Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017
5.8.2017 | 10:11
Ingibjörg Sólrún
minnir á sig í DV um helgina.
Ingibjörg á fjölbreytta lífsreynslu að baki,27 ára stjórnamálasögu, erfið veikindi og fjölbreytt störf erlendis. Ég og faðir hennar vorum góðir vinir enda var Gísli frá Haugi með skemmtilegustu mönnum og fyrrum Sjálfstæðismaður sem fylgdi samt skiljanlega dóttur sinni frekar en sínum gamla flokki.
Ég dreg enga dul á það að mér var talsvert uppsigað við Ingibjörgu Sólrúnu sem stjórnmálamann. En ég dáðist líka að henni á vissan hátt fyrir ótrúlega ósvífni hennar, Það er eðlilegt að hún hatist svo við Davíð Oddsson sem glögglega kemur fram að það eiginlega rýkur úr viðtalinu. Ástar-hatur samband finnst mér líklegt. Davíð var nefnilega líka geiglaus og hiklaus í póltík en var hinsvegar líka það sem Ingibjörg náði aldrei en það var að vera líka skemmtilegur húmoristi. Ingibjörg var oftar frekar hundleiðinleg í málflutningi og húmorlaus. Saug að sér langt sog og sagði "En Sjálfstæðismenn..." sem hún komst upp með að nota sem rök fyrir því að hún sviki ekki meira en þeir. Og svo var hin takmarkalausa ósvífni hennar í málflutningi sem henni tókst aldrei að fara með eins og Davíð fór svo léttilega með ef þess þurfti og hún skiljanlega öfundar hann svona af því. Ógleymanlegt er mér að minnsta kosti þegar hún sagði í Ríkisútvarpið að Borgarsjóður væri nú rekinn hallalaus. Það var svo rekið ofan í hana nokkrum dögum seinna að það væri nærri milljarðs halli á Borgarsjóði. Þá svaraði hún bara: Ja það var undirliggjandi halli. Og vinstri pressan lét hana komast upp með þessa skýringu sem sjálfsagða á því bókhaldsfalsi sem hún stóð fyrir í pólitík að þessu sinni.
En það sem vekur athygli mína á þessu viðtali hversu gersamlega sjálfhverf hún er. Hún vorkennir sjálfri sér einhver ósköp fyrir að hafa verið orðuð við það að verða dregin fyrir Landsdóm eins og Geir Haarde sem henni þykir samt svona vænt um. Samúð með Geir er hinsvegar engin. En Geir var sektaður um málamyndaskítaupphæð af pólitískum og lélegum dómurum svo hann gæti ekki áfrýjað. Og hver var sökin? Hann upplýsti ekki Samfylkingarráðherrana um tiltekin viðkvæm ríkisleyndarmál vegna hrunsins sem var að hellast yfir. Sem hann gat ekki vegna svikaeðlis kratanna í ríkisstjórninni sem öllu láku tafarlaust í blöðin. Það dugar einhverjum að minnsta til þess að treysta aldrei krötum framar í pólitík. Við sprengjum og sprengjum sagði einn formaðurinn þeirra og lýsti eðlinu rétt.Enda eru þeir kratar líka að verða útdauðir af sjálfu sér þar sem þeir eru búnir að sanna sig í augum kjósenda að verða aldrei treystandi.
Nú er Ingibjörg Sólrún komin í feitt, líklega skattfrítt kratískt embætti á vegum Evrópusambandsins. Það felur henni að elta uppi rangar skoðanir hér uppi á Íslandi. Hér má ekki hafa sterkar skoðanir á hælisleitendum eða múslímum án þess að Ingibjörg geti gripið inn til að stöðva hatursorðræðu. Þá vitum við það að Pétur Gunnlaugsson og útvarp Arnþrúður Saga verður undir smásjá Ingibjargar og aðstoðarmannsins í Póllandi þar sem þar er sá eini vettvangur sem slík mál eru rædd upphátt. Á vettvangi kerfisflokkanna verður væntanlega skipulögð þögn hér eftir sem hingað til. Og þar hefur henni þó ratast satt á munn um eðli kerfisflokkanna gömlu. "Hjá því kvað Beygur..."
Ég ætla svo að taka fram að hugsanlega ævisögu Ingibjargar Sólrúnar mun ég aldrei lesa þó hún verði skrifuð.
3.8.2017 | 23:12
Heldur sjúk til í tjaldi!
Mæðgin sem hafa verið húsnæðislaus síðustu vikur halda nú til í tjaldi í Reykjavík. Konan, sem hefur verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg í sex ár, heldur nú til í tjaldi ásamt syni sínum á tjaldsvæðinu í Laugardal.
Fréttastofa Rúv ræddi við Lilju Helgu Steinberg Matthíasdóttur sem kveðst hafa beðið í sex ár eftir félagslegu húsnæði, hún hafi ekki í önnur hús að venda og hafi því síðustu tvær nætur neyðist til að sofa í tjaldi ásamt rúmlega tvítugum syni sínum.
Þetta er bara mjög erfitt fyrir veikt fólk. Þetta er mjög erfitt þegar manni er alls staðar illt í skrokknum en ég er búin að kaupa allavega viku, ég hef engin önnur úrræði þannig að ég ætla að vera hér, segir Lilja í samtali við Rúv.
Segir tjaldið vera algjört neyðarúrræði
Segir hún þjónustuaðila sinn hjá hjá félagslega kerfinu hafa bundið vonir við að Lilja fengi fengi íbúð þar sem það lægi fyrir að hún færi á götuna en það hafi ekki gengið eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lilja er á götunni en hún segir tjaldið vera neyðarúrræði. Hún hafi leitað víða, meðal annars til Konukots.
Það er bara mjög veikt fólk þar, konur sem að eru í mikilli neyslu. Enda sagði forstöðukonan við mig að kona í þinni stöðu ætti ekki að vera hér, af því að ég var ekki eins og hinar konurnar sem sækja í þetta, segir Lilja.
Um ellefu hundruð manns eru nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík og þurfa einstaklingar að jafnaði að bíða lengur en fjölskyldufólk. Flestir bíða skemur en í tvö ár eftir húsnæði en 7,6 prósent hafa beðið í fimm ára eða lengur að því er fram kemur í frétt Rúv.
Svo stendur í Mogga.
Þegar ég var ungur var alger neyð í húnsæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Þá hætti blessað stríðið og Kanarnir fóru heim til sín. Þeir skildu eftir sig hundruðir bragga sem húsnæðislausir Íslendingar tóku sem himnasendingu. Þetta voru þó hús en ekki tjöld.
Nú eru sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu svo miklir aumingjar að þeir bara glápa á vandamál fólksins en er um megn að gera nokkurn skapaðan hlut nema emja, væla og veina og býsnast yfir sístækkandi biðlistum. Og meirihlutinn í Reykjavíkurborg er allra verstur undir forystu Dags Bergþórusonar.
Fyrirtæki heitir Stólpi Gámar.Þeir geta búið til íbúðir á mjög lágu verði á skömmum tíma. Betri íbúðir en braggarnir voru nokkru sinni og núna á hitaveitusvæðum.
Þeir sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu sem telja félagslegt húsnæði í sínum verkahring yfirleitt eru hinsvegar svo pasturslitlar að þær geta ekki einu sinni skaffað svæði innan sinna vébanda þar sem mætti koma fyrir gámahúsnæði í stað tjaldanna.
Nei þær vilja heldur væla og þvæla um samræmd félagsleg úrræði framtíðarinnar sem átti að vera komin fyrir löngu eins og 2500 íbúðir Dags Bergþórusonar fyrir heilu kjörtímabili siðan en koma tæplega ekki þó að eitt kjörtímabil líði til viðbótar. Þá verða örugglega helmingi fleiri á biðlistunum en eru í dag. Þvílík stórmenni og þvílíkt afreksfólk sem ætlar sér ótrautt að sækjast eftir endurkjöri.
Gerum bara ekki neitt. Fólkið skal heldur liggja sjúkt úti í tjöldum þar sem það eru þó allavega til tjaldstæði á vegum sveitarstjórnanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.8.2017 kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.8.2017 | 17:28
Þessa túrista vill ekki Dagur
sem eiga einkaþoturnar sem eru pakkaðar saman á planinu hjá Loftleiðahótelinu. Tugmiljóna dollara gripir.
Hvað skyldu eigendurnir vera að gera hérna. Fara á hjóli í Gullhring? Eða veiða lax? Skyldu þeir eyða einhverjum peningum hérna?
Þetta vill ekki afturhaldið í Borgarstjórninni sjá í Reykjavík. Þess konar túrista vill ekki Dagur B.sjá frekar en Reykjavíkurflugvöll yfirleitt.
3.8.2017 | 08:13
Boðberi sannleikans
prófessor doktor Þorvaldur Gylfason drýgir tekjur sínar með því að skrifa pistla í Fréttablaðið á fimmtudögum sem er í sjálfu sér ágætt.
Fyrir kemur að þessir pistlar séu skemmtilegir þegar doktorinn skrifar um geopólitísk efni og sagnfræðileg. En skrifi hann um stjórnmál slær venjulega út í fyrir honum og þá litast allt af þráhyggju kratismans, óskhyggju og sleggjudómum um menn og málefni.Ég viðurkenni að að ég legg stundum á mig að lesa þessa pistla en misvel að sjálfsögðu eftir því hvert efnið er.
Í dag gengur bullið fram af mér enn einu sinni. Prófessorinn segir til dæmis:
"Stjórnmálamenn hagræða stundum sannleikanum. Þeir ljúga stundum að kjósendum og hver að öðrum. Það liggur fyrir. Sumir beinlínis lifa lífinu ljúgandi, t.d. Trump Bandaríkjaforseti. Samt þykir sannleikurinn jafnan sagna bestur á vettvangi stjórnmálanna á þann hátt að það telst í þingræðisríkjum vera alvarlegt brot og yfirleitt frágangssök að segja þingheimi ósatt. ..."
Hvor skyldi hafa logið meiru um dagana Trump Forseti eða Þorvaldur Gylfason krati?
Þorvaldur hefur slag í slag haldið því fram að þjóðin hafi samþykkt hin arfavitlausu stjórnarskrárdrög sem hann átti þátt í að semja. Þetta plagg sem var svo illa unnið og mótsagnakennt að enginn hefur treyst sér til að taka það til efnislegrar meðferðar. Þorvaldur tyggur þessar ósönnu fullyrðingar sínar æ ofan í æ og það væri að æra óstöðugan að fara að rifja það allt upp. Allavega er ekki hægt að færa þann málflutning prófessorsins undir sannleiksást.
Samt telur þessi krati og margfallið pólitískt smástirni þess umkominn að viðhafa þessi orð um Forseta Bandaríkjanna:
"...Þar eð forsetinn er alræmdur lygari gæti honum orðið hált á svelli sannleikans í vitnastúku hjá saksóknaranum.
Hver er prófessor doktor Þorvaldur Gylfason eiginlega? Hvar liggja hans augljósu hæfileikar ofar Trump sem bandaríska þjóðin kaus?
Botnlaus skortur á sjálfsgagnrýni og dómgreindarleysi prófessors við Háaskóla Íslands eru ekki til þess fallin að auka hróður þeirrar stofnunar. En þar hélt hann afi minn heitinn uppi virðingu vísindanna kjólklæddur á hátíðarstundum."Alþýðufræðarinn" Prófessor doktor Ágúst H. Bjarnason var alla ævi boðberi sannleikans og orðvandur.
Þorvaldur er ekkert af þessu svo að allur pólitískur frami hans er líklega meira fyrirséður en Trumps Forseta.
2.8.2017 | 14:51
Heimurinn svínar á Bandaríkjunum
eins og hann hefur alltaf gert. Enda verður hann vitlaus þegar Trump forseti segir hingað og ekki lengra.
Wilbur Ross, billionerinn sem er viðskiptaráðherra Bandaríkjanna (U.S. Secretary of Commerce) sagði að viðskiptafélagar eins og Kína og Evrópusambandið segist vera með frjálsri verslun en séu það ekki.
Margar ríkisstjórnir um allan heim hafa rekið pólitík sem er ósanngjörn gagnvart bandarísku verkafólki og fyrirtækjum, Ross wrote on opinion page of The Wall Street Journal. Fyrir þessi stjórnvöld hefur Trump forseti skýr skilaboð.Það er kominn tími til að endurskipuleggja viðskiptastefnu ykkar frjálsa og gagnkvæma.
Ross sagði að tollar Kína sé hærri en Bandaríkjanna á 20 af 22 sviðum svo sem sykri, fatnaði, bómull, fötum . flutningatækjum og vélum. Evrópusambandið leggur á hærri tolla en Bandaríkin á 17 af 22 sviðum eins og dýraafurðum,sykri, vélum og efnavörum.
ESB leggur +a 10 prósent toll á innfluttar bandarískar bifreiðar meðan Bandaríkin leggja aðeins á 2.5 % á innfluttar bifreiðar frá Evrópu segir Ross. Í dag flytur ESB 1.14 milljónir evrópskra bíla til Bandaríkjanna nærri fjórum sinni fleiri en Bandaríkin flytja til Evrópu.
Burtséð frá þessu sláandi misvægi í tollum þá eru líka aðrar viðskiptahindranir sem auka kostnað bandarískra fyrirtækja sem vilja eiga viðskipti við Kína og Evrópu. Þessar hindranir eru íþyngjandi og ógagnsæjar reglur til að skrá og fá samþykkt leyfi fyrir innflutningi, óvísindalegar heilbrigðisreglur,kröfur um að fyrirtæki byggi innanlands verksmiðjur og áneydd yfirfærsla tækniupplýsinga meðal annars sagði Ross.
Ríkisstjórn Trumps hefur lagt til 54 viðskiptalagfæringar til að rannsaka ósanngjörn viðskipti. Bandaríkin hafa sett fram 403 kvartanir við 42 ríki sem eru í samræmi við reglur alþjóða viðskiptaráðsins. Því miður túlka meðlimaríkin þetta sem verndarstefnu Bandaríkjanna. En þarna er Trump aðeins að framkvæma það sem hann lofaði í kosningabaráttunni sem venjulegir stjórnmálamenn eins og við þekkjum þá eiga ekki að venjast.
Alþjóðaviðskiptaráðið á að vernda frjáls og sanngjörn viðskipti milli ríkja, ekki ráðast á þessar viðskiptaleiðréttingar sem miða að jafnræði" sagði Ross. Að verja bandaríska verkamenn og fyrirtæki gegn þessum árásum má ekki mistúlka sem verndarstefnu.
Hér er verið að tala beint til Íslendinga. Við höldum úti mikilli mismunun gagnvart bandarískum vörum á mörgum sviðum þar sem við eru taglhnýtingar viðskiptasvínanna í þýska Evrópusambandinu sem þoldu ekki að hlusta á Ross tala og skrúfuðu fyrir hann í sjónvarpinu eftir 20 mínútna lestur hans. Öll mismunum okkar Íslendinga gagnvart Bandaríkjunum er til háborinnar skammar gagnvart okkar mestu vinaþjóð sem eru Bandaríkin sem vernduðu okkur fyrir ekki neitt í mörg ár gegn margri vá.
Ef að ríkisstjórn okkar myndi einu sinni hysja upp um sig buxurnar og gera eitthvað í að leiðrétta þá ósanngirni sem hér ríkir að fyrra bragði og án þess að láta neyða sig til þess þá væri það drengileg gerð og okkur til sóma. En hver býst við einhverju af kratískri ESB-Viðreisn eða þá Óttari Proppé, hvað sem þessi flokkur hans heitir annars.
Sjálfsagt gerir ríkisstjórnin ekkert í þessu og við höldum áfram Íslendingar að svína á Bandaríkjunum eins og heimurinn hefur verið að gera sér til skammar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.8.2017 | 17:30
Kristinn Pétursson
sá þekkti dugnaðarforkur skrifar athyglisverða punkta á Facebook.
Kristinn segir:
"Kristinn Pétursson Myndin hér fyrir neðan - er gerð af Svend Aage Malmberg, haffræðingi Hafró til áratuga - en hann er látinn. Mjög vel unnin gögn - eru til á Hafró eftir þann heiðursmann.
Meðalhitinn í S3 mælipunkti Hafró norðan Siglufjarðar skv myndinni er 5,22°C 1924-1960. 1960-1992 er meðalhiti í sama mælipunkti 2,8°C - mikil niðursveifla í sjávarsskilyrðum fyrir Norðurlandi. Árið 1969 er meðalhitinn í þessum mælipunkti mínus 1,1°C - Snauður - glær pólsjór á hafísárunum var svo glær að það sást til botns á 20 metra dýpi á vorin í Bakkaflóa... Æðarkollurnar verptu stundum annað hvert ár - á hafísárunum. Náttúran kann að laga sig að aðstæðum.
Síldin flúði kuldann "norður og niður" - flotinn elti síldina norður að Svalbarða þar sem hún hvarf... Kaldur polsjór flæddi suður með Austfjörðum og seltuminni pólsjórinn virtist "fljóta" ofan á saltari sjó - Golfstraumnum - og það virðist hafa verið kuldinn sem hrakti síldina burtu - en ekki meint "ofveiði"...
Ég skoðaði öll þessi gögn hjá Svend Aage Malmberg á Hafró - og ennnig á bókassafni Hafró þegar ég var á Alþingi 1988-1992.
Síldin flúði kuldann - inn á Norsku firðna: Meðan Norsk Íslenski síldarstofninn var í lágmarki - árin eftir hafisárin - hrygndi síldin stunfum annað hvert ár (lokaritgerð Péturs Péturssonar fiskifræðings sem nú býr í Seattle/USA Hann stundaði rannsóknir á síldinni í tvo vetur - annan i Tromsö og hinn í Bergen - en stundaði námið í Danmörku)
Kuldi og fæðuskortur - vegna kuldans - virðist hafa verið aðal orsök þess að síldin fór frá Íslandi.
Nú - árið 2017 - er hitaastigig í S3 - LOKSINS að verða svipað og 1924-1960 - og síldin farin að vaða í torfum við Kolbeinsey - nú fyrst árið árið 2017.... Það er eins og síldin sé með "digital hitamæli í rassinum"...
Náttúran kann sitt fag - betur en við mennirnir - en sumir af gerðinni Hómó Shapens - þykjast vita miklu betur - en náttúran sjálf . Við skulum bera fulla virðingu fyrir náttúrunni og ekki ögra almættinu með því að þykjast vita betur ;)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2017 | 17:04
Frábært viðtal
var hjá Arnþrúði á Sögu við hana Sveinbjörgu Framsóknarkonu og Flugvallarvin.
Sveinbjörg fór yfir marga málaflokka af mikilli þekkingu og og kom inn á mörg umhugsunarefni.
Eitt sem hún nefndi var hvernig skóli án aðgreiningar hefur breyst í grundvallaratriðum með fjölgun útlendinga. Þessu hefur ekki fylgt fjármagn frá ríkinu sem þá fylgdi yfirtöku sveitarfélaganna á skólunum. Afleiðingin er að skólakerfið er að skila ómenntuðum einstaklingum sem hvorki eru reiknandi, skrifandi né læsir vegna þess að aðgreiningarleysið veldur því að enginn getur fengið neina kennslu við sitt hæfi.Misþroski nemendanna heldur öllu niðri. Sveinbjörg spurði hvort ekki væri ástæða til að hafa útlendingana í sérskólum sem er áreiðanlega rétt.
Sveinbjörg kom inn á málefni Hellisheiðarvirkjunar. Þar er málum, að því að virðist haldið frá kjörnum fulltrúum. Brennisteinsmengun frá virkjuninni er gríðarleg og þar fyrir utan er óvitað hvaða áhrif brennisteinssýran hefur á lungu mannfólksins sem fyrir verður. Nógu slæmt er að sjá hvernig mengunin fer með háspennumöstrin á Hellisheiði sem áður sá ekki á en eru nú að ryðga niður og enginn segir neitt. Ætli lungu sé minna viðkvæm en galvanisérin á stáli?
Það sem Sveinbjörg virtist ekki vita er hversu fjárhagsstaða virkjunarinnar er algerlega vonlaus. Hún sagði að virkjunina skorti afl sem er rétt. Orkuveitan þyrfti að kaupa dýra orku að þar sem hún er búin að skuldbinda sig til að afhenda orku til stóriðjunnar á ákveðnu verði. En sú staðreynd er svo hrikaleg að um hana er ekki rætt. Virkjunin þarf að borga 3 kílówött sjálf með hverri kílówattstund sem hún selur eða því sem næst. Og niðurdæling á brennisteini með tilheyrandi landskjálftum og aukaleg gufuöflun gerir bara að hlaða meiri kostnaði á þessa virkjun sem er tæknilega marggjaldþrota og getur aldrei borið sig. Dýrð sé Framsóknarflokknum meðal annars sem stóð fyrir óraunhæfri byggingu virkjunarinnar á dýrðardögum Alfreðs Þorsteinssonar og Ingibjargar Sólrúnar.
Sveinbjörg fór einnig fyrir rekstrarvanda Reykjavíkurborgar þar sem flest er í niðurníðslu. Þar ber allt að sama brunni með viðhaldsleysi og vandræðagang.
Ég fór að hugleiða með mér hversu feginn ég er að vera ekki á kjörskrá í Reykjavík. Þar myndi ég komast í vandræði hvort ég ætti að kjósa minn flokk eða eða frekar Sveinbjörgu og Guðfinnu af lista Framsóknar og Flugvallarvina? Íhaldið í Reykjavík virðist ekki duga til neinnar teljandi stjórnarandstöðu og því finnst mér stefna frekar i að Dagur Bergþóruson verði bara endurkjörinn og allt stefni áfram norður og niður þar á bæ.
Þá minntist ég fyrirbrigðis úr pólitíkinni sem var kallað Hræðslubandalagið í gamla daga. Það var bandalag tveggja stjórnmálaflokka sem náðu til samans meiri áhrifum en sitt í hvoru lagi. Raunsætt mat mitt er það, að íhaldið mitt sé ekki að meika það sem stjórnarandstaða þó allt sé rétt sem það segi. Það er bara ekki sannfærandi í málflutningi sínum og ástríðulaust með öllu. Virðist vanta allan neista. Það vantar sannfæringarkraftinn sem hann Davíð hafði á sínum ungu dögum. Framsókn og Flugvallarvinir ná heldur ekki fjöldanum hvað sem glæsilegri frammistöðu þeirra kvennanna Sveinbjargar og Guðfinnu líður.
Er kosningabandalag Framsóknar og Íhalds mögulegt? Gæti það ekki frekar náð Borginni úr höndum 101-liðsins á þann hátt? Ráðast gegn því sameinað og reynt að sannfæra kjósendur úr hærri póstnúmerum um breytinga sé þörf í Borginni?
Þó nú sé verið að slá og fylla í holur þá verða menn að gera sér ljóst að það er gert í því trausti að ekki verði búið að gera ársreikning Borgarinnar þegar kosningar koma að vori. Hallanum vegna þessara útgjalda núna verður trúlega leynt að hætti Ingibjargar Sólrúnar sem einhverjum undirliggjandi halla í glæsilegum rekstri eins og hún gerði opinberlega að lýsa yfir og komst upp með það vegna ótrúlegrar ósvífni sinnar í málflutningi og svo vinstri slagsíðu RÚV og fleiri fjölmiðla á þeirri tíð. Þetta mun Dagur B. reyna og hugsanlega komast upp með vegna slapps málflutnings stjórnarandstöðunnar í Reykjavík.
En viðtalið var frábært við hana Sveinbjörgu en dugar ekki til eitt og sér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2017 | 12:08
"Útvarpskommarnir"
halda úti sérstakri síðu á RÚV sem heitir Forsetatíð Donalds Trump.
Þar er safnað saman efni sem hefur þann tilgang að gera Forsetann ótrúverðugan með hálflygum og jafnvel ósönnuðum getsökum.
Þar er auðvitað því haldið á lofti að Trump sé að reyna að að fella Obamacare bara til þess að láta fátæka Bandaríkjamenn deyja án læknishjálpar. Þar aldrei minnst á Trumpcare sem er áætlun sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare. Það er bara lögð áhersla á að kynna Trump sem fífl og fábjána sem ekkert geri nema vitleysur.
Það er ekki minnst á það hvernig Trump frelsaði Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu sem sparar þeim trilljónir dollara í vitleysu og á vonandi eftir að koma vitinu fyrir heimsbyggðina sem er undir forsæti hinna fjörtíuþúsund fífla Al Gore og kaupahéðnanna sem ætla að græða á þessari ósönnuðu nostalgíu. Kannski að eitthvað fé verði þá eftir í Trumpcare áður en upp er staðið?
"Útvarpskommarnir" bregðast ekki væntingum.
1.8.2017 | 11:30
Kindakjötsfárið
er að sliga fjárbændur. Líklega mest vegna milliliðakerfisins og lélegrar verkunar afurðanna.
Þegar maður fer í kjörbúð, jafnvel þar sem er kjötborð, þá kaupir maður kjöt sem maður heldur að sé í lagi. Svo er þetta eldað og þá er þetta eins og gúmmí, þurrt og allt öðruvísi en það var í gamla daga. Sumir segja að þetta sé eldgamalt kjöt, búið að liggja í frystigeymslum lengi. Áreiðanlega er þetta kjöt sem aldrei hefur hangið uppi. Líka af stressuðum kindum og þreyttum eftir flutninga, sem eru drepnar með rafmagnssjokki að hætti EES í stað þessa að vera skotið og skorið eins og í den þegar kjötið var ætt.
Nú færðu hvergi almennilegt kindakjöt, hvorki hangikjöt, saltkjöt eða nýtt kjöt. Þetta er bara óæti, þurrt eins og gúmmí sem hoppar upp ef þú stingur í það gaffli. Það er alvega sama þó að Baldvin sér að reyna að dásama þetta fyrr útlendingum, þetta er bara ekki vara eins og hún getur verið.
Kjötbirgðirnar hrannast upp því neytandinn vill þetta ekki vegna þess hversu lélegt og dýrt þetta er. Kindakjöt ætti að vera ódýrasta kjötið þar sem það er tilkostnaðarlítið í fóðrun sem gengur á landgæði með ofbeit án þess að eigandinn leggi nokkuð til. Frystigeymslan og slátrunin hleður á þetta kostnaði en bændurnir eru að drepast í fátækt.
Bændur ættu að taka sig saman og slátra heima. Hengja kjötið í gáma og selja beint til neytenda almennilega vöru. Hætta þessari helvítis miðstýringu og EES kjaftæði öllu. Skaffa okkur almennilegt kjöt eins og var í gamla daga þegar var slátrað heima.Verðið myndi lækka við þetta og bændur fá meira í sinn hlut sem þeim veitir ekki af.
Annars vex bara kindakjötsfárið og birgðasöfnunin af ónýtri vöru sem enginn vill kaupa.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 3419716
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko