Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Fengu verkfallið borgað

eins og mig grunaði.

Svo segir í Mogga í dag:

"Samninganefndir ríkisins og Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) undirrituðu í fyrrakvöld samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi og er gildistími samningsins frá 1. mars 2015 til 31. mars 2019. 

Fram kemur á vefsíðu stéttarfélagsins að með samningnum hafi meginmarkið KVH náðst um að samningurinn fæli í sér sömu launahækkanir og Gerðardómur kvað á um vegna aðildarfélaga BHM, fyrir fyrri hluta samningstímans, auk þess sem samningurinn er afturvirkur frá 1. mars síðastliðnum. »Launahækkanir síðari hluta gildistímans eru í samræmi við forsendur og yfirlýst markmið ríkis og flestra aðila vinnumarkaðarins, um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 og þá framtíðarsýn um meginstoðir nýs íslensks samningalíkans, sem stefnt er að,« segir um nýja samninginn.

 Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn á að hefjast síðdegis í dag og ljúka á hádegi næstkomandi mánudag."

Varla fara þeir að fella svona flottan samning sem náðist með þvílíkum fórnum?


Er enginn á vakt?

 

flutnFinnst engum þetta uggvænlegt?

Er ekki svona skriða neitt til að nema staðar við?

Hvervegna koma inn 5894 útlendingar meðan 2862 Íslendingar fara?

Það er verið að skipta um þjóð í landinu.Íslensk menning er á útleið og einhver önnur að koma í staðinn. Hvað ár skerast ferlarnir? Það ár verða arfbornir Íslendingar komnir í minnihluta.

Þarf ekki að reyna að spyrja þessa sem fara, hversvegna þeir fari? Úr hvaða stéttum þeir koma?

Ef þetta eru allt háskólaborgarar sem eru að selja menntunina erlendis, á þá að vera að halda úti háskólum þegar fleiri fara en útskrifast?

Eru engin stjórnvöld á vakt?


Hælisleitendur

eru viðfangsefni ályktunar Landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Svo segir í ályktun allsherjar og menntamálanefndar:

"Hælisleitendur

Farið skal eftir alþjóðasamningum sem gilda um hælisleitendur en þörf er á að hraða afgreiðslu mála þeirra og tryggja þeim skjóta og mannúðlega meðferð. Hins vegar þarf að endurskoða meðferð og reglur varðandi þá sem hingað koma án skilríkja.

Setja þarf upp biðaðstöðu fyrir óþekkta hælisleitendur á meðan mál þeirra eru í vinnslu. Taka á vel á móti fólki sem þarf á hjálp að halda en taka fast á þeim sem hafa framið glæpi eða eru hingað komnir án þess að þurfa raunverulega að leita hælis. Hafa skal í huga að það er hælisleitenda að leggja fram gögn um nauðsyn hælis."

Nú er þessi málaflokkur á forræði Sjáflstæðisflokksins að mér skilst. Spurning er hvort eitthvað verði gert í því að losa borgara landsins undan þvinguðu samneyti við allskyns lýð sem hingað kemur án skilríkja. Það er mörgum óskiljanlegt af hverju slíkt fólk er ekki sent umsvifalaust til baka heldur hleypt út á meðal almennings í landinu. Lágmark væri að því verði haldið í sérstökum búðum meðan mál þess eru til rannsóknar hjá, að því að virðist, mjög óskilvirkum yfirvöldum þessara mála.

Vonandi gerir Sjálfstæðisflokkurinn eitthvvað til að framfylgja þessum málum hælisleitenda í samræmi við ályktun Landsfundar.

 


Á að þjóðnýta stjórnmálaflokka?

er eiginlega það sem kemur í hugann við að lesa Staksteina í dag.

Þar er tilfært að Samfylkingin fékk m.a. þetta í framlög frá lögaðilum árið 2006 sem hér segir:

FL Group hf, 8 milljónir króna.

Baugur Group hf., 5 milljónir króna.

Dagsbrún hf. (nú 365), 5 milljónir króna.

Íslandsbanki hf., 5,5 milljónir króna.

Exista hf., 3,5 milljónir króna.

Kaupþing hf., 11,5 milljónir króna.

Landsbanki Íslands hf., 8,5 milljónir króna.

Það var hægt að boða mikinn sannleika fyrir nærri 50 milljónir króna árið 2006. Það voru mörg ár fyrir þetta ár og það voru enn tvö ár í hrun. Hefur ekki þjóðinni farnast bara vel fyrir þessa peninga? Eða þrátt fyrir þá?

Nú er ég ekki með það á hreinu hversu miklum upphæðum ríkið varði til stjórnmálaflokka á þessum árum. En maður hefur séð tilsýndar að innanflokksátök hafa verið grimmileg útaf flokkssjóðunum þar sem fleiri en einn þykjast eiga. Sumir hafa jafnvel skilað peningum aftur til þeirra sem þeir töldu ekki verðuga gefendur.Ekki hefur heyrst annað en að Samfylkingin hafi talið ofangreinda gefendur verðuga.

Nú er eitthvað búið að fikta við reglur um framlög til flokka þannig að vægi ríkisframlaga hefur aukist fremur en hitt.Spurning hvort það er ekki bara bissness að bjóða fram? Koma sjálfum sér á kaup í þægilegri innivinnu?

Yfirleitt er nú samt peningaskortur það sem er viðvarandi hjá stjórnmálaflokkum það sem mér hefur sýnst. Í kosningabaráttum missa menn yfirleitt glóruna í æsingnum og sérhver flokksmaður býr yfir æðislegum hugmyndum sem leiða til kosningasigurs og kosta bara milljón á stykkið. Svo eru úrslitin vonbrigði og þá er fé vandfundið því enginn vill styrkja liðnar kosningar, hvað þá kosningaósigur.

Svo hvert leiðir þetta? Eiga menn ekki að leita eftir stuðningsmönnum eða nýjum flokksmönnum?  Eða eiga menn bara að skrifa einhverjum stjórnarkontór og panta peninga til þess að setja upp stjórnmálaflokk? 

Félagafrelsi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi. Allt eru þetta hlutir sem menn tala fjálglega um. En þegar til stykkisins kemur þá eru bara viss félög, vissar skoðanir og vissar prédikanir leyfðar. Það er bara til einn tónn og hann er hreinn segir séra Jóhann í Brekkukotsannál.

Og ef það er rétt að það sé bara ein skoðun sem er rétt, á hún þá ekki að vera ríkisvædd og kostuð af því? Eins og loftslagsráðstefnan í París? Hún snýst um þegar fengna niðurstöðu eins og frændi minn Guðmundur Andri skrifar í Fréttablaðið í dag. Það er allt að fara til fjandans í heiminum vegna hlýnunarinnar svo það var alveg nauðsynlegt að senda marga og ef ekki fleiri borgarfulltrúa þangað í reykspúandi háloftadrekum. Engar úrtölur leyfðar til hlustunar.

Erlingur vinur minn Hansson vakti stundum athygli mína á því hvað félag þýddi. Menn kæmu saman til að leggja fé sitt í ákveðið málefni í því skyni að vinna að framgangi hugmynda sinna. Er stjórnmálaflokkur sem ríkið kostar alfarið þá félag í þeim skilningi? Ríkisvætt hugsjónabandalag? Hver á það félag?

Þurfum við ekki að hugleiða hversvegna ríkið á eða á ekki að styrkja stjórnmálaflokka? Næst hinn hreini tónn með þjóðnýtingu stjórnmálaflokka?

 

 

 

 


FBA

verður Styrmi Gunnarssyni að yrkisefni Í Morgunblaðinu í dag.

 

"Í fyrradag, fimmtudag, birtist í ViðskiptaMogganum fróðlegt samtal, sem Sigurður Nordal, umsjónarmaður blaðsins, hafði átt við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um stöðuna á fjármálamarkaðnum, stöðu slitabúanna og hugsanlega sölu banka í ríkiseign. Í þessu viðtal spurði Sigurður eftirfarandi spurningar:

 

»Er eitthvað í framkvæmd einkavæðingar bankanna fyrir hrun, sem við getum dregið lærdóm af við sölu bankanna núna?«

 

Og Bjarni svarar:

 

»Tvímælalaust. Í fyrsta lagi tel ég að það hafi verið óþarfi að byggja söluáætlun banka á því, að það þurfi að vera mjög stór kjölfestufjárfestir. Í fámennu samfélagi eins og okkar kann þvert á móti að vera mikill ávinningur af því að kerfislega mikilvægir bankar séu í dreifðri eignaraðild. Við eigum tvímælalaust að stefna að dreifðu eignarhaldi á bönkunum.«

 

Þessi orðaskipti þeirra Sigurðar og Bjarna gefa tilefni til að rifja upp litla en fróðlega sögu.

 

Á árinu 1997 voru þrír sjóðir, Fiskveiðasjóður, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður, sameinaðir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., FBA. Á svipuðum tíma voru Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands gerðir að hlutafélögum.

 

Síðan ákvað þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að selja FBA en í dreifðri eignaraðild.

 

Hinn 8. ágúst 1998, birtist hér í Morgunblaðinu viðtal við þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, og þar sagði:

 

»Davíð sagði, að þó nú sé í tízku að tala um kjölfestufjárfesta telji hann að í bankastofnun geti alveg dugað að stærstu eignaraðilarnir, sem komi til með að hafa leiðbeinandi forystu um reksturinn, eigi eignarhluti á bilinu 3% til 8% til dæmis. Hann telji hins vegar ekki æskilegt að einn aðili eða skyldir aðilar ráði 30-40% eignarhlut í bankastofnun...Þó það hafi ekki verið rætt í ríkisstjórn telji hann það koma fyllilega til álita að tryggja það með lagasetningu að eignarhald í bönkunum, þegar ríkið sleppi af þeim hendinni, verði dreift.«

 

Þetta var stefnumarkandi samtal við þáverandi forsætisráðherra og tveimur mánuðum síðar ákvað ríkisstjórnin að selja 49% hlut í FBA. Almenningi yrði boðið að skrá sig fyrir hlutum að hámarki þremur milljónum króna.

 

Hvað gerðist þá? Og þar er komið að kjarnanum í lykilspurningu Sigurðar Nordals til Bjarna Benediktssonar um hvað mætti læra af einkavæðingu bankanna fyrir hrun.

 

Bankar og fjármálafyrirtæki hófu svokallaða kennitölusöfnun. Þessir aðilar keyptu hluti í umboði einstaklinga á grundvelli samninga um að viðkomandi einstaklingar seldu þeim hlutina.

 

Fjórum mánuðum eftir hið stefnumarkandi viðtal við forsætisráðherra landsins hér í Morgunblaðinu var sú stefnumörkun ríkisstjórnar, sem byggðist á lýðræðislegu umboði kjósenda til þingmanna stjórnarflokkanna brotin á bak aftur með valdi peninga.

 

Hvað gerðist svo?

 

Rétt fyrir jól sama ár (1998) skýrði Morgunblaðið frá því að Viðskiptastofa SPRON hefði fyrir hönd sex sparisjóða og Sparisjóðabankans keypt um 9% hlut í FBA af Búnaðarbanka Íslands. Kaupþing, sem þá var í eigu sparisjóðanna átti fyrir önnur 9% og réð að auki yfir 5% fyrir hönd annarra hluthafa. Sparisjóðasamsteypan hafði á skömmum tíma eignast um fjórðungs hlut í FBA, sem ríkisstjórn landsins hafði ákveðið að skyldi verða í dreifðri eignaraðild.

 

Þessum hlut var komið fyrir í hlutafélagi í Lúxemborg, Scandinavian Holdings SA.

 

Hvað gerðist svo?

 

Hinn 4. ágúst 1999 var skýrt frá því hér í blaðinu, að Scandinavian Holdings hefði selt hlut sinn í FBA, sem nam 22,1% til eignarhaldsfélags, sem bar heitið Orca SA og var líka skráð í Lúxemborg. Það félag keypti einnig hlut af öðrum og var samtals komið með 26,5% hlut í FBA. Ekki var gefið upp hverjir væru eigendur Orca SA.

 

Hvað sagði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, þegar hér var komið sögu?

 

Í samtali við RÚV tveimur dögum síðar sagði hann:

 

»Það má vel vera að staðan sé sú, að sú aðferð okkar að reyna að koma hlutabréfunum út með dreifðum hætti haldi ekki til lengdar og þá þarf kannski að kanna, hvort aðrar lagaforsendur þurfi að vera fyrir hendi, sem tryggi hreinlega að eignaraðild að fjármálakerfinu í þessu landi sé dreifð.«

 

Framhaldið af sögu FBA varð svo, að bankinn sameinaðist Íslandsbanka um aldamótin og varð eins konar stökkbretti fyrir helztu eigendur FBA til þess að ná yfirráðum yfir Íslandsbanka næstu árin á eftir.

 

Hér liggur fyrir skýrt dæmi um það hvað hægt er að læra af því, sem gerðist í einkavæðingu bankanna fyrir hrun.

 

Það er ekki hægt að einkavæða ríkisbanka á ný í góðri trú um að dreifð eignaraðild, sem stefnt er að í upphafi, haldi. Það verður hreinlega að tryggja það með löggjöf.

 

Bjarni Benediktsson hefur alveg rétta sýn á þessa stöðu, eins og hún kemur fram í samtali þeirra Sigurðar Nordals. En það er alveg ljóst að áður en ráðizt verður í nýja einkavæðingu bankanna verður Alþingi að ganga tryggilega frá því með löggjöf að sagan verði ekki endurtekin.

 

Í samtalinu víkur Bjarni líka að því hvernig hinir einkavæddu bankar voru notaðir til að breyta eignarhaldi á stórum fyrirtækjum í landinu. Sá þáttur málsins er sérstakt umhugsunarefni.

 

Það er líka vert fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk að huga að því að í ljósi fenginnar reynslu skiptir máli fyrir þá flokka hvernig haldið verður á þessum málum nú."

 

Forsaga málsins er "stóra þjófaveislan" sem haldin var þegar Iðnlánasjóði og hinum sjóðunum raunar líka, var stolið frá eigendum sinum sem myndað höfðu hann með Iðnlánasjóðsgjöldum sem voru ígildi skattlagningar.

Yfir þessa sjóði voru yfirleitt settir allskyns fósar gjarnan með áhuga á félagsmálageiranum. Þeir sáu um að gefa hundunum að éta rófuna af þeim sjálfum með fjárfestingarlánum sem engin voru fáanleg úr samfélagsbankakerfinu. En því var þá stjórnað pólitískt af Alþingi og lánuðu því mest til Framsóknarmanna og SÍS í hlutfalli við atkvæðavægið.

Allt þetta fé var gert upptækt og sett í FBA sem skyldi verða í eigu sjóðsfélaganna. Allt var það auðvitað svikið strax. Yfir bankann var settur ungur maður með próf án þess að vera af bankaættum. Enda var ekkert spurt hvort væri siðsýnn- eða blindur. Allt um það tókst honum fljótlega að eignast bankann að hluta og gerast einn af auðjöfrum landsins. Hann gerði tilraun til að setja Hagkaup og Bónus á markað en gömlu eigendurnir náðu því fljótlega undir sig aftur og mynduðu Baugsveldið.

Bónus var rekinn í fjölda ára og lýðurinn hélt að hann væri að fá vörur á afsláttarverði. Það var ekki fyrr en í hruni að hann almenningur komst að því að var hann sjálfur sem var látinn borga allan afsláttinn en höfuðsvindlararnir sluppu flestir og og eiga enn fyrir dietpepsi.

 

Nú er verið að reyna að koma Arajón-banka í hendur hinu nýja fjármálaveldis.  Með gömlum utanrimla starfsmönnum frá útrásinni á að framkvæma skuldsetta yfirtöku á bankanum með peningum lífeyrissjóðanna sem bréfaguttar sem enginn kaus ráða. Eða ef maður veltir fyrir sér orðum Bjarna og les þau aðeins með öðrum möguleika.."hvernig hinir einkavæddu bankar(les einkavæddir LÍFEYRISSJÓÐIRNIR) voru notaðir til að breyta eignarhaldi á stórum fyrirtækjum í landinu. Sá þáttur málsins er sérstakt umhugsunarefni."

Og nú byrjar allt upp á nýtt. Kratar sem ekki geta rekið einn einasta hlut og skilja aldrei upp né niður í neinu  varðandi fjármál frekar en öfundarkommarnir eru nú að búa til nýja samfélagsbanka með velvild og heimsku kjósenda hverra fjármálaspeki er hægt að kynna sér á innhringiþáttum á Útvarpi Sögu. Þó skal viðurkennt að Pétur Gunnlaugsson leiðir marga  á betri brautir með sinni alþýðufræðslu.

Þó svo að þessi ríkisstjórn geti komið einhverjum umbótamálum til leiðar þá munu, líklegra en ekki, kratar og hverskyns kommadót, setja hér á samstjórn óskhyggju og fávita eftir næstu kosningar og keyra landið í nýtt samdráttarskeið ef kerfið ekki verður hrunið þá með samstilltu átaki þjóðarinnnar í kjaramálum.

Já er bara ekki saga FBA og alls þess sem á eftir kom umhugsunarefni líka í dag eins og þá? 


Fjörtíuþúsund fífl?

fara með Degi Bé. á ráðstefnu í París til að ræða loftslagshlýnun af mannavöldum. Líklega flest á opinberu fé eins og okkar fríði flokkur.

Það hefur ekki mælst nein vísindaleg hlýnun af mannavöldum. Það getur alveg eins verið kólnun framundan. Vonum ekki því það mætti mín vegna gjarnan hlýna svolítið á Íslandi fyrir minn smekk.

Og varðandi gróðurhúsaloftegundirnar þá mætti reikna út fyrir þetta lið hversu mikið af CO2 og H2S og fleiri gösum kom upp í Holuhrauni. Og hversu mikið flugvélin sem flytur þetta lið á kongressinn spýr út af brunarestum af JetA1. Dagur getur kannski látið dæla því niður í jörðina í Hellisheiðarvirkjun svona með öðru?

Sem Sjálfstæðismanni finnst mér raunalegt að sjá fulltrúa flokksins míns leggjast svo lágt að ferðast með þessum siðblinda borgarstjórnameirihluta fyrir lánsfé á kostnað skattborgara á svona mýrarljósasamkundu sem þessi loftslagsráðstefna er. Ef þeir borguðu sjálfir skyldi ég þegja. En Dagur þarf að slá  lán í tvo klukkutíma til að borga kostnaðinn. Og þá er þagað um dagpeningana og vinnutapið sem verður líka að slá lán fyrir

Ríchard Björgvinsson í Kópavogi borgaði alltaf sinn ferðakostnað sjálfur þegar hann fór að erinda fyrir bæinn sinn. Hans ættu Sjálfstæðismenn að minnast betur en gert er.

Ráð fjörtíuþúsund fífla mun gefast því verr sem fleiri koma saman. 


Allt á hausnum allstaðar

og ekkert nema aurafæð allstaðar segja sveitarfélögin hvert í kapp við annað. Allt ríkinu að kenna segja þau líka, það lét okkur hafa verkefni án þess að peningur fylgdi með.

Afleiðingin er að Borgin tapar 15 milljörðum á rekstri og Reykjavíkingur skuldar meira en 2 milljónir hver maður. Kópavogsbúinn og Hafnfirðingurinn skulda 1.2-1.5 milljón á mann og allur rekstur þeirra fer versnandi í ár.

Borgin getur hinsvegar látið hin sveitarfélögin borga sitt tap með sér í gegn um Orkuveituna og einkaleyfi sitt. Ríkið er með afgang segir Fjármálaráðherra en það vantar að borga í lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í B-deild. Þar er til dæmis þau Steingrímur Jóhann og Jóhanna líklega inni ásamt fleirum.

Björgvin hinn gamli rekur skerðingar eldra fólksins í enn einni greininni í Fréttablaðinu í dag.Seigur er karlinn sjötugur... En RSK segir vera aukningu í öllum tryggingabótum langt umfram launahækkanir. Sem sagt allt á hausnum allstaðar. Er ekki eini myndarlegi vöxturinn í fjölda öryrkja og lífeyrisþega? Og svo kemur fullt af flóttamönnum bráðum til að bæta haginn.

Hver á þá að borga meira? Er ekki Ríkið  að tala um að  lækka skatta, fella niður tolla og vörugjöld? Ríkisútvarpið ohf. er á hausnum líka. Er það hugsanlega útgerðin sem er sá eini atvinnuvegur sem ekki er á hausnum? Og ferðamannaiðnaðurinn kannski þó að opinberar tölur vanti sumstaðar nema um fjölda ferðamanna. Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0.25% og ljósmæður vantar líka pening.

Ég og mínir  þurfa líklega allir að borga meira og þú líka. Það er til gamalt lag sem fellur að lokalínunum og getur þá orðið nýr þjóðsöngur Íslendinga: Það er allt á hausnum allstaðar....

 

 

 


Að RÚVera eða ekki RÚVera?

það er spurningin. 

Við þessu er einfalt svar. RÚVera skal meðan það lýtur stjórn vinstri manna. RÚVera hægri manna eru árásir á stofnunina og útvarpskommana sem hana eiga óskipt.

Óli Björn veltir þessu fyrir sér í Morgunblaðinu í dag.

Grunnspurningar Eyþórs Arnalds og samnefndarmanna hans  eru þessar:

  • Er ohf. rekstrarformið heppilegt fyrir starfsemi Ríkisútvarpsins?
  • Á Ríkisútvarpið að vera á auglýsingamarkaði?
  • En líklegt er að eftirfarandi spurningar, sem eru áleitnar, valdi mestu um geðshræringuna:
  • Er Ríkisútvarpið best til þess fallið að ná fram markmiðum ríkisins sem snúa að íslenskri menningu, tungu og lýðræðisumræðu?
  • Er hægt að fá betri nýtingu á fjárveitingar ríkissjóðs?
  •  Miðað við síðasta rekstrarár (1. september 2014 til 31. ágúst 2015) runnu því a.m.k. 2,3 milljarðar króna í annað en innlenda dagskrá.
  • Frá því að opinbert hlutafélag var stofnað um Ríkisútvarpið hefur rekstur þess ekki verið sjálfbær.
  • Gjöld hafa verið meiri en tekjur og taprekstur verið á fjórum árum af þeim átta sem félagið hefur starfað - alls 813 milljónir króna.
  • Innheimt útvarpsgjald hefur ekki runnið óskipt til Ríkisútvarpsins.
  • Mikil fjárbinding er í stóru og óhentugu húsnæði.

Eyþór Arnalds hefur fyrir löngu sannað að hann hefur vit á rekstri.Bæði í einkarekstri og opinberum rekstri. Hann skilur að debit og kredit eru algerlega ópólitísk hugtök í daglegu lífi. Því  er hinsvegar öðruvísi farið í hugarheimi  vinstri manna að þar gilda önnur lögmál um útgjöld og tekjur. Samanber myndir af Degi Bé og fréttum af kassastöðunni hjá honum í Reykjavík. Þar er eina vandamálið að útgjöldin eru meiri en tekjurnar sem þá verður að auka.

Ef ég á að svara spurningum um RÚV þá geri ég það svo:

  • RÚV fyrirtækið að afla sér þeirra tekna sem það getur á auglýsingamarkaði eða annarsstaðar.RÚVera í botn.
  • RÚV má gera það sem það vill meðan það  lifir innan fjárlaga sem Alþingi setur.
  • RÚV er betur komið í eigin húsnæði en í okurleigu hjá lífeyrissjóðunm.  
  • RÚV á ekki að þurfa að borga lífeyrismál útvarpskommanna sem OHF  frekar en ráðuneytin sinna manna. 
  • Útvarpsstjóri á að vera bissnessmaður en ekki menningarviti.Til dæmis hlutlaus útlendingur.
  • RÚV heyri beint undir Alþingi.
  • Ekkert RÚVráð.

Ef svona er staðið að málinu þá vil ég RÚVera áfram.

 

 


218.000 í október

til viðbótar áður komnum flóttamönnum sigla á land í Evrópu.Hver þessa fólks kostar Evrópu 31000 evrur. 7 milljarða evra verða evrópskir skattgreiðendur að borga fyrir október einan.Og þeirra ráðamenn virðast allir ráðalausir.

Hvað skyldi Evrópusambandið ætla að gera? Senda þá til Íslands?

Í hádeginu  var fundað í Norræna Húsinu og talað um nauðsyn þess að taka við kvótaflóttamönnum? Er Evrópusambandið að úthluta Íslendingum kvóta af flóttamönnum svona rétt eins og Makrílnum nema kannski í öfugu hlutfalli? Höfum við ekkert um þetta að segja?

Hvenær sjá menn að það verður að hindra það að þessir bátar leggi af stað. Glæpamennirnir gera það gott í bátasölunni og líklega eru bátarnir og mótorarnir framleiddir í ESB. Fyrir okkur sem ekki trúum á ESB sannar þetta allt sem við héldum um það samband. Þetta samband getur ekki tekið ákvörðun um neitt sem skiptir máli frekar en Samfylkingin, hvað þá  VG. Þessvegna getur Evrópusmabandið aldrei tekið við hlutverki Bandaríkjanna á heimsvísu. Bandaríkin eru  það eina afl sem gætu gert eitthvað í þessu máli. En þeir hika við.

Það verður að friða Sýrland. Líklega sjá það bæði Pútín og Obama. Arabalönd geta ekki búið við lýðræði. Þetta fólk er ekki á því menningarstigi og trúarvitleysan byrgir þeim sýn alveg eins og okkur fyrir mörg hundruð árum. Þeir Pútín og Obama saman gætu verið fljótir að stilla til friðar. En þeir geta ekki fengið sig til að vinna að því saman.

Á meðan vex vandamálið um 7000 manns á dag og það eru langt í frá allt flóttamenn frá stríði. Þetta er fólk í leit að betra lífi. Er frú dr. Merkel hætt að fagna þessu fólki sem nýjum starfsfúsum höndum sem Þjóðverjar eru hættir að framleiða?

Hver er okkar kvóti af þessum 218.000 manns?


Skynsamlega skrifað um skatta

af honum frænda mínum á Mogganum, Stefáni Gunnari Sveinssyni í dag.

Stefán skrifar:

"Sú stórmerkilega frétt birtist um helgina að Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, væri nú loksins farinn að borga aftur skatta í Svíþjóð, eftir að hafa flust þaðan árið 1973. Í fréttinni var það sérstaklega tilgreint að hann hefði flutt til Sviss til þess að forðast hina háu skatta sem lagðir eru á efnafólk í Svíþjóð. Núna hefði hins vegar hægri stjórn lækkað skattana, og það ásamt andláti konu hans árið 2011, hefði sannfært Kamprad að nú væri rétti tíminn til að snúa aftur heim.

 

Ég verð að játa að ég þurfti nánast að lesa þessa frétt tvisvar, svo mikið brá mér. Eftir að hafa lifað í landi, þar sem stjórnmálastéttin nánast í heild sinni hefur talað um »hámörkun skattstofna« eins og sjálfsaflafé almennings sé ekkert nema tala í Excel-líkani, vildi ég varla trúa því að sjálfur IK í EA væri »skattaflóttamaður,« í hópi með æði skuggalegum kónum eins og Gerard Depardieu, Tom Jones og Rolling Stones.

 

Það var þá ekki rétt, sem íslenskir skattspekingar hafa haldið fram í öll þessi ár, að skattgreiðendur væru eins og svampur, sem einungis þyrfti að kreista nógu mikið. Það var þá ekki rétt að alltaf mætti hækka skatta og gjöld, án þess að það hefði nokkur áhrif á hegðun almennings, að þessu sinni með því að viðkomandi hreinlega fluttist búferlum erlendis og bjó þar bróðurpart ævinnar.

 

Í þessu samhengi má geta að auðæfi Kamprads eru metin á um fjóra milljarða Bandaríkjadala og hann borgaði að þessu sinni um 2 milljónir Bandaríkjadala, eða um 17,7 milljónir sænskra króna til sænska ríkisins. Það er hægt að kaupa nokkrar Billy-hillur fyrir það.

 

Það liggur við að það sé ótrúlegt að þurfa að nefna hin sjálfsögðu sannindi sem felast í Laffer-kúrvunni víðfrægu, nefnilega að þegar skattar eru of háir, dragast tekjurnar af þeim saman. Að sama skapi þegar hinir of háu skattar eru lækkaðir aukast tekjurnar, þar sem fleiri eru þá tilbúnir til þess að greiða þá og verða um leið ólíklegri til þess að reyna að víkja sér undan þeim, eða hreinlega að svíkja undan skatti.

 

Stundum þegar skattamál eru rædd er notuð samlíking af tíu manns á veitingahúsi sem skiptir reikningnum eftir efnahag. Ef reikningnum er skipt nægilega ójafnt þannig að hinn efnamesti telji sínum hag betur borgið annars staðar þá fer hann og borðar þar. Hinir níu sitja eftir með sárt ennið. Það má því segja að í þessu dæmi hafi Ingvar Kamprad ákveðið að snúa aftur til borðsins.

 

Sett fram á annan hátt: Hvað skyldi Svíþjóð hafa orðið af miklum tekjum frá Ingvari Kamprad á þessum 42 árum sem hann hefur búið erlendis? Með því að hrekja hann (og eflaust marga fleiri) annað hefur byrðin á þá sem eftir voru aukist nokkuð, þar sem það hefur þurft hærri skatta á þá sem eftir stóðu til þess að ná inn sama fé. Væntanlega hefur það ekki verið hugmyndin þegar skattarnir voru hækkaðir til að byrja með. <netfangið>sgs@mbl.is"

Skyldi einhverjumm sossanum í Svíþjóð ekki detta í huga að rukka karlinn afturábak? Ekki myndi ég útiloka það að óreyndu.

Við Íslendingar munum eftir því þegar tollar voru lækkaðir  af úrum þá fóru menn að kaupa þau innanlands og ríkið fékk tekjur af úrainnflutningi sem voru engar áður. Eins var með nælonsokkana, allt í einu fengust þeir í búðum. Þegar álagning var gefin frjáls skræktu kommarnir að allt myndi rjúka upp í verði. Innflutningsverð lækkaði hinsvegar því menn þurftu ekki lengur að taka "kommissjónina"  erlendis til að bæta upp tapið á innanlandsversluninni þar sem álagningin var ákveðin á skrifstofu Kristjáns verðlagsstjóra. Það var margt fleira lygilegt í þessa veru í gamla daga sem ég man ekki í svipinn.

Hugleiðing Stefáns er því þörf upprifjun fyrir Sjálfstæðismenn, sér í lagi í sveitarstjórnum, sem eru víða farnir að tala áberandi mikið og hátt um nauðsyn meiri tekna til að standa undir hinu og þessu. 

Það eru mörg dæmi til frá því í gamla daga um deyðandi skattlagningu svipað og Kamprad flýði á sínum tíma."Steingrímskan" lifir enn góðu lífi á Alþingi Íslendinga. Það þarf að skrifa og tala skynsamlega um skatta á Íslandi sérstaklega í skugga vaxandi verðbólgu og kerfismennsku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418323

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband