Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
18.4.2016 | 17:02
Takk Ólafur
fyrir að yfirgefa okkur ekki í vanda.
Nú verður Alþingi að gyrða sig í brók og finna leið til að forða okkur frá því að kjósa Forseta lýðveldisins Íslands nokkurn tímann með minnihlutakosningu. Forsetinn verður að hafa umboð sem hafið er yfir allan vafa.Og Forsetaembættið skiptir greinilega máli þegar þjóðin á í vanda.
Þetta var viturleg ákvörðun hjá dr. Ólafi og sýnir að hann metur aðstæður í þjóðfélaginu með réttum hætti. Hann fórnar sjálfum sér og þægindum gullnu áranna fyrir okkur.
Án þess að rökstyðja það frekar að þetta hafi verið besti leikurinn fyrir þjóðina við núverandi stjórnmálaaðstæður, þá segi ég einfaldlega:
Takk Ólafur.
17.4.2016 | 23:12
Smá sýnishorn
af innréttingu vinstri manna fæst á síðu Magnúsar Helga Björgvinssonar úr Kópavogi sem ég hef hingað til haldið að væri að reyna að vera málefnalegur.
"Sýnist að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að ræsa alla skítadreifara flokksins og þeir fara nú hamförum. Hallur Helgason, Hannes Hólmsetinn veggurinn.is einhver ömurlegur Sveinn á eyjan.is og fleiri og fleiri.
Og nú skal fela stöðunna sem Sjálfstæðisflokkurinn er í vegna lekamálsins með því að ráðast í að klína smörklípum á allt og alla óháð því hvort það sé satt eða logið.
Það er ekki verið að fjalla um málefnin heldur ráðist beint að fólki. Vantar alveg að þeir skýri hvað þessar ásakanir þeirra sem fæstar standast skoðun (sennilega engin) eiga að hafa með vandamál þeirra flokksmanna að gera. það er jú verið að reyna að milda högginn sem koma við frekari birtingu á lekagögnum á næstunni.
En þeir skildu átta sig á því að fólk er almennt löngu hætt að hlusta á svona pakk."
Var þetta virkilega svona mikið áfall að sjá Sjálfstæðisflokkinn rísa um 5 % í skoðanakönnun? Er sá flokkur barasta skítadreifari sem 27 % landsmanna ætla að styðja?
Hefur Magnús Helgi ekki verki með þessu hugarástandi sínu?
Vonandi er þetta smá sýnishorn ekki ávísun á nýja tíma kratismans á Íslandi frekar en vísbending um vaxandi áhyggjur af því að fólkið sé að átta sig að stjórnmál skipta máli þó menn ræði þau í hálfkæringi eins og ég vona að Magnús Helgi sé í rauninni að gera í þessu smá sýnishorni af andlegri líðan sinni.
16.4.2016 | 22:55
Orð í tíma töluð
koma frá Vilhjálmi Birgissyni á Akranesi þegar Andra Snæ Magnasyni finnst hann verðskulda að komast á framfæri þjóðarinnar sem Forseti Lýðveldisins Íslands til að leysa dr. Ólaf Ragnar Grímsson af þeirri vakt.
Vilhjálmur skrifar:(leturbreyt. mínar)
Í nóvember í fyrra spyr Andri Snær Magnason hvers vegna íslensk ungmenni ættu að vilja vinna í stóriðju í sinni heimabyggð þegar þeim stendur allur heimurinn til boða. Andri segir líka í þessari grein sem hann skrifaði að þeir sem alast upp á Íslandi njóti þeirra forréttinda, ólíkt flestum jarðarbúum í gjörvallri mannkynssögunni, að geta valið sér starfsvettvang í öllum heiminum.
Það má vel vera rétt hjá Andra að ungt fólk hér á landi njóti þeirra forréttinda að geta valið sér starfsvettvang í öllum heiminum. Hinsvegar er alveg ljóst að fáir njóta þeirra forréttinda sem hann nýtur, að geta verið á listamannalaunum í rúm 9 ár og fengið frá íslenskum skattgreiðendum rúmar 38 milljónir og nýtt tímann sinn vel í að kasta rýrð á önnur störf sem að eru unnin hér á landi eins og til dæmis stóriðjustörfin. En þessi störf eru að skila íslensku þjóðarbúi gjaldeyristekjum sem hjálpa við að íslenskt samfélag geti haldið hér úti góðu velferðarkerfi, menntakerfi og öðrum nauðsynjum sem hvert samfélag þarf að búa við.
Ég veit að fjölmargir starfsmenn sem starfa í stóriðjum vítt og breitt um landið eru farnir að taka þessa neikvæðu umræðu um þá starfsemi sem innt er af hendi í stóriðjunum, inn á sig og finnst hún oft á tíðum vera afar óvægin. Sem betur fer hefur okkur tekist að láta þessa stóriðju greiða mun betri laun en gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði en þeirri vinnu við að bæta kjör þeirra sem starfa í þessum verksmiðjum er hvergi nærri lokið.
Það er dapurlegt að heyra rithöfundinn sem skilað hefur einni bók á síðustu 10 árum og verið á launum hjá íslenskum skattgreiðendum ráðast sífellt á störf sem hér skapa íslensku samfélagi gjaldeyristekjur því það er mikilvægt að við sýnum öllum störfum virðingu og hættum að tala þau niður. Það er ljóst að ef ekki nyti við fyrirtækja sem afla hér gjaldeyris fyrir íslenskt þjóðarbú þá væri hann og aðrir listamenn hér á landi ekki að njóta þeirra forréttinda að geta verið á listamannalaunum í allt að 10 ár eins og í hans tilfelli, listamannalaunum sem nema tæpum 40 milljónum á umræddu tímabili.
Er alþýða manna látin ala margar nöðrur sér við brjóst án þess að vera frædd um ávöxtunina? Eru margir "rithöfundar" komnir á sjálfstýringu í ríkisframfærslu án þess að skila markverðu á móti til þeirra sem borga?
Þetta eru orð í tíma töluð hjá Vilhjálmi Birgissyni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.4.2016 kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.4.2016 | 13:13
Trump er orðinn tabú
hjá íslensku 101 þjóðinni sem stjórnar fjölmiðlunum á Ísandi. Hafa menn tekið eftir því hversu skipulega er gengið til verks í þöggun um þennan mann?
Það eru bara fluttar fréttir af framgöngu sósialistanna Clinton og Sanders. Það er eins og Trump sé ekki lengur í framboði, svo skipulega ganga allir fjölmiðlar fram. Og Morgunblaðið meðtalið af öllum.
Fólk verður að hafa fyrir því að fá fréttir af besta frambjóðandanum þar vestra. Manninum sem getur komið með nýja tíma í kratavellunni sem þar vestra hefur riðið húsum í langan tíma.
Trump á ekki að vera tabú heldur raunverulegur kostur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
16.4.2016 | 13:04
Geðilega góð ný rödd
í pólitík finnst mér hljóma frá Lilju Alfreðsdóttur nýja utanríkisráðherranum. Í fyrsta sinn í langan tíma víkur ráðherra að þjóðaröryggismálum Íslendinga sem fram að þessu hefur yfirleitt verið afgreitt með kellingavæli og uppþotum vinstra liðsins.
Hún skrifar í Morgunblaðið í dag:(Bloggari feitletrar að vild)
"Söguleg stund átti sér stað á Alþingi í vikunni þegar tillaga um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland var samþykkt mótatkvæðalaust. Samþykktin markar tímamót í lýðveldissögunni þar sem aldrei áður hefur verið mörkuð heildstæð stefna um þjóðaröryggi Íslendinga.
Í raun hefur aldrei verið jafn brýnt að stjórnvöld marki slíka stefnu. Að öryggis- og varnarumhverfi Íslands og annarra Evrópuríkja stafa margar og flóknar áskoranir sem birtast okkur nær daglega í fyrirsögnum og fréttum. Fyrir stjórnvöld er það mikill ábyrgðarhluti að í síkvikum heimi alþjóðastjórnmála þar sem veðrabrigða gætir oft fyrirvaralaust sé til staðar skýr stefnumörkun um framkvæmd þjóðaröryggis.
Fyrir herlausa þjóð er vissulega um stórt skref að ræða en þetta skref er tekið með raunsæi og pólitíska sátt að leiðarljósi. Forsendurnar eru skýrar: Það er frumskylda stjórnvalda hvers ríkis að tryggja öryggi og varnir lands og þjóðar gagnvart þeim ógnum sem kunna að valda borgurum, stjórnkerfi og grunnvirkjum samfélagsins stórfelldum skaða hvort sem um er að ræða innri eða ytri ógnir, af mannavöldum eða vegna náttúruhamfara. Hin nýja þjóðaröryggisstefna endurspeglar stöðu Íslands sem fámennrar eyþjóðar í Norður-Atlantshafi sem hvorki hefur vilja né burði til að ráða yfir eigin her og tryggir öryggi og varnir sínar með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana.
Ástæða er til að staldra við atburði á síðustu misserum og líta á þróun mála í okkar nánasta öryggisumhverfi, sem minna á að öryggi er ekki sjálfgefið. Það er afar brýnt að stilla saman strengi og horfa með heildstæðum hætti á öryggismál.
Þjóðaröryggisstefnan er slíkt tæki. Þjóðaröryggisstefnan nær jafnt til virkrar utanríkisstefnu, varnarstefnu og almannaöryggis og gerir meðal annars ráð fyrir að sett verði á fót sérstakt þjóðaröryggisráð sem hafi yfirsýn með framkvæmd stefnumiðanna og stuðli að virkri umræðu um öryggis- og varnarmál.
Þegar er hafin vinna við frumvarp sem ég hyggst leggja fram, í samvinnu við innanríkisráðherra, til laga um stofnun þjóðaröryggisráðs líkt og stefnan kveður á um, og viðhalda áfram þeirri samstöðu sem ríkt hefur um málaflokkinn. Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland er í stöðugri mótun og tekur mið af þróun öryggismála á hverjum tíma.
Samkvæmt ályktuninni sem samþykkt var í vikunni skal hún endurskoðuð á að minnsta kosti fimm ára fresti og ég tel brýnt að um hana fari fram regluleg umræða. Horft verður sérstaklega til umhverfis- og öryggishagsmuna Íslands á norðurslóðum og að aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verði áfram lykilstoðir í vörnum landsins.
Norræn samvinna um öryggis- og varnarmál verði ennfremur efld og þróuð og áfram lögð áhersla á virkt alþjóðasamstarf á grundvelli alþjóðalaga og virðingu fyrir mannréttindum. Tryggt verði að í landinu séu til staðar varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta áskorunum í öryggis- og varnarmálum.
Stefna stjórnvalda í almannavarna og öryggismálum sé hluti af þjóðar- öryggisstefnu og tekið verði mið af ógnum sem tengjast loftslagsbreytingum, náttúruhamförum, fæðu- og matvælaöryggi, heilbrigðisöryggi og farsóttum. Öryggisumhverfi Íslands er einnig mótað af nýjum áskorunum sem þjóðaröryggisstefnan tekur mið af. Þar er áréttað að stuðlað verði að auknu netöryggi og að stefna stjórnvalda taki mið af hryðjuverkaógn, skipulagðri glæpastarfsemi og ógnum við fjármála- og efnahagsöryggi.
Þá verði Ísland og íslensk landhelgi friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.
Það var mér sérstök ánægja að taka þátt í umræðunum á Alþingi í aðdraganda samþykktarinnar og verða vitni að þeirri sátt og samstöðu sem ríkti um þennan mikilvæga málaflokk. Um leið og ég ítreka ánægju mína með stefnuna og þakklæti til þeirra sem lögð lóð á vogarskálarnar við vinnu henni tengda vil ég undirstrika að þjóðar- öryggi Íslendinga byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim grunngildum sem okkur Íslendingum eru svo kær lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbærri þróun, afvopnun og friðsamlegri lausn deilumála.
Aðdragandi þjóðaröryggisstefnunnar hefur verið langur. Allt frá upphafi var lögð áhersla á að ná breiðri sátt og eiga þar forverar mínir í stóli þeir Össur Skarphéðinsson og Gunnar Bragi Sveinsson miklar þakkir skildar fyrir. Þá er ótalinn afar mikilvægur þáttur þverpólitískrar þingmannanefndar sem, undir styrkri stjórn Valgerðar Bjarnadóttur viðhélt sátt og skilaði af sér lykiltillögum sem þjóðaröryggisstefnan hvílir á.
Þá fjallaði utanríkismálanefnd þingsins ítarlega um málið og skilaði sameiginlegu nefndaráliti með breytingatillögum sem allar voru til bóta. Þjóðaröryggi er bjargfesta fyrir íslenska þjóð og í henni birtast þau gildi og þær skuldbindingar sem skapa grunninn að utanríkisstefnu Íslands.
Það er ástæða til að fagna framsýni og ábyrgð allra stjórnmálaflokka á þingi sem náð hafa saman um þetta grundvallarmál"
Fyrir utan barnaskapinn um kjarnorkuvopnaleysið er þetta gott plagg. Óþarfi mikill og öfugmæli er að vera að þakka Össuri fyrir það að hafa akkúrat ekkert gert í sinni amtstíð í þessum málaflokki enda varla var við að búast að kommúnistastjórn Jóhönnu og Steingríms myndi sinna slíku.
Þessi gleðilega góða nýja rödd Lilju Alfreðsdóttur er fagnaðarefni fyrir mig og kærkominn rödd um mál sem ég hef lengi haft áhuga fyrir en talað fyrir daufum eyrum flestra pólitíkusa sem ég hef hitt.
16.4.2016 | 09:36
Ráðdeild en ekki raup!
er það sem einkennir stjórn fjármála undir forystu formanns Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssonar.
Svo segir í Mogga:
"Fjármálaráðuneytið áætlar að ríkið geti sparað á bilinu tvo til fjóra milljarða króna á ári við innkaup á vegum ríkisins, með því að fara í sameiginleg útboð stofnana við kaup.
Niðurstaða fyrsta sameiginlega útboðsins á tölvum liggur nú fyrir og er veittur afsláttur um 50% miðað við listaverð seljenda og innkaupsverð er 27% lægra en besta verð sem ríkinu hefur áður boðist.
Átta stofnanir tóku þátt í útboðinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir m.a. í samtali við Morgunblaðið í dag: Við teljum að hægt sé með þessu verklagi að spara ríkissjóði tvo til fjóra milljarða á ári í innkaupum. Það er mjög ánægjulegt að fá staðfestingu á því sem okkur sýndist, að það væri hægt að ná miklu betri árangri með nýjum og bættum vinnubrögðum við opinber innkaup. Við sjáum það strax á þessum fyrstu dæmum að ávinningurinn er verulegur.
Hvenær halda menn að þeir nái svona árangri með því að rjúka strax í kosningar þegar eggjakastararnir á Austurvelli í boði RÚV og Illhuga Jökulssonar halda því fram að kosningar strax það séu það sem þjóðina vanti mest?
Vinstri menn geta aldrei náð árangri í ráðdeild vegna það er andstætt hugmyndafræði kratismans sem gengur bara út á að eyða, aldrei að spara.
Árangurinn blasir við í Reykjavíkurborg þar sem skuldir vaxa um tæpa milljón 24/7/365.
Kratisminn þar á bæ hljóðar nefnilega svo: Aldrei ráðdeild heldur raup!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.4.2016 | 09:22
Samanburðarfræðin á fullu!
út af síðustu færslu minni. Meirihlutinn í Reykjavík sendir strax varðhund á vettvang til að dreifa rangupplýsingum um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar.Sá heldur fram að allt sé verra í Kópavogi en Reykjavík og holurnar þar dýpri en í Reykjavík og skuldirnar meiri.
Svokallað skuldaviðmið sveitarfélaga er hins vegar ekki reiknað beint út frá ársreikningi í tilviki borgarinnar þar sem sett var undantekning inn í útreikningsreglurnar þegar veitufyrirtæki vega þungt í samstæðureikningi.
Þannig er OR ekki inni í útreikningi á skuldaviðmiði borgarinnar. Stórfelld yfirfærsla skulda frá borgarsjóði yfir á OR á árum áður nýtist því vel núna til lækkunar á þessu skuldaviðmiði. Töfrabrögð Ingibjargar Sóalrúnar Gísladóttur nýtast því vinstrimönnum til framtíðar.
Heildarskuldir á hvern Íbúa í Rvk eru þvi um 2,4 mkr. Til samanburðar eru skuldirnar í Kópavogi 1,8 mkr pr. íbúa og á Seltjarnarnesi 0,4 mkr. pr íbúa.
Hið sanna er að skuldir Reykjavíkur eru þriðjungi hærri en í Kópavogi. Og svo maður tali nú ekki um hvernig hún Ásgerður frænka mín á Nesinu rekur sitt bæjarfélag þar sem skuldirnar eru bara 1/6 partur af skuldum Reykjavíkurborgar. Þar hefur íhaldið stjórnað í meirihluta í áratugi. Sigurgeir var þar bæjarstjóri í hreinum meirihluta í 11 kjörtímabil og er þar með Methusalem íslenskra stjórnmála fyrr og síðar. Árangurinn blasir við af því að hleypa ekki kratismanum til valda og væri betur að aðrir landsmenn væru jafn skynsamir og þeir á Nesinu.
Varðhundurinn Jónas Kr. má alveg koma yfir í Kópavog og sjá að sá bær er allur miklu þrifalegri en Reykjavík og holurnar ekki nærri eins djúpar. Við þolum alveg smá samanburðarfræði við kommatittina sem stjórna hinu megin við lækinn þó að okkar bæjarbúa skorti samt vit á við þá á Nesinu því vinstri menn hafa alltaf verið alltof sterkir hér í Kópavogi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2016 | 09:14
Andstöðustjórnmál
Borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík sem maður les um í fjölmiðlum valda manni furðu þegar maður býr í öðru bæjarfélagi þar sem nálægðin við stjórnkerfið er mikið.
Það er ráðist í þrengingu Grensásvegar og Hofsvallagötu, það er reynt að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll, það eru lagðar niður kaffistofur gamlingja. Það virðist samræmd stefna að hafa Reykjavík sem óþrifalegasta með sandskafla á götunum og rusl út um allt. Það virðist stefna að hafa vondar götur með hættulegum holum í malbikinu en leggja frekar malbikaða hjólastíga. Skipulagsbreytingar eru barðar í gegn í andstöðu við íbúa og svo má lengi telja.Það er safnað skuldum sem nema 70 milljónum 24/7/365 á meðan , yfirmönnun í stjórnkerfinu er áberandi í samanburði við önnur sveitarfélög þar sem reynt er að spara.
Dagur B og EssBjörn fengu að vísu falleinkunn í kosningunum en fengu Halldór Pírata sem bjarghring. Píratar eru því beinlínis ábyrgir fyrir ástandinu í Reykjavík sem þeir hljóta þá að vera ánægðir með. Þó mörgum finnist íhaldið með afbrigðum pasturslítið í andstöðunni þá er það ekki eitt og sér nóg til að skýra stöðuna.
Það er eins og Reykvíkingar hafi týnt niður öllu metnaði fyrir hönd höfuðborgarinnar, sem eitt sinn bar ægishjálm yfir öll önnur sveitarfélög.Þarna var ég borinn og barnfæddur og því tekur mann þetta eiginlega sárt. Það eru engar byggingalóðir, það er bara ekki neitt nema draumsýnir um að einhverjir muni byggja ódýrar leiguíbúðir þar sem leigan verði niðurgreidd með húsaleigubótakerfi.
Þetta er auðvitað í algerri hugmyndafræðilegri andstöðu við grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins sem boðar eign fyrir alla. Í Reykjavík ríkir hinn klassíski kratismi sem skattleggur og eyðir í stað þess að láta fólkið eyða sjálfsaflafé. Mér finnast þetta vera andstöðustjórnmál framfara í stað framfarastjórnmála.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.4.2016 | 08:58
Birgitta stjórnar Alþingi
í Maraþonumræðum um fundarstjórn forseta.
Nýbúin að gera heiðusmanna samkomulag við ríkisstjórnina um að drífa nauðsynleg mál af leggst hún í ótakmarkaðan hernað.
Svo segir í Mogga í dag:
"Þannig sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata:
Látið okkur fá dagsetningu. Það kom mjög skýrt fram, forseti, á fundi forseta að þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar krefjast þess að fá dagsetningu.
Hér verða engin hefðbundin þingstörf fyrr en það verður gert, forseti.
Þingflokkskapteinn Pírata hótaði því beinlínis að yrði ekki stjórnarskrá lýðveldisins brotin myndi stjórnarandstaðan sjá til þess að löggjafarþingið yrði óstarfhæft. Með þessum orðum er raunverulega verið að hóta valdaráni, sem ekki var gert í ímyndunartilviki Birgittu. En sjálfsagt telur hún, kapteinn flokks sem kennir sig við sjórán, að valdarán og sjórán séu grunnstoðir lýðræðisins.En á hinn bóginn megi að ósekju gera hróp og hafa í frammi hótanir byggist stjórnarhættir landsins á stjórnarskránni. "
Hvaða stjórnmálaflokkur myndi vilja eiga náttstað undir exi þessa þingmanns Birgittu Jónsdóttur? Hvaða áhrif hafa lygar og svik stjórnandstöðunnar sem heildar á framtíðarstjórnmál landsins? Hver treystir fólki sem lýgur og svíkur þegar því hentar?
Af hverju hættir stjórnameirihlutinn ekki að taka til máls á Alþingi? Tekur ekki þátt nema í atkvæðagreiðslum? Það er tilgangslaust að vera með andsvör við hryðjuverkamenn og sjoræningja. Þar verða verkin að tala.
Nú geta menn á forsýningu framtíðarinnar horft á Birgittu Jónsdóttur stjórna Alþingi.
13.4.2016 | 08:43
Ísland komið á kortið
sem alhliða ferðamannaparadís.
Blöðin greina frá aukningu í framboði vændis á Íslandi. Þetta er góð tíðindi því ekki er boðlegt að geta ekki boðið upp á það sem ferðamenn óska.
Vændi er virðingarverð atvinnugrein og ber að hlúa að. Starfsemi yfirvalda á að snúa að því að vernda þá sem það stunda frá ofsóknum glæpamanna eins og alfonsa og eiturlyfjabaróna og svo líka innlendra hneykslunarkellinga eins og hér ríða húsum. Síðast taldi hópurinn telur að engin kona gerist vændiskona nema tilneydd en frá því er auðvitað langur vegur. Mansalsupphróp þessa fólks hafa nákvæmlega engin áhrif til skilnings eða skynsemi á eðli greinarinnar.
Auðvitað er vændi hættulegur atvinnuvegur og vændiskonur þurfa að geta kallað á aðstoð ef vitfirrtir perrar skjóta upp kollinum. En það á ekki að bregðast við þessari þjónustugrein með vanhugsaðri vitleysu. Miklu heldur af skilningi og hjálpsemi.
Ísland er komið á ferðamannakortið.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko