Bloggfærslur mánaðarins, desember 2018
31.12.2018 | 13:46
Á Viðreisn sér viðreisnar von?
ef maður les áramótaávarp formannsins Þorgerðar Katrínar?
"... Skilaboðin er lituð af einangrunarhyggju, landamæramúrum og tortryggni gagnvart alþjóðasamstarfi og auknum kröfum um gegnsæi og jafnrétti. Að almannahagsmunir víki fyrir sérhagsmunum er ekkert tiltökumál.
... Nú, þremur áratugum síðar, hriktir í stoðum þess alþjóðakerfis sem hefur verið umgjörð samvinnu vestrænna þjóða í svo langan tíma. Framtíðin er alltaf óráðin. En engum getur dulist að framundan eru meiri óvissutímar í samskiptum þjóða en flestir núlifandi Íslendingar hafa þekkt.
.... En við megum þó ekki vera svo upptekin við þau efni að hitt gleymist hvernig við komum ár okkar fyrir borð í samfélagi þjóðanna. Sú ákvörðun mun hafa langmest áhrif á fullveldið, lífskjör almennings og nýsköpun íslenskrar menningar, tækni og vísinda.
.... Í fyrsta lagi er það neikvæð afstaða forseta Bandaríkjanna til þess alþjóðakerfis sem þau höfðu forystu um að mynda og Ísland hefur verið virkur þátttakandi í bæði á sviði varnarmála og efnahagssamvinnu. Svo vægt sé til orða tekið hefur forseti Bandaríkjanna sáð efasemdum um forystuhlutverk þeirra í samtökum vestrænna lýðræðisþjóðanna en einnig innan eigin raða.
...Í öðru lagi hefur þjóðernisleg einangrunarhyggja eflst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Bandaríkin sem áður sáu hag í því að stuðla að sameiningu Evrópu sjá nú tækifæri í að sundra henni.
...Breska þjóðin ákvað að rjúfa hin nánu efnahagslegu tengsl við önnur Evrópuríki til þess að losna undan málamiðlunum við smærri ríki álfunnar. Efnahagslegum og viðskiptalegum hagsmunum smáþjóða stendur ógn af þessari þróun.
.... innan nokkurra ríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins hefur þeim stjórnmálaöflum vaxið fiskur um hrygg sem markvisst grafa undan meginstoðum lýðræðissamfélagsins eins og dómstólum og fjölmiðlum. Jafn réttur karla og kvenna, réttindi hinsegin fólks, flóttafólks og annara minnihlutahópa er dreginn í efa og fræjum tortryggni og upplausnar sáð.
..... Hagsmunum smáþjóða er betur borgið í fjölþjóðasamvinnu en með tvíhliða samningum. Þess vegna þurfum við að meta í nýju ljósi hvernig áfram verði unnið að hagsæld þjóðarinnar og með hvaða þjóðum við viljum skipa okkur í sveit. Viljum við fylgja Bretum út af innri markaði Evrópusambandsins eða standa með öðrum Norðurlöndum innan Evrópusamvinnunnar?
..... Sjálfstæðisflokkurinn var áður kjölfesta og forystuafl fyrir pólitískri og efnahagslegri samvinnu við aðrar þjóðir. Nú er hann klofinn í tvær fylkingar þar sem takast á þjóðernisleg einangrunarhyggja og frjálslynd viðhorf um alþjóðasamstarf.
.........VG og forverar þess stóðu áður gegn hverju skrefi sem stigið var í þessum efnum. Nú hefur flokkurinn gert sátt um að taka stjórnskipulega ábyrgð á fortíðinni gegn því að ræða ekki þær nýju áskoranir sem Íslands stendur andspænis í framtíðinni. Það er vissulega framför, áhugaverð fyrir sagnfræðinga, en ekki það sem komandi kynslóðir eru að kalla eftir. Þetta bandalag er í hnotskurn stærsti pólitíski vandinn á Íslandi um þessar mundir. Bandalag kyrrstöðu sem ýtir jafnframt undir óvissu um alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir að alþjóðasamstarf hafi aukið réttlæti og jafnað aðstöðumun í samfélaginu og mun gera það enn frekar með nýjum gjaldmiðli.
...Ár framfara á sama tíma og víða er vegið að grunnstoðum lýðræðis og mannréttinda. Árið þar sem hin pólitíska víglína hér heima breyttist; úr vinstri-hægri yfir í frjálslyndi-íhaldssemi.
.....Um leið þurfum við að auka umræðu um þetta mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna. Mynda nýja kjölfestu um framtíðarhagsmuni Íslands í fjölþjóðlegri samvinnu. Og reyna hvað við getum að kveða niður þá fortíðardrauga sem standa í vegi fyrir því að takast á við breytta veröld. Við sjáum ekki allt fyrir. En við megum ekki fresta því að takast á við framtíðina. Við börðumst ekki fyrir frelsi þjóðarinnar stjórnmálamannanna vegna.
.........Fullveldið notum við best ef við getum gefið öllum þeim sem vettlingi geta valdið frelsi, ekki aðeins innan landsteinanna heldur einnig utan þeirra, til að láta frumkvæði og sköpunargleði njóta sín í hvívetna í þágu samfélagsins. Lærum af fortíðinni, virðum fegurðina í fjölbreytileika nútímans og fögnum því sem framtíðin ber í skauti sér. "
Viðreisn er viðurkenndur klofningur út úr Sjálfstæðisflokknum þar sem frjálslyndið ræður ríkjum og sameinast um að vilja ganga i Evrópusambandið. Það er grunndvallarstefnan.
Opin landamæri og imnflutningur flóttamanna.Upptaka EVRU með inngöngu i ESB. Sorosismi. Trumpofóbía. Klekkja á Bretum vegna Brexit. Það eru önnur helstu grunnstef Viðreisnar.
Mun Viðreisn eiga sér viðreisnar von eftir næstu kosningar í svo ákveðinni samkeppni við Samfylkinguna?
31.12.2018 | 09:13
Kjarasamningur minn
hljóðar svo í frumgerð eftir að mér voru falin öll völd.
1.Allir fá 400.000 krónu greiðslu í gegnum skattkerfið árið 2019
2.Þeir sem ekki náðu 3.600.000 krónu tekjum árið 2018 fá greiðslu í gegn um skattkerfið sem nemur 400.000.
3.Ríkið býður út byggingu 1000 íbúða 100 m2 í Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavík og Vesturlandskjördæmi.Sama fjölda dreift á önnur kjördæmi landsins.Þessar íbúðir verða seldar og leigðar.
4.Öðrum kjarasamningum er frestað út árið 2019.
5.Mögulega bæti ég einhverjum snjallræðum við eftir ábendingar frá ASÍ og SA svo.
6. Seðlabankann skora ég á að hækka gengi og lækka vexti sem kostur er.
7. Bönkum fyrirskipa ég að opna ótímabundna verðtryggða sparireikninga fyrir alla með minnst 0,5 % vöxtum ofan á verðtryggingu .
Þessum snjallræðum í raunkjarabótasamningum breyti ég hugsanlega eftir góðar ábendingar.
29.12.2018 | 17:33
Af hverju er Ríkið svona stjúpíd?
að ætla að hækka sínar álögur á brennivín og bensín í byrjun kjarasamninga um áramótin?
Hversvegna ekki að hækka ekki neitt og ganga á undan með góðu fordæmi fyrir aðila vinnumarkaðinn? Skila þessar hækkanir nokkru sem máli skiptir öðru en verðbólgu?
Af hverju er Bjarni Ben svona stjúpid fyrir hönd Ríkisins?
29.12.2018 | 12:52
Er það rétt ályktun?
hjá ráðherra að skella skuldinni á einbreiðar brýr þegar umferðarslys verða við þær? Öll vegna hraðaksturs.
Nú þegar til stendur að setja upp rafræn innheimtukerfi fyrir veggjöld, þá spyr maður sig hversvegna er ekki settur hámarkshraði við einbreiðar brýr með aðvörunum og hindrunum um háar sektir ef út af sé brugðið?
Sé ekki ekið hratt og gegn rauðu umferðarljósi yfir einbreiða brú verða þá ekki líklega mun færri slys? Og kostnaðurinn væntanlega hundruðum milljóna lægri heldur en að gusast nú þegar í að breikka allar einbreiðar brýr sem afkasta miklu meira en allri umferð sem býðst?
Er úr vegi að reyna að draga rökréttar ályktanir af því sem fram fer?
29.12.2018 | 06:44
Veggjöld eða ekki?
Ómar Þ.Ragnarsson hefur hugsað umferðarmálin til enda.
Hann segir m.a. svo:
"Veifa menn því að lausnin á fjármögnunarvanda samgöngumannvirkja náist auðveldlega og einfalt með því láta allt skattfé af samgöngutækjum renna beint til samgöngumála.
Gott og vel, en þetta er aðeins önnur hlið málsins og hálfsögð saga, því að með þessu yrðu bráðnauðsynleg verkefni ríkisins eins og heilbrigðismál, velferðarmál, mennta- og menningarmál o. s. frv. svipt tugum milljarða króna.
Þeir, sem setja fram ofangreindar tillögur, verða að upplýsa, hvaðan eigi að fá þá miklu peninga, - tilgreina, hvaða nýja skattheimtu eigi þá að taka upp."
Þetta er nefnilega lóðið!
Veggjöld eða eitthvað annað?
28.12.2018 | 10:42
Björn Bjarnason
einn helsti máttarstólpi Sjálfstæðisflokksins til margra ára. skrifar grein í Morgunblaðið í dag.
Greinina endar hann svo:
"EES-aðild í stjórnarskrá
Því má velta fyrir sér hvort 25 ára aðild að EES-samningnum hafi leitt til stjórnskipunarvenju.
Fræðimenn á sviði stjórnskipunarréttar deila um það en eru sammála um að tregða stjórnmálamanna til að breyta stjórnarskránni og leyfa framsal valdheimilda sé illskiljanleg.
Það sé hættulaust að viðurkenna fullum fetum í stjórnarskrá nauðsyn reglu um að gefa eftir valdheimildir á skýrt afmörkuðu sviði. Í því felist ekki annað en viðurkenning á þátttöku Íslendinga í alþjóðasamstarfi.
Betra sé að móta reglu sem setji þátttökunni mörk en að stofna til ágreinings sem umboðslausum fræðimönnum sé síðan ætlað að leiða til lykta með álitsgerðum.
Fræðimenn getur greint á um hvort EES-gerð sé þess eðlis að hún rúmist innan stjórnarskrárinnar.
Þeir eru hins vegar allir sammála um að laga beri stjórnarskrána að alþjóðasamstarfi.
Eftir þeim ráðum fara stjórnmálamenn þó ekki. Ótti stjórnmálamanna ræðst af andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þar tengjast illu andarnir sem áður er getið.
Þá má kveða niður með því að festa aðildina að EES eina í stjórnarskrána."
Mér ofbýður þessi röksemdafærsla Björns. Að reyna að tengja 25 ára vist Íslands í EES samningnum við nauðsyn þess að framselja fullveldisrétt Íslands á grundvelli hefðar finnst mér skelfilegt.
Veran í EES er að mínum dómi og einhverra annarra er orðin þegar of löng og árangurinn alls ekki óumdeildur þó Björn sé á annarri skoðun.
Aðild að EES samningnum á sínum tíma var talin af mörgum óheimil á grundvelli Stjórnarskrárinnar og var Vigdís Forseti talin hafa verið í miklum efa þar um.
Ég tel mig ekki til illra anda í þjóðlífinu þó að ég hafi sterkar skoðanir á ósnertanleika fullveldis Íslands og telji allt sem miðar í aðrar áttir frá andstæðum öndum runnið.
Stjórnarskrá Íslands er ágæt og engin þörf á að vinstri mönnum né Birni Bjarnasyni verði falið að kukla við hana. Fullveldi Íslands er fyrir mér heilagt og vil verja það með mínum mætti.
Alþjóðasamstarf Íslendinga hefur gengið vandræðalaust fyrir sig án þess að það hafi kallað á stjórnarskrárbreytingar til þessa.
Sjálfstæði þjóðarinnar byggist hinsvegar á einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum.
Stjórnarskrárbundið fullveldisframsal er ekki það sem þjóðina vantar.
Verslunarfrelsið sem Jón Sigurðsson sá fyrir sér sem þátt í fullveldi Íslands felur ekki í sér að framselja það til tollabandalaga sem stefnt er gegn öðrum þjóðum.
Heimurinn er talsvert stærri en Evrópa.
Mér er ekki ljúft að gera ágreining við Björn Bjarnason sem ég met mikils en sé mig til þess knúinn í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
27.12.2018 | 14:26
Af hverju eru engar lóðir?
á vegum Reykjavíkurborgar?
Ekki er auðvelt að sjá fyrir sér auðveldara verkefni en að skipuleggja í Geldinganesi og allir geti fengið lóðir þar til að byggja á?
Hefur Dagur B.ekki tekið eftir þessu nesi og enginn bent honum á að það væri hægt að byggja á því? Frárennslið ekkert vandamál. Umferðin ekkert vandamál. Skólamálin ekkert vandamál. Bara vinstrimeirihlutinn og Dagur B. sem er lóðavandamálið í Reykjavík
Hann Dagur B. hefur ekki skipað neinn starfshóp vinstri mann til að skoða hvort hægt sé að útvega byggingalóðir til dæmis í Geldinganesi. Borgarlínan tekur líklega hug hans allan.
Kannski vill hann það heldur ekki að fólk geti fengið lóðir til að byggja á ekki að því fólk sem færi að byggja á eigin vegum gæti kannski, þó ólíklegra sé með hverju árinu, kosið Sjálfstæðisflokkinn sem væri auðvitað stórslys í augum Pírata og meirihlutans.
Er það af því sem engar lóðir eru fáanlegar í Reykjavík?
27.12.2018 | 14:10
Misskilningur
hrjáir marga af því að nú á að ráðast í alvöru vegaframkvæmdir og fjármagna þær með notkunargjöldum. Það heyrast margar raddir sem segja að það eigi ekkert að borga meira af því að ríkið taki svo mikið skattfé af umferðinni og láti það ekki renna til umferðarmála.
Það er auðvitað rétt að lögð voru á sérstök gjöld sem réttlætt voru á sinni tíð með því að þau ættu að renna til umferðarframkvæmda. Það var svo svikið og féð látið fara í annað sem þurfti að borga.
En þetta er löngu gerður hlutur. Það að kvarta yfir að skattfé af umferðinni renni ekki til vegamála þýðir einfaldlega að ef það er ekki tekið þannig þá verður að taka það öðruvísi því ekki getur ríkið gefið neitt eftir nema að þá vanti peninga í heilbrigðismálin, menntamálin, landbúnaðarmálin, 17 aðstoðarmennina nýju, meiri styrk til RÚV, ránsféð í stjórnmálaflokkana, hálfan milljarð í flóttamennina eða eitthvað þarflegt annað.
Veggjöld eiga að koma allstaðar og nýja vegi á að leggja strax. Gangnagjöld í öll jarðgöng, líka í Vestfjarðagöng og Héðinsfjarðargöng. Þeir borgi sem nota.
Auðvitað er áframhaldandi freisting fyrir stjórnmálafólkið að fara með lúkurnar ofan í veggjaldakassann og stela úr honum í gæluverkefni sín. Þessu fólki er ekkert heilagt eins og allir vita og er algerlega samviskulaust, lygið og ómerkilegt.
Maður óttast hinsvegar líka að spilling geti komið upp varðandi innheimtu veggjalda svipað og í Noregi. En þar fengu valdir aðilar að stela ótæpilega fyrir sjálfa sig. Hér verður stórhætta á því að sérvaldir og tengdir aðilar fái slíka aðstöðu. Til þessa að forðast slíkt finnst mér koma til greina að fela opinberri stofnun eins og til dæmis Íslandspósti að annast innheimtuna til að forðast valdaklíkurnar sem tengjast spilltum stjórnmálaflokkunum og fjármálakerfinu.
Það er misskilningur að skattdfé sé eyrnamerkt.
26.12.2018 | 12:28
Rúmenar búa flestir
allra i eigin íbúðum eða 96 % allra landsmanna í þessu fyrrum kommúnistaríki. 1990 átti kommúnistaríkið 70 % af öllum íbúðum.
Á móti bjuggu aðeins 78% Íslendinga í eigin húsnæði árið 2016 eftir að ríkið svipti 3600 fjölskyldur íbúðum sínum vegna ræfildóms stjórnmálamanna okkar.Þeir settu hag braskara og banka ofar hagsmunum fólksins.
Nú berst kerfið um á hæl og hnakka til þess að leyna því hverjum þessar íbúðir voru seldar og á hvaða kjörum. Einhver furðuleg árátta virðist hrjá kerfið okkar til að berjast gegn yfirlýstri gegnsæisást þeirra á borði framar orði.
Fyrir aldarþriðjungi var lóðarverð meðalíbúðar um 10 % af byggingakostnaði. Nú er það víst um fjórðungur. Þáttur sveitarfélaga blasir við þegar Mosfellsbær úthlutar fleiri lóðum á ári en Reykjavík.
Það er talað um það sem innlegg í væntanlega kjarasamninga að húsnæðisvandinn verði leystur. VR stofnar óhagnaðardrifið byggingafélag. Samt er það svo að lítil íbúð hefur verið ítrekað auglýst til leigu án þess að leiguverð hafi verið nefnt án þess að ein einasta fyrirspurn hafi borist.
Hvað er það þá sem vantar á þennan húsnæðismarkað? Vextir hafa farið lækkandi.Nóg fjármagn er fyrir hendi. Vantar aðeins niðurgreiðslur og ókeypis fjármagn? Eða vill fólk ekki lengur skulda í húsnæði?
Getum við eitthvað lært af Rúmenum sem búa flestir í eigin húsnæði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.12.2018 | 12:30
Góð grein Illuga
Jökulssonar í tilefni jólanna og hækkandi sólar.
Illugi skrifar:
"
Þann 25. desember árið 274 var mikið um dýrðir í Rómaborg. Keisarinn Árelíanus hafði ákveðið að þann dag skyldi opnað nýtt hof í borginni. Það var svo sem enginn skortur á hofum í borginni og ekki allfjarri hinu nýja hofi, á hinum fornu Marsvöllum, var einmitt eitt af vinsælustu og glæsilegustu hofunum, sjálft Pantheon sem enn stendur. Sögur herma að Pantheon sé hof allra guða en það er vafa undirorpið. Að minnsta kosti er ljóst að Árelíanusi dugði ekki Pantheon þegar hann vildi marka nýjan áfanga í sögu Rómar með því að helga nýtt og tilkomumikið hof, eins og þeir höfðu margir gert, hinir sögufrægu keisarar fyrri tíma. Nýtt goðmagn skyldi nú taka hin æðstu völd í guðaveldi og hugmyndaheimi Rómverja og 25. desember yrði dagurinn hans.
Og nei, ekki var það Jesúa frá Nasaret þótt hann hafi síðar lagt undir sig daginn sem Árelíanus keisari helgaði sínum nýja yfirguði sem aftur á móti er ástæða þess að kristnir menn hafa í 1.700 ár notað þennan dag sem fæðingarhátíð frelsara síns frá Nasaret.
Uppreisnir, valdarán, plágur
Árelíanus hafði vissulega ástæðu til að halda hátíð og boða nýtt upphaf með nýjum yfirguði. Hann var um sextugt en þróttmikill og hraustur og þess albúinn að láta til sín taka lengi enn. Og á því var ekki vanþörf því Rómaveldi hafði verið illa statt þegar hann tók við valdataumum árið 270. Í hálfa öld hafði gengið á með uppreisnum, valdaránum og borgarastyrjöldum sem drógu allan mátt úr ríkinu. Mikil plága sem gekk yfir um 250 bætti ekki úr skák, né ósigrar í austri gegn Persum. Svo var komið að Gallía (Frakkland) og Bretland höfðu sagt skilið við Rómaveldi og komið sér upp eigin keisara. Miðausturlönd höfðu verið hernumin af skörungnum Zenóbíu drottningu í eyðimerkurborginni Palmýru í Sýrlandi, þar á meðal Egiftaland, hið mikilvæga kornforðabúr ríkisins. Og germanskir þjóðflokkar í Mið-Evrópu höfðu líka nýtt sér hve uppteknir Rómverjar voru við að bíta hver annan á barkann, og þeir voru jafnvel farnir að birtast á Ítalíuskaganum sjálfum, rænandi og ruplandi, en slíkt hafði ekki gerst öldum saman.
Riddaraliðsforingi rænir völdum
Árelíanus var af bændaættum, líklega fæddur þar sem nú heitir Serbía og þá var byggð Illyríuþjóðum. Sumir telja þó að hann kunni að hafa verið upprunninn á Grikklandi. Hann gekk í herinn, komst þar smátt og smátt til frama sem riddaraliðsforingi og árið 270 lýsti hann yfir uppreisn gegn nýjum keisara sem Quintillus hét. Þrautþjálfaðar hersveitir Árelíanusar voru fljótar að sigrast á dátum Quintillusar sem týndi sjálfur lífinu eftir fáeina mánuði á valdastóli á Tíberbökkum. Árelíanus sýndi strax að hann hafði bein í nefinu og snerist af hörku gegn germönsku þjóðunum sem farnar voru að sækja sífellt lengra yfir landamærin. Strax um haustið 270 þurfti Árelíanus að ýta nokkrum germönskum herjum út af Norður-Ítalíu og síðan kljást við nokkra tilvonandi valdaræningja úr röðum Rómverja sjálfra. Árið eftir gerðu Germanir mikla innrás inn á Ítalíuskaga og voru komnir langleiðina suður til Rómar þegar Árelíanus birtist og brytjaði þá niður. Þótt þeir sem eftir lifðu hrökkluðust burt var tímanna tákn að keisarinn hófst nú handa við uppbyggingu nýrra múra umhverfis Rómaborg, en svo örugg hafði borgin verið í mætti sínum í 500 ár að ekki hafði verið talin þörf á að halda hinum fyrri borgarmúrum við.
Mat Apolloníus frá Tíana mikils
En þótt Árelíanus léti byggja múra í varnarskyni, og kallaði rómverska herinn heim frá Dakíu (Rúmeníu), því hann taldi ekki svara kostnaði að verja skattlandið gegn ásókn Gota, þá hóf hann um leið mikla sókn gegn öðrum óvinum ríkisins. Þar reið sérstaklega á að sigrast á hinni svipmiklu Zenóbíu í Palmýru og því öfluga ríki sem hún var að koma á fót í Litlu-Asíu, Sýrlandi, Palestínu og Egiftalandi. Það bar til tíðinda á leið Árelíanusar austur til Palmýru snemma árs 272 að hann þyrmdi borginni Tíana í Litlu-Asíu, þar sem íbúar höfðu búist árangurslaust til varnar, vegna þess að hann mat svo mikils heimspekinginn Apolloníus sem uppi var á 1. öld e.Kr. og kenndur var við borgina. Apolloníus var á sínum tíma mjög merkur kenningasmiður og ótrúlega margar hliðstæður má draga milli ævi hans og ævi Jesúa frá Nasaret. Dálæti Árelíanusar á hinum milda Apolloníusi sýnir að þótt keisarinn hafi verið brynjuklæddur alþýðumaður að höggva óvini í herðar niður mestalla ævina, þá var hann hugsandi maður líka og áhugasamur um jafnt heimspeki sem trúmál. Enda sýndi það sig brátt.
Fjögur góð ár
Svo fór að herforingjar Zenóbíu stóðust Árelíanusi ekki snúning og þegar her hans stóð undir fátæklegum borgarmúrum Palmýru lögðu íbúar niður vopn en Zenóbía var handtekin á flótta. Árelíanus hugðist sýna íbúum Palmýru mildi en þegar þeir gerðu uppreisn ári síðar sneri hann aftur og átti nú enga miskunn í hjarta. Borgin var rænd og íbúar flestir seldir í þrældóm.
Vorið 274 fór Árelíanus enn í herferð og knúði fyrirhafnarlítið til uppgjafar hershöfðingja þann sem tekið hafði sér keisaranafn yfir Gallíu og Bretlandi. Árelíanus gat litið hróðugur yfir sín fyrstu fjögur ár á keisarastóli, hann hafði sigrað alla óvini, treyst landamærin, náð miklum landflæmum aftur undir Róm og komið á langþráðum stöðugleika.
Drottning leidd í hlekkjum um borgina
Skyldi engan undra að öldungaráðið í Róm, sem enn var við lýði þótt völd þess væru hverfandi, skyldi útnefna Árelíanus restitutor orbis, sem þýða má svo að keisarinn hafi verið endurreisari heimsins. Hann fór líka sigurför þar sem Zenóbía drottning var leidd hlekkjuð um Rómarstræti, fólki til aðhláturs, en svo fékk hún reyndar að lifa óáreitt til ellidaga, ólíkt flestum óvinum Rómar sem skreyttu sigurfarir hershöfðingja og keisara. Þeir voru nær undantekningarlaust afhausaðir eftir að hafa gegnt sínu hlutverki við að skemmta hinum blóðþyrstu íbúum heimsborgarinnar.
Þannig sýndi Árelíanus að hann skar sig á ýmsan hátt frá þeim herforingjum sem skiptust svo ört á um keisaratignina á hinni róstusömu 3. öld. Og hann hugsaði líka lengra en bara að næstu innrás, næsta stríði, næsta áfalli. Hann vildi byggja upp fleira en borgarmúrana. Í því skyni hófst hann handa við mjög róttækar umbætur á myntsláttu og peningamálum, sem ollu úlfúð í fyrstu en reyndust vel þegar fram í sótti, og svo ákvað hann að reisa nýtt hof og tefla fram nýjum yfirguði sem vera átti öllum Rómverjum til heilla.
Umburðarlyndi Rómverja
Það var eitt af snoturri einkennum Rómarstjóra að þeir hirtu yfirleitt lítið um guðshugmyndir þegna sinna, enda þrifust afar fjölbreytt trúarbrögð hlið við hlið í ríkinu. Rómverjar gerðu kröfu um að menn viðurkenndu eins konar yfirguðdóm ríkisins, sem á seinni öldum hafði oftar en ekki verið túlkaður sem guðlegur keisarinn sjálfur, en að því gefnu mátti hver trúa því sem henni eða honum sýndist. Það var helst kristindómurinn sem var til vandræða því prelátar þeirrar trúar bönnuðu sínum trúuðu að viðurkenna í orði ríkisguðdóminn, en sögur um ofsóknir gegn kristnum mönnum vegna þess arna voru þó stórlega ýktar. Ýmis fleiri vinsæl trúarbrögð voru á kreiki í ríkinu Míþra-trúin ættuð að austan var þar helst, launhelgar komnar úr hermennsku, eldur, fórnir, drekka blóð Kri-, nei, Míþra, meina ég. Og svo úði og grúði af alls konar goðmögnum, stórum og smáum, og bættust sífellt fleiri við.
Árelíanus virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að til þess að auka samheldni og hinn eftirsóknarverða stöðugleika væri æskilegt að koma á ríkistrú eða að minnsta kosti festa mun betur í formi það yfirgoðmagn sem öllum þegnum ríkisins væri ætlað að viðurkenna. Og til þess að móta og finna það goðmagn, þá leitaði Árelíanus ekki langt yfir skammt, heldur bara til mömmu sinnar.
Mamma kemur til bjargar!
Svo er sagt að móðir keisarans hafi verið hofgyðja sólarguðs sem um þetta leyti var farið að kalla Sol Invictus eða Hina ósigrandi (eða ósigruðu) sól. Bæði á Ítalíu og víðar um ríkið hafði ýmiss konar sólarguðadýrkun lengi tíðkast og margir guðir höfðu hlotið þann sóma að vera nefndir sólarguðir. En þarna upp úr miðri 3. öld má sem sagt segja að fram úr hinum og þessum sólarguðum hafi verið komin hinn ósigrandi Sól sjálf sem meginguð. Þetta þekkti keisarinn vel, sé það rétt að móðir hans hafi stýrt tilbreiðslu á Sólinni í einhverju hofinu í Illyríu. Og Árelíanus ákvað nú að Sol Invictus gæti þjónað vel sem sameiningartákn í því endurreista Rómaveldi sem hann hafði lagt drög að. Hann notaði þýfið sem hann hirti úr Palmýru til þess að reisa sólarhofið mikla sem hann lét vígja 25. desember 274, en þá voru vetrarsólstöður samkvæmt rómversku tímatali. Þótt munur á sólargangi eftir árstíðum sé lítill í Róm miðað við það sem við hér á norðurslóðum þekkjum, þá gerðu Rómverjar sér þó vel grein fyrir mikilvægi þeirrar dagsetningar þegar sól tekur að hækka á lofti, og vetrarsólstöðurnar voru því kjörin fæðingardagur hins nýja yfirguðs Árelíanusar.
Og dagurinn var síðan helgaður tilkomu og fæðingu hins nýja yfirguðs.
Sunnudagur er dagur Sol Invictus
Sol InvictusSíðari tíma túlkun.
Árelíanusi vannst hins vegar ekki tími til að skjóta fastari stoðum undir þann heim sem hann hafði endurreist og heldur ekki þann guð sem hafði valið til að stýra goðheimum Rómverja. Haustið 275 var hann myrtur af embættismönnum sínum sem óttuðust strangleika hans og reiði.
Aftur fór allt á ringulreið í ríkinu og það leið tæp hálf öld þangað til aftur komst á stöðugleiki þegar keisarinn Konstantínus I hafði brotist til valda eftir langa hrinu borgarastyrjalda. Konstantínus var sonur eins af lífvarðaforingjum Árelíanusar, hann var líka upprunninn í hinni núverandi Serbíu og hann komst eins og Árelíanus að þeirri niðurstöðu að til þess að treysta innviði ríkisins og margnefndan stöðugleika væri nauðsynlegt að koma á yfirguði sem allir þegnar yrðu að endingu að lúta. Konstantínus var mjög veikur fyrir Sol Invictus og þegar hann kvað upp úrskurð um sérstakan vikulegan frídag fyrir alla þegna sína, þá valdi hann dag sólarguðsins hans Árelíanusar: Sunnudaginn. Og hann viðhélt hátíð hinnar ósigrandi sólar þann 25. desember ár hvert.
Jesúa helgar sér fæðingardag sólarguðsins
Á hinn bóginn komst Konstantínus að lokum að þeirri niðurstöðu að guð hinna kristnu, Jesúa frá Nasaret, væri líklega heppilegri sem hinn nýi yfirmaður í goðheimum. Og Konstantínus fór þá að ýta undir kristindóminn með ráðum og dáð, þótt hann gerði aðra guði alls ekki útlæga það gerðist rúmri hálfri öld síðar, eða árið 380, á valdatíma keisarans Þeódósíusar. Strax á tímum Konstantínusar í upphafi 4. aldar var Jesúa frá Nasaret farinn að leggja undir sig fæðingardag Sol Invictus. Þegar kristindómurinn festist í sessi varð smátt og smátt samdóma álit kristinna manna að Jesúa hefði fæðst á þessum degi og eftir að áhrif hinna germönsku þjóðflokka í Norður-Evrópu urðu sífellt meiri í Rómaveldi og þeir tóku kristni, þá styrktist fæðingarhátíð Jesúa enn, því Germanir voru vanir að halda hátíð þegar dag tók að lengja á ný og kölluðu jól.
Svo það var Jesúa sem stal jólunum ef svo má segja, ekki síður en hinn mislyndi Trölli í barnasögu Dr. Seuss."
Þetta fannst mér fróðleg og vel skrifuð saga hjá Illuga og ég skelli henni því hér til hægðarauka fyrir lesendur.
Forfeður okkar drukku jólin út að fornum sið. Líklega hafa norrænir menn allstaðar séð ástæðu til að fagna endurkomu sólar og því upplagt að slá fleiri flugur í einu höggi,Kristni, Kærleika, Ofát og Ofdrykkju, allt sem fólki finnst best í þessum heimi.
Því segi ég við alla sem slysast inn á þessa síðu og lesa grein Illuga hér, Gleðilega Hátíð öllsömun og takk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko