Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2017

Skuggabaldur?

Stefán Ólafsson álitsgjafi og handhafi sannleikans úr Háskóla Íslands hefur þetta að segja um Donald Trump, réttkjörinn  Forseta Bandaríkjanna:

" Dónald Trump, forseti Bandaríkjanna, er eitthvert mesta skoffín sem leitt hefur Bandaríkin frá upphafi.

Jafnvel George W. Bush virðist góður í samanburði við Dónaldinn!

Og er þá mikið sagt."

...

Svo klykkir hann út með þessu:

"Um það á lýðræðið að snúast…"

Ég velti því fyrir mér, að sé Donald Trump, lýðræðislega kjörinn Forseti mestu þjóðar veraldar, skoffín,- hvað er þá Stefán Ólafsson?

Gæti hann nokkuð verið Skuggabaldur samkvæmt íslenskri þjóðsöguhefð?


Húsnæðismálin

eru mér hugleikin eftir að hafa horft svona lengi á úrræðaleysi sveitarstjórnarmanna í þessum efnum.

Kannski er það heldur ekki verkefni stjórnmálamanna að leysa húsnæðismál fólks. En eiga þeir ekki að skapa aðstæður til þess að fólk geti ráðið fram úr síum málum? Svo var talið í gamla daga en er líklega ekki lengur.

Ég hef oftlega stungið upp á því í ræðu og riti  að sveitarstjórnir láti í té lóðir  fyrir Gámahús til að leysa bráðasta húsnæðisvandann sem er yfirþyrmandi. Undirtektir ráðamann hafa verið á einn veg. Bara grafarþögn.

Ég hef líka reynt að biðja um að gerðar verði litlar lóðir með frestun á gjöldum  fyrir sjálfbyggjara með Smáíbúðahverfið sem fyrirmynd. Sama grafarþögnin mætir mér í mínum eigin flokki og heimabyggð í Kópavogi. Ég er líklega ekki marktækur enda gamall og vitlaus.

 Nú kemur loks fram rödd sem tekið er mark á og tjáir sig um húsnæðisvandann..

 „Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, er tilbúin að skoða ýmsar leiðir til þess að bregðast við stöðunni á leigumarkaði í Reykjavík. Þar á meðal vill hún taka til athugunar hvort fýsilegt væri að byggja gámabyggð fyrir erlent farandverkafólk í byggingariðnaði og ferðaþjónustu, til að létta á spennunni á almennum leigumarkaði.

 »Ef það væru veitt tímabundin leyfi til þess að setja upp gámahús innan borgarmarkanna, þá gætu þessir aðilar flutt þangað,« segir Sveinbjörg og tekur vinnubúðirnar við Kárahnjúka sem dæmi um slíka tímabundna lausn. Sveinbjörg segir líklegast að slík byggð þyrfti að vera skipulögð í úthverfum borgarinnar.

 Lengstu biðlistar sögunnar

1.022 einstaklingar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík og segir Sveinbjörg listana aldrei hafa verið jafn langa.

»Þetta er sjö ára uppsafnaður vandi. Í stefnu Félagsbústaða segir að það eigi að auka framboð um 100 íbúðir á ári en árið 2010, þegar Jón Gnarr var borgarstjóri, var bara skrúfað fyrir þetta,« segir Sveinbjörg.

 Gæti leyst vanda einstæðinga

Sveinbjörg telur einnig að Reykjavíkurborg ætti að byggja fjölbýlishús með litlum íbúðum á lausum byggingarlóðum í útjaðri borgarinnar til þess að mæta sívaxandi húsnæðisþörf, ekki síst á meðal einstæðinga í Reykjavík. »Það kemur fram í okkar tillögum að það væri eðlilegt að það væri byggð félagsleg blokk af hálfu Reykjavíkurborgar sem gæti tekið stóran hluta af þessu fólki inn til sín,« segir Sveinbjörg. Slíka byggingu mætti síðar selja inn á almennan markað í áföngum.

Nauðsyn brjóti meginstefnu     

Stefna Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum felur í sér ákveðin skilyrði um félagslega blöndun. »Við vitum að fólk dvelur í bílunum sínum á bílastæðum og fólk býr á tjaldsvæðum, þannig að nauðsyn hlýtur að brjóta þessa meginstefnu borgarinnar um félagslega blöndun. Þetta gætu verið tímabundin úrræði til að leysa úr þessum vanda sem upp er kominn,« segir Sveinbjörg.

 Elín Odd­ný Sig­urðardótt­ir, vara­formaður vel­ferðarráðs, seg­ir borg­ina vinna að lausn hús­næðis­vand­ans með fjölþætt­um hætti. Sam­hliða því að vinna að veru­legri fjölg­un fé­lags­legra leigu­íbúða sé til dæm­is einnig unnið að aðkomu borg­ar­inn­ar að al­mennu íbúðafé­lagi ASÍ, Bjargi, í formi stofnstyrkja.

Spurð hvort sú lausn leysi þann vanda sem nú sé fyr­ir hendi, seg­ir hún að hlut­ina þurfi að meta heild­stætt.

Sjálfri hugn­ist henni ekki gáma­byggð eða fé­lags­lega eins­leit hverfi. „Reynsl­an sýn­ir að það kost­ar sam­fé­lagið gríðarleg­an pen­ing,“ seg­ir hún.

Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að aldrei hafi verið fleiri á biðlista eftir félagslegum íbúðum en nú, en árið 2003 hafi þeir verið jafn margir og í dag. Það dragi þó ekki úr alvarleika málsins.

 Velferðarráði barst nýverið bréf frá Barnaheillum, þar sem lýst var áhyggjum af börnum í þeim húsnæðisvanda sem borgin glímir við, en ráðið hefur óskað úttektar á stöðu barnafólks sem er á biðlistanum.

 Ráðinu er ekki kunnugt um barnafjölskyldur sem búi í iðnaðarhúsnæði í borginni.

Ilmur segir flesta á biðlistanum einstaklinga í leit að eins til tveggja herbergja íbúðum.

Ilm­ur seg­ir flesta á biðlist­an­um ein­stak­linga í leit að eins til tveggja her­bergja íbúðum.

 

„Það er áætl­un um að fjölga fé­lags­leg­um íbúðum um 100 á ári. Það hef­ur staðist þangað til í ár. Fé­lags­bú­staðir eru ekki á plani í ár af því það er erfitt að kaupa og þá sér­stak­lega þess­ar litlu íbúðir sem mest eft­ir­spurn er eft­ir,“ seg­ir hún.

„Við sjá­um fram á fjölg­un þó það sé ekki að ger­ast akkúrat núna, en það er bara vegna skorts á hús­næði,“ seg­ir hún.

Ilm­ur er ekki hlynnt hug­mynd­um um að fólkið fái gáma til að búa í til bráðabirgða. Hún nefn­ir að áhersla borg­ar­inn­ar sé á fé­lags­lega blönd­un.

Á sama tíma tók Dagur Bergþóruson við 17 hælisleitendum á hverri viku frá áramótum  og útbvegaði þeim húsnæði.Og þeir eru ekki látnir liggja úti í Laugardal né fá þeir inni í gámum.

 Það er því engin fjölgun að gerast í félagslegum íbúðum akúrat núna.

Fólk sem er húsnæðislaust er ekki að fá úrlausnir núna. Fyrst einhverntíman síðar.

Guðbjörg er einstæð móðir, á fimm dætur, þrjár þeirra uppkomnar en tvær enn á grunnskólaaldri.

Hún flutti til Reykjavíkur árið 2008. Síðan þá hefur hún verið í mesta lagi tvö ár í sömu íbúðinni og flutt alls sex sinnum. Stúlkurnar hafa þurft að skipta um skóla vegna flutninganna og því fylgir mikið rót, að sögn Guðbjargar.

 Þrjú ár á biðlista

 Hún hefur verið þrjú ár á biðlista eftir leiguíbúð hjá Reykjavíkurborg. »Ég held að það standi »hahaha« fyrir aftan nafnið mitt á biðlistanum. Ég er að bíða eftir 4 herbergja íbúð og fékk þau svör í vikunni að það væri eiginlega engin von um að ég fengi íbúð.«

 Í byrjun sumars stóð Guðbjörg í þeim sporum að verða heimilislaus með dætur sínar. »Við erum búnar að vera húsnæðislausar allan júní. Ég er bara svo ótrúlega heppin að eiga góðan fyrrverandi eiginmann, þannig að við fengum að vera í íbúðinni hans á meðan hann er á sjónum,« segir hún.

Þetta eru úrræði hina kjörnu fulltrúa fólksins. Skyldu þeir verða endurkjörnir vegna frammistöðunnar í húsnæðismálunum?


Sameinum alla lífeyrisjóðina

í einn sjóð.

Allir sjóðfélagar kjósa einn forstjóra yfir sjóðinn. Engir aðrir stjórnendur. 

Ég væri tilbúinn fyrir mitt leyti að kjósa Ragnar Önundarson strax þar sem hann hefur næga ábyrgðartilfinningu og fjármálavit. Líklega umfram flesta aðra fjármálamenn. Ég er viss um að kaupkröfur hans myndu ekki sliga neinn né bílakröfur. Núna eyðum við 10-20 milljörðum í að stjórna þessum peningum sem launþegar landsins eiga og enginn er ábyrgur fyrir neinu. 

Sabadell og Loyds TSB í London til dæmis geta áreiðanlega tekið að sér að forvalta erlenda hlutann af þessum 3500 milljörðum með meira en lágmarksávöxtun án þess að depla auga. Ragnar myndi ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að þeir myndu tapa neinu slíkur risasjóðir sem þeir eru. Og fleiri slíkir og stærri  eru víða til. Það mætti líka tala við Edmundson í Nevada til að fá ráð.

Áhyggjurnar af þessum sjóð kæmu ef hann yrðu þvingaður til að lána pólitískt til snilldarhugdettna Alþingismanna. Ekki af lánum til sjóðsfélaganna sem aldrei tapast.

Best væri að skattfjárskuldin yrði hreinsuð út við sameininguna og skattar yrðu staðgreiddir hér eftir við inngreiðslur.

Endum sukkið og spillinguna með einu pennastriki í stíl Ólafs Thors. Sameinum alla lífeyrissjóðina í einn sjóð undir einni stjórn fyrir opnum tjöldum.  

 


Minning um góðan dreng

Þessi minningargrein birtist loks í Morgunblaðinu í dag löngu eftir útfarardag Jóhannesar.
 
 
.
Jóhannes

Jóhannes Guðmundsson fæddist 29. ágúst 1928. Hann lést 1. júní 2017. 
Útför Jóhannesar fór fram 13. júní 2017.
 
Mig langar til að minnast vinar míns Jóhannesar Guðmundssonar verkfræðings sem lést 1. júní sl.
 
Jóhannes var þegar virtur verkfræðingur á stofu Sigurðar Thoroddsen þegar 
 
Jóhannes Guðmundsson fæddist 29. ágúst 1928. Hann lést 1. júní 2017. Útför Jóhannesar fór fram 13. júní 2017.
 
Mig langar til að minnast vinar míns Jóhannesar Guðmundssonar verkfræðings sem lést 1. júní sl. Jóhannes var þegar virtur verkfræðingur á stofu Sigurðar Thoroddsen þegar pabbi minn tróð mér þar inn sem lærlingi vegna kunningsskapar við Sigurð einhvern tímann um 1960.

Jóhannes tók mér forkunnarvel á efri hæðinni við Miklubraut og umgekkst mig sem jafningja sem kynni eitthvað. En Jóhannes leiðbeindi mér og sjálfstraustið jókst dag frá degi innan um menn eins og Loft, Hjálmar, Sigurbjörn, Pétur og svo sjálfan nestorinn Sigurð Thoroddsen sem þá bar ægishjálm yfir aðra verkfræðinga vegna langrar reynslu í virkjanamálum.

 Þetta voru allt frábærir félagar og oft var fjörugt á kaffistofunni. Eitt sinn kom Sigurður með mótmælaskjal við hersetuna á Keflavík. Ég neitaði og sagðist vera hersinni. Þetta varð Sigurði eiginlega nokkuð áfall. Hann sagði nokkrum sinnum eftir það upp úr þurru í kaffinu og dæsti: Ja, svo Lilli er hersinni! En Sigurður var sagður fremur hallur undir bolsévika á þessum árum.

 
En þetta kom ekki í veg fyrir að hann væri hinn ljúfasti við mig í daglegri umgengni. Vífill Oddsson hafði þá verið á undan mér þarna og lagði Sigurður áherslu á það við mig að hann hefði verið mjög góður maður og efnilegur. Greinilega lá í orðunum hvatning til mín. Sem hreif því við Vífill höfum ávallt verið miklir vinir síðan og ég litið upp til hans miklu þekkingar.

 

Jóhannes Guðmundsson varð vinur minn ævilangt og okkar kynni voru ávallt ánægjuleg. Jóhannes var fluggáfaður maður sem orti dróttkvæði, dýrt kveðin og hlaðin kenningum. Hann var fær verkfræðingur og kom að fjölda flókinna viðfangsefna. Hann varð líka hestamaður og átti ég þátt í að hann hafði hesta í Gusti með höfuðsnillingnum Árna Jóhannssyni, vini mínum, brúarsmið og veraldarsöngvara. Á milli þeirra og míns hesthúss réð annar höfuðsnillingur ríkjum, Zophonías Márusson, sem verður öllum ógleymanlegur sem honum kynntust. Það voru oft stórkostlegar samræðustundir á þessari litlu torfu þarna í Glaðheimum sem nú eru horfnir undir hallir sumarlandsins.
 
En þá var Stóri-Björn Sigurðsson lögreglumaður formaður í hestamannafélaginu Gusti og réð því sem hann ráða vildi með ljúfmennsku án þess að nokkur dirfðist að mótmæla enda vissi Björn manna best hvað félaginu var þarfast.

 Jóhannes var ófeiminn, bæði þá og síðar, að ræða verkfræðileg viðfangsefni við mig og útskýra hvernig hann reiknaði ýmisleg mannvirki á sinn séníala hátt og einfaldan svo maður dáðist að. Það var ekkert pukur með neitt heldur málin rædd hreint út.

 Jóhannes átti við nokkra vanheilsu að stríða á efri árum og gekk ekki alltaf heill til skógar. Kom þó nokkuð reglulega í Laugarnar þar sem við hittumst oft og tókum tal saman þó hann væri misupplagður. En ljúfmennskan og húmorinn yfirgaf hann aldrei og vinátta okkar var ávallt söm og jöfn.

 Ég á aðeins ljúfar minningar um Jóhannes Guðmundsson stórverkfræðing. Hann var sannkallað valmenni í mínum huga.

 Halldór Jónsson 


Vatnið skal renna upp í móti!

segja þeir  Dagur B. og Hjálmar.

Farþegum með Strætó skal fjölga, hversu marga tugi milljarða af skattfé sem það kosta megi. Borgarlína og léttlest frá Reykjavíkurflugvelli skulu leysa vandann sem felst í mótþróa almennings og bíleigenda. Lokum og þrengjum göturnar svo markmiðin megi nást.

Samt velja Borgarbúar ennþá einkabílinn en ekki Strætó. Strætófarþegum fækkar og spárnar ganga ekki eftir. Tímabundið vandamál segja þeir kumpánar.

Svo segir í Mogga:

"Á árunum 2011 til 2015 jókst akstur Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu um 42% en farþegum fjölgaði um 18,8%.

 

Þetta má lesa úr gögnum frá Strætó bs. sem félagið tók saman að beiðni Morgunblaðsins.

 

Samkvæmt ársreikningum félagsins jukust fargjöld úr 1.014 milljónum árið 2011 í 1.655 milljónir 2015, eða um rúm 63%. Það er langt umfram fjölgun farþega á tímabilinu.

 

Þær upplýsingar fengust hjá Strætó að ofangreindar tölur um akstur, farþegafjölda og fargjöld eigi við höfuðborgarsvæðið. Það sama gildi um tölur um framlag ríkis og eigenda, þ.e. sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, í ársreikningi.

 

Framlögin jukust um 58%

 

Samkvæmt þeim tölum hefur framlag ríkis og sveitarfélaga aukist úr alls 2,38 milljörðum 2011 í 3,76 milljarða 2015. Það er aukning um 58%. Til samanburðar hækkaði vísitala neysluverðs um 13,3% á tímabilinu og er þá borið saman meðaltal vísitölunnar hvort árs. Framlögin hækkuðu því að raunvirði um 45%, samanborið við 18,8% fjölgun farþega á tímabilinu. Þessi þróun birtist líka í því að framlög á farþega jukust um tæplega 33% á árunum 2011-2015, eða úr 264 kr. í 351 kr.

 

Þessi aukning er hluti af þeirri pólitísku stefnumörkun að fresta stórframkvæmdum við vegamannvirki á höfuðborgarsvæðinu.

 

Tvöfalda átti hlutfallið

 

Haustið 2011 var þannig undirrituð viljayfirlýsing af hálfu innanríkisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins, Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um 10 ára tilraunaverkefni um að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Meðal markmiða var að »tvöfalda a.m.k. hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum sem farnar eru á höfuðborgarsvæðinu á samningstímanum«.

 

Segja má að áform um borgarlínu séu framhald þessarar stefnumörkunar. Með henni á enda að stórefla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Meðal markmiða borgarlínu er að árið 2040 verði 12% ferða á svæðinu farin með almenningssamgöngum. Það yrði um þreföldun frá 2014, miðað við ferðavenjukönnun Capacent Gallup. Sérstakar akreinar fyrir nýja kynslóð strætisvagna eru meðal þess sem á að stytta ferðatíma og gera strætó að vænlegri valkosti.

 

Samkvæmt ferðavenjukönnun Capacent Gallup árið 2011 var hlutdeild almenningssamgangna á svæðinu þá 4,5%. Af markmiði samkomulagsins leiðir að hlutdeildin skyldi vera minnst 8-9% árið 2022. Samkvæmt könnun Gallup 2014 var hlutfallið þá 4,8%, 0,3% hærra en 2011.

 

Verður sennilega ekki náð

 

Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir að með þetta í huga sé ólíklegt að 8-9% markinu verði náð 2022.

 

»Þetta gengur ekki nógu vel, miðað við markmiðið. Ef þróunin verður sú sama næstu ár og síðustu fimm ár mun markmiðið ekki nást. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það. Það þarf að stíga markvissari skref eigi það að nást og um það snýst borgarlínuverkefnið meðal annars. Það er nokkuð ljóst að almenningssamgöngur þurfa að komast á annað stig til að raunhæft sé að þær verði alvöru valkostur,« segir Hrafnkell.

 

Borgarlínan hækki hlutfallið

 

Hann segir aukna tíðni og meira framboð ferða með borgarlínunni geta átt þátt í að hækka hlutfallið.

 

»Já, og ferðahraðinn í kerfinu. Með núverandi strætókerfi eru farþegar jafn fastir og bílarnir í umferðarsultunni í morgunumferðinni og svo aftur síðdegis. Ávinningurinn er því ekki nógu mikill af því að færa sig [úr einkabílnum yfir í strætó]. Það er í raun þetta sem við ætlum að ná fram með borgarlínunni.«

 

Meðal markmiða samkomulagsins 2011 var að fjölga farþegum á stofnleiðum og lækka nettókostnað fyrir hverja ferð í akstri Strætó bs. Þá skyldi meðalhlutfall fargjalda í rekstrarkostnaði 2022 vera 40%, í samræmi við eigendastefnu Strætó bs. Samkvæmt ársreikningi Strætó 2015 voru tekjur af fargjöldum þá 1.655 milljónir en rekstrargjöld alls 6.749 milljónir. Hlutur fargjalda var því tæplega 25%. Til samanburðar voru fargjöldin 1.277 milljónir 2012 og rekstrargjöldin 3.916 miljónir. Hlutur fargjalda var því tæp 33% árið 2012, eða 8% hærri en 2015, þvert á markmið samkomulagsins."

Vatnið skal renna upp í móti segja Borgaryfirvöld. Hvað sem það kostar af skattfé eða skynsemi. Endurkjósum Dag B. og Hjálmar og Samfylkinguna og Pírata til vonar og vara til að tryggja farveg vatnsins til hæstu hæða.


Ragnar Ingólfsson

formaður VR er í viðtali við Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu.

Það kveður virkilega við nýjan tón hjá þessum nýja formanni.

Hann bendir miskunnarlaust á þá spillingu sem grassérar í lífeyrissjóðakerfi  landsmanna. Hann ber stjórnina á þeim saman við norska olíusjóðinn og lífeyrisjóðakerfið í Nevada sem eru margfaldir að stærð við íslenska ríkið. Þessir sjóðir lúta stjórn örfárra manna sem vinna fyrir lágt kaup.

Hér eru margfeldi af fólki í 37 lífeyrissjóðum eða hvað þeir eru margir sem stunda grímulausa sjálftöku á peningum sem eru í eign þeirra sem borga 15,5% af launum mánaðarlega inní þessa  sjóði.

En það r sama hvað sagt er. Þöggunin og samtryggingin er alger og Ragnar kvartar sáran yfir því að fólkið bakki hann ekki upp. Sé sinnulaust og dofið.  Hann segist ekki geta neitt afgerandi nema að hann fái stuðning. Og þessi maður virðist meina það sem hann segir þegar hann flettir ofan af þessum stórskandölum sem blómstra í kring um þetta lífeyriskerfi landsmanna. Hann kvartar sáran yfir stuðningsleysi Alþýðusambandsins sem virðist samdauna spillingunni.

Ef ekki væri fyrir stöðuga umræðu á Útvarpi Sögu væri maður minna upplýstur yfir þá gríðarlegu spillingu og vanstjórn sem ríkir í  íslenskum þjóðmálum. Það er sama hvert litið er, kunningsskaparþjóðfélagið samtryggir sjálfstöku elítustéttanna á fjármunum almennings.

Það verður að styðja við menn eins og Ragnar Ingólfsson sem segist vilja hrista upp í þessu útbreidda spillingarkerfi sem þrífst í kring um íslensku lífeyrissjóðina.


Fagnaðartíðindi

eru það að vændi hefur stóraukist á Íslandi.

Það þarf að draga skýra línur á milli mansalsviðbjóðsins og heiðarlegs vændis.Alþjóðastofnanir hafa átalið Íslendinga fyrir að vinna ekki skarpar gegn mansali. Það er best gert með því að lögvernda vændi.Hið síðarnefnda vinnur gegn hinu fyrrnefnda.

Þegar ég kom til Þýskalands sem ungur maður rak ég upp stór augu að sjá að bærinn rak virðulegt hóruhús við hliðina á ráðhúsinu og áfast við lögreglustöð miðbæjarins. Þjóðverjar útskýrðu fyrir mér að þetta væri nauðsynlegt til að draga úr kynferðisglæpum Þarna unnu fögur fljóð flestar ungar. Alger regla ríkti og kurteisi enda stutt í lögregluna.Þegar ég kom síðast til Stuttgart fyrir mörgum árum var þessi stofnun á sínum stað og greinilega bæjarprýði.

Já, ég einhver nettröll munu rjúka upp og kalla mig melludólg, nasista, rasista og hvaðeina en mér er slétt sama. Á minni tíð gerðu stúdentar sér ekki tíðförult á þessa stofnun af þeim ástæðum að slíkt kostaði margra daga mataruppihald.Og þá eins og núna voru vinkonur líka æskilegri fyrir þá sem ekki voru svo krumpaðir að geta ekki útvegað sér slíkt. Allt þetta gekk sinn gang. Auðvitað voru kynferðisglæpir á forsíðu Bild en Þjóðverjar vissu og vita enn að líklegt er að löglegt vændi dragi úr kynferðisglæpum.

Íslendingar gera rétt í að lögleiða þessa elstu atvinnugrein heimsins og fer vel á því að næstelsta atvinnugreinin, skv. skilgreiningu Ronalds Reagan,-stjórnmálastéttin-, geri skyldu sína og útrýni mansali með þeirri aðgerð.

Það yrðu fagnaðartíðindi.


Ný Vaðlaheiðargöng?

með miklu vatni á að byggja undir stórfljót fyrir fluglestina sem á að tengja BSÍ og Keflavíkurflugvöll um Smáralind. Á virku eldsumbrotasvæði margra eldfjallakerfa.  

Auðvitað er þetta verkfræðilega leysanlegt eins og allt.Aðeins spurning um kostnað. Frá þessum göngum verður ekki hægt að skapa sjálfrennsli ef vatnið sækir á.Þarna verða nýjar áskoranir þar sem stórt neðanjarðarfljót þverar gangnastæðið. Nú á að safna 1500 milljónum til að fara í rannsóknarvinnu  fyrir þessi göng. Hvað þau muni kosta hefur ekki verið mikið rætt um og kannski best að tala sem minnst um það ef þau skyldu fara fram úr áætlunum.

En það er með þessa framkvæmd eins og Borgarlínuna að það er líklega best að tala sem minnst um það hvort hana vanti eitthvað sérstaklega. Tvíbreiður vegur fyrir bíla til Keflavíkur styttir ferðatímann þangað niður í hálfa klukkustund. Bensínkostnaður kannski þúsundkall.Fargjald með lestinni er boðað fimmþúsundkall.Það gefur auga leið að sameiginlegir sjóðir hljóta að koma að þessu máli eigi fjármagn að fást.

96 % landsmann hefur valið sér einkabílinn sem samgöngumáta.Að leggja slíka ofuráherslu á að greiða fyrir því að 4 % landsmanna komist eitthvað hraðara milli íbúðarhverfa finnst leikmanni nokkuð merkileg niðurstaða þeirra stjórnmálamanna sem maður trúði fyrir atkvæði sínu í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þó að þeir segi að þetta sé ekkert að fara að gerast strax, þá dugar það ekki. Að tími mislægra gatnamóta sé liðinn í Reykjavík finnst manni furðuleg yfirlýsing þar sem maður situr fastur í umferðinni á Miklubrautinni.

Þegar maður horfir á vegbrýrnar á höfuðborgarsvæðinu þá hvarflar hugurinn ósjálfrátt til Florida. Hérna virðast brýrnar vera leikvellir verkfræðinga til að búa til minnismerki um sjálfa sig með ryðfríum súlum og fleiri leikfléttum.Þar vestra eru brýrnar mest byggðar úr lurkslegum ljósdrapplitum steypueiningum sem undirstöður og grænum bitum, gjarnan úr stáli. þetta er svo einfalt í sniðum og fallegt tilsýndar þar sem þær fléttast hvor undir og yfir aðra, með halla og beygjum að mann setur hljóðan. Floridabúar ferðast á einkabílnum hvert sem þeir fara. Enda vegirnir og umferðarkerfið stórkostlegt. Strætóar ganga fyrir þá sem hafa nógan tíma og lítið fé enda þeirra tími ódýrari en  stressmanna, -hefur þó ekkert með jafnréttishugsjónina að gera.

2013-03-29 18.42.13

En eins og einn gamall samstarfsmaður minn sagði einhvern tímann þegar honum líkaði eitthvað stórilla í forordningum fyrirtækisins: "Um að gera að hafa það bara nógu vitlaust" Og sagði svo upp eftir langt og gott starf.

Vitleysan verður að hafa sinn gang. það er það eina sem við getum reitt okkur á. Hvort heldur eru einkaframkvæmdir sem enda sem kostnaður þjóðarinnar eða hverskyns hugsjónir hinna stórhuguðustu meðal vor.

Vaðlaheiðarfastinn stefnir ávallt á pí eins og ég hef margsagt að gildi um flestar opinberar áætlanir sem stjórnmálamenn boða sem fagnaðarerindi sín fyrir skattgreiðendur.

 


Ljón Norðursins

er stórfengleg bók sem mér barst í hendur og ég mæli eindregið með að menn lesi.

Höfundurinn er Bjarki Bjarnason sem skapar ljóðrænt ævintýri  um þann sérstæða athafnamann Leó Árnason frá Víkum á Skaga. Hann fer ungur að heiman og á síðan ótrúlegt líf athafna og dugnaðar næstu áratugi. Upp úr miðjum aldri missir hann heilsuna og miklar veraldlegar eigur sínar en gengur þá Listagyðjunni á hönd og Guð Almáttugur bjargar honum úr sálarháska og leiðir hann síðan með sér um andlegar víðáttur þegar hann á í miklum nauðum.

Sonarsonur söguhetjunnar Leós Árnasonar og alnafni gefur bókina út árið 2016.Sá er þekktur einnig þekktur athafnamaður og fjörbolti eins og afinn var á léttasta skeiði og hefur hann að mínum dómi unnið þarft verk með útgáfunni.

Söguhetjan lifði tímana tvenna. Meðal mestu athafnamanna landsins um langa tíma. En lifir svo annað líf síðan gerólíku hinu fyrra eftir geðhvarfasýki sem yfir hann hellist á miðjum aldri.

Hann var á þeim árum ótrúlega sérstæður í fasi og framgöngu. Ég hitti hann þá heima hjá Ólafi Jónssyni athafnamanní í Hlöðum við Auturveg. Líður mér hann seint úr minni hversu hann var mikill stuðningsmaður dr.Gunnars Thoroddsen á  þeirri stundu sem ekki voru allir sammála um.

Mér var sögð sú saga, að þegar Sverrir Kristjánsson sá mikli sagnfræðingur var allur og kista hans stóð fyrir altari og kirkjunni hafði verið lokað, þá hefði kirkjuhurðinni skyndilega verið hrundið upp og mannvera með barðasíðan hatt og íklædd svartri skikkju með eldlitu fóðri sem flaksaðist til yfir svörtum fötum snaraðist inn gólfið með köldum gusti. Sumum viðstöddum hélt við yfirliði við þessa sýn. Þessi hefði gengið að kistunni snúðugt, hefði svo slegið bylmingshögg í hana með silfurbúnum staf sínum. Og stikað síðan sömu leið til dyra. Þar hefði Ljón Norðursins kvatt vin sinn Sverri Kristjánsson hinstu kveðju.Ég tek fram að ég hef þessa sögu eftir öðrum.

En bókin Ljón Norðursins gerist eiginlega á mörkum ævintýra og veruleika, drauma og vöku, svo meistaralega fer höfundur með efnið sem verður lífssaga mannsins sem kallaði sig svo eftiminnilega Ljón Norðursins en hét öðru nafni Leó Árnason og var athafnamaður frá Víkum á Skaga,byggingameistari hundruða húsa, hótelhaldari, Ísborgarstjóri með stórmennum þeirra tíma, fiskverkandi með meiru þar til að nýr kafli lífs hans hófst án þess að hann fengi rönd við reist.

Lesandinn verður sjálfur að dæma um það hvor maðurinn sé honum áhugaverðari, Leó Árnason hinn ofurduglegi þúsundþjalasmiður frá Víkum á Skaga eða listamaðurinn Ljón Norðursins. Hvorugur lætur hann ósnertan.


Ronald Reagan

var hvorki ómenntaður né heimskur eins og krateríið vill vera láta. Þvert á móti var hann lærður í hagfræði, húmoristi og farsaæll Forseti Bandaríkjanna. Og umfram allt maður.

 

Ronald Reagan1

Hann sagði margt skemmtilega og djúphugsað:

 

"Sósíalisminn virkar á tveimur stöðum aðeins.Á himnum þar sem þeir þurfa hans ekki með og í helvíti þar sem þeir hafa hann þegar."

"Herfræði mín í kalda stríðinu:Við vinnum- þeir tapa.

"Skelfilegustu orð á enskri tungu eru:

Ég er frá ríkisstjórninni og ég er hér til þess að hjálpa.""

 

"Það versta við okkar frjálslyndu vini er ekki það að þeir séu svo fáfróðir heldur að þeir vita svo mikið um það sem ekki er svo." 

"Í þeim fjórum styrjöldum sem ég hef upplifað varð engin þeirra af því að Bandríkin væru of máttug." 


"Ég hef velt því fyrir mér hvernig Boðorðin 10 hefðu litið út ef Móses hefði þurft að koma þeim í gegn um Bandaríska Þingið?"

 


'Skattgreiðandinn er sá sem vinnur fyrir alríkisstjórnina en hefur ekki þurft að taka hæfnispróf sem opinber embættismaður." 

 


'Það sem kemst næst eilífu lífi er ríkisstjórnaráætlun." 


"Það hefur verið sagt að stjórnmál séu næstelsta atvinnugreinin. Ég hef komist að því að þau eru sláandi lík elstu atvinnugreininni." 


'Skoðun Ríkisstjórnar á hagkerfinu er í stuttu máli þessi: Ef það hreyfist, þá skattleggjum það. Ef það heldur áfram að hreyfast, þá  komum stjórnun á það. Og ef það hættir að hreyfast, þá styrkjum við það."

 

'Ekkert vopnabúr eða nokkuð vopn í vopnabúrum veraldarinnar er svo yfirþyrmandi sem vilji og siðferðisþrek frjálsra manna og kvenna." 


'Ef  við nokkru sinni gleymum því að við erum ein þjóð undir Guði þá verðum við þjóð    sem hefur orðið undir."

 

Ronald Reagan var frábær í mínum augum. 

 Ronald Reagan 2

 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband