Bloggfærslur mánaðarins, desember 2020
26.12.2020 | 22:28
RUV flytur fagnaðarfréttir
það er að koma bóluefni til Evrópusambandsins. Það á að byrja að bólusetja þar bráðum, í næstu viku.
En hér? Því miður ekki orð. Enda gengur Evrópuhugsjónin fyrir hjá krötunum.
Við skiptum minna máli í því samhengi þar sem Svandís og Kata sjá um málin fyrir okkur.
RÚV sér um að upplýsa okkur um gang mála og fagnaðarfréttir frá Svandísi.
26.12.2020 | 21:01
Frábær Forsetafrú
Elíza Reid birtist okkur í viðtali Skúla Braga Geirdal á N4 í kvöld.
Forsetafrúin brunaði beint inn í hjarta mitt með elskulegheitum sínum og orðkynngi á íslensku máli þannig að ég hef held ég aldrei orðið vitni að öðru eins af útlendingi.
Og dr. Guðni náði mér líka þannig að ég arfleiði hann hér með að þeim stuðningi sem dr. Ólafur Ragnar var búinn að fá frá mér fyrir Icesave frammistöðu sína svo lengi sem hann þyrfti mín með.
Ég var ekki stuðningsmaður dr. Guðna í kosningunum en verð það hér eftir eftir að hann skýrði fyrir mér afstöðu sina til þjóðkirkjunnar og fleiri grundvallarmála sem fara allvel saman við mínar skoðanir sem eru auðvitað ekki merkilegar.
Allt sem hann sagði um þjóðkirkjuna féll mér vel í geð og finnst hann hér eftir verðugur forseti fyrir mig.
En Elíza Reid Forsetafrú brunaði beint inn í hjarta mitt í þessu viðtali sem frábær Forsetafrú.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2020 | 18:54
Píratar vilja styðja
minnihlutastjórn Framsóknar og VG.
Þvílík pólitísk séni eru þetta.Þórhildur Sunna hin siðavanda, Malbikarinn húsaleigufróði, Smári McCarthy byssumaður með háskólagráðurnar í stærðfræði og Björn Leví núna stuttskeggja. Akkúrat liðið í trausta minnihlutastjórn í Covid-fárinu.
Gengur þetta Píratafólk á öllum?
Að halda að þjóðin vilji frekar minnihlutastjórn þeirra en meirihlutastjórn Katrínar og Sigurðar Inga þó Bjarni, Þórdis Kolbrún og Áslaug Arna séu innanborðs?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2020 | 15:51
Nýtt kraftaverkalyf?
sem eru mótefni sem vernda þegar í stað gegn sjúkdómnum ef maður smitast af Kínapestinni er verið að prófa í Bretlandi að því að SKY News segir,
Aldeilis tíðindi ef sönn eru.
Ekkert minna en kraftaverkalyf.
26.12.2020 | 14:35
Stóra von mín
og eiginlega sú eina sem kemst að í mínum heimska haus er að okkar bestu mönnum Kára og Þórólfi takist að yfirtala Pfizer á að lát okkur fá 400k í hvelli.
Svo segir á Mogga:
"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vonast til þess að lyfjaframleiðandinn Pfizer sjái kostina í því að bjóða upp á fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins fyrir Íslendinga. Væri þar með hægt að bólusetja þjóðina fyrr en ella, en á móti fælist í þessu rannsóknarefni þar sem nánari upplýsingar myndu fást um þróun faraldursins eftir bólusetningu og með afléttingum samkomutakmarkana. Þá myndi einnig vera hægt að fylgjast nánar með mögulegum aukaverkunum.
Er þetta hluti af viðræðum yfirvalda hér á landi og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við forsvarsmenn Pfizer.
Greint var frá því fyrir jól að Kári gerði sér vonir um allt að 400 þúsund skammta frá fyrirtækinu, en hann fundaði með fulltrúum Pfizer ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Í kjölfarið átti Kári í viðræðum við fyrirtækið.
Alltaf einhver samskipti í gangi
Þórólfur segir þessar viðræður enn ekki komnar langt áleiðis og að ekki hafi mikil samskipti verið yfir jólin. Það eru samt alltaf einhver samskipti í gangi, menn að skiptast á upplýsingum, segir hann við mbl.is.
Spurður um forræði verkefnisins segir hann að samkvæmt lögum séu bólusetningar á forræði sóttvarnalæknis og undir heilbrigðisráðuneytinu. Segist hann fastlega gera ráð fyrir að það verði áfram þótt skipulag og útfærsla, ef af verður, sé í skoðun. Ef farið er í stærri aðgerðir þurfa fleiri að koma að því, segir hann.
Eins og Morgunblaðið greindi frá á aðfangadag er hugmyndin að Ísland geti orðið rannsóknarsetur fyrir fasa IV rannsókn, en þar væri stærsti hluti þjóðarinnar bólusettur á stuttum tíma. Áður hafði Þórólfur viðrað þessa hugmynd í pósti til fulltrúa Pfizer 15. desember.
Við höfum alla burði til að gera þetta hér
Ég vona að þeir sjái kostina í að gera slíka fasa IV rannsókn, segir Þórólfur. Við höfum alla burði til að gera þetta hér. Við erum að gera þetta alla daga og fylgjumst með öllum þeim sem greinast, segir hann og bætir við að meðal röksemda sinna í bréfinu til Pfizer hafi einmitt verið að hér á landi væru mjög ákjósanlegar aðstæður til að fara í rannsókn sem þessa."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2020 | 14:07
Píratasiðferðið
er á fullu.
Þingmaðurinn á malbikunarjakkanum, Jón Þór er að rifna af vandlætingu. Sjálfsagt búinn að gleyma viðskiptum sínum við félagsíbúðir stúdenta sem ekki þóttu nú mjög siðsöm.
Þórhildur Sunna vítt af Alþingi fyrir ósvífnar álygar.
Smári McCarthy, er hann ekki sagður hafa borið vopn fyrir erlent stórveldi?
Svona fólk er vel í stakk búið til að krefjast afsagnar fyrir aðra stjórnmálamenn fyrir eitt axarskaft.
Það bregst ekki Píratasiðferðið til að leggja fram vantraust á Bjarna Benediktsson.
24.12.2020 | 12:16
Rétta fólkið?
eru þau Þórhildur Sunna sem situr sem fastast á þingi eftir sekt sína sem hefði átt að leiða til afsagnar og Logi Már til að krefjast afsagnar Bjarna Ben vegna yfirsjónar í fjöldatakmörkun.
Nú vantar bara að RÚV taki kröftuglega undir með þessu dáindisfólki sem kunna bara eina tillögu í fjármálum: Hækka útlát og auka tap ríkissjóðs.
Skyldu þessi skötuhjú vera rétta fólkið sem þjóðin treystir betur en Bjarna Benediktssyni til að stjórna þjóðinni?
24.12.2020 | 12:03
Reddar Kári ríkisstjórninni?
rétt eina ferðina enn?
Svo segir Moggi:
"Viðræður hafa átt sér stað við bandaríska lyfjarisann Pfizer um að koma um 400 þúsund skömmtum af bóluefni hingað til lands, eða nægilega mörgum skömmtum til að bólusetja 60% fullorðinna hér á landi. Náist samkomulag eru vonir bundnar við að hér skapist nægilegt hjarðónæmi til að kveða kórónuveiruna niður.
Það er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem hefur leitt vinnuna af hálfu Íslands. Hefur hann nýtt tengsl sín við ýmsa stjórnendur Pfizer, en hann skipulagði m.a. fund með fyrirtækinu í fyrradag. Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Kári og stjórnendur frá lyfjarisanum. Í kjölfarið átti Kári í viðræðum við Pfizer.
Aðspurður segir Kári að verið sé að athuga hvort til séu nægilega margir skammtar hjá Pfizer svo hægt sé að mynda hjarðónæmi hér á landi. Ef af verður er um að ræða tilraunaverkefni þar sem kannað er hvort hægt sé að kveða faraldurinn niður hjá heilli þjóð. Bólusetning ætti ekki að taka nema eina til tvær vikur.
Yfirmaður bóluefnateymis Pfizer kom með tillögu að rannsókninni, en hann hefur jafnframt sagt að verkefnið sé spennandi möguleiki. Óljóst er þó hvort til sé nægilega mikið magn af bóluefni. Það er verið að kanna hvort til sé bóluefni og það hefur enn ekki verið haft samband. Ég get ekki lofað nokkrum sköpuðum hlut þótt ég sé að reyna, en ég væri ekki að þessu nema ég héldi að þetta væri möguleiki, segir Kári.
Ljóst er að hér á landi eru einstakar aðstæður til þess að grípa til svo umfangsmikilla og skjótra aðgerða hjá heilli þjóð. Tilgangur verkefnisins af hálfu Pfizer væri að fá af því reynslu og upplýsingar, sem nýttust við bólusetningu annars staðar í heiminum.
Um allan heim eru nú víðtækar bólusetningaraðgerðir í bígerð, en sjálf bóluefnin eru mjög mislangt á veg komin og eftirspurnin svo mikil, að næsta ár mun tæplega endast til þess að ljúka almennri fjöldabólusetningu í öllum löndum."
Kára Stefánssyni þakkar þessi þjóð seint alla þá aðstoð sem hann hefur veitt henni í faraldrinum. Því miður hafa hans tillögur verið sniðgengnar í sumum tilvikum með illum afleiðingum í hvert sinn. En þjóðin hlustar í hvert sinn sem Kári lætur í sér heyra þar sem reynslan sýnir að það borgar sig.
Nái Kári þessum samningi við Pfizer myndi hann redda ríkisstjórninni út úr klúðrinu sem hún kom þjóðinni í með andvaraleysi sínu í bóluefnismálum.
23.12.2020 | 23:34
Umhugsunarefni
fékk ég af að lesa mánaðargamalt blogg Gunnars Heiðarssonar.
Ég hef lengi velt fyrir hverjir muni selja okkur Íslendingum losunarheimildir sem okkar vantar víst eftir að við tókum þátt í fundi hinna fjörtíuþúsund fífla í París.Aðeins Trump sagði sig frá þeirri dellu sem þjóðfjandsamlegri meðan við mændum til himins í trúarhrifningu Grétu Thunberg.
Gunnar Heiðarson skrifar:
"
26.11.2020 | 16:09
Nú um næstu áramót fellur svokallaður Kyoto samningur úr gildi og við tekur svonefndur Parísar sáttmáli. Við þessi tímamót þurfa þjóðir heims að stand skil á sínum "syndum". Svo virðist vera sem um sé að ræða tvennskonar uppgjör, annarsvegar með kaupum á einhverju sem kallast CER eininga og enginn veit hvað er eða hvert það fé fer, eða með kaupum á því sem kallast ETS einingar, en sú upphæð mun renna ósskipt inn í óendurskoðaða reikninga ESB. Sumir halda því fram að þarna sé val á milli, en víst er að bæði ESB og ICE vilja fá sitt.
Nokkur munur virðist vera á hvor leiðin verður valin, ef um val er að ræða. Það mun kosta okkur um 200 milljónir ef keypt eru CER bréf en allt að 20 milljarða ef evrópsku ETS bréfin eru keypt. Þessar tölur eru auðvitað með fyrirvara, þar sem ég veit auðvitað ekki hver "synd" okkar er, ekki frekar en forsætisráðherra. En mismunurinn er þó nokkuð réttur, miðað við verðmun þessara bréfa.
Það er hins vegar nokkuð undarlegt að forsætisráðherra skuli ekki vita hver upphæðin er, einungis mánuði áður en greiðsluseðill er prentaður. Það þætti lélegur heimilisbókari sem ekki vissi útgjöld sín mánuð fram í tímann. Það er ekki eins og þetta sé einhver óvænt uppákoma, hefur víst legið fyrir í nokkur ár, eða frá því Ísland gerðist aðili að samningnum.
200 milljónir eru nokkuð stór upphæð, að ekki sé nú talað um 20 milljarðar. Hvað um þessa peninga verður veit víst enginn, nema auðvitað viðtakandinn, en hann er alltaf til staðar þegar peningar fara á flakk. Ef valin verður dýrari kosturinn, sem umhverfisráðherra hefur talað fyrir, er ljóst að aldrei verður hægt að finna móttakanda fjárins, enda ekki verið hægt að endurskoða reikninga ESB í áratugi, vegna fjármálaóreiðu á þeim bænum. Ef ódýrari kosturinn er valinn, sem formaður loftlagsráðs Gumma vill, mun einnig verða erfitt að rekja slóð peningana. Að vísu munu þeir fara frá okkur í alþjóðlega gjaldeyrismiðsstöð. Hvað svo veit enginn.
En svo er auðvitað stóra spurningin, hvers vegna þurfum við að kasta hundruðum eða þúsundum milljóna króna út í loftið? Hvers vegna var ekki endirinn skoðaður strax í upphafi?
Það er ljóst öllum sem einhverja glóru hafa í kollinum að það var vitlaust gefið til okkar, þegar ákveðið var að gangast að þessum samningi og þeim sem á eftir komu. Viðmiðunarár Kyoto samningsins var 1990. Hvers vegna það ár var valið hefur engum tekist að komast að, en fyrir okkur hér á Íslandi er þetta kolrangt viðmið. Á sjötta áratug síðustu aldar hófust hér á landi markviss orkuskipti í húshitun heimila og var því markmiði að mestu náð fyrir árið 1990, upphafsári Kyoto samningsins. Aðrar þjóðir voru ekki enn farnar að huga að slíkum orkuskiptum þá og margar eiga enn langt í land með það markmið. Hvað heimili varðar er kostnaður við kyndingu heimila einn stærsti útgjaldaliðurinn, sér í lagi ef kynnt er með olíu eða kolum. Ólíkt öðrum þjóðum höfðum við því ekki möguleika á að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti í þessum lið, sem aftur leiðir til þess að einkabíllinn er tekinn fyrir af miklum móð. Hvergi í víðri veröld eru lagðir eins miklir skattar á einkabílinn eins og hér á landi. Í strjálbýlu landi er einkabíllinn ekki lúxus, heldur bráð nauðsynlegur. Því er ljóst að upphafsmarkmið Kyoto samningsins er glórulaust fyrir okkur og með ólíkindum að það hafi verið samþykkt.
Ekki ætla ég að fara út á þá braut að ræða sjálfa "loftlagsvána" núna. Læt nægja að tala um þá skattpíningu sem stjórnmálamenn stunda í nafni hennar. Aflátsbréfin, bæði þau sem fyrirtæki versla með sín á milli sem og hin sem þjóðir þurfa að greiða sem syndaaflausn, munu auðvitað alltaf lenda á almúganum, til viðbótar við alla þá skatta sem stjórnmálamenn leggja beint og óbeint á þegna landa sinna í nafni loftlagsvár. Hvernig í andskotanum mun það minnka mengun? Halda menn virkilega að hægt sé að kaupa sig frá vandanum, ef hann er á annað borð til staðar?
Verst er að nú er staðan orðin slík, vegna endalausra og stórkostlegrar skattlagningar í nafni loftlagsvár, að ráðamenn vita hvorki upp né niður hvað er hvað eða hver þurfi að borga hverjum. Andsvar forsætisráðherra við spurningu formanns Miðflokksins, á Alþingi í dag, sannar þetta.
Hræsnin og hálfvitaskapurinn er allsráðandi."
Hvert ætlar Katrín forsætis og Guðmundur umhverfis sem enginn kaus að veita háum fjárhæðum í losunarheimildir? Er öllum bara sama? Finnst engum ástæða til að spyrja einhvers?
Hvaðan á þetta fé að koma? Er það ekki umhugsunarefni?
23.12.2020 | 21:25
Hversu mikil fífl erum við?
trúum við því þegar Moggi skrifar í gær að búið sé að tryggja okkur Íslendingum nóg bóluefni með samningi við einhvern Jantzen.
Menn hafa gott af að lesa blogg hjá Gunnari Rögnvaldssyni um hvað honum finnst um frammistöðu ríkisstjórnarinnar.
Moggi skrifar ekki að fyrstu skammtar frá því fyrirtæki berist ekki fyrr en á 3. ársfjórðungi 2021.
Eru þetta nægar útskýringar á frammistöðu stjórnvalda?
Hversu mikil fífl álíta þau okkur kjósendur vera?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.12.2020 kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko