekki til að segja: Auk þess legg ég til að Þorsteinn Palsson....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.9.2013 | 20:56
Ótrúleg grein um flugmál
eftir íslenskan alþingismann, Álfheiði Ingvadóttur, um flugvöllin birtist í Fréttablaðinu í dag.
Hún segir m.a.:
"Þriðja leiðin er að takmarka flugumferð við eina flugbraut í svipaðri legu og núverandi A/V-braut og heimila aðeins áætlunarflug og þjónustuflug um Reykjavíkurflugvöll. N/S-brautinni yrði lokað en um hana fer nú meirihluti flugumferðarinnar með tilheyrandi lágflugi yfir miðborginni þar sem höfuðstöðvar stjórnsýslu og fjármálalífs eru staðsettar. NA/SV-braut yrði einnig lokað en hún er langstysta braut vallarins, aðeins notuð við mjög erfið veðurskilyrði og aðflug að henni hættulega nálægt byggingum Landspítalans. "
Ég hreinlega nenni ekki að tyggja upp aftur flugtæknileg andsvör við þessari röksemdafærslu. En ég vil spyrja þeirrar spurningar hvort slys á Alþingismönnum séu eitthvað verri en slys á einstæðum mæðrum eða öryrkjum eða samkynhneigðum og sjúklingum?
Það er ótrúlegt að menn ætli að byggja Landspítalann útflattann við Hringbraut þegar miklu hagkvæmara er að byggja hann sem turn? Aðeins vegna einhverrar ímyndaðrar slysahættu?
Ég held að sá turn yrði ekkert verri fyrir flugumferð heldur en Hallgrímskirkjuturn. Flugvélum langar ekkert til að fljúga á turna nema þeim sé stýrt þangað.
Mikið væri gaman að fólk færi að hætta þessu opinbera bulli um flugvöllinn og allt það og færi að tala eins og vitibornu fólki sæmir.
Fari til dæmis til Orlando og reyni að skilja samspil flugs og efnahagslífs eins og það þróast þar sem lögmál markaðshagkerfisins fá að ráða. Eða viljum við það ekki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2013 | 20:01
Kennitöluflakk
varð ráðherrunni Ragnheiði Elínu að umræðuefni í sjónvarpinu í kvöld.
Af máli hennar vildi mér hinsvegar helst skiljast að gerendurnir, það er að segja hókus-pókus-barbabrellu kallarnir væru þeir sem væru verstir. Í mínum huga er það ekki svo. Þeir fara bara eins langt og þeir komast því það er mannlegt.
Lengsta mína ævi umgekkst maður margvíslegt fólk í viðskiptum. Maður spekúleraði meira í karakterum en excelskjölum. Væri maðurinn í lagi var yfirleitt allt í lagi. Annars ekki. Auðvitað lenti maður í því að einhverjir blöffuðu mann og hlunnfóru. En ekki tvisvar. Og orðið fer á undan mönnum og dyr lokast hraðar en margir ómerkilegir halda.
En þeir sem lengst komust í svindlinu gerðu það með aðstoð opinberra aðila og fjármálastofnana, sem reyndu ósvífið að koma svartapétri á aðra.
Það er nefnilega skýrt í lögunum að hvert það fyrirtæki sem er með neikvætt eigin fé á að hætta starfsemi. Það er gjaldþrota sama hvað eigandinn bullar um "pie in the sky". Það er væntanlega tilgangur með ársreikningaskrá að fylgjast með þessu. En það er ekki nóg að fylgjast með ef ekkert er gert. Skráin hefst ekkert að.
Fyrirtæki sem á ekki fyrir skuldum en heldur áfram rekstri er sýkill og veira sem verður að snúast gegn og setja í sóttkví þar tlil sprauta hefur verið gefin sem dugar. Svo einfalt er það. Það er nefnilega þá sem kennitöluflakkið byrjar með vitund, vilja og meðvirkni þeirra sem vita betur.
Eitt af því sem bankar léku hérna og leika jafnvel enn var að reikna bara vexti ofan á yfirdráttinn og leggja hann við skuldina. Halda rekstrinum á floti og vernda vinnustaðinn. Í Þýskalandi evrunnar góðu, þá eru vextir greiddir í peningum mánaðarlega. Sá sem ekki getur það er hættur í rekstri þar með. Bankrott. Bankaviðskiptum er hætt. Það er ekkert "heyrðu venur, þetta reddast bráðum". Og því miður er gjaldþrot þar nokkuð ævilangt eins og hér. Í USA er málið gert upp, lokið og viðkomandi byrjar upp á nýtt. Meðal annars hafa Bandaríkin yfirburði yfir Evrópuríkin vegna gjaldþrotalaga sinna.
Ef ráðherran vill stöðva kennitöluflakkið ætti hún að gera kröfur til þess að eftirlitsstofnanir hennar skili vinnunni sinni og framfylgi lögunum.
6.9.2013 | 21:13
Borgarastríð
er það þegar menn berjast innanlands. Slíkt þekkjum við úr Sturlungu til dæmis. Þeir Hrafn og Ejólfur lágu upp á Rauðahjalla fyrir ofan Kaupang en þeir Sturla Þórðarson, sagnaritarinn sjálfur, Þorgils Skarði og Þorvarður Þórarinsson voru á Þveráreyrum. Eyjólfur ábóti reyndi undir drep að bera sáttarorð á milli en " þeir köru heldur at berjask til umskipta". Svo varð.
Eftir bardagann beiddust þeir sem eftir lifðu griða af sigurvegurunum og voru þeir Þorgils mildir í griðunum. Þessu mál voru útkljáð þarna. Auðvitað svikalogn meðal sigurvegaranna því innan tíðar drap Þorvarður vopnabróður sinn Þorgils. Þeir sigruðu urðu samt eftir Þverárfund upp á náð sigurvegaranna komnir sem fór með þá að sínu skapi.Það var ekkert hægt að krefjast inngripa annarra höfðingja né fara á framfæri Noregskóngs. Hvað þá að biðja hann að drepa þá Sturlu fyrir sig.
Í Bandaríkjunum var háð hrikaleg borgarastyrjöld á næstliðinni öld sem kostaði fleiri Bandaríkjamenn lífið en allar styrjaldir sem þeir hafa síðan háð samanlagt. Hún endaði með uppgjöf Suðurrikjanna. Margir Norðanmenn voru ekki mildir í griðunum og léku Sunnanmenn grátt. En brátt fengu hinir vitrari menn komið á viðunandi griðum. Hvort sem þau eru alveg heil enn í dag þá eru Bandaríkin ein þjóð og hafa sýnt það og sannað síðan. Sú eina þjóð sem heimurinn getur treyst til að geta haft afgerandi áhrif. Þessi þjóð hefur ein kjarkinn og einbeitnina sem þarf. Allar aðrar þjóðir, í sambandi eða einar sér, sýndu það til dæmis á Balkanskaga, að þeir búa ekki yfir þeim eiginleikum sem til þarf á ögurstund. Því standa menn á öndinni út af Sýrlandi en heimta allt af Bandaríkjunum þegar þeir geta ekkert sjálfir.
Í Sýrlandi er háð borgarastríð. Þar hafa þeir Assad feðgar haldið friðinn lengi. En nú er svo komið að þeir hafa þurft að kljást við vopnaðar fylkingar sem vilja þá feiga og hefur sonurinn Assad augnlæknir orðið að rjúfa sinn Hippokratesareið með þvi að láta vega mann og annan. Nú veitir honum greinilega betur og er að sigra andstæðinginn.
Þá dettur okkar mönnum í hug að örlög þeirra sigruðu séu þau að setjast að á Íslandi sem flóttamenn. Í stað þess að nágrannaríkin loki landamærum sínum fyrir vígamönnum og fylgiliði þeirra og láti aðila berjast til umskipta, þá er opnað fyrir flóttamannastraum sem svo endar hjá okkur. Það er ekki einu sinni búið að reyna á það hvort Assad sé mildur í griðunum eða hvort hann verði við þá harður. Hann segir líka að þetta séu ekki sínir landsmenn sem séu frekastir í framgöngu heldur hverskyns hlaupastrákar og reyfarar úr AlQueda og Hisbolla sem nýti sér ástandið til að koma illu á stað.
Þá vill Obama fara að blanda sér í málið og drepa menn af Assad til að jafna leikinn. Trúðverðugleiki hans flugumanna er hinsvegar ekki sá sami og fyrir Írak. Honum hefur reynst örðugt að fá bandamenn með sér til verksins vegna afskipta þjóðþinga. Og þó hann hafi sjálfur fullmagt til að láta til skarar skríða, þá snýr hann sér núna til þingsins til að réttlæta afskiptaleysið. En hann leysir með þessu ekki vandamál íslensku þjóðarinnar, sem vegna einhverra ráðamanna okkar og embættismanna, ætla að taka að sér flóttamannamálið óséð. Við sitjum uppi með svartapétur og verðum að gera allt eins og Svíar af því að við eigum að trúa því að þeir séu okkur fremri á allan hátt.
Vonandi verður þess skammt að bíða að Assad fari með sigur af hólmi við illþýðið og geti snúið sér að griðunum sem fólkinu er fyrir bestu. Þessu liði vantar ekki aðstoð Obama til þess að framlengja þjáningarnar heldur frið þó vopnaður sé. Og síst af öllu vantar það afskipti íslenskra menningarvita og kvenna úr Vesturbænum við að leysa innanlandsmálefni borgarastríðs í Sýrlandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2013 | 07:36
Landsbankinn
er enn á ferðinni að hneyksla landsmenn sem sjá lítið í þessari óþörfu ríkisstofnun sem minnir á það að þetta hafi eitt sinn verið banki allra landsmanna. Nú heldur apparatið niðri öllum lífskjörum landsmanna, jafnt hágra sem lágra, einstæðra mæðra sem útrásarvíkinga, með því að keyra gjaldeyrisiverð upp þegar það hefði með réttu átt að lækka með innflæði sumarsins.
Aðgerðir Steingríms J. Sigfússonar og hans nóta í bankamálum ætla seint að láta laust við landsmenn. Afglöp hans stefna móta enn alla vegferð almennra Íslendinga í bankamálum. Umsvif Landsbankans á gjaldeyrismarkaði til að framkvæma stefnu Steingríms sem þrýsta lífskjörum varnarlauss almennings stöðugt niður eru óþolandi með öllu. Okkur vantar núna stjórnvöld sem taka af skarið og loka dæminu. Sækja gamla þrotabúið til ríkisins sem skaðabætur fyrir þær misgerðir þess að hafa sett þjóðina í gíslingu óbærilegra gjaldeyrishafta sem enginn sér fyrir endann á. Það er forsmán og móðgun við heilbrigða skynsemi að bjóða landsmönnum enn upp á þær háðungar sem bankinn stendur fyrir eins og gjafagerninga á hlutafé til útvalinna þegna landsins. Sömuleiðis eru áætlaðar byggingar á höfuðstöðvum fyrir verðbólgufroðu og óþarfa kostnað og flotterí á mörgum sviðum mjög úr tengslum við almenna sómatilfinningu.
Þjóðina vantar ekki Landsbankann. Hann er draugur úr fortíðinni og uppvakningur Steingríms J. Sigfússonar sem þjóðin er þó búin að fjarlægja sig frá í síðustu kosningum. En andi þessa manns og gjörðir virðast vera eitthvað sem enginn getur breytt. Fjármál landsins eru enn njörvuð í misgerðir hans og axarsköft sem flestum finnst furðulegt að enginn geti breytt frá Seðlabanka niður í smæstu einingar.
Gjaldeyrismálið og lífskjararýrnun almennings í framhaldi af því er enn ein sönnun þess að Landsbankinn er ekki lengur banki allra landsmanna heldur fortíðarskrímsli sem þjóð í hafti þarf að losna við.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko