Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018
27.7.2018 | 17:39
Eiga allir rétt?
á svona húsi úr hendi sveitarfélagsins ef þeir hafa ekki í önnur hús að venda?
Á vefsíðu Björns Bjarnasonar stendur þetta:
"Umboðsmaður komst að þeirri niðurstöðu að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um biðtíma utangarðsfólks eftir því að fá úthlutað varanlegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg, skilyrði sem í reynd eru sett gagnvart þeim sem glíma við fíknivanda til að fá úthlutað húsnæði og fjölda gistinátta sömu einstaklinga í neyðarathvörfum hjá borginni verði ekki annað ráðið en að til staðar sé almennur og viðvarandi vandi í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og það sama eigi við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda. Ekki sé unnt að líta svo á að almennur málsmeðferðartími í málaflokknum sé í samræmi við þau sjónarmið sem liggja til grundvallar málshraðareglum stjórnsýsluréttarins. Þegar þessi atriði og umgjörð við úrlausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks hjá Reykjavíkurborg séu virt heildstætt skorti á að Reykjavíkurborg tryggi utangarðsfólki, svo fullnægjandi sé, aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga nr. 40/1991, eins og þau verða túlkuð í ljósi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegra mannréttindareglna (leturbreyting mín). Umboðsmaður komst einnig að þeirri niðurstöðu að reglur Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur fullnægi ekki kröfum sem gera verður til skýrleika reglna um skilyrði sem í reynd eru sett fyrir úthlutun húsnæðis.
Er það stjórnarskrárvarinn réttu hvers og eins að fá íbúð til afnota?Hvernig íbúð þá?
Kolbrún Baldursdóttir úr minnihlutanum í Reykjavík vill athuga að Borgin reisi svona hús fyrir utangarðsfólk sem býr við alsskyns vandamál eins og rándýra og tímafreka fíkniefnaneyslu. Bílddælingar eru nýbúnir að reisa þessi hús á 16 milljónir stykkið með innbúi fyrir vinnandi fólk í bænum þar.
Í Reykjavík myndu þau kosta langt um meira vegna hás lóðaverðs segja þeir.
En af hverju er fólk að byggja yfirleitt ef þá á stjórnarskrárvarinn rétt til svona íbúðarhúss úr hendi sveitarfélagsins að dómi umboðsmanns og alþjóðlegra mannréttindareglna? Af hverju króknar fólk í evrópskum stórborgum og verður út undir brúnum í París?
Myndi ekki margur þiggja að fá keypt svona hús á innan við 20 millur á höfuðborgarsvæ'ðinu? Af hverju er það ekki í boði? Væri ekki rétt að meirihlutinn í Reykjavík og Dagur B., já líka bæjarstjórarnir í Kópavogi,Mosó, Garðabæ og Hafnarfirði myndu útskýra hversvegna ekki er hægt að byggja svona hús sem kosta 300.000kr.fermetrinn með innbúi í þessum bæjarfélögum.
Hvað kosta lóðir undir þessi hús í þessum bæjarfélögum og eru þær fáanlegar? Og ef ekki af hverju ekki?
Ef allir eiga rétt á húsnæði, verður þá ekki að útskýra hvernig á að uppfylla þennan rétt og af hverju það ekki er hægt?
Á hverju eiga allir rétt
27.7.2018 | 08:56
Gjaldtaka á bílastæðum
við Gullfoss og Geysi er auðveld leið eins og á Hakinu á Þingvöllum.
Þjóðhollir Íslendingar eins og Ögmundur koma þá "gangandi eða hjólandi" og geta glápt ókeypis.
Úrbætur í vegamálunum að þessum svæðum eru orðnar svo miklar að enga bið þola.
Lausnin er í framkvæmd á Hakinu. Af hverju er ekki sett upp gjaldtaka á bílastæðum við Gullfoss og Geysi í samvinnu við landeigendur þar sem með þarf?
26.7.2018 | 08:59
Góður Þorvaldur
Gylfason í Fréttablaðinu í dag.
Þar skrifar hann mikinn fróðleik um Ástralíu. Þar upplýsir hann að þar ríki kosningaskylda síðan 1924 með 91 % árangri og einnig sé kosningaskylda í nokkrum öðrum ríkjum sem hann nefnir,Argentínu,Belgíu, Brasilíu, Lúxemburg og Singapúr.
Mér hefur oft dottið í hug hvort ekki væri ástæða til að taka upp svipað kerfi hérlendis en með öðrum formerkjum. Þannig fær sá sem kýs afslátt í gegn um skattakerfið, segjum tíuþúsund kall eða eitthvað svoleiðis. Gulrót í stað sektar eins og er í löndunum sem dr. Þorvaldur nefnir.
Þorvaldi er engan veginn alls varnað þegar hann heldur sig fjær pólitík en fremur fræðimennsku.
25.7.2018 | 21:04
Kaupum þá af okkur!
segir utanríkisráðherra Dana. Borgum þeim fyrir að vera heima hjá sér.
Samuelson hefur ráð undir hverju rifi. Ekki bara loka á flóttamennina heldur kaupa þá af okkur. Ef þeir fá nóg borgað þá tolla þeir kannski heima hjá sér í stað þess að leggjast upp á okkur.
Typiskur krati sem vísar vandanum á skattborgarana. Þvílíkur ESB stjórnvitringur.
Allt nema að standa í lappirnar og stjórna. Ráða því hverjir koma til okkar og hverjir ekki.
Ætli Gulli sé sammála þessum kollega sínum?
Bara kaupa vandamálið af okkur með eyri ekkjunnar.
25.7.2018 | 13:23
Hvað líður hælisleitendum?
Hver er afgreiðslutíminn núna?
Hlaðast upp hælisleitendur í landinu?
Vill einhver svara því hvað líður málefnum hælisleitenda núna?
25.7.2018 | 12:53
Hvar er íslenskur "uppnámsflokkur"
samkvæmt skilgreiningu Björns Bjarnasonar?
Björn skilgreinir svo:
"SD(Sveriges Demokrater) er dæmigerður uppnámsflokkur. Fylgi sitt má hann þakka vanmætti annarra sænskra flokka til að ræða og kynna það sem hvílir þungt á mörgum kjósendum, ekki af því að þeir eru rasistar heldur hinu að þeir telja sig hafa verið blekkta af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum með fagurgala um ágæti þess að opna landið fyrir innflytjendum."
Höfum við Íslendingar ekki verið blekktir til að láta Góðafólkið vaða yfir okkur með innflytjendastefnu sem við viljum ekki? Láta hvolfa yfir okkur EES bulli eins og Persónuvernd, Orkupökkum,Rússarefsinga og allskyns evrópsku regluverki sem við viljum ekki?
Hvar er andspyrnumöguleiki fullveldissinnaðra Íslendinga?
Verður einhver íslenskur uppnámsflokkur í boði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2018 | 08:32
Gjaldtaka hefst í Skálholti
ern ekki á öðru ríkislandi við Geysi.Sem er þó í þörf fyrir endurbætur.Gjaldtaka er hafin á Þingvöllum.
Til hvers keypti Ríkið Geysissvæðið?
Af hverju er alltaf fullt við Kerið þar sem kostar inn?
Gaman að vita hvort Ögmundur gerir innrás í Skálholt?
24.7.2018 | 13:31
Trump er stefnufastur
Trump has been complaining about the U.S. trade deficit since long before he entered the political arena.
As a guest on The Oprah Winfrey Show in 1988, for instance, he said of U.S. trade with Japan: "It's not free trade. If you ever go to Japan right now and try to sell something, forget about it. Just forget about it. It's almost impossible. They come over here, they sell their cars, their VCRs, they knock the hell out of our companies."
Thirty years later, he's still singing the same tune (albeit about China and smartphones instead of Japan and VCRs, and from the White House rather than on daytime television). For all of the criticism Trump has faced in the past for changing his position on issues, he has been nothing if not consistent in his message on trade.
Tollastefna Trump er ekki neitt sem hann er að finna upp núna. Hann er búinn að tala um þetta í 30 ár.
(Trump hefur kvartað um viðskiptahalla Bandaríkjanna síðan löngu áður en hann kom inn á pólitíska vettvang.
Sem gestur á Oprah Winfrey Show árið 1988, sagði hann til dæmis um bandarísku viðskiptin við Japan: "Það er ekki frjáls viðskipti. Ef þú ferð til Japan núna og reynir að selja eitthvað, gleymdu því. Það er næstum ómögulegt. Þeir koma hingað, selja bílana sína, myndbandstæki þeirra, þeir knýja helvíti út úr fyrirtækjum okkar. "
Þrjátíu árum síðar, er hann enn að syngja sama lagið (en þó um Kína og snjallsímar í stað Japans og myndbandstæki, og frá Hvíta húsinu frekar en í sjónvarpinu í dag). Fyrir alla gagnrýni Trump hefur orðið fyrir að breyta stöðu sinni á málum hefur hann verið ekkert ef ekki í samræmi við fyrri boðskap sinn um viðskipti.)
Trump er stefnufastur en ekki hringlari.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.7.2018 | 10:22
Íslenskur einfeldningur
er Guðmundur Steingrímsson fyrrum leiðtogi lands og lýðs.
Hann setur saman eftirfarandi dellu í Fréttablaðinu í gær:
"....Fullveldið
Annað dæmi:
Donald Trump er lýðræðislega kjörinn forseti Bandaríkjanna. Og jú, maður skal bera virðingu fyrir því. En upp að hvaða marki gildir það? Það að hann hafi verið kjörinn breytir því ekki, að Donald Trump er að margra mati talsmaður ógeðslegra skoðana, sundrungar, mannhaturs, fordóma og fávitaskapar.
Við lifum á tímum þar sem það er beinlínis ógnarmikilvægt að fólk líti einmitt ekki svo á að Donald Trump eigi rétt á virðingu bara vegna þess að hann var kosinn. Ætti hann að flytja hátíðarræðu? Það finnst mér ekki.
Donald Trump og hans stuðningsfólk á að finna fyrir því að stefna hans er ekki almennt viðurkennd. Um hana ríkir engin sátt. Hún er ógeð. Í krafti lýðræðis gefst fólki færi á að segja einmitt það. Alltaf. Sama gildir um Piu Kjærsgaard.
Danski þjóðarflokkurinn fékk 21% atkvæða í síðustu þingkosningum í Danmörku, rétt er það. Hann varð annar stærsti flokkurinn. Og jafnaðarmenn tóku upp kynþáttahyggju. Gott og vel. Geri Danir þetta. Verði þeim að góðu. En eigum við að bugta okkur og beygja fyrir því? Mega íslenskir þingmenn ekki láta andúð sína á þessari þróun í ljós, og það á helgireit síns eigin lýðræðis? Þótt Danmörk breytist í einhvers konar rasistaland þarf Ísland ekki að gera það líka. Við erum jú fullvalda."
Páll Vilhjálmsson bloggkóngur skrifar svo um staðreyndir:
Trump Bandaríkjaforseti er með 88% stuðning flokksmanna Repúblíkanaflokksins, samkvæmt könnun Wall Street Journal. Aðeins Bush yngri forseti getur státað af viðlíka stuðningi flokksmanna í eftirmála árásarinnar á tvíturnana í New York 11. september 2001.
Vikan átti að vera Trump erfið vegna deilna um leiðtogafundinn við Pútín Rússlandsforseta og meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016.
Meðal kjósenda almennt mjakast fylgi Trump upp á við, þótt hann skori lágt miðað við forvera sína í embætti í nútímasögu Bandaríkjanna.
Traust kjarnafylgi meðal flokksmanna er sterkasta vísbendingin um hvort flokkurinn tilnefnir sitjandi forseta til framboðs við næstu forsetakosningar, eftir tvö ár."
Merkilegt að að gera sér ljóst að margir Íslendingar skuli hafa haft þá trú á vitsmunum Guðmundar Steingrímssonar að þeir skuli hafa gert hann að leiðtoga lífs síns.
Hvaðan kemur þessum litla manni þessi yfirburða speki til að greina leiðtoga miklu stærri kjósendahópa til að vera með þeim endemum sem hann lýsir?
Eða er þetta bara íslenskur einfeldningur?
24.7.2018 | 10:11
"Gangandi og hjólandi" dellan
ríður húsum í stjórnmálaumræðum vinstrimanna þegar kemur að umræðum um skipulagsmál.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag, (hver sem hann skyldi nú annars vera?)fjallar um þetta mál sem hann greinilega þekkir til úr umhverfi sínu.
Þeir sem neita sér um að lesa Moggann af einhverjum ástæðum hafa samt gott af að renna yfir röksemdafærslurnar gegn dellumræðunni um samgöngur og skipulagsmál sem eru farnar að hafa skaðleg áhrif á langtímasjónarmið í skipulagsmálum og teygja sig langt út fyrir áhrifasvæði hins lánlausa aukna Borgastjórnar-meirihluta í Reykjavík, sem situr aðeins í skjóli tilgangslausrar fjölgunar Borgarfulltrúa.
" Umræða um reiðhjól hlýtur að flokkast undir delluumræður stjórnmálanna, svo ágæt sem reiðhjól eru.
Langstærsti hluti stjórnmálaumræðunnar fellur reyndar núorðið í delluflokk. Þótt nokkrir flokkar skari í þeim efnum fram úr öðrum dregur hratt úr mun.
Stundum er látið eins og reiðhjól séu veigamikill hluti samgangna. Það er eins og hver önnur vitleysa. En það er samt sjálfsagt að greiða götu þeirra sem vilja nýta sér hjólið, með öllum sínum góðu kostum. Það á við hvort sem það er notað til að koma sér á milli staða í daglegu amstri í stað bíls, eða sér til ánægju sem er holl og uppbyggileg.
Lengst af var lítt greint á milli hjólandi umferðar og almennrar. Eftir því sem hin almenna jókst varð áhætta hjólreiðamanna sífellt meiri. Auknir fjármunir hafa farið í að aðgreina hjólandi umferð með sér stígum. Þar er nú nokkur umferð, ekki síst á góðviðrisdögum á hagfelldum árstíma.
En það eru þó látalæti ein að tala eins og notkun hjóla hafi mælanleg áhrif á almenningssamgöngur eða á mengun vegna umferðar. Við bætist sá vandi að reglur um umferð hjóla eru óljósar og borgaryfirvöld hafa gert sitt til að ýta undir ruglandina. Þannig hafa þau prentað hvítar hjólamyndir ofan í götur eins og það gefi hjólum sérstakan rétt Það var t.d. gert á Laugarásvegi á svæðum þar sem húseigendur og gestir höfðu í áratugi lagt bifreiðum sínum. Hjólreiðamenn sem sáu bifreiðum lagt á þessum merktu svæðum gátu sumir ekki stillt sig um að láta óánægju sína bitna á bifreiðum lögbrjótanna. Þessar merkingar borgaryfirvalda binda þó engan að lögum. Er undarlegt að æðstu yfirvöld borgarinnar láti slíkt viðgangast.
Bílstjórar sem draga úr hraða eða stöðva bíl vegna gangandi umferðar á merktum gangbrautum verða ítrekað varir við að hjólreiðamenn koma á mikilli ferð og telja þessar gangbrautir ætlaðar sér, hvenær sem þeim þóknist að mæta. Reyndar er það svo að það er aðeins stöðvunarskylda vegna gangandi umferðar á gangbrautum sem eru sérstaklega merktar. Öðru máli gegnir þar sem talið er æskilegt að gangandi fari yfir götu, sé það öruggt fyrir umferð. Ökumenn sem ekki þekkja þennan mun gefa röng skilaboð og skapa mikla hættu. Þeir ýta einnig undir varanlegan misskilning gangandi og hjólandi fólks um réttarstöðuna.
Hinn 16. júlí sl. sagði FB frá því að nú væri unnið að miklum breytingum á reiðhjólakafla umferðarlaga. Almenningur hefur ekkert heyrt um það. Sagt var frá því í fréttinni að fimmtíu athugasemdir hefðu borist inn í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. (Rétti upp hönd sá sem hefur heyrt hana nefnda.) Augljóst er þó að í hana hafa ákafamenn um reiðhjól sótt.
Nú skal skylda ökumenn bifreiða (íslenska stéttleysingja og réttlaust óþurftarfólk) til að hægja nægilega á sér þegar ökutæki nálgast reiðhjól á eða við veg. Þá skal einnig fella út fortakslausa skyldu reiðhjólamanns til að hjóla á hjólastíg þegar göngustígur er við hlið hans! Allt er á þessa bókina lært. Við sunnanverðan Skerjafjörð var lagður göngustígur sem naut mikilla vinsælda. Á meðan verið var að leggja göngustíga við hlið gangstíga annars staðar í hverfinu, sem tók óratíma, þá var sérstaklega merkt að hjólreiðamenn mættu fara um þann göngustíg. Það gerðu þeir svikalaust og á þeim ofsahraða sem tískuhjól nútímans bjóða upp á. Var því mjög varasamt að fara þar um gangandi, svo ekki sé talað um með ung börn sem ábyrgð var borin á. Þegar hjólastígarnir voru loksins komnir voru heimildarmerki um hjól tekin af stígnum. Ekkert var gert með það og hvergi dregið úr hraða. Er hættustigið nú mun meira því að göngu- og barnafólk veit ekki betur en að þessi stutti spotti sé merktur þeim. Borgin eða lögregla gera ekkert til að standa með þessu útskúfaða fólki.
Auðvitað er gagnslaust að nefna borgaryfirvöld. Þau kunna ekki að skammast sín. Annars staðar í hverfinu sleppa hjólreiðamenn að nota samsíða gangbrautir og hjólreiðabrautir en hjóla tveir og þrír hlið við hlið eftir götunni, með langa strollu af bílum á eftir sér.
Þeir sem híma undir stýri segja ekkert enda heyra þeir til þessara 95% sem borg og lögregla telja ekki með. Í nýju reglunum á að skylda bifreiðarstjóra til að fara ekki fram úr reiðhjóli nema að hafa að minnsta kosti 1,5 metra á milli bíls og hjóls. Þannig að nú bætist tommustokkurinn við önnur hjálpartæki bílstjóra. Ökumönnum ber að draga úr hraða sjái þeir glitta einhvers staðar í hjól, en hjólreiðamenn þurfa ekki að líta upp þótt þeir sjái móður með þriggja ára barn á göngustíg.
Kannski munu borgarbúar einhvern tíma gera uppreisn gegn hinum óhæfu yfirvöldum."
Síbylja Dags B. Eggertssonar og hans kumpána um " Gangandi og hjólandi" sem verulegan hluta umferðar er delluumræða sem skemmir útfrá sér eins og leiðarahöfundur bendir réttilega á.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko