Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2018
7.4.2018 | 16:39
Þýðingarvélin á Moggablogginu
er ótrúlega góð og hraðvirk, frá því sem Google translate var í dentid. Ég hef aldrei prófað hana fyrr en áðan. Ég varð bara hissa á því hversu góð þýðingarvélin er til að þýða síðurnar á ensku
7.4.2018 | 14:30
Trump
lætur ekki deigan síga þó að þingið reyni að bregða fæti fyrir vegginn við Mexico með því að skera niður fjármagn.
Þeir gleymdu því að Trump er yfirmaður heraflans. Hann ætlar að stöðva eiturlyfjaflóðið með tiltækum ráðum eins og hann sagði. Og hann leggur upp úr því að standa við orð sín.
Finnst einhverjum að hann eigi að eyða tíma í að munnhöggvast við draghóruna Stormy Daniels? Verða stjórnmálamenn yfirleitt að eyða tíma sínum í að svara vitleysingum eins og okkar ráðherrar verða að standa í með vitfirrtar fyrirspurnirnar á Alþingi?
Trump er óvenjulegur maður.Ég geng með Trump húfu hér á Florida, Ítrekað hefur það gerst að bláókunnugir menn koma til mín og óska mér til hamingju með þessa húfu. Heima kvöddu menn mig því að ég yrði skotinn á færi ef ég sýndi mig með Trump húfuna hér í Bandaríkjunum, slíkar væru óvinsældir Trumps.
Rúv-og 101 liðið veit allt um bandarísk stjórnmál og Trump forseta.
6.4.2018 | 14:19
EES samningurinn er úreltur
að verða segir Friðrik Daníelsson í þarflegri Morgunblaðsgrein í dag. Friðrik segir:
"Aðstæður og þar með forsendur EES-samningsins hafa gerbreyst frá því Alþingi samþykkti hann 1993. Efnahagserfiðleikar á 9. áratugnum höfðu sáð svartsýni og úrræðaleysi, úrbótatilraunin sem Alþingi að lokum samþykkti var að gera nýjan samning við ESB í von um hagstæðari viðskipti.
Norðurlöndin höfðu líka lent í efnahagsþrengingum og bankakreppu sem endaði með að Svíar gengu í ESB. Norðmenn gengu í EES með Íslendingum. Reynslan af samningnum í aldarfjórðung liggur nú fyrir og er hún misjöfn eins og við mátti búast.
Bretar ganga út
Snemma árs 2019 gengur Bretland úr ESB. Þar með fer ein helsta við- skiptaþjóð Íslendinga til langs tíma úr ESB sem setur viðskipti Íslands við Bretland í sömu stöðu og við lönd utan ESB. Bretland verður ekki aðili að EES. Opin og frjáls viðskipti við Bretland hafa verið einn af hornsteinum atvinnu og velmegunar á Íslandi um langt skeið. Verði Ísland áfram í EES eftir 29. mars 2019 verður regluverk ESB í gildi hvað varðar viðskipti við Breta. Viðskiptahindranir ESB við umheiminn munu þá víkka út yfir viðskipti Íslands við Bretland. Þetta atriði eitt og sér gerir EES-samninginn úreltan.
Viðskiptaumhverfið hefur breyst
EES-samningurinn er ekki lengur hagstæður um útflutningsafurðir. Hann tryggir ekki fullt tollfrelsi með fiskafurðir. Útflutningur til ESB er að miklum hluta tollaður samkvæmt fríverslunarsamningnum sem upprunalega var gerður 1972 og hefur í raun þýtt aðgang að innri markaðnum fyrir helstu útflutningsafurð- irnar.
Nýlegir samningar WTO hafa haft í för með sér almennar tollalækkanir í milliríkjaverslun og hafa því tollar og gjöld á vöruverslun mun minni áhrif en þegar EES-samningurinn var gerður. Meiri áhrif á verslun núorðið hafa vaxandi verslunarhömlur, s.s. tæknilegar kröfur, leyfisskyldur, viðurkenningakröfur, merkingareglur og skráningarskyldur hjá ESB. Þær hafa gert milliliðalausan og hagkvæman innflutning frá mörgum löndum illmögulegan. Það á við þróuð lönd, t.d. Bandaríkin, Kanada og Austur-Asíulönd þar sem m.a. öruggar há- gæðavörur eru fáanlegar.
Þær hömlur bætast á innflutning frá Bretlandi eftir 29. mars 2019. Viðskiptahömlur ESB eru sagðar vera til að tryggja gæði, auka samræmi og öryggi og bætta viðskipti en eru ekki síst til að setja höft á viðskipti við lönd utan ESB. Ísland dróst, vegna EES m.a., inn í viðskiptabann á Rússland sem hefur lengi verið eitt af bestu við- skiptalöndum Íslands. Á næsta ári verða því stærstu viðskiptaþjóðir Íslands, þegar verslunarfrelsi hefur ríkt, Bandaríkin, Bretland og Rússland, utan múra ESB. Hlutur ESB af heimsviðskiptunum fer dvínandi en ESB hefur aftur á móti í skjóli EES verið að leggja undir sig meir af vörumarkaði á Íslandi.
ESB hefur tekið til sín vald
Lýðkjörin stjórnvöld hafa í vaxandi mæli misst völd. Tilskipanavald ESB hefur reynst ígildi löggjafar- og framkvæmdavalds. Íslensk stjórnvöld hafa engin áhrif á EES-tilskipanir, hvorki tilgang, innihald né tímasetningar. Stofnanavald EES hefur aukist, t.d. hafa úrskurðir ESA og dómar EFTA-dómstólsins verið gerðir að- fararhæfir. Stjórnvald ESB hefur haft tilhneigingu til að vaxa og teygja sig lengra en talið var þegar samningurinn var gerður. Hann hefur með tímanum orðið meira íþyngjandi og kostnaðaraukandi fyrir bæði opinbera aðila sem og fyrirtæki og almenning.
EES-regluverkið hefur hægt á framkvæmdum og gert þær dýrari, tímafrekari og erfiðari. Og veitt verkefnum til ESB. Ísland þarf að hlíta svipuðu magni ESB-reglna og stærri lönd sem hefur í för með sér að kostnaðurinn af samningnum er margfaldur á hvern íbúa hér.
Atvinnuvegir færast undir stjórn ESB
ESB Stjórnvald ESB er að teygja sig inn á orkugeirann með nýjum stofnunum og nýju regluverki, og auknu valdi ESB, með fyrirsjáanlega slæmum afleiðingum fyrir sjálfsákvörðunarrétt um þjóðarauðlindir. Skerðing verður á afkomu landbúnaðarins með auknum innflutningi niðurgreiddra og/eða sýklamengaðra sláturdýrahluta og aukin hætta á smitsjúkdómum. Regluverk sem sagt er vera um umhverfismál, öryggi, vernd eða önnur samfélagsmál hefur haft tilhneigingu til að hafa áhrif á fleiri svið sem talið var að EES-samningurinn mundi ekki snerta.
Regluverk EES um fjármálakerfið og fjármagnsflutningafrelsið reyndist hættulegt fyrir Ísland og leiddi, ásamt utanaðkomandi þáttum, til bankahrunsins. Framkoma ESB-landa við Ísland í hruninu var óvinsamleg og gefur ekki góða vísbendingu um hvers má eiga von þaðan. Stjórnvald ESB vegna EES-samningsins er nú aftur að teygja sig lengra inn á fjármálageirann með nýjum stofnunum og nýju regluverki. Til sérstöðu Íslands sem fámenns eyríkis langt frá meginlöndum er ekki tekið nægilegt tillit í samningnum. Það hefur reynst koma niður á atvinnuvegunum, uppbyggingu, þróun, utanríkismálum, sjúkdómsvörnum, fólksinnflutningi, glæpavörnum o.fl. Æ erfiðara hefur reynst að koma við skynsamlegri stjórn margra mála vegna áhrifa EES-samningsins. EES-samningurinn er að verða úreltur "
Það hefur lengi vakið furðu kjósenda á Íslandi hversu kærulaust Alþingi hefur verið í því að gæta íslenskra sérhagsmuna þegar um hefur verið að innleiða tilskipanir ESB í íslensk lög. Alþingismenn hafa jafnvel legið undir ásökunum um að lesa ekki tilskipanirnar áður en þeir greiða þeim atkvæði.
Það er því kominn tími til að hið háa Alþingi fari að svara þeirri spurningu hvort EES samningurinn þjóni íslenskum hagsmunum ennþá eða hvort verði að breyta honum í takt við breyttar aðstæður í heiminum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2018 | 12:53
Bjarni Jónsson
rafmagnsverkfræðingur vekur athygli á bloggi sínu á grein sem sendiherra Noregs skrifaði um málefni EES. Bjarni segir m.a.:
"
Það var ánægjulegt að sjá grein í Morgunblaðinu þann 10. marz 2018 um sameiginleg viðfangsefni okkar og Norðmanna í EES-samstarfinu. Grein Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs á Íslandi, bar heitið:
"EES-samningurinn, okkar sameiginlega velferð",
og þar tjáir sendiherrann bæði opinbera stefnu ríkisstjórnar Noregs og sína eigin. Það er fengur að þessari grein núna á tímum vaxandi efasemda í Noregi og á Íslandi um gildi og framkvæmd EES-samningsins. Efasemdirnar stafa aðallega af vaxandi tilætlunarsemi ESB (Evrópusambandsins) um, að EFTA-ríkin 3 í EES hagi sér eins og ESB-ríki.
Það ríkir þó alls ekkert jafnvægi á milli EFTA og ESB í EES-samstarfinu. EFTA-ríkin eru í hlutverki niðursetningsins á höfuðbólinu. Það átti að vara til bráðabirgða, en hefur nú varað í aldarfjórðung, svo að kominn er tími til að binda endi á þetta óeðlilega samband; ekki með inngöngu í ESB, heldur með uppsögn EES-samningsins. Stefna norsku ríkisstjórnarinnar er þó fremur hið fyrrnefnda, en góður meirihluti norsku þjóðarinnar er á öndverðum meiði. Jafnframt virkar lýðræðið með ófullkomnum hætti í Noregi að þessu leyti, því að þar er staðfest gjá á milli þings og þjóðar.
EFTA-ríkin hafa ekki atkvæðisrétt í stofnunum ESB á borð við ACER-Orkustofnun ESB, sem ESB heimtar, að fái að ráðskast með orkuflutningsmál EFTA-ríkjanna innanlands og á milli landa, eins og um ESB-ríki væri að ræða. Það er þó óhugsandi án þess að framselja ríkisvald til yfirþjóðlegrar stofnunar, sem stjórnarskrár Íslands og Noregs heimila ekki. Stjórnskipulegar gervilausnir á borð við ESA sem millilið fyrir fyrirmæli ACER til útibúa sinna (Norðmenn kalla það RME-reguleringsmyndighet for energi) á Íslandi og í Noregi eru hlálegur kattarþvottur.
Sendiherrann skrifar:
"EES-samningurinn veitir okkur einnig aðgengi að 900 milljörðum norskra króna úr Evrópusambandskerfinu, gegnum hins ýmsu verkefni, sem Noregur er hlutaðeigandi í."
Fjárupphæðin, sem sendiherrann nefnir, 900 miaNOK/ár, dreifist á öll EES-ríkin. Norðmenn eru um 1,0 % af mannfjöldanum á EES-svæðinu, en því fer fjarri, að í hlut þeirra komi nokkurn tíma 9,0 miaNOK/ár, því að ríkustu þjóðirnar í EES fá tiltölulega lítið í sinn hlut. Hlutfallslega mest af fjármunum ESB fer til Austur-Evrópu. ..."
Þetta er kjarni málsins fyrir okkur Íslendinga. Eigum við að hlaupa eftir öllu sem Evrópusambandið vill eða eigum við að vera sjálfstæð þjóð eins og Bjarni Jónsson vill greinilega ásamt mörgum öðrum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2018 | 12:19
Grín úr gömlum myndum
dettur manni í hug þegar maður virðir fyrir sér samskipti fyrrum pólitískra bólfélaga úr Pírata-og Gnarrflokkunum. Engin situr á sárshöfði við annan og allt virðist þetta snúast um að krækja sér í aura. Enda var víst ekki úr háum tekjusöðli að detta hjá þeim flestum, sem eiga það hinsvegar sameiginlegt að að fyrirlíta efnamenn sem fara í pólitík eins og Sigmund Davíð, Bjarna Ben eða Trump. Menn sem fara í pólitík til að koma einhverju til leiðar fyrir kjósendur sína en ekki bara til að láta bylja í sér og blaðra um heima og geima og fá borgað fyrir.
Pólitík á Íslandi hefur yfirleitt ekki verið ábatasöm og hugsjónamenn hafa ekki mikið efnast á störfum sínum Það er því ágætt að menn séu bjargálna fyrir stjórnmálastörf. Slíkir menn eru líklegri til að hafa raunverulega köllun til að bæta samfélagið en þeir sem þangað fara í von um vel launaða innivinnu. Sem sagt fara í stjórnmál til að efla eigin hag fremur en umbjóðendur sína.
Framboðsgerið sem er orðin lenska fyrir hverjar kosningar er bein afleiðing af því að ríkið fór að styðja stjórnmálaflokka. Það hefur leitt af sér að í stjórnmál hópast allskyns lukkuriddarar sem eygja von í krækja sér í fleiri aura en þeir hafa og eitthvað skárri tilveru en hversdagsleg leiðindabasl sitt.
Ef maður lítur á Bandaríkjaþing, þá sér maður uppábúið fólk sem er aðallega úr stóru flokkunum tveimur. Horfir svo á Alþingi Íslendinga og sér samsafn af allskyns tötrughypjum sem maður þekkir ekki í sjón eða fyrir hvaða flokk þeir er sem labba á sokkaleistunum og flakandi að framan í ræðustól og blaðra um heima og geima og jafnvel kvarta yfir því að Alþingi sé ekki nægur sómi sýndur.
Nú horfir maður á átökin innan þessara skyndiflokka eins og til dæmis Pírata. Stofnandinn farinn úr flokknum og kominn á opinbert framfæri hjá Vinstri Grænum eftir að hafa orðið fyrir ágangi fyrri félaga og fengið neitun um hluta af ríkispeningunum. Hugsjónirnar farnar fyrir bí og þörfin til að láta gott af sér leiða. Og þeir eru ekki einsdæmi um tilgangsleysið því árangur þeirra er enginn fyrir neinn nema þá sjálfa.
Ég held að ástandið í íslenskum stjórnmálum lagist ekki fyrr en stjórnmálaflokkar eru teknir af opinberu framfæri og sagt að sjá um sig sjálfir fjárhagslega. Þá koma dugnaðarmenn til þeirra eins og til dæmis Albert Guðmundsson sem safnaði liði úr fleiri flokkum til að byggja Valhöll. Nú er þar víst mest á hausnum allt og meira hugsað um að eyða en afla þar sem ríkið borgar. Ef ríkið hætti að styrkja framboð þá yrði skárra ástand á Alþingi með fækkun framboða og fólk þyrfti ekki að skammast sín fyrir Alþingi og Alþingismenn sem eru bara margir eins og grín úr gömlum myndum.
6.4.2018 | 01:36
Finnst engum skrítið
að stórhýsi eins og það sem brann í Garðabæ verði svona skjótt alelda?
Er hægt að útiloka hryðjuverk?
Finnst engum þetta skrítið um leið og við dásömum það ekki sjálfgefna að enginn beið bana?
Vitni sem ég heyrði í lýsti atburðinum sem sprengingu og allt húsið varð alelda undraskjótt.
Finnst engum þetta skrítið?
5.4.2018 | 17:25
Af hverju ekki úðakerfi?
Þau eru ómöguleg, geta farið að leka eða farið í gang og valdið vatnstjóni. Þó að þau verði að setjast upp skv. reglugerðum er eftirlitið mest valkvætt og oftar en ekki núll. Stundum ekki einu sinn tengt við vatn.
Hér í Bandríkjunum kemur maður hvergi í stærri hús nema að þar sé vatnsúðakerfi í loftinu. Enda er margsannað að þar sem þau eru til staðar hætta brunatjón og mannskaðar.Bandaríkjamenn hafa yfirleitt trú á því að fara eftir reglum. Til dæmis um brunavarnir, umferðareglur, hámarkshraða. Og framfylgja þeim. En framfylgja , enforcement, er hin veika hlið okkar Íslendinga sem eru samt iðnir við að skrifa reglur án þess að fara eftir þeim.
En af hverju ekki eru úðakerfi á Íslandi hlýtur sérstaða landsins að valda.
5.4.2018 | 16:51
Hræðilegt ástand hjá launþegum
getur maður ímyndað sér þegar hlustað er á fréttir. Heilu stéttirnar hafa dregist aftur úr, allir kvarta um að taxtar verði að hækka til að ná aftur mannsæmandi launum.
Bjarni Benediktsson upplýsir í Morgunblaðsgrein í dag um þróun kaupmáttar. Hann segir í greininni:
"...Mikilvægi stöðugleikans Stöðugleiki í efnahagsmálum er mikils virði, ekki síst þegar hann helst í hendur við heilbrigðan hagvöxt og almennt gott ástand í hagkerfinu; mikla atvinnuþátttöku, lítið atvinnuleysi, stöðugt gengi, litla verðbólgu og kaupmáttaraukningu.
Árið 2017 skilaði hinum almenna launþega 5% kaupmáttaraukningu, ofan á um 7% árið 2016 og 8% aukningu árið 2015.
Skuggahlið þessarar sóknar í lífskjörum er að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur dalað. Hærri laun og sterkara gengi krónunnar setur þrýsting á útflutningsgreinar okkar og augljóst að sameiginlegir hagsmunir okkar liggja í því að leggja nú áherslu á stöðugleika, efnahagslegan- og félagslegan, og fjárfestingu til framtíðar.
Slíkar áherslur eru líklegastar til að skila okkur öllum betri niðurstöðu til lengri tíma. Það svigrúm sem skapast hefur til aukinnar fjárfestingar og styrkingar á ýmsum sviðum ætlar ríkisstjórnin að nýta á ákveðinn en ábyrgan hátt..."
Til viðbótar við þetta rekur Bjarni verðlækkanir og skattalækkanir sem koma líka fram sem kaupmáttaraukning á næstu mánuðum.
1.08 x 1.07 x 1.05 eru það ekki 1.213%
21 % kaupmáttaraukning vegna mest ytri aðstæðna en ekki vegna hetjulegrar baráttu verkfallaforystunnar?
Nú er allt í hönk, ljósmæður hætta störfum, sjúkraliðar fást ekki og kennarar að niðurlotum komnir í skóla án aðgreiningar sem skilar mörgu ólæsu fólki frá sér.
Verkfall getur lagað allt þetta. Mánaðarverkfall í 3 % verðbólgu sem gefur 10% hækkun á taxta nær ekki jöfnu á heilu ári miðað við ekkert verkfall.
En það er ekkert gaman að skynsemi. Hvernig getum við komið þá í veg fyrir kaupmáttaraukningu vegna ytri aðstæðna eins og gengishækkun og gjaldalækkun? Svarið er auðvitað skipulagt gengisfall eins og var í gamla daga. "Situr einn með solli fés, Seðlabanka Jóhannes. Fellir gengið fyrsta des.fer þá allt til helvítes."
En það man enginn lengur heldur neina þjóðarsátt eða hvernig Einar Oddur tuggði hana í okkur.
Já það er hræðilegt ástand hjá launþegum, öryrkjum og eldri borgurum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2018 | 00:58
101 og RÚV
eru ekki að skilja Trump og Kína.
Það er ekkert grimmilegt viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína að eiga sér stað. Trump Forseti er einungis að standa við kosningaloforð sín. Það sem ég veit hinsvegar ekki hvernig hann sjattlaði stálrisann Canada sem steinþegir.
Kína er einræðisríki sem lætur kínverskan almenning borga aukinn kostnað af dýrari amerískri vöru með því að stýra verðinu með genginu á rehimbíinu eða hvað það heitir. Allt er þetta bull sem hefur engin áhrif á Bandaríkin. Tollarnir hafa hinsvegar mikil áhrif í Bandaríkjunum þar sem nýtt líf er að færast í iðnaðinn og innflutt stál og ál sem eru þangað komin á undirboðum einræðisríkisins verða óhagstæðari valkostur fyrir bandarískan iðnað. Kínverjum mun hinsvegar blæða því þeir eru gersamlega háðir Bandaríkjunum með alla hluti. Þeir fá minna í sinn hlut og alþýðan borgar niðurgreiðsluna á útflutningnum..
Bergmálið finnst greinilega í eftirspurnaraukningu íslenskra fyrirtækja sem versla við alþjóðlegan áliðnað.
Kína getur gert það sem því sýnist, En hvað sem það gerir skaðar það bara sjálft sig og sína þegna. Ekki Trump né Bandaríkjamenn hvað sem nú 101 liðið og RÚV halda öðru fram.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2018 | 16:04
Ísland og EES
er mál sem hver íslendingur verður að taka afstöðu til.
Margir hafa talað um það að Alþingi Íslendinga sem hefur síðasta orðið varðandi upptöku ákvæða vegna samningsins hafi ekki staðið sig sem skyldi og samþykkt atriði sem engin nauðsyn bar til vegna sérstöðu Íslands. Má nefna uppskiptingu raforkumarkaðsins þar sem Orkusalan var þá klofin út úr RARIK sem einungis kallaði á meiri útgjöld heimilanna í landinu með margföldun skriffinsku og flotterís.
Óli Björn skrifar merka grein í Morgunblaðið í dag um þessi mál. Menn verða að átta sig á grunnatriðum ACER, sem er orkunýtingarstefna Evrópusambandsins. Með innleiðingu ákvæðanna yrðum við Íslendingar valdalausir og viljalausir nýtingaraðilar orkulinda Íslands eftir að Sambandið tekur yfirstjórn orkumála Íslands að sér.
Grein Óla Björns er svohljóðandi:
"Þegar um svona mál er að ræða á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni, að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.Það er nú aðalatriðið varðandi fyrirvarana.
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, þegar hann svaraði 22. mars sl. óundirbúinni fyrirspurn um þriðju orkutilskipun Evrópusambandsins.
Tilefnið var samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem segir:
Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.
Ummæli sem norskir fjölmiðlar höfðu eftir þeim er hér heldur um penna að loknum landsfundi urðu ekki til að róa þá sem leita lausna á öllum verkefnum okkar Íslendinga úti í Brussel.
Ég benti á hið augljósa:
Á Alþingi og ekki síst innan stjórnarflokkanna þriggja séu vaxandi efasemdir um orkutilskipunina.
Orkumál á Íslandi og innri markaður
Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins, nokkrum dögum síðar, spurði ég einfaldrar spurningar: Af hverju þurfa orkumál á Ísland að vera hluti af einhverjum innri markaðsmálum Evrópusambandsins? Það er ekkert sem segir það með svipuðum hætti að það á örugglega við um fjármálamarkaðinn.
Spurningin er eðlileg og í takt við efasemdir formanns Sjálfstæðisflokksins um fyrirkomulag orkumála á EESsvæðinu.
Veltum því fyrir okkur hvað við höfum með það að gera á innri markaði Evrópu að vera að ræða raforkumál sem eru í einangruðu mengi á Íslandi úti í Brussel, sagði Bjarni Benediktsson þegar hann svaraði áðurnefndri fyrirspurn.
Hann velti því fyrir sér hvað Íslendingar hefðu með það að gera að vera að ræða við önnur ríki Evrópusambandsins raforkumál af eyjunni Íslandi: Er það mál sem varðar innri markaðinn með beinum hætti, þegar engin er tengingin? Eða treystum við okkur til þess að skipa endanlega þeim málum sem varða íslenskan raforkumarkað til lykta á okkar forsendum eins og Alþingi kýs?
Þetta er kjarni málsins og spurningar formanns Sjálfstæðisflokksins eru mjög verðugar mikillar umræðu hér í þinginu, eins og hann komst að orði.
Í viðtali við Ríkisútvarpið hélt ég því fram að það væri fullkomlega eðlilegt og það væri ábyrgðarlaust af okkur sem þingmönnum að taka ekki umræðuna, annars vegar þriðju tilskipunina um orkumál en líka að ræða það hvort hagsmunum okkar er betur borgið utan hins sameiginlega orkumarkaðar eða innan.
Hæpin fullyrðing í besta falli
Í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins í síðustu viku er fullyrt að þriðja orkutilskipun Evrópusambandsins hafi lítil áhrif hér á landi mikilsverðir orkuhagsmunir séu ekki í húfi. Vitnað er í svör utanríkisráðuneytisins þessu til stuðnings.
Hér er ekki rúm til að draga fram hversu hæpin (í besta falli) fullyrðingin er. Skipulag orkumála skiptir okkur Íslendinga miklu, hefur veruleg áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins og bein áhrif á lífskjör almennings. Verði af lagningu sæstrengs líkt og margir vonast til mun íslenski orkumarkaðurinn falla undir valdsvið ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators), eftirlitsstofnunar Evrópusambandsins.
ACER fær meðal annars vald til að úrskurða í ágreiningsmálum. (Sæstrengur milli Íslands og Bretlands er á lista Evrópusambandsins yfir mikilvæg innviðaverkefni í orkumálum.)
Hrein orka er ein dýrmætasta auðlind okkar Íslendinga. Raforkuvinnsla á íbúa er hvergi meiri en hér á landi og yfir helmingi meiri en í Noregi. Í skýrslu ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um raforkumál, sem lögð var fram í mars, koma þessar upplýsingar fram. Kanada og Finnland eru í þriðja og fjórða sæti, langt á eftir okkur Íslendingum.
Að fullyrða að skipulag orkumála, hvernig og hvort við aðlögum íslenskt regluverk að orkutilskipunum Evrópusambandsins, hafi ekki mikil áhrif hér á landi, er í besta falli sérkennilegt og í versta falli hættulegt.
Ófyrirséðar afleiðingar?
Innan skamms verður Alþingi að taka afstöðu til þess hvort falla eigi frá stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðju orkutilskipunarinnar.
Stilli Alþingi sér á móti pakkanum gæti það þó haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir EES-samstarfið, að sögn utanríkisráðuneytisins, segir Viðskiptablaðið.
Samkvæmt EES-samningnum er stjórnskipulegur fyrirvari gagnvart ákvörðunum sameiginlegu EES nefndarinnar þegar lagabreytingar eru nauðsynlegar. Fyrirvarinn þýðir að þjóðþing EFTA-ríkjanna þurfa að samþykkja tilskipanir aflétta stjórnskipulegum fyrirvörum.
Ef rétt er að það hafi ófyrirséðar afleiðingar ef Alþingi aflétti ekki fyrirvara gagnvart tilskipunum Evrópusambandsins (í þessu tilfelli vegna þriðju orkutilskipunarinnar) þýðir það í raun að stjórnskipulegur fyrirvari er merkingarlaus.
Þjóðþing EFTA ríkjanna eru áhrifalaus neydd til að skrifa undir tilskipanir því annað hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar á EES-samninginn.
Þannig er ákvæði 103 gr. EES-samningsins dauður bókstafur. Þessi túlkun á ákvæðum samnings EFTA og ESB getur varla verið rétt enda um leið verið að halda því fram að þjóðþing Noregs, Liechtenstein og Íslands séu aðeins viljalaus verkfæri sem neydd eru til að fara eftir forskrift embættismanna.
Sem þingmaður get ég aldrei tekið undir slíkan skilning á eðli EES-samningsins.
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur bent á að í raun hafi aldrei tekist að hrinda nægilega vel í framkvæmd sjálfstæðri stefnu í samskiptum við ESB á grundvelli EES-samningsins.Í dagbókarfærslu í febrúar hélt Björn því fram að verði viðurkennt meira svigrúm til að hafna innleiðingu ESB-reglna fellur það að helstu gagnrýninni á EES fyrirkomulagið eins og það er nú þetta svigrúm er þó einskis virði sé aldrei gerð tilraun til að nýta það og henni fylgt eftir á skipulegan hátt.
Þegar Alþingi fær það verkefni að fjalla um þriðju orkutilskipunina verða þingmenn að vega og meta hagsmuni Íslands. Þeir verða að svara þeirri spurningu hvernig hagsmunir lands og þjóðar séu best tryggðir.
Þjónar það hagsmunum okkar að samþykkja þriðju tilskipunina?"
Sérhver kjósandi verður að fylgjast vel með afgreiðslu málsins á Alþingi.
Það snýst um fullveldi Íslands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko