Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2018

Hvort haldiðið?

að sé ódýrara að byggja neðanjarðargöng undir Miklubrautinni með loftræsingu og slysavarnaúrskotum, líklega aukaakrein fyrir sjúkrabíla, eða breikka Miklubrautina um eina akrein,rífa grjótgarðana frá því í fyrra, og  byggja mislæg gatnamót ofanjarðar.

Svarið er pólitískt og óháð krónum og aurum. Stuðningsmenn Dags og Hjálmars vilja stokkinn hvað sem það kostar en hægri menn velja ofanjarðarframkvæmdir.

Einfalt val í kosningunum í vor hvað sem þið haldið.


Lífeyrissjóðaspillingin

er orðin að  krabbameini í þjóðfélaginu.

Sjóðirnir sem ókjörnir bubbar stjórna fyrir furstaleg laun ráða flestum stærstu fyrirtækjum landsins. þar sitja bubbarnir í stjórnum og þiggja laun fyrir líkt og aðrir stjórnarmenn.

Þessir kallar sem eru flestir almenningi ókunnir, og enginn veit hvort eða hvaða hæfileika hafa til að stýra peningum launþega, valta þarna með eiginlega allt laust fé landsins. Undir þeirra hugdettum tekur efnahagslíf landsins þær stefnur sem þeim þóknast. Þeir ráða eiginlega meira um hagvöxtinn en Alþingismenn gera, að minnsta kosti Björn Leví sem getur ekki sinnt öðru en fyrirspurnum til ráðherra sem geta þá ekki ráðið meðan þeir eru að svara Birni.

Það er gleðilegt að nýr formaður VR geri þessa tillögu á aðalfundi N1:

 

„Aðal­fund­ur N1, hald­inn mánu­dag­inn 19. mars að Dal­vegi 10-14 Kópa­vogi, álykt­ar að öll­um starfs­mönn­um N1 skuli tryggð sama kjara­hækk­un og for­stjóri fé­lags­ins fékk á ár­inu 2017. Laun for­stjóra voru á ár­inu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mánuði, og hækkuðu þau um 20,6% milli ár­anna 2016 og 2017.“

Bent er á að stærstu eig­end­ur N1 séu líf­eyr­is­sjóðir launa­fólks og fyr­ir vikið hljóti að vera eðli­lega krafa „að hið dug­lega launa­fólk sem starfar hjá N1 skuli einnig njóta ávaxt­anna, sér­stak­lega þegar svo vel geng­ur í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins að það tel­ur sæm­andi að greiða for­stjór­an­um sam­bæri­leg laun og launa­hæsta banka­stjóra lands­ins.“

Er virkilega enginn sem sér neitt athugavert við það að einhverjir bréfaguttar sem hafa verið ráðnir til lífeyrissjóðanna án hæfileikamats frá Háskólanum eða Hæstarétti eins og Sigríður Andersen þurfti að undirgangast  frá hagsmunaklíkunum , skuli hafa þessu miklu völd að geta ráðið öllu þessu fé án hirðis?

Er þetta ekki Lífeyrissjóðaspilling?

i


Rökræna umhverfishyggju

virðist vanta þegar kemur að virkjunarmálum.

Steingrímur Erlingsson er eigandi Biokraft hf sem á tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem eru búnar að snúast þar árum saman. Flestir íbúar virðast vera búnir að sætta sig við tilvist þeirra. Samt eru einhverjir þeirra tilbúnir að rísa upp með hávær mótmæli hvenær sem tækifæri gefst. Skyldi það vera mótmælanna vegna?

Eitt slíkt gafst núna þegar önnur myllan brann og þarf því að endurnýjast.Myllan var hinsvegar af úreltri gerð og heilbrigð skynsemi mælir með að ný mylla verði sett upp á sama stað sem er eilítið hærri en mun afkastameiri. Slík viðbót myndi skipta sköpum fyrir fyrirtækið hvað arðsemi varðar.

Nei, þá rísa einhverjir upp og skrifa á mótmælaskjal. Fyrirtækið skal hafa gömlu gerðina áfram ef ekki er hægt að kúga það í burtu eða  setja það á hausinn frekar en að það fái að starfa á samþykktum stað áfram sem það hefur öll réttindi til.

Er hægt að flokka þetta undir annað en kvikindisskap og meinsemi? Fyrirtækið má hafa vindmyllu, bara ekki hagkvæmari af því að hún tekur örfáum fermetrum meira í útsýninu úr einhverjum glugga? Hversu langt er hægt að ganga í meinsemi  gagnvart nágranna sínum?

Fyrirtækið vildi fá að reisa margar stórar  vindmyllur í næsta nágrenni við þessar tvær fyrstu vinmyllur sem voru samþykktar af öllum lögbærum aðilum fyrir nokkrum árum. Uppsetning nýrra vindmylla myndi skapa atvinnu í sveitarfélaginu og framleiða verðmæti fyrir þjóðarbúið. Óvíða eru betri skilyrði en í Þykkvabæ og það á heimsvísu.

Nei þá geta óskyldir aðilar stöðvað þessar fyrirætlanir af því þeim finnast vinmyllur ljótar. Trufla útsýnið. Einu gildir þó að þær standi á landi í eigu annars aðila. Smekkur svona fólks á að ráða meira en atvinnuhagsmunir þjóðarinnar.

Steingrímur átti land á Skeiðum. Hann ætlaði að setja upp vindmyllur á eigin landi og stunda þar orkubúskap með öðrum búskap.  Kona úr Kópavogi sem á sumarbústað í margra kílómetra fjarlægð frá landi Steingríms gat gert svo mikinn hávaða að sveitarstjórnin lyppaðist niður og flæmdi Steingrím burt úr sveitinni. Landið stendur eftir ónýtt, engar tekjur fást af framkvæmdunum. Allt við það sama-ekkert. Enginn bætir Steingrími tjónið, hann má hafa það sem úti frýs en eiga ónýtt land á Skeiðum og borga af þvi gjöld.

Myllurnar fengu inni í Þykkvabæ þar sem skynsamlegar var tekið á málunum. En nú skal tekinn upp Skeiðahátturinn og allskyns óskyldu fólki sem engra hagsmuna hefur að gæta, gefið neitunarvald um framkvæmdir.

Menn bera þetta saman við Hvammsvirkjunaráform Landsvirkjunar. Það er mjög ósanngjarnt. Vindmylluframkvæmdir eru 100 % endurkræfar. Þær eru skrúfaðar niður og ekkert hefur breyst. Allt eins og það var áður.

Hvammsvirkjun breytir landslaginu verulega og til áratuga óafturkræft eins og aðrar vatnsaflsvirkjanir. Nei það skiptir ekki máli fyrir sumarbústaðaeigendur og aðra íbúa. Þetta er ljótt og við viljum það ekki okkar og Íslands vegna, ferðamanna, fugla og búfjár og svo framvegis.

Hvað á að gera í svona tilvikum? Geta sveitarstjórnir ekki tekið af skarið og valið hvort þær vilja framkvæmdir eða engar? Mega landeigendur ekki aðhafast neott á eigin landi af því að öðrum finnst það ljótt áhorfs?

Þarf ekki einhverja rökrænu í umhverfishyggjuna?


Theresa May

 er búin að gera svo rækilega í buxurnar sem leiðtogi  Íhaldsflokksins að hálfa væri líklega nóg. Fyrst klúðrar hún þingmeirihlutanum með feilspekúlasjón á fylginu í nýjum kosningum ,og  nú ætlar hún að ná alþjóðathygli á því að kenna Rússum og Pútín sem er að fara í kosningar um að hafa eitrað fyrir fyrrum njósnara sinn. Það er ekki nóg að hafa stórt og bogið nef og reyna að herma eftir Thatcher í framburði, maður verður að vera pólitíkus en ekki bara leikari ef maður ætlar að vera meikari á vettvangi stjórnmála. Theresa er ekki Magga Thatcher þó hún reyni að leika hana í ræðustólnum.

Einn Rússinn spyr því: Hversu heimskir værum við ef við gerðum eitthvað svona gersamlega stjúpid?

Og fíflið hann  Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók undir bullið´í Theresu   um rússneskt gas.

 Trunp sá  í gegn um hann snarlega og rak hann því samstundis,  Enda vill Trump ekki styggja Pútín . Hann vill raunverulega  bæta samskipti stórveldanna en ekki spilla þeim og hann veit að Pútín er sama  sinnis.Þeir tveir eiga eftir að breyta heiminum til hins betra hvað sem demókratarnir reyna að spilla því .

Theresa bjálfinn hélt að hún  gæti haft áhrif á rússnesku  kosningarnar með þessu útspili og að reka 21 Rússa úrt landi af því að taugagasið sem var notað er uppfundið af Rússa.

En  það er bara óvart svo að fomúlan að þessu gasi er til í bók á  Amazon og hægt  er að búa þetta gas til hvar sem er utan Rússlands, jafnvel í hvaða í hvaða eldhúsi sem er. Það er búið til í tvennu lagi  og þú getur haft tvær flöskur í vasanum af því. Það verður ekki eitrað fyrr en þeim er blandað saman. Og það var það sem gerðist þegar árásin var gerð á fyrrum njósnarann sem sjálfur hefur enga þýðingu lengur hvort lífs eða liðinn er, hann er ekkert númer  sem Rússar gætu viljað drepa og hvað þá með svona dellu aðferð,Plútón er miklu sniðurgra ef út í það er farið.

Þetta upphlaup Theresu May er því hlægilegt klúður og landi Churchills ekki samboðið og verður hennar pólitíski banabiti. Hún verður sett af með skömm eins og Tillerson og og það fyrr en seinna.

En þeir alvörustjórnmálemnnirnir, þeir  Trump og Pútín, munu ganga frá málinu heimsbyggðinni til heilla án þessarar leikkonu hennar Theresu May eða Tillerson sem Trump rak í dag.

 


Svifrykið minnkar strax um þriðjung

ef Borgaryfirvöld breikka göturnar um eina akrein þar sem eru tvær. Löngu tímabær framkvæmd og vænlegri en að ráðast á umferðaröryggið sem nagladekkin hafa í för með sér.

Það er bráðnauðsynlegt að nútímafólk komi að umferðarmálum i Reykjavík og að Borgarbúar viðurkenni að fólk vill ferðast með einkabílum en ekki lætur ekki mata sig á einhverju Borgarlínubulli sem allir sjá að leysir ekki ferðaþörf nútíma samfélagsins.

Bíllinn er besti kosturinn sem fólki stendur til boða.Viðurkennum þá staðreynd og byggjum samkvæmt því nýjar akreinar, mislæg gatnamót og steypum slitlög með 50 ára endingu í stað ónýts malbiksins sem notað er með mest 5 ára endingu.

Og sjá! Svifrykið hættir að vera vandamál Borgarbúa þegar það minnkar um þriðjung.

 


Er íslensk löggæsla ?

frábrugðin bandarískri?

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér hér á Florida. Hér er bíla umferð rosalega mikil. Maður sér varla árekstur á götunum. aldrei sér maður lögregluna stöðva bíla nem að tilefni gefist til. Lögregla hér skiptir sér ekki af neinu meðan allt fer eftir reglum. Ökuhraði, stöðvunarskylda og umferðareglur haldnar er það sem skiptir hér máli. Ekki áfengislykt.

Bíllinn er framlenging á heimili ökumanns og lögregla getur ekki skipað honum að koma út og inn í lögreglubíl nema að ökumaður sé þar með handtekinn. Hér er lögregla ekki að stöðva bifreiðar af handahófi til þess að þefa af ökumanni sem ekkert hefur gert rangt í umferðinni.

Það er bannað að keyra fullur hér eins og á Íslandi og ströng viðurlög, fangelsi ofl. En menn drekka hér bjór eða rauðvínsglas með mat sínum og keyra á eigin áhættu. Ef þeir keyra samkvæmt reglum er löggan ekkert að skipta sér af því. Heima er löggan alltaf að reyna að nappa borgarann til að klekkja á honum í fyrirsátum. Er það til þess fallið að auka mönnum vinskap í garð lögreglunnar? Ástæðan er sú að manni skilst að lítill hluti borgaranna er brjálaður bæði drukkinn og ódrukkinn og þess vegna verði lögreglan að reyna að klófesta þá með fyrirsátum. Venjulegur borgari getur alveg keyrt eftir einn. Minnihlutinn getur það ekki af fyrrgreindum ástæðum.  En  ef þú ert stoppaður er farið með þig í blóðprufu og tukthús hversu lítið sem þú hefur drukkið.

Hér er löggan ekkert lamb að leika sér við.  Ég held að fáir fullir  vitleysingar hér myndu láta sér detta í hug að reyna ofbeldi gegn lögregluþjóni, reyna að kýla hann, sparka eða skalla eins og tíðkast í 101.

Ég held að hér forðist menn samskipti við lögregluna sem mest og reyni þess vegna að halda sig á mottunni. En það er líka nóg til af vitleysingum og dópliði hérna og nóg til af fangelsum sem enginn  vill lenda í.Þeir eru nefnilega ekkert að flýta sér að sleppa mönnum út eftir að menn hafa verið settir inn og ekkert "hann var fullur greyið" til í lögreglubókinni hér.

Já, mér sýnist vera annað yfirbragð á löggæslu hér og heima.

 


Burt með alla styrki til stjórnmálaflokka

og þá stjórnmálaspillingu sem af því hefur leitt.

þetta byrjaði allt með ræfildómi kommaflokkanna sem gátu ekki safnað neinu fé til neins. Það gátu bara alvörustjórnmálaflokkar.

Vinstradótið prökkuðu okkar fólk til að fara í þetta tilberatott á ríkinu  með sér. Vitlausasta sem íhaldið hefur gert.

Ef þetta hefði ekki verið gert þá hefðu þessi flokkaskrípi eins og Björt Framtíð, Píratar, Viðreisn og hvað það heitir allt saman þetta dót aldrei orðið til og unnið þjóðinni það ógagn sem af því hlaust.

Ef styrkjakerfið legðist af þá yrðu hér bara 2 eða þrír alvöru flokkar eftir. Virðing Alþingis myndi endurheimtast þar sem alvara myndi færðist í stjórnmálin. Skrípaflokkunum sem nú ríða húsum og engan tilgang hafa myndi fækka og festa færast yfir.

Það  er þjóðarnauðsyn að stjórnmálahreyfingar kosti sig sjálfar en verði ekki beinlínis til vegna þess að hugsjónalausir spekúlantar ætla sér að krækja sér í ódýrt fé.

 


Hvað skyldi ráða?

þegar kemur að því að kjósa varaformann Sjálfstæðisflokksins á Landsfundinum, mat á stjórnmálahæfileikum frambjóðenda eða kynjafræðin?

Ég er nokkuð viss um að kynjafrekjan sem allsstaðar veður uppi,muni ráða meiru en vangaveltur um stjórnmálahæfileika. Enda eru stjórnmálahæfileikar kannski bara ekki til eða óþarfir með öllu í umhverfi pópúlismans?

Spurningin sé bara um það hvað selur best? Það muni ráða. 


Landsfundur stjórnmálaflokks

á Íslandi fór fram undir fánum samkynhneigðra og Evrópusambandsins.

Hvað hefði verið sagt ef Landsfundir Sjálfstæðisflokksins þegar þau Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson sátu þá, hefðu farið fram undir öðrum fánum en þeim íslenska?

Þoldu þau ekki lengur víð í þeim flokki vegna þessarar þjóðrembu að halda sjálfstæði Íslands á lofti svo sem fyrri hluti sjálfstæðisstefnunnar segir til um?

Íslenskir þjóðernissinnar höfðu íslenska fánann ævinlega með hakakrossfánanum. Það gerir Viðreisn ekki heldur sást sá íslenski fáni hvergi.

Ég mun aldrei kjósa stjórnmálaflokk sem svona skreytir sviðið á landsfundi sínum.


Er einhver munur

á fyrirbrigðinu  Viðreisn og Samfylkinguni?

Þessi texti er stefna Viðreisnar:

"Bilið brúað: Fæðing­ar­or­lof skal lengt í 12 mánuði og fjöl­breytt dag­vist­un verði í boði frá 12 mánaða aldri.

● Auk­in verði heim­ild til nýt­ing­ar á sér­eign­ar­sparnaði til kaupa á hús­næði.

● Viðræðum um fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­inu verði lokið.

● Geng­is­stöðug­leiki og lægri vext­ir tryggðir með upp­töku evru.

● Rýmkaðar verði heim­ild­ir til skatt­frá­drátt­ar ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja.

● Af­nema á sam­keppn­is­hindr­an­ir á inn­lend­um mörkuðum."

Hvað er nýtt í þessu miðað við það sem við höfum heyrt áður frá Samfylkingunni?

Er einhver munur?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 3418285

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband