Bloggfærslur mánaðarins, september 2018
30.9.2018 | 15:38
Hverskonar flokkur?
eru Píratar sem kjósa útlendinga til að stjórna sér?
"Hælisleitandinn Reber Abdi Muhamed var í dag kjörinn áheyrnarfulltrúi í framkvæmdaráð Pírata, en aðalfundur flokksins fer nú fram á Selfossi.
Á fundinum eru tveir fundargestir valdir í framkvæmdaráðið með slembivali og var Muhamed, sem er Kúrdi og með stöðu hælisleitanda, fyrst valinn með þeirri aðferð. Vegna stöðu sinnar getur hann þó samkvæmt landslögum ekki tekið sæti í framkvæmdaráðinu, en til þess þarf meðal annars að hafa kennitölu.
Í tilkynningu frá Pírötum kemur fram að Muhamed hafi undanfarna mánuði verið virkur í starfi Pírata og lýstu margir fundargestir yfir óánægju með að Muhamed gæti ekki tekið sæti. Var þá borin upp sú tillaga að hann tæki sæti áheyrnafulltrúa og var tillagan samþykkt. Muhamed kom til Íslands í vor ásamt bróður sínum, Shivan Abdi Mohammed, sem einnig hefur sótt um hæli hér á landi.
Þeir Steinar Guðlaugsson og Pétur Óli Þorvaldsson voru því næst valdir í framkvæmdaráðið með slembivali. Þá stendur enn yfir kosning í ráðið og lýkur henni klukkan 17:30 í dag. Pétur Óli var í framboði en dettur út af framboðslistanum þar sem hann var slembivalinn. Eftir standa sextán í framboði en fjórir verða kjörnir."
Þegar maður lítur yfir þinglið Pírata getur maður hugsanlega skilið ástæður þess að þeir velja svona í sína forystusveit og hverskonar flokkur Píratar séu í raun og veru sem afleiðing af því.
30.9.2018 | 15:23
Til hvers ?
ertu að hafa fríkeypis tímabundið í Hvalfjarðargöngin herra ráðherra Sigurður Ingi?
Á sama tíma og þú ert búinn að reikna út að ný göng verði að grafa og líka að þau verði að fjármagna á sama hátt og Spölur gerði með þessi?
Er ekki nýtt innheimtukerfi klárt? Eða af hverju er þetta gamla þá ekki rekið meðan við bíðum eftir því nýja? Veitir nokkuð af hverri krónu í samgöngumálin? Eigum við ekki frekar að setja gjald á öll göng í landinu?
Færðu svona mörg atkvæði út á afsláttinn eða til hvers þá annars?
30.9.2018 | 13:15
Styrmir skrifar um bankana
í Mogga.
Meðal annars segir hann:
"....Nú eru tveir af þremur bönkum í ríkiseigu. Fyrir nokkrum dögum var upplýst að Landsbankinn hefði greitt í arð af rekstri sínum frá árinu 2013 til þessa dags 131,7 milljarða króna, aðallega til ríkisins. Þetta eru miklir fjármunir og merkilegt að bankanum skuli hafa tekizt að skila svo miklum hagnaði af þjónustu við samfélag í sárum. Þessi hagnaður kemur ekki úr vasa annarra en viðskiptavina bankans.
Þessar tölur benda óneitanlega til þess að þarna sé á ferð milliliðastarfsemi sem taki alltof mikið til sín. Svo er auðvitað hugsanlegt að þessar miklu arðgreiðslur séu birtingarmynd annarrar sögu.
Nýju bankarnir, sem voru reistir á rústum hinna föllnu, fengu að kaupa eignir af þrotabúum þeirra fyrir hálfvirði eða þar um bil. Það er auðvitað hugsanlegt að þær eignir hafi skilað sér betur en talið var þegar þau viðskipti fóru fram og þar sé komin skýring á miklum hagnaði sem standi undir þessum miklu arðgreiðslum.
Ef það er skýringin er auðvitað ljóst að þessi mikli hagnaður hefur að einhverju leyti verið sóttur til þeirra þúsunda fjölskyldna sem misstu eigur sínar í kjölfar hrunsins þegar ýmist verðtryggðar skuldbindingar eða gengistryggðar ruku upp úr öllu valdi af ástæðum sem þær fjölskyldur báru enga ábyrgð á.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa spurt hvers vegna fjölmargir þættir hrunsins hafi verið rannsakaðir ofan í kjölinn en ekki þessi þáttur þess. Það er réttmæt spurning. Það verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir alþingismenn sjái ástæðu til að taka þessa ábendingu Hagsmunasamtaka heimilanna til umræðu á Alþingi.
En þegar hér er komið sögu er kominn tími til að ljúka því verki sem við hefur blasað í áratug að þyrfti að ráðast í, þ.e. endurskipulagningu fjármálakerfisins. Nú er ekki lengur um það deilt að bankakerfið er einfaldlega of stórt fyrir svo lítið samfélag og of dýrt.
Þó ber að taka fram að bankarnir hafa dregið saman seglin, þeir hafa fækkað útibúum sem auðvitað var sjálfsagt vegna tækniframfara og þeir hafa fækkað starfsfólki verulega. Þeir hafa líka staðið sig vel í þeirri tæknivæðingu sem gerir almennum borgurum kleift að stunda bankaviðskipti sín á nútímalegan hátt, þ.e. við tölvuna heima hjá sér eða í símanum. Framundan eru augljóslega nýir tímar í fjármálaheiminum með tilkomu nýrra fjártækni fyrirtækja sem geta átt eftir að breyta tilveru bankanna meir en við gerum okkur grein fyrir nú.
Þó er ljóst nú þegar að fyrirhuguð nýbygging Landsbankans í miðborg Reykjavíkur hlýtur að flokkast undir leifar frá liðnum tíma sem eigandi bankans, íslenzka ríkið, á auðvitað að stöðva. Það eru ekki frekar rök fyrir slíkri viðveru banka í miðborg heldur en voru fyrir sambærilegri viðveru fjölmiðlafyrirtækja í miðpunkti stórborga fyrir nokkrum áratugum sem mjög var til umræðu í þeirra veröld þá.
Núverandi ríkisstjórn hefur boðað hvítbók um fjármálakerfið innan tíðar. Vonandi verður þar ekki vikizt undan því að ræða þá grundvallarþætti sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. Og væntanlega er öllum ljóst nú orðið að forsenda fyrir umræðum um breytingu á eignarhaldi ríkisins á tveimur bönkum af þremur er sú að fyrst verði lokið nýrri lagasmíð um endurskipulagningu bankakerfisins. Það er enn í grundvallaratriðum rekið með sama hætti og fyrir hrun ef eignarhaldið er undan skilið."
Ég kem ekki auga á annað en að íslenska ríkið græði ekki meira á öðru en að eiga þessa tvo banka.Ég kem ekki auga á að þeir geti selt þessar gullgæsir nema með tapi og þá til valinna einkavina.
Af hverju getur ríkið ekki rekið neitt með hagnaði nema ÁTVR? Og hversvegna er þá frekar nauðsynlegt að selja bankana að því mér skilst á skrifum Styrmis?
30.9.2018 | 13:01
Lausn húsnæðisvandans
er Margréti Blöndal nýkjörnum formanni Leigjendasamtakanna ofarlega í huga.
Ég hef lengi spáð í af hverju engir stjórnmálamenn kæra sig um að gera neitt í lausn þessa greinilega vandamáls. Sérstaklega er viljaleysi félagshyggjufólksins eins og til dæmis Dags B. Eggertssonar og slíks fólks æpandi.
Í rauninni er þetta auðleyst mál í Reykjavík. Ekki þarf annað en að fara upp í Geldinganes og búa þar til nokkrar götur. Við þær verða kannski 500 til 1000 fermetra lóðir.Á þessum lóðum má reisa gámahús af ýmsum stærðum eða önnur ódýr hús. Þau verða leigð út á svona hundraðþúsund kall sem nægir til að borga þau niður. Útsvör íbúanna verða látin duga til að borga lóðakostnaðinn. Það hlýtur að vera hægt að fá fjármagn til svona þjóðþrifamála.
Seinna má byggja alvöruhús á þessum lóðum.
Kópavogur, Garðabær, Mosó og Hafnarfjörður geta gert svipað og þetta. En bæjaryfirvöld þar kæra sig heldur ekki neitt um að leysa húnsæðisvandann.Þau einblína bara á að stórir verktakkar fái lóðir og selji flottar íbúðir á 500þúsund til milljón á fermetrann.
Vill Margrét ekki bara fela mér, elliæru gamalmenninu, að leysa þetta fyrir hana úr því að ekkert alvöru fólk vill gera neitt? Ég held að þetta sé ekkert sérlega flókið mál. En þá verður sveitarstjórnarfólkið auðvitað að spila með en ekki á móti.
Vantar ekki bara viljann til að leysa þannan margumrædda húsnæðisvanda?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2018 | 12:19
Æ,æ aumingja Svavar
Gestsson að fá þetta frá Hannesi Hómsteini.
"Þriðjudaginn 25. september 2018 fór skýrsla mín um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins á netið frá fjármálaráðuneytinu.
Þar eru tveir kaflar um Icesave-deilu Breta við Íslendinga. Fimmtudaginn 27. september skrifaði aðalsamningamaður Íslands í fyrstu lotu málsins, Svavar Gestsson, á facebooksíðu sína:
Svokölluð skýrsla HHG um hrunið er komin út. Hún er eiginlega Reykjavíkurbréf; þau eru ekkert skárri á ensku. Auðvitað er sleppt óþægilegum staðreyndum eins og hollenska minnisblaðinu.
Þótt Svavar hefði þá haft tvo daga til að lesa skýrsluna hefur farið fram hjá honum að á 154. bls. hennar segir neðanmáls: In the chaos during the bank collapse, a memo of mutual understanding had been signed by Icelandic officials after talks with their Dutch counterparts, accepting some of the Dutch claims, but it had no legal validity and the Icelandic government made it clear afterwards that it was not bound by it in any way.
Ég sleppti því ekki óþægilegum staðreyndum eins og minnisblaðinu, sem var að vísu ekki hollenskt, heldur á ensku og undirritað af hollenskum og íslenskum embættismönnum 11. október. Eins og ég benti á hafði þetta minnisblað ekkert lagalegt gildi frekar en fjöldi minnisblaða, sem undirrituð hafa verið um til dæmis fyrirhuguð álver og Íslendingar muna eftir.
Geir H. Haarde hringdi í hollenska forsætisráðherrann til að tilkynna honum að Íslendingar myndu ekki fara eftir þessu minnisblaði embættismannanna.
Tvennt er hins vegar athyglisvert. Svavar kallar minnisblaðið óþægilega staðreynd. Óþægilega í huga hverra? Aðeins þeirra sem töldu það hafa eitthvert gildi, sem það hafði ekki að mati neinna nema ef til vill samningamanna Hollendinga í Icesave-deilunni. Er Svavar í liði þeirra?
Í öðru lagi er Svavar bersýnilega ónákvæmur í vinnubrögðum. Hann fullyrðir að ég sleppi staðreyndum sem ég ræði um í skýrslu minni. Líklega hefur hann ekki nennt að hanga yfir skýrslu minni frekar en yfir Icesave-samningnum forðum, og er árangurinn eftir því.
Æ,Æ
29.9.2018 | 13:19
Rekja slóðina?
eins og Eva Joly sagði þegar menn voru að spá í gerendur hrunsins.
Hversvegna er Samfylkingin núna svona áhugasöm um að byggja hótel ofan á gamla kirkjugarðinum við Austurvöll?
Vilja vinstri menn ekki venjulega vera öðrum göfugri og ræktarsamari þegar menningarverðmæti eru annars vegar?
Má ekki alveg eins hlutlaust byggja eitthvað arðsamt í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu? Ofan á elstu gröfunum eins og til dæmis leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar og þaðan af eldri gröfum? Eru sumir grafreitir heilagri en aðrir frá svipuðum tíma? Segist ekki Samfylkingin vera jafnaðarmannaflokkur?
Hvaða tímamörk setja menn annars við aflagningu kirkjugarða?
Má ekki reyna að rekja slóðina?
28.9.2018 | 13:34
Hvernig fór Trump að þessu?
að flytja 37 mínútna ræðu á SÞ án þess að líta niður eða reka í vörðurnar? Ekki var hann með skjá. Ekki með blöð.
Er hann bara svona góður ræðumaður? Ekki getur hann verið heimskur eins og okkar elíta heldur fram?
Fyrir utan að ræðan var þrumugóð.Hver setning meitluð og boðskapurinn skipulagður.Skammar ríki og hrósar öðrum. Ég skora á fólk að hlusta á alla ræðuna og dæma svo.
Hvernig fór hann að þessu þá?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
28.9.2018 | 10:14
Alhæfingar Styrmis
vekja nokkra furðu mína sem oftar.
Styrmir skrifar:
" Bandaríkin hafa verið kjölfestan í alþjóðamálum frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Þau hafa verið það afl, sem hefur skipt sköpum í átökum lýðræðisríkja og alræðisríkja, fyrst í viðureigninni við Þýzkaland Hitlers og síðar í kalda stríðinu. Þessi staða hefur ekki bara byggzt á hernaðarlegum og efnahagslegum styrk þeirra, heldur líka þeim siðferðilega styrk, sem fylgt hefur bandarísku lýðræði.
Smátt og smátt er að koma í ljós, að Bandaríkin eru að missa þessa stöðu á alþjóða vettvangi. Háttsemi Donalds Trumps í Hvíta Húsinu er að skapa tómarúm í samskiptum þjóða á heimsvísu, sem veldur því að alræðisríki eru að eflast og staða lýðræðisríkja að versna.
Þessi pólitíska framvinda fer saman við þá þróun að þungamiðjaviðskipta og atvinnulífs er að færast til Asíu, þar sem Kína undir stjórn Kommúnistaflokks ræður för.
Það er erfitt að sjá, að á þessu verði nokkur breyting á meðan forseti Bandaríkjanna er aðhlátursefni fólks um allan heim."
Hvaðan koma Styrmi rök fyrir því að Kína sé að taka yfir heimsforystuna? Þetta hagkerfi á brauðfótum undir grimmilegri einræðisstjórn á pari við NASPD Hitlers? Bara af því að Trump leyfir sér að leiðrétta viðskiptalegt ranglæti?
Trump er ekki aðhlátursefni heimsins. Miklu fremur vekur hann aðdáun fyrir að þora að ráðast gegn ríkjandi aðgerðaleysi síðustu forseta. Þvert á móti hafa ráðstafanir hans djúpstæð áhrif á einræðisríkin Kína, Norður Kóreu og Íran. Athafnir hans á alþjóðasviðinu hafa gert heiminn friðvænlegri en áður þó að aðgerðaleysi hans gegn framferði Saudi-Arabíu sé honum ekki til framdráttar.
Sem betur fer er Trump Bandaríkjaforseti að hafa bætandi áhrif um allan heim þó mörg ljón rísi upp á vegi hans svo sem við er að búast þó ekki telji ég alhæfingar Styrmis Gunnarssonar til þeirra.
(En ég er ánægður með að Styrmir er í Z-klúbbnum með okkur Þorvaldi Gylfasyni)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.9.2018 | 17:08
Alltaf kaþólskari en Páfinn
eru okkar stjórnmálamenn.
"Ég er sammála því að við fjölgum rafbílum segir Lars Chritian Lilleholt ráðherra í Danmörku.
Við komum með útspil í loftslagsmálum í haust en búist ekki við styrkjum til kaupa á rafbílum eða bann við bensínbílum árið 2030. Það er of snemmt að setja stopp á brennslubíla þar sem það vantar eitthvað í stað þeirra. "
Okkar fólk heldur auðvitað áfram með sína áætlun enda erum við alltaf kaþólskari en Páfinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2018 | 10:02
Góð grein Þorvaldar
Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag.
Þar sem veruleg hætta er á að mörgum yfirskjótist grein próf.dr Þorvaldar vegna ofmettunar af stjórnmálaskrifum hans þá held ég henni til haga hér:
"New York Þegar föðurafi minn fæddist norður í landi 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur. Meðalævi íslenzkra karlmanna fyrir 150 árum var m.ö.o. 30 ár svo sem fræðast má um t.d. í Hagskinnu, merku riti Hagstofu Íslands frá 1997. Barnadauði grúfði eins og skuggi yfir fólkinu í landinu.
Ekkert land heimsins er nú svo aumt að þessu leyti sem Ísland var þá. Meðalævin mælist nú stytzt í Síerra Leóne í Vestur-Afríku, 52 ár, og lengst í Hong Kong, 84 ár. Ísland skipar 11. sæti listans með sín 82 ár og hálfu betur, 84 fyrir konur og 81 fyrir karla. Meðalævi heimsbyggðarinnar í heild hefur lengzt úr 53 árum 1960 í 72 ár 2016. Af því má ráða gríðarlega framför sem á engan sinn líka í samanlagðri sögu heimsins til þessa. Íbúafjöldi jarðar nálgast nú átta milljarða. Þrír af hverjum fjórum jarðarbúum, sex miljarðar, búa í miðlungstekjulöndum, þ.m.t. Indland og Kína. Einn milljarður býr í hátekjulöndum og annar í lágtekjulöndum, allra fátækustu löndunum. Fimmtán fátækustu lönd heimsins eru öll í Afríku.
Amma mín gifti sig í Keníu
Þegar fyrr nefndur afi minn fæddist voru lífskjör í Þýzkalandi mæld í kaupmætti þjóðartekna á mann svipuð og þau eru nú í Kongó. Lífskjör á Íslandi voru mun lakari. Þegar afi kvæntist ömmu minni um það leyti sem landið fékk heimastjórn 1904 voru lífskjör Íslendinga svipuð og þau eru nú í Keníu. Sem sagt: Amma mín gifti sig í Keníu þótt hún kæmist aldrei út fyrir landsteinana. Þegar forfeður okkar og mæður fögnuðu fullveldi 1918 voru kjörin hér svipuð og þau eru nú í Gönu. Með líku lagi fögnuðu Íslendingar þúsund ára afmæli Alþingis 1930 á Indlandi og stofnuðu lýðveldið 1944 í Marokkó. Þessum samanburði er ætlað að sýna hversu langt við höfum náð undangengin 150 ár þrátt fyrir þessa daga og þrátt fyrir allt og þá um leið hversu vonglaðar fátækar þjóðir í öðrum heimsálfum geta horft fram á veginn.
Færri börn
Um 1860, um hundrað árum áður en fyrstu Afríkulöndin fengu sjálfstæði, eignuðust íslenzkar konur sex börn að jafnaði og stóðu þá að því leyti í svipuðum sporum og afrískar konur stóðu við sjálfstæðistökuna um 1960. Það ár eignuðust íslenzkar konur að jafnaði 4,3 börn. Nú eru eftir aðeins 35 lönd af rösklega 200 löndum í heiminum þar sem konur eignast fleiri börn en 4,3. Öll nema þrjú af þessum 35 eru í Afríku.
Barnsfæðingum hefur fækkað nær alls staðar. Það tók Íslendinga 109 ár, frá 1860 til 1969, að fækka barnsfæðingum úr sex í þrjár á hverja konu að jafnaði. Sama breyting tók 95 ár í Bandaríkjunum, 82 ár á Bretlandi og 11ár í Kína. Kínverjum tókst að fækka barneignum niður fyrir þrjú börn á hverja konu 1978. Þetta var ári áður en ríkisstjórn landsins leiddi í lög að hver fjölskylda mætti ekki eiga fleiri börn en eitt. Sveitafjölskyldur voru þó undanþegnar lögunum sem voru afnumin 2015. Kínverjum fjölgar hægt, eða um 0,5% á ári mörg undangengin ár.
Framför heimsins
Hvers vegna halda konur í mörgum fátækum löndum áfram að eignast þetta 4, 5, 6, 7 börn að meðaltali? þótt þær segist margar helzt vildu láta sér duga færri. Svarið er tvíþætt. Annars vegar snýst vandinn um kúgun kvenna sem birtist m.a. í ónógum menntunartækifærum. Sums staðar fær einungis elzti sonurinn að ganga í skóla, önnur systkini ekki. Í Níger í Miðvestur-Afríku þar sem konur eignast ennþá sjö börn hver að meðaltali sitja þær ekki nema röskt ár á skólabekk hver og ein að jafnaði. Iss, segir þá vinur minn einn: Hérna í Flóanum var algengt að hjón ættu 10 til 15 börn. Amma mín átti 16 og enga tvíbura.
Hitt skiptir einnig máli að efnalítil lönd búa flest við fátækleg velferðarkerfi. Fátækar fjölskyldur telja sig því til þess knúnar að eignast mörg börn í þeirri von að eitthvert þeirra verði eftir á heimilinu til að sjá foreldrunum farborða í ellinni. Eftir því sem almannatryggingar styrkjast í fátækum löndum skreppa fjölskyldurnar saman. Otto van Bismarck kanslari Þýzkalands lagði grunninn að almannatryggingum þar um og eftir 1880. Fátækustu Afríkulöndin standa nú í sömu sporum og Þjóðverjar stóðu þá.
Hans Rosling, sænski læknaprófessorinn, orðaði þessa hugsun ágætlega þegar hann sagði: Framför heimsins snýst m.a. um að færa sig frá stuttum ævum í stórum fjölskyldum yfir í langar ævir í litlum fjölskyldum. "
Þorvaldur fer hér yfir þær gríðarlegu breytingar á efnahagslífi heimsins sem hafa orðið á síðasta einu og hálfa árhundraði. Þær eiga allar uppruna sinn í meiri þekkingu og menntun auk auknu framboði á orku sem hefur verið fengin úr jarðefnaeldsneyti fyrst og fremst.
Það er olían sem hefur gert allt þetta mögulegt. Menn horfi til framfara í íslenskum landbúnaði. Hvernig heyskapurinn hefur breyst úr þrældómi með hestanotkun yfir í nokkurskonar skemmtiskokk sem gerir heyútflutning mögulegan.
Hvernig mótorinn hefur breytt fiskveiðum.
Hvernig bíllinn og þungavinnuvélarnar hafa breytt öllu í daglegu lífi manna.
Það er dapurlegur áróðurinn sem er á móti olíunotkun þjóðfélagsins sem byggist á órökstuddri múgsefjun á vegum skálksins AlGore sem hefur tryllt hálfa heimsbyggðina með hræðsluáróðri um of mikinn útblástur CO2. En magn CO2, þessu byggingarefni lífsins, í andrúmslofti jarðar hefur ekki verið lægri í 600 milljón ár.
AlGore hlær væntanlega innra með sér að þessu öllu og fjárfestir gróða sinn af lygunum í olíuiðnaði fyrst og fremst.
(Og takið svo eftir því að prófessorinn skrifar Z-á fullu og lætur ekki neinn hafa það af sér! Ég er að hugsa um að taka sjálfur zetuna upp aftur úr því að ég gat lært hana á sínum tíma)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko