Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Sjálfstæðisflokksfundur í Kópavogi

var að vanda kl 10:00 í dag. Fundarefni var ekkert sérstakt að þessu sinni heldur var skírskotað til fundarmanna um að viðra skoðanir sínar á líðandi stundu.

Sem þeir gerðu.

Margt var sagt sem ekki verður fært til nokkurs sérstaks fundarmanns. En rauður þráður í máli manna var að það er mikil óánægja með störf ráðherra flokksins og baráttumál hans sum, sem ekki eru talin vænleg til fylgisaukningar. Ennfremur er gríðarleg óánægja með að þingsköpum sé ekki breytt svo að Alþingi geti starfað og afgreitt mál. Líklega er öll þjóðin utan þings forviða á þessu atriði sem horfir á málþófið dag eftir dag.  

Af vondum málum flokksins stóð fremst áfengisfumvarpið. Þetta væri ómerkilegt mál sem breytti engu fyrir almenning. En sem mál væri það að skaða fylgi flokksins gríðarlega og skyggði á önnur mál betri. Þótti fundarmönnum það vægast sagt léleg herkænska að vera að dvelja svona við svo umdeilt málefni og urðu býsna harðorðir í garð flokksforystunnar.

Annað mál var frumvarp um lögverndun starfsheitisins leiðsögumaður. Þessu erindi Félags Leiðsögumanna frá hafnað afgerandi á landsfundi flokksins. Nú flytur flokkurinn þetta á þingi eins og landsfundur hafi ekki farið fram? 

Þessi bloggari hafði samband við Félag leiðsögumanna fyrir þeirra aðalfund og vildi að þeir tækju okkur próflausa en reynda leiðsögumenn inn í sitt félag sem einskonar B-meðlimi eða Junior-Guides. Þannig væru allir leiðsögumenn sameinaðir undir einum hatti og merki og stæðu þar með betur að vígi. En forystumenn félagsins hundsuðu þetta með öllu og vilja líklega einokun fyrir sig að hætti kvótakerfis LÍÚ, sem er enn eitt mál sem fylgir Sjálfstæðisflokknum eins og skugginn hans.

Þá er greiðasta leiðin fyrir Félag leiðsögumanna til einokunar fundin í gegn um þingflokk Sjálfstæðisflokksins sem fer þvert á Landsfundarsamþykktir til að þjónka undir þetta sérstaka mál. Enn dæmi um litla herkænsku og lélega framgöngu þingflokks og ráðherra flokksins.

Fjármál flokksins bar einnig á góma. Það væri eytt umfram aflafé í kosningum víðast hvar. Flokksfélög um landið væru mörg með hala af óreiðuskuldum frá liðnum kosningum. Fram kom athyglisverð tillaga frá einum fundarmanna. En hún var sú að frambjóðendur flokksins mynduðu hlutafélag fyrir kosningabaráttu þar sem efstu menn væru stjórnarmenn og oddvitinn formaður. Þetta hlutafélag annaðist alfarið fjármögnun og rekstur kosningabaráttunnar. Safnaði styrkjum frá Sjálfstæðisfélögum og almenningi til allra framkvænda og greiddi fyrir þær. Þeir kæmust ekki frá þessu nema ljúka dæminu í stað þess að stökkva frá borði ábyrgðarlausir eftir kosningar, hvort sem þær ynnust eða töpuðust.Gerðu þeir gjaldþrot yrðu þeir óhæfir til frekari stjórnarsetu í félögum.

Fundurinn var einhuga um að það væri ekki góð pólitík að draga ekki áfengisfumvarpið til baka áður en það veldur flokknum meiri skaða en orðið er. Það væri óskynsamlegt hjá flokki í vörn að vera reita suma flokksmenn sína, sérstaklega þá eldri og tryggustu, til reiði  með þarflausum ásteytingarsteinum eins og þessu brennivínsfrumvarpi. Flokkurinn uppsker það eitt og vera kallaður sérhagsmunaplógur heildsalanna og HAGA þegar okkar gömlu slagorð væru stétt með stétt og gjör rétt þol ei órétt.  

Það var álit fundarmanna að dráttur flokksins á því að leiðrétta kjör ellilífeyrisþega hafi valið flokknum fylgishruni í röðum tryggustu fylgismannanna sem væru eldri borgarar. Þetta hefði valdið ómældum skaða á fylgi flokksins.  Á sama  tíma var verið aðleiðrétta kjör ráðherra og dómara.Ungur maður sagði að fylgishrunið núna væri ekki einungis á aldursbilinu 18-29 ára heldur væri það aldursflokkurinn frá 18 til 49 eins og hann legði sig. Því í þeim hópi væru foreldrar þessa fólks sem lægi óbætt hjá garði.

Það eru fráleitt friðvænlegir tímar í vændum innan Sjálfstæðisflokksins. Né geta ráðherrar flokksins vænst þess að geta setið á friðstólum sínum eins og þeir séu fegurðardísir á palli í einhverri  MissMinister keppni.

Það kraumar greinilega þung undiralda í Sjálfstæðisflokknum sem er ekki dauður úr öllum æðum hafi einhver haldið það og ráðherrum er því vænst að taka vara á sér.

Sjálfstæðisflokkurinn á þessum laugardagsfundi var ekki á þeim buxum að gefast upp fyrir  einhverri óstofnaðri Viðreisn né einhverjum hulduher Pírata enda leyfir saga hans og hugsjónir slíkt ekki.


Stöðugleika-framlag eða skattur

það er vafinn sem okkar þjóðar-Hamlet þarf að svara.

Það er langur vegur á milli þeirra sem meta fyrra afbrigðið á móti því síðara. Munar hugsanlega helmingi.Og út úr því koma engir peningar heldur einhverjir efnisgripir. Eins og skuldir Reykjanesbæjar, máls-og launakostnaður skilanefndarinnar sem eru hluti af efnahag Íslandsbanka. Og margt fleira er til nefnt.

Þegar stöðugleikaskatturinn var kynntur af stjórnarforystunni í Hörpu þá leist mönnum vel á. Síðan er eins og ríkisstjórnin sé hætt að trúa á hæfni íslenska fullveldisins til þess að leggja á þá skatta innanlands sem enginn getur dregið í efa.

Stjórnarþingmaður hélt þessu  sem áhættu mjög fram á fundi í Kópavogi gegn mikilli andspyrnu fundarmanna.Þá sagðist bloggara svo frá:"Fundurinn fór eiginlega úr böndunum svo hart var sótt að Sigríði og missti fundarstjórinn nokkuð stjórn á honum vegna æsinga fundarmanna sem hótuðu að ganga úr flokknum og hætta að kjósa hann ef stjórnvöld ætluðu að lyppast svona niður í því að halda á hagsmunum almennings." 

Ríkisstjórnin verður að gera sér ljóst að trúverðugleiki hennar hjá almenningi er allur undir ef fólk telur að hún hafi glutrað þessu máli niður. Og trúverðugleiki flokkanna líka.

Flestir ólöglærðir telja að íslenska fullvalda ríkið geti lagt á skatta á Íslendinga og innlenda lögaðila eins og því sýnist. Ef einhverjum mislíkar þá getur hann skotið lagatextanum til Hæstaréttar sem verður að dæma eftir lögum aðeins.  

Er ekki allt annað hjóm og hræðsluáróður eins og að Evrópudómstóll eða Mannréttindadómstóll geti eitthvað breytt lögum á Íslandi?  Getum við ekki bara sagt okkur frá slíku ef með þarf? Til hvers eigum við að vera að hika við stöðugleikaskattinn?

850 milljarða stöðugleikaskattur var góð tillaga þó að sumum finndist hún vera of lág. Að fara að taka eitthvað rýrara í staðinn er fráleitt. Leggjum stöðuleikaskattinn á og innheimtum hann með fullri hörku og hættum að vera hrædd við að vera eða vera ekki. 

 

 

 

 


Hræsnin uppmáluð

Katrínlítur út eins og konan á myndinni:

" Ég held að hátt­virt­ir þing­menn verði að hlusta eft­ir þess­ari kröfu lands­manna, meira en 50 þúsund lands­manna, um að for­gangsraða í þágu heil­brigðis­kerf­is­ins,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, á Alþingi í dag og vísaði þar til und­ir­skrifta­söfn­un­ar Kára Stef­áns­son­ar, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, þar sem þess er kraf­ist að 11% af lands­fram­leiðslu verði varið til heil­brigðis­kerf­is­ins.

Hins veg­ar vöknuðu upp spurn­ing­ar þegar þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans spyrðu að því hvar taka ætti pen­ing­ana. „Þarna kom­um við að grund­vall­ar­spurn­ing­ar í ís­lensk­um stjórn­mál­um sem snýst um það hver á um­fang sam­neysl­unn­ar að vera og hvernig ná­kvæm­lega ætl­um við að fjár­magna hana,“ sagði Katrín. Sakaði hún stjórn­ar­meiri­hlut­ann um að hafa unnið mark­visst að því að veikja tekju­stofna rík­is­ins. Meðal ann­ars með lækk­un veiðigjalda og breyt­ing­um á skatt­kerf­inu. VG hefði lagt til fyr­ir síðustu kosn­ing­ar að tekj­ur­stofn­ar rík­is­ins yrðu óbreytt­ir.

„Ég held að þessi und­ir­skrifta­söfn­un, sem snýst fyrst og fremst um þetta, um það hvert um­fang sam­neysl­unn­ar eigi að vera og hvernig ná­kvæm­lega þurfa þá stjórn­mála­menn að svara því eigi að fjár­magna hana, sýni að al­menn­ing­ur vill setja þessi mál á dag­skrá. Og ég held að hátt­virt­ir þing­menn megi ekki dauf­heyr­ast við því held­ur taka al­var­lega þann ríka vilja sem þarna birt­ist í að efla innviði sam­fé­lags­ins okk­ar og þá þarf auðvitað að horfa til tekju­öfl­un­ar­inn­ar herra for­seti og það þarf nýja hugs­un í þeim mál­um.“

Á sama tíma gefur sama Katrín ekkert fyrir undirskriftir 70.000 Íslendinga  sem þeir Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson söfnuðu undir yfirskriftinni Hjartað í Vatnsmýrinni til stuðnings áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri.

Í Borgarstjórn samþykkir hún áframhaldandi stefnu flugvallarfénda og skipulagstudda gegn vilja nærri 83 % þjóðarinnar ef marka má skoðanakönnun mína sem nú hefur staðið árum saman hér á síðunni og nærri tólf þúsund manns hafa tekið þátt í til þessa.

Hvernig skyldi um fleiri mál ef Katrín Jakobsdóttir sést vera bara hræsnin uppmáluð í flugvallarmálinu?  


Donald Trump

heldur áfram að rúlla þeim upp andstæðingunum.

Honum tekst alltaf að komast út á toppnum og lendir alltaf á öllum fjórum eins og fimasti köttur.

Hann vann kappræðurnar án þess að taka þátt í þeim.

Ég styð Donald Trump umfram hina þó ekki nema væri vegna þess hvað Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur líst illa á hann og ekki get ég stutt Hillary af sömu ástæðu. 


Orsök hrunsins

liggur Frosta Sigurjónssyni í augum uppi. Hann skrifað þetta í greinargerð með tillögum sínum um stjórnskipun Lýðveldisins í desember 12.12.2012. Spurning er hvort þessu máli er nægilegur gaumur gefinn.

Bankarnir vaða hér um eftirlitslaust og prenta peninga. Sumir segja að þeir stefni þjóðinni ótrauðir til annars hruns undir forystu Seðlabankans sem leyfir þeim að hækka vexti og laða þannig að aflandskrónur sem blási upp hrunbóluna.

" Umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 12. 12 2012: 

Peningavaldið - Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 - Mál nr. 415.


Með peningavaldi er átt við valdið til að búa til peninga, eða ígildi peninga, og setja í umferð.

Ógætileg meðferð peningavaldsins er vafalítið ein af höfuðástæðum hrunsins og má færa rök fyrir því að ný stjórnarskrá fjalli um peningavaldið og hvernig skuli koma í veg fyrir að því verði misbeitt.

Stjórnarskrá þarf einnig að gera greinarmun á valdi til útgáfu og úthlutunar nýrra peninga en þessi tvö valdsvið mega ekki vera á sömu hendi.

Það hlýtur að teljast alvarlegur galli á stjórnarskrárfrumvarpinu að í því sé ekki gerð tilraun til að koma böndum á peningavaldið.

GREINARGERÐ

Taumlaus peningamyndun er meginorsök hrunsins
Við einkavæðingu viðskiptabankanna árið 2002 færðist peningavaldið að mestu leiti frá ríkinu til eigenda bankanna. Á næstu fimm árum ríflega fimmfölduðu einkabankarnir peningamagn í umferð. Sú aukning var gersamlega úr samhengi við vöxt þjóðartekna og afleiðingin var hrun gjaldmiðilsins.

Enn hefur ekkert verið gert til að koma peningavaldinu í skjól fyrir sérhagsmunum. Enn hafa einkabankarnir aðstöðu til að búa til peninga og ákveða hver skuli fá nýja peninga. Verði þessu ekki breytt, mun það halda áfram að bitna á landsmönnum með verðbólgu, vaxtabyrði, óstöðugleika og skuldsetningu.

Viðskiptabankar búa til ígildi peninga með útlánum
Viðskiptabankar eru í aðstöðu til að skapa ígildi peninga með útlánum. Viðskiptabanki skapar ígildi peninga með því að veita lán og afhenda lántakanda innstæðu í stað seðla. Innstæðuna býr bankinn til úr engu. Innstæðan er í raun loforð bankans um að afhenda seðla hvenær sem óskað er. Innstæðan er handhægari en seðlar og lántaki og allir aðrir líta á innstæðu í banka sem ígildi peninga, enda er hægt að nota þær til að greiða skuldir og jafnvel skatta.

Peningamyndun er skattheimta
Bankinn hagnast mjög á því að búa til ígildi peninga, því hann greiðir litla sem enga vexti á innstæðuna en innheimtir hins vegar markaðsvexti á útlánið. Íslenskir bankar hafa búið til 1.000 milljarða með þessum hætti og nema tekjur banka af vaxtamun inn- og útlána tugum milljarða árlega.

Banki sem eykur eigið fé sitt um 2 milljarða getur búið til 25 milljarða af nýjum innstæðum og lánað þær út (miðað við 8% eiginfjárkröfu). Þegar veitt eru ný lán myndast innlán sem eru nýir peningar og rýra verðgildi þeirra peninga sem fyrir eru. Innstæður í bönkum eru í minna mæli óverðtryggðar en útlán og bankar græða því á rýrnun þeirra.

Fái bankar að beita peningavaldinu í eigin þágu, er ekki við öðru að búast en þeir leggi sig alla fram um að auka gróða sinn af vaxtamun og verðbólgu, þótt það verði á kostnað alls almennings.

Alþjóðlegt vandamál
Sama fyrirkomulag peningamála er við lýði í nær öllum löndum. Peningavaldið er víðast hvar komið í hendur einkaaðila. Afleiðingin er nánast taumlaus peningaprentun. Vaxtabyrði þjóða af því að hafa gjaldmiðil sinn að láni frá einkabönkum þyngir í sífellu skuldabyrði þeirra. Svo er komið að alvarleg skuldakreppa ríkir í heiminum og á torgum stórborga safnast almenningur saman til að mótmæla ráðaleysi stjórnvalda.

Peningavaldið tilheyrir þjóðinni
Taka þarf peningavaldið frá viðskiptabönkunum og skipta því upp milli seðlabanka og ríkisstjórnar landsins.

En það nægir ekki að koma peningavaldinu til ríkisins, einnig þarf að tryggja tvískiptingu valdsins til að draga úr freistnivanda.

Seðlabanki fari með útgáfuvald peninga
Seðlabankinn gefur í dag út seðla og mynt, en þessir miðlar eru sáralítið notaðir í viðskiptum. Bankainnstæður (rafrænir peningar) búnar til af einkabönkum eru uppistaðan í peningamagni landsins. Bankar skapa peninga með útlánum og nær allt fé í landinu er myndað með þessum hætti og ber vexti sem greiðast bönkum. Þessu þarf að breyta.

Aðeins Seðlabanki ætti að hafa leyfi til að búa til peninga fyrir  fyrir hagkerfið og hann getur gert það án skuldsetningar.

Seðlabanki á að meta og stýra því hve mikið peningamagn er í hagkerfinu á hverjum tíma, út frá þjóðhagslegum markmiðum eins og verðbólgu, sjálfbærum hagvexti, atvinnuleysi og fleiri þáttum.

Ríkisstjórn fari með úthlutunarvald peninga
Í dag ákveða bankar hverjum skuli afhenda nýtt fé og til hvers það skal notað. Hagsmunir bankans ráða þar för, þótt nýir peningar rýri alla peninga sem fyrir eru í kerfinu.

Þar sem nýir peningar valda kostnaði hjá öllum almenningi, er eðlileg krafa að nýjum peningum sé ráðstafað með lýðræðislegum hætti. Ríkisstjórn er best til þess fallin og getur gert það með fjárlögum.

Nánari upplýsingar um peningavald og skiptingu þess má finna áwww.betrapeningakerfi.is

Virðingarfyllst


Frosti Sigurjónsson
rekstrarhagfræðingur"

 

Er einhver þess umkominn að segja að þetta sé rangt hjá hagfræðingnum Frosta? Ég get ekki séð að svo sé þó hugsanlega séu fleiri þættir sem ráða peningaskortinum sem er viðvarandi í þessu þjóðfélagi.

Hér eru til nógir peningar til að byggja hótel á öðru hverju götuhorni. En það er útilokað að finna peninga til að borga nýjan spítala? Það er ekki hægt að hjálpa fátæku fólki? Hvaða þá ellibelgjum? Eiga þeir síðastnefndu nokkra framfærslukröfu á núverandi samfélag þó annað sé sagt á tyllidögum? Röklega er það hæpið.

Kári heimtar nýja skatta til þess að moka 80 milljörðum ótilgreint meira í heilbrigðiskerfið. Hærri laun og meira flotterí? Hvenær mun þurfa enn meira? Því hefur Kári ekki svarað. Af hverju á að byggja flatan spítala við Hringbraut þegar betra er að byggja turn? Engin svör?

Orsök hrunsins var hélt ég að bönkunum leyfðist að slá ótakmarkað í útlöndum og lána íslenskum almenningi prentpeninga sem lögum samkvæmt mátti ekki og var dæmt ólöglegt af Hæstarétti stundum en stundum ekki. Svo var lánað ótryggt allskyns skálkum sem fóru út í heim með aurana og borguðu ekki til baka vagna vankunnáttu bankastjóranna í grunnatriðum bankafræði.Sumir þeirra eru nú látnir gjalda fyrir vanþekkinguna.

Seðlabankinn gat bundið þessar erlendu lántökur bankanna en gerði ekki. Hann er því beinlínis ábyrgur fyrir því að banksterarnir gátu komið sér og landinu á hausinn.

Þannig tapaði ég mínum 4 bönkum, Icesave og allr þeirri gargandi snilld sem það var ef rétt hefði verið að staðið. Nú eru einhverjir að reka þessa gömlu banka mína í sömu húsum, með sömu málverkin á veggjunum, sömu tölvurnar, sama starfsfólkið. Eini munurinn að ég er úti en þjófarnir, ríkið og vogunarsjóðirnir sem Steingrímur J. fyrir hönd ríkisins, skenkti Íslands-og Arajón-bankana, eru inni.

Hefðu kratarnir ekki rekið sinn venjulega svikarýting í bak Geirs H. Haarde eins og þeir gerðu fyrr við Þorstein Pálsson hefði Steingrímur J. aldrei komist til að valda þjóðarslysinu í bankamálunum.

Varla verður rýtingsstungum krata gleymt í stjórnmálasögunni. Enda telja þeir slíkt sitt aðalsmerki eins og Benedikt Gröndal lýsti flokknum. Kratar hafa yfirleitt verið vanhæfastir til vináttu í íslenskum stjórnmálum. Hviklyndið virðist samgróið kratismanum eins og við blasir í Samfylkingunni.  

Orsakir hrunsins eru sjálfsagt fleiri en Frosti tilgreinir en stjórnlaus innlend peningaprentun er áreiðanlega ein þeirra.

 


9 581 593

þeirra sem töldust Svíar um síðustu áramót ætla að reka 80.000 hælisleitendur úr landi hið bráðasta.

Íslendingar töldust vera 329.607 um síðustu áramót. Það gerir 3.44 % af Svíum. Við getum því rekið  2.752 hælisleitendur úr landi á næstunni án þess að vera taldir vondir "miðað við þær þjóðir sem við helst berum okkur saman við" svo orðaval GGF sé notað.

Nú gildir að passa upp á norrænt samstarf og fylgja þeim fast á eftir. Hætta að kvelja þetta fólk sem er að bíða eftir hæli hér.Bara reka það út eins og 9.581.593 Svíar ætla að gera.

 

 


Ólga í Pírataflokknum

hlýtur óhjákvæmilega að vera mikil. Þessi flokkur hefur aldrei komið saman til að kjósa sér forystu hvað þá annað.

Það er mikil einföldun og sjálfsblekking ef Birgitta heldur að hún sé óskoraður leiðtogi flokksins. Ef ég til dæmis geng í flokkinn til að komast á landsfundinn þá getur hún ekki bókað að ég kjósi hana sem formann frekar en einhvern annan.

Flokkurinn hefur heldur aldrei kosið sér stefnumál. Ef Birgitta heldur að fimbulfambið í henni og Helga Hrafni höfði til almennra flokksmanna þá er það nær örugglega ofmat eða misskilningur á eðli flokksmanna. 

Verkurinn er sá að þetta er ekki flokkur heldur þrýstihópur sem enginn fer fyrir. Þessir sérvitringar sem nú fara fyrir flokknum eru ekki kosnir af núverandi flokki heldur brotabroti hans.

Ef einhversstaðar hlýtur að vera ólga þá er það í Pírataflokknum. Sem er allt annar flokkur en Pírataflokkur Birgittu.


Ólga í Sjálfstæðisflokknum

virðist mér vera vaxandi.

Málefni forystu flokksins eru mikið rædd meðal óbreyttra flokksmanna þar sem ég kem.  Menn spyrja sig hvernig forystan sé að bregðast við þeim tölum sem berast úr skoðankönnunum? Fylgi flokksins fer stöðugt minnkandi.

Er forystan að grípa til varna?

Get ég eitthvað gert til að hjálpa til?

Eða er ég vandamálið? 

Hvert stefnir með þennan flokk í næstu kosningum? Getur hann tekið á sínum málum þá ef hann gerir  það ekki núna? Eða er hann að gera það og ég er bara ímyndunarveikur?

Mikið væri ég feginn ef ég væri einn um að skynja ólgu í Sjálfstæðisflokknum.


Léttar viðskiptafréttir

eins og venjulega.

Bakkabræður ná undir sig Bakkavör. Búið að aflúsa og allt komið í fyrra horf.

Selt í Símanum, enginn veit hver keypti.

Samskipum er stjórnað frá Kvíabryggju og er með miklar ráðagerðir í um hótelbyggingar. Fleiri hótelkeðjum er stjórnað þaðan? Er ekki hægt að taka upp helgarafplánanir í íslenska réttarkerfinu  eins og tíðkast í Þýskalandi fyrir fyllerískeyrslu? Það er ótækt að sóa kröftum okkar bestu sona svona.

Lífeyrissjóðir bólgna út í 15 % af launaveltu landsmanna.Enginn er kjörinn til að stjórna þeim. Þeir sem stjórna þeim eru bara örfáir handvaldir venjulegir strákar sem spila matatdor með eftirlaunin þín. Ef þeir tapa, þá gerir það ekkert til því það er nefnilega vitlaust gefið. Það ert þú sem tapar en ekki þeir.

Ekkert athugavert við söluna á Borgun. Ekkert athugavert við bankastjórann sem seldi án þess að tala við bankaráðið. Borgun er flott fyrirtæki sem borgaði eitt sinn stórsekt fyrir samsæri gegn almenningi. Það var allt í lagi því að Visa var tekið tvisvar og forstjórinn þar fékk verðlaun fyrir..

Viðskiptabönn á Rússa og Ísrael halda áfram og þykja bara viðunandi. Fleiri flóttamenn og hælisleitendur gegn fátækt á Íslandi.2.5 % meira í heilbrigðiskerfið svo hægt sé að hækka launin í því upp í mannsæmandi?

Óskuldsetti hluti gjaldeyrisforðans vex og fer að nálgast helming. Er einhver að tala um gjaldeyrishöft? Finnur einhver fyrir þeim?

Þetta er hluti af hinum óendanlega léttleika tilverunnar í viðskiptafréttum dagsins. 

 


Formaður VG Forseti?

Katrín Jakobsdóttir leiðir frambjóðendur afgerandi sem næsti Forseti Íslands.

Hún er formaður í VG-grænu framboði. Hún tók við af Steingrími J. Sigfússyni sem var formaður kvöldið fyrir kjördag 2009.

Hlustið á myndbandið hér á eftir:

Steingrímur J. Sigfússon sveikst aftan að þjóðinni með kosningaloforði sínu í Sjónvarpi kvöldið fyrir kjördag 2009 (myndband afhjúpar hann!)

Greypileg kosningasvik formanns VG og leiðitamra í flokki hans varðandi umsókn um inngöngu í Evrópusambandið sitja enn í mörgum. Hefur pólitíkus nokkurn tímann tekið U-beygju jafn-hratt og gróflega fyrir ráðherrastóla?

Orð Steingríms J. Sigfússonar hér á eftir eru á tæru: hvernig hann narraði þjóðina með eindregnu kosningaloforði fyrir maíkosningarnar 2009 um að fara EKKI í aðildarviðræður, en sneri algerlega við blaðinu með þátttöku sinni og annarra í VG í ESB-umsókn Össurar og Jóhönnu strax þá um sumarið. Sjáið þetta afhjúpandi hálfrar mínútu myndband, daginn fyrir kosningarnar 2009:

https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac

Hver getur nokkurn tímann trreyst kommúnistaflokki sem hefur þannig formann. Tilbúinn að selja hvað sem er fyrir eigin vegtyllu. Svo heldur hann því líka fram í alvöru að hann hafi bjargað þjóðinni!! Það eina sem er alveg öruggt er að hann bætti myndarlega við tekjustaflann og eftirlaunin sjálfs sín.

Katrín Jakobsdóttir er arftakinn. Er hún ekki meðábyrg þegar hún greiddi alltaf atkvæði með formanninum? Hefur flokkurinn VG eitthvað breyst? Er þetta ekki sama fólkið og þá?

Eiga kjósendur auðvelt með að gleyma þessu?

Nógu auðveldlega til þess að fimmti hver kjósandi styðji Katrínu Jakobsdóttur til embættis Forseta Íslands? 

Hver treystir VG eða formanni þess flokks?


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 3420141

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband