Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2020
30.1.2020 | 14:11
Nú vantar Einar Odd
til að tyggja ofan í okkur þann sannleika aftur og aftur og enn og aftur að taxtahækkanir eru ekki það sama og kjarabætur.
Ég sé hann enn óþreytandi fyrir mér og Guðmund jaka við hlið hans með skafl af neftóbaki á gólfinu, þyljandi sömu sannleikstugguna í mismunandi útgáfum í tóntegund sem aldrei breyttist eða varð óþolinmóð.
Hann endaði með að sannfæra þjóðina og óðaverðbólgunni var útrýmt á einni nóttu.Við tók hagvaxtarskeið og stöðugleiki sem færði þjóðinni fyrstu raunverulegu kaupmáttaraukninguna og gengisstyrkingu sem hún hafði upplifað. Þeir herskáustu létu sannfærast þegar Guðmundur lagðist á þá til viðbótar og líka voru allir orðnir uppgefnir á 100 % verðbólgunni og árvissum gengisfellingunum.
Situr einn með sollið fés
Seðlabanka Jóhannes
Fellir gengið fyrsta des
fer þá allt til helvítes
Maður hélt að þjóðin hefði lært sína lexíu en það er víst misskilningur. Það eru komnar fram sterkar raddir gáfufólks um að þetta hafi allt verið vitleysa og það sé vel hægt að lagfæra bág kjör þeirra lægst launuðu án þess að setja stöðugleikann fyrir borð.
Ég heyrði Halldór Benjamín tala í þessa veru um daginn. Hann sannfærði mig ágætlega. En hvort honum lánast að sannfæra heila þjóð eins og þeim tókst Einari Oddi og Guðmundi jaka veit ég ekki.
Ég sakna þeirra Einars Odds og Guðmundar jaka, þeir voru alveg sérstakir heiðursmenn báðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2020 | 11:46
Bölmóðurinn
ríður húsum á Íslandi. Heilbrigðiskerfið okkar er komið að fótum fram og fram á ganga, engir peningar eru til að bæta það.Opinberir starfsmenn búa við hungurmörk og samningsleysi. Gunnar Smári krefst byltingar og Sólveig Anna krefst bættra kjara fyrir leikskólakennara í Eflingu.
Björn Berg Gunnarsson, hjá Íslandsbanka, fer yfir stöðuna í Fréttablaðinu í gær:
Hvers vegna eru Norðmenn alltaf svona heppnir en ekki við? Landgrunnið þeirra er búið til úr olíu og þeir vinna alltaf í Víkingalottói. Á meðan er hér viðvarandi óvissuástand vegna veðurs og hamfara, það hefur ekki verið hægt að rölta um Borgartúnið síðan í haust og við keppum og keppum og heimtum vinninginn heim en vinnum aldrei í Víkingalottóinu. Til að bæta gráu ofan á svart er hér umtalsverður samdráttur í ferðaþjónustu á sama tíma og talað er um neyðarástand vegna fjárskorts í annarri hverri frétt.
En er óbyggilegt hérna?
Erlendur rithöfundur sem hér var á landi fyrir nokkru nefndi við mig að honum þætti bölmóðurinn í Íslendingum full mikill. Það hefur aldrei verið betra að vera til en að vera Íslendingur í dag, en þið talið ekki um annað en hvað allt sé ómögulegt, sagði hann og benti á hina ýmsu kosti sem við tökum kannski sem sjálfsögðum hlut.
Þrátt fyrir bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar höfum við, þegar litið er á efnahagsmálin almennt, sjaldan ef nokkru sinni verið betur í stakk búin til að bregðast við áföllum en einmitt nú. Ólíkt fyrri hagvaxtarskeiðum var hinn mikli uppgangur áranna 2012 til 2018 ekki fjármagnaður með skuldsetningu heldur höfum við byggt okkur upp heilmikið svigrúm sem nú reynist okkur dýrmætt og gefur færi á að vinna gegn hagsveiflunni, til dæmis með auknum framkvæmdum.
Við höfum skilað myndarlegum afgangi í viðskiptum við aðrar þjóðir og eru erlendar eignir þjóðarbúsins umfram skuldir tæpur fjórðungur landsframleiðslu. Hugsið ykkur að sú staða sé nú komin upp, þetta skömmu eftir hrun. Þó Víkingalottó hafi ekki verið okkur gjöfult er það lottóvinningur í sjálfu sér að búa á Íslandi.
Vextir og verðbólga eru við sögulegt lágmark og ef vel tekst til við að spila úr þeirri stöðu sem upp er komin í hagkerfinu verðum við f ljót að gleyma því að flugfélag hafi fuðrað upp árið 2019."
Hugsanlega kemst Sósíalistabylting Gunnars Smára til framkvæmda í áföngum ef tekst að eyðileggja gjaldmiðilinn og koma stöðugleikanum fyrir kattarnef. Verði lífskjarasamningarnir sprengdir í loft upp munu flestir telja sem komnir eru til vits og ár og muna eitthvað úr fortíðinni, að allt umfram lífskjarasamningana sé aðeins ávísun á verðbólgu en ekki kjarabætur.
Það þarf ekki sérstakan bölmóð til að ímynda sér vonda niðurstöðu.
29.1.2020 | 17:28
Verður ekki að borga kellingunum
sem fengu ekki útvarpstjórajobbið og sóttu um á móti Stefáni vegna brota á jafnréttislögunum og fyrir kynjamisréttið sem í því birtist?
Er ekki bar spurning um Ólínuskallann hversu mikið það verður sem hver kelling fær?
29.1.2020 | 14:04
Hvert flutti "nýkomminn"?
"Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona hefur fest kaup á fasteigninni Fáfnisnesi 3. Húsið var áður í eigu Gunnars Smára Egilssonar og Öldu Lóu Leifsdóttur.
Húsið fór fyrst á sölu 2017 og var greint frá því í frétt á Smartlandi Mörtu Maríu. Húsið teiknaði Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt og var það kosið fegursta hús Reykjavíkur 1973. Í kringum húsið er stór og mikill garður. Þegar húsið fór á sölu voru 125 milljónir settar á það. Verðið var síðar lækkað í 119 milljónir en fasteignamat fyrir 2020 er 108.800.000 kr."
Aumingja fjögurrablaðaSmárinn, fyrrum auðvaldsþýið og þjónn Jóns Ásgeirs. Vonandi fá þau hjónin og nýkomminn það vel úr sjóðum Eflingar að þau geti borgað leigu í einhverju hreysi við hæfi.
29.1.2020 | 11:25
Hnitmiðuð atlaga að lífskjörum
er heiti á grein Halldórs Benjamíns í Fréttablaðinu í dag. Það er ástæða til að lesa hana orðið til orðs:
"Það er eðlilegt að verkafólk hjá Reykjavíkurborg vilji bætt kjör og á þar samleið með öðru launafólki. Þegar horft er á heildarmyndina, launahækkanir og aðrar kjarabætur samkvæmt Lífskjarasamningnum, batna kjör verkafólks umtalsvert og mun meira en hærra launaðra starfsmanna. Það tókst vel til og margir lögðu hönd á plóg.
Sveitarfélög sinna mikilvægri þjónustu við almenning og það mun valda stórum hópi íbúa þeirra miklum vandræðum ef til verkfalls Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg kemur. Það er ábyrgðarhluti að kynda undir deilum með rangfærslum og óbilgjörnum kröfum sem ekkert sveitarfélag getur orðið við.
Yfirlýsingar Eflingar um að kröfur félagsins ógni ekki Lífskjarasamningunum eru hreinræktaðar blekkingar. Verri gjöf til almennings getur vart hugsast á ársafmæli Lífskjarasamningsins en að kröfur Eflingar nái fram að ganga. Því þá eru þeir úr sögunni. Leiðréttingin, sem forysta Eflingar kallar svo, verður ekki upp á við á launum nokkurra hópa hjá borginni heldur lóðbeint niður á við á lífskjörum almennings.
Leiðrétting Eflingar felst í því að gera að engu þann árangur sem náðst hefur á síðustu árum við að horfa fyrst og fremst á raunhækkun launa, sem byggist á svigrúmi atvinnulífsins, en ekki háar prósentuhækkanir launa sem ekki er innstæða fyrir. Fyrirhugaðar aðgerðir Eflingar eru atlaga að Lífskjarasamningnum.
Málflutningur forystu Eflingar er bergmál löngu liðins tíma. Hnitmiðuð launaleiðrétting eins og Efling krefst er óframkvæmanleg nema í víðtækri og fyrirfram gerðri sátt við öll önnur stéttarfélög í upphafi kjaralotu. Slík sjálfsblekking á ekkert erindi í málefnalegar umræður um kjaraþróun og efnahagsmál. Um það vitnar áratugareynsla af kjarasamningsgerð á Íslandi. Núna er allt undir. Meginþorri verkalýðshreyfingarinnar stendur við sín orð og gjörðir. SGS-félögin hringinn í kringum landið 18 talsins þekkja eðli skemmdarverkastarfsemi Eflingar og undirrituðu kjarasamning við sveitarfélögin á nótum Lífskjarasamnings. Þau skildu Eflingu eftir og styrktu stoðir Lífskjarasamningsins. Það er virðingarvert.
Þaulreyndir verkalýðsleiðtogar félaganna 18 vita að þannig er hag félagsmanna þeirra best borgið. Á tímabili Lífskjarasamningsins hefur kaupmáttur það sem fæst fyrir launin vaxið um 3,6% hjá láglaunafólki en um 2,4% að meðaltali.
Vextir hafa lækkað um 1,5% og ekki verið lægri í 20 ár. Markverð skref voru stigin til styttingar vinnuvikunnar og nánast allur almenni vinnumarkaðurinn hefur samþykkt þessa launastefnu í kosningum um kjarasamninga. Trúnaður SA er ekki einvörðungu við atvinnurekendur heldur ófrávíkjanlegur gagnvart yfir hundrað og tíu þúsund starfsmönnum sem aðild eiga að 84 kjarasamningum sem SA hafa undirritað.
Þeir samningar voru samþykktir í því trausti að almenn sátt yrði um launahækkanir Lífskjarasamningsins. Búið er að semja fyrir 97% launamanna á almennum vinnumarkaði. Framganga Eflingar eru svik við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Samningar á þeim nótum sem forysta Eflingar áformar að knýja fram yrðu verðbólgusamningar.
Verðbólga veldur tjóni, og baráttan við hana líka, þar sem landsmenn þurfa að búa við hærri vexti en annars þyrfti að vera og fyrirtækjum í alþjóðlegri samkeppni blæðir vegna sterks gengis krónunnar. Kjarasamningar með miklum prósentuhækkunum veikja því atvinnulífið og rýra lífskjörin þvert á það sem stefnt er að við gerð slíkra kjarasamninga.
Um það vitnar atburðarás á sjötta, sjöunda, áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þess fyrsta á þessari öld. Vegna þessa er ánægjulegt að sjá að viðbrögð stjórnenda Reykjavíkurborgar eru að bjóða sömu kjarabætur og kveðið er á um í Lífskjarasamningnum. Borgarstjórn getur ekki vikið sér undan ábyrgð og ekkert bendir til að hún muni gera það. Verði gengið til samninga við Eflingu, sem sprengir Lífskjarasamninginn, fer allur vinnumarkaðurinn í háaloft.
Það er ábyrgðarhluti sem varðar miklu fleiri einstaklinga en innan við tvö þúsund félagsmenn Eflingar. Þá dugir ekki að vísa til 15 ára gamals fordæmis sömu samningsaðila sem hafði fyrirsjáanleg áhrif, sprengdi sátt á vinnumarkaði og kom af stað höfrungahlaupi og gengisfalli sem allir töpuðu á. Úrslitastundin er fram undan"
Það þarf mikinn kjark til að segja að Halldór fari með staðlausa stafi.
Það er einungis á færi fólks eins og Sólveigar Önnu og hljómsveitarstjóra hennar, formanns Sósíalistaflokksins Gunnars Smára Egilssonar að gera svo hnitmiðaða atlögu að lífskjörum þjóðarinnar.
29.1.2020 | 11:16
Það þarf ekki Namibíu til
þegar "evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur gert samkomulag við frönsk, bresk og bandarísk yfirvöld um að fyrirtækið borgi 3,6 milljarða evra, um 500 milljarða íslenskra króna, í sektargreiðslur vegna mútugreiðslna í tengslum við sölu á flugvélum fyrirtækisins. BBC greinir frá.
Í tilkynningu frá flugvélaframleiðandanum kemur fram að samninginn eigi eftir að hljóta samþykki af hálfu yfirvalda landanna þriggja. Ásakanirnar um mútugreiðslurnar hafa snúið að því að fyrirtækið hafi nýtt sér vafasama milligöngumenn í söluferli véla sinna.
Í frétt BBC kemur fram að bresk yfirvöld hafi hafið rannsókn á greiðslunum í ágúst árið 2016. Fyrirtækið hefur rúma 130 þúsund starfsmenn í vinnu og tíu þúsund í Bretlandi. Gripu yfirvöld meðal annars til ráðstafana gegn fyrirtækinu og frystu útflutningslán þess.
Í umfjöllun miðilsins kemur fram að málið verði tekið fyrir á dómsstigi landanna þriggja þann 31. janúar næstkomandi. Dómstólar muni þurfa að samþykkja umrætt samkomulag áður en það tekur gildi."
Spilling og ekki spilling? Hvað er spilling í raun og veru? Kaupaukar eru oft taldir löglegir. Þér er boðinn aukaafsláttur ef þú gerir svona og svona.Tveir fyrir einn! Er ekki sífellt verið að freista fólks og reynt að hafa áhrif á hegðun þess? Hvað er freisting? Hver er freistarinn? Hver stenst freistinguna?Bara þú en ekki ég?Eða bara sá sem ekki fær neitt tilboðið og kemst ekki í færi við freistinguna?Er ekki svo auðvelt að vera Pírati og heilagur en ekki ónæmur fyrir freistingu um tækifæri til að hagnast örlítið? Sá yðar sem syndlaus er sagði maðurinn.
Það þarf ekki Namibíu eða Samherja til að verða á vegi freistingarinnar
29.1.2020 | 11:04
Eldgos
eru Ómari Þorfinni Ragnarssyni ofarlega í huga sem von er svo meðvitaður um náttúru landsins sem sá fjölfræðingur er.
Hann segir í dag í gagnmerkri upprifjun á gosasögu landsins:
"Á nokkurra alda millibili verða einhver stærstu hamfaraeldgos heims á svæðinu milli Mýrdalsjökuls og Vatnajökuls. Stærsta hraungos á sögulegum tíma í heiminum var Eldgjárgosið 934 og annað stórgos var á Veiðivatnasvæðinu.
Aftur varð stór eldgosahrina í kringum 1480, Skaftáreldar komu 1783, og nú kann því að styttast í næstu stórgos á þessu svæði.
Við upphaf Skaftárelda varð neðansjávargos undan Reykjanesi og hermt að upp hefði komið eyja, svipuð Syrtlingi við Surtsey 1963, sem hvarf aftur í sæ.
Á norðausturenda eldvirka beltisins, sem gengur í gegnum Ísland frá Reykjanetá til Öxarfjarðar, voru Mývatnseldar á fyrri hluta 18. aldar, og tveimur öldum síðar komu hrinur Kröfluelda með níu eldgosum 1975-85 eins og rakið er í pistli á undan þessum.
Í upphafi Kröfluelda kom mikil og löng jarðskjálftahrina í Kelduhverfi fyrri hluta árs 1976 með einn stóran skjálfta við Kópasker, sem olli talsverðum skemmdum á mannvirkjum. Landssig varð í Kelduhverfi og myndaðist nýtt vatn í sveitinni auk fjölda gjáa, sem hlaut heitið Skjálftavatn. En ekkert gos varð svona norðarlega í þessum umbrotum.
Vitað er að síðasta stóra hrina eldgosa á Reykjanesskaga varð á 13. öld og lauk 1280.
Hugsanlega er að hefjast margra ára langt umbrotatímabil á skaganum, eða eins og það er stundum orðað: Það er að koma tími á svæðið. Að minnsta kosti er réttara að vera á varðbergi.
Það þarf ekki að þýða umsvifalaust eldgos. Fyrsti íbúafundurinn vegna óvissuástands varðandi Eyjafjallajökul var haldinn ellefu árum áður en "tími var kominn á fjallið" og tvö gos urðu þar með örstuttu millibili árið 2010.
Eyjafjallajökull hafði þar áður síðast gosið 1835 og verður líklega rólegur næstu tvær aldir eða svo.
Öræfajökull gaus 1262 og 1727 og var með óróa í fyrra og hitteðfyrra eftir 280 ára kyrrstöðutímabil. Alls óvíst er hvort hann sé að minna á það að það sé að koma tími á hann, en ráðlegt að vera á varðbergi, rétt eins og við Grindavík núna.
En sé í aðsigi gosatímabil á Reykjanesskaga er kannski ráðlegt að skoða vel fyrirætlanir um mannvirkjagerð á hraunbreiðum í næsta nágrenni eldstöðva, sem gosið hafa í fyrri hrinum eftir ísöld.
Frá fyrirhuguðu flugvallarstæði við Hvassahraun eru til dæmis ekki nema sjö kílómetrar til næstu eldstöðvar, Óbrynnishóla, sem var í hópi þeirra eldstöðva á því svæði, sem sent hafa hraunflóð niður til sjávar allt frá Vallahverfinu og Straumsvík og suður úr.
Sú staðreynd setur þá fyrirætlan að leggja niður þann alþjóðlega flugvöll við Faxaflóa, sem þó er ekki á eldvirka svæðinu í dálítið sérkennlegt ljós. "
Ég held að það þurfi mann eins og Dag B. Eggertsson og hans sálufélaga í Borgarstjórn Reykjaví9kur til þess að leggja til í alvöru að byggja flugvöll fyrir 200 milljarða þarna ofan í eldfjallið á kostnað þjóðarinnar, ekki Reykvíkinga NB.
Eldsumbrot á þessum þéttbýlissvæðum sem þarna eru eru veruleg ógn við allt mannlíf í landinu.Þegar þetta bætist svo ofan á ógnina af kórónaveirunni fer maður að rifja upp með sjálfum sér móðuharðindin sem þjóðin gekk í gegn um á fyrri öldum þegar hörmungar lögðust saman.Ef Kórónaveiran stökkbreytist getur hún orðið ógn við allt mannkynið þó hún sé enn sem komið er tiltölulega meinlaus.Ég held að af tvennu illu sé eldgosið skárra en það sem getur skeð í nýrri drepsótt.
28.1.2020 | 13:08
Ef eða þegar
gusast upp hraun á Reykjanesi væri gott að hafa aðgang að dælum eins og í Vestmannaeyjagosinu ef stýra þarf hraunrennsli. Það er ekki úr vegi að minnast á steypudælurnar sem til er talsvert af. Þær geta dælt óhemju magni af vatni og gætu skipt sköpum. Bandaríkjaher yrði áreiðanlega innan handar með fleiri dælur ef þyrfti.
En Íslendingar sýndu það svo um munaði í Vestmannaeyjum að þeir láta sig ekki muna um að stjórna eldgosum eins og öðru. Við búum okkur undir það versta því það besta skaðar okkur ekki ef eða þegar.
27.1.2020 | 14:11
Hvassahraunsflugvöllur
er mátulega kominn á dagskrá þegar Dagur B. Eggertsson ætlar að senda þjóðinni reikning fyrir flugvöll ofan á kvikuhlaupinu við Grindavík en hirða sjálfur söluhagnaðinn af Vatnsmýrarlóðunum.
Það er sama hvaða tillögur koma frá meirihlutanum sem stýrir Reykjavík. Þær eru alltaf þær seinheppnustu sem hægt er að finna. Sé það Bragginn, viðhald fasteigna, myglur eða stytting leikskólatímans vegna álagsins sem hann er á börnin og starfsfólkið.Það brotlendir allt á Hvasshraunsflugvelli ofan á eldfjallinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2020 | 13:51
Evrópukrypplingurinn
fær ekki háa einkunn hjá Gunnari Rögnvaldssyni.
"Ráðalaus yfirvöld í því sem kallað er "Evrópusambandið" í dag, leita nú með logandi en leyndum ljósum að olíu og jarðgasi til innflutnings, á sama tíma og skiltagerðadeildir útópíu þess hanna grænu pólitísku rétttrúnaðarskiltin sem rekin eru framan í alla þá sem spyrja til ástands orkumála þar á þrotabæ, en þó alveg sérstaklega framan í þá sem spyrja til dæmis spurningar eins þessarar; hvers vegna eru Evrópulöndin orðin stærsti innflytjandi olíu og jarðgass í heimi
Á sama tíma eru Bandaríkin orðin stærsti olíu- og jarðgasframleiðandi veraldar og eina land heimsins sem með herafla sínum (les. NATO) verndað getur innflutningsleiðir fyrir annarra landa olíu inn í lönd Evrópusambandsins. Bandaríkin eru þess utan einnig eina þjóðríki veraldar sem verndað getur sjóleiðirnar fyrir útflutning frá meginlandi Evrópu, til neytenda í öðrum löndum, og þar með til annarra-landa eftirspurnar. Meginland Evrópu er orðið algerlega háð og þar með í vösum Rússlands, Miðausturlanda og Norður-Afríku í orkumálum
Í ljósi þessa ber að skoða skortinn á utanríkisstefnu Evrópusambandslanda gagnvart Rússlandi, Íran og flóðbylgjunni frá Norður-Afríku. Og í ljósi þessa ber því að skoða ofsahræðslu landa Evrópusambandsins við heildar-utanríkisstefnu Bandaríkjanna; sem bera uppi það eina sem haldið getur ljósunum áfram logandi í Evrópu. Þar er ég að tala um Bandaríska herinn sem ber uppi nær alla hernaðargetu NATO - og alla getu til varnaraðgerða á heimsvísu
Evrópa fer af límingunum ef að Bandaríkin svo mikið sem anda á Miðausturlönd, svo ekki sé talað um að flytja bara eitt lítið sendiráð milli borga í einu litlu landi þar. Evrópa hefur nefnilega enga stjórn á örlögum sínum. Enga! Og það mun hún ekki hafa svo lengi sem Evrópusambandið er við lýði. Frá Rússlandi koma 30 prósentur af allri olíu sem lönd sambandsins nota, og enn stærra hlutfall af jarðgasi. Og einnig þar nötrar, skelfur og hristist Evrópusambandið við hvert bandarískt fótmál gagnvart Rússlandi
Evrópa getur hvorki séð sjálfri sér fyrir orku né varið innflutning hennar. Hún er algerlega í vösum annarra
Þessa stöðu má einnig sjá á brennandi logunum í sótsvörtum gluggum Valhallar, sem nýlega úthýsti hluta af fullveldi Íslands í orkumálum til einmitt evrópskra ólanda. Ekkert land og enginn stjórnmálaflokkur með fullu viti úthýsir fullveldi sínu til annarra landa og lifir slíkt af. Um EES-leiðsluna inn í Sjálfstæðisflokkinn flýtur því sjálfstortímingargasið, svo lengi sem flokkurinn með "fullum vilja dópistans" gerir sig háða henni; bæði andlega og líkamlega. Ég mæli því með afvötnun fyrir vonleysislið Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Allsgáð pólitískt líf er eina lífið sem vert er að lifa. En á meðan stórgungustétt esb-krataklúðursins er þar við völd, sem fyrsta, eina og fullkomlega ónýta slík í sögunni, þá gasast sá flokkur bara áfram í hel
Næst stærsti olíu-innflytjandi veraldar, á eftir Evrópusambandinu, er hins vegar Kína. Og á það land hins risavaxna kommúnistaflokks mega Bandaríkin því heldur ekki svo mikið sem anda, því sá andi kemur Evrópusambandinu auðvitað afar illa, því það er svo háð Kína. Með þeim augum ber að líta á utanríkisgervistefnu Evrópusambandsins og því einnig brunarústa xD gagnvart Kína. En það sem enn verra er fyrir Evrópu, er það, að Miðausturlöndum og Norður-Arfríku líkar enn verr við Kína en þeim líkaði við Sovétríkin og kommúnistaflokk þeirra
Staðan er því sú að Bandaríkin hafa engan áhuga á Miðausturlöndum, en Miðausturlönd hafa hins vegar ákaflega mikinn Trotský-áhuga á Bandaríkjunum. En hvers vegna ættu Bandaríkin að gæta siglingarleiða fyrir olíu frá Miðausturlöndum til Kína? Það munu þau auðvitað ekki gera mikið lengur
"Hæ hæ Miðausturlönd, við erum með miljónir múslíma í gúlagi heima í Kína og við erum komnir til að gæta skipaferða með olíu, svo halda megi gúlaginu gangandi" - Xi Jinping kommúnisti (með Lenínvindil)
Evrópusambandið og Kína eru stærstu kúnnar Miðausturlanda, en með bara alls alls enga getu til að gæta hagsmuna sinna þar. Hvað gerist næst? Jú Stóra-Bretland yfirgefur Evrópusambandið eftir fjóra daga - og svo koll af kolli"
Í ljósi þeirra staðreynda sem Gunnar lýsir, þá er það furðulegt að tveir aðskildir stjórnmálaflokkar, sem eru þó eins og Síamstvíburar, skuli halda áfram að prédika fullveldisframsal Íslands til þessa vesalings Evrópusambandsins. Svo greindur maður sem dr. Benedikt Jóhannesson heldur dauðahaldi í þá kenningu sína að gangi Íslendingar þar inn og taki upp Evru þá sé brautin bein.Ótrúlegur þrái og afneitun geópólitískra staðreynda. Atgerfisbrestur skýrir frekar afstöðu Loga Más og Þorgerðar Katrínar fyrir mér en Benedikt á ég bágt með að skilja á rökfræðilegu plani.
Evrópusambandið er sjálfu sér sundurþykkt og getur enga stjórnmálaákvörðun tekið sem það myndi verja til enda. Það er ekki þjóðríki eins og Bandaríkin og þegnarnir hafa enga þjóðernistilfinningu til þessa skrifræðisbákns sem getur ekki gert ársreikning. Þess vegna væri Íslendingum betur borgið í nánu sambandi við Bandaríkin heldur en þess skipulagskrypplings sem kallast Evrópusambandið og Bretar eru að yfirgefa á föstudaginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko