Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2014

"Bein áhrif aðgerða flugstétta

á rekstur Icelandir Group eru áætluð um 3,5 milljónir dollara, jafnvirði 400 milljóna króna. Fyrirtækið hefur lækkað EBITDA spá ársins, þ.e. spá um afkomu félagsins áður en tekið er tillit til fjármagnsliða, skattgreiðslna og afskrifta, og gerir félagið ráð fyrir að hún verði 5% minni en fyrri áætlun gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

 

Spáin hefur verið lækkuð um sjö milljónir dollara, jafnvirði 800 milljóna króna. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að EBITDA hagnaður ársins verði um 138-143 milljónir dollara, en spáin í upphafi árs var 145-150 milljónir dollara. Í spánni er ekki gert ráð fyrir frekari kostnaði vegna vinnudeilna á árinu."

Alveg burtséð hvað mönum kann að finnast um það að þessar 400 milljónir lenda ekki í vösum eigenda Icelandair né heldur þeirra sem lifa af vinnu við það, þá eru þetta beinharðir peningar sem koma aldrei aftur. Nýjir peningar verða að verða til og taka sæti þeirra.

Eru verkföll áfram skynsamleg og heilög leið? Er hægt að gera hlutina öðruvísi?

Er hægt að koma því þannig fyrir að launagreiðandi greiði strax til dæmis 50 % ofan á kaup í sérstakan sjóð en útborgað kaup launþegans lækki til dæmis um 50  % þegar verkfall hefst að óbreyttu. Þegar samið hefur verið um framtíðarlaunagreiðslur þá losni þessi sjóður upp að hluta til til deiluaðila og  að hluta til til einhvers annars sem ný lög um stéttarfélög og vinnudeilur mæla fyrir um? Vinnustöðvanir verða aldrei vegna þess að þær eru sóun á verðmætum og óskynsamlegar?

Skldi ekki vera hægt að breyta neinu um bein áhrif aðgerða? 


Túrbínutrixið

er viðfangsefni Sigurðar Oddssonar verkfræðings í grein í Morgunblaðinu í dag:)bloggarinn feitletrar að vild)

"Ómar Ragnarsson kallaði það túrbínutrix, þegar ráðamenn flýttu sér að kaupa túrbínu í þeim tilgangi að geta sagt, að ekki væri hægt að hætta við ákveðna virkjun því svo mikill kostnaður væri kominn í verkið.

 

Þannig táknar nýyrðið túrbínutrix það að sóa skattpeningum í verkefni þvert gegn heilbrigðri skynsemi og segja svo að of seint sé að snúa við. Stjórnvöld hafa oft beitt þessari aðferð til sóunar á skattpeningum og eyðileggingar verðmæta. Tvö dýr dæmi eru fangelsi á Hólmsheiði og háskólasjúkrahús (HH) við Hringbraut.

 

Hanna Birna fékk grunninn að fangelsi í arf frá Ögmundi. Hún þorði ekki að láta skynsemina ráða með því að auglýsa grunninn til sölu og byggja við á Litla-Hrauni.

 

Byggðar voru íbúðablokkir í nágrenni Borgarspítala í Fossvogi og síðan ranglega haldið fram að ekki væri pláss fyrir HH þar. Síðan hefur það miklum skattpeningum verið eytt í hönnun HH við Hringbraut að enginn þorir að snúa við. Þar skal byggt þrátt fyrir að tugmilljarða sparnað í stofnkostnaði með byggingu betra sjúkrahúss í Fossvogi og það þó svo allur kostnaður, sem kominn er í verkið væri afskrifaður. Í bónus er um alla framtíð lægri rekstrarkostnaður í Fossvogi og betri tenging við helstu umferðaræðar. Það nýjasta frá borgarskipulaginu er að Háaleitisbraut skuli breytt í íbúðargötu. Væntanlega með tilheyrandi hindrunum í formi fuglabúra, blómakassa og hossa. Sama hversu þrengingarnar verða miklar, þá verður alltaf fljótlegra frá gatnamótum Miklubrautar og Háleitisbrautar að HH í Fossvogi en að HH við Hringbraut. Ætli næst verði ekki kynnt skipulögð íbúðabyggð inn á byggingareit Borgarsjúkrahússins.

 

Enn eitt túrbínutrixið er nú í uppsiglingu, sem er flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni, hvað sem það kostar. Nefnd var sett á laggirnar (ekki sú fyrsta) að leita að nýjum stað fyrir flugvöll. Nefndin var vart tekin til starfa, þegar birt var skipulögð íbúðabyggð þétt að einni flugbrautinni og öll starfsemi háð flugvelli rekin út á guð og gaddinn. Tilgangurinn er augljóslega að eyðileggja möguleika þess að flugvöllur geti verið í Vatnsmýri, hvort sem hagstæðara flugvallarstæði finnst eða ekki. Þeir sem stjórna eða ættu að stjórna vaða áfram án ákvörðunar um nýjan stað. Hvað þá að þeir hafi hugmynd um kostnað þess að byggja nýjan flugvöll. Reyndar láta þeir sig kostnaðinn engu varða, því hann ber ríkið og ekki borgin. Þaðan af síður skipta einhverju máli allar undirskriftirnar með beiðni um að flugvöllurinn fái að vera í friði í Vatnsmýrinni.

 

Þversögnin við þessa sóun er að hún er á sama tíma og stjórnvöld í okkar stórskulduga landi hvetja almenning til að greiða niður höfuðstól lána. "

Sigurður hittir þarna vel naglann á höfuðið hvernig embættimenn nota pólitíkusana eða öfugt til að neyða ofan í okkur allskyns hlutum sem við viljum ekki. Innflytjendum, hælisleitendum, moskum, fuglahúsum, hossum, leggja niður Reykjavíkurflugvöll, Schengen,uppskiptingu RARIK, reglum Evrópusambandsins, vaxtaokri með verðtryggingu og hverskyns ómeti sem enginn vill en fær samt.

Túrbínutrixið birtist víða eins og Sigurður rekur. Það er of seint að hætta við fangelsið á Hólmsheiði vegna þess að það er komið svo langt.

Ég skal benda á önnur not fyrir þá byggingu þar sem ég hef stúdérað dæmið með því að taka þátt í samkeppni um hönnun þess. Þessu má breyta í 5 stjörnu elliheimili þar sem gamlingjarnir geta búið við lúxus sem slíkt fólk hefur aldrei látið sig dreyma um . Líkamsræktir, fótboltavelli, veitingahús, kynlífsíbúðir,læknamiðstöð. Auk þess eka þarna barnaheimili af bestu sort meðfram þessu öllu.

 Svo má byggja billega yfir delinqventana á Litla-Hrauni og stórspara eins og Sigurður bendir á.  

Túrbínutrixið kemur víða við. 


Ja hérna!

Vissu menn hvaða hetja var meðal vor?

Ég rakst á þetta á bloggi Gústafs A. Skúlasonar sem býr í Svvíþjóð:

Var það Hörður Torfason sem búsáhaldabylti Íslandi ?

 

Skärmavbild 2014-05-19 kl. 20.27.05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í áróðurshópnum The Knowledge Movement, sem elur á sundrungu Bandaríkjamanna og öfundsýki gegn repúblikönum og efnuðum Bandaríkjamönnum, er mynd af "skipuleggjanda íslensku byltingarinnar" sem lét fangelsa bankastjóra og skipta út stjórnmálamönnum án þess að skjóta einni einustu byssukúlu.

Undir fyrirsögninni "Hvernig lemja (sigrast) á 1 prósentin" eignar Hörður Torfason sér heiðurinn af því: 

  • að forsætisráðherra og öll ríkisstjórnarin hafi verið neydd til afsagnar
  • að forsætisráðherra og bankaglæpamenn voru ákærðir
  • að forstjórar þriggja stærstu bankanna voru handteknir og aðrir reknir úr landi 
  • að kosið var ráð til að skrifa nýja stjórnarskrá gegn skuldasöfnun
  • að stærsti banki Íslands var þjóðnýttur
  • að ný ríkisstjórn kynnti 110% leiðina
Ja hérna!

"Þagað gat ég þá með sann,

þegar hún Skálholtskirkja brann.." sagði kjöftug kelling á fyrri tíð. Eitthvað vissi hún sem ekki var líklega gott að vitnaðist.

Palli Vil skrifar svo á bloogi sínu:

"Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veiddi frítt þegar hann opnaði Elliðaárnar. Þegar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. opnuðu Norðurá ruku vinstrimenn, t.d. Illugi Jökulsson og Björn Valur, upp til handa og fóta og töluðu um spillingu.

Jóhanna Sigurðardóttir fyrrum forsætisráðherra taldi opnunarveiði í Norðurá dæmi um forkastanlega hegðun stjórnmálamanna.

Hvers vegna þegir Jóhanna þegar Dagur B. bleytir færi í Elliðaám? "

Og til viðbótar var Dagur að veiða fyrir skattfé almennings í Reykjavík meðan þeir Baddi og Mundi voru í boði Eyda Fúsa en ekki almennings.

Þagað gat ég þá með sann. 

 


Ebola

er í framrás í Afríku.Hugsanlega eru menn að missa tökin á henni.

Eru Íslendingar reiðubúnir? Getur þurft að loka landinu? Ebola er banvæn í 9 tilvikum af 10.

Ebola er alvöru ógn. 


Hvernig er ástandið hér?

spyr maður sig eftir að lesa eftirfarandi óhugnað á facebookfærslu hjá Magnúsi Þór:

"Undanfarið hafa yfirvöld í Norrköping í Svíþjóð rannsakað hversu margar stúlkur á skólaaldri eru umskornar. Nú hafa um 60 stúlkur fundist sem hafa verið umskornar og ástandið er svo slæmt að í einum skólabekk var búið að umskera allar 30 stúlkurnar sem í honum eru.

Af þessum 30 stúlkum í þessum eina bekk höfðu 28 mátt þola grimmdarlegustu útgáfu umskurðar en snípur þeirra og barmar kynfæra höfðu verið skornir í burtu og kynfærin síðan saumuð saman þannig að aðeins lítið op er haft á þeim.

Sænska ríkisútvarpið segir að í frétt Norrköpings Tidningar komi fram að það sé starfsfólk skólahjúkrunarinnar sem hafi uppgötvað þessar limlestingar sem stúlkurnar hafa mátt þola. Félagsþjónustan hefur nú sett aukin kraft og úrræði í gang til að aðstoða stúlkurnar.

Umskurður á kynfærum kvenna hefur verið bannaður í Svíþjóð síðan 1982 og varðar brot á þessu allt að fjögurra ára fangelsi en ef brotið er talið gróft getur það varðað allt að tíu ára fangelsi. Frá 1999 hefur einnig verið refsivert að láta framkvæma umskurð utan Svíþjóðar.

Þegar skólar eru lokaðir vegna sumarfría eykst hættan mikið fyrir margar stúlkur því foreldrar þeirra fara þá oft með þær í frí til upprunalandanna þar sem stúlkurnar eru síðan umskornar. Umskurðurinn er oftast framkvæmdur þegar stúlkurnar eru 4 til 14 ára en stundum eru kornabörn jafnvel umskorin. Á unglingsárunum geta stúlkurnar fengið slæma fylgifiska af umskurðinum, eins og mikla verki þegar þær hafa á klæðum og mikinn höfuðverk og það getur verið mjög erfitt og sársaukafullt fyrir þær að pissa.

Ekki er vitað hvert umfang umskurðar er í Svíþjóð eða hversu margar stúlkur eru umskornar erlendis. Í Norrköping fór tilraunaverkefni af stað síðastliðið haust til að reyna að stöðva umskurðinn og aðstoða þær stúlkur sem hafa verið umskornar ."

Hver er afstaða íslenskra múslíma til þessa? Hvað hafa margar íslenskar stúlkur verið limlestar á þennan hátt? Hvernig er ástandi hér? 


Eitthvað merkilegt

og jákvætt var samt við síðustu ríkisstjórn að því að Katrín Júlíusdóttir upplýsir á Sprengisandi rétt áðan. 

Það var jafnt kynjahlutfall í stjórninni og tveir ráðherrar hefðu farið í barnsburðarleyfi. 

Var það þetta sem gerði þessa Icesave-, ESB,skuldasöfnunar- og fjármáladellustjórn að því sem  hún var og verður í sögunni? Vonandi varð þetta ekki verra en það varð vegna þessara stórviðburða í hugarheimi Katrínar Júlíusardóttur.

Það varð loksins að við sáum eitthvað merkilegt við valdatíð  þessarar gengnu ríkisstjórnar.Mér finnst það samt merkilegast að hún skyldi hafa vera kosin frá með atkvæðum kvenna þrátt fyrir þetta stórfenglega kynjaástand Katrínar.


"..en vér höfum allir ein lög og einn sið

því að það mun satt vera: ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn." 

Svo mælti Þorgeir Ljósvetningagoði árið 1000. Sá hann sem var, að í óefni stefndi ef hér í landi skyldu vera fleiri lög en ein og fleiri trúarsiðir en einn. Hann sá það greinilega fyrir sér til hverra óhappa slíkt myndi leiða. Hann hefði ekki undrast afleiðingar eftirgjafanna sem allstaðar blasa nú við um hinn vestræna heim með innflutningi framandi trúarbragða og villimannlegra siða.

Líklega hefði hann undrast fjölmenningarstefnuna og trúfrelsi það sem keyrt er ofan í landsmenn af nomenklatúrunni sem hér ræður öllu án þess að hafa verið til þess útnefnd. Þessum sem nóbelsskáldið nefndi Guðjón bak við tjöldin.

Nú á dögum er búið að slíta varnaðarorð Ljósvetningagoðans  úr öllu samhengi. Nú skal á þá hlustað fyrst  sem krefjast trúfrelsis til að viðhafa annan messusöng og særingaþulur en hin kristna þjóðkirkja notar. Önnur trúfélög skulu fá lönd og óðul til jafns við þjóðkirkjuna sem auðvitað á allt annað tilkall til þeirra vegna forsögunnar.

Síðan skal fyrst á þá hlustað sem heimta frelsi til að láta einhver önnur lög gilda í landinu en þau sem Alþingi hefur sett. Þar næst skal þessum fólki leyft að byggja hof fyrir goð  sín og blóta þau fyrir opnum tjöldum þó að fyrirgangurinn hneyksli meirihluta íbúanna og valdi þeim ónæði.  Almenningi er jafnvel ætlað að hlusta á framandlegt söngl á útlenskum tungum hvort hann vill eður eigi samkvæmt ákvörðunum þeirra sem ekki láta spyrja sig né kjósa.   Daglega skal almenningi  ætlað að horfa á hallarbyggingar í útlenskum stíl sem innfæddum er meinaður aðgangur að nema innvígðir séu og helst karlkyns. 

Ljósvetningagoðinn sá nauðsyn þess að leyfa sérvitringum að iðka svokallaða trú sína. En trú kemur til sögunnar þar sem heilbrigðri skynsemi sleppir.  Þessvegna taldi hann rétt að leyfa þeim mönnum að blóta á laun ef það athæfi truflaði  ekki  aðra.

Hversvegna getum við núlifandi ekki sagt við nnflytjendendur frá framandi þjóðum að þeir geti haft trú sína útaf fyrir sig  og blótað á laun ?  Forsætisráðherra Ástralíu sá ástæðu til að segja við innflytjendur þar í landi  að Ástralir væru kristin þjóð og að þeir skyldu semja sig að áströlskum lögum og siðum eða fara til síns heima ella.

Af hverju erum við að láta einhverja menningarvita  segja okkur og ráða því fyrir okkur, þó við vitum langflest mun betur,  að allt sé vitleysa sem Þorgeir Ljósvetningagoði sagði á sinni tíð:

"  En vér höfum allir ein lög og einn sið því að það mun satt vera: Ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn."

. 

 

 

 

og þykir mér það ráð, að láta þá eigi ráða, er hér gangast með mestu kappi í móti og miðlum svo mál millum þeirra, að hvorir tveggja hafi nokkuð til síns máls, en vér höfum allir ein lög og einn sið, því að það mun satt vera: ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn.


Guðjóna bak við tjöldin

var það auðvitað þegar ég leitaði að honum Guðjóni. 

Kolbrún Bergþórsdóttir sem ég les alltaf er líklega sá áhrifavaldur sem stjórnar víðsýninni og fjölmenningarkærleikanum. Hún skrifar svo í Morgunblaðið í dag:(bloggari feitletrar að vild)

"Það er engin furða að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hafni því að starfa með Framsóknarflokknum en bjóði Sjálfstæðisflokki upp á ákveðið samstarf í nefndum og ráðum. Það á ekki að lyfta undir stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn sem ala á andúð á innflytjendum.

 

Eftir afar umdeilda framgöngu oddvita Framsóknarflokksins í borginni, Sveinbjargar Sveinbjörnsdóttur, í nýlegri kosningabaráttu hefur forysta flokksins fengið ótal tækifæri til að útskýra afstöðu sína til innflytjenda og þá sérstaklega múslima. Þau tækifæri voru ekki nýtt. Nú hefur Sveinbjörg sagt að ummæli sín í kosningabaráttunni um lóðarúthlutun fyrir mosku hafi ekki verið sett fram með nægilega ábyrgum hætti. Þetta segir hún núna eftir að atkvæði þeirra sem hatast við múslima eru komin í hús. Sveinbjörg segist síðan hafa fengið samúðaratkvæði frá kjósendum af því þeim hafi blöskrað hversu margir voru vondir við hana. Greinilegt er að hún finnur mikið til með sjálfri sér.

 

Í stað þess að tala af hlýju og virðingu um innflytjendur og leggja áherslu á mikilvægi trúfrelsis þá hefur stór hluti Framsóknarflokksins, þar á meðal oddvitinn, lagst í botnlausa sjálfsvorkunn og myndar háværan grátkór. Stefið í þeim veinum er að flokkurinn eigi óskaplega bágt vegna þess að hann sé lagður í einelti af andstæðingum sem svífist einskis. Þessi óvinaher er sagður samanstanda aðallega af vinstrisinnuðu fólki, sem þjáist illilega af pólitískum rétttrúnaði, og rætnum fjölmiðlum. Ekki er orði á það minnst að ýmsir góðir og gegnir framsóknarmenn hafa harmað málflutning oddvita Framsóknarflokksins í borginni og sagt að hann samræmist ekki stefnu flokksins. Í þessum hópi eru fyrrverandi formaður flokksins, þingflokksformaður og utanríkisráðherra.

 

Blettur hefur fallið á Framsóknarflokkinn og það verður erfitt fyrir flokkinn að losna við hann. En kannski er flokkurinn sáttur við stöðu mála eftir að hafa fengið tvo menn í borgarstjórn - einstaklinga sem eru reyndar einangraðir nú þegar flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar kæra sig ekki um samvinnu við þá. Borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru hins vegar kokhraustir og kusu í taumlausri sjálfsánægju sjálfa sig í atkvæðagreiðslu um æðstu embætti innan borgarstjórnar.

 

Sá árangur sem Framsóknarflokkurinn náði í borginni virðist ætla að verða flokknum dýrkeyptur, og má kallast pyrrosarsigur, því flokkurinn hefur glatað virðingu og trúverðugleika, eins og hendir stjórnmálaflokka sem daðra við andúð á innflytjendum. Þannig er vandi Framsóknarflokksins allnokkur og mun ekki minnka nema flokkurinn breyti áherslum sínum og virði trúfrelsi og réttindi innflytjenda. Svo væri einnig til mikilla bóta ef framsóknarmenn létu af hinni dramatísku sjálfsvorkunn sinni. "

Það fer eki á milli mála hver er handhafi hinna réttu skoðana. Hver það er sem veit hverjar hinar réttu áherslur eru sem flokkar verði að hafa. UKIP og Marine LePen kæmust líklega ekki mikið lengra af því að hún Guðjóna bak við tjöldin er með aðra og réttari skoðun. 


Ekki stórmannligt Alþingi

sem lætur kveðja sig saman vegna neyðarástands og lætur síðan fjarstýra sér af þeim sem vánni olli.

Ég hélt að Alþingi kæmi saman til að taka ákvarðanir. Ekki fannst mér  stórmannligt af Alþingi að lyppast svona niður í samræðustjórnmálastíl án þess að taka á málinu. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3417959

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband