Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Beina lýðræðið og fylgismenn þess

hafa farið með himinskautum í umræðunni undanfarið. Allt frá mannvitsbrekkunum sem tala við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu niður að Þorvaldi Gylfasyni, Allt er fengið með beinu lýðræði, þjóðaratkvæðagreiðslum. Nema þegar rangar niðurstöður fást.

Óli Björn Kárason veltir þessu fyrir sér í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar tínir hann til ýmsa punkta þessa máls.

Óli segir:

"Svo lengi sem almenningur tekur ákvarðanir sem eru embættismönnum og stjórnmálamönnum að skapi þá virkar lýðræðið. Taki kjósendur „rangar ákvarðanir“ skal annaðhvort kosið aftur eða fundin er leið til að fara í kringum niðurstöðu kosninga. Þegar elítan – embættismenn, stjórnmálamenn, sérfræðingar og hinir menntuðu háskólamenn – kemst að niðurstöðu um hvað öllum sé fyrir bestu, er henni fylgt eftir enda talið nauðsynlegt að hafa vit fyrir illa upplýstum almúganum.

Þannig er viðhorf elítunnar sem á hátíðarstundum berst fyrir lýðræði og rétti almennings til að ráða örlögum sínum. Sá réttur takmarkast við að kjósendur taki „réttar ákvarðanir“ í kosningum og aðeins elítan hefur burði og þekkingu til að ákveða rétt og rangt.

Síðastliðinn fimmudag samþykkti meirihluti breskra kjósenda að Bretland segi skilið við Evrópusambandið. Viðbrögðin við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar (Brexit) eru með ólíkindum. Þar birtist hrokinn gagnvart almenningi grímulaus."

.."Þingmaður breska Verkamannaflokksins kallar eftir því að þingið hunsi vilja meirihluta kjósenda. „Við getum stöðvað þetta brjálæði og bundið enda á þessa martröð með atkvæðagreiðslu í þinginu,“ voru skilaboð sem David Lammy, þingmaður sendi á Twitter-síðu sinni.

Hann heldur því fram að þjóðaratkvæðagreiðslan hafi aðeins verið ráðgefandi og því séu stjórnvöld óbundin af niðurstöðu hennar. Í huga þingmannsins er ekkert athugavert eða siðferðilega rangt við að þjóðþing virði vilja meirihluta kjósenda að vettugi.."

 

..."Viðbrögðin meðal ESB-sinna á Íslandi eru litlu betri.

Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, heldur því fram að þjóðaratkvæðagreiðslur geti verið „nauðsynlegar stundum, en þær brjóta niður þetta net lýðræðisins sem við höfum byggt upp í Vestur-Evrópu, þar sem fjölbreyttir hagsmunir vegast á og fólk ræðir sig að niðurstöðu“.

Sem sagt: Þjóðaratkvæðagreiðslur eru „stundum“ nauðsynlegar en ekki þegar kjósendur komast að „rangri niðurstöðu“

.."Skrif Árna Páls á fésbók varpa skýru ljósi á þau viðhorf sem réðu ferðinni í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili.

Þá lögðust allir þingmenn Samfylkingarinnar og meirihluti þingmanna Vinstri grænna gegn því að kjósendur fengju að ákveða hvort Ísland óskaði eftir aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Tvisvar var reynt að koma í veg fyrir að landsmenn gætu sagt sitt um Icesave-samninga sem hefðu lagt þungar byrðar á komandi kynslóðir. Þannig reyndust öll loforðin og há- stemmdu yfirlýsingarnar um aukið lýðræði og gegnsæi, aðeins innihaldslaus orð.

Í stefnuyfirlýsingu sem samþykkt var á stofnfundi Samfylkingarinnar í maí 2000 sagði meðal annars:

„Við viljum víðtækt lýðræði. Fulltrúar almennings taki ákvarðanir um sameiginleg málefni fyrir opnum tjöldum. Sem flestar ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða. Einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt.“ Í stjórnmálaályktun landsfundar Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2009 var rætt um „rétt almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna“.

Þetta var í takt við það sem fyrri landsfundir höfðu ályktað en fyrir þingkosningar sagði meðal annars í stjórnmálaályktun: „Samfylkingin leggur höfuðáherslu á lýðræðismál með auknu íbúalýðræði og réttur almennings til þjóðaratkvæðagreiðslna verði tryggður í stjórnarskrá.“..

..."Og þegar óbreyttur almúginn gengur gegn vilja elítunnar er nauðsynlegt að finna einfaldar skýringar.

Egill Helgason hefur tekið að sér vera talsmaður elítunnar. Daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna er talað niður til almennings.

Talsmaðurinn hélt því fram að „gamla fólkið“ hefði ákveðið framtíðina fyrir þá yngri og þar með var gefið í skyn að miðaldra fólk og eldra ætti minni rétt en þeir sem yngri eru. Á bloggsíðu sinni segir Egill síðan:

„Sjötíu prósent þeirra sem eru með háskólapróf vilja vera áfram í ESB, en fólk með litla menntun vill fara út.“ Talsmaður elítunnar – álitsgjafinn – er skýr í afstöðu sinni og viðhorfum. Þar er hann í félagi við einn af forvígismönnum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar – Guðmund Örn Jóhannsson, sem af yfirlæti gagnvart breskum almenningi skrifaði:

„Bretar eru íhaldssamir, gamaldags og staðnaðir. Úrsögn úr ESB mun enn auka þessi einkenni þeirra og þeir munu halda áfram að dragast aftur úr öðrum iðnríkjum Evrópu.“"

Innantómar ræður forystumanna Samfylkingarinnar sem má samsama Elítunni sem Óli Björn skilgreinir frá Agli Helgasyni til forystumanna Samfylkingarinnar, hafa nú náð þeim sess hjá þjóðinni að flokkurinn er í bráðri útrýmingarhættu þegar dregur að kosningum. Lýðræðið hjá viðtakandi flokki Samfylkingar, Pírötunum, birtist í prófkjörum innan við hundrað manna úrtaka. 

Hjálpi þjóðinni allir heilagir ef þessi nýju  öfl Píratar, Viðreisn og afturgöngur Guðmundar Seingrímssonar, Roberts Marhalls og Þórs Saari fara að ríða hér húsum eftir næstu kosningar.

Beina lýðræðið er bara leiðbeinanandi lýðræði þegar niðurstaðan hentar ekki, dýpra ristir það ekki hjá þeim Evrókrötum

 

 


Til hamingju flugumferðarstjórar

með fullnaðarsigur á því smámenni sem er að rífa við ykkur kjaft.

Hið heimska Alþingi hélt að það gæti sagt ykkur fyrir verkum. Þið ættuð að hætta aðgerðum eins og veikindum. Auðvitað höfðuð þið svoleiðis að vettugi. Ykkar er jú mátturinn og dýrðin. Þið eigið auðlindina flugumferðina. Alveg eins og útgerðarmenn fiskveiðiauðlindina. Þetta verður ekkert frá ykkur tekið því það getur enginn bent á neitt annað betra segið þið eins og þeir.

Þið gerið grín að hinum heimska almenningi með því að segja honum sögur um það hversu þjakaðir þið séuð af yfirvinnu. Um leið þá stjórnið þið þjálfun nýrra flugumferðarstjóra. Þið setjið auðvitað Numerus Clausus á fjöldann sem þið ákveðið að kenna svo að næg yfirvinna sé tryggð.

Núna unnuð þið fullnaðarsigur með því að fresta aðgerðum um eitt ár gegn því að fá flestu framgengt. Ríkið og ráðherrarnir eru svo vitlaus að halda að það að þau stjórni.

Fjölmiðlar kalla ykkur stéttarfélag. Er það ekki dásamlegur áróðurssigur. Svona eins og ef ríkissaksóknarinn á Sikiley myndi skilgreina visst þarlent félag sem slíkt sem hann hefur ekki gert upphátt en allir vita að ræður.

Þið eruð langfremstir meðal íslenskra jafningja þegar kemur að kjarasjálftöku.Ekkert félag stjórnar öllum hliðum vinnunnar, vinnustaðnum, vöktunum, nemendafjöldanum og yfirvinnunni. 

Ykkar nám er sagt svo fremur létt og löðurmannlegt að varla þarf neitt til að geta lært það nema að kunna ensku. Ég hugsa að það sé miklu erfiðara að stjórna steypuútsendingu með tugum steypubíla þar sem sá ræður engu um aðsóknina, vinnutímann né flækjustigið.  Ef sá ekki stendur sig er hann rekinn bótalaust. Ykkur er ekki hægt að reka og það er heldur ekki hægt að ræða hvorki um ykkur né við ykkur um neitt fyrirkomulag vegna stórveldishrokans sem einkennir yfirleitt svona snöggsoðin lið. 

Ég er fullur aðdáunar á ykkur hvernig þið snúið bjálfana niður sem ætla að ybba gogg gegn ykkur. Hvernig ríkið er búið að gefast upp fyrir ykkur, já og ekki bara ykkur, heldur löggunum, ljósmæðrunum,kennurunum. Leggur ávallt niður skottið og skrifar undir þegar menn nenna að stríða þeim í einhverjar vikur.

Reagan forseti kunni lagið á því að fást við vandamál ríkisins.Margret Thatcher bjargaði Bretum frá nokkurskonar sjálfsmorði á sinni tíð. Aðeins íslensk stjórnvöld geta ekki neitt. Já, auðvitað hafa þau ekki formlegan her en þau gætu reynt að stjórna stöku sinnum.

Þið eruð standa ykkur flugumferðarstjórar eins og hinir strákarnir á EM!

Eitt ár er ekki lengi að líða í huggulegu stéttarfélagi. Þið eigið alla mína aðdáun.


Meiri hamingja

til viðbótar við þá sem ég skrifaði um hana sonardóttur mína sem var að klára iðnaðarverkfræðina í Danmörku með hæstu einkunn. 

Hvað haldið þið að gerist næst? Pabbi hennar hann Jón Ólafur lét fréttast að hann biði okkur nánustu til teitis. Tilefnið væri sosum ekkert sérstakt, hann hefði verið að ljúka einum kúrs í viðbót Háskólanum, við skyldum ekkert vera að gera mikið úr því. Með eiginlega eftirgangsmunum fékk maður að vita það að þetta hefði verið meistarapróf í viðskiptafræði. Til þess að gera nýbúinn með MBA. Ha?

Ég hafði ekki hugmynd um að hann Jón minn stundaði háskólanám svona meðfram fullu starfi sem hlýtur þó að vera talsvert. Nú er ég farinn að skammast mín verulega fyrir eigið framlag í lífinu. Hélt bara að það væri nóg að vera í vinnu. Það er það greinilega ekki lengur nægjanlegt hjá þessu unga fólki. Það getur meira og gerir það. Sjáið hann Ólaf Jóhann. Forstjóri í Sony og heimsþekktur rithöfundur í tómstundum. Ég þykist vita að hann Jón kann mér fáar þakkir fyrir að vekja athygli á þessu og raunar búinn að biðja um að láta þetta fara hljótt. En ég bara get ekki annað en þanið mig út í þessari fótboltastemningu sem nú ríkir, svo montinn er ég af þessu fólki mínu.Og konan hans Jóns míns hún Guðrún innanhússhönnuður, er líka búinn að klára Master á undanförnum árum án þess að gera mikið úr því.Og sonur hennar og Jóns og tengdadóttir bæði útskrifaðir Master-lögfræðingar á síðasta ári með mikilli vinnu. Ja hérna, maður sem rétt drullaðist sjálfur.

Þegar ég var í æsku minni í Þýskalandi var Adenauer gamli í forystunni hátt á níræðisaldri.Í kosningunum sungum við "Der Alte bleibt, Ihr köntt Euch d´rauf verlassen..." Gárungarnir sögðu að hann væri nýbúinn að fá sér skjaldbökuunga. Hann ætlaði að vita hvort það væri satt að þeir gætu orðið 200 ára.

Ludvig Erhardt sá mikli hagfræðingur vildi taka við af Adda þegar sá síðari taldi að sinn tími væri liðinn. Þá sagði Addi nei, þú hefur ekki það sem til þarf Lúlli minn. Og það kom á daginn, fræðin duga ekki alltaf á daglegt líf og var Addi þó líka sprenglærður. Pólitíkin er oft öðruvísi en kennilegur veruleikinn. 

Það eru menn löngu búnir að sjá hér á Íslandi þegar síbylja háskólabullsins ríður yfir almenning, þar sem hver fræðimaðurinn öðrum fremri sendir heimsendaspár sínar um það hvað gerist sé ekki hlutstað á þá, Kúbur-Norðursins og kjarnorkuvetur og hvað það heitir allt saman. Svo ég held bara að ég hætti við að láta innrita mig í hebresku í haust, það breytir víst engu héðan af. Ég er ekki að gera lítið úr Háskólanum þar sem hann afi minn var prófessor. En minni á að allt hefur sinn tíma og allt hefur sín takmörk.

En húrra fyrir öllu þessu duglega unga fólki. Allt sem maður lærir er betur lært en ólært. Það er þekkingin sem leiðir mannkynið áfram og blindur er bóklaus maður sögðu þeir í gamla daga.Þekkingin sjálf er lífshamingjan. 

 


Dökki riddarinn

er spurning sem ég velti fyrir mér þessar stundir þegar maður heyrir hófadyninn nálgast og jóreykinn stíga hærra? Klikkaði ég enn eina ferðina? Kom ég ekki auga á dökka riddarann?

Mér finnst einhvern veginn að skálarnar milli Höllu og Guðna Th. séu komnar á mikla  hreyfingu. Maður skyldi ekki vanmeta kvenkyns þáttinn í þessu öllu. Eitthvað svipað og gerðist með Vigdísi á sínum tíma? Eitthvað svipað finnst mér vera að krauma undir niðri.

Auðvitað þýðir þetta að ég kýs ekki Forseta frekar en venjulega frá 1952 sem ég hefði gert í annað sinn ef Ólafur Ragnar hefði ekki brugðist mér. En ég var bundinn honum eins og Hrafnkell Freysgoði hestinum vegna fyrri svardaga úr Icesave.

Núna er eins og Ólafur Forseti hafi verið að segja að arftakinn hans væri kominn fram og því gæti hann hætt? Spurning hvað gerði þetta fyrir framboð Davíðs? Þjóðin er nefnilega ekki svo mikið fyrir það að láta segja sér fyrir verkum? Og að hún þurfi Davíð og Ólaf Ragnar til að hafa vit fyrir sér er líklega fráleitt? Er hún ekki að segja það, að hún telur sig ályktunarfæra án minnar hjálpar, hjálpar þeirra Davíðs og Ólafs eða stórmenna yfirleitt þó margir fari mikinn í Mogga?

Ég held að það geti verið eitthvað í aðsigi sem ég sá ekki koma fyrr en núna? Hver er dökki riddarinn í jóreyknum?


Jón Skaftason

Mig langar að minnast vinar míns Jóns Skaftasonar með nokkrum orðum.

Við og konan hans, hún Hólmfríður frænka mín Gestsdóttir, vorum sundfélagar í Laugardalslaug áratugum saman. Við hittumst stundum fyrir utan þær stundir á heimili Jóns þar sem fljótar voru að birtast nýbakaðar vöfflur og jarðarber sem húsfreyjan ræktaði í miklum mæli við bílskúrsvegginn.

Jón var einn af þessum vönduðu og yfirveguðu mönnum. Þá hæfileika sem mann sjálfan skortir verður maður að sækja til annarra og því sóttist ég ávallt eftir samræðum við Jón ef færi gafst. Hann sagði að sundlaugarferðirnar væru sér mikils virði og hjálpuðu sér að fást við þrasmálin á þinginu meðan hann var þar en Jón sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í 19 vetur frá 1959 til 1978 og bæjarfulltrúi í Kópavogi 1958 til 1962. Opinberum ferli sínum lauk hann svo sem sýslumaður í Reykjavík 1994.

Á seinni árum fluttu þau hjónin sig um set yfir í Kópavogslaug og strjáluðust okkar kynni nokkuð við það. En sambandið var ávallt gott okkar á milli og vel fylgdist Jón með mönnum og málefnum og voru hans skoðanir ávallt mér mikilvægar í pólitík.

Til voru þeir sem sögðu að Jón Skaftason væri eiginlega ekki framsóknarmaður. Það var eitthvað til í slíku því Jón var fyrst og fremst víðsýnn andi sem hóf sig yfir dægurþras og beitti rökhyggju á viðfangsefnin en fráleitt einhverri flokkspólitík sem aðrir höfðu samið. Hann var einstaklega ljúfur í allri framgöngu sinni og mér fannst ávallt birta yfir þeim samkundum þar sem við hittumst. Hann var djúpvitur og eiginlega forvitri í pólitík.

Ég man að á þeim árum sem ég var nálægt Gunnari Inga Birgissyni hér í bæjarpólitíkinni í Kópavogi á árunum frá 1990, að við veltum ýmsum álitamálum fyrir okkur. Þá sagði Gunnar stundum: „Hvað heldurðu að sagnarandinn segi um þetta? “ En ég kom stundum með heilræði í frá Jóni Skaftasyni sem Gunnari þóttu stundum betri en öngin eins og hann orðaði það. Og víst er að okkur þótti ómaksins vert að vita hug Jóns og sjónarhorn þegar úr vöndu var að ráða. Kosningaspár hans voru oft með ólíkindum réttar þó ekki værum við alltaf mikið hrifnir fyrir kjördaginn.

Jón var glæsimenni að vallarsýn og hlýr í viðmóti. Ég man hann best með bros á vör. Hann var í betra meðallagi að vexti, fríður sýnum, réttholda og ljós yfirlitum. Hverjum manni kátari á góðum stundum og hafði næmt auga fyrir umhverfinu. Áttræðisafmæli hans sátum við sundlaugasystkini hans ógleymanlegt þar sem öll fjölskyldan hans stóð með honum. Þar sýndi Jón nýja hlið á sér vegna sérstakrar áskorunar. Hann söng kraftmikinn einsöng með undirleik og kom okkur á óvart, því ekki hafði ég fyrr heyrt hann syngja svo.

Það er bjart yfir minningunni um hann Jón Skaftason, fremstan meðal framsóknarmanna í pottunum og sagnaranda í stjórnmálum, frá gengnum gleðidögum í glampandi öldunum í Laugardalslaugunum ljúfu.


Þrumufundur með Davíð

í Kópavogi í kvöld.

Á annað hundrað vinir Davíðs mættu í Glersalinn til að stilla saman strengi með honum. 

Davíð og Ástríður tóku á móti fólkinu og léku á als oddi. Davíð tók svo til máls og fór á kostum eins og honum er lagið. Hann fagnaði Katli Larsen sérstaklega en þeir drýgðu tekjur sínar ungir menn með því að leika jólasveina á skemmtunum í fjögur ár. Þá hætti Ketill.

Davíð rifjaði þetta upp og bætti við að nú væru akkúrat einn og átta í framboði til Forseta eins og Jólasveinarnir hefðu verið talsins í þá daga. Kosningabaráttan væri þó harla sérkennileg á stundum. Til dæmis hefði Ástþór Magnússon gaukað að sér blaði á einum fundinum þar sem stóð á aðeins þetta:

"Þú ert búinn að drepa þrjár og hálfa milljón manna"

Davíð sagðist hafa orðið klumsa fyrst en náð að segja að þetta væri bara töluvert. Á seinni stigi fundarins var Ástþór hinsvegar búinn að lækka þessa tölu í eina og hálfa milljón og sagði Davíð sig hafa orðið feginn svona stórum afslætti  svo snemma.

Davíð sagðist vera búinn að fara víða og væri sér vel tekið allsstaðar. Hann fyndi fyrir vaxandi stuðningi eftir að hafa rætt málin og margir  kæmu til hans og segðust vera snúnir á það band að kjósa hann. Skoðanakannanir væru margar og misvísandi.En um reynslu hans í þjóðmálum efast enginn.

Nokkrir báðu um orðið til að lýsa skoðunum sínum og rifja upp söguna. Jón Kristinn hvatti menn til að hringja í alla vini sína og færa Davíð í tal. Menn þyrftu kannski eitthvað örlítið í viðbót við það sem þeir hefðu  nú til að stíga skrefið til fulls.

Óskar Bergsson fyrrum Borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík minnti Davíð á að þeir Framsóknarmenn fengju ávallt mun meira í kosningum en í skoðanakönnunum. Hann sagðist sannfærður um að Davíð ætti mikið inni hjá hinum þögla meirihluta. Hann óskaði Davíð allra heilla í kosningunni.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri tók í sama streng og svo gerði einnig Jón Gunnarsson þingmaður. Jón taldi að reynsluleysi þingmanna væri vandamál í stjórnun landsins um þessar mundir. Mikil endurnýjun þingliðs hefði orðið of snöggt og gyldu menn þess of nú. Einmitt þá væri nauðsyn á að þjóðin gæti leitað í reynslu manns eins og Davíð Oddsson væri.

Fundinum lauk með því að menn stóðu á fætur og árnuðu Davíð og konu hans Ástríði allra heilla í baráttunni með dynjandi lófataki sem seint ætlaði að hætta.

Ekki er að efa að fylgi Davíðs í þessum kosningum stendur föstum fótum í Kópavogi og ekki hefur það minnkað við þennan þrumufund í kvöld.

 


Jón Þorláksson

verkfræðingur er í mínum huga eitt af stórmennum landsins hvernig sem á er litið.

Það virðist ekki skipta máli hvað svið sá maður kom inná, yfirburða skýrleiki og skilningur einkennir allt sem maðurinn setti niður á blað. Það er unun að lesa fræðandi greinar hans um húsabyggingar og opna jafnvel augu nútímamannsins með undrun á því hversu mikið hann vissi á sinni tíð.

Líklega er það eina sem honum kann að hafa skjöplast um var tilraun hans til að skilja eðli gengis krónunnar gagnvart útlöndum sem hann setti fram í ritinu Lággengið. Hann virðist hafa mismetið kostina af hágenginu á móti samkeppnishæfni útflutningsfyrirtækjanna. En tímaröðin kann að hafa ráðið þar meira um en maður sér í fyrstu og innbyrðis sveiflur vörutegunda á alþjóðamarkaði sem hafa verið Akkilesarhæll Íslendinga lengi vel vegna einhæfni okkar, hafi haft skekkjandi áhrif á fróman tilgang hugsunarinnar.

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins fjallar um skilgreiningu Jóns á umrótsstefnunni annarsvegar og íhaldsstefnunni hinsvegar, þar sem Jón dregur fram það sem að baki hinnar seinni býr. Jón segir íhaldsstefnuna spyrja:

" „Hvað hefir reynst vel á þessu sviði hingað til? Það, sem vel hefir reynst, viljum vér til fyrirmyndar hafa, viljum varðveita það.Vér viljum ekki breyta til, nema oss þyki sýnt, að nýjungin sé betri.

En umrótsstefnan festir augun á göllum hinnar eldri tilhögunar, sem einatt verða auðfundnir í þessum ófullkomna heimi, og segir: Burt með það gamla og gallaða, vér viljum reyna eitthvað nýtt.

Sá mismunur á lundarfari, sem hér er lýst, er önnur hin algengasta undirrót flokkaskiptingar í þjóðmálum, þó að slík flokkaskipting geti að vísu risið upp af ýmsum öðrum rótum.

Íhaldsmaðurinn er venjulega aðgætnari og þess vegna oft seinlátari til nýjunganna en umrótsmaðurinn. En af þessu leiðir líka einatt það, að þegar íhaldsmaðurinn eftir sína nákvæmari athugun er orðinn sannfærður um gildi og gagnsemi einhverrar nýjungar, þá fylgir hann henni fram með meiri festu en umrótsmaðurinn, sem ekki hefir gert eins miklar kröfur til sjálfs sín um rök fyrir nýbreytninni.

Þess vegna vill það einatt verða svo, að íhaldsmennirnir verða duglegri framkvæmdamenn á sviði nýjunganna en umrótsmennirnir, en upptökin að nýjungunum koma oftar frá umrótsmönnunum.“

Og Jón segir ennfremur um meginlínur í stjórnmálum á hans tíma:

" „mismunandi skoðun á afstöðu félagsheildarinnar eða ríkisvaldsins til einstaklinganna.

Önnur stefnan heldur því fram, að hver einstaklingur eigi að vera sem frjálsastur sinna athafna innan þeirra takmarka, sem lögin setja til varnaðar gegn því, að einstaklingarnir vinni hver öðrum eða félagsheildinni tjón.

Hún lítur svo á, að verkefni ríkisvaldsins sé einkanlega það að vernda heildina gegn utanaðkomandi árásum og einstaklinga hennar gegn yfirgangi lögbrjóta og misendismanna.

Þessi stefna hefir mjög oft kennt sig við frjálslyndið, og er það fremur vel valið heiti, því að frjálslyndið, þ.e. vöntun á tilhneigingu til þess að gerast forráðamaður annarra, er sjálfsagt höfuðeinkenni þess lundarfars, sem markar stefnuna.

Höfuðröksemd þessarar stefnu fyrir málstað sínum er sú, að þá muni mest ávinnast til almenningsheilla, er hver einstaklingur fær fullt frjálsræði til að nota krafta sína í viðleitninni til sjálfsbjargar öðrum að skaðlausu.

Andstæðingar þessarar stefnu eru þeir menn, sem vilja láta félagsheildina eða ríkisvaldið setja sem fyllstar reglur um starfsemi einstaklinganna, banna margt, leyfa fátt og skipulagsbinda allt. Þeir festa sjónir á því, að þar sem einstaklingsfrelsið er ríkjandi, þar fara mörg átökin til ónýtis, af því að þeim er klaufalega beitt. Þeir halda sig geta beint átökum einstaklinganna í rétta átt með því að gefa nógu ýtarleg lagaboð og reglur um starfsemi þeirra, en gæta miður að hinu, að um leið og einstaklingurinn er sviptur frelsinu, þá er venjulega þar með kæfð löngun hans til að beita kröftunum, og frost kyrrstöðunnar færist fyrir þjóðlífið.

Þeir festa líka stundum sjónir á því, að frelsið skapar mönnum misjöfn kjör, dugnaðarmaðurinn nær í meira af sólskini tilverunnar handa sér og sínum en meðalmaðurinn, og vilja þá jafna þetta með því að hengja á dugnaðarmanninn hnyðjur eða hneppa framtakssemi hans í viðjar einhvers skipulags, gleymandi því, að skuggarnir á tilveru meðalmannsins verða að minnsta kosti ekki bjartari fyrir því, þó að sólskinsblettunum sé burtu rýmt úr þjóðfélaginu.“

Vinstri menn í þjóðfélagi okkar hafa aldrei getað náð sér út úr þeirri staðreynd að þeir urðu rökþrota í þessum deilum við Jón Þorláksson. Allt frá Háskólasamfélaginu með Kúbu-Gylfa, Stefán Ólafsson og Baldur Þórhallsson  innanborðs niður til díalektískra spekinga á borð við Kristinn E. Andrésson, Einar Olgeirsson og Svavar Gestsson og seinni tíma komma og krateríis Jóns Baldvins tímans, eru svörin mest slagorð og upphróp um einhverja nýfrjálshyggju sem er þeirra eigin uppfinning í heimi trölla og forynja þar sem aldrei skín sól.

Þrátt fyrir lúsaleit gat bloggari ekki séð nein sérstök fingraför á þessu Reykjavíkurbréfi. Það er gaman að vita að Moggi ræður yfir skríbentum sem geta skrifað vitræn Reykjavíkurbréf þótt einn þeirra sé upptekinn við annað sem stendur.

Þetta Reykjavíkurbréf var þörf upprifjun á því hvernig starfsamir vitmenn geta haft áhrif á þankagang heillar þjóðar til lengri tíma.

Jón Þorláksson var þeirrar gerðar. 


Jón Valur

Jensson skrifar eftirfarandi:

"Jensson varð vitni að atviki í gær. Jón segir svo frá:

"Frægt varð þegar Jóhanna Sigurðardóttir flutti Hrafnseyri í Dýrafjörð í 17. júní-ræðu.

Nú hefur Sóley Tómasdóttir sýnt ekki síðri frumleika með því að gera Jón Sigurðsson að 18. aldar manni, í hátíðarræðu við grafreit hans í gær. Og hún gerði það sem meira er: kunngjörði áheyrendum að Jón hafi vísast verið á bandi vinstri flokkanna um innflytjendastefnu þeirra: að hann hafi viljað "leyfa öllum að njóta alls þess góða sem samfélag okkar hefur að bjóða," sem sé haft allt aðra stefnu en Danir hafa núna.

––Það er ekki lítils virði að eiga konu með slíka skyggnigáfu við stjórnvölinn í borgarstjórn og fá að njóta hennar yfirburðaþekkingar og beina sambands við "18. aldar manninn" við ákvarðanir um stefnuna fram á veg!

––Ég var sjálfur viðstaddur þennan stefnumarkandi ræðuflutning hennar, og meðal þeirra sem heyrðu þetta þar voru þekktur rithöfundur og fræðimaður mikill við Árnastofnun, og þótti þeim mikið til um þessi tíðindi af "18. aldar manninum", a.m.k. varð ekki annað séð en að bros léki um varir þeirra, þegar um var rætt."

Og enn sorglegra er hvernig rétthugsun þessa fólks, sem Sóley þessi stendur fyrir, er búin að hafa af þjóðinni þann rétt að safnast saman á hátíðarstund á Austurvelli. Það verður að meina fólki aðgang að sini eigin þjóðhátíð vegna skrílsláta skipulagðra hópa.

Austurvöllur er tómur meðan athöfnin fer fram. Af hverju er ekki hægt að handtaka þá seku frekar og fjarlægja með valdi?

Svo skora ég á fólk að skrifa undir áskorun til Forseta Íslands um að visa Útlendingalögunum til þjóðaratkvæðis.Jón Valur er með tengil á síðunni www.jvj.blog.is þar sem fólk getur skráð sig og greitt atkvæði.

Þarft framtak Jón Valur Jensson.


Engar moskur

eiga að rísa á Íslandi fremur en að höfuðstöðvar Hells Angels séu velkomnar til Íslands.

Moskur byggðar fyrir Saudíska peninga eða annað illa fengið fé eiga hér ekkert erindi. Af Islam stafar hætta, sama hvað menn kalla afbrigðin. A múslímum stafar hætta fyrir þjóðina því þeir fjölga sér miklu hraðar en innfæddir. Þeir tala framandi mál og við höfum ekki hugmynd um hvað þeir eru að plotta. Við vitum um að margir siðir þeirra er ósamrýmanlegir við okkar gildi. Við getum umliðið þá á þann hátt sem Ljósvetningagoðinn mælti fyrir um.

Verðum við að taka á móti flóttamönnum eigum við að taka aðeins hvíta kristna hingað og helst menntað fólk. Engir hælisleitendur eiga að fá aðgang hér eftir eigin vali.

Þetta er mín skoðun og við hana stend ég og mér er sama hvað þið kallið mig fyrir.

Engar opinberar moskur á Íslandi.

 


Eitthvað annað?

er það sem manni heyrist oft að lýsi pólitískri afstöðu fólks. Það sé búið að fá nóg af sama grautnum í sömu skálinni. Samt er það ekki alltaf tilbúið að nefna úr hverju þessi grautur sé búinn til.

Hugsanlega á fólkið við að stjórnmálaflokkar séu allir að boða svipaðar lausnir. Þeir lofi allir að bæta kjör eldri borgara af því að þeir eigi slíkt skilið. Svo líða kosningar fram hjá og ekkert gerist eða bara versnar. Svo halda margir að hægt sé að afnema verðtryggingu og auka útlán til húsnæðiskaupa. Hver skyldi afstaða manna til jafnræðisreglunnar verða eftir að nýju lánin verða tekin upp?

Það virðist vera útbreidd skoðun að ekkert skipti máli í lífi einstaklingsins nema aðgengi hans að lánsfé. Það er eiginlega aldrei minnst á möguleika mannsins til að leggja fyrir. Hver sé munur á krónu sem maður á eða þeirri sem annar á og maður þráir svona heitt að fá lánaða? Ég heyri færra sagt um hvernig hægt sé að varðveita sparifé og lausa aura fyrir verðbólgu? Verðbólguskot eru ekki sama og verðbólga þegar verið er að semja um kaup og kjör heldur eitthvað annað.

Enda er peningalegur sparnaður yfirleitt hvergi til umræðu í heiminum. Allir prentaðir peningar verða minna virði á morgun en þeir eru í dag. Aðeins föst verðmæti virðast geta breytt verðgildi sínu eftir markaði. Fasteignir, hlutbréf,eiturlyf og þess háttar. Svo hvað er til ráða?

Ekkert nema reyna að krafsa til sín eftir bestu getu. Fara í stjórnmál  til þess að komast í aðstöðu til að skattleggja náungann og eyða því fyrir hann í manngæsku. Það eru mjög fáir stjórnmálamenn sem vilja í raun takmarka opinber útgjöld og fara vel með. Það virðist engu skipta í Forsetakosningunum til dæmis, að einn frambjóðandi segist ekkert taka fyrir það að vera Forseti. Miklu fremur túlka menn þetta svo að hann ætli þá ekkert að gera heldur.

Það er töluð síbylja um á Ísland sé ónýtt land, stjórnarskráin ónýt, krónan ónýt, landbúnaðurinn verri en ónýtur, allt sé í rauninni handónýtt nema kvótakerfið því það sé einokun náttúruauðlinda. Það verði að stýra aðgengi vandlega að takmörkuðum auðlindum eins og orkuvinnslu. Sama hvort eru fallvötn eða beislun vindorku,. Þetta er svo vandasamt að það er eiginlega ekkert hægt að gera. Svo kemur 17.júní  og þá allt í einu er Ísland besta land í heimi sem allir vilji eignast. Og þá sé um að gera að gefa það til að sýna hvað við erum góðir Íslendingar.

Nú rísa óðfluga upp nýir stjórnmálaflokkar, þjóðfylkingar, Viðreisn, Endurreisn og Píratar. Þeir síðastnefndu eru heiðarlegir í því að þeir krefjast 100 milljarða aukningar á samneyslu þjóðarinnar. Tveir flokkar ætla að ganga í Evrópusambandið fái þeir tækifæri til en afsaka sig með að tækifærin séu nánast engin, það verði að sæta lagi.Þjóðfylkingar vilja varðveita landið og kynstofninn með takmörkun á aðstreymi múslíma.Fylgi við slíkar tillögur eru miklu almennari en nokkrir stjórnmálamenn þora að ræða upphátt. Þó munu þeir verða að búast við því að til dæmis að Landsfundi Sjálfstæðisflokksins verði ekki hægt að stýra með þeim hætti sem flokksforystan gerði á síðasta Landsfundi þegar umræðan um flóttamenn var kveðin niður með samanteknum ráðum.

En það er samt þessi krafa um eitthvað annað sem heldur fyrir stjórnmálamönnum vöku.Hvort það eitthvað verður betra eða verra á eftir að koma í ljós.

 


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband