Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019
31.5.2019 | 17:23
Hamingjusamir hælisleitendur
og flóttamenn eru til umfjöllunar í blöðum okkar.
Til hvers eru svona skrif?
Eru þau til þess að bjóða sem flestum að koma hingað í sæluna? Er þau til að kitla egóið í lesendum yfir því hvað við séum góðir?
Vantar okkur fleiri flóttamenn og hælisleitendur til landsins svo Helga Vala og kollegar hennar í NoBorders fái nóg að gera?
31.5.2019 | 12:47
Björn bregst við bráðavanda
með stórmerkri grein í Mbl. í dag með öðru en lofgjörð um Schengen samstarfið.
Björn Bjarnason segir:
"Skipulögð brotastarfsemi á Íslandi er staðreynd og henni fylgir gífurleg áhætta að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem sendi frá sér svarta skýrslu í byrjun vikunnar.
Deildin tekur fram að þrátt fyrir þetta mat varðandi skipulagða glæpastarfsemi teljist Ísland enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Hvort mikil huggun felst í þeim samanburði er álitamál.
Hnífaárásir eru í London, skotbardagar á götum Kaupmannahafnar og morðhrina í Svíþjóð. Í matsskýrslunni segir að hér starfi nokkrir alþjóðlegir glæpahópar og koma kunni til uppgjörs milli þeirra. Í slíku uppgjöri er ofbeldi jafnan mikið.
Oftar en einu sinni hefur verið vakið máls á því hér á þessum stað að skynsamlegasta leiðin til að bregðast við ítrekuðum viðvörunum greiningardeildarinnar sé að stórefla landamæraeftirlit. Heimildir yfirvalda til að skoða farþegaskrár eru miklar. Tækni til að bera saman og rannsaka slíkar skrár með aðstoð gervigreindar vex ár frá ári. Miðlægt samræmt landamæraeftirlit með aðild margra opinberra aðila er hornsteinn í vörnum gegn skipulagðri alþjóðlegri glæpastarfsemi.
Spilling vegna skipulagsmála
Eins og jafnan stígur greiningardeildin varlega til jarðar þótt niðurstaða hennar sé skýr og afdráttarlaus. Vakið er máls á því að í nýrri skýrslu norsku efnahagsbrotalögreglunnar sé fullyrt að aukin spilling geti grafið undan sjálfum stoðum og fjármögnun hins lýðræðislega velferðarsamfélags.
Sakamál síðustu ára gefi til kynna sérstaka hættu á spillingu í tengslum við leyfisveitingar vegna skipulagsmála og byggingarframkvæmda. Þá bendir Evrópulögreglan á að skipulagðir glæpahópar leitist við að koma félögum hópanna í störf eða ná tökum á starfsfólki jafnt í einkageiranum sem í opinberum rekstri. Þetta sé gert með mútugreiðslum og annars konar freistingum og markmiðið sé að greiða fyrir annars konar brotastarfsemi.
Þannig geti spilling á bæjar- og sveitarstjórnarstigi ýtt undir frekari skipulagða brotastarfsemi. Þá segir greiningardeildin: Horft til Íslands hafa hin síðustu ár einkennst af stórauknum umsvifum í byggingariðnaði, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og hækkun fasteignaverðs.
Mikil spurn eftir lóðum og fasteignum getur skapað freistnivanda og þar með hættu á spillingarbrotum líkt og almennt gildir um úthlutun eða kaup takmarkaðra gæða. Slíkt ástand getur skapað spillingarhættu jafnt í einkageiranum sem hinum opinbera.
Að um þessi mál sé rætt á þennan veg er nýmæli. Þarna er varað við hættu sem er ekki síður hér á landi en annars staðar. Víða um lönd verða spillingarmál tengd framkvæmdum með opinberu leyfi eða tengd opinberum samningum stjórnmálamönnum að falli.
Farandþjófar
Í skýrslunni er minnt á að reglulega gangi hér yfir hrinur innbrota og þjófnaða svo sem úr verslunum, vinnuskúrum, nýbyggingum og sumarbústöðum. Á síðustu misserum hafi erlendir brotahópar ítrekað stolið miklum verðmætum úr skartgripa- og fataverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan hefur haft til rannsóknar mál sem tengjast hælisleitendum frá öruggum ríkjum, það er mönnum sem koma á ólögmætan hátt til landsins og misnota sér alþjóðareglur um alþjóðlega vernd.
Þessir menn koma hingað til að stunda farandþjófnað, ræna og rupla um land allt, á meðan embættismenn fara yfir tilhæfulausar hælisumsóknir þeirra. Skipulagi þessara farandbrotahópa má líkja við vinnuhópa sem hafa með sér vaktaskipti, einn hópur leysir annan af hólmi, e.t.v. með einhverri skörun á dvöl, segir greiningardeildin.
Misnotkun opinberrar þjónustu
Greiningardeildin bendir á að skipulega sé unnið að því að misnota opinber bótakerfi, vinnumiðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og hælisleitenda auk margvíslegrar félagslegrar þjónustu sem þeim stendur til boða.
Hér hefur hælisleitendum undanfarið skipulega verið veitt lið til að gera miklar kröfur á hendur íslenska ríkinu.
Samtökin No Borders stofnuðu til aðgerðar sem stóð í nokkrar vikur. Mótmælt var við dómsmálaráðuneytið, tjaldað með leyfi borgaryfirvalda á Austurvelli, farið í Keflavíkurgöngu og gerð tilraun til að hleypa upp fundi tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Í hættumatsskýrslunni segir að rannsóknir lögreglu leiði í ljós skipulagða misnotkun tiltekinna erlendra afbrotamanna og -hópa á opinberum þjónustukerfum á Íslandi. Líklegt sé að í einhverjum tilvikum njóti hóparnir aðstoðar íslenskra ríkisborgara og/eða erlendra manna sem búsettir séu hér á landi.
Í þessu sambandi bendir greiningardeildin á að brotalamir sé að finna í opinberum kerfum, jafnt innan einstakra stofnana og í samstarfi þeirra. Gefið er til kynna að hælisleitandi sem hingað kemur kunni að vera gerður út af tengilið hér á landi sem taki af honum það fé sem honum er greitt úr opinberum sjóðum sem hælisleitanda.
Í einhverjum tilvikum eru tengiliðir hér á landi sem þekkja staðhætti og móttökukerfi og veita einstaklingum og jafnvel hópum aðstoð, segir í skýrslunni.
Misnotkun alþjóðlegrar verndar
Greiningardeildin segir að margir skipulögðu glæpahópanna sem hafa náð fótfestu hér komi frá Austur-Evrópu, Póllandi, Litháen, Rúmeníu og Albaníu. Til dæmis viti deildin um þrjá hópa frá sama Austur-Evrópuríkinu.
Í skýrslunni segir: Rannsóknir lögreglu leiða í ljós að einstaklingum sem tengjast þessum þremur hópum hefur verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi m.a. á grundvelli kynhneigðar. Nokkrir þessara karlmanna frá íslömsku ríki hafa verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konum hér á landi. Hópar þessir hafa án teljandi vandkvæða aflað sér kennitalna á Íslandi og í kjölfar þess opnað bankareikninga og jafnvel stofnað fyrirtæki.
Kennitölur og bankareikningar eru grunnþættir í peningaþvætti og tilfærslum á fjármunum sem aflað hefur verið með skipulagðri brotastarfsemi. Mál sem lögregla hefur haft til rannsóknar sýna að nokkrir meðlimir þessara hópa hafi nýtt sömu kennitölu og þannig m.a. getað leynt veru sinni í landinu en stundað svarta vinnu á sama tíma. Leiðtogi eins hópsins hefur á síðustu misserum sent tugi milljóna króna úr landi. Sami maður hefur þegið félagslega aðstoð af margvíslegu tagi, þ.á m. fjárhagsaðstoð á sama tíma.
Fyrirliggjandi upplýsingar eru á þann veg að innan hópa þessara sé að finna réttnefnda kerfisfræðinga; einstaklinga sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á kerfum opinberrar þjónustu og félagsaðstoðar hér á landi. Hátt flækjustig innan opinberra kerfa á Íslandi nýta þessir menn til fullnustu, m.a. með notkun á fölsuðum skilríkjum og fjölda tilbúinna nafna.
Með þessu móti getur það kostað mikla vinnu að afla grundvallarupplýsinga um viðkomandi svo sem rétts nafns, fæðingarlands og þess háttar.
Eins og af ofangreindu má sjá snýst svarta skýrslan um fleira en fíkniefni og vændi. Efni hennar lýtur að verulegu leyti að því hvernig staðið er að úrlausn mála á vettvangi stjórnsýslunnar. Þegar kemur að kennitölum gegnir Þjóðskrá til dæmis lykilhlutverki.
Spyrja má hvort samskiptanetið innan opinbera kerfisins í tengslum við hana virki sem skyldi miðað við lýsingar greiningardeildarinnar. Almenna löggæslu ber að efla en hitt skiptir ekki síður máli að allar stjórnsýslustofnanir hafi að markmiði að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi.
Eftir Björn Bjarnason"(Leturbreytingar eru bloggarans og greinaskil líka)
Mér finnst kveða við nokkuð nýjan tón hjá Birni Bjarnasyni í þessari grein.Hann víkur nú að auknu landamæraeftirliti sem mér finnst að hann hafi lítt stutt til þessa en fremur bent á Schengenaðildina sem næga vörn fyrir Ísland. 'eg fagna þessari tillögugerð Björns sem mér finnst að liggi beint við að taka upp.
Ekki kemst ég úr landi eða til baka til Íslands án þess að hafa vegabréfið mitt til að sýna.
Hér er hópur lögfræðinga sem hefur sitt brauð af því að tefja öll mál hælisleitenda og hefur Helga Vala Helgadóttir Alþingismaður verið þar framarlega í flokki að því sagt hefur verið.
Leikmanni sýnist fremur auðvelt að beita valdheimildum til að minnka það sem Björn segir:
"Þessir menn koma hingað til að stunda farandþjófnað, ræna og rupla um land allt, á meðan embættismenn fara yfir tilhæfulausar hælisumsóknir þeirra. Skipulagi þessara farandbrotahópa má líkja við vinnuhópa sem hafa með sér vaktaskipti, einn hópur leysir annan af hólmi, e.t.v. með einhverri skörun á dvöl, segir greiningardeildin."
Fleira viðist blasa við að gera sem fagfólk er fullfært um að framkvæma til að greiða úr þeim síaukna vanda sem við virðist blasa.
Það er fagnaðarefni þegar svo reyndur maður sem Björn Bjarnason bregst við í máli sem þessu.
31.5.2019 | 12:24
Hvað sagði ég ekki?
Umræðunni um O3 hefur verið frestað ótímabundið.
25.4.2019 | 14:29
O3 verður frestað
til haustsins finnst mér líklegra en ekki.
Enda skynssamlegt þó ég hafi spáð því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2019 | 00:24
Meira CO2
-Útblásturinn gerir jörðina græna.
Hver maður á Íslandi blási sem allra mestu út af CO2 ef vera kynni að veðrið á Laugaveginum myndi skána eitthvað svo eina ráðið til þess að redda versluninni þar í göngugötunni sé að byggja yfir Laugaveginn allan.Þá yrði þar fyrst vistvænt á Laugavegi án bíla.
Enda hefur ekki verið minna CO2 í andrúmslofti jarðar, þrátt fyrir flugumferðina, í 600 milljón ár. 400 partar af milljón.
Kaupum því dísilbíla og berjumst þannig gegn barnaþrælkun í Kongó.Berjumst gegn rafbílavæðingarvitleysunni, AlGore og fjörtíuþúsund fíflunum í París og okkar fjörtíu sem voru að skrifa undir nýja bullutexta um loftslag á dögunum með tuggugúmmís-umhverfisráðherra kommanna í fararbroddi sem enginn kaus.
Það gengur bara sorglega lítið að hlýna á jörðinni sem myndi gera hana mun betri til búsetu. Og svo þarf að stöðva fólksfjölgunina í vanþróuðu ríkjunum sem forgangsmál ef við eigum að lifa af sem mannkyn.
En Kringlan og Smáralind eru löngu búnar að sigra Kvosina og Laugaveginn og rokrassinn á Snorrabrautinni.
Og bráðum verður byggt yfir Hálsatorg í Kópavogi þar sem allt mun mora í skjólsælu mannlífi fyrir Kópavogsbúa.Og jólaþorp verður í Hafnarfirði allt árið.
Hver þarf einhverja Kvos eða Laugaveg?
Vatnið rennur ekki upp í móti. Verslunin sem var í Miðbænum í Kvosinni er farin þaðan.
Miðbærinn svokallaði í Reykjavík er dauður og kemur ekki aftur. Hann er bara hættulegur Altstadt þar sem fyllisvín og slagsmálapakk veður öskrandi um á nóttunni og drepur hvert annað, miklu verri en Reperbahn er og kókaínið flæðir hjá skipulögðum hundrað manna útlenskum Mafíum.
Verði Dag B. og því liði bara að góðu.
Miðbær Reykjavíkur er í dag útnári Höfuðborgarsvæðisins og þar eiga ekki að vera annað en Lundabúðir og fyllibúllur.Enda öll almennileg verslunarfyrirtæki á förum vegna fjandskapar Borgaryfirvalda sem hafa enga samræðu við neinn frekar en Cabot-Lodge-arnir í Boston tala við aðra en Guð sjálfan..
Venjulegt fólk á Höfuðborgarsvæðinu á ekkert erindi þarna niður eftir til Reykjavíkur, það er allt til alls annarsstaðar og bara betra.
29.5.2019 | 16:59
Flugvöllurinn burt!
til Hvassahrauns segir meirihlutinn í Reykjavík.
Á sama tíma sem þeir boða íbúalýðræði.
80 % Reykvíkinga vilja Flugvöllinn kjurt.
Meirihlutinn vill hann burt.
Alveg án þess að hann vilji að Borgarsjóður eigi að kosta flutninginn sem er áætlaður hundruð milljarða.
Á sama tíma safnar Borgarsjóður skuldum sem nema 2 milljörðum á mánuði.
95 % Borgarbúa vilja ferðast með einkabíl.
Meirihlutinn segir að 58 % eigi að hafa skipt yfir á Borgarlínu fyrir 2030.
Fyrsti áfangi á að kosta 80 milljarða á næstu árum.
Seltjarnarnes tekur ekki þátt í neinum Borgarlínuframkvæmdum.
95 5 kaupmanna við Laugaveg vilja hafa bílaumferð á götunni. Meirihlutinn er að loka götunni til frambúðar.
Borgarbúar vilja mislæg gatnamót og greiðar umferðargötur.
Meirihlutinn vill þrengja götur, fækka bensínstöðvum um helming og leggja á bílaskatta.
Ætlar enginn í meirihlutanum að halda áfram í pólitík 2022.
Allt með íbúalýðræði! Allt gengur upp!
Flugvöllurinn fari til Hvassahrauns á kostnað ríkisins , Lokum Laugavegi, Bílaskattar, Borgarlína, Byggingalóðir, Borgum skuldir!
28.5.2019 | 18:37
Seglum þöndum
sigla nú áætlanir um sæstrengi frá Íslandi til Evrópu.
Ég held að á næsta þingi verði hægt a fá samþykkta þingsályktun um að kanna ofan í kjölinn kosti og galla sæstrengja frá Íslandi til Evrópu.
Málið er komið lengra en nokkurn grunaði og sagt er að fjármögnun félagsins sem lengst er komið sé að miklu leyti tryggð.Þúsundir milljarða skipta engu máli í slíkum bísness.
Ég sé ekki annað en að pólitískt verði hægt að koma þessu máli í gegn um þingið næsta vetur.
Andstaða verður hverfandi þar sem Miðflokkurinn er búinn að tæma sig gersamlega í þessari umferð.
Allt tal um að Evrópu vanti umhverfisvæna orku er líka út í loftið þar sem fyrir löngu getur Landsvirkjun selt þau vottorð í skiptum fyrir kola-og kjarnorkuvottorð eins og þegar hefur verið gert.
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins verður snúið eins og skopparakringlu af forystunni sem er víst kjörin til þess að hafa forystu eins og eitt forystustirnið benti okkur sauðsvörtum gamlingjum á.
Þá finnst manni tímabært að þeir Austfirðingar, sem vantar alltaf afl fyrir Austurland fari að huga að því að kapalspunavefstóllinn verði staðsettur þar en ekki annarsstaðar. Það verður aldeilis dagurinn þegar Ómar Geirsson fer að prédika fyrir kapalaflsvefstólum fyrir Austurland!?
Til þess að gera mér grein fyrir því hvað við er að fást renndi ég í gegn um BS ritgerð við Háskólann í Reykjavík eftir Gísla Þór Gíslason sem athugaði hagkvæmni þess að leggja sæstreng til Grímseyjar frá Ólafsfirði í BS ritgerð sinni við Háskólann í Reykjavík 2017. Einkar skemmtileg lesning fyrir alþýðumann.
Í stuttu máli virtist þessi áætlun (2017) ekki ganga upp og þurfa 417 ár til að borga sig upp hvort heldur er notaður jafn-eða riðstraumur. En ritgerðin er skemmtileg, fræðandi og höfundinum til sóma þótt lokayfirlestur hefði mátt vera betri.
En þetta er engin lokadómur yfir sæstrengjum og tækni nútímans.Jafnstraumsstrengur er mögulegur og handan við hornið. Líklega tveir saman vegna öryggisins. Fyrst til Færeyja, svo í veðurskipin nýju Alfa og Bravó, svo jafnvel til Rockall og svo þaðan áfram til Brüssel. Hver veit hvað rannsóknir leiða í ljós.
Hún gefur hinsvegar til kynna við hvað er að fást með sæstrengi til Evrópu á móti 70 kílómetrum til Grímseyjar. Þetta er leysanlegt tæknilega og ef svo er þá hafa ræðuhöld Miðflokksins og pólitík ekki úrslitaþýðingu. Það verður krónufjöldinn sem verkefnið færir landi og þjóð sem úrslitum ræður.
Tæknin siglir seglum þöndum og verður ekki stöðvuð.
28.5.2019 | 12:23
Hversu lengi enn
á að halda áfram að innheimta ekki gjald í Hvalfjarðargöngin?
Vantar ekki fé í næstu göng? Eða viðhald? Hversvegna er svona aðgerðaleysi ?
"Þar verður tekin til umfjöllunar tillaga um að hlutafé Spalar verði fært úr 86 milljónum króna að nafnvirði niður í hálfa milljón. Verðbætt hlutabréf verði síðan greitt út sem og arður á hlutafé í samræmi við samning Spalar við ríkið frá 1995.
Gert er ráð fyrir að félaginu fylgi í það minnsta 120 milljónir í handbæru fé sem Vegagerðin fær í sínar hendur eftir yfirtökuna. Af þeirri upphæð er um helmingur ógreiddar kröfur viðskiptavina á félagið vegna inneigna á reikningum, veglykla og afsláttarmiða sem ekki hefur verið skilað. Um 4.400 veglyklum hefur ekki verið skilað og enn er talsvert afsláttarmiða útistandandi sem hægt er að skila til Spalar gegn endurgreiðslu.
Um 60-70 milljónir króna verða eftir hjá Speli þegar allur kostnaður félagsins hefur verið greiddur og hlutafé til eigenda sömuleiðis.
Í samningi Spalar við ríkið er ákvæði um að fjármunir sem eftir kunni að verða hjá félaginu í lokin skuli renna til sérstakra verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.
Við göngum sátt og þakklát frá borði, Spalarfólk. Það er hreint ekki gefið að Hvalfjarðargöng væru til nú ef þessu félagi hefði ekki tekist að láta draum sinn rætast, segir Gísli Gíslason stjórnarformaður Spalar. Hann setið í stjórn félagsins óslitið í 28 ár."
Hversu lengi enn á að horfa á þetta án aðgerða?
27.5.2019 | 22:01
Memorial Day
Bandaríkja Norður Ameríku er í dag, 27. maí 2019
Mannfórnir Bandaríkjanna í styrjöldum eru sem hér segir:
Mannfallið var mest í Borgarastyrjöldinni. Því næst í seinni heimstyrjöldinni sem næst helmingur af því.(klikkið á myndina til að sjá skelfinguna)
Þeir sem stunda hatursorðræðu gegn Bandaríkjunum eins og Prófessor Doktor Þorvaldur Gylfason gerði í Fréttablaðinu s.l.fimmtudag mega skammast sín fyrir sínar lyndiseinkunnir eins og Forseti Íslands prófessor dr. Ólafur Ragnar Grímsson opinberaði þegar hann reyndi að lýsa því sem honum fannst um Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins á Alþingi Íslendinga á sínum tíma. En Ólafur hefur bætt sig meðan Þorvaldi hefur farið aftur ef nokkuð er.
Nú er langur vegur frá Þorvaldi Gylfasyni upp til Ólafs Ragnars Grímssonar. En eðlið er samt við sig og ekki gleymdi hann þráhyggjulygi sinni um atkvæðagreiðsluna um stjórnarskrána að þessu sinni í þessari endurteknu sóðaorðbragðs-og hatursgrein á Trump Bandaríkjaforseta þennan dag sem hann fær greitt fyrir að setja saman í þetta gamla auðvaldsblað. Orðin sem hann notar um Trump mega allt eins lýsa honum sjálfum einkar vel.
Bandaríkin hafa ítrekað komið lýðræði heimsins til bjargar á örlagstundu. Það er sorglegt þegar ómerkilegir haturshælbítar á borð við Þorvald þennan Gylfason leika lausum hala til að sverta þessa forystuþjóð heimsins á öllum sviðum fyrir smávægilegar peningagreiðslur.
Memorial Day halda Bandaríkin hátíðlegan til minningar um þá vösku menn sem gáfu líf sitt fyrir frelsið og lýðræðið í heiminum sem ómerkingar í sjálfsupphafningu leyfa sér að traðka niður í svaðið fyrir einhverja silfurpeninga.
Bandaríkjunum sé heiður skilinn á Memorial Day fyrir framlag þeirra til frelsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.5.2019 kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2019 | 13:38
Lafferkúrfa Miðflokksins
í vinsældum vegna málþófsins hlýtur að koma til alíta þegar frá líður.
Dr. Hans Selye,höfundur streitukenningarinnar, varaði menn heilsufarslega við því að setja upp tilgangslausa mótstöðu. Slíkt leiddi aðeins til tjóns.
Er ekki þetta orkupakkamál komið á leiðarenda?
Þeir sem samþykkja hann verða að taka pólitískar afleiðingar af því.
Laffer kúrfan sýnir að allt hefur sín takmörk. Það er hægt að ofgera öllu.
Þarf ekki Miðflokkurinn að þekkja sín takmörk?
27.5.2019 | 13:14
Umhverfisfasisminn
á sína málsvara í Borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík og ríður þar ekki við einteyming.
Þeir ætla að loka helmingnum af öllum bensínstöðvum í Borginni af því það leiði til orkuskipta. Þá fari menn að keyra á rafmagnsbílum og rafhjólum. Þeim þykir svo vænt um umhverfið og allt sem því tengist.
Svo ætla þeir til viðbótar að leggja tafagjöld á bíla til að koma þeim af götunum.
Hvernig í veröldinni skyldu þeir sjá fyrir sér að venjuleg barnafjölskylda í Breiðholtinu geti komist af með Borgarlínu í stað bíls í hinum dreifðu byggðum höfuðborgarsvæðisins?
Með því að breyta sólarhringnum í 48 klukkustundir?
Er þetta fólk með réttu ráði?
Hver er sannleikurinn bak við rafbílavæðinguna?
Minna kolefnisfótspor?
Nei.
Framlag til betra mannlífs?
Hverra?
Sameinuðu þjóðirnar áætla að 250 milljónir barna, á aldrinum 5 til 14 ára, vinni í þróunarríkjunum- 61% þeirra í Asíu, 32% þeirra í Afríku og 7% í Rómönsku Ameríku. Mörg þessara barna eru neydd til að vinna. Þeim er neitað um menntun og eðlilegrar bernsku.
Lygi?
Eftirspurn eftir Cobalti í rafgeyma mun fimmfaldast á næstu árum fyrir áhrif umhverfisfasistanna sem stunda linnulausan áróður gegn jarðefnaeldsneyti meðan þeir þeysast um heiminn í þotunum eins og umhverfispostulinn AlGore og spúa út megninu af því sem þeir reka mestan áróður gegn.
Cobalt-vinnsla er samstofna við barnaþrælkun í Afríku.
Svo taka þeir maísinn frá sveltandi Afríkubúunum til að búa til lífdísil til að flytja inn til Íslands og eyðileggja eldsneytið okkar.
Er ekki skinhelgin mikil hjá málsvörum umhverfisfasismans?.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko